Fundargerð 18. ágúst 2010

92 / 28.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 18. ágúst 2010 kl.9:00

 Mætt:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Borghildur Sverrisdóttir, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson sem varmaður fyrir Kristínu Ágústsdóttur og Guðmundur R. Gíslason sem varamaður fyrir Andrés Skúlason.

 Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir og Leifur Þorkelsson

 Dagskrá:

  1. Erindi og bréf 524
    1.1        Landgræðsla ríkisins v/ trjákvoðu við Hálslón  524
    1.2        Umhverfisstofnun, álit vegna losunar á fiskúrgangi í sjó  525
    1.3        Landsvirkun v/strengja í jörðu á hálendinu  525
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi 525
  3. Tóbakssöluleyfi 525
  4. Umsóknir um tímabundin starfsleyfi 525
  5. Málefni einstakra fyrirtækja  525
  6. Ársreikningar 2009 lagðir fram til kynningar 525
  7. Hálfs árs uppgjör 2010  526
  8. Neysluvatnsmál. 526
  9. Framsalsmál 526
  10. Önnur mál 526
    10.1        Rannsóknir á sýnum   526
    10.2        Myglusveppur í húsnæði 526
    10.3        Næstu fundir 527
    10.4        Um Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða  527

Formaður setti fund og bauð Guðmund R. Gíslason velkominn, en hann hrósaði aðalmönnum fyrir góða mætingu.

Frkvstj. hafði fyrir fund gert tillögu um að fresta allmörgum liðum sem lágu fyrir til næsta fundar, annars vegar þar sem sá fundur verður snertifundur og hins vegar til að stytta símfundinn.  Formaður bar þessa tillögu undir fundinn og var hún samþykkt.

1        Erindi og bréf

1.1       Landgræðsla ríkisins v/ trjákvoðu við Hálslón

Með erindi dags. 26. apríl 2010 óskar Landgræðslan eftir leyfi til að nota allt að 1 tonn af trjákvoðu til að binda jarðveg við Hálslón sumarið 2010.  Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri hafa svarað erindinu jákvætt, enda litið á það sem hluta af kröfum embættisins um að leitað verði umhverfisvænni efna en bikþeytu til að hefta áfok jarðvegs á lónsbökkunum.

Minnt var á að áður hafði verið samþykkt leyfi til handa Landsvirkjunar um að nota allt að 150 tonn af bikþeytu á sumrinu 2010 í sama tilgangi. Til upplýsingar kom fram að HHr hefur farið í eftirlit á bökkum Hálslóns í tvígang í sumar.  Betur verður gerð grein fyrir þessu máli á næsta fundi.


Eiður og Borghildur mæta til fundar.

Heilbrigðisnefnd staðfestir afgreiðslu málsins.

1.2       Umhverfisstofnun, álit vegna losunar á fiskúrgangi í sjó 

UST hefur sent HES bréf, dags. 11.5.2010, vegna fyrirspurnar um losun á fiskúrgangi í sjó.  Niðurstaðan er þessi:  “Það er álit Umhverfisstofnunar að skv. 9. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, sé hvers konar varp efna og hluta í sjóinn bannað þar með talin losun úrgangs.”

Málið snýst um fiskúrgang sem verður til vegna fiskvinnslu í landi.  Nokkur umræða varð um eðli málsins og muninn á meðferð fiskúrgangs við slægingu á sjó og losun fiskúrgangs frá landi.

1.3       Landsvirkun v/strengja í jörðu á hálendinu 

Með tölvubréfi dags. 8.7.2010 sótti Landsvirkjun um heimild til að skilja eftir í jörðu strengi við Desjarárstíflu og við Hálslón.  Ástæða umsóknarinnar var að meiri spjöll á gróðri myndu fylgja brottnámi þeirra en ásættanlegt væri.  Umsókn þessi var gerð að höfðu samráði við Björn Stefánsson hjá Umhverfisstofnun, sem hefur eftirlit með frágangi lands í lok framkvæmda.  HAUST vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar Fljótsdalshéraðs, sem samþykkti erindið á fundi 14.7., enda lágu þá fyrir teikningar og góðar upplýsingar um staðsetnignu strengjanna.  Að því fengnu samþykkti HAUST einnig erindið.

Heilbrigðisnefnd staðfestir afgreiðslu málsins.

2        Bókuð útgefin starfsleyfi

Frestað til næsta fundar

3        Tóbakssöluleyfi

Frestað til næsta fundar

4        Umsóknir um tímabundin starfsleyfi

Frestað til næsta fundar

5        Málefni einstakra fyrirtækja

Frestað til næsta fundar

6        Ársreikningar 2009 lagðir fram til kynningar

Skoðunarmenn hafa fengið ársreikninga og áritað þá án aths.

Rekstartekjur ársins skv. ársreikningum eru kr. 42.5 millj., rekstargjöld kr. 40 millj og hagnaður í árslok að teknu tilliti til fjámagnstekna er 2.8 millj.

Reikningarnir bornir upp og samþykkt samhljóða.  Frkst. falið að fá áritanir frá aðalmönnum.  Reikningarnir verða síðan lagðir fyrir aðalfund HAUST.

7        Hálfs árs uppgjör 2010

Farið var yfir gögn sem voru send út fyrir fundinn og þau rædd, frkvstj. svaraði spurningum.  Það er mat frkvstj. að fjármál séu í eðlilegum farvegi miðað við árstíma og fjárhagsáætlun. Æskilegt er að kanna hvort unnt verður að skipta annarri bifreiðinni út fyrir nýja þegar liður að árslokum, enda hefur því í tvígang verið frestað.

Ekki voru gerðar aths. við gögnin.

8        Neysluvatnsmál

Tvö mengunarmál neysluvatns hafa komið upp.  Annars vegar í Djúpavogi og hins vegar á Eskifrði.

Annað var vegna náttúruhamfara og notkunar á yfirborðsvatni en hitt vegna mannlegra mistaka.  Í báðum tilfellum var brugðist við skv. viðbragðsáætlun í innra eftirliti vatnsveitnanna.  Hvort tveggja tilfellin kölluðu á miklar sýnatökur og vinnu af hálfu HAUST.

Vegna umræðu um mengun neysluvatns á Eskifirði  kom fram að starfsmenn HAUST munu funda með forsvarsmömmum Fjarðabyggðar strax eftir fund heilbrigðisnefndar til að fara ítarlega yfir málið.  Í kjölfarið verður unnin greinargerð.

Spurt um grútarmengun á Vopnafirði, sem fjallað var um í fréttum ríkissjónvarpsins í gær. LÞ og BS gerðu grein fyrir málinu. Svo virðist sem hreinsivirki fráveitu fyrirtækisins HB Granda ráði ekki við það magn sem verið er að vinna.  Ýmsir þættir hafa verið samvirkandi og valdið mikilli mengun í fjörum.  BS upplýsti að unnið er að upphreinsun á fjörum í samvinnu fyrirtækisins og starfsmanna sveitarfélagsins.

9        Framsalsmál

Frestað til næsta fundar

10     Önnur mál

10.1    Rannsóknir á sýnum 

Frá því í júní 2010 hefur rannsóknastofa MATÍS í Neskaupstað getað rannsakað fleiri mæliþætti en áður.  Þetta veldur því að nú er unnt að nýta rannsóknastofuna meira en áður var og senda þangað til reglubundinna rannsókna neysluvatn, ís úr vél og baðvatn.

Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju með þessa þróun.

10.2    Myglusveppur í húsnæði 

Af og til koma upp mál, jafnvel í fjölmiðlum, sem varða myglusvepp í íbúðarhúsnæði og fólk virðist óttast sjúkdókma af þessum sökum.

Af hálfu HAUST og skv. leiðbeiningum Umhverffisstofnunar er húsnæði skoðað ef óskað er eftir því.  Ekki er talið rétt að taka sýni og láta tegundagreina myglu eða myglugróu, enda á húsnæði að vera þurrt og heilt.  Mygla vex ekki nema þar sem raki er.  Markmið hlýtur að vera að uppræta raka og þar myglu með og því eru af hálfu HAUST gerð tilmæli um viðhald og viðgerðir í húsaskoðunarskýrslum ef ummerki finnast um raka og/eða mygli í húsnæði.

Til upplýsingar þá er eftirfarandi tekið úr reglugerð nr. 941/2002 um hollstuhætti:

Húsnæði skal vera þannig gert og viðhaldið, umgengið og þrifið að þeir sem þar  dveljast, starfa, eða nálægir íbúar, hljóti ekki heilsutjón eða óþægindi af. Þar skal vera nægilegt heitt og kalt vatn og fullnægjandi frágangur fráveitu og sorpíláta.  Húsnæði, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skal í samræmi við eðli starfseminnar fullnægja almennum skilyrðum um rými, birtu, upphitun og loftræstingu. Eftir því sem við áskulu gólf, veggir, loft og húsbúnaður gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa.

Heilbrigðisnefnd er sammála ofangreindu vinnulagi starfsmanna.

Spurt var um framvindu mála í leikskólanum í Neskaupstað.  Upplýst var að  búið að rífa turnana og ekki annað vitað en að rakavandi sé horfinn.

10.3 Næstu fundir 

Tillaga um að hafa

  • snertifund í heilbrigðisnefndinni annaðhvort miðvikudaginn 15.9. eða föstudaginn 17.9. og kanna einnig hvort Landsvirkjun getur tekið á móti nefndinni.  Hugmynd er um að fá að heimsækja Kárahnjúkastíflu að loknum fundi. Samþykkt að frkvstj. kanni hjá aðalmönnum hvor dagurinn hentar betur.
  • Tillaga um að hafa aðalfund HAUST á Djúpavogi að þessu sinni var samþykkt og ákveðið að hafa hann miðvikudaginn 6.10.

10.4 Um Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða

VOH sagði fra því að stjórn SHÍ hefur ekki fundað frá því í vor, en að áform séu um stjórnarfund og síðan aðalfund. Á vegum samtakanna verður rætt um framsalsmál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Borghildur Sverrisdóttir
Árni Kristinsson
Eiður Ragnarsson
Guðmundur R. Gíslason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdf Fundargerð 92. fundar á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search