Fundargerð 2. febrúar 2012

100. / 7. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis fimmtudaginn 2. febrúar 2012 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Ólafur Hr. Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Eiður Ragnarsson

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 591
  2. Málefni einstakra fyrirtækja. 593
    2.1      Eiðar ehf. 593
    2.2      N1 ehf., starfsstöðin á Hestgerði í Hornafirði 593
    2.3      RARIK, varaaflsstöð í Neskaupstað. 593
  3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 593
  4. Önnur mál 594
    4.1      Næstu fundir heilbrigðisnefndar 594
    Fundir eru áformaðir sem hér segir: 594
    4.2      Ábendingar frá nefndarmönnum 594
    4.2.1      Tímabundin leyfa vegna skemmtana. 594
    4.2.2      Gamlir olíutankar 595
    4.3      Samningar við MAST 595
    4.4      Frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ 595

Formaður setti hundraðasta fund Heilbrigðisnefndar Austurlands. Síðan var gengið til dagskrár.

1        Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a. Ágústa V. Svansdóttir, kt. 310752-2159.  Tímabundið starfsleyfi fyrir snyrtistofu ásamt götun í eyrnasnepla að Hamrahlíð 18, 690 Vopnafjörður.  Leyfið gildir aðeins 15.-17.12.2011.

b. Halldóra Andrésdóttir f.h. Þorrablótsnefndar Vopnfirðinga kt.  710269-5569. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Miklagarði þann 21.1.2012. 

700-701 Fljótsdalshérað


c. Móðir Jörð ehf., kt. 510510-1000.  Starfsleyfi til nýtingar fiskúrgangs til áburðar í akuryrkju á afmörkuðu svæði í landi Vallanes, 701 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður:    Eymundur Magnússon, kt. 040955-3219.  Leyfi útgefið 27.12.2011.

d. Þorvaldur Hjarðar, kt.  220252-7369 f.h. Þorrablótsnefndar Fellamanna. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í Fjölnotahúsinu, Smiðjuseli 2 þann 28.1.2012. Leyfið útgefið 9.1.2012.  Leyfið flutt til 10.2.2012. 

e. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, kt.  250444-7969 f.h. Þorrablótsnefndar Eiða- og Hjaltastaðaþingáa. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í samkomusal gamla Alþýðuskólans á Eiðum. Leyfið útgefið 10.1.2012.  

f. Dýrunn ehf., dýralæknaþjónusta, kt. 550110-0590,  Nýtt starfsleyfi fyrir almenna dýralæknaþjónustu (m.t.t. mengunarvarna og hollustuhátta) í Reiðhöllinni Iðavöllum, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Freydís Dana Sigurðardóttir, kt. 010672-5549.  Leyfi útgefið 12.1.2012.

g. Skúli Björn Gunnarsson f.h. Þorrablótsnefndar Valla og Skóga, kt.  610105-1490. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót Valla og Skóga í félagsheimilinu Iðavöllum þann 3.2.2012. Leyfið útgefið 17.1.2012.

h. Jónsmenn ehf., kt. 530306-0620.  Breyting á starfsleyfi.  Um er að ræða leyfi fyrir viðgerðaaðstöðu eigin tækja að  Miðási 23, 700 Egilsstaðir og einnig leyfi til flutnings á ódælanelgum úrgangi/spilliefnum úr sandföngum við olíuskiljur.  Leyfi útgefið 19.1.2012.

i. Freydís Dana Sigurðardóttir, kt. 010672-5549 f.h. Þorrablótsnefndar Skriðdæla. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót Skriðdæla í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum þann 11.2.2012. Leyfið útgefið 24.1.2012

701 Fljótsdalshreppur

j. Jóhann F. Þórhallsson, f.h. Þorrablótsnefndar Fljótsdælinga, kt.  690269-6009. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í félagsheimilinu Végarði, þann 27.1.2012. Leyfið útgefið 17.1.2012.

710 Seyðisfjörður

k. Sigríður Heiðdal Friðriksdóttir f.h. Þorrablótsnefndar Seyðisfjarðar, kt. 680394-2109. Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót í íþróttahúsinu á Seyðisfirði þann 21.1.2012. Leyfið útgefið 9.1.2012

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

l. Þorrablót á Reyðarfirði, kt. 480102-3550. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót á Reyðarfirði á bóndadag haldið í íþróttahúsinu á Reyðarfirði þann   20.1.2012. Leyfið útgefið 28.12.2011.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

m. Jónas Wilhelmsson Jensen, kt.  210754-5049, f.h. Þorrablótsnefndar Eskfirðinga. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í félagsheimilinu Valhöll þann 21.1.2012. Leyfið útgefið 17.1.2012 

n. Eskja hf. kt. 630169-4299. Nýtt starfsleyfi fyrir fiskvinnsluStrandgötu 14. Leyfið útgefið 30.1.2012. 

Fjarðabyggð – Neskaupstaður

o. Sóknarnefnd Norðfjarðakirkju, kt. 490269-4449. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir kirkju og safnaðarheimili Norðfjarðakirkju, Egilsbraut 15. Leyfi útgefið 13.12.2011 

780-785 Hornafjörður 

p. Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Leikskólann Krakkakot, Víkurbraut 24, 780 Hornafjörður.  Leyfi útgefið 15.12.2011.

r. Þorrablótsnefnd Hornafjarðar,  kt, 690101-2460. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í íþróttahúsi Heppuskóla 21.1.2011.  Ábyrgðarmaður er Gunnar Örn Reynisson, kt. 300179-3479. Leyfi útgefið 3.1.2012.

s. Soffía Auður Birgisdóttir,  kt.  250969-7969. Starfsleyfi /nýtt fyrir Bakki Guesthouse, Kirkjubraut 5, 780 Höfn. Leyfið útgefið þann 3.1.2012.

t. Gunnar Sigurjónsson, kt.  170166-3299. Tímabundið starfsleyfi fyrir Góugleði í Félagsheimilinu Hofgarði, 785 Öræfum, þann 3.3.2012. Leyfið útgefið 24.1.2012.

2        Málefni einstakra fyrirtækja

2.1       Eiðar ehf.
Veittur var frestur til ársloka 2011 til að leggja fram áform um úrbætur í fráveitumálum fyrrverandi húsnæðis Alþýðuskólans á Eiðum.  Gögn bárust ekki fyrir þann tíma.  Hins vegar hafa verið tölvusamskipti við eiganda húsanna og hann hefur staðfest áform sín um að koma hlutunum í lag þegar vorar og að hann verði í sambandi við HAUST þegar þar að kemur.  Vegna þessa þótti ekki ástæða til annars en að mæla með leyfi fyrir þorrablóti í aðstöðunni, þ.e. í hátíðasalnum.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint og fagnar áformum um úrbætur í fráveitumálum Eiða. Nefndin ítrekar að ekki verði gefin út starfsleyfi fyrir samfellda starfsemi í húsnæði fyrrv. Alþýðuskólans á Eiðum með miklu álagi á fráveitukerfið fyrr en fráveitumál verði komin í viðunandi horf.

2.2 N1 ehf., starfsstöðin á Hestgerði í Hornafirði
Fyrirtækið hefur lagt fram niðurstöður þrýstiprófana á tönkum við bensínstöðina á Hestgerði skv. kröfum HAUST þar um.  Krafan var gerð þar sem tankarnir eru orðnir gamlir.   Fyrirtækið óskar eftir undanþágu til að mega nota tankana í eitt ár ennþá.

Heilbrigðisnefnd samþykkir notkun tankanna til ársloka 2012.

2.3  RARIK, varaaflsstöð í Neskaupstað
Fyrirtækið hefur lagt fram þykktarmælingar á olíutanki við varaaflsstöðina  í Neskaupstað skv. kröfum HAUST. Krafan var gerð þar sem tankarnir eru orðnir gamlir.  Fyrirtækið hefur verið í sambandi við HAUST og er að vinna í málunum, en ennþá hefur ekki borist umsókn um undanþágu til að mega nota tankana.

Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að ítreka kröfu um að gamlir tankar verði teknir úr notkun og gerðir hættulausir eða sótt um undanþágu ella.  Með umsókn þurfa að fylgja gögn sem sýna að tankarnir séu öruggir.

3   Endurskoðun fjárhagsáætlunar
Umhverfisstofnun frestaði uppsögn samninga um eftirlit með sorpförgun um 2 ár, þ.e. til ársloka 2013.  Ennfremur hefur stofnunin falið HAUST verkefni varðandi eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og fiskeldi (ath. samningar ekki frágengnir).  Vegna þessa verða tekjur HAUST meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem samþykkt var á aðalfundi HAUST 28.10.2011.

Vegna þessa hafa starfsmenn HAUST endurskoðað fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og frkvstj. fundað um málið með formanni og varaformanni heilbrigðisnefndar þann 9.1.  Í nýsamþykktri gjaldskrá fyrir HAUST nr. 1315/2011 er tímagjald ákveðið kr. 9.400.  Tillaga starfsmanna um að fullnýta ekki heimild gjaldskrár og nota tímagjaldið 9.200 var samþykkt af formanni og varaformanni sem og fram lögð drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2012.

Eftirfarandi eru helstu breytingar í endurskoðaðri fjárhagsáætlun:

  • Sértekjur aukast vegna samnings við UST
  • Aksturskostnaður eykst vegna aukinna verkefna
  • Laun hækka lítillega vegna aukinna verkefna
  • Rannsóknakostnaður hækkar um 7% sbr. tilkynning um hækkun gjaldskrár rannsóknastofu MAST eftir að fjárhagsáætlun HAUST var send út.

Í heild aukast tekjur umfram aukin útgjöld og því er unnt að lækka tímagjald frá því sem samþykkt var á aðalfundi án þess að rekstarniðurstaða verði neikvæð.  Skv. upplýsingum frá Umhverfisráðuneyti er heimilt að notast við lægra gjald en gjaldskrá kveður á um í gjaldskrá.

Helstu tölur í endurskoðaðri fjárhagsáætlun eru þá sem hér segir:

Fjárhagsáætlun 2012 samþykkt á aðalfundi HAUST 28.10.2011

Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2012.

Miðað við auknar tekjur og lækkað tímagjald

Rekstrartekjur

45.914.783

47.001.754

Rekstrargjöld

45.902.156

46.701.062

Hagnaður (tap) án fjármagnsliða

12.627

300.692

Með tölvupósti þann 9.1 var óskað eftir staðfestingu heilbrigðisnefndarmanna á þessari lækkun tímagjalds fyrir árið 2012 og einnig fyrir þessari endurskoðun á fjárhagsáætlun 2012.  Allir aðalmenn staðfestu samþykki sitt fyrir lok vinnudags 10.1.2012.

Í kjölfarið hefur verið unnið eftir endurskoðaðri fjárhagsáætlun og tímagjaldinu 9.200 kr.  Sveitarfélögin hafa öll fengið endurskoðaða fjárhagsáætlun senda og þeim gefinn kostur á að andmæla.  Einnig hafa sveitarfélögin fengið senda fyrirtækjalista sem miðað er við v. innheimtu eftirlitsgjalda fyrir árið 2012 ásamt með endurskoðuðum upphæðum á heildarframlagi til reksturs HAUST, sbr. fjárhagsáætlun.  Viðskiptabanki HAUST hefur fengið beiðni um að leiðrétta upphæð til innheimtu framlaga sveitarfélaganna.

Heilbrigðisnefnd fagnar því að samkomulag hefur náðst um verkefnavinnu fyrir Umhverfisstofnun og vonar að vel takist til og að um frambúðarfyrirkomulag sé að ræða.

Heilbrigðisnefnd staðfestir hér með samþykki sitt fyrir ofangreindri vinnu starfsmanna HAUST.

Heilbrigðisnefnd samþykkir formlega að fullnýta ekki heimild fyrir 9.400 kr. tímagjaldi eins og ný gjaldskrá gerir ráð fyrir, heldur nota tímagjaldið kr. 9.200 fyrir árið 2012..

Heilbrigðisnefnd samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

 

4        Önnur mál

4.1       Næstu fundir heilbrigðisnefndar

Fundir eru áformaðir sem hér segir:

  • Símafundur 21.3.2012
  • Snertifundur 2.5.2012.  Á þeim fundi verði "hátíðadagskrá" í tilefni 100. fundar heilbrigðisnefndar í núverandi formi.

4.2       Ábendingar frá nefndarmönnum

4.2.1      Tímabundin leyfa vegna skemmtana
Ábending til starfsmanna um að skoða hvort þorrablót hafi verið haldin án starfsleyfa í einhverjum tilfellum.   Starfsmenn munu kanna málið.

Alla jafnan sækja formenn þorrablótsnefnda um tækifærisleyfi til sýslumannsembættanna, sem leita umsagna frá HAUST.  Af hálfu HAUST er þá haft samband við þorrablótsnefndir um að sækja þurfi um starfleyfi til heilbrigðisnefndar.  Afrit af tímabundnu leyfi heilbrigðisnefndar er þá sent til sýslumanns sem ígildi jákvæðrar umsagnar.  Ef Þorrablót eða svipaðar skemmtanir eru haldnar í veitinga- og samkomuhúsum  sem eru með starfsleyfi og skemmtanirnar eru haldnar á ábyrgð starfsleyfishafa þarf ekki sérstök leyfi heilbrigðisnefnda.

4.2.2  Gamlir olíutankar
Ábendingar komu frá nefndarmönnum um nokkra gamla olíutanka sem ekki er víst að hafi verið fylltir eða gerðir hættulausir.  Starfsmenn munu fylgja þessum ábendingum eftir á grunni reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.

4.3  Samningar við MAST
LÞ greindi frá því að samningur um að HAUST fari með starfsleyfisvinnslu og eftirlit með litlum kjötvinnslum o.fl. f.h. MAST er orðinn ársgamall.  Reynslan af framkvæmd samningsins er ekki eins góð og vonir stóðu til.  Svör berast seint eða ekki frá okkar tengiliðum hjá MAST og innan stofnunarinnar virðast menn ekki samstíga.  Tillögu LÞ um að setja verklagsreglur um samskiptin hefur verið vel tekið, en hún gengur út á að fyrirtæki/starfsemi sem hugsanlega fellur undir ákvæði samningsins sæki um leyfi til MAST, sem vísi umsóknum til HAUST ef stofnunin telur það rétt.  Eins og fyrirkomulagið hefur verið leikur vafi á að framsalssamningurinn skili þeirri hagkvæmni sem honum var ætlað, ekki síst fyrir framkvæmdaaðila sem fá ekki greið svör við starfsleyfisumsóknum.

4.4  Frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
Fundargerð stjórnarfundar SHÍ barst nýlega.  Þar kemur m.a. fram að Guðmundur Einarsson hefur verið skipaður fulltrúi samtakanna í vinnuhópi Umhverfisráðuneytis vegna endurskoðunar laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Fundi slitið kl. 9:35

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson
Helga Hreinsdóttir

pdf Fundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search