Fundargerð 2. september 2009

85. / 21. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 2. september 2009 kl. 9:00

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson, Benedikt Jóhannsson og Elfa Rúnarsdóttir sem vararmaður Borghildar Sverrisdóttur, sem boðaði forföll.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson

Dagskrá:

  1. Málefni einstakra fyrirtækja o.þ.h.    477
    1.1    Ósnes ehf.    477
    1.2    Eldisfóður Vopnafirði    478
    1.3    Stafafell í Lóni    478
    1.4    Fjallaskálar – Jón Þór Þorvarðarson    478
    1.5    Skjálfti ehf. í Valaskjálf    479
    1.6    JB Verk ehf.    479
    1.7    Grái hundurinn    479
    1.8    Landsvirkjun, bréf dags. 25.8.2009    479
    1.9    Ístak hf. – verk 0815 við Hraunaveitu    479
    1.10    Ístak hf. – verk 809 á Kárahnjúkum    480
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi    480
  3. Erindi    484
    3.1    Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis    484
    3.2    Umhverfisráðuneyti 21.8.2009    484
  4. Sumarvinnan og verkefni framundan.    484
    4.1    Almennt um sumarið    484
    4.2    Virkjanasvæði – fokvarnir    485
    4.3    Sýnatökur af baðvatni    485
    4.4    Sýnatökur af ís úr vél.    485
  5. Önnur mál    486
    5.1    Afrit af bréfi frá SSA til Umhverfisráðherra dags. 7.7.2009    486
    5.2    Ráðstefna um matvælaeftirlit og –öryggi í Vín 8.-9.10.2009    486
    5.3    Tillögur að næstu fundum heilbrigðisnefndar    486
    5.4    Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða    487
    5.5    Elín Kröyer vegna söluskálinn Laufið    487

    
Í upphafi fundar óskað frkvstj. eftir að uppröðun dagskrárliða innan flokksins málefni einstakra fyrirtækja yrði breytt lítillega og var það samþykkt.  Bókanir hér að aftan eru í þeirri röð sem fjallað var um málin.

1    Málefni einstakra fyrirtækja o.þ.h.
1.1    Ósnes ehf.
Ósnes ehf., kt. 470896-2059, sendi erindi í tölvupósti  dags. 31.8.2009. Fyrirtækið er á Djúpavogi og sækir um tímabundna undanþágu til losunar á fiskslógi mánaðarlega, í Berufjörð til að laða að lifandi fisk sem á að veiða í eldi fyrirtækisins Þorskeldis ehf, sem er dótturfyrirtæki Ósness. Í umsókn fyrirtækisins segir að til þess að hægt sé að ná þorsknum lifandi þurfi aðstæður að vera hagstæðar, þ.e. ekki of mikið dýpi og mikið af fiski á litlu svæði.  Þess vegna vill Ósnes fá að prófa að tæla fisk á ákveðinn stað með því að setja æti út á veiðislóð, alltaf á sama stað.

Það æti sem verður notað er fyrst og fremst fiskslóg og aðrar hliðarafurðir frá fiskvinnslu.
Nota á það sem til fellur frá fiskvinnslunum á Djúpavogi svo hægt sé að halda kostnaði í lámarki og jafnframt ná fram nægjanlegu magni svo hægt sé að laða fisk á svæðið.  Þau fyrirtæki sem taka munu þátt í verkefninu eru Vísir, Ósnes og Fiskmarkaður Djúpavogs, hugsanlega einnig fyrirtækið Naustavogur.  Heildarmagn úrgangs sem nota á í tilrauninni er áætlað 180 tonn  á ársgrundvelli.
Til máls tóku BJ, AS, HIH og HHr.  Rætt um kosti og galla og tegundir fisúrgangs.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita tímabundna undanþága til að fóðra þorsk í Berufirði. Undanþágan verði veitt í eitt ár. Að þeim tíma loknum kynni fyrirtækið hver árangur hefur orðið. Einungis er heimilt að nota fiskslóg og afskurð af fiski  frá áðurnefndum  fyrirtækjum og slóginu skal dreift a.m.k. tvisvar í viku.  Skilyrði fyrir undanþágunni er að sveitarstjórn Djúpavogs og Grandi hf., sem  stundar þorskeldi í Berufirði, veiti samþykki sitt.  Hægt er að afturkalla undanþáguna ef  forsendur breytast.

1.2    Eldisfóður Vopnafirði
Í reglubundnu eftirlit í lok júní 2009 kom í ljós mikil mengun vegna fráveitu frá fyrirtækinu.  Í maí 2008 var farið í eftirlitsferð vegna kvörtunar, en þá hafði orðið mengunarslys og ekki hreinsað upp í kjölfar þess á fullnægjandi hátt.  
Tillaga lögð fram um að fjölga eftirlitsferðum í fyrirtækið, þannig að reglubundið eftirlit verði árlega í stað annað hvert ár, a.m.k. þar til fyrritækið sýnir fram á að það standi við ákvæði starfsleyfis í hvívetna.  Eftirlitsgjöld hækki til samræmis við þetta.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda tillögu.

1.3    Stafafell í Lóni
Sótt var um endurnýjun starfsleyfis fyrir sölu gistingar í gamla íbúðarhúsinu og einnig í tveim sumarhúsum nálægt tjaldsvæði.  Starfsleyfi sem gefið var út 11. ágúst 2006 með gildistíma til loka maí 2007 og kröfum um úrbætur á aðstöðunni innan loka starfsleyfistímans.  
Í eftirliti þann 18.6.2007 reyndust úrbætur ófullnægjandi og leyfi því ekki gefið út.  Sumarið 2008 var ekki sótt um starfsleyfi til HAUST og sýslumannsembættinu því send neikvæð umsögn um miðjan ágúst hvað varðar rekstarleyfisumsókn.  Umsókn um starfsleyfi barst HAUST í faxi þann 22.6.2009 og í úttekt þann 9.7.2009 kom í ljós að úrbætur á aðstöðunni voru enn ófullnægjandi.  Starfsleyfisumsókn var því hafnað og sýslumannsembættinu send neikvæð umsögn varðandi rekstaraleyfi.
Enn var sótt um starfsleyfi 29.7.2009.  Farið var í eftirlitsferð þann 4.8.2009.  Búið var að framkvæma lágmarksúrbætur og leyfi því gefið út til tveggja sbr. bókun hér að neðan.
HHr. gerir grein fyrir málinu og svarar spurningum.  
Heilbrigðisnefnd samþykkir aðgerðir HAUST og staðfestir málsmeðferðina

1.4    Fjallaskálar – Jón Þór Þorvarðarson
Jón Þór Þorvarðarson, kr. 230463-3959 hefur sótt um starfsleyfi vegna sölu gistingar í tengslum við hestaferðir á hálendinu norðan Jökuls í fjallaskálum skv. eftirfarandi:

  • Laugarfell í Fljótsdalshreppi
  • Sauðárkofi í Fljótsdalshéraði
  • Fjallaskarð í Fljótsdalshéraði

Heilbrigðisfulltrúi skoðaði aðstöðuna í Laugarfelli og fulltrúi heilbrigðisnefndar, Árni Kristinsson, skoðaði Sauðárkofann í fylgd með starfsmönnum á umhverfissviði Fljótsdalshéraðs, sem afhentu HAUST myndir af aðstöðunni.  Hvorugur skálanna uppfyllir að mati heilbrigðisfulltrúa kröfur sem gera ber til viðhalds húsnæðis, hreinlætis og heilnæmis þar sem seld er gisting og leggur til að heilbrigðisnefnd hafni umsóknum um starfsleyfi.

Vegna þessa var haft samband við umsækjanda og í samráði við hann ákveðið að skoða ekki skálann í Fjallaskarði að svo stöddu.  Hann upplýsti ennfremur að í samvinnu við Fljótsdalshrepp standi til að endurnýja alla umrædda skála.  
Heilbrigðisnefnd hafnar umsóknum um starfsleyfi fyrir umrædda skála.  Teikningar vegna endurnýjunar og/eða endurbyggingar skálanna skal leggja fyrir HAUST áður en ráðist er í framkvæmdir og þess vænst að nýjar umsóknir verði lagðar fram tímanlega fyrir næsta vor.  Vakin er athygli á að ekki er heimilt að selja gistingu í aðstöðu sem ekki hefur fengið til þess forlegt leyfi Heilbrigðisnefndar.

1.5    Skjálfti ehf. í Valaskjálf
Fyrirtækinu var sent bréf með athugasemdum um umgengnismál og innra eftirlit og kynnt að HAUST íhugaði að beita ákvæðum úr VI. kafla hollustuháttalaga nr. 7/1998 m.s.br.
Að ósk fyrirtækisins var það heimsótt aftur föstudaginn 28. ágúst sl.  Þá voru lögð fram gögn sem sýna fram á úrbætur á þeim atriðum sem aths. voru gerðar við.  
Krafa er um að áður en starfsemi fer á fullan gang á næsta vor leik eða ef breytingar verða á húsnæði eða starfsemi  ber Skjálfta ehf.  að hafa samráð við HAUST, útbúa gögn um virkt og sýnilegt innra eftirlit og kalla HAUST til úttektar. Fyrirtækið verður þá heimsótt og gögn um innra eftirlit yfirfarin.  Um verður að ræða sérstaka eftirlitsferð og gjaldtöku skv. því.

1.6    JB Verk ehf.
Starfsleyfisdrög vegna umsóknar fyrirtækisins um leyfi niðurfellingar seyru til uppgræðslu lands var auglýst með umsagnarfresti til 16.7.2009.  Í kjölfar auglýsingar hafa borist allmargar athugasemdir, bæði jákvæðar og neikvæðar.  Farið var yfir umsagnir og málin rædd frá ýmsum sjónarhólum.  Til máls tóku  AS, ÁK, KÁ, ER, BJ, VOH og HHr  
Afgreiðslu málsins frestað og því beint til HAUST að kynna málið betur fyrir umsækjanda og þeim sem hafa gert ath. í þeim tilgangi að leita leiða til sátta um málið.

1.7    Grái hundurinn
Fyrirtækinu var í kjölfar eftirlits sent bréf með athugasemdum um umgengnismál og innra eftirlit og kynnt að HAUST íhugaði að beita ákvæðum úr VI. kafla hollustuháttalaga nr. 7/1998 m.s.br.
Fyrirtækið nýtti sér andmælarétt og þakkar HAUST bréfið sem er dags. 2.9.2009.  Í bréfinu koma fram ýmsar skýringar rekstaraðilar.  HAUST leyfir sér að túlka bréfið þannig að fyrirtækið hyggist bæta úr því sem aths. voru gerðar við.
Heilbrigðisnefnd mælist til þess að fyrirtækið leggi fram gögn um innra eftirlit í matvælafyrirtækinu áður en sumarrekstur hefst á ný.

HIH víkur af fundi kl. 9:50.

1.8    Landsvirkjun, bréf dags. 25.8.2009
Kynnt bréf frá Agnari Olsen, staðgengli forstjóra LV, þar sem staðfest er að aths. HAUST við umgengni á virkjanasvæði séu réttmætar og heitið stuðningi og samstarfi við HAUST um að bæta umgengni á vinnusvæðunum.  
LV lýsir sig sammála því að umgengni á svæðinu hafi verið óviðunandi.  HAUST þakkar móttekið bréf og samstarfsvilja verkkaupans.

1.9    Ístak hf. – verk 0815 við Hraunaveitu
Fyrirtækinu var sent bréf með athugasemdum um umgengnismál og kynnt að HAUST íhugaði að beita ákvæðum úr VI. kafla hollustuháttalaga nr. 7/1998 m.s.br.
Fyrirtækið nýtti sér andmælarétt og þakkar HAUST bréf fyrirtækisins dags. 31.8.2009.  Í því koma fram tímasettar áætlanir um lok verkþátta sem HAUST hefur gert kröfur um.  Þar kemur ennfremur fram eftirfarandi:

„Ístak hefur það að markmiði að ganga vel um og gæta þess að spilla ekki umhverfinu. Starfsmenn Ístaks á svæðinu leitast við að viðhalda snyrtilegu umhverfi og þökkum góðar ábendingar um það sem betur má fara.“ ... og  ... „Undanfarna daga hefur verið unnið ötullega að því að bæta umgengni á vinnusvæðinu og er umhverfið víðast orðið gott.“

Starfsmenn HAUST fóru víða um virkjanasvæðið mánudaginn 31.8.  Tilgangur ferðarinnar var ekki eftirlit, heldur að kynna starfsmönnum á norðursvæði, öðrum en frkvstj., staðhætti og starfsstöðvar til að tryggja samfellu í starfinu í sumarleyfi frkvstj., sem hefur mest haft meðsvæðið að gera.  Í ferðinni var ánægjulegt að geta staðfest að á Hraunaveitusvæðinu hefur mikið verið unnið í tiltektum.  Starfsstöð ÍSTAKS á P-7 var t.d. orðin alveg hrein og vel frágengin.  
Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju sinni með umhverfismarkmið fyrirtækisins og skýr áform þess um að ljúka verkum og tiltektum á ákveðnum dagsetningum.  Starfsmönnum HAUST falið að fylgjast með framkvæmdum og að staðfesta með eftirlitsferðum úrbætur á nefndum tíma.  

1.10    Ístak hf. – verk 809 á Kárahnjúkum
Fyrirtækinu var sent bréf með athugasemdum um umgengnismál og kynnt að HAUST íhugaði að beita ákvæðum úr VI. kafla hollustuháttalaga nr. 7/1998 m.s.br.
Fyrirtækið nýtti sér andmælarétt og þakkar HAUST bréf fyrirtækisins dags. 31.8.2009.  Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið er ósátt við nokkra þætti í verklagi HAUST, t.d.hvernig túlkuð eru ákvæði í starfsleyfisskilyrðum og jafnvel reglugerðum, t.d. um meðferð úrgangs og í hollustuháttareglugerð um almenna umgengni.  HAUST leitast við að láta eitt yfir alla ganga og mun að sjálfsögðu taka tillit til ábendinga um bætt samskipti við fyrirtækið.  
Í niðurlagi bréfsins segir:  “Ístak hefur það að markmiði að ganga vel um og gæta þess að spilla ekki umhverfinu. Starfsmenn Ístaks á svæðinu leitast við að viðhalda snyrtilegu umhverfi og þökkum góðar ábendingar um það sem betur má fara.”  
Heilbrigðisnefnd treystir því að fyrirtækið sýni í verki að það fari eftirleiðis að ofangreindum markmiðum.  Starfsmönnum HAUST falið að fara í formlegar eftirfylgniferðir til að fylgjast með tiltektum og leiðbeina eftir þörfum.

2    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Ágústa Þorkelsdóttir, kt.  060244-2359, Refstað, 690 Vopnafirði.  Breyting á starfsleyfi vegna veitinga reksturs krá-kaffihúsi í Kaupvangi, Kaupvangi 4a, 690 Vopnafirði.  Um er að ræða krá-kaffihús fyrir allt að 50 manns í sæti í veitingasal. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir kaffihús frá árinu 2003. Leyfið útgefið 14.7.2009
b)    Veiðifélag Hofsár, kt. 690874-0169, Árhvammi, 690 Vopnafjörður. Starfleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar veiðiheimilinu að Árhvammi.  Starfsleyfi útgefið 10.8.2009
c)    Jóhann Björgvin Marvinsson, kt. 030555-2019, Svínabökkum, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar mjólkurbúi og íbúðarhúsi að Svínabökkum.  Starfsleyfi endurnýjað 10.8.2009.
d)    Helgi Sigurðsson, kt. 220558-5849, Háteigi, 690 Vopnafjörður, Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar mjólkurbúi að Háteigi. Starfsleyfi endurnýjað 18.8.2009.
e)    Cathy Ann Josephson, kt. 050251-2339, Refsstað II, 690 Vopnafjörður Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar m.a. heimagistingu að Refstað II.  Starfsleyfi endurnýjað 20.8.2009.
700-701 Fljótsdalshérað
f)    Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands kt. 660269-4369, Tjarnarás 6, 700 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi vegna tjaldsvæðis fyrir allt að 500 gesti og meðhöndlunar og sölu veitinga í Selskógi dagana 3.-5. júlí 2009. Á sama tíma er félaginu heimilað að útbúa samlokur í eldhúsi fjölnotahússins í Fellabæ. Ábyrgðarmaður er Stefán Bogi Sveinsson, kt. 091080-3469. Leyfi útgefið 24. 6.2009
g)    Stefán Jónsson, kt. 110456-3449.  Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Haugum sem þjónar mjólkurbúi og íbúðarhúsi.  Þar sem þær úrbætur sem farið var fram á við skoðun 2007 höfðu ekki verið gerðar var starfsleyfið aðeins gefið út til eins árs með kröfu um úrbætur.
h)    Einar Zophoníasson, kt. 300946-4299,  Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Mýrum I. Vatnsveitan þjónar mjólkurbúi og tveimur íbúðarhúsum. Starfsleyfi gefið út til 12 ára.
i)    Guðmundur Karl Sigurðsson, kt. 161250-4309.  Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Laufási.  Vatnsveitan þjónar mjólkurbúi.  Starfsleyfi gefið út til 12 ára.
j)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu hjá Hjaltalundi.  Vatnsveitan þjónar félagsheimilinu Hjaltalundi.  Ábyrgðarmaður er Guðmundur Karl Sigurðsson, kt. 161250-4309.  Starfsleyfi er gefið út til 12 ára.
k)    Sigurbjörn Snæþórsson, kt. 110555-7099 fékk starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Gilsárteig 2.  Vatnsveitan þjónar mjólkurbúi, tveimur íbúðarhúsum (Gilsárteig 1 og 2) og fjárbúi.  Starfsleyfi gefið út til 12 ára.
l)    Holt og heiðar ehf., kt. 630709-0160.  Tímabundið starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu, þ.e. leyfi eingöngu til að hreinsa, skera, pakka og frysta rabarbara í hluta af húsnæði Skógræktar ríkisins í Hallormsstað.  Ábyrgðarmenn:Guðný Vésteinsdóttir, kt. 290466-4829, og Bergrún Anna Þorsteinsdóttir, 261069-5049.  Leyfi útgefið 1.7.2009 með gildistíma til ársloka 2009.
m)    Fljótsdalshérað, kt.  481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna framleiðslu og flutnings á matvælum í húsnæði grunnskólans á Eiðum 701 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild til að framleiða matvæli í húsnæði grunnskólans og flytja þau til móttökueldhúsa skóla og leikskóla á vegum sveitarfélagsins.  Leyfið útgefið 15.7.2009 og gildir til eins árs.
n)    Sigurbjörn Árnason, kt. 070254-2559, Þingmúla, 701 Egilsstöðum. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Þingmúla í Skriðdal. Vatnsveitan þjónar mjólkurbúi og íbúðarhúsi.  Þar sem þær úrbætur sem farið var fram á við skoðun 28. júní 2007 höfðu ekki verið gerðar var starfsleyfið aðeins gefið út til eins árs með kröfu um úrbætur.
o)    Kraftaverk ehf., kt. 470391-1549, Hallgeirsstöðum, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu auk tjaldsvæðis og vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni í Hótel Svartaskógi í Jökulsárhlíð.  Leyfi útgefið 17.7.2009
p)    Félagsbúið Hallfreðarstöðum, kt. 420693-2229, Hallfreðarstöðum, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu.  Vatnsveitan þjónar mjólkurbúi og 2 íbúðarhúsum. Starfsleyfið er gefið út til 12 ára.
q)    Bólholt ehf.  kt.  711089-1609.  Starfsleyfi fyrir nýtingu seyru til áburðar í skógrækt í landi Snjóholts, 701 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður: Óskar Bjarnason.  Leyfi útgefið 25.7.2009.
r)    Fellabakarí ehf., kt. 670798-2599. Lagarfelli 4, 701 Egilsstaðir. Endurnýjað starfsleyfi fyrir brauðgerð og sölu á matvælum í Fellabakaríi Lagarfelli 4, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi endurnýjað 29.7.2009.
s)    Harmónikufélag Héraðsbúa, kt. 540291-2179.  Tímabundið starfsleyfi  vegna samkomuhalds og lítilsháttar veitingasölu á Hátíð Harmónikumanna í íþróttahúsinu  Brúarási dagana 31.7.-2.8.2009.  Ábyrgðarmaður:  Sveinn Vilhjálmsson, kt. 150238-4209.  Leyfi útgefið 29.7.2009.
t)    Vaðall ehf., kt. 620606-0810. Skjöldólfsstöðum 701, Egilsstaðir.  Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar starfsemi á Skjöldólfsstöðum.  Starfsleyfi gefið til eins árs með kröfum um úrbætur.  Leyfi endurnýjað 10.8.2009
u)    Forskot, ferðaþjónustufélag, kt. 600794-3109.  Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Ormsteiti á Fljótsdalshéraði 14.- 23. ágúst 2009.  Ábyrgðarmaður: Guðríður Guðmundsdóttir, kt. 150160-2439.  Starfsleyfið felur í sér eftirfarandi:  Heildarumsjón á hátíðinni, útisamkomum, samkomum í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum og veitingasölu. Leyfi útgefið 11.8.2009.
v)    Þóra Sólveig Jónsdóttir, kt. 220861-5629.  Tímabundið starfsleyfi vegna sveitamarkaðar á Arnhólsstöðum í Skriðdal, þ.e. lítilsháttar sala veitinga, sala matvæla og samkoma.  Leyfið gildir daginn 22.8.2009 og einn dag til viðbótar seinna í haust skv. nánari ákvörðun.  Farið skal að reglum um markaðs- og götuverslun með matvæli.  Leyfi útgefið 19.8.2009.
w)    Sóknarnefnd Ássóknar, kt.  430169-4599.  Starfsleyfi fyrir kirkjusel og safnaðarheimili Ássóknar að Smiðjuseli 2, 701 Egilsstöðum.  Um er að ræða kirkjusel og safnaðarheimili þar sem fram fara guðþjónustur og önnur starfsemi á vegum safnaðarins. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús.  Leyfið útgefið 25.8.2009.
x)    Sóknarnefnd Ássóknar, kt.  430169-4599.  Starfsleyfi fyrir Áskirkju og þjónustuhús, Ás, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða kirkju og þjónustuhús.  Ekki er leyfi fyrir sölu veitinga.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús.  Leyfið útgefið 25.8.2009.
y)    Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir

  • rekstri veitingastaðar með fullbúnu veitingaeldhúsi og veitingasal fyrir færri en 100 gesti
  • rekstri tjald- og hjólhýsasvæðis með snyrtiaðstöðu
  • sölu á gistingu í tveim baðstofum fyrir allt að 14 gesti samtals og í kjallara íbúðarhúss fyrir allt að 12 manns í 5 herbergjum
  • rekstur starfsmannabústaðar.  

Allt staðsett í Möðrudal, 701 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður:Vilhjálmur Vernharðsson, kt. 020576-4059.  Leyfi útgefið 30.8.2009.
701 Fljótsdalshreppur
z)    ÍSTAK hf., kt. 540671-0959.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa trésmíðaverkstæði og viðgerðaverkstæði við inntak grjótárganga og við Grjótárstíflu á P7 og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Leyfi útgefið 21.7.2009 og gildir til 5.8.2009.
aa)    Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir fyrir geymslugryfju fyrir seyru og nýtingu seyrunnar til uppgræðslu.  Staðsetning er í landi Valþjófsstaðar, 701 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður: Gunnþórunn Ingólfsdóttir.  Leyfi útgefið 26.7.2009.
bb)    Mirjam Blekkenhorst, kt. 101066-2239.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa og flytja á brott 18 íbúðargáma, samtals 260 m2, og 6 skrifstofugáma samtals um 160 m2, sem staðið hafa á Hvammseyri í Fljótsdal.  Leyfi gildir í ágúst 2009.  Leyfi útgefið 3.8.2009.
cc)    Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189.  Nýtt starfsleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu við nýbyggingu þjónustumiðstöðvar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í Fljótsdalshreppi, þ.e. lítið móttökueldhúsi, snyrtiaðstaða og fráveita meðan á byggingu þjónustumiðstöðvar stendur.  Ábyrgðarmaður: Jakob Hallgrímsson, kt. 080865-8059.  Leyfi útgefið 10.8.2009.
710 Seyðisfjörður
dd)    Birna S. Pálsdóttir,  kt.  121071-5339, Fjörður 4, 710 Seyðisfjörður.  Nýtt starfsleyfi  vegna sölu á gistingu að Gestbæ-Gistiheimilið Norðursíld, Strandavegi 20, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir allt að 14 manns í sjö tveggja manna fullbúnum hótelherbergjum, ekki er um að ræða leyfi vegna veitingasölu.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 14.7.2006.
ee)    G. B. Bjartsýn ehf.,  kt. 690304-2950.  Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á pylsum og drykkjum dagana 16.-18.7.2009 í söluaðstöðu framan við Herðubreið. Ábyrgðarmaður er Birna S. Pálsdóttir kt. 121071-5339. Leyfi útgefið 15.7.2009.
ff)    Húsahótel ehf., kt. 210703-2510.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og veitingasölu í Angró og í tjaldi staðsettu við Angró á Seyðisfirði dagana 24.-26. júlí 2009 í tengslum við Smiðjuhátíð, sem haldin er á vegum Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði.  Ábyrgðarmaður: Klas Poulsen , kt. 011175-2449.  Leyfi útgefið 22.7.2009.
gg)    Seyðisfjarðarkaupstaður kt. 560269-4559. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Sundhöll Seyðisfjarðar, Suðurgötu 5, 710 Seyðisfirði.  Um er að ræða sundlaug í flokki B auk gufubaðs og tveggja heitra potta.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir sund og baðstaði frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 26.8.2009
 720 Borgarfjörður
hh)    Magnaðir ehf., kt. 481106-0280, Heiðarbrún 23 810 Hveragerði.  Tímabundið starfsleyfi vegna tónleikahalds í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystri þann 25. júlí 2009. Ábyrgðarmaður; Magni Ásgeirsson kt. 011278-5319.  Leyfi útgefið 24.6.2009
ii)    Já sæll ehf., kt. 580509-1690, Fjarðaborg, 720 Borgarfirði. Starfsleyfi fyrir veitingastað með fullbúnu veitingaeldhúsi í Fjarðaborg.  Veitingasalur sem einnig er notaður sem samkomustaður tekur allt að 100 manns í sæti, auk þess er leyfi til sölu á gistingu í þrem skólastofum í húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar.  Leyfinu breytt 14.7.2009 þannig að gisting bætist við.
715 Fjarðabyggð - Mjóifjörður
jj)    Hafskel ehf., kt. 590500-3480, Brekku, 715 Mjóafirði.  Starfsleyfi fyrir kræklingarækt við norðurströnd Mjóafjarðar, innan Brekkuþorps.  Leyfileg ársframleiðsla er allt að 200 tonn.  Leyfi útgefið 17.7.2009
730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
kk)     N1 hf., kt. 540206-2010.  Nýtt starfsleyfi fyrir verslun N1 að Búðargötu 5, 730 Reyðarfjörður.  Verslað er með bílavarahluti og efnavöru.  Leyfi útgefið 20.8.2009.
735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
ll)    Daníel Arason kt. 110772-4679.  Tímabundið starfsleyfi vegna dansleiks í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði.  Leyfið gildir frá kl 23:00 27.06 til 03:00 28.6. Ábyrgðarmaður er Daníel Arason kt. 110772-5319.  Leyfi útgefið 25.6.2009
mm)    Skeljaberg ehf., kt. 660309-1870, Strandgata 8, 735 Eskifirði.  Starfsleyfi fyrir kræklingarækt í Rákarbót í Reyðarfirði og í Baulhúsavík í Eskifirði.  Leyfileg ársframleiðsla er allt að 200 tonn.  Leyfi útgefið 17.7.2009
nn)    Hafnarsjóður Fjarðabyggðar kt. 470968-2179.  Tímabundið starfsleyfi til niðurrifs húsanna að Strandgötu 34 og 34a á Eskifirði.  Heimildin nær til niðurrifs og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður er Jóhann Eðvald Benediktsson, kt. 470698-2099.  Leyfi útgefið 31.7.2009.
oo)     Tandraberg ehf., kt. 601201-4960.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa hús að Kirkjustíg 2, 735 Eskifirði, sem og leyfi til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar og endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður: Einar Birgir Kristjánsson, kt. 210565-4519.  Ábyrgð vegna asbestmengunar:  Þorbergur N. Hauksson. Leyfi útgefið 17.8.2009 og gildir til 31.10.2009.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
pp)    Ölver ehf., kt. 571108-0700, Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu við Egilsbúð dagana 10.-11. júlí 2009.  Ábyrgðarmaður er Heiða Berglind Svavarsdóttir, kt. 160878-3639.  Leyfi útgefið 7.7.2009.
qq)    Björgunarsveitin Gerpir, kt. 550709-0499.  Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á sunnudagskvöldum um verslunarmannahelgi árin 2009 til og með 2012 á Neistaflugi.  Ábyrgðarmaður og skotstjóri:  Skúli G. Hjaltason, kt. 261053-5279.  Leyfi útgefið 14.7.2009.    
rr)    Blús, Rokk/djassklúbbur á Nesi, kt. 620498-3949.  Tímabundið starfsleyfi vegna Neistaflugs 30. júlí -3. ágúst 2009.  Ábyrgðarmaður: Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 190184-2739 og framkvæmdastjóri: Höskuldur Sæmundsson, kt. 010877-5049.  Leyfið felur í sér eftirfarandi: Heildarumsjón með útihátíðinni og útisamkomum, þ.m.t. útvegun á og umsjón með salernisaðstöðu í miðbæ Neskaupstaðar, tímabundið starfsleyfi fyrir tjaldstæði á Bökkum í Neskaupstað og dansleik í íþróttahúsi Neskaupstaðar þann 31.7.  Leyfi útgefið 28.7.2009.
ss)    Alcoa Fjarðaál sf.. kt. 520303-4210þ  Nýtt starfsleyfi fyrir geymsluskemmu í landi Seljateigs, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi vegna geymslu á þurru raflausnarefni.  Engin önnur starfsemi er áformuð í skemmunni.  Leyfi útgefið 10.8.2009 með gildistíma til 10.8.2011.
780-781 Hornafjörður
tt)    Ríki Vatnajökuls ehf., kt. 420707-2580.  Starfsleyfi  fyrir litla matvöruverslun, Heimamarkaðsbúð í Ríki Vatnajökuls í kjallara Pakkhússins á Höfn.  Ábyrgðarmenn: Rósa Björk Halldórsdóttir, kt. 210865-5199 og Guðmundur Gunnarsson, kt. 270274-366.  Um er að ræða leyfi takmarkað við sölu innpakkaðra matvæla og óinnpakkaðra rótarávaxta.  Leyfið er einnig takmarkað í tíma, enda um tilraunarekstur að ræða.  Leyfi útgefið 15.7.2009 og gildir til: 30.4.2010.
uu)    Öræfin ehf., kt. .490604-2430.  Starfsleyfi til að selja gistingu í svefnpokapláss fyrir allt að 20 manns í 6 herbergjum í Gistiskálaum Vesturhúsum, Hofi, 785 Öræfum.  Ábyrgðarmenn:     Ingibjörg Guðjónsdóttir, kt. 310166-1729 og Guðjón Marteinsson, kt. 090864-7119.  Leyfi útgefið 25.7.2009 og gildir til eins árs.
vv)    Þjónustumiðstöðin SKG ehf, kt. 680301-2550.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir tjald- og hjólhýsasvæði ásamt leiktækjum, salernum og snyrtiaðstöðu sem einnig nýtist smáhýsum í nágrenni. Aðstaðan er við Hafnarbraut 52, 780 Höfn.  Ábyrgðarmaður: Hugi Einarsson, kt. 140265-3579.  Leyfi útgefið 30.7.2009.  
ww)    Þjónustumiðstöðin SKG ehf, kt. 680301-2550.  Leiðrétt leyfi sem útgefið var 30.7., þ.e. sama leyfi en án ábyrgðar á leiktækjum á tjaldsvæðinu.  Nýja leyfið er  starfsleyfi fyrir tjald- og hjólhýsasvæði, salernum og snyrtiaðstöðu sem einnig nýtist smáhýsum í nágrenni. Aðstaðan er við Hafnarbraut 52, 780 Höfn.  Ábyrgðarmaður: Hugi Einarsson, kt. 140265-3579.  Leyfi útgefið 24.8.2009.  
xx)    Náttból ehf., kt. 480703-2780.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir sölu gistingar í 11 smáhýsum við tjaldsvæðið á Höfn, Hafnarbraut 52, 780 Höfn.  Salernis- og snyrtiaðstaða er samnýtt með tjaldsvæðinu.  Ábyrgðarmaður: Hugi Einarsson, kt. 140265-3579.  Leyfi útgefið 30.7.2009
yy)    Bergsveinn Ólafsson, kt. 240161-3629.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu á svefnpokagistingu í Stafafelli í Lóni, 781 Höfn.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu á Stafafelli fyrir allt að 20 gesti og í tveim sumarhúsum austan við bæinn.  Ábyrgðarmaður: Sigurður Ólafsson, kt. 191158-5399. Leyfi útgefið 5.8.2009 með gildistíma til 1.10.2011
zz)    Bergsveinn Ólafsson, kt. 240161-3629.  Nýtt starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu fyrir ferðaþjónustu, þ.e. sölu gistingar og tjaldsvæði að Stafafelli í Lóni, 781 Höfn.  Ábyrgðarmaður: Sigurður Ólafsson, kt. 191158-5399.  Leyfi útgefið 6.8.2009 með gildistíma til 6.8.2013.
aaa)    Gunnlaugur B. Ólafsson, kt. 2810623879.  Nýtt starfsleyfi fyrir tjald- og hjólhýsasvæði ásamt salernis- og snyrtiaðstöðu að Stafafelli í Lóni, 781 Höfn.  Leyfi útgefið 6.8.2009 með gildistíma til 6.8.2013.
bbb)    Gunnlaugur B. Ólafsson, kt. 2810623879.  Nýtt starfsleyfi fyrir tjaldsvæði að Smiðjunesi, í landi Stafafells í Lóni, 781 Höfn.  Leyfi útgefið 6.8.2009 með gildistíma til 6.8.2013.
ccc)    Gunnlaugur B. Ólafsson, kt. 281062-3879.  Nýtt starfsleyfi fyrir fjallaskála fyrir allt að 16 gesti sem og tjaldsvæði ásamt salernisaðstöðu í Eskifelli við Ásavatn í landi Stafafells í Lóni, 781 Höfn.  Leyfi útgefið 6.8.2009 með gildistíma til 6.8.2013.
ddd)    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, kt. 570269-1869.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa mannvirki í Flatey I, II og III, sem og leyfi til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar og endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður: Hjörtur Hjartarson, kt. 160358-4089.  Leyfið er útgefið 17.8.2009 og gildir frá 31.08.09 til 10.09.09
eee)    Anna María Ragnarsdóttir, kt. 090761-4129.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir vatnsveitu í Freysnesi, 785 Öræfum.  Um er að ræða einkavatnsveitu sem þjónar hóteli, söluskála og íbúðum í Freysnesi.  Leyfi útgefið 17.8.2009.

3    Erindi
3.1    Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis
Boð um að gefa umsögn um matvælafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 17.9.2009
Frkvstj. og formanni falið að svara erindinu

3.2    Umhverfisráðuneyti 21.8.2009
Kynning á breytingu á reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 í þá veruna að sóttvarnarundanþágur og sóttvarnarvottorð fyrir skip verði gefin út af HES í samráði við Siglingastofnun fyrir ákveðnar hafnir.  Um er að ræða vottorð sem áður voru kölluð „rottuvottorð“ og gefin út í kjölfar úttektar meindýraeyða um borð í skipum.

Á Austurlandi má hér eftir gefa út sóttvarnarundanþágur í eftirfarandi höfnum:  Eskifj., Fáskrúðsfj., Hornafj., Neskaupst., Reyðarfj., Seyðisfj. og Vopnafj., en sóttvarnarvottorð aðeins í Seyðisfjarðarhöfn.

Að mati HES kallar þetta á breytt vinnulag og vekur upp ýmsar spurningar, sem vonandi fást svör við á fundi UST og HES á haustmánuðum.

4    Sumarvinnan og verkefni framundan.
4.1    Almennt um sumarið
Eftirlit hefur gengið aðeins hægar en vonir stóðu til.  Orsakir eru að meira er um verkefni á hálendinu en búist var við og hálfu stöðugildi minna en var í fyrra.  Einnig að bæði HHr og LÞ eru að fara inn í verkefni annarra og þurfa meiri tíma í undirbúning og úrvinnslu.  Auk þess er nýtt og ítarlegra form starfsleyfa tímafrekara í vinnslu en þau sem áður voru notuð, en mikilvægt að hafa þau ítarleg, enda gefin út til 12 ára.  

4.2    Virkjanasvæði – fokvarnir
HHr gerir grein fyrir málinu.  Erfitt er að hemja foksand á svæðinu og það efni sem best hefur reynst er bikþeyta.  Gert er ráð fyrir að skýrsla Landgræðslunnar um hvernig tel hefur tekist berist HAUST og þá hugsanlega beiðni um leyfi til áframhaldandi nota á efnum til að hemja foksandinn.   

4.3    Sýnatökur af baðvatni
Sýnatökum af baðvatni er ekki að fullu lokið á þessu ári.  Af hálfu starfsmanna virðist vera ákveðin þróun í þá veruna að stóru baðstaðirnir séu vel reknir og vart kemur til þess að sýni tekin úr þeim falli.  Hins vegar eru meiri vandræði við minni staðina og ekki síst hjá ferðaþjónustuaðilum sem reka heita potta og veita gestum aðgang að þeim.  Í allmörgum tilfellum falla slík sýni og í endurtökusýnum hafa í 3 slíkum pottum fundist skýr ummerki um pseudomonas bæði í reglubundnu sýni og endurtökusýni.  Það er mat HAUST að rekstaraðilar geri sér vart grein fyrir alvöru máls og sýkingarhættu sem getur stafað af ófullnægjandi hreinsun baðvatns.  Von er á endurskoðaðri baðvatnsreglugerð, þar sem vonast er til að skýrari leiðbeiningar og skilgreiningar verði og auðveldi leiðbeiningar til rekstaraðila.


Stólparitið sýnir samantekt á niðurstöðum rannsókna á baðvatnssýnum undanfarin þrjú ár:

4.4    Sýnatökur af ís úr vél.
Stólparitið hér að neðan sýnir niðurstöður rannsókna á ís úr vél sumarið 2009


Hér að neðan er stólparit sem sýnir breytingar á niðurstöðum rannókna á ís úr vél á undanförum árum.


Nánast helmingur reglubundinna sýna af ís úr vél stenst ekki gæðakröfur reglugerðar í ár, en mikil framför er frá í fyrra hvað rekstaraðilar taka slakar niðurstöður alvarlega og bregðast við með úrbótum.

5    Önnur mál
5.1    Afrit af bréfi frá SSA til Umhverfisráðherra dags. 7.7.2009
Bréfið inniheldur ályktun af fundi framkvæmdaráðs SSA 24.6. sl.  Þar var eftirfarandi bókað:

„Framkvæmdaráð SSA átelur harðlega og furðar sig á þeim seinagangi sem er á og við afgreiðslu stefnumörkunar Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytisins, sem m.a. varða umbeðið framsal eftirlits og þvingunarúrræða til heilbrigðiseftirlitssvæða.  
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur margoft síðustu ár m.a. með stuðningi SSA og ítrekuðum heimsóknum í ráðuneytið, óskað og leitað eftir frekari verkefnum.“

Vegna þessa er rétt að fram komi að ekki hefur verði haft samband við HAUST um endurskoðun framsalssamninga í sumar, en vonir eru bundnar við að vinnan verði tekin upp á ný þegar haustar.

5.2    Ráðstefna um matvælaeftirlit og –öryggi í Vín 8.-9.10.2009
Ráðstefnan er haldin af  European Working Community for Food – Inspection and Consumer Protection í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið í Austurríki.  Þema þingsins er "Globalisation – Challenges for Food Safety Surveillance”.  
HHr tilkynnir að hún muni sækja þingið, enda mun hún hvort eð er verða stödd í Vínarborg vegna sumarleyfis.  Hún óskar eftir að fá greidda fæðispeninga dagana sem þingið varir.  
Heilbrigðisnefnd samþykkir beiðnina.

5.3    Tillögur að næstu fundum heilbrigðisnefndar
Eftirfarandi samþykkt:

  • Aðalfundur HAUST 2009 verði haldinn miðvikudaginn 28.10. í Fljótsdalshreppi.  Starfsmönnum falið að finna fundarstað.
  • Vikunni fyrir aðalfund verði stuttur símfundur m.a. til að ganga frá fjárhagsáætlun
  • 2.12.2009 verði símfundur í heilbrigðisnefndinni

Aðalfundir hafa verið sem hér segir:
2008    Fáskrúðsfjörður
2007    Reyðarfjörður
2006     Egilsstaðir
2005    Höfn
2004    Seyðisfjörður
2003    Vopnafjörður
2002    Reyðarfjörður
2001    Egilsstaðir
2000    Freysnes
1999    Djúpivogur
1998    Breiðdalsvík – stofnfundur

5.4    Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða
VOH gerði stuttlega grein fyrir því að reglubundnir samráðsfundir hafa verði haldnir með UST síðan í fyrra.  Áformað er að halda aðalfund samtakanna fi. 10.9. og vonir eru bundnar við að unnt verði að hitta nýja ráðherra í tengslum við þann fund.

5.5    Elín Kröyer vegna söluskálinn Laufið
Söluskálinn Laufið hefur með bréfi dags. 31.8.209 gert aths. við eftirlitsskýrslu og kröfur um úrbætur í kjölfar eftirlits HAUST.  Einnig hefur og og sótt um endurnýjun starfsleyfis til tveggja mánaða.  
HAUST þakkar bréfið og mun svara því efnislega með afriti til Skeljungs.  
Starfsleyfið verði á næstu dögum framlengt til tveggja mánaða á sömu forsendum og það var gefið út fyrir fjórum árum og ætlast er til að farið verði eftir starfsleyfisskilyrðum og takmörkunum.  

5.6    Innra eftirlit í matvælafyrirtækjum og framkvæmd eftirlits.
Samþykkt tillaga starfsmanna um að heilbrigðisnefnd fjalli sérstaklega um framkvæmd eftirlits í matvælafyrirtækjum hvað varðar innra eftirlit sbr. ákvæði matvælareglugerðar nr. 522/1994.  Mótaðar verði vinnureglur um málsmeðferð og beitingu þvingunarúrræða þar sem innra eftirlit er ekki viðhaft eða ekki í samræmi við umfang starfseminnar.  

Fundi slitið kl. 10:40

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Elfa Rúnarsdóttir            
Árni Kristinsson             
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir                
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search