Fundargerð 13. maí 2009

83. / 19. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn í Neskaupstað miðvikudaginn 13.5.2009 kl. 14:00.
Rammadagskrá:
Kl. 14:00    -    Heimsókn í Búlandið.  
Náttúrustofa Austurlands, rannsóknarstofa MATÍS, Fiskistofa og Verkmenntaskóli Austurlands skoðað og spjallað við forsvarsmenn og starfsfólk.  
Kl. 14:45        Fundur heilbrigðisnefndar í veitingastaðnum Frú LúLú
Kl. 16:30    Safnahúsið í Norðfirði skoðað undir leiðsögn Magna Kristjánssonar.
Kl. 18:00    Kvöldverður hjá Frú LúLú

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir og Árni Kristinsson.
Benedikt Jóhannsson boðaði forföll og Auður Ingólfsdóttir, hans varamaður átti ekki heimangengt.  Borghildur Sverrisdóttir og Björn Emil Traustason boðuðu forföll með skömmum fyrirvara.
Starfsmenn:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Júlía Siglaugsdóttir, Borgþór Freysteinsson

Dagskrá:
  1. Bókuð útgefin starfsleyfi    464
  2. Tóbaksöluleyfi    467
  3. Leyfisveiting til Landsvirkjunar    467
  4. Köllun varamanna á heilbrigðisnefndarfundi    467
  5. Fjármál – rekstur    468
    5.1    Kaskótryggingar bifreiða.    468
    5.2    Húsnæði.    468
    5.3    Sumarið    468
  6. Ársskýrsla HAUST 2008    468
  7. Vorfundur 2009    468
  8. Önnur mál    469
    
Valdimar formaður setti fund enda lá fyrir að fjórir nefndarmenn voru mættir og fundurinn því löglegur.
1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Kauptún ehf, kt. 571201-3050, Hafnarbyggð 4, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/endurnýjun  fyrir  verslun með sölu á matvælum og merkingarskyldri efnavöru í versluninni Kauptún að Hafnarbyggð 4 , 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi endurnýjað 2.4.2009
b)    Halldór Georgsson, kt. 030448-7669.  Nýtt starfsleyfi vegna ferðaþjónustu á Síreksstöðum.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir
  • Lítilli einkavatnsveitu sem þjónar tveim íbúðarhúsum og sumargistingu
  • Sölu á gistingu fyrir að hámaki 6 gesti í hvoru af tveim sumarhúsum
  • Rekstur tveggja heitra potta, eins við hvort sumarhús
Leyfi útgefið 17.4.2009 með fyrirvara vegna vatnsveitu.
700-701 Fljótsdalshérað
c)    Gistiheimilið Eyvindará II ehf. kt. 450307-1570, Eyvindará II, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun og breyting fyrir Gistiheimilið Eyvindarár II. Um er að ræða gistiheimili fyrir allt að 45 gesti í smáhýsum, hótelálmu og íbúðarhúsi og sölu á morgunverði til næturgesta og framreiðslu á aðkeyptum veitingum fyrir hópa næturgesta. Starfsleyfið gildir til tveggja ára þar sem salernisaðstaða takmarkar starfssemi í veitingasal. Starfsleyfishafar hafa sýnt frá á endurbætur í þeim efnum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði, gistiskála og móttökueldhús. Leyfið útgefið 30.3.2009 og gildir til tveggja ára.
d)    Kristjana Júníusdóttir, kt. 260563-5649, Ekra, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/nýtt fyrir sölu á gistingu í tveim sumarhúsum á landareign Ekru, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða tvö hús sem hvort um sig hýsir samtals fimm gesti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiskála. Leyfið útgefið 31.3.2009
e)    N1 hf., kt.  540206-2010.  Starfsleyfi fyrir bensínstöð og sölu matvæla að Kaupvangi 4, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu, þægindavöruverslun með sölu á matvælum og annarri nauðsynjavöru og merkingaskyldri efnavöru sem og fyrir söluskála með fullbúnum veitingastað, ísvélum og sælgætisverslun.  Leyfi útgefið 14.4.2009.
f)    Knattspyrnudeild Hattar, kt. 420786-1159.  Tímabundið leyfi til framleiðslu á samlokum o.þ.h. í móttökueldhúsi Fjölnotahússins í Fellabæ og sölu á samlokum, drykkjum, sælgæti o.fl. matvælum frá viðurkenndum framleiðendum í Fjölnotahúsinu í Fellabæ og Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.  Leyfið gildir á 34. Öldungamóti Blaksambands Íslands dagana 30. apríl til 2. maí 2009
g)    Röskvi ehf. 630704-2350, Stóra Sandfelli III, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir tjaldsvæði og litla vatnsveitu að Stóra Sandfelli III. Um er að ræða tjaldsvæði, þrjú þjónustuhús, þrjú smáhýsi og einkavatnsveitu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hjólhýsa-smáhýsa- og tjaldsvæði frá árinu 2006 og starfsreglum fyrir gistiskála frá árinu 2006. Leyfið útgefið 28.4.2009
h)    Fagurhóll ehf. kt.  520303-3320, Bláagerði 43, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/breyting (lítilsháttar) vegna Heimagistingar Bláagerði, Bláagerði 43, 700 Egilsstaðir.. Um er að ræða sölu á gistingu í þrem tveggja manna herbergjum í stað tveggja áður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 7.5.2009
i)    Malarvinnslan ehf.  kt. 471108-2190.  Starfsleyfi fyrir geymslu olíumalar og lagningu utan fastrar starfsstöðvar.  Starfsleyfið útgefið 30.4.2009 og gildir til fjögurra ára.
710 Seyðisfjörður
j)    Ása Kristín Árnadóttir, kt.  291265-3409, Múlavegi 37, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Hársnyrtistofunnar Lokkafín, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða hársnyrtistofu með tveim hársnyrtistólum og lítilsháttar sölu á snyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006. Leyfið útgefið 26.3.2009.
k)    G.B. Bjartsýn ehf., kt. 690304-2950, Botnahlíð 14, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Shellskálans að Hafnargötu 2, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða söluskála með fullbúnu veitingaeldhúsi, sælgætisverslun auk sölu á merkingaskyldri efnavöru. Leyfi endurnýjað 21.4.2009
720 Borgarfjörður
l)     Fontar ehf. kt.  531095-2869, Réttarholti, 720 Borgarfirði. Starfsleyfi/endurnýjun vegna gistingar að Réttarholti.  Um er að ræða gistingu fyrir allt að níu manns í þrem herbergjum á neðrihæð íbúðarhúss, aðgangur að fullbúnu eldhúsi og snyrtingu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 11.5.2009.
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
m)    Kaupás hf, kt. 711298-2239, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík. Starfsleyfi/endurnýjun  fyrir  verslun með sölu á matvælum og merkingarskyldri efnavöru í verslun Krónunnar  að Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi endurnýjað 31.3.2009
n)    Vélaborg ehf,  kt.  670504-2550, Krókhálsi 5f, 110 Reykjavík. Starfsleyfi / fyrir  Vélaborg, Hraun 4,  730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða bifreiða-og vinnuvélaverkstæði, varahlutalager og skyldan rekstur. Farið skal eftir starfsreglum fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun......Leyfið útgefið 18.4.2009.
o)    Félag eldri borgara Reyðarfirði, kt. 510902-2450, Melgerði 13, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi  fyrir  lítilsháttar framleiðslu á matvælum að Melgerði 13, 730 Reyðarfjörður. Heimild til framleiðslu er bundin við eldhús í félagsaðstöðu eldri borgara í Melgerði og sala eingöngu heimil í Fjarðaportinu. Starfsleyfi útgefið 29. apríl og gildir í 6 mánuði.
p)    Bakkagerði, kt.  520905-0300, Vallargerði 3, 730 Reyðarfirði. Starfsleyfi /nýtt fyrir gistingu að Vallargerði 14, 730 Reyðarfirði. Um er að ræða gistingu fyrir samtals 14 manns í sex herbergjum, þrjú salerni eru í húsinu og þvær sturtur og aðgengi að heimiliseldhúsi. Undanþága fékkst frá Umhverfisráðuneytinu vegna handlauga í herbergjum.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 11.5.2009
735  Fjarðabyggð – Eskifjörður
q)    Tandraberg ehf., kt. 601201-4960, Strandgötu 8 735 Eskifjörður. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu og dansleiks í Valhöll á Eskifirði. Leyfið gildir frá kl 20:00 23.maí 2009 til kl. 03:00 24.maí 2009.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
r)    Nesbakki ehf, kt. 450272-0199, Bakkavegi 3, 740 Neskaupstaður. Starfsleyfi/endurnýjun  fyrir  verslun með sölu á matvælum og merkingarskyldri efnavöru í versluninni Nesbakka að Bakkavegi 3, 740 Neskaupstaður. Starfsleyfi endurnýjað 1.4.2009
s)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi fyrir Leikskólann Sólvelli, Blómsturvöllum 26-32, 740 Neskaupstað. Um er að ræða leikskóla með fullbúnu eldhúsi og leikskólalóð fyrir samtals 70-80 börn. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla, leiksvæði með eða án gæslu og viðmiðunarreglum fyrir veitingaeldhús frá árinu 2006. Leyfið útgefið 22.4.2009
t)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi fyrir Leikskólann Sólvelli- deild Kirkjumel, 740 Neskaupstað. Um er að ræða leikskóla með móttökueldhúsi og leikskólalóð fyrir samtals 20-30 börn. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla, leiksvæði með eða án gæslu og viðmiðunarreglum fyrir móttökueldhús frá árinu 2006. Leyfið útgefið 22.4.2009
u)    HSA, kt. 610199-2839, Mýrargötu 20, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir sundlaug Sjúkrahússins í Neskaupstað. Um er að ræða litla innisundlaug sem rekin er í tengslum við sjúkraþjálfun og ungbarnasund. Farið skal eftir starfreglum fyrir sundlaugar frá árinu 2006. Leyfið útgefið 28.4.2009
780-781 Hornafjörður
v)    Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Starfsleyfi fyrir Sundlaug Hafnar, Víkurbraut 11, 780 Höfn. Um er að ræða sundlaug í flokki A, vaðlaug, tvo heita potta, gufubað og þrjár vatnsknúnar rennibrautir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sund og baðstaði frá árinu 2006 og fyrir baðstaði frá árinu 2006 eftir því sem við á. Leyfið útgefið 15.4.2009.
w)    N1 hf., kt.  540206-2010.  Starfsleyfi fyrir N1, þjónustustöð að Vesturbraut 1, 780 Höfn.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir
  • Eldsneytisafgreiðslu
  • Þægindavöruverslun með sölu á sælgæti og matvælum m.a. óvörðum matvælum svo sem ís úr vél, pylsur o.þ.h. og annarri nauðsynjavöru sem og merkingaskyldri efnavöru.  

Leyfi útgefið 17.4.2009.
x)    Sæmundur Jón Jónsson,  kt. 020482-4869.  Starfsleyfi fyrir endurvinnslu á hökkuðum fiskúrgangi humarskel og beinaafskurð til áburðar í gras- og kornrækt til skepnufóðurs. Leyfið er bundið við afmarkaða reiti í ræktunarlandi Árbæjar og takmarkað við 2 ár í tilraunaskyni.  Leyfi útgefið 9.5.2009.

2    Tóbaksöluleyfi
730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
a)    Kaupás hf. kt. 711298-2239. Endurnýjað leyfi til smásölu á tóbaki í verslun Krónunnar að Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður. Ábyrgðarmaður: Rúnar Hilmarsson, kt. 110762-4299. Leyfi endurnýjað 31.3.2009
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
b)    Nesbakki ehf. kt. 450272-0199. Endurnýjað leyfi til smásölu á tóbaki í verslun Nesbakka að Bakkavegi 3, 740 Neskaupstaður. Ábyrgðarmaður: Ásvaldur Sigurðsson, kt. 220450-2959. Leyfi endurnýjað 1.4.2009
780 Höfn
c)    Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249.  Leyfi til smásölu tóbaks í Söluskála Olís, Hafnarbraut 45, 780 Höfn.  Ábyrgðarmaður:  Sigurjón Bjarnason, kt.  130867-4809.  Leyfi útgefið 27.3.2009.
d)    N1 hf., kt.  540206-2010.  Leyfi til smásölu tóbaks í N1, þjónustustöð að Vesturbraut 1, 780 Höfn.  Ábyrgðarmaður:  Helgi Kristjánsson, kt. 190451-2523.  Leyfi útgefið 17.4.2009.

3    Leyfisveiting til Landsvirkjunar
Landsvirkjun hefur sóst eftir heimild til að leggja steypuúrgang undir jörð á Adit 1, 2 og 3.  Á aðgöngum 2 og 3 var sótt eftir heimild til að bæta við þær gryfjur sem IGL hafði leyfi fyrir og var það samþykkt með bréfi dags. 18.4.  Við aðgöng 1 var hins vegar sótt um heimild til að leggja steypuúrgang í nýja gryfju og var því hafnað, enda er stefnan sú að sem fæstir staðir skuli vera sem takmarka landnotkun í framtíðinni.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki aths. ofangreinda ákvörðun og málsmeðferð.


4    Köllun varamanna á heilbrigðisnefndarfundi
Vegna fyrirspurnar frá öðru heilbrigðiseftirlitssvæði kynnti frkvstj. eftirfarandi verklag sem hefur verið viðhaft varðandi innköllun varamanna á fundi Heilbrigðisnefndar.

Ef aðalmaður tilnefndur af sveitarfélögum tilkynnir forföll er haft samband við varamann af sama svæði, þ.e. suðursvæði (Djúpivogur og Hornafjörður), miðsvæði (Fjarðabyggð og Breiðdalsvík) eða norðursvæði (Fljótsdalshérað, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Borgarfjörður og Fljótsdalshreppur).  Tilviljun hefur ráðið í hvorn varamannanna er hringt fyrst á þeim svæðum sem hafa tvo varamenn, þó hefur fyrst verið leitað til varamanns tilnefndum af Seyðisfirði ef fulltrúi Vopnafjarða forfallast og til varamanns af Héraði ef sá aðalmaður kemst ekki á fund..  Ef ekki næst í varamann af viðkomandi svæði er reynt að ná í einhvern varamann, oftast að höfðu samráði við þann forfallaða og/eða formann nefndarinnar.  Fulltrúar náttúruverndarnefnda og atvinnulífsins hafa hvor sinn varamann skv. tilnefningu og hefur verið sóst eftir varamönnum skv. því.  Ekki hefur verið leitað út fyrir þann hóp ef varamenn komast ekki.

Heilbrigðisnefnd er sammála ofangreindu verklagi, en Sigurlaug virki sem fyrsti varamaður suðursvæðis.

5    Fjármál – rekstur
5.1    Kaskótryggingar bifreiða.
Kaskógjald fyrir hvorn bíl er kr. 58.347.  Eigin ábyrgð er 118.100.  HHr leggur til að kaskótryggingu verði sagt upp frá og með 1.5.2010 þegar núverandi tryggingatímabili lýkur.  Bílarnir eru að verða komir í 100 þús. km.  Þeir voru keyptir snemma árs 2005.
Samþykkt að segja kaskótryggingu upp í samræmi við fram lagða tillögu

5.2    Húsnæði.
Eins og áður hefur komið fram hefur samningum um húsnæði á Reyðarfirði og Egilsstöðum verið sagt upp og eru samningar lausir 31.12.2009.  A:m.k. tveir möguleikar á húsnæði á Egilsstöðum hafa komið upp.  Rætt var um hvort skrifstofan á Reyðarfirði gæti hugsanlega flutt til Eskifjarðar.  Nefndarmenn útiloka ekki neina möguleika.  Mikilvægt er að hagræðing náist í rekstri en einnig þarf að horfa til faglegra samlegðaráhrifa.  
Formanni, varaformanni og frkvstj. falið að vinna áfram úr þeim hugmyndum sem upp hafa komið.  

5.3    Sumarið
Áform um sumarafleysingu í 1 mánuð kynnt.  Frkvstj. lagði fram tillögu um starfsmann og vék af fundi á meðan málið var rætt.
Tillaga framkvæmdastjóra samþykkt og honum falið að ganga frá ráðningu.


6    Ársskýrsla HAUST 2008
Ársskýrslan hefur verið send nefndarmönnum og sveitarfélögunum í tölvupósti, en er til umræðu á fundinum.  Nokkrir þættir skýrslunnar voru ræddir ítarlega.  Ekki komu fram aths. við form eða innihald skýrslunnar og nefndarmenn töldu gott að hafa línurit og myndir til skýringa.  


7    Vorfundur 2009
Hvert vor er haldinn samráðsfundur framkvæmdastjóra HES með yfirmönnum hjá UST og fulltrúum Umhverfisráðuneytis.  Í kjölfar þess að matvælaeftirlitið var klofið frá UST og sett yfir til MAST er nú einnig fundað með yfirmönnum MAST og fulltrúum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.  Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Dalvík 6. og 7. maí.
Á þessum fundi voru að venju lagðar fram til umræðu stefnumarkandi málefni, ákvarðanir um samstarfsverkefni næsta árs, kynnt ný lög og reglugerðir sem eru í vinnu í ráðuneytum o.fl. m.a. eftirfarandi  

  • Innleiðing alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar, sem hefur í för með sér skýrari reglur um útgáfu svokallaðra rottuvottorða, en einnig mikla útvíkkun á hlutverki HES við skoðun skipa.
  • Starfsreglur og viðmið fyrir beint frá býli, litlar kjötvinnslur, hreindýraverkanir,  útimarkaði o.fl.  Reglurnar eru strangari en það sem tíðkast hefur hjá HAUST.  Tillaga er um að starfsleyfi sem hafa verið gefin út vegna sölu á útimörkuðum og svokallað sveitabakkelsi verði látin renna út, en að ekki verði gefin út ný slík leyfi.  Fram kom að ekki er heimilt að gefa út starfsleyfi skv. matvælalögum fyrir verkun á kjöti nema það hafi verið skoðað og stimplað af dýralæknum.
  • Fram kom að MAST hyggst yfirtaka allt eftirlit með vinnslu sjávarafurða og fiskmetis nema það sem lýtur að smásölu.  Auk þess hyggst MAST yfirtaka eftirlit með mjólkurstöðvum og kjötvinnslum.  MAST geir þetta á grunni túlkunar á matvælalögum nr. 93/1995 og laga nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.  Þetta þýðir ef af verður,fækkun verkefna hjá HES.
  • Framsal eftirlits. Kynnt var vinna við gerð samnings um framsal eftirlits frá UST til HES.  Í bréfi til Umhverfisráðuneytis hefur UST mótað stefnu um að einungis verði framselt eftirlit með fáum tegundum fyrirtækja og þá skv. samningi við hvert HES, ekki verði framselt eftirlit með fiskeldi, álveri eða olíubirgðastöðvum né heldur framseld þvingunarúrræði með sorpförgunarstöðum í samræmi við heimildir þar um í reglugerð.  HAUST fékk bréf þetta til umsagnar og hefur gert aths.  UST bíður eftir svari ráðuneytis varðandi þessa stefnumótun og HHr  óskaði eftir að ráðuneytið tæki einnig tillit til aths. frá HAUST.


8    Önnur mál

a.    Samstarfsverkefni HES með UST og MAST

  • Sundlaugaverkefni 2008, skýrsla kynnt (eintak á staðnum)
    Júlía Siglaugsdóttir gerði grein fyrir innihaldi skýrslunnar.  Öryggismál eða skortur á öryggisbúnaði í laugum vekur athygli, en það er hennar mat Júlíu að öryggismál sundstaða á Austurlandi séu betri en meðaltal lauga á landsvísu skv. niðurstöðum skýrslunnar.
  • Áform um verkefni í Íþróttahúsum 2009 (innra eftirlit, ofl. )

Júlía kynnti áform um verkefni svipað og sundlaugaverkefnið nú í sumar, 2009.  Kannað verður öryggi og hreinlæti, efnanotkun o.fl. þ.h.
Umræða varð um þessi verkefni en almennt er ánægja með að HAUST taki þátt í samstarfsverkefnum með UST, MAST og HES.

b.    Af vettvangi SHÍ
Valdimar sagði frá stjórnarfundi sem haldinn var í apríl.  Kynningarefni samtakanna er tilbúið og gert er ráð fyrir að á stjórnarfundi í vor verði ákveðið hverjum verða sendar kynningar.  Stefnt er að því að fá fundi með nýjum ráðherrum.

c.    Spurt var um frágang á virkjanasvæði norðan Jökuls
Helga Hr. svaraði því til að á Hraunveitusvæðinu er mikill frágangur eftir og enn er unnið við minni stífluna hjá Kárahnjúkum, þannig að enn er nokkuð í land með að öllu sé lokið á hálendinu.

Fundi slitið kl. 16:45 og gengið til Safnahúss Norðfjarðar.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Andrés Skúlason
Kristín Ágústsdóttir                
Árni Kristinsson       
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson 
Borgþór Freysteinsson           
Júlía Siglaugsdóttir   

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search