Fundargerð 20. október 2009

86. / 22.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis þriðjudaginn 20.10.2009 kl. 9:00

Mætt

 Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson, Benedikt Jóhannsson og Borghildur Sverrisdóttir.

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun HAUST 2010  488
  2. Aðalfundur HAUST 2009 – tilfærsla í tíma  488
  3. Önnur mál 489
    3.1  Bóholt, fráveituvirki við Hraun í Reyðarfirði 489
    3.2  JB Verk ehf., vegna niðurfellingar seyru til landgræðslu  489
    3.3  Haustfundur SHÍ með UST, MAST og viðkomandi ráðuneytum   489

 

1  Fjárhagsáætlun HAUST 2010

Fundurinn var haldinn að ósk formanns til að ræða hugmyndir um flatan 5% niðurskurð í stofnunum sem reknar eru af sveitarfélögunum.  Hugmyndir eða formlegar kröfur þar að lútandi höfðu ekki borist til skrifstofu HAUST fyrr en formaður kynnti bréf dags.16.10. frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórnum stoðstofnana á Austurlandi.

Drög að fjárhagsáætlun höfðu verið send nefndarmönnum til skoðunar um miðjan september og þar sem ekki bárust aths. voru drögin send sveitarstjórnum á Austurlandi með fundarboði aðalfundar HAUST, sem ákveðinn hafði verið 28.10.

Frkvstj. fór yfir tilhögun í fjármögnun HAUST og lagði fram gögn um tekjur HAUST frá árinu 2003 og hvernig þær skiptast upp.  M.a. kom fram að miðað er við að eftirlitsgjöld frá starfsleyfisskyldir starfsemi nemi um 70% á móti 30% beinna framlaga frá sveitarfélögum, en þau hafa numið um 10,7 millj. kr. frá árinu 2007.  Með ýtrasta aðhaldi í rekstri hefur verið unnt að gera tillögu um sömu upphæð í fjárhagsáætlun 2010.

Málið var rætt nokkuð og virðist misjafnt hvort og þá hvernig umræða um sparnað í samstarfsverkefnum hefur farið fram í sveitarfélögunum.

Ákveðið var að starfsmenn leggist enn yfir fjárhagsáætlun, nefndarmenn kynni og ræði fjármál HAUST við sín baklönd og að aftur verði fundað símleiðis í nefndinni áður en fjárhagsáætlun verður lögð fyrir aðalfund.

2  Aðalfundur HAUST 2009 – tilfærsla í tíma

Aðalfundur hafði verið formlega boðaður þann 28.10.  Til að skapa svigrúm til frekari vinnu og umræðna um fjárhagsáætlun var ákveðið að afturkalla fyrra fundarboð, en boða jafnframt til aðalfundar HAUST 2009 þann 11. nóvember.  Fundurinn verður haldinn á Skriðuklaustri í Fljótsdal kl. 14:00.


3        Önnur mál

3.1       Bólholt, fráveituvirki við Hraun í Reyðarfirði

HHr gerði grein fyrir töfum í afgreiðslu starfsleyfisumsóknar frá Bólholt hf.  Ákveðið að auglýsa starfsleyfistillögu sem fyrst með fyrirvara um að yfirvöld samþykki áform um staðsetningu útrásar.

3.2      JB Verk ehf., vegna niðurfellingar seyru til landgræðslu

ÁK og HHr sátu borgarafund á Brúarási þann 19.10. Fundinn boðaði HAUST í samræmi við ákvörðun á seinasta fundi heilbrigðisnefndar þar sem því var „beint til HAUST að kynna málið betur fyrir umsækjanda og þeim sem hafa gert ath. í þeim tilgangi að leita leiða til sátta um málið.“

ÁK sagði umræður á fundinum hafa verið góðar.  Aðilar voru sammála um að mikilvægt væri að nýta seyru til áburðar í samræmi við heimildir reglugerða, en nágrannar voru mjög andvígir þeirri staðsetningu sem sótt var um.

3.3       Haustfundur SHÍ með UST, MAST og viðkomandi ráðuneytum

VOH setti fundinn sem formaður Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða og sat hluta fundarins.  Hann sagði m.a. frá umfjöllunum um matvælafrumvarpið og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga .  Valdimar sagði einnig frá góðum samráðsfundi sem SHÍ hélt með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 5.10.

Fundi slitið kl. 9:35

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Björn Emil Traustason
Elfa Rúnarsdóttir
Árni Kristinsson
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 

 

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search