Fundargerð 15. desember 2010

 

94. / 1.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 15. desember 2010 kl. 9:00.

Væntanlega mæta:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Ólafur Hr. Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Kristín Ágústsdóttir.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

  1. Farið yfir kynningargögn fyrir nýja heilbrigðisnefnd    543
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi    544
  3. Tóbakssöluleyfi    548
  4. Málefni einstakra fyrirtækja    548
    4.1    Eskja hf, fiskimjölsverksmiðja.    548
  5. Starfsleyfisskilyrði – starfsreglur    548
  6. Erindi og bréf    548
    6.1    Sigríður Bragadóttir, Síreksstöðum í Vopnafirði dags. 4.10.2010    548
  7. Framsal eftirlits    549
    7.1    Staða samninga við UST    549
    7.2    Staða samninga við MAST.    549
  8. Fundir á árinu 2011    549
  9. Gæðastefna Heilbrigðiseftirlits Austurlands    550
  10. Önnur mál    550
    10.1    Peningaleg staða HAUST eftir 11 mánuði ársins 2010    550
    10.2    Annað varðandi fjármál HAUST.    550
    10.3    Samstaf við eldvarnareftirlit    550
    10.4    Af vettvangi SSA    550
    10.5    Af vettvangi SHÍ    550



Formaður setti fund og bauð „nýja“ heilbrigðisnefnd velkomna til starfa.

1    Farið yfir kynningargögn fyrir nýja heilbrigðisnefnd
Fyrir fundinn voru nefndarmönnum send kynningargögn um starfsemi heilbrigðiseftirlits og fyrirkomulag rekstrar HAUST.  Formaður kynnti gögnin.  Nefndarmenn eru allir með mikla reynslu af starfsemi HAUST og umræður urðu ekki.  

2    Bókuð útgefin starfsleyfi   
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vínbúðina Vopnafirði, Hafnarbyggð 4, 690 Vopnafirði. Um er að ræða sölu á áfengi og tóbaki.  Leyfið útgefið 19.10.2010
b)    Helgi Sigurðsson, Háteigi í Vopnafirði, kt. 220558-5849.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa gamalt íbúðarhús að Guðmundarstöðum, 690 Vopnafjörður,og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Leyfið gildir frá 1.11.2010 til 30.6. 2011, en er gefið út 24.10.2010.
c)    Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir tjaldsvæðið Vopnafirði. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir allt að 200 gesti.  Leyfið útgefið 9.11.2010
d)    Halldór Georgsson, kt. 030448-7669.  Endurnýjun starfsleyfis vegna lítilsháttar vinnslu, reykingar og pökkunar á nautatungum.  Starfsstöðvar eru Árhvammur veiðihús og reykkofi að Síreksstöðum, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 11.11.2010 til fjögurra ára.
e)    Guðbjörg Alda Sigurðardóttir, kt. 250763-2559 Ytra-Nýpi, Starfsleyfi vegna matvælavinnslu þ.e., sultugerðar í veiðihúsinu Árhvammi, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 30.11.2010
700-701 Fljótsdalshérað
f)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Starfsleyfi/breyting fyrir Egilsstaðaskóla, Tjarnarlöndum 11, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða grunnskóla, mötuneyti með fullbúnu eldhúsi, leiksvæði og leiktæki á lóð skólans.  Í mötuneytinu er matreitt fyrir Egilsstaðaskóla, Fellaskóla, Leikskólann Tjarnarland og Leikskólann Hádegishöfða.  Leyfið útgefið 14.9.2010.
g)    Kells ehf., kt. 650604-2960.  Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og fyrir vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Hafursá 701, Fljótsdalshérað. Starfsleyfi útgefið 7.10.2010
h)    Við fljótið ehf., kt. 420806-1240.  Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum um borð í Lagarfljótsorminum á Lagarfljóti. Starfsleyfi útgefið 8.10.2010.
i)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vínbúðina Egilsstöðum,  Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum. Um er að ræða sölu á áfengi og tóbaki.  Leyfið útgefið 19.10.2010
j)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi/breyting fyrir Leikskólann Tjarnarland, Tjarnarland 10-12, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leikskóla með móttökueldhúsi. Leyfið útgefið 26.10.2010.
k)    Þorsteinn Guðmundsson, kt. 021061-3369.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar mjólkurframleiðslu að Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Starfsleyfi útgefið 27.10.2010.
l)    Kristinn A. Kristmundsson, kt.  140254-4609.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir Útfararþjónustu Kristins Kristmundssonar að Miðási 16, 700 Egilsstöðum.  Um er að ræða leyfi fyrir trésmíðaverkstæði með lökkun.  Leyfi útgefið 30.10.2010.
m)    Sóknarnefnd Vallanessóknar, kt. 670269-7369, Vallanesi, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vallaneskirkju.  Um er að ræða kirkju og þjónustuhús.  Leyfið útgefið 9.11.2010.
n)    K2M Austurland ehf., kt. 650809-1730.  Breyting á starfsleyfi.  Leyfi veitt fyrir bifvélaverkstæði og lítilsháttar sölu efnavöru að Bjarkargrund 1, Fellabæ, 701 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður: Grétar Karlsson. Leyfi útgefið 11.11.2010.
o)    Jónsmenn ehf., kt. 530306-0620.  Starfsleyfi fyrir verkstæði að Miðási 23, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi vegna viðgerðaraðstöðu fyrir vélar í eigu fyrirtækisins.  Ábyrgðarmaður Sigurður St. Sigbjörnsson. Leyfi útgefið 11.11.2010.
p)    Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189.  Starfsleyfi fyrir steypueiningaverksmiðju og lagersvæði í Pálshöfða Fellabæ, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir framleiðslu á steyptum einingum úr aðkeyptri steypu, lagersvæði fyrir byggingardeild fyrirtækisins, lítilsháttar trésmíðar o.þ.h.  Leyfi útg. 12.11.2010.
q)    Steindór Einarsson, kt. 101039-4029. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar kartöflupökkun að Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Starfsleyfi útgefið 15.11.2010
r)    Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir geymslu og nýtingar seyru til uppgræðslu í landi Eyrarteigs í Skriðdal 701 Egilsstaðir, GPS staðsetning: N 65°04,202 og V 14°34,194.  Leyfi útgefið 2.12.2010.
s)    Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir geymslugryfju fyrir seyru í landi Vallaness 701 Egilsstaðir, GPS staðsetning: GPS staðsetning er N 65°10,216 og V 14°31,482.  Leyfi útgefið 2.12.2010.
t)    Bóas Eðvaldsson, kt.  011163-3199. Starfsleyfi tímabundið fyrir jólamarkað í desember árið 2010 að Fagradalsbraut 25, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða jólamarkað m.a.sölu á matvælum og snyrtivörum.  Leyfið útgefið 1.12.2010.
u)    Barri hf.  kt. 070456-0019. Tímabundið starfsleyfi fyrir Jólaköttinn í Barra/jólamarkaður þann 18. des. 2010, að Valgerðarstöðum 4, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða jólamarkað m.a.sölu á matvælum og snyrtivörum.  Leyfið útgefið 1.12.2010.
v)    Bílaboginn ehf., kt. 611298-3749.  Endurnýjað starfsleyfi vegna bifreiða og vélaverkstæðis með sprautun að Smiðjuseli 5 í Fellabæ. Starfsleyfi útgefið 7.12.2010.
w)    Brynjólfur Vignisson, kt.  180347-2409. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Vínlandi, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu í stakstæðu húsi fyrir samtals 12 gesti í sex herbergjum.  Leyfið útgefið 8.12.2010.
x)    Sæmundur Guðmundsson, kt. 271260-5989. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar mjólkurbúi að Gíslastöðum. Starfsleyfi útgefið 10.12.2010
710 Seyðisfjörður
y)    Emil Tómasson ehf., kt. 590299-3679.  Starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstöðu og geymslu.  Aðsetur starfseminnar: Fjörður 4, 710 Seyðisfjörður.  Um er að ræða leyfi fyrir geymslu og viðgerðaraðstöðu eigin véla og tækja.  Leyfi útgefið 1.10.2010.
z)    Brimberg ehf., kt. 611292-2369. Starfsleyfi fyrir ræktun á allt að 200 tonnum af kræklingi árlega í utanverðum Seyðisfirði.  Starfsleyfi útgefið 11.11.10
aa)    Seyðisfjarðarkirkja, kt. 560269-4209. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Seyðisfjarðarkirkju Bjólfsgötu 10. Um er að ræða kirkju og lítið safnaðarheimili. Leyfið útgefið 9.12.2010
720 Borgarfjörður
bb)    Jakob Sigurðsson og Margrét B. Hjarðar, kt. 020859-4749 og 011163-2119.  Nýtt starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Borg í Njarðvík, 720 Borgarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu gistingar á einkaheimili fyrir allt að 16 gesti og rekstur lítillar einkavatnsveitu.  Leyfi útgefið 24.10.2010 með gildistíma til 24.10.2012
cc)    Ferðaþjónustan Álfheimar ehf., kt. 580108-1210.  Breyting á starfsleyfi.  Leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 38 manns í 18 herbergjum með sér snyrtingum og sölu veitinga úr fullbúnu veitingaeldhúsi í matsal fyrir allt að 65 gesti í sæti í Álfheimum við Merkisveg, 720 Borgarfjörður.  Ábyrgðarmaður: Arngrímur Viðar Ásgeirsson, kt. 150768-4979.  Leyfi útgefið 4.11.2010.
730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
dd)    B.M. Vallá ehf., kt. 450510-0680.  Endurnýjað og breytt starfsleyfi fyrir framleiðslu á steinsteypu og sölu á vörum úr steinsteypu að Ægisgötu 6, Reyðarfjörður.  Leyfið gefið út 30.9.2010 og gildir til tveggja ára.
ee)    Hrefnuber og jurtir ehf. kt, 550808-0560. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í Félagslundi, Lundargötu 1, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi útgefið 8.10.10
ff)    BYKO ehf., kt.  460169-3219.  Endurnýjun starfsleyfis. fyrir byggingavöruverslun BYKO, Búðareyri 29, 730 Reyðarfjörður.   Um er að ræða leyfi fyrir byggingavöruverslun með sölu á merkingarskyldri efnavöru.  Leyfi útgefið 1.11.2010
gg)    Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189.  Breyting á starfsleyfi fyrir starfsstöð fyrirtækisins að Hrauni 10, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi vegna sand- og stálblásturs, múrverkstæði þar sem gert er við deiglur fyrir álver, aðstöðu til gámaviðgerða og svipaða starfsemi.  Leyfi útgefið 12.11.2010.
hh)    Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189.  Breyting á starfsleyfi fyrir starfsstöð fyrirtækisins að Hrauni 5, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir véla- og renniverkstæði og tengda starfsemi sem þjónar viðhaldi véla og tækja fyrir álverið.  Einnig geymslu á þurru raflausnarefni í suðurhluta húsnæðis og lítið móttökueldhús fyrir starfsmenn.  Leyfi útgefið 12.11.2010.
ii)    Vegagerðin, kt. 680269-2899 Starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu fyrir eigin vélar að Búðareyri 13-15, 730 Reyðarfjörður.  Starfsleyfi útgefið 23.11.2010
jj)    Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210.  Nýtt starfsleyfi fyrir vörugeymslu að Leiruvogi 8, 730 Reyðarfjörður.Um er að ræða starfsleyfi fyrir vörugeymslu, þar sem geymd er er ýmiskonar efnavara.  Leyfi útgefið 1.12.2010.
kk)    Björgunarsveitin Ársól, kt. 591289-2769.  Endurnýjun á tímabundnu leyfi fyrir brennur á gamlárskvöld og á þrettándanum á Hrúteyri í landi Sléttu í Reyðarfirði árin 2010-2014 að báðum meðtöldum.  Ábyrgðarmaður: Ingi Lár Vilbergsson, kt. 290581-3629.  Leyfi útgefið 10.12.2010.
ll)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.   Framlengt starfsleyfi til að rífa mannvirki að Hólmum í Reyðarfirði.  Leyfi var áður gefið út í mars 2009, en nýttist ekki.  Leyfið er því framlengt með sömu skilyrðum til ársloka 2010.   Ábyrgðarmaður:  Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkjast. Fjarðabyggðar.  Leyfi útgefið 16.9.2010.  
735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
mm)    Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Lyfju Eskifirði, Strandgötu 31, 735 Eskifirði. Um er að ræða lyfsölu auk sölu á snyrtivörum og matvörum.  Leyfið útgefið 9.11.2010
nn)    Fjarðabyggð, kt. 681088-5129. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Grunnskóla Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 16, 735 Eskifirði. Um er að ræða grunnskóla með móttökueldhúsi, tónlistarskóla og skólalóð.  Leyfið útgefið 15.11.2010
oo)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs mannvirkja að Útkaupstaðarbraut 2, 735 Eskifjörður og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar og/ eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Jóhann Eðvald Benediktsson.  Leyfi útgefið 30.11.2010 og gildir til 31.1.2011.
pp)    Sporður hf., kt.610269-6219. Starfsleyfi breyting á starfsleyfi fyrir harðfiskverkun að Strandgötu 97, 735 Eskifirði. Starfsleyfi útgefið 1.12.2010.
qq)    Benjamín Steinarsson, kt. 190473-3419.  Starfsleyfi/tímabundið dagana 7.-11. des. 2010,fyrir húðflúr og götun, í húsnæði Björgunarsveitarinnar að Strandgötu 11, 735 Eskifirði.  Leyfið útgefið 2.12.2010.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
rr)    Hafnarsjóður Fjarðabyggðar, kt. 470698-2179.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa gömlu SÚN bryggjuna í Norðfirði og til að og nýta timbur sem til fellur til frágangs á röskuðu landi neðan við gömlu sorphaugana í Neskaupstað. Ábyrgðarmaður:  Steinþór Pétursson, frkvstj. Fjarðabyggðahafna, kt. 300762-7869.  Leyfi útgefið 15.9.2010 og gildir til 10.12.2010
ss)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa atvinnuhúsnæði, beitingaskúra og geymslur við Hafnarbraut 51 í Neskaupstað og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkjast. Fjarðabyggðar.  Leyfi útgefið 15.9.2010 og gildir til 31.10.2010.
tt)    Heilsubylting slf., kt. 630103-2660.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Heilsubylting-heilsurækt, Miðstræti 15 n.h.,740 Neskaupstað. Um er að ræða almenna líkamsrækt með líkamsræktartækjum auk þess eru tveir litlir salir til afnota.  Leyfið útgefið 16.9.2010.
uu)    Tónspil ehf., kt. 470605-0490.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tónspil-gisting, Hafnargata 22, 740 Neskaupstað. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir samtals 10 manns í sex herbergjum.  Leyfið útgefið 16.9.2010.
vv)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Sundlaugina Norðfirði, Miðstræti 15, 740 Neskaupstað. Um er að ræða sundlaug í flokki A auk tveggja heitra potta, vaðlaugar og gufubaðs, auk þess eru tvær stórar rennibrautir með stoppsvæði. Leyfið útgefið 17.9.2010
ww)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Íþróttamiðstöðin Norðfirði, Mýrargötu 12, 740 Neskaupstað. Um er að ræða íþróttamiðstöð.  Leyfið útgefið 17.9.2010
xx)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vínbúðina Neskaupstað, Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstað. Um er að ræða sölu á áfengi og tóbaki.  Leyfið útgefið 19.10.2010
780-781 Hornafjörður
yy)    Magnús Guðjónsson, kt. 130863-7449.  Starfleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingarekstur sem og fyrir rekstur lítils húsdýragarðs í Ferðaþjónustunni í Hólmi, 781 Hornafjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 16 manns, veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti og einnig rekstur lítils húsdýragarðs. Leyfi útgefið 13.9.2010.
zz)    Nanna Svavarsdóttir, kt. 100660-2459. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Nýheimum. Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á veitingum úr fullbúnu veitingaeldhúsi í veitingasal fyrir allt að 50 manns.  Leyfi útgefið 28.9.2010.
aaa)    Jöklamús ehf., kt. 540808-0660.  Nýtt starfsleyfi vegna framleiðslu á húðkremum í húsnæði Matarsmiðjunnar Matís ohf., Álaleiru 1, 780 Höfn.  Ábyrgðarmenn: Sigurður Einarsson, kt. 040255-4199 og Anna Guðlaug Albertsdóttir, kt. 211056-0029.  Leyfi útgefið 28.9.2010.    
bbb)    Húsasmiðjan hf., kt. 520171-0299.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir byggingavöruverslun, Húsasmiðjan Sæbraut 2, 780 Höfn. Um er að almenna byggingavöruverslun, þ.m.t. sölu efnavöru.  Leyfi útgefið 10.10.2010.
ccc)    Fjölnir Torfason, kt. 011052-2749.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir einkavatnsveitu sem þjónar matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu sem og Breiðabólsstaðabæjum í Suðursveit 781 Hornafirði..  Leyfi útgefið 24.10. 2010.
ddd)    Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, kt. 090555-5459.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa hús að Kálfafelli (Sólvang) í Suðursveit og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Leyfi útgefið 4.11.2010 og gildir til 1.6.2011.
eee)    Markaðstorg Hornafjarðar, kt. 7004004-5790.  Starfsleyfi fyrir Jólamarkað haldinn í Nýheimum og Miðbæ laugardaginn 4. desember 2010.  Leyfið gefið út 4. desember 2010.  Ábyrgðarmaður er Björg Erlingsdóttir.
fff)    Jöklaveröld ehf., kt. 680703-2560.  Breytt og endurnýjað starfsleyfi fyrir ferðaþjónustu að Hoffelli 2, 781 Höfn í Hornafirði.  Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 20 gesti í tveim húsum, rekstur fimm heitra setlauga með búnings- og hreinlætisaðstöðu og tvískipta einkavatnsveitu sem þjónar Hoffelli og Miðfelli.  Ábyrgðarmaður:Þrúðmar Þrúðmarsson, kt. 141254-5109.  Leyfi útgefið 30.11.2010


3    Tóbakssöluleyfi  
735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
a)    Kría ehf. kt. 710502-2850. Tóbakssöluleyfi fyrir Shellstöðina Strandgötu 13, 735 Eskifjörður. Leyfið útgefið 19.11.2010

4    Málefni einstakra fyrirtækja
4.1    Eskja hf, fiskimjölsverksmiðja.  
Með bréfi dags. 1.12. hefur Umhverfisstofnun áminnt fyrirtækið.  Í áminningarbréfi kemur m.a. eftirfarandi fram:
Umhverfisstofnun veitir hér með Eskju hf. áminningu i samræmi við 1. mgr. 26. gr. laga nr. 7/1998, þar sem fyrirtækið brást skyldum sinum samkvæmt starfsleyfi að því er varðar viðbrögð í kjölfar mengunaróhapps sem átti sér stað að morgni 4. júlí 2010 við Iöndun i Iöndunarhúsi fyrirtækisins sem leiddi til mengunar neysluvatns a Eskifirði.
Lagt fram til kynningar.

5    Starfsleyfisskilyrði – starfsreglur
Á fundi starfsmanna HAUST sem haldinn var á Djúpavogi 2.11. sl. var fjallað um viðmiðunarreglur fyrir reykkofa m.t.t matvælalaga og mengunarvarna.  Einnig var fjallað um starfsreglur fyrir markaðssölu matvæla.  Í báðum tilfellum var samþykkt að  óska eftir að heilbrigðisnefnd kynni sér og staðfesti þessi gögn til að unnið verði eftir þeim á starfssvæðinu. Gögnin voru send fundarmönnum með fundarboði.

Heilbrigðisnefnd er sammála því að unnið verði eftir fram lögðum starfsreglum fyrir markaðssölu matvæla og viðmiðunarreglum fyrir reykkofa.

6    Erindi og bréf
6.1    Sigríður Bragadóttir, Síreksstöðum í Vopnafirði dags. 4.10.2010
Ósk um undanþágu og leyfi til að nota SoftSwim í stað klórs til sótthreinsunar vatns í heitum pottum.  

Erindið var sent til umsagnar hjá Umhverfisstofnun dags. 29.7.2010 í samræmi við 11 gr. í reglugerð nr. 457/1998 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum þar sem segir: Heilbrigðisnefnd getur veitt leyfi til að reyna önnur efni en klór til sótthreinsunar á baðvatni. Nefndinni ber að leita umsagnar Hollustuverndar ríkisins áður en leyfi er veitt. Með umsókn um slík leyfi skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um samsetningu og virkni þess efnis sem sótt er um leyfi fyrir ásamt öðrum eiginleikum þess.

Svar barst frá UST þann 27.10. skv. eftirfarandi:
Þetta efni samkvæmt öryggisblaði er þýskt og inniheldur vetnisperoxíð og fjórgilt ammoniumsamband.  Bæði efnin eru tilkynnt til mats í sæfiefnaflokk
2 sem á við í þessu tilfelli. Umhverfisstofnun gerir því ekki athugasemd við not Softswim til sótthreinsunar heitra potta en bendir á að fara skal að notkunarleiðbeiningum framleiðanda Softswim.

Heilbrigðisnefnd hefur ákveðið að ef formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri eru sammála um málsmeðferð megi þeir afgreiða erindi milli funda.  Í samræmi við það hafa ofantaldir afgreitt erindið jákvætt að fenginni umsögn UST.

Heilbrigðisnefnd staðfestir samþykki í samræmi við ofangreinda afgreiðslu

7    Framsal eftirlits
7.1    Staða samninga við UST
Bréf frá UST dags. 24.11.2010 um frestun á uppsögn samninga um framsal eftirlits og einnig bréf frá sama aðila til Umhverfisráðuneytis dags. 27.10.2010 varðandi breytingu á verkaskiptingu UST og HES fylgdu fundarboði.  .  

Umræða varð um bréfin.  Formaður telur stefnu stjórnvalda vera þá að eftirlit skuli vera hjá fótgönguliðum en ekki samræmingarstofnunum ..

Heilbrigðisnefnd ákvað að HAUSTskuli  rita umhverfisráðherra bréf með tilmælum um að vel verði tekið í erindi UST um að endurskoða lista um hvaða fyrirtæki skuli fá starfsleyfi og eftirlit frá UST og hver frá HES.  HAUST rökstyðji í bréfinu að ýmsar tegundir fyrirtækja sem UST telur eigi að færast til sín eiga betur heima hjá eftirlitsaðila sem er nær vettvangi og andmæli rökum UST um hvaða flokka skuli færa frá HES til UST.  Hins vegar sér HAUST ekkert því til fyrirstöðu að orðalag sambærilegt því sem er í matvælalögum verði notað, þ.e. að heimilt sé að framselja bæði starfsleyfisvinnslu, eftirlit og beitingu þvingunarúrræða.  Eðlilegast þykir að UST vinni sem samræmingarstofnun, en eftirlit sé sem næst vettvangi.

7.2    Staða samninga við MAST.
Drög að samningi milli MAST og HAUST liggja fyrir.  Samningurinn er þess eðlis að skv. lagatúlkun MAST færast nokkur fyrirtæki til MAST, en MAST semur um að fela HAUST að fara með starfsleyfisvinnslu, eftirlit og þvingunarúrræði með þeim.  Aðeins matvælaeftirlit mjólkurstöðvar MS á Egilsstöðum flyst til MAST, en HAUST verður áfram með mengunarvarnaeftirlit.  
Samningsdrögin yfirfarin og rædd:

Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. HAUST að ganga frá samningnum með undirritun.

MAST hefur tilkynnt að skoðunarstofukerfi vegna fiskvinnslu verður lagt af þann 1.3.2011.  Þetta atriði var m.a. rætt á fundi SSA og ráðherra SLR, skv. upplýsingum frá VOH: .  
Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. HAUST að senda ráðherra SLR og MAST bréf þar sem sótt verður um að HAUST yfirtaki verkefni þau sem skoðunarstofur hafa haft á svæði HAUST frá og með 1.3.2011.

Einnig skuli til vara sækja um þannig að HAUST sinni þeim hluta starfs skoðunarmanns sem MAST er að auglýsa, sem verður unnið á Austurlandi.

8    Fundir á árinu 2011
Tilaga er um eftirfarandi fundadagskrá til vors:

Símfundur     15.2.2011     kl.   9:00
Símfundur       6.4.2011     kl.   9:00
Snertifundur     22.6.2011    kl. 14:00 

Forstjóri UST hefur tilkynnt áform um að heimsækja nýjar heilbrigðisnefndir á árinu 2011.  Með tölvupósti hefur henni verið boðið að koma á fundinn í júní og hún hefur þegið það boð.  

Samþykkt

9    Gæðastefna Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Gæðastefna HAUST sem var samþykkt á árinu 2003 fylgir fundarboðinu.  Hún var lögð fram til kynningar og óskað eftir að heilbrigðisnefnd íhugi hvort hún vilji staðfesta stefnuna eða endurskoða hana og þá hvaða breytingar séu æskilegar.

Ekki aths. og ný heilbrigðisnefnd staðfestir gæðastefnuna.

10    Önnur mál
10.1    Peningaleg staða HAUST eftir 11 mánuði ársins 2010
Fyrir fundinn höfðu nefndarmenn fengið sent uppgjör frá bókhaldinu.  Uppgjörið nær frá 1.1.2010 ti ca 15.11.2010.  Ekki verður annað séð en að fjárhagsáætlun ársins muni halda.

10.2    Annað varðandi fjármál HAUST.
Frkvstj. hefur reiknað út leiðréttingu á íbúaframlögum 2010 og sent sveitarfélögunum þann 14.12.2010.  Óskað var eftir aths. fyrir jól.  Þetta er gert þar sem endanlegur fjöldi íbúa á svæðinu liggur ekki fyrir þegar fjárhagsáætlun er samþykkt árið áður.  Að höfðu samráði við fjármálastjóra þriggja stærstu sveitarfélaganna var ákveðið að senda reikning og eða endurgreiða eftir því sem við á milli jóla og nýárs þegar frestur til aths. er liðinn.

Rætt var um hve mikil hreyfing er á fyrirtækjalistunum.  Mikið er um, endurnýjanir og breytingar á starfsleyfum, fyrirtæki hætta, önnur koma og starfsemi eykst eða minnkar.  Bókanir um starfsleyfisútgáfu í fundargerðum heilbrigðisnefndar sýna að mikil hreyfing er í leyfisveitingum og starfsemi fyrirtækjanna.  
Innheimta framlaga til reksturs HAUST skv. fjárhagsáætlun 2010 eins og hún var samþykkt á aðalfundi verður mánaðarleg eins og verið hefur.

10.3    Samstarf við eldvarnareftirlit
ÓHrS tók upp málefni Eldvarnareftirlits á norðursvæði og hugsanlegt samstarf brunavarna og HAUST.  Frjvstj. falið að fjalla frekar um málið.

10.4    Af vettvangi SSA
VOH og Bj. Hafþór fóru f.h. SSA í heimsókn til ráðherra og þingmanna til að fylgja eftir málefnum Austurlands.  VOH gerði grein fyrir nokkrum málum sem bar á góma og snúa að HAUST eða HES auk SSA.

10.5    Af vettvangi SHÍ
Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar SHÍ var haldinn 3.12.  Stjórnin skipti með sér verkum og er þannig mönnuð:  VOH er áfram formaður, Árný Sigurðardóttir frvstj. Rvík er ritari í stað Þorsteins Narfasonar, Elsa Ingjaldsdóttir frkvstj. Suðurlandi er gjaldkeri og Steingrímur Steingrímsson formaður í HHK er meðstjórnandi ásamt Sigurjóni Þórðarson.
Heimasíða fyrir SHÍ er í vinnslu og sinnir Þorsteinn Narfason því verki.  Stefnt er að því að síðan verði tilbúin fyrir árslok.

Fundi slitið 10:03.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson               
Sigurlaug Gissurardóttir        
Andrés Skúlason                
Kristín Ágústsdóttir         
Benedikt Jóhannsson               
Helga Hreinsdóttir

pdf Fundargerð 94 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search