Fundargerð 6. apríl 2011

96. / 3.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 6. apríl 2011 kl. 9:00

Mætt:

Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Haukur Ingi Einarsson sem varamaður fyrir Sigurlaugu Gissurardóttur, Andrés Skúlason, Ólafur Hr. Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Kristín Ágústsdóttir.

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 558
  2. Tóbakssöluleyfi 561
  3. Málefni einstakra fyrirtækja 561
    3.1      Austurlamb 561
    3.2      Hundar á Stöðvarfirði 561
    3.3      Sæmundur Jón Jónsson, Árbæ á Mýrum 561
  4. Erindi og bréf 562
    4.1      Frá UST dags. 10.3.2011  562
  5. Innri mál HAUST  562
    5.1      Ársskýrsla 2010   562
    5.2      Bráðabirgðauppgjör ársins 2010 562
    5.3      Starfsmannafundur 22.3.2011  562
    5.4      Umhverfis- heilsu- og öryggisstefna HAUST  562
  6. Næstu fundir 562
  7. Önnur mál 563
    7.1      SHÍ 563

1        Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur
a)     Vopnfirska matargatið, kt. 630410-2660. Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í veiðihúsinu Árhvammi og félagsheimilinu Miklagarði. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
b)    Björg Einarsdóttir, kt. 101256-7319. Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í veiðihúsinu Árhvammi. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
c)     Guðbjörg Alda Sigurðardóttir, kt. 250763-2559. Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í veiðihúsinu Árhvammi. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
d)    Halldór Georgsson, kt. 030448-7669.  Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í veiðihúsinu Árhvammi. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
e)     Heiðbjört Björnsdóttir, kt. 160930-2179.  Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í félagsheimilinu Miklagarði. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
f)     Pétur Valdimar Jónsson            , kt. 251251-3209.  Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í veiðihúsinu Árhvammi. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
g)     Valgerður H. Friðriksdóttir, kt. 290430-3139.  Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í veiðihúsinu Árhvammi. Starfsleyfi útgefið 10. 3.2011.
h)    Ingólfur Bragi Arason, kt. 030863-3219.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir verslun með málningar- og efnavöru að Hamrahlíð 26, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 24.3.2011.
i)      Anna Jörgína Kjartansdóttir, kt. 200662-3779.  Nýtt starfsleyfi/nýtt fyrir Gistiheimilið Gerði og litla vatnsveitu að Vatnsdalsgerði, 690 Vopnafjörður. Leyfið útgefið 29.3.2011

700-701 Fljótsdalshérað

j)      Bókakaffi Hlöðum ehf., kt. 530111-0240, breyting á starfsleyfi fyrir veitingastað að Hlöðum í Fellabæ.  Stofnað hefur verið einkahlutafélag um reksturinn en fyrra leyfi var gefið út á kennitölu rekstaraðila.  Starfsleyfi breytt 18.02.2011.
k)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Breyting á starfsleyfi fyrir Leikskólann Skógarland, Skógarlöndum, leikskóli með móttökueldhúsi.  Leyfi útgefið 28.1.2011.
l)      Bifreiðaverkstæði Hallfreðs ehf., kt. 480211-0650.  Nýtt starfsleyfi fyrir bifvélaverkstæði að Miðási 37 (bil 3 og 4).  Leyfi útgefið 25.2.2011.
m)   Ormsson – Vík ehf., kt. 420597-3399.  Nýtt starfsleyfi fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni í versluninni Vík raftækjaverslun, Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 27.2.2011.
n)    Bara Snilld ehf., kt. 520906-2070.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði og handvirka bílaþvottastöð að Lyngási 5-7.  Leyfi útgefið 28.2.2011.
o)    Bautinn ehf., kt. 540471-0379.  Tímabundið starfsleyfi vegna árshátíðar Alcoa í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.  Leyfi útgefið 2.3.2011.
p)    Hótel Egilsstaðir ehf., 581298-3239.  Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu í Valaskjálf, Skógarlöndum 3.  Leyfi útgefið 2.3.2011.
q)    HT hús efh., kt. 690708-0510.  Nýtt starfsleyfi fyrir trésmiðju, þ.e. einingahúsaframleiðslu og almenna byggingarstarfsemi að Miðási 37, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 11.3.2011.
r)     Félagsheimilið Barnaskólanum Eiðum kt. 540610-1180.  Nýtt starfsleyfi fyrir samkomuhús í barnaskólanum Eiðum. Leyfið útgefið 17.3.2011.
s)     Austurfrakt ehf., kt. 430707-2050. Nýtt starfsleyfi fyrir flutningafyrirtæki og vöruafgreiðsluLagarbraut 7, Fellabæ.  Starfsleyfi útgefið 22.3.2011.
t)     Máney Mjöll Sverrisdóttir, kt. 230384-3479.  Nýtt starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í Fellabakaríi, Lagarfelli 4.  Starfsleyfi útgefið 23.03.2011.
u)    SA veitingar ehf., kt. 531106-0160. Breyting á starfsleyfi (breytt kennitala) fyrir sölu á veitingumKaupvangi 17, Kaffi Egilsstaðir. Starfsleyfi útgefið 24.3.2011.

710 Seyðisfjörður

v)    Gunnar Sigmar Kristjánsson, kt. 020667-3389.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir dekkjaverkstæði að Austurvegi 18-20.  Leyfi útgefið 24.2.2011. 
w)   HAS ehf., kt. 660299-2389. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Hrognavinnslu Strandarvegi 27.  Leyfi útgefið 23.3.2010. 

715 Fjarðabyggð – Mjóifjörður

x)     Haförn SU 42 ehf., kt. 670603-4070.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir hrognavinnslu Borg.  Leyfi útgefið 22.3.2010. 

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

y)    Samskip hf., kt. 440986-1539.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir vöruafgreiðslu að Nesbraut 10.  Leyfi útgefið 21.2.2011.
z)    Fjarðaveitingar ehf., kt. 560108-1330.  Nýtt starfsleyfi fyrir matvælavinnslu að Austurvegi 21.  Leyfi útgefið 28.02.2011. 
aa)  Plastiðjan Ylur ehf., kt. 660809-1390.  Starfsleyfi fyrirtækisins B.M. Vallá ehf., kt. 450510-0680 fyrir steypustöð að Ægisgötu 6 fært yfir á nýjan rekstaraðila.  Leyfði var gefið út 30.9.2010 og fært óbreytt yfir á Plastiðjuna Yl 10.3.2011 í samræmi við reglugerð 785/1999. 
bb) Fjarðabyggð, kt. 470698-2090.  Nýtt starfsleyfi fyrir dýrageymslu að Kollaleiru, 730 Reyðarfjörður.  Leyfi útgefið 14.3.2011. 
cc)  Heilsuhreysti slf,. kt. 540311-0800. Nýtt starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfun að Austurvegi 20.  Leyfið útgefið 16.3.2011 

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

dd) Fjarðabyggð kt. 470698-2099.  Breyting á starfsleyfi vegna Sundlaugarinnar á Norðfirði. Um er að ræða sundlaug og líkamsræktarstöð.  Leyfið útgefið 17.3.2011.

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður

ee)  N1 hf., kt. 540206-2010.  Tímabundið starfsleyfi til tveggja ára fyrir rekstur  sjálfsala fyrir díselolíu að Fiskeyri.. Leyfi gefið út 10.3.2011.
ff)   Fjarðabyggð, kt 470698-2099.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa gamalt geymsluhús, Grímseyri á Fáskrúðsfirði.  Leyfi gefið út 18.3.2011.
gg)  Loðnuvinnslan, kt. 581201-2650.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa 90 tonna blóðvatnstank á athafnasvæði Loðnuvinnslunnar.  Leyfi gefið út 25.11.2010.

755 Stöðvarfjörður

hh) N1 hf., kt. 540206-2010.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir rekstri bensínstöðvar, sjálfsala að Fjarðarbraut 41.  Leyfi gefið út 10.3.2011.
ii)    Velkomin ehf., kt. 511110-0170.  Nýtt starfsleyfi fyrir Kaffi Steinn, kaffihús með veitingasal fyrir allt að 150 gesti.  Leyfið gefið út 15.12.2010.

760 Beiðdalsvík

jj)    N1 hf., kt. 540206-2010.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir rekstri bensínstöðvar, sjálfsala að Ásvegi 18.  Leyfi gefið út 10.3.2011.

765 Djúpivogur

kk) N1 hf., kt. 540206-2010. Starfsleyfi fyrir rekstri bensínstöðvar, sjálfsala að Búlandi 1.  Leyfi gefið út 10.3.2011.

780-785 Hornafjörður

ll)    Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Eimskip Ísland ehf. Álaugarvegi 8.  Um er að ræða flutningafyrirtæki og vöruafgreiðslu. Leyfið útgefið 18.2.2011.
mm)       Örn Bergsson, kt. 121056-2759, f.h. Góunefndar.  Tímabundið starfsleyfi fyrir Góuhóf í Hofgarði Hofi, 785 Öræfum þann 6.3.2011.
nn) Félagsbúið Svínafelli 1., kt. 560390-5219. Endurnýjað tarfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Svínafelli 785 Öræfum.  Leyfi útgefið 22.2.2011.
oo) Flosi hf., kt. 710883-0528.  Breyting og endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu gistingar og rekstur tjaldsvæðis, Ferðaþjónustan Svínafelli, Svínafelli 1, Suðurbæ. Leyfi útg. 25.2.2011.
pp)N1, kt. 540206-2010.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir N1, verslun Álaugarey. Um er að ræða starfsleyfi fyrir verslun með efnavörur sem m.a. innihalda hættuleg efni og eiturefni.  Leyfi útgefið 25.2.2011.
qq) Bifreiðaverkstæði Gunnars Pálma ehf., kt. 530597-2029.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir bifreiða- og vinnuvélaverkstæði með bifreiðarsprautun að Bugðuleiru 6.  Leyfi útgefið 30.3.2011.
rr)   Míla ehf., kt. 460207-1690.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa niður fjarskiptadisk í landi Hafnarness og leyfi flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Jón Grétar Magnússon, kt. 010573-4679.  Leyfi gefið út 1.4.2011 og gildir til 31.5.2011.


2        Tóbakssöluleyfi

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

a)     N1 hf., kt. 540206-2010.  Endurnýjað tóbakssöluleyfi í verslun N1, Búðargötu 2.  Ábyrgðarmaður: Helgi Kristjánsson, f.h. N1 hf. Leyfi útgefið 27.2.2011.

 

3        Málefni einstakra fyrirtækja

3.1       Austurlamb

LÞ gerir grein fyrir málinu.
Austurlamb hefur sótt um starfsleyfi fyrir kjötvinnslu að Kaupvangi 23 á Egilsstöðum.  HAUST hefur áframsent umsóknina til MAST ásamt ósk um breytingu á framsalssamningi þannig að HAUST geti unnið starfsleyfi fyrir matvælalhluta fyrirtækisins ekki síður en þann hluta sem snýr að mengunarvörnum.
Fyrirtækið hefur óskað eftir að þurfa ekki að fara í „kostnaðarsamar breytingar á húsnæðinu“ að svo stöddu.

Heilbrigðisnefnd vonast til að MAST verði við ósk um framsal verkefnisins og gerir kröfur um að ný starfsemi uppfylli allar eðlilegar kröfur sem gera ber til viðkomandi starfsemi.

3.2       Hundar á Stöðvarfirði

Hákon gerir grein fyrir málinu.
Hundeigandi á Stöðvarfirði sótti um undanþágu frá samþykkt Fjarðabyggðar og óskaði leyfis til að mega halda 4 hunda í íbúðarhúsi.  Af hálfu sveitarfélagsins var undanþágubeiðni hafnað og málinu vísað til HAUST.  Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri voru sammála um að fara þyrfti að tilmælum um að fjarlægja þá hunda sem ekki var leyfi fyrir og veittu frest.  Heilbrigðisfulltrú hefur fylgt málinu vel eftir með samtölum við hundeiganda.  Hann staðfestir að búið sé að leysa málið með því að koma hundum umfram tvo til annarra heimila og sækja um leyfi fyrir þeim tveim sem eftir eru.  Þar með er málið komið í þann farveg að uppfyllt eru ákvæði samþykktar um hundahald í sveitarfélaginu.
Heilbrigðisnefnd staðfestir aðgerðir milli funda og fagnar því að unnt var að leysa málin í sátt.

Hákon víkur af fundi.

3.3       Sæmundur Jón Jónsson, Árbæ á Mýrum.

Helga gerir grein fyrir málinu.
Um er að ræða umsókn um endurnýjun og útvíkkun á leyfi sem var gefið út í tilraunaskyni til tveggja ára og rennur út í maí.  Úrgangurinn er plægður niður í akra og tún til fóðurræktar.  HAUST telur jákvætt að unnt sé að endurnýta lífrænan úrgang til áburðar enda er það í anda stefnu um að draga úr úrgangi til förgunar og að endurnýta  og/eða endurnota sem allramest.
Heilbrigðisfulltrúa falið að auglýsa starfsleyfið skv. reglum þar um.

4        Erindi og bréf

4.1       Frá UST dags. 10.3.2011

Bréfið lagt fram með fundarboði.

Bréfið er tilkynning um að ekki verði unnið áfram að samningum um framsal eftirlitsverkefna til heilbrigðiseftirlits fyrr en umhverfisráðuneyti hefur lokið vinnu við endurskoðun laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.  Einnig hefur borist MINNISBLAÐ sem UST sendi ráðuneytinu, dags. 23.3. sl. þar sem stofnunin mælist til að með lagabreytingum verði komið í veg fyrir hvers konar framsalsheimildir.  Ef farið verður að tilmælum UST munu samningar um að HAUST fari með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun renna út um áramót. 

Það er mat heilbrigðisnefndar að UST fari með þessum bréfum á skjön við stefnu stjórnvalda um að flytja verkefni til sveitarfélaga sbr. lagaheimildir þar um.  Það er sannfæring nefndarinnar að með framsalssamningum sé hægt að hagræða í eftirliti með hagsmuni fyrirtækja og íbúa að leiðarljósi.  Atburðir undanfarinna vikna og mánaða hafa sýnt að eftirlit er mun betur komið nær vettvangi.  SHÍ hefur óskað eftir fundi með Umhverfisráðherra til að ræða þessi mál og vonast er til að af þeim fundi geti orðið í næstu viku.

5        Innri mál HAUST

5.1       Ársskýrsla 2010

Drög að ársskýrslu lögð fram til samþykktar.  Umræður / fyrirspurnir Ársskýrsludrögin voru send nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fundinn.  Mat nefndarinnar að skýrslan sé vel upp sett og upplýsandi um starfsemina.

Ársskýrslan samþykkt og frkvstj. falið að senda hana til aðildarsveitarfélaga, SSA, MAST og UST.  Skýrslan verði einnig send ráðuneytunum.

5.2       Bráðabirgðauppgjör ársins 2010

Gögn voru send nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fundinn.  Lagt fram til kynningar.  Niðurstaða rekstrar er jákvæð, en ekki hefur verið tekið tillit til afskrifta.

5.3       Starfsmannafundur 22.3.2011

Starfsmenn gera grein fyrir helstu málum á fundinum.

5.4       Umhverfis- heilsu- og öryggisstefna HAUST.

Starfsmenn hafa unnið drög að umhverfis- heilsu- og öryggisstefnu fyrir HAUST og voru þau send með fundarboði.

Heilbrigðisnefnd staðfestir stefnuna.

 

6        Næstu fundir

Á 94. fundi var eftirfarandi ákveðið:
Snertifundur verði 22.6.2011.  Lagt til að halda fundinn á Seyðisfirði og hittast kl. 12:00.  Forstjóri UST verður gestur fundarins.  Óskað hefur verið upplýsinga frá UST um tíma og fyrirkomulag þess hluta fundarins sem UST vill sitja, en svar hefur ekki borist.
Símfundur verður boðaður í maí ef eitthvað kemur uppá, en annars er stefnt að næsta fundi í lok ágúst eð byrjun september.

Samþykkt.

 

7        Önnur mál

7.1       SHÍ

Valdimar gerði grein fyrir stjórnarfundi SHÍ sem var haldinn nýlega.  Þar var m.a.

  • ákveðið að birta fundargerðir stjórnar á nýrri heimasíðu samtakanna .  Slóð inn á heimasíðuna er:  http://shi.is/.  Nefndarmenn eru hvattir til að kynna sér síðuna.
  • Rættum skipulag haust- og vorfunda og ýmis samskiptamál HES við UST og MAST.
  • Ákveðið að óska eftir fundum með ráðuneytum Landbúnaðar og sjávarútvegs og einnig Umhverfisráðherra, sbr. lið 4.1 hér að ofan.

Fleira ekki og fundi slitið kl. 10:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

 

Valdimar O. Hermannsson                             
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Kristín Ágústsdóttir
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

 

pdf Fundargerðin á pdf


HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search