Fundargerð 21. mars 2012

101. / 8. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:  Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Ólafur Hr. Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Haukur Ingi Einarsson sem varmaður fyrir Andrés Skúlason sem er staddur erlendis.

Valdimar O. Hermannsson boðaði forföll með stuttum fyrirsvara og einnig Eiður Ragnarsson.  Fyrir þá voru ekki boðaðir varamenn.

Starfsmaður viðstaddur:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 596
  2. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 598
    2.1      RARIK, vegna olíutanka við varaaflsstöð í Neskaupstað. 598
    2.2      Síreksstaðir, dags. 8.3.2012 v/ sölu á morgunverði 598
    2.3      Opin leiksvæði í sveitarfélögum 598
    2.4      Hestaleigur 598
  3. Erindi og bréf 598
    3.1      Umhverfisráðuneyti dags. 20.2.2012 v. frumvarp um efnalög. 598
    3.2      Umhverfisráðuneyti dags. 20.2.2012 v. frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs 598
    3.3      Umhverfisráðuneyti dags. 9.3.2012 v. undanþ. v. sundlauga. 599
  4. Fráveitumál matvælafyrirtækja. 599
  5. Af vettvangi SHÍ 599
  6. Ársskýrsla 2011  600
  7. Önnur mál 600
    7.1      Umsókn um starf hjá Umhverfisstofnun 600
    7.2      Tilfærsla verkefna milli ríkis og sveitarfélaga 600
    7.3      Staða samninga milli UST og HAUST 600
    7.4      Næsti fundur heilbrigðisnefndar 600

Árni setti fundinn í fjarveru formanns.

1        Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur

a.   Öryggismiðstöð Austurlands ehf., kt. 700605-0510.  Breyting á starfsleyfi fyrirtækisins að Hafnarbyggð 1Slökkvitækjaþjónustu bætt við holræsahreinsun og viðgerðaraðstöðu eigin véla.  Leyfi útgefið 25.2.2012.

700-701 Fljótsdalshérað

b.  Kaffi Egilsstaðir ehf., kt. 660112-0730.  Nýtt starfsleyfi fyrir veitingastaðKaupvangi 17.  Starfsleyfi útgefið 2.2.2012.
c.   Stefán H. Jónsson, kt. 211159-5969. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablótsnefnd Jökuldæla og Hlíðamanna fyrir þorrablót í Brúarásskóla þann 24.2.2012. Leyfið útgefið 7.2.2012.
d.   Bautinn ehf., kt. 540471-0379.  Tímabundið starfsleyfi fyrir árshátíð Alcoa-Fjarðaáls í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 3.3.2012 og 10.3.2012.  Leyfi útgefið 20.2.2012.
e.   Alpasport ehf., kt. 460511-2750. ,Starfsleyfi fyrir sölu á innpökkuðum matvælum s.s. fæðubótarefnum í Íslensku Ölpunum, Kaupvangi 6. Leyfið útgefið 22.2.2012.
f.    Unaðsbiti ehf., kt. 680911-0880. Breytt kennitala á starfsleyfi fyrir matvælaframleiðslu í Lagarfelli 4, Fellabakaríi.  Starfsleyfi breytt 5.3.2012.
g.   Lipurtá ehf., 620605-0930. Tímabundið starfsleyfi fyrir húðflúr í húsnæði Snyrtistofunnar Öldu, dags.9.3.2012.  Leyfið útgefið 7.3.2012.
h.   Stefán Sveinsson, kt. 170362-3819. Breyting á starfsleyfi vegna Ferðaþjónustunnar á Útnyrðingsstöðum, gisting, hestaleiga og vatnsveita. Leyfið útgefið 8.3.2012.
i.   Röskvi ehf., kt. 630704-2350.  Breyting á starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustuna á Stóra-Sandfelli 3, Skriðdal vegna sölu á gistingu, tjaldsvæði, hestaleigu og vatnsveitu.  Leyfið útgefið 12.3.2012.
j.   Gabríel Alexander Joensen, kt. 201082-5879.  Starfsleyfi fyrir Temüjin Tattoo,, húðflúrstofu að Tjarnarbraut 21.  Leyfið útgefið 14.3.2012.
k.   Húsasmiðjan ehf., kt. 551211-0290.  Breyting á starfsleyfi fyrir Húsasmiðjuna að Sólvangi 7, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á merkingarskyldri efnavöru í byggingarvöru- og blómaverslun og einnig leyfi fyrir sölu á innpakkaðri matvöru og snyrtivöru.  Leyfi útgefið 13.3.2012.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

l.   Bakkagerði ehf., kt. 520905-0300. Endurnýjun starfsleyfis vegna sölu á veitingum og gistinguVallargerði 9 og vegna sölu á gistingu Vallargerði 14.  Starfsleyfi endurnýjað 2.2.2012.
m.    Launafl ehf., kt. 490606-1730.  Nýtt starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði að Austurvegi 20, neðri hæð.  Leyfi útgefið 8.2.2012.
n.   Launafl ehf., kt. 490606-1730.  Breyting á starfsleyfi fyrir starfsstöð fyrirtækisins að Hrauni 3, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir járn- og stálsmiðju sem og starfsleyfi fyrir almennt bifreiðaverkstæði og lakksprautun.  Leyfi 13.3.2012.

Fjarðabyggð – Neskaupstaður

o.  Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Safnahúsið í Neskaupstað að Hafnarbraut 2. Leyfið útgefið 19.3.2012.

780-785 Hornafjörður 

p.   Norðlenska matborðið ehf., kt. 500599-2789.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir sláturhús, Heppuvegi 6, 780 Höfn.  Um er að ræða leyfi fyrir starfsemi sláturhúss út frá mengunarvarnasjónarmiðum.  Leyfi útgefið 10.2.2012.
q.   Gunnar Þór Guðmundsson, kt. 131247-4949.  Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar að  Víkurbraut 2 e.h., 780 Höfn í Hornafirði.  Leyfi útgefið 23.2.2012.
r.   Sjónarsker ehf., kt. 440609-0580. Starfsleyfi fyrir litla kjötvinnslu og vatnsveitu í Skaftafelli 3, Hæðum. Starfsleyfi útgefið 6.3.2012. 
s.   Árnanes ehf. kt. 670510-0420. Breyting á starfsleyfi fyrir Árnanes ferðaþjónustu, veitingasölu, sölu á gistingu og hestaleigu. Leyfið útgefið 12.3.2012. 
t.  Sveitarfélagið Hornafjörður kt. 590169-4639. Skilyrt starfsleyfi vegna framreiðslu matvæla í Ekru, að Víkurbraut 30.  Starfsleyfi útgefið 15.3.2012 og gildir til 15.6.2012


2          Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

2.1       RARIK, vegna olíutanka við varaaflsstöð í Neskaupstað 
Erindi dags. 10.2.2012.  Óskað er eftir leyfi til handa RARIK ohf. til áframhaldandi nota á eldsneytistönkum við starfsstöðina.  Tankarnir eru orðnir eldri en leyfilegt er skv. reglugerð 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.  Með erindinu eru lagðar fram þykktarmælingar á tönkunum sem sýna að ástand þeirra er gott.
Heilbrigðisnefnd samþykkir áframhaldandi not tankanna til ársloka 2016.  Óski fyrirtætið eftir framlengingu leyfisins skal sækja um það á árinu 2016 og leggja fram nýjar mælingar sem sýna ástand tankanna.  Leyfi þetta er veitt á grunni gr. 103 í reglugerð 35/1994 m.s.br.

2.2       Síreksstaðir, dags. 8.3.2012 v/ sölu á morgunverði
Óskað er eftir heimild til að selja morgunverð til hluta næturgesta ferðaþjónustunnar.  Áform eru um að reisa viðurkennda veitingaaðstöðu á næstu árum.
Heilbrigðisnefnd samþykkir heimild til að selja morgunverð til gesta í Hvamminum, þ.e. fyrir allt að 14 manns.  Þessi heimild er í samræmi við viðmiðunarreglur fyrir gistingu á einkaheimili þar sem á lögbýlum er heimilt að selja morgunverð til allt að 16 næturgesta.  Heimild þessi er veitt án breytinga á starfsleyfi, enda litið svo á að um millibilsástand sé að ræða þar til búið er að innrétta veitingaaðstöðu við Hvamminn.

2.3       Opin leiksvæði í sveitarfélögum 

HAUST hefur unnið starfsleyfisdrög fyrir öll opin leiksvæði sem sveitarfélögin reka og sent til umsagnar.   Stefnt er að því að gefa leyfin út 1.5.2012.
Umræða varð um kostnað við eftirlit með leiksvæðum og leiktækjum í samanburði við þær upphæðir sem veitt er til lagfæringa og endurnýjunar á leiktækjum, einnig var rætt um aðalskoðanir leiksvæða.
Heilbrigðisnefnd fagnar þessum áfanga enda mikilvægt að allir leggist á eitt með að tryggja öryggi leiksvæða og þar með barna eftir föngum.

2.4       Hestaleigur 
Hestaleigur og reiðskólar skulu hafa starfsleyfi Heilbrigðisnefndar skv. reglugerð um hollustuhætti.  HAUST hefur sent öllum hestaleigum á svæðinu eyðublað til að sækja um slík leyfi og umsóknir berast nú óðum.  Áform eru um að vinna leyfin fyrir  1.5.2012.
Heilbrigðisnefnd styður þessa vinnu.


3        Erindi og bréf

3.1       Umhverfisráðuneyti dags. 20.2.2012 v. frumvarp um efnalög 
Óskað var umsagnar HAUST um drög að frumvarpi til nýrra efnalaga.  Í frumvarpinu er gerð tillaga um flutnings alls eftirlits með sölu á efnavöru og snyrtivöru frá HES til UST.  Breytingin varðar verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Umsögn HAUST var unnin í samráði við formann og varaformann og hefur verið send ráðuneytinu.  Málið var einnig rætt á fundi framkvæmdastjóra HES á Akureyri 7.3.  Umsögn HAUST var lögð fram til kynningar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir afgreiðslu málsins.

3.2       Umhverfisráðuneyti dags. 20.2.2012 v. frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs 
Óskað var umsagnar HAUST um drög að breytingu á lögum um úrgang.  Annars vegar er enn um að ræða tillögu að verkefnatilflutningi frá HES til UST, en einnig stefnubreytingu hvað varðar gjaldtöku vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. aðallega vegna söfnunar og móttöku.
Umsögn HAUST var unnin í samráði við formann og varaformann og, aðallega var vísað í og tekið undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 
Heilbrigðisnefnd samþykkir afgreiðslu málsins.

3.3       Umhverfisráðuneyti dags. 9.3.2012 v. undanþ. v. sundlauga 
Um er að ræða beiðni um umsagnir vegna tveggja svipaðra erinda, þ.e. frá Seyðisfjarðarkaupstað og frá Breiðdalshreppi, þar sem óskað er eftir undanþágu frá 2. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum „Á sund- og baðstöðum skal ávallt vera laugargæsla meðan gestir eru í laug. Tryggja skal að starfsmenn sem sinna laugargæslu fylgist stöðugt með gestum í laugum og á laugarsvæði og hafi eftirlit og yfirsýn yfir alla hluta laugar og sinni ekki öðru starfi samhliða.“

Í bréfi ráðuneytis er kynnt væntanleg breyting á reglugerðinni skv. eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd mælir með að undanþága verði veitt á grunni ofangreindra breytingatillagna frá ráðuneytinu.

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar einnig eftir undanþágu frá eftirfarandi mgr. 14. gr.: „Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.“ Óskað er eftir að miðað verði við fæðingarár en ekki afmælisdag barna, árgangar séu fámennir, sundkennsla sem börn í árgangi hafi hlotið sé sú sama og menn hafi áhyggjur af félagslegum áhrifum  ákvæðisins innan árganga.
Heilbrigðisnefnd mælir með að undanþága verði veitt, ekki síst vegna fámennis í árgangi og áhrifum á félagslega stöðu einstaklinga.

4        Fráveitumál matvælafyrirtækja
Lögð voru fram gögn um fráveitumál fyrirtækja og kynnt vandamál sem upp hafa komið í lagnakerfum sveitarfélaga.  Af hálfu starfsmanna var lögð fram tillaga um hámark fitu í fráveitu frá matvælafyrirtækjum og óskað eftir stefnumótandi umræðu um málaflokkinn.
Samþykkt tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar, sem verður snertifundur, enda erfitt að ræða málið til ákvarðanatöku símleiðis.

5        Af vettvangi SHÍ

Fundargerð stjórnarfundar frá 14.2.2012 lögð fram til kynningar ásamt með bréfi dags. 15.2.2012 frá Samtökum Atvinnulífsins til SHÍ, þar  sem fram kemur sú skoðun samtakanna að ríkisvæða skuli allt eftirlit.

Framkvæmdastjórar funduðu þann 7.3.2012 í húsakynnum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.  Á fundinum var m.a. fjallað um stefnumótun SHÍ, efnavörufrumvarp UHR þar sem gert er ráð fyrir flutningi alls efnavörueftirlits frá HES til UST.

6        Ársskýrsla 2011
Drög að ársskýrslu 2010 lögð fram.

Heilbrigðisnefnd samþykkir skýrsludrögin.  Skýrslan verði send aðildarsveitarfélögum á tölvutæku formi og einnig til SSA, MAST, UST og ráðuneytanna tveggja.

7        Önnur mál

7.1       Umsókn um starf hjá Umhverfisstofnun 
Á heimasíðu UST var auglýst til umsóknar starf sérfræðings við eftirlit með mengandi starfsemi, hjá Umhverfisstofnun.  Frestur til að sækja um rann út 12.3.  Af hálfu HAUST var send umsókn um starfið, þ.e. þann hluta hennar sem snýr að eftirliti með mengandi atvinnustarfsemi og staðsett er á Austurlandi.  Þetta var gert með vitund og samþykki formanns og varaformanns HAUST.

7.2       Tilfærsla verkefna milli ríkis og sveitarfélaga 
Í framhaldi af umræðum um liði 3.2 og 3.3 þótti rétt að kynna áform Sambands sveitarfélaga um að ræða hugmyndir um tilfærslu verkefna á stjórnarfundi þann 22.3. nk.

7.3       Staða samninga milli UST og HAUST 
Með bréfi tilkynnti UST áform um að ljúka fyrir árslok 2011 samningi um að HAUST færi með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og fiskeldisfyrirtækjum f.h. UST.  Fyrstu drög að samningi voru lögð fram um 20.2. og svarað af hálfu HAUST 23.2.  Síðan hefur lítið þokast.  
Samþykkt að ræða samskiptamál HAUST og UST/MAST á næsta fundi.

7.4       Næsti fundur heilbrigðisnefndar 
Næsti fundur verður snertifundur og er áformaður 2.5.

Rætt um fyrirkomulag og hugsanlega staðsetningu fundarins.

Fundi slitið kl. 9:55.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Árni Kristinsson
Haukur Ingi Einarsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search