Fundargerð 4. nóvember 2009

87. / 23. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 4.nóvember 2009 kl. 9:00

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson, Benedikt Jóhannsson og Borghildur Sverrisdóttir. Andrés Skúlason boðaði forföll en ekki tókst að ná í varamann fyrir hann,

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Málefni einstakra fyrirtækja o.þ.h. 499
    1.1      JB Verk ehf. 499
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi 500
  3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 502
  4. Húsnæðismál HAUST. 503
  5. Fjárhagsáætlun 2010. 503
  6. Önnur mál. 504
    6.1      Fundur um fokvarnir við Hálslón. 504
    6.2      SHÍ 505
    6.3      Fjöldi eftirlitsskyldra starfsstöðva á Austurlandi 505

 
1        Málefni einstakra fyrirtækja o.þ.h.
1.1       JB Verk ehf.

Umsókn um starfsleyfi til niðurfellingar seyru í landi Árbakka var frestað á seinasta fundi nefndarinnar. Þá var bókað:

Starfsleyfisdrög vegna umsóknar fyrirtækisins um leyfi niðurfellingar seyru til uppgræðslu lands var auglýst með umsagnarfresti til 16.7.2009.  Í kjölfar auglýsingar hafa borist allmargar athugasemdir, bæði jákvæðar og neikvæðar.  Farið var yfir umsagnir og málin rædd frá ýmsum sjónarhólum.  Til máls tóku  AS, ÁK, KÁ, ER, BJ, VOH og HHr

Afgreiðslu málsins frestað og því beint til HAUST að kynna málið betur fyrir umsækjanda og þeim sem hafa gert ath. í þeim tilgangi að leita leiða til sátta um málið.

Í samræmi við bókuna var haldinn borgarafundur í Brúarásskóla þann 19.10.2009 kl. 20:00.  F.h. HAUST mætti Árni Kristinsson, sem stjórnaði fundi og Helga Hreinsdóttir, sem hafði framsögu um aðkomu HAUST að málinu og forsendur fyrir mati á mengunarhættu af starfseminni.  Fulltrúi JB Verks gerði grein fyrir sinni viðskiptahugmynd og áformum um verklag o.fl.  Alls sátu 20 manns fundinn.  Í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun:  „Fundurinn beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að fundin verði annar staður til niðurfellingar á seyru.  Fundurinn telur hugmynd J.B. Verks áhugaverða og leggst ekki gegn henni.“

ÁK og HHr segja frá fundinum og svara fyrirspurnum.

Heilbrigðisnefnd hafnar umsókn JB Verks ehf. um starfsleyfi til niðurfellingar seyru á bökkum Jökulsár á Dal í landi Árbakka.  Nefndin tekur fram að leyfinu er hafnað vegna andstöðu íbúa á svæðinu sem hafa áhyggjur af neikvæðri ímyndarsköpun og áhrifum starfseminnar á veiði- og ferðamenn, en ekki vegna þess að nefndin telji starfsemina hafa í för með sér mengun eða hættu fyrir lífríki árinnar eða nágranna.

Björn Emil mætir á fundinn.

2        Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Edze Jan de Haan, kt. 110869-2159, Hámundarstaðir, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Sjúkraþjálfun í Sundabúð Laxdalstúni, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða aðstöðu til sjúkraþjálfunar þ.e. meðferðarherbergi (aðstaða fyrir nudd o.fl.) einn tækjasal, salerni og sturtur. Farið skal eftir starfsreglum fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 6.10.2009.

b)  Árni Magnússon, kt. 240953-2429. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Rafverkstæði Árna Magnússonar, Hafnarbyggð 1a, 690 Vopnafirði. Um er að ræða almenna rafverktakastarfssemi og viðgerðaverkstæði. Farið skal eftir auglýsingu Ust varðandi atvinnustarfsemi sem getur haft í för með sér mengun, auglýsing 4, ágúst 2000. Leyfið útgefið 6.10.2009  

c) Sláturfélag Vopnfirðinga hf., kt. 590989-2159. Starfsleyfi fyrir sláturhús að Hafnarbyggð 8, 690 Vopnafirði. Leyfi endurnýjað 8.10.2009  

d) Heiðbjört Antonsdóttir, kt.  200751-3969, Skuldarhalla 1, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hágreiðslustofu Heiðbjartar, Skuldarhalla 1, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða hársnyrtistofu með einum hársnyrtistól og hárþvottavaski auk lítilsháttar sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006. Leyfið útgefið 15.10.2009.  

e) Jónsver ses., kt. 420205-1710, Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður.  Starfsleyfi /endurnýjun vegna Jónsver verkstæði, saumastofa, leðuriðja og trésmíðaverkstæði með lökkun.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi og skilyrðum fyrir trésmíðaverkstæði frá árinu 2008. Leyfið útgefið 15.10.2009.

700-701 Fljótsdalshérað

f) Elín Kröyer, kt. 230348-3679.  Starfsleyfi vegna veitingasölu, sölu á sælgæti og lítilsháttar af innpökkuðum matvælum sem og á efna- og snyrtivöru í söluskálanum Laufið í Hallormsstað, 701 Egilsstaðir.  Miðað er við einnota áhöld fyrir gesti og sæti fyrir allt að 16 gesti við fjögur háborð.  Um er að ræða framlengingu á fyrra starfsleyfi með gildistíma til 31.10.2009.  Leyfi útgefið 4.9.2009.  

g) Þórarinn Páll Andrésson, kt. 120387-2949, Fljótsbakka, 701 Egilsstaðir, Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar mjólkurbúi að Fljótsbakka. Starfsleyfi endurnýjað 4.9.2009. 

h) Caró ehf., kt. 690702-2070, Einbúablá 29, 700 Egilsstaðir.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir hársnyrtistofuna Caró, Einbúablá 29,  700 Egilsstaðir. Um er að ræða hársnyrtistofu með tveim hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006. Leyfið útgefið 10.9.2009.  

i) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Egilsstaðaskóla- Um er að ræða grunnskóla með móttökueldhúsi og uppþvottaaðstöðu ásamt skólalóð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006, fyrir leiksvæði með eða án gæslu frá árinu 2006 og fyrir móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu frá árinu 2008. Leyfið útgefið 10.9.2009  

j) Stjörnuhár ehf., kt. 690705-0520, Tjarnarbraut 21, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir hársnyrtistofuna Stjörnuhár, Tjarnarbraut 21, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða hársnyrtistofu með þrem hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006. Leyfið útgefið 17.9.2009.  

k) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Leikskólann Skógarland, Skógarlöndum 5, 700 Egilsstaðir Um er að ræða leikskóla með fullbúnu mötuneyti og leikskólalóð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006, fyrir leiksvæði með eða án gæslu frá árinu 2006 og viðmiðunarreglum fyrir veitingahús og veitingasölu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 17.9.2009  

l) ÍSTAK hf., kt. 540671-0959. Tímabundið starfsleyfi til að rífa eftirfarandi mannvirki á Kárahnjúkasvæði og til flutnings á úrgangi vegna þess til förgunar eða endurvinnslu

  • Starfsmannabúðir ÍSTAKS á Laugarási
    • tveir stakstæðir DSD Stord svefnskálar vestan vegar
    • svefnskálar og skrifstöðuaðstaða sambyggt starfsmannabúðum Landsvirkjunar
  • Steypustöð ÍSTAKS austan Hálslóns
  • Verkstæðisskemmu í eigu Suðurverks, einnig austan Hálslóns

Ábyrgðarmaður:  Þorgils Arason, kt. 131257-4819.  Leyfi gildir til 15.10. og er útgefið 18.9.2009.  

m) Lyfja hf. kt.  531095-2279, Bæjarlind 2, 201 Kópavogi. Starfsleyfi/flutningur fyrir Lyfju Egilsstöðum, Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða lyfsölu sem selur auk lyfja, innpökkuð matvæli og sælgæti, fæðubótarefni,  fegrunar-og snyrtivörur og vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála í flokki A og starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihald hættuleg efni  og eiturefni og verslun með snyrtivörur . Leyfið útgefið 1.10.2009.   

n) Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289.  Starfsleyfi vegna rekstur gámavallar og jarðgerðar að Tjarnarási 11, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða hefðbundinn rekstur gámavallar með spilliefnamóttöku, en tilraunavinnslu á jarðgerð úr lífrænum úrgangi.  Leyfið er takmarkað við eitt ár en verður framlengt með eða án heimildar til jarðgerðar þegar reynsla er komin á jarðgerðina. Leyfi útgefið 28.10.2009.

701 Fljótsdalshreppur  

o) Árni Jón Þórðarson, kt. 300689-3299, Arnheiðarstöðum, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi fyrir dansleik (réttarball) í Félagsheimilinu Végarði þann 19.9.2009. Um er að ræða dansleik, sölu á gosdrykkjum og áfengi. Farið skal eftir starfleyfisskilyrðum fyrir samkomuhús eftir því sem við á. Leyfið útgefið 16.9.2009. 

710 Seyðisfjörður  

p) El Grilló ehf., kt. 690903-2020, Norðurgötu 3, 710 Seyðisfjörður. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á einföldum veitingum í Kaffi Láru, Norðurgötu 3 710 Seyðisfirði. Leyfi endurnýjað 17.9.2009.  

q) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Leikskólann Sólvellir, Garðarsvegi 1, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða leikskóla með þrem deildum og móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu auk leikskólalóðar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006, fyrir leiksvæði með eða án gæslu og starfsreglum fyrir móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu frá árinu 2008. Leyfið útgefið 1.10.2009.

r) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Íþróttamiðstöð, Austurvegi 1, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða Íþróttamiðstöð með íþróttasal, líkamsrækt, tvo ljósabekki, gufubað og heitan pott. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006, sólbaðstofur, sund-og baðstaði frá 2006 og fyrir baðstaði sem reknir eru fyrir utan sundstaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 1.10.2009 

720 Borgarfjörður  

s) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 611180-0129. Starfsleyfi fyrir fjallaskála í Klyppstaðahjáleigu í Loðmundarfirði.          GPS staðsetning: N65,21,909. W13,53,787.  Um er að ræða leyfi fyrir rekstri fjallaskála þ.e. gistirými, eldunaraðstöðu, vatnsveitu, snyrtingu og fráveitu.  Leyfi útgefið 25.8.2009.

715 Fjarðabyggð - Mjóifjörður  

t) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Grunnskóla Mjóafjarðar, Sólbrekku, 715 Mjóafirði. Um er að ræða grunnskóla með fimm nemendur og þrjú börn í leikskóla í sama húsnæði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006 og fyrir leiksvæði barna með eða án gæslu frá árinu 2008. Leyfið útgefið 10.9.2009 

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður  

u) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Grunnskóla Reyðarfjarðar, Heiðarvegi 14a, 730 Reyðarfjörður.  Um  er að ræða grunnskóla, tónlistarskóla, móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu, leiksvæði og leiktækjum á lóð skólans. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leiksskóla og skóla, leiksvæði með eða án gæslu og starfsreglum fyrir móttökueldhús. Leyfið útgefið 22.9.2009  

v) Lyfja hf., kt.  531095-2279, Bæjarlind 2, 201 Kópavogi. Starfsleyfi/flutningur fyrir Lyfju Reyðarfirði, Molanum Hafnargötu 2 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða lyfsölu sem selur auk lyfja, innpökkuð matvæli og sælgæti, fæðubótarefni,  fegrunar-og snyrtivörur og vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála í flokki A og starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihald hættuleg efni  og eiturefni og verslun með snyrtivörur . Leyfið útgefið 6.10.2009

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður  

w) Tandraberg ehf. kt. 601201-4960, Strandgötu 8, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir veitinga og skemmtistað í félagsheimilinu Valhöll, Strandgötu 49, Esklifirði. Leyfi útgefið 16.10.2009  

x) Trausti Reykdal, kt. 251244-2789. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hárskerann og Videoleigu Eskifjarðar, Strandgötu 29, 735 Eskifjörður. Um er að ræða hársnyrtistofu með einum hársnyrtistól, lítilsháttar sölu á snyrtivörum og síðan videoleiga og sjoppa. Farið skal eftir starfsregum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006 og fyrir söluskála A. Leyfið útgefið 1.11.2009

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

y) Verkmenntaskóli Austurlands, kt.  520286-1369, Mýrargötu 10, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir mötuneyti Verkmenntaskóla Austurlands að Nesgötu 40, 740 Neskaupstað. Um er að ræða mötuneyti fyrir nemendur og kennara, allt að 50 manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og veitingasölu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 3.9.2009.

z) Guðrún Björg Víkingsdóttir, kt. 060562-2619, Sæbakki 7, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir hársnyrtistofuna Hendur í hári , Hafnarbraut 1, 740 Neskaupstað. Um er að ræða hársnyrtistofu með fjórum hársnyrtistólum og lítilsháttar sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006. Leyfið útgefið 6.10.2009.

aa)Sveinlaug O. Þórarinsdóttir, Miðstræti 16,  740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hársnyrtistofu Sveinlaugar, Miðstræti 6, 740 Neskaupstað. Um er að ræða hársnyrtistofu með tveim hársnyrtistólum og lítilsháttar sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006. Leyfið útgefið 6.10.2009.

bb)Eimskipafélag Íslands ehf., kt. 421104-3520, Korngörðum 4, 104 Reykjavík. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir flutningastarfssemi og vöruafgreiðslu að Egilsbraut 4, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi endurnýjað 16.10.2009

cc) Síldarvinnslan hf., kt. 570269-7479, Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir frystihús og frystigeymslu að Hafnarnausti 6, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi endurnýjað 21.10.2009 

780-781 Hornafjörður

dd) Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum ehf., kt. 540301-2120.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir hótel og veitingasölu og lítilsháttar matvælavinnslu í Ferðaþjónustunni Smyrlabjörgum, Smyrlabjörgum, 781 Hornafjörður.   Ábyrgðarmaður: Sigurbjörn J. Karlsson, kt. 290757-5099. Leyfi útgefið 4.9.2009. 

ee) Sveitarfélagið Hornaförður, kt. 590169-4639.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa atvinnuhúsnæði þ.e. Leifshús við Víkurbraut, 780 Höfn og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Haukur Ingi Einarsson, kt. 090980-2979.  Leyfið er útgefið 6.92009 og gildir til 31.10.2009.

3  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Fjótsdalshérað
a) Elín Kröyer, kt. 230348-3679.  Leyfi til að selja tóbak í smásölu, þ.e. í söluskálanum Laufið í Hallormsstað, 701 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður:  Elín Kröyer, kt. 230348-3679.  Um er að ræða framlengingu á fyrra leyfi með gildistíma til 31.10.2009.  eyfi útgefið 4.9.2009.

710 Seyðisfjörður
b) El Grilló ehf.,
kt. 690903-2020. Leyfi til smásölu tóbaks í veitingastaðnum Kaffi Lára, Norðurgötu 3, 710 Seyðisfjörður.  Ábyrgðarmaður:  Eyþór Þórsson, kt. 171238-4719.  Leyfi útgefið 17.9.2009.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
c) Trausti Reykdal Guðvarðsson
, kt. 251244-2789. Leyfi til smásölu tóbaks í Videóleigu Eskifjarðar, Strandgötu 29a, 735 Eskifjörður. Ábyrgðarmaður: Trausti Reykdal Guðvarðsson, kt. 251244-2789.  Leyfi útgfið 5.10.2009.

780-781 Hornafjörður
d)
Veitingahúsið Víkin ehf., kt. 410404-2810.  Leyfi til smásölu tóbaks í veitingahúsinu Víkinni, Víkurbraut 2, 780 Hornafirði.  Ábyrgðarmaður:  Guðrún Valgeirsdóttir, kt. 240269-5119.  Leyfi útgefið 28.10.2009. 

4        Húsnæðismál HAUST

Lagðir fram til staðfestingar húsaleigusamningar um leigu á skrifstofum að Búðareyri 7, 730 Reyðarfirði og að Tjarnarbraut 39a, 700 Egilsstöðum.

  • Samningurinn um Búðareyri er gerður til 3ja ára og þar eftir er 6 mánaða uppsagnarfrestur.  Leiguupphæðin er kr. 30.000 kr á mánuði frá 1.1.2010, vísitölubundið.  Leiguupphæð lækkuð um 12 þús kr. frá fyrri samningi.
  • Samningurinn um Tjarnarbraut er ótímabundinn með 4ra mánaða uppsagnarfresti.  Leiguupphæð er kr. 47.734 og óháð vísitölu, en endurskoðað árlega.

Heilbrigðisnefnd staðfestir samningana.

Kristín Á. mætti til fundarins.

5        Fjárhagsáætlun 2010

Til upprifjunar: Eftirfarandi var bókað á fundi nefndarinnar 20.10.2009:

Fundurinn var haldinn að ósk formanns til að ræða hugmyndir um flatan 5% niðurskurð í stofnunum sem reknar eru af sveitarfélögunum. Hugmyndir eða formlegar kröfur þar að lútandi höfðu ekki borist til skrifstofu HAUST fyrr en formaður kynnti bréf dags.16.10. frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórnum stoðstofnana á Austurlandi.

Drög að fjárhagsáætlun höfðu verið send nefndarmönnum til skoðunar um miðjan september og þar sem ekki bárust aths. voru drögin send sveitarstjórnum á Austurlandi með fundarboði aðalfundar HAUST, sem ákveðinn hafði verið 28.10.

Frkvstj. fór yfir tilhögun í fjármögnun HAUST og lagði fram gögn um tekjur HAUST frá árinu 2003 og hvernig þær skiptast upp.  M.a. kom fram að miðað er við að eftirlitsgjöld frá starfsleyfisskyldri starfsemi nemi um 70% á móti 30% beinna framlaga frá sveitarfélögum, en þau hafa numið um 10,7 millj. kr. frá árinu 2007.  Með ýtrasta aðhaldi í rekstri hefur verið unnt að gera tillögu um sömu upphæð í fjárhagsáætlun 2010.

Málið var rætt nokkuð og virðist misjafnt hvort og þá hvernig umræða um sparnað í samstarfsverkefnum hefur farið fram í sveitarfélögunum.

Ákveðið var að starfsmenn leggist enn yfir fjárhagsáætlun, nefndarmenn kynni og ræði fjármál HAUST við sín baklönd og að aftur verði fundað símleiðis í nefndinni áður en fjárhagsáætlun verður lögð fyrir aðalfund.

Starfsmenn hafa í samræmi við ofangreint farið ítarlega yfir drög að fjárhagsáætlun, m.a. m.t.t. kostnaðar og fyrirtækjalistans.  Fáar ábendingar hafa borist frá svfél. til leiðréttingar á listanum, en þó aðeins.

Fyrir fundinn voru lögð eftirfarandi gögnum

  • Drög að fjárhagsáætlun 2010 eins og hún var lögð fyrir á síðasta fundi
  • Endurskoðuð drög að fjárhagsáætlun 2010 (400 þús kr. lækkun rekstrar)
  • Staða fjármála í lok sept. 2009 (þó með ferðakostn vegna haustfundar sem féll til í okt)
  • Útreikningar á íbúaframlagi per svfél miðað við endurskoðaða áætlun og 5% niðurskurð

Skoðað hefur verið hve mikinn sparnað niðurskurður um 5% í framlögum sveitarfélaganna hefði í för með sér fyrir einstök sveitarfélög, íhugað hefur verið hvort hægt sé að lækka íbúaframlög eingöngu, lækka gjaldskrá, lækka sýnatökukostnað eingöngu o.fl.

Með endurskoðun fyrirtækjalistans og lækkun nokkurra gjaldaliða hefur áætlun um rekstargjöld verið lækkuð um 400 þús. 

Valkostir í stöðunni:

A. Samþykkja endurskoðuð drög að fjárhagsáætlun með eftirfarnandi megintölum:

Íbúaframlag samtals: 10.677 þús kr.
Heildarniðurstöður:     182 þús kr.

B. Skera niður um 5% í íbúaframlögum án annarra breytinga.

  • Ath. að það er álit frkvstj. að þetta sé ekki heimilt enda almennt miðað við 70:30 skiptingu milli fyrirtækja og íbúa.  Með þessu væri fyrirtækjum gert að greiða fyrir þjónustu sem svfél fá (taka við kvörtunum, umsagnir til byggingarnefnda o.fl. þ.h.)
  • Heildarsparnaður á íbúaframlagi yrði með þessu 550.619 kr.  Fyrir það svfél sem mest greiðir til HAUST nemur sparnaður um 202 þús krónum í íbúaframlagi.  .

Íbúaframlag yrði:         10.126 þús kr.
Heildarniðurstöður:     - 368 þús. kr.

Það er mat starfsmanna lítt eða óbreytt íbúaframlag frá árinu 2007 til 2010 jafngildi niðurskurði, enda hefur verðbólga á þessum tíma verið ærin.  Þetta hefur því aðeins verið með mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri (m.a. hefur símtækjum verið fækkað, rafræn stjórnsýsla notuð í meira mæli, fundum og námskeiðum hefur verið fækkað, húsnæði minnkað)

Starfsmenn leggja því til að endurskoðuð drög að fjárhagsáætlun verði samþykkt, þ.e. liður A  hér að ofan

Umræður urðu um fram lögð gögn og tóku allir fundarmanna til máls.

BJ óskar eftir að bókað yrði að ekki sé sanngjarnt að lækka gjöld til svfél. án þess að lækka gjöld til fyrirtækja einnig.  Þ.e. þá yrði að lækka gjaldskrána alla um sömu prósentutölu.

Einnig kom fram það sjónarmið að þrátt fyrir vísitöluhækkanir séu ekki uppi óskir um að hækka gjaldskrána og það sé í raun ígildi niðurskurðar.

Nefndin samþykkir tillögu A til aðalfundar, en ákveðið var að báðar tillögurnar verði kynntar á aðalfundinum.

6        Önnur mál.

6.1       Fundur um fokvarnir við Hálsón

ÁK og HHr sátu fund með Birni Jóhanni Björnssyni, jarðfræðingi, sem hefur haft umsjón með bindingu foks á bökkum Hálslóns.  Kynnti hann ástæður og markmið með bindingu fokefna á bökkum lónsins sem og líklega þróun á næstu árum.  Einnig skýrði hann vel hvaða efni hafa verði notuð til að reyna að binda jarðveginn.  Erindi Björns var afar áhugavert og er hann reiðubúinn að kynna málið fyrir fleiri aðilum ef áhugi er á.  Heilbrigðisnefnd á von á erindi frá framkvæmdaaðilum um frekari notkun á efnum til fokvarna.

6.2       SHÍ
VOH sagði frá störfum á vettvangi SHÍ og einnig að líklega verður stjórnarfundur í næstu viku

6.3       Fjöldi eftirlitsskyldra starfsstöðva á Austurlandi

Lögð fram gögn sem sýna fjölda eftirlitsskyldra starfsstöðva á Austurlandi.  Skipt er eftir svæðum sbr. skipting í stofnsamningi:

Suðursvæði:  Hornafjörður og Djúpivogur,
Miðsvæði:       Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð,
Norðursvæði:  Seyðisfj., Fljótsdalshérað, Fljótsdalhreppur, Borgarfj. og Vopnafjörður.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson                            
Björn Emil Traustason
Árni Kristinsson       
Borghildur Sverrisdóttir
Kristín Ágústsdóttir       
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search