Fundargerð 29. maí 2013

109. / 16. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn á Eskifirði 29.5.2013 kl. 12:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson, Haukur Ingi Einarsson og Elvar Jónsson. Valdimar O. Hermannson sat fundinn frá og með 6. dagskrárlið.

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson


Fyrirkomulag fundar:

12:00 Hádegisverður í Randúlfs sjóhúsi
13:15 Fundað í kaffistofu Eskju
16:00 Skoðun á fiskimjölsverksmiðju Eskju.
16:30 Áætluð fundarlok

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 645
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 647
  3. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 647
    3.1 Skeljungur v/ gamalla tanka. 647
    3.2 N1 hf. Nesjahverfi 647
    3.3 N1 hf. Búðargötu 5 á Reyðarfirði 647
    3.4 Ajtel Ísland. 648
    3.5 Litlahorn ehf. 648
  4. Erindi og bréf 648
    4.1 Umhverfisstofnun v. eftirlits á Norðurlandi eystra. 648
    4.2 Umhverfisstofnun v. aðalskoðunar leiksvæða. 648
  5. Ný lög og lagabreytingar 648
    5.1 Ný efnavörulög. 648
    5.2 Áform um breytingu á lögnum 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. 649
  6. Húsaskoðun. 649
  7. Samstarfsverkefni HES og UST/MAST. 649
    7.1 Verkefni á árinu 2012. 649
    7.2 Verkefni áformuð á árinu 2014. 649
  8. Vatnasvæði Íslands 650
  9. Starfsmannamál 650
  10. Húsnæðismál HAUST. 650
  11. Önnur mál 650
    11.1 Af vettvangi SHÍ. 650
    11.2 Vorfundur 2013. 650
    11.3 Gögn frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella. 651
    11.4 Næstu fundir Heilbrigðisnefndar Austurlands 651
    11.5 Heimsókn í fiskimjölsverksmiðju Eskju. 651


1 Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Endurnýjað tímabundið starfsleyfi fyrir sundlaugina í Selárdal, Vopnafirði. Leyfi útgefið 26. mars 2013 með gildistíma til 31. desember 2013.

b) Hvammsgerði ehf. kt. 610113-0790. Starfsleyfi/eigendaskipti fyrir gistingu á einkaheimili og fyrir litla vatnsveitu að Hvammsgerði 1. Leyfið útgefið 3.4.2013.

c) Minjasafnið Bustafelli, kt. 621004-3010. Starfsleyfi fyrir Safn í gömlu bæjarhúsunum á Bustarfelli. Leyfið útgefið 15.5.2013

700-701 Fljótsdalshérað

d) Röskvi ehf. kt. 630704-2350. Starfsleyfi/breyting vegna ferðaþjónustunnar að Stóra-Sandfelli. Leyfið útgefið 11.4.2013

e) Hótel Egilsstaðir ehf. kt., 601212-0800. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu, auk samkomuhúss að Skógarlöndum 3, Valaskjálf. Leyfi útgefið 15.4.2013

f) Ferðaþjónustan Óseyri ehf. kt. 430912-0540. Starfsleyfi/eigendaskipti vegna Gistihúss Olgu, Tjarnarbraut 3. Leyfið útgefið 22.4.2013.

g) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Nýtt starfsleyfi fyrir dýragæslu í sérútbúinni aðstöðu í áhaldahúsi, Tjarnarási 9, 700 Egilsstaðir. Leyfið sætir takmörkunum og er gefið út þann 25.4.2103 með gildis tíma til 31.12.2013.

h) Röskvi ehf. kt. 630704-2350. Starfsleyfi/nýtt vegna sölu á gistingu í íbúð að Miðgarði 6 íbúð 302, Egilsstöðum. Leyfið útgefið 26.4.2013

i) Emil Björnsson, kt. 300451-3499. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í einbýlishúsi að Brávöllum 10, Egst. Leyfið útgefið 30.4.2013.

j) Hjörtur Magnason, kt. 110748-4429. Nýtt starfsleyfi fyrir Dýralæknastofuna á Egilsstöðum.Dynskógar 4, 700 Egilsstaðir. Leyfi gefið út 9.5.2013.

k) Dýralæknamiðstöðin Grafarholti ehf., kt. 691003-3020. Breytt starfsleyfi fyrir Gæludýramóttökuna, Kaupvangi 10, 700 Egilsstaðir. Leyfi gefið út 9. maí 2013

l) Grái hundurinn ehf., kt. 540605-1490. Starfsleyfi fyrir veitingahús að Miðvangi 2-4. Starfsleyfi útgefið 12.5.2013

m) Sláturfélag Austurlands fsf., kt. 670901-2890. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun að Kaupvangi 3b. Starfsleyfi útgefið 14.5.2013

n) Vatnajökulsþjóðgarður kt. 441007-0940, Starfsleyfi fyrir fjallaskála og vatnsveitu í Snæfellsskála.Starfsleyfi útgefið 15.5.2013

o) Vilborg Vilhjálmsdóttir, kt. 200142-4469. Starfsleyfi/eigendaskipti fyrir sölu á gistingu að Randabergi. Leyfið útgefið 15.5.2013.

p) Egilsstaðabúið ehf., kt. 621299-3959. Endurskoðað starfsleyfi fyrir framleiðslu á matvælum og sölu á veitingum í Fjóshorninu, Egilsstöðum 1. Starfsleyfi útgefið 28.5.2013.

701 Fljótsdalshreppur

q) Highland Hostel ehf. kt. 591212-0440. Starfsleyfi/eigendaskipti Laugarfellsskáli, sala á gistingu, veitingum og ábyrgð á setlaugum. Leyfið útgefið 26.3.2013.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

r) Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, kt. 220466-4699. Starfsleyfi/tímabundið til áramóta fyrir Sólbaðstofu á Hárstofu Sigríðar. Leyfið útgefið 14.5.2013.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

s) Ferðaþjónustan Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á veitingum í Randulffssjóhúsi. Starfsleyfi endurnýjað 15.5.2013.

735 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður

t) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Nýtt starfsleyfi, fyrir Stöðvarfjarðarskóla að Skólabraut 20, 755 StöðvarfjörðUm er að ræða sameiningu á grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt mötuneyti með móttökueldhúsi. Starfsleyfi gefið út 22.4.2013.

760 Breiðdalshreppur

u) Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Nýtt starfsleyfi fyrir 2 gistiskála að Selnesi 38 og gistiskála að Sólbakka 1, Breiðdalsvík. Starfsleyfi útgefið 7.5.2013.

v) Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Breyting á starfsleyfi fyrir Hótel Post, gistiheimili, Sólvöllum 18, 760 Breiðdalsvík. Starfsleyfi útgefið 7. 5. 2013

w) Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Breyting á starfsleyfi fyrir Hótel Bláfell, hótel og veitingastað að Sólvöllum 14, 760 Breiðdalsvík. Starfsleyfi útgefið 7. 5. 2013

x) Bragi Bragason, kt 201057-4509. Nýtt starfsleyfi fyrir gistiskála að Sólheimum 8, Breiðdalsvík. Starfsleyfi útgefið 2. 4. 2013

765 Djúpivogur

y) Berunes farfuglaheimili ehf., kt. 540513-2280. Breyting á starfsleyfi fyrir gistiheimili að Berunesi I, 765 Djúpivogur. Nýr rekstraraðili. Starfsleyfi útgefið 15. 5. 2013

z) Berunes farfuglaheimili ehf., kt. 540513-2280. Breyting á starfsleyfi fyrir Gestastofu Berunesi, lítinn veitingastað. Nýr rekstraraðili. Starfsleyfi útgefið 22. 5. 2013.

aa) Berunes farfuglaheimili ehf., kt. 540513-2280. Breyting á starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Berunesi. Nýr rekstraraðili. Starfsleyfi útgefið 22. 5. 2013.

bb) Adventura ehf., kt. 610508-0490. Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Hlauphólum, Djúpavogshreppi. Ábyrgðarmaður Gauti Jóhannesson, kt. 070364-2559. Starfsleyfi útgefið 1. 5. 2013.

780-785 Hornafjörður

cc) Íslandshótel hf., kt. 630169-2919. Breyting á starfsleyfi fyrir Fosshótel Vatnajökul, Lindarbakka, 781 Höfn. Starfsleyfi útgefið 2. apríl 2013 og gildir til 1. maí 2014. Leyfistími er skammur þar sem áformað er að stækka hótelið fyrir næsta sumar.

dd) Tuliníus ehf., kt. 511198-2329. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, Nýibær Guesthouse, Hafnarbraut 8, 780 Hornafjörður. Starfsleyfi útgefið 4.4.2013.

ee) Flugleiðahótel ehf., kt. 621297-6949. Breyting á starfsleyfi, nýr rekstaraðili. Leyfi til sölu gistingar í Hótel Eddu, Ránarslóð 3, 780 Höfn.

ff) Ferðaþjónustan Dilksnesi, Bjarni Hákonarson, kt. 300459-2939. Starfsleyfi/breyting vegna sölu á gistingu á einkaheimili fjölgun herbergja. Leyfi útgefið 26.3.2013

gg) Jöklasýn ehf., kt. 710113-1300. Nýtt starfsleyfi fyrir íbúðagistingu að Júllatúni 15, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Gísli Karl Ágústsson, kt. 121176-4679. Leyfi útgefið 9.4.2013.

hh) RARIK ohf., kt. 520269-2669. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs hluta af húsi að Krosseyjarvegi 19, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Garðar Briem, kt. 010745-2339. Leyfi útgefið 15.4.2013 með gildistíma til 15.9.2013.

ii) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Nýtt starfsleyfi fyrir grófhreinsun fráveitu sem veitt er til viðtaka frá Leiðarhöfða á Höfn. Starfsleyfishafi. Leyfið er gefið út til skamms tíma til að unnt sé að meta árangur hreinsivirkisins og nauðsynlegar viðbætur þar á. Leyfið gildir frá 17.4.2013 til 17.4.2017.

jj) Helgi Ragnarsson kt., 210681-1509. Starfsleyfi vegna ostaframleiðslu í Akurnesi sem útgefið var 3. maí 2011með gildistíma til 3. maí 2013 er framlengt til 31. desember 2013. Leyfi framlengt 22.4.2013

kk) Kvennakór Hornafjarðar, kt. 630997-3139. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomu og lítilsháttar sölu matvæla á Stekkhóli í Nesjum aðfararnótt 1.5.2013. Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Ævarr Steinsdóttir. Leyfi útgefið 26.4.2013.

ll) Húsgagnaval ehf., 550503-3360 Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Hrísbraut 2. Leyfi útgefið 23.5.2013

mm) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð í landi Hoffells, 781 Hornafirði. Leyfið gildir frá 10. maí til 1. ágúst 2013.

nn) Íslandshótel hf., kt. 630169-2919. Breyting á starfleyfi fyrir Fosshótel Skaftafell Freysnesi, 785 Öræfi, breytt kennitala / rekstaraðili. Leyfi útgefið 26.5.2013.

oo) Sjómannadagsráð Hornafjarðar, kt. 660402-7210. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu með veitingum í íþróttahúsi Heppuskóla, aðfararnótt sjómannadags, laugardaginn 1.6.2013. Ábyrgðarmaður er Jón Þorbjörn Ágústsson, kt. 081074-5859. Leyfi útgefið 28.5.2013.

 

2 Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700 Egilsstaðir

a) N1 ehf., kt. 540206-2010 Endurnýjað tóbakssöluleyfi í þjónustumiðstöð N1, Kaupvangi 4, ábyrgðarmaður er Helgi Kristjánsson kt. 190751-2529. Leyfi útgefið 20.3.2013 Kaupás hf. kt., 711298-2239. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í verslun Krónunnar,

b) 740 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

c) Hafnargötu 2. Ábyrgðarmaður: Rúnar Hilmarsson kt. 110762-4299. Leyfi endurnýjað 18.4.2013

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

d) Nesbakki ehf., kt 4502720199. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í versluninni Nesbakka, Bakkavegi 3, Ábyrgðarmaður er Ásvaldur Sigurðsson, kt. 220450-2959. Leyfi útgefið 20.3.2013

780 Hornafjörður

e) Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í Söluskála Olís Hafnarbraut 45, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Sigurjón Bjarnason, kt. 130867-4809. Leyfi útgefið 25.3.2013

f) N1 ehf., kt. 540206-2010. Endurnýjað tóbakssöluleyfi í þægindavöruverslun N1, Vesturbraut 1, ábyrgðarmaður er Helgi Kristjánsson, kt. 190751-2529. Leyfi útgefið 23.4.2013

 

3 Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

3.1 Skeljungur v/ gamalla tanka

Í kjölfar þess að gerð var aths. við notkun eldsneytistanka eldri en 25 ára hefur Skeljungur framkvæmt lekaprófanir á tönkum og lagt fram tímasetta áætlun um endurnýjun tanka. Í kjölfarið voru formaður, varaformaður og frkvstj. sammála um að veita leyfi fyrir notkun tankanna og endurnýjun þeirra skv. áætlun fyrirtækisins. Umhverfisstofnun gerði ekki aths. þar við.

Endurnýjun tankanna var samþykkt skv. eftirfarandi og notkun tankanna til ársloka viðkomandi ára:

Skeljungur Egilsstöðum: 4 tankar frá 1984 Endurnýjun á árinu 2014 Skeljungur Seyðisfirði: 2 tankar frá 1987 Endurnýjun á árinu 2014

Skeljungur Reyðarfirði: 3 tankar frá 1985 Endurnýjun á árinu 2016

Skeljungur Fáskrúðsfirði: 4 tankar frá 1990 Endurnýjun á árinu 2015

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreint.

 

3.2 N1 hf. Nesjahverfi

Í kjölfar eftirlits með bensínstöð N1 í Nesjum hefur fyrirtækinu verið gefinn frestur til 1.7.2013 til að leggja fram tímasettar áætlanir um endurnýjun olíutanka og hugsanlega stöðvarinnar allrar. Olíutankar eru eldri en 25 ára eða verða svo gamlir á þessu ári. Mengunarvarnir (olíuskiljur) eru ekki við stöðina.

Málið kynnt og rætt.

 

3.3 N1 hf. Búðargötu 5 á Reyðarfirði

Sótt hefur verið um tímabundið starfsleyfi fyrir nýja bensínstöð N1 á Reyðarfirði „meðan deilumál eru útkljáð“. Umsókn er dags. 18.4.2013.

Forsaga: Starfsleyfi var gefið út með gildistíma frá 12.12.2012 til 10.2.2013. Leyfið bar tímabundið þar sem ekki voru uppfyllt ákvæði í 1. mgr. 66. gr. reglugerðar 35/1994 þar sem segir „Afgreiðslutæki skal staðsetja á upphækkun til að verja þau fyrir hnjaski“. Starfsleyfið rann út án þess að viðunandi lausn eða úrbætur yrðu gerðar.

17.4.2013 var fyrirtækinu sent bréf þar sem krafa var gerð um að „fyrirtækið fari að lögum og sæki tafarlaust um starfsleyfi fyrir bensínstöðina eða loki henni ella“. Í kjölfarið barst ofangreind umsókn um starfsleyfi.

Heilbrigðisnefnd hafnar umsókn um endurnýjun starfsleyfis fyrir bensínstöðina. Í fyrsta lagi uppfyllir stöðin enn ekki ákvæði 66. gr, í reglugerð 35/1994 í öðru lagi hafa ekki verið lögð fram gögn sem sýna hvernig fyrirtækið hyggst uppfylla ákvæðið. Í þriðja lagi hefur fyrirtækið ekki lagt fram gögn sem sýna fram á að kæra hafi verið send úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá úrskurð í málinu.

Samþykkt að tilkynna fyrirtækinu þessa niðurstöðu og gera þá kröfu að stöðinni verði lokað að liðinum veittum andmælarétti.

 

3.4 Ajtel Ísland

Fyrirtækið er staðsett á Höfn og starfsemin felst aðallega í niðursuðu á fisklifur. Fráveitumál frá fyrirtækinu hafa ekki verið í lagi. Fitugildra er of lítil og tilraunir með að fleyta fitu ofan af fitugildrunni hafa ekki tekist sem skyldi.

Fyrirtækinu er veittur frestur til 31.ágúst til þess að uppfylla kröfur um hreinsun fráveituvatns.

 

3.5 Litlahorn ehf.

Um er að ræða fyrirtæki með starfsleyfi til að safna málmum í landi Horns í Hornafirði. Rekstraraðili telur eftirlitsgjöld vera of há og leggur fram eftirfarandi óskir:

  1. Ósk um fækkun eftirlitsferða úr einu sinni árlega í annað hvert ár og samsvarandi lækkun eftirlitsgjalds.
  2. Ósk um að starfsemin verði leyfð án krafna um bundið slitlag og girðingu í tvö ár ennþá, þó þannig að spilliefni verði fjarlægð og að málmar verði klipptir í gáma en ekki tættir.

Ath. að í eftirlitsferð 30.4. var staðfest að bundið slitlag hefur ekki verið lagt né heldur hefur svæðið verið girt af, þrátt fyrir ákvæði þar um í starfsleyfi sem var gefið út í nóv. 2012.

Heilbrigðisnefnd hafnar óskum rekstaraðila og veitir árs frest til að uppfylla ákvæði starfsleyfis.

 

4 Erindi og bréf

4.1 Umhverfisstofnun v. eftirlits á Norðurlandi eystra

Bréf dags. 16.4.2013. Ósk um að HAUST framkvæmi reglubundið eftirlit með eftirfarandi starfsstöðum á Norðurlandi eystra, þ.e. urðunarstöðum á Bakkafirði, og Kópaskeri og hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að HAUST taki að sér umbeðið eftirlit

 

4.2 Umhverfisstofnun v. aðalskoðunar leiksvæða

Um er að ræða bréf dags. 24.4.2013 sem UST sendi til Umhverfis- og atvinnumálaráðuneytis, afrit til heilbrigðisnefnda. UST vekur athygli UAR á að rekstraraðilar leiksvæða fara ekki að reglugerð nr. 942/2002 um að láta framkvæma aðalskoðanir á leiksvæðum árlega.

Heilbrigðisnefnd dregur ekki í efa mikilvægi þess að tryggja öryggi barna á leiksvæðum en telur að þeim markmiðum verði náð með uppfyllingu reglugerðarákvæða um innra eftirlit starfsstöðvanna og eftirliti með eftirfylgni af hálfu HAUST. Árleg aðalskoðun leiksvæða er íþyngjandi og að mati Heilbrigðisnefndar óþörf.

 

5 Ný lög og lagabreytingar

5.1 Ný efnavörulög

Ný efnavörulög hafa verið afgreidd frá Alþingi. Nokkur breyting verður á verkaskiptingu HES og UST í kjölfarið. Hlutverk Heilbrigðisnefnda breytist og hluti eftirlits færist til UST. Markmið laganna er m.a. að færa eftirlit sem fremst í aðfangakeðjuna.

Enn er óljóst hve miklar breytingar nýju lögin hafa í för með sér fyrir HES. UAR hefur falið UST að halda upplýsingafund vegna málsins, en hann hefur ekki verið tímasettur.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að óska eftir eftirlitsverkefnum í umboði UST í samræmi við lið 3 í kynningarbréfi frá UAR, dags. 6.5.2013. Jafnframt harmar nefndin að forræði málafloksins flytjist úr héraði.

 

5.2 Áform um breytingu á lögnum 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Fulltrúi SHÍ hefur unnið í vinnuhópi vegna þessara áforma. Mikil óvissa ríkir um hvort breytingar verða á verkaskiptingu UST og HES, en af hálfu UST og SHÍ eru hugmyndir þar um.

Málið kynnt lítillega.

Valdimar mætir á fundinn kl. 14:30

 

6 Húsaskoðun

Um húsaskoðun gildir reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 gr. 16:

Almenningur getur leitað til heilbrigðisnefndar ef leiguhúsnæði og annað íbúðarhúsnæði er ekki talið fullnægjandi m.t.t. hollustuhátta eða ef húsnæði er álitið heilsuspillandi.

Byggingar og mannvirki skulu hönnuð, byggð og viðhaldið þannig að heilsu manna sé ekki stefnt í hættu, m.a. vegna hita og raka, hávaða, fráveitu skólps, reyks, fasts eða fljótandi úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi, vatni, gasleka eða geislunar.

Byggingarefni mega ekki vera skaðleg eða gefa frá sér skaðleg efni eða gufur.

Rætt um málefni ákveðins húsnæðis í eigu Íbúðalánasjóðs. Húsnæðið hefur verið skoðað tvisvar af hálfu HAUST sem og af aðilum sem sérhæfa sig í húsaskoðun

Lögð fram gögn, myndir og skýrslur og málið rætt.

Að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna beinir Heilbrigðisnefnd þeim tilmælum til eiganda umræddrar íbúðar að hún verði ekki leigð út nema að undangengnum frekari úttektum og viðeigandi úrbótum.

Jafnframt beinir Heilbrigðisnefnd þeim tilmælum til hollustuháttahóps UST og HES að unnar verði samræmdar verklagsreglur varðandi úttekt heilbrigðiseftirlits á húsnæði.

 

7 Samstarfsverkefni HES og UST/MAST

7.1 Verkefni á árinu 2012

HES og MAST: Skýrslur um eftirfarandi verkefni liggja fyrir á heimasíðu MAST: http://www.mast.is/matvaelastofnun/eftirlitsnidurstodur/eftirlitsverkefni/

  • Sjálfsafgreiðslubarir (brauð, salat, sælgæti)
  • Rekjanleiki og innköllun matvæla

HES og UST – Umhverfisgæðahópur

  • Olíuskiljuverkefni.

http://ust.is/library/Skrar/utgefid-efni/Annad/Oliuskiljuverkefni%202012.pdf

 

7.2 Verkefni áformuð á árinu 2014

HES og MAST:

  • Næringargildismerkingar
  • Örverufræðileg viðmið – salmonella og kampylobakter í alifuglum á markaði
  • Samnorrænt verkefni – efni og hlutir í snertingu við matvæli

HES og UST – Umhverfisgæðahópur

  • Nýting lífrænna leifa til landbóta

HES og UST – Hollustuháttahópur

  • Könnun á eldhúsaðstöðu og snyrtingu í félagsheimilum úti á landi og í sölum sem eru leigðir út til funda- og veisluhalda (hafa starfsleyfi)

HES og UST – Efnavöruhópur

  • Ákvörðun um verkefni frestað fram yfir kynningarfund um nýju efnavörulögin.

HAUST telur samvinnu hópanna og samstarfsverkefni mikilvæg. Annars vegar gefa þau starfsmönnum færi til að bera sig saman við heilbrigðisfulltrúa sem eru að vinna að svipuðum málum, stuðlað er að samræmingu milli svæða og upplýsingar fást um stöðuna á okkar eftirlitssvæði í samanburði við önnur svæði. Því hafa þessi verkefni notið forgangs hjá HAUST.

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint.

 

8 Vatnasvæði Íslands

Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands hafa verið birt á vefnum http://vatn.is/

Kynningatími skýrsludraganna er 7.12.2012-7.6.2013.

Sveitarstjórnarmenn eru hvattir til að kynna sér drögin.

 

9 Starfsmannamál

Lagður var fram til kynningar ráðningarsamningur við Erlu Dóru Vogler skv. ákvörðun á 108. fundi Heilbrigðisnefndar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagðan ráðningarsamning. Erla Dóra verður því við sumarafleysingar hjá HAUST tímabilið 1. maí- 31. júlí 2013

Ráðningarsamningar fastra starfsmanna hafa verið endurnýjaðir í kjölfar uppfærslu á stofnanasamningi milli FÍN og HAUST.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningarsamningana.

 

10 Húsnæðismál HAUST

Samningur varðandi leigu á Búðareyri 7 á Reyðarfirði rennur út um áramót. Nýtt félag í eigu Íslandsbanka hefur eignast húsnæðið. Óskað hefur verið eftir upplýsingum um það hvort HAUST hafi á áhuga á Því gera nýjan leigusamning. Samningur sem gerður var 1.1.2010 rann út 31.12.2012 og var framlengdur um eitt ár.

HAUST hefur skv. samningi forleigurétt en ber að tilkynna leigusala með sex mánaða fyrirvara hvort áform eru um að nýta forleiguréttinn að leigutíma loknum. „Berist eðlilegt leigutilboð frá þriðja aðila skal leigutaki svara innan 14 daga hvort hann vil ganga inn í tilboðið“

Framkvæmdastjóra falið ganga til viðræðna við eiganda húsnæðisins varðandi áframhaldandi leigu.

 

11 Önnur mál

11.1 Af vettvangi SHÍ.

Fundir sem hafa verið haldnir nýlega:

  • Fundur framkvæmdastjóra 21.3.2013
  • Samráðsfundur um matvælaeftirlit 23.4.2013
  • Fundur framkvæmdastjóra til að undirbúa vorfund 6.5.2013
  • Stjórnarfundur 13.5.2013 – formaður HNE hefur sagt sig úr stjórn, enda hætt í heilbrigðisnefnd

Fundarboð:

  • Haustfundur verður haldinn 28. og 29. október 2013 á ,,Icelandair Hotel Reykjavik Natura Meetings”
  • Aðalfundur SHÍ verður haldinn 28. október 2013 kl. 10-12 í Hofi Borgartúni 12 til 14 Reykjavík

 

11.2 Vorfundur 2013

Fundur framkvæmdastjóra HES með MAST, UST og viðkomandi ráðuneytum var haldinn í Haukadal 7. og 8. maí.

  • Fyrri dagurinn var helgaður matvælaeftirliti og aðallega rætt um samstarf, samræmingarhlutverk o.þ.h. Skilaboð frá fulltrúa ráðuneytis voru að starfsmenn ráðuneytis telji MAST eiga að fara með allt matvælaeftirlit.
  • Seinni dagurinn var helgaður umhverfismálum. Þar var mikil og hreinskiptin umræða um hugsanlegar breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og breytta verkaskiptingu milli UST og HES.

Báðar stofnanir hvetja HES til að taka upp tölvukerfi sem þær hafa hannað til að halda utan um fyrirtækjalista og gögn, en því miður eru kerfi stofnanna ólík.

 

11.3 Gögn frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Kynnt umsókn um starfsleyfi frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella varðandi starfsleyfi fyrir hitaveituna skv. reglugerð 536/2001 um neysluvatn.

Umsókninni fylgdu gögn um innra eftirlit og skýrsla frá Íslenskum Orkurannsóknum þar sem meðal annars er gerð tillaga um vatnsverndarsvæði. Fyrir liggur álit Matvælastofnunnar sem leggst ekki gegn því að umbeðið starfsleyfi verði gefið út

Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsleyfi verði gefið út á grunni fyrirliggjandi gagna

 

11.4 Næstu fundir Heilbrigðisnefndar Austurlands

Tillaga lögð fram um:

  • Símfundur í lok júní fimmtudaginn. 27.6.
  • Sumarfrí, en formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri afgreiði mál milli funda
  • Snertifundur miðvikudaginn 4.9.2013 – tillaga að fjárhagsáætlun verði þá lögð fram
  • Stefnt verði að aðalfundi miðvikudaginn 9.október 2013 – Staðsetning???

 

11.5 Heimsókn í fiskimjölsverksmiðju Eskju

Jens Garðar Helgason yfirmaður mjöl og lýsisvinnslu Eskju sýndi fundarmönnum endurnýjaða verksmiðju og nýtt starfsmannahús sem vígt verður á sjómannadag 2013. Jafnframt gerði Jens Garðar grein fyrir starfsemi og verksmiðjunnar.

 

Fundi slitið kl. 16:45

Fundargerðin færð í tölvu af Leifi Þorkelssyni og Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Elvar Jónsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Eiður Ragnarsson
Haukur Ingi Einarsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson


pdfFundargerð 109 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search