Fundargerð 8. júní 2011

97. / 4. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn 8. júní 2011
Fundurinn er haldinn á Hótel Öldunni á Seyðisfirði og hefst með hádegisverði kl. 12:00


Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Ólafur Hr. Sigurðsson, Kristín Ágústsdóttir og Auður Ingólfsdóttir sem varamaður Benedikts Jóhannssonar sem boðaði forföll. Sigurlaug Gissurardóttir boðaði einnig forföll en ekki tókst að ná í varamann fyrir hana.

Gestir fundarins:
Kristín Linda Árnadóttir, forstóri Umhverfisstofnunar, Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun og Björn Hafþór Guðmundsson, frkvstj. Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson, Borgþór Freysteinsson, Júlía Siglaugsdóttir

Dagskrá:

  1. Innlegg frá forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínu Lindu Árnadóttur 565
    1.1      Hlutverk heilbrigðisnefnda. 565
    1.2      Samvinna Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. 565
    1.3      Sýnatökuáætlun Díoxín. 565
    1.4      Ný löggjöf ný verkefni 565
    1.5      Úrgangur og skólp. 565
  2. Reglugerð um flokkun vatnshlota. 566
  3. Bréf frá Umhverfisstofnun v. fráveitumála. 566
  4. Skýrsla ríkisendurskoðunar – sorpbrennslur, maí 2011. 567
  5. Bréf frá Umhverfisstofnun vegna eftirlits með urðunarstöðum. 567
    5.1      Um gassöfnun frá urðunarstöðum. 567
    5.2      Undanþágubeiðnir frá Vopnafjarðahreppi og frá Fljótsdalshéraði 567
  6. Bókuð útgefin starfsleyfi 568
  7. Tóbakssöluleyfi 570
  8. Erindi og bréf 570
    8.1      Frá verkfræðistofunni Verkís ehf. dags. 13.4.2011. 570
  9. Innri mál HAUST.. 570
    9.1      Staðan í fjármálum HAUST –. 570
    9.2      Starfsleyfisvinnsla. 570
    9.3      Gjaldskrárbreytingar 57010    Af vorfundi UST, MAST, HES og ráðuneytanna tveggja. 571
  10. HHr gerði stuttlega grein fyrir fundinum og fyrirkomulagi hans. Skv. venju voru lagðar fram og samþykktar tillögur að sameiginlegum átaksverkefnum UST, MAST og HES. 571
    fyrir árið 2012: 571
  11. Landmótun, uppfylling. 571
  12. Kröfubréf vegna leiktækja. 572
  13. Önnur mál 572
    13.1  Næstu fundir 572
    13.2  Gosmál 572

 

Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna. Hann óskaði eftir að fá að breyta uppröðun á dagskrárliðum frá boðaðri dagskrá þannig að gestir fundarins gætu setið dagskrárliði sem þeir höfðu áhuga á. Var greiðlega orðið við því og fundargerð bókuð í þeirri röð sem fundurinn fór fram.  

1        Innlegg frá forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínu Lindu Árnadóttur

1.1 Hlutverk heilbrigðisnefnda.
KLÁ fjallaði um hlutverk heilbrigðisnefnda eins og það er skilgreint í lögum um hollustuhætti og ítrekaði að nefndin er ábyrg fyrir öllum gjörðum starfsmanna. Hún hvatti til þess að vel og skilmerkilega yrði fært til bókar ef heilbrigðisnefndin felur starfsmönnum vald til að afgreiða mál fyrir sína hönd.

1.2 Samvinna Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga
KLÁ fór yfir samskiptaleiðir UST og HES, þ.e. vorfundi, haustfundi og mánaðarlega símfundi yfirmanna hjá UST með framkvæmdastjórum HES auk samvinu í þrem skilgreindum faghópum. Hún fjallaði um samræmingarhlutverk UST og sagði nauðsynlegt að skilgreina það, en einnig að spyrja sífellt hvað í því fælist. Einnig voru lagðar fram og kynntar ársskýrsla UST 2010 og ársáætlun stofnunarinnar fyrir árið 2011.

1.3 Sýnatökuáætlun Díoxín
KLÁ og GE gerðu grein fyrir sýnatökum á díoxíni og ræddu einnig um skýrslu ríkisendurskoðunar í kjölfar mengunar frá sorpbrennslustöð Funa. Fram kom að um 60% af árslosun á díoxíni á Íslandi kemur líklega frá áramótabrennum.

1.4 Ný löggjöf ný verkefni
KLÁ kynnti vatnatilskipunina og lagði áherslu á að vinna skv. henni muni hefjast á söfnun upplýsinga sem fyrir liggja hjá hinum ýmsu stofnunum, þ.m.t. hjá sveitarfélögum. Sjá einnig bókun undir lið 2.

1.5 Úrgangur og skólp
Sjá einnig bókanir undir liðum 3-5.

Umræður um kynningu KLÁ

  • Rætt um hvort og þá að hve miklu leyti Evrópulöggjöfin ætti við hér á landi
  • Kostnað sveitarfélaga við útfærslu löggjafar af ýmsum toga
  • Rætt um framsal verkefna milli UST og HES. KLÁ kynnti sína skoðun sem er að ekki eigi að vera um framsal að ræða heldur eigi í lögum að skilgreina nákvæmlega hvaða fyrirtækjaflokkar eigi að hafa starfsleyfi frá hvaða stjórnvaldi og að það stjórnvald skuli fara með eftirlit og þvingunarúrræði einnig.
2        Reglugerð um flokkun vatnshlota

Ný reglugerð um vatnshlot hefur tekið gildi, reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun. Reglugerðin byggir á vatnatilskipunin sem KLÁ kynnti undir lið 1.4. Í reglugerðinni er heilbrigðisnefndum ætlað allmikið hlutverk, en UST mun leiða vinnuna. Dæmi um hlutverk HES eru:

  • "Umhverfisstofnun, í samráði við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, ber að sjá um að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt.
  • Umhverfisstofnun skal, í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, álagsgreina vatnshlot út frá íbúðabyggð og starfsleyfisskyldri starfsemi sem getur haft í för með sér mengun.
  • Umhverfisstofnun skal leita til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga um upplýsingar um álag á vötn sem gert er ráð fyrir í skipulagsáætlunum og líklegt er að valdi breytingum á ástandi vatna.

Í umræðum kom fram að ekki er vel skilgreint hve mikil vinna og kostnaður fellur á HES og sveitarfélögin vegna reglugerðarinnar, sérstaklega þar sem heilbrigðiseftirlitssvæðin eru víðlend eins og hjá HAUST.

Björn Hafþór vék af fundi eftir þennan lið.  

3        Bréf frá Umhverfisstofnun v. fráveitumála

Bréfið, dags. 24.5. fylgdi fundarboðinu.

Á vorfundi heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar var nokkuð fjallað um fráveitumál. M.a. kom fram gagnrýni UST á heilbrigðiseftirlitssvæðin fyrir að ganga ekki harðar fram gagnvart sveitarfélögunum um að koma fráveitumálum í löglegt horf.

GE fylgdi ofangreindu bréfi UST eftir en í því beinir UST "því til heilbrigðisnefnda að þær sjái til þess að sveitarfélög uppfylli skyldur sínar í samræmi við lög og reglugerðir þannig að hagsmunir almennings séu tryggir og að umhverfinu stafi ekki hætta af", enda er það heilbrigðisnefnda að veita starfsleyfi til fráveitna skv. reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999. Í bréfinu er vísað til skýrslu sem er væntanleg á næstunni.

Hingað til hefur það verið skoðun HAUST að ekki skuli vinna starfsleyfi fyrir fráveitur nema þær uppfylli kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Í gildi eru sex starfsleyfi fyrir skólphreinsivirki, eitt á Reyðarfirði, hin á Fljótsdalshéraði. Á fundum HAUST með bæjarstjórnum og/eða umhverfis- og byggingarnefndum er ætíð fjallað um fráveitumál og minnt á skyldur svfél. og ákvæði reglugerða. Svfél. hafa leitað upplýsinga og aðstoðar við sýnatökur og upplýst HAUST um framvindu fráveituframkvæmda, þannig að HAUST hefur nokkuð gott yfirlit yfir ástandið í fráveitumálum á svæðinu

Fram kom að fullur vilji er hjá sveitarstjórnum að standa sig í umhverfismálum en að kostnaður væri nánast óyfirstíganlegur í fámennum sveitarfélögum. Einnig komu fram efasemdir um að gildandi kröfur um hreinsun skólps væru nauðsynlegar þar sem hreinsigeta sjávar er mikil og vatnsskipti ör.

Heilbrigðisnefnd samþykktir að HAUST riti sveitarfélögunum formleg erindi og óski eftir upplýsingum og tímasettum áætlunum um framkvæmdir til að koma fráveitumálum í það horf að uppfylli ákvæði laga / reglugerðar um fráveitur og skólp.

4        Skýrsla ríkisendurskoðunar – sorpbrennslur, maí 2011

Skýrsla þessi fjallar um málsmeðferð UST og Umhverfisráðuneytis varðandi sorpbrennslur og undanþágur sem veittar hafa verið og var unnin í kjölfar díoxínmengunar við sorpbrennslustöð Funa. Í skýrslunni er einnig fjallað lítillega um heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna, m.a. í kafla 2.3.

Í umræðu var rætt um hve víðtæk upplýsinga- og vöktunarskylda heilbrigðisnefnda væri. Einnig var nefndarmönnum sérstaklega bent á að skoða lokaorð skýrslunnar þar sem horft er til framtíðar.

5        Bréf frá Umhverfisstofnun vegna eftirlits með urðunarstöðum

Bréfið, dags. 25.5. fylgdi fundarboðinu.

GE fylgdi bréfinu eftir en í því er óskað eftir að þau heilbrigðiseftirlitssvæði sem fara með eftirlit með sorpförgunarstöðvum f.h. UST fylgist sérstaklega vel með hvort kröfum um botnþéttingu, jarðfræðilega tálma og söfnun sigvatns sé fullnægt, enda eru útrunnar undanþágur sem veittar voru.

5.1       Um gassöfnun frá urðunarstöðum.
Í júlí 2009 áttu urðunarstaðir að hefja söfnun hauggass, en veittur var tveggja ára frestur og á vegum Sambands íslenskra Sveitarfélaga var hauggasmyndun könnuð á 10 urðunarsvæðum árið 2010. Niðurstöðurnar voru kynntar Umhverfisstofnun 3.6.sl. Undanþágur ráðuneytis frá gassöfnun falla úr gildi þann 16.7.2011 og krafa um gassöfnun verður þá virk. GE fjallaði var um hlutverk UST sem verndara umhverfis, m.a. með hliðsjón af skýrslu ríkisendurskoðunar í kjölfar díoxínmengunar frá sorpbrennslustöðvum.

Rifjað var upp eftirfarandi af glærum UST í kjölfar kynningarfundar SÍS:

  • Umhverfisráðherra hefur einn heimild til að veita undanþágu en Umhverfisstofnun veitir umsögn.
  • Umsókn um undanþágu þarf að rökstyðja vel með niðurstöðum úr gasrannsókn og sýna fram á að gasmyndun á urðunarstaðnum er óveruleg. Í umsögn mun Umhverfisstofnun leggja efnislegt mat á rökstuðninginn og meta hvort um verulega eða óverulega gasmyndun er að ræða. Ef urðunarstaður þjónar afskekktri byggð er hægt að sækja um undanþágu á grundvelli þess en sýna þarf fram á að viðkomandi byggð uppfylli sett skilyrði til að teljast afskekkt.

Í kjölfar fundarins sendi HAUST upplýsingar til rekstraraðila urðunarstaða á Austurlandi ásamt með ofangreindum texta UST.

Kristín Linda og Gunnlaug viku af fundi með gagnkvæmum þökkum allra viðstaddra.

5.2       Undanþágubeiðnir frá Vopnafjarðahreppi og frá Fljótsdalshéraði

Sveitarfélagið Vopnafjarðahreppur hefur með bréfi óskað eftir undanþágu frá umhverfisráðherra og leyfi til að fresta gassöfnun þar til starfsleyfi fyrir urðunarstað veðrur endurnýjað í sept. 2012. HAUST ritaði jákvæða umsögn með eftirfarandi niðurlagi:

"Í ljósi þess að urðunarstaðurinn á Búðaröxl hefur verið notaður um árabil og að tíminn fram til september 2012 er ekki langur í samanburði við líftíma staðarins telur undirrituð að vart sé ástæða til annars en veita umbeðna undanþágu, enda sé hún bundin því að vinna við endurnýjun starfsleyfis hefjist strax." Ekki er vitað til þess að önnur sveitarfélög hafi sótt um undanþágur vegna gassöfnunar.

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur með bréfi óskað eftir undanþágu frá umhverfisráðherra og leyfi til að urða úrgang án starfsleyfis í fyrrum urðunarstað sveitarfélagsins að Tjarnarlandi, enda verði sótt um nýtt starfsleyfi fyrir langtíma urðun á svæðinu. Að höfðu samráði við formann og varaformann hefur HAUST ritað ítarlega umsögn um málið, þar sem niðurstaðan er eftirfarandi:

"Það er mat Heilbrigðiseftirlits Austurlands að með því að samþykkja undanþágubeiðni Fljótsdalshéraðs um að mega urða úrgang í Tjarnarlandi án starfsleyfis í hæfilega langan tíma til að unnt sé að sækja um og gefa út starfsleyfi sé umhverfinu ekki ógnað umfram það sem eðlilegt er en sveitarfélaginu jafnframt gert auðveldara að koma málum í réttan farveg til langrar framtíðar."

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreindar umsagnir. Jafnframt hvetur nefndin rekstaraðila urðunarstaða á starfssvæðinu til að sækja um undanþágur til ráðherra hið fyrsta ef þörf er á, en uppfylla allar kröfur til urðunarstaða eins fljótt og kostur er, einnig ættu rekstraraðilar urðunarstaða sem hugsanlega uppfylla skilyrði til að flokkast sem afskekkt byggð að íhuga hvort sækja skuli um að urðunarstaðir verði skilgreindir sem afskekktir og fái undanþágur á þeirri forsendu.

6        Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

  1. Jón Svansson, kt. 131058-4879. Endurnýjun starfsleyfis fyrir meindýravarnir og garðaúðun. Leyfið útgefið 6.4.2011. 
  2. Kristín Brynjólfsdóttir, kt. 280242-2259. Endurnýjun starfsleyfis fyrir ferðaþjónustu og vatnsveitu að Syðri-Vík. Leyfið útgefið 12.4.2011. 
  3. Bílar og vélar ehf., kt. 430490-1099. Endurnýjun starfsleyfis vegna sölu á veitingum í Ollasjoppu, Kolbeinsgötu 35. Leyfið útgefið 18.4.2011. 
  4. Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Endurnýjun starfsleyfis vegna reksturs vatnsveitu. Leyfi útgefið 27.4.2011. 

700-701 Fljótsdalshérað

  1. Viator ehf., kt. 571002-4180. Nýtt starfsleyfi fyrir Huldustein, Eyjólfsstaðaskógi, lóð 20. Um er að ræða sölu á gistingu í sumarhúsi. Leyfið útgefið 5.4.2011.
  2. Stjörnuhár, kt. 690705-0520. Breyting á starfsleyfi vegna flutnings hársnyrtistofunnar Stjörnuhár að Tjarnarbraut 19. Leyfið útgefið 26.4.2011. 
  3. Sámur bóndi ehf., kt. 641296-2369. Endurnýjað starfsleyfi vegna matvælavinnslu, sölu á veitingum og gistingu, setlaugar auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Starfsleyfi útgefið 26.4.2011. 
  4. Guðmundur Ármannsson, kt. 061045-2289. Nýtt starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar mjólkurframleiðslu á Vaði í Skriðdal. Starfsleyfi útgefið 3.5.2011. 
  5. Sveindís Gunnarsdóttir, kt. 040863-7619. Nýtt starfsleyfi fyrir heimagistingu að Sólbrekku 16. Leyfið útgefið 19.5.2011. 
  6. Víkingur Egilsstöðum ehf. kt. 700269-1089. Breyting á starfsleyfi (flutningur) vegna sólbaðstofunnar Perlusól, Miðvangi 6. Leyfið útgefið 30.5.2011. 
  7. Eyrún Arnardóttir, kt. 041281-5299. Nýtt starfsleyfi til að starfrækja dýralæknastofu, Dýralæknaþjónustu Eyrúnar, að Kaupvangi 10, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 3.6.2011.                                               
  8. Fellabakstur ehf., kt. 440411-1500. Endurnýjað starfsleyfi vegna brauðgerðar og sölu á veitingum í Fellabakarí Lagarfelli 4, í Fellabæ. Starfsleyfi útgefið 6.6.2011. 

701 Fljótsdalshreppur

  1. Papafjörður ehf., 430102-3380. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum í Laugarfellsskála. Leyfið útgefið 11.5.2011. 
  2. Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Nýtt starfsleyfi fyrir vatnsveitu við Laugarfell. Starfsleyfi útgefið 19.5.2011. 

710 Seyðisfjörður

  1. Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Oddagötu 6, Austurvegi 3 og Öldugata 13. Leyfið útgefið 7.4.2011.  
  2. Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í Skaftfelli, Austurvegi 42: Leyfi útgefið 11.4.2011. 
  3. Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Breyting á starfsleyfi fyrir gámastöð og móttöku- og flokkunarstöð fyrir endurvinnanlegan úrgang og spilliefni að Fjarðargötu 3 og 8. Leyfi útgefið 3.6.2011. 

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

  1. Íbúðalánasjóður, kt., 661198-3629. Tímabundið starfleyfi til niðurrifs á skúr við Heiðarveg 1. Starfsleyfi útgefið 18.4.2011. 

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

  1. Torgið ehf., kt. 661110-0310. Tímabundið starfsleyfi vegna skemmtanahalds í félagsheimilinu Valhöll dagana 22.-25.4.2011. Leyfi útgefið 13.4.2011.
  2. Kaffihúsið Eskifirði ehf., kt. 450411-0350. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistinguStrandgötu 10. Leyfi útgefið 27.4.2011. 
  3. Pizzafjörður ehf., kt. 710311-0560. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á veitingum út úr húsiStrandgötu 25. Leyfi útgefið 23.5.2011.
  4. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Nýtt starfsleyfi fyrir meindýravarnir á vegum Fjarðabyggðar. Leyfið útgefið 24.5.2011.
  5. Helgi Georgsson., kt.040671-3239. Tímabundið starfsleyfi vegna dansleiks í Valhöll 4.-5.6. 2011. Leyfi útgefið 31.5.2011.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

  1. Fjarðahótel ehf., kt. 650810-0310. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á veitingum í Egilsbúð, Egilsbraut 1. Starfsleyfi útgefið 12.04.2011.
  2. Bautinn ehf., kt. 540471-0379. Tímabundið starfsleyfi vegna árshátíðar í íþróttahúsinu í Neskaupstað þann 3.6.2011. Leyfi útgefið 30.5.2011. 

760 Breiðdalsvík

  1. Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Nýtt starfsleyfi til að reka kaffihús, Kaupfjelagið að Sólvöllum 25, Breiðdalsvík. Leyfið útgefið 25.5.2011. 

aa)  Soffía Rögnvaldsdóttir, kt. 140447-3669. Nýtt starfsleyfi til að reka gistiskála, Gljúfraborg-sæla í sveitinni að Gljúfraborg í Breiðdal. Leyfið gefið út 1.6.2011. 

765 Djúpivogur

bb) Eignarhaldsfélagið Hamar, kt. 601289-1809. Nýtt starfsleyfi til að starfrækja Tjaldsvæði að Hamri í Hamarsfirði fyrir allt að 200 gesti. Forsvarsmaður Sigvaldi H. Jónsson, kt. 120861-3529. Leyfið útgefið 25.5.201.1 

780-785 Hornafjörður

cc)  Flatatún ehf., kt. 560403-2830. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á neðri hæð í Austurbæ, Svínafelli 1, 785 Öræfi. Leyfi útgefið 5.4.2011.

dd) Frost og Funi ehf., kt. 421091-1109. Endurnýjun og breyting á starfsleyfi fyrir Gistiheimilið Frost og Funi, Hof I, Austurhús, 785 Öræfum. Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum fyrir allt að 120 gesti en einnig rekstur á setlaug og sauna. Leyfi útgefið 7.4.2011.

ee)  Helgi Ragnarsson, kt. 210681-1509. Endurnýjað starfsleyfi vegna ostagerðarAkurnesi. Starfsleyfi útgefið 3.5.2011.

  1. Sæmundur Jón Jónsson, kt. 020482-4869. Endurnýjað starfsleyfi fyrir endurvinnslu á hökkuðum fiskúrgangi frá fiskvinnslufyrirtækjum á Höfn í Hornafirði á Árbæjarsandi. Leyfi útgefið 10.5.2011.

gg)  Annel ehf., kt. 610111-1570. Nýtt starfsleyfi fyrir matsöluvagniVíkurbraut 6. Starfsleyfið útgefið 13.5.2011.

7        Tóbakssöluleyfi

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

  1. Falcon-Traffic ehf., kt. 710506-1240. Tóbakssöluleyfi í verslunin fyrirtækisins að Austurvegi 21. Ábyrgðarmaður: Zlatko Novak, f.h. Falcon-Traffic ehf. Leyfi útgefið 5.4.2011.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

  1. b) Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Tóbakssöluleyfi í Söluskála Olís að Hafnarbraut 19. Ábyrgðarmaður: Birgitta Sævarsdóttir, kt. 160369-4699. Leyfi útgefið 12.5.2011 

780-785 Hornafjörður

  1. Annel ehf.. kt. 610111-1570. Tóbakssöluleyfi fyrir matsöluvagn Annel ehf. að Víkurbraut 6. Ábyrgðarmaður: Mahder Zewdu Kebede, kt. 071282-2369. Leyfið útgefið 13.5.2011.
8        Erindi og bréf

8.1       Frá verkfræðistofunni Verkís ehf. dags. 13.4.2011.
Um er að ræða ósk f.h. Landsvirkjunar um samþykki til að nota bergþéttiefni í innsta hluta gangna inni í Kárahnjúkastíflu. Starfsmenn hafa yfirfarið gögn um efnin og afgreitt erindið jákvætt að höfðu samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar.

Heilbrigðisnefnd staðfestir afgreiðslu málsins.

9        Innri mál HAUST

9.1       Staðan í fjármálum HAUST –

Ársfjórðungsuppgjör var sent með fundarboði. Reksturinn er innan ramma fjárhagsáætlunar.

Lagt fram til kynningar

9.2       Starfsleyfisvinnsla

Starfsmenn óskuðu eftir stefnumótandi umræðu varðandi starfsleyfisgerð, þ.e. hvort samþykkt sé að gefa út eitt leyfi fyrir fjölbreytta starfsemi í einu heimilisfangi og einnig hvort fella megi saman í eitt leyfi fleiri en eina starfsstöð ef þær eru nærliggjandi. Eftirfarandi er niðurstaða umræðna, en einnig samþykkt að geyma bakgögn á minnisblaði:

Ef um fjölbreytta starfsemi er að ræða á sama heimilisfangi, t.d. gistingu, heitan pott og vatnsveitu á sömu jörð skal gefa út eitt kaflaskipt starfsleyfi ef sami lögaðili rekur alla starfsemina. Akstur vegna eftirlits er þá reiknaður per eftirlitsferð eins og verið hefur eftir því hve margar eftirlitsferðir er talið þurfa. Ef um er að ræða samskonar starfsemi, svo sem sölu á gistingu í húsum sem liggja saman eða mjög nálægt hvert öðru, er unnt að fara sömu leið, en meginreglan verði áfram eitt starfsleyfi fyrir hverja starfsstöð, miðað við heimilisfang starfsstöðvar.

9.3       Gjaldskrárbreytingar

Það er mat frkvstj. að nauðsynlegt sé að yfirfara gjaldskrá HAUST. Annars vegar þarf að kanna hvort með nokkru móti verði hægt að komast hjá því að hækka tímasgjaldið og hins vegar þarf að taka inn í gjaldskrána nýtt orðalag vegna breytinga á lagaumhverfi.

Lögð var fram tafla sem sýnir tímagjöld og sýnatökugjöld annarra heilbrigðiseftirlitssvæða. Einnig kom fram að nýir kjarasamningar muni hafa í för með sér aukinn kostnað, auk þess sem aksturskostnaður og fleiri gjaldaliðir hafa hækkað.

Samþykkt að starfsmenn vinni tillögu að nýrri gjaldskrá samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og leggi drög að hvoru tveggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

10    Af vorfundi UST, MAST, HES og ráðuneytanna tveggja

HHr gerði stuttlega grein fyrir fundinum og fyrirkomulagi hans. Skv. venju voru lagðar fram og samþykktar tillögur að sameiginlegum átaksverkefnum UST, MAST og HES fyrir árið 2012:

Vinnuhópar UST og HES:

  • Hollustuháttahópur 
  1. Þrif í skólum  
  2. Félagsheimili og salir til útleigu 
  • Efnavöruhópur:  
  1. varnaðarmerkingar á efnavörum í matvöruverslunum.
  • Umhverfisgæðahópur 
  1. Bensínstöðvaverkefni . 
  2. Olíuskiljuverkefni. Ákvörðun frestað þar sem skoða þarf um kostnað. 

Vinnuhópur MAST og HES.  

  • Matvælahópur
  1. Innra eftirlitsverkefni
  2. Rekjanleiki og innköllun
  3. Sjálfsafgreiðslubarir

Heilbrigðisnefnd staðfestir ákvörðun um að taka þátt í ofangreindum samstarfsverkefnum eins og venja er. Slík verkefni stuðla að samræmingu í eftirliti og einnig að upplýsingaöflun sem nýtist bæði rekstraraðilum og heilbrigðiseftirlitinu.

11    Landmótun, uppfylling

Víða í sveitarfélögum hefur tíðkast að garðaúrgangur, steypuúrgangur, jarðvegur o.þ.h. hefur verið sett á svokallaðan tipp. (losunar- eða landmótunarsvæði). Með breyttum áherslum í umhverfismálum og málefnum úrgangs þarf að verða breyting hér á. Í raun eru tippar eins og þeir hafa tíðkast ekki í samræmi við lög og reglur, því þeir hafa að hluta til verið notaðir til förgunar á efnum, en slíkt er ætíð starfsleyfisskylt.

  1. Urðun úrgangs er ætíð starfsleyfisskyld hjá Umhverfistofnun, hvort sem um er að ræða almennan urðunarstað eða urðunarstað fyrir óvirkan úrgang (gler, múrbrot, uppgröftur).
  2. Heilbrigðisnefnd getur veitt starfsleyfi fyrir endurnýtingu úrgangs skv. reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, fylgiskjali 2, liður 8.5, Endurvinnsla úrgangs.

Skv. þessu getur Heilbrigðisnefnd veitt sveitarfélögum starfsleyfi til að nýta óvirkan úrgang, garðúrgang, steypu (hreinsaða af málmum) o.fl. til landmótunar. Þetta á bæði við um gerð hljóð- eða sjónmana, frágang á opnum námum og um landfyllingar í fjöru. Ekki er þó heimilt að veita slík leyfi nema að fyrir liggi samþykkt skipulag eða a.m.k. formlega umsögn skipulagsnefndar.

Tillaga HHr.: Sveitarfélögunum verði ritað bréf þar sem bent er á að tippar séu vægast sagt á gráu svæði, en bent á að þau geti sótt um starfsleyfi skv. lið B hér að ofan. Í umsókn þurfi að koma fram hvaða úrgang er óskað eftir leyfi til að nota til landmótunar og nákvæm staðsetning/svæði þar sem fyrirhugað er að nota úrganginn., helst formlegt deiliskipulag ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda tillögu.

12    Kröfubréf vegna leiktækja

Þar sem allir frestir um að leiktæki uppfylli staðla og kröfur leikvallareglugerðar eru útrunnir hafa verði send kröfubréf vegna leiktækja sem enn ekki uppfylla staðla. Heilbrigðisfulltrúar fara í eftirlit á alla leikvelli nú á vordögum og gera kröfur um að tæki sem ekki standast kröfur verði tafalaust fjarlægð og að HAUST fái staðfestingu á því að verkinu loknu.

Nokkur umræða varð um málið og nefndarmenn sammála um að ekki sé viðunandi annað en farið verði að kröfum um öryggi leiktækja.

Í kjölfarið var einnig rætt um auknar kröfur um öryggi í sundlaugum, sbr. nýja sundlaugareglugerðin. Nefndarmenn töldu ástæðu til að ítreka við foreldra og forráðamenn að þeir bæru ábyrgð á sínum börnum við sundiðkun.

13    Önnur mál

13.1    Næstu fundir

Lagt til að nefndin taki sumarfrí að loknum þessum fundi og að næstu fundir verði f skv. eftirfarandi:

Miðvikudagur 14.9.       Snertifundur

Miðvikudagur 26.10.     Símfundur

Föstudagur 28.10.         Aðalfundur á Breiðdalsvík

Miðvikudagur 14.12      Símfundur

Fram lögð tillaga um næstu fundi samþykkt og formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að afgreiða mál milli funda eins og verið hefur. Ef þessir aðilar eru ekki sammála um afgreiðslu máls, skal kalla til símfundar í nefndinni.

13.2    Gosmál

HHr gerði grein fyrir aðkomu HAUST að málum vegna goss í Grímsvötnum..

Leitað var í smiðju Elsu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits á Suðurlandi. Að hennar fordæmi var leitað samstarfs við MS á Egilsstöðum og sýnatökuglös send á gossvæðið með tilboði um að bændur gætu sent neysluvatnssýni til baka ef þeir vildu láta kanna leiðni í vatninu. Stuttu síðar tók starfsmaður HAUST á svæðinu reglubundin sýni af þeim neysluvatnsveitum sem liggja næst gosstöðvunum. Niðurstöður sýna að ekki hefur komið til mengunar neysluvatns á svæðinu.

Á fundi sem Landlæknisembættið boðaði til með ýmsum stoð- og ríkisstofnunum var gerð grein fyrir málinu.

Annað ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Andrés Skúlason
Kristín Ágústsdóttir
Auður Anna Ingólfsdóttir
Borgþór Freysteinsson
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Júlía Siglaugsdóttur
Helga Hreinsdóttir

pdf Fundargerðin 97 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search