Fundargerð 27. júní 2013

110. / 17. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 27. júní 2013 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:

Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson og Eiður Ragnarsson.

Fjarverandi var Ólafur Hr. Sigurðsson

Starfsmenn viðstaddir:

Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka. 652
    1.1 Hringrás á Reyðarfirði 652
    1.2 N1 hf. sjálfsafgreiðsla á Reyðarfirði 653
    1.3 Opin leiksvæði á Hornafirði 653
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi 653
  3. Fjármál 655
  4. Erindi og bréf 655
  5. Önnur mál 656
    5.1 Næsti fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands. 656
    5.2 Mismunur í leyfisvinnslu með svipaðri starfsemi 656

 

1 Málefni einstakra fyrirtækja og fyrirtækjaflokka

1.1 Hringrás á Reyðarfirði

Á fundi í janúar bókaði Heilbrigðisnefnd eftirfarandi:

Hringrás, Hjallaleiru 12, Reyðarfirði

Malbikað plan á starfsstöðinni hefur verið götótt frá árinu 2011. Áform um að steypa í götin hafa enn ekki gengið eftir.

Með bréfi dags. 5.1.2013 var fyrirtækinu tilkynnt að málið yrði kynnt á fundinum. Einnig að HHr myndi leggja til að lokafrestur yrði veittur til 1.6.2013.

Í tölvupósti barst bréf dags. 11.1.2013 frá fyrirtækinu þar sem lýst er yfir að á starfsstöðinni verði innleitt gæðakerfið ISO 14001 á árinu 2013 og starfseminni lýst. Fram kemur að leitað hafi verið til verktaka um að laga planið í janúar, en farsælla þykir að bíða til vors.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu lokafrest til 1.6.2013 til að lagfæra planið, en frekari tafir hafi hugsanlega í för með sér beitingu þvingunarúrræða.

Í eftirfylgniferð 21.6. sl. kom í ljós að framkvæmdir við planið höfðu enn ekki hafist.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að beita þvingunarúrræðum skv. VI kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir gr. 27 þar sem segir

„Þegar aðili sinnir ekki fyrirmælum innan tiltekins frests getur heilbrigðisnefnd ákveðið honum dagsektir þar til úr er bætt.Dagsektir verði kr. 10 þúsund á dag þar til verkinu er að fullu lokið og steypt og heilt plan komið undir vinnusvæðið með niðurföll tengd olíuskilju. Dagsektir verði innheimtar vikulega með aðstoð innheimtufyrirtækis.

 

1.2  N1 hf. sjálfsafgreiðsla á Reyðarfirði

Í samræmi við bókun á seinasta fundi heilbrigðisnefndar var starfsstöðinni lokað með innsigli seinni part dags 24.6.2013. Upphækkun undir afgreiðsludælur höfðu ekki verið lagfærðar á ásættanlegan máta né í samræmi við teikningar sem fyrirtækið hafði lagt fram og HAUST samþykkt.

Í kjölfar lokunar hafði fyrirtækið samband sbr. eftirfarandi tölvupóstur:

N1 mun án tafar láta setja upp þá upphækkun, sem HAUST hafði samþykkt. Þessi framkvæmd tekur einhverja daga og óskum við eftir því að fá frest til 5. júlí til þess að ljúka þeim framkvæmdum.

Á meðan munum við láta setja upp bráðabirgða árekstravörn eftir því sem unnt er, sennilega með lausum kantsteinum eða öðru sem hægt er að gera tafarlaust.

Að þessu fengnu og eftir að gengið var úr skugga um bráðabirgðavörn væri fullnægjandi samþykktu formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri að gefa út tímabundið starfsleyfi til 5.7.2013. Leyfisbréf þess efnis var afhent um hádegisbil 25.6.2013.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ákvörðun skv. ofangreindu, fagnar áformum fyrirtækisins um að bæta verklag innanhúss og vonar að ekki þurfi að koma til frekari aðgerða vegna málsins.

1.3  Opin leiksvæði á Hornafirði

Tafir hafa orðið á framkvæmdum við lagfæringar á opnum leiksvæðum skv kröfum í reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Þess vegna var ákveðið að fjalla um málið á fundi Nefndarinnar.

Með tölvupósti sem barst frá Sveitarfélaginu Hornafirði 26.6.var eftirfarandi tilkynnt „búið að fjarlægja öll þau leiktæki sem ákveðið var að fjarlægja og frágangur á svæðunum er hafinn.“

Þar með er ekki ástæða til að aðhafast í málinu annað en starfsmönnum falið að vinna og gefa út starfsleyfi skv. reglum þar um.

2 Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a) Þ.S.Verktakar kt. 410200-3250. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við félagsheimilið Staðarholt, Vopnafirði. Leyfið útgefið 18.6.2013.

720 Borgarfjörður

b) Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Starfsleyfi/tímabundið fyrir tónleikahald í Bræðslunni Borgarfirði, þann 27.7.2013. Leyfið útgefið 14.6.2013.

710 Seyðisfjörður

c) LungA, kt. 600201-2120. Starfsleyfi/tímabundið fyrir tónleikahald LungA á planinu við Norðursíld þann 21-22.7.2013. Leyfið útgefið 14.6.2013.

700-701 Fljótsdalshérað

d) Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð í Selhöfða á lóð Þórfells ehf. 700 Egilsstaðir. Leyfið gildir frá 20. júní til 15. ágúst 2013 og er útgefið 16.6.2013.

e) Anna Kristín Magnúsdóttir, kt. 170849-4349. Starfsleyfi fyrir heimagistingu fyrir samtals átta manns, Gistihúsið Eiðum-bóndabær. Leyfið útgefið 18.6.2013.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

f) N1 hf., kt. 540206-2010. Tímabundið starfsleyfi fyrir eldsneytissölu, sjálfsafgreiðslustöð, Búðargötu 5, 730 Reyðarfjörður. Leyfið útgefið 25.6. með gildistíma til 5.7.2013. Sjá einnig bókun í lið 1.2.
g) Tobiasz Stesinski, kt. 180685-3839. Nýtt starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð að Leiruvogi 4, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu til alþrifa á bílum, þó ekki vinnuvélum. Leyfi útgefið 22.6.2013.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

h) N1 hf., kt. 540206-2010. Nýtt starfsleyfi fyrir eldsneytissölu, N1 sjálfsafgreiðslustöð, Dalbraut 3d 735 Eskifjörður. Leyfið útgefið 25.6.2013.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður

i) Hildibrand slf., kt. 431012-0490. Tímabundið starfsleyfi fyrir sölu veitinga úr matsöluvagni í miðbæ Norðfjarðar dagana 31. maí -1. júní 2013. Starfsleyfi útgefið 30. 5. 2013
j) Hildibrand slf., kt., 431012-0490 Starfsleyfi fyrir framleiðslu og sölu veitinga að Hólsgötu 3 og úr matsöluvagni. Leyfi útgefið 20.6.2013.

755 Fjarðabyggð – Stövarfjörður

k) Kirkjubær ehf., kt. 550592-2239. Endurnýjað starfsleyfi fyrir gistiskála í gamalli kirkju við Fjarðarbraut 37a Stöðvarfirði. Ábyrgðarmaður: Birgir Albertsson kt. 170349-3779. Leyfi gefið út 20.6.2013.

760 Breiðdalshreppur

l) Glervík ehf., kt. 450405-0940. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vinnslu á gleri og litla trésmiðju að Selnesi 14, 760 Breiðdalsvík. Leyfi gefið út 4.6.2013.

765 Djúpivogur

m) Goðaborg NK 1 ehf., kt. 690704-2850. Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili fyrir allt að 16 gesti, Klif hostel að Kambi 1, 765 Djúpivogur Ábyrgðarmaður: Tryggvi Gunnlaugsson, kt. 110955-4489. Leyfi gefið út 4.6.2013.
n) Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Vínbúð, Djúpavogi, Búlandi 1, 765 Djúpivogur. Leyfi gefið út 4.6.2013.

780-785 Hornafjörður

o) Humarhöfnin ehf., kt. 650407-0400. Nýtt starfsleyfi fyrir starfsmannabústað að Silfurbraut 8, 0302, 780 Höfn í Hornafirði. Leyfi útgefið 30.5.2013.
p) Artbjarg ehf., kt. 600407-1550. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar í tveim íbúðum að Hagatúni 1, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður: Sigrún I. Sveinbjörnsdóttir, kt. 240366-5769. Leyfi útgefið 7.6.2013.
q) Ósinn ehf., kt. 681290-1339. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á veitingum, á Humarhátíð á Höfn 2013 dagana 28.6.-30.6.2013 í veitingaskúr á horni milli Víkurbrautar og Hafnarbrautar á Höfn í Hornafirði Ábyrgðarmaður: Gísli Már Vilhjálmsson, kt. 071066-5929. Leyfi útgefið 8.6.2013.
r) Hestamannafélagið Hornfirðingur, kt. 681188-2589. Tímabundið starfsleyfi fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi haldið á Stekkhól í Nesjum, Hornafirði 20. júní - 23. júní 2013. Ábyrgðarmaður: Bryndís Hólmarsdóttir, kt. 200568-5599. Um er að ræða starfsleyfi fyrir allt utanumhald, tjaldsvæði, snyrtingar, veitingasölu og samkomuhald í tengslum við fjórðungsmótið. Leyfi útgefið 18.6.2013.
s) Ungmennafélagið Sindri, kt. 430380-0609. Tímabundið starfsleyfi, vegna dansleiks og sölu drykkja í íþróttahúsi Heppuskóla 29. júní 2013. Ábyrgðarmaður er Valdemar Einarsson, kt. 140370-3049. Leyfi útgefið 18.6.2013.
t) Kvennakór Hornafjarðar, kt. 630997-3139. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu með veitingasölu í Mánagarði 27. júní 2013. Ábyrgðarmaður er Lucia Óskarsdóttir, kt. 071050-5999. Leyfi útgefið 18.6.2013.
u) Frumkvöðlasetur Austurlands ehf., kt. 560703-2950. Tímabundið starfsleyfi vegna Humarhátíðar á Höfn dagana 27.-30.6.2013. Um er að ræða starfsleyfi fyrir allt utanumhald, snyrtingar, veitingasölu og samkomuhald í tengslum við Humarhátíðina skv. ítarlegum starfsleyfisskilyrðum. Ábyrgðaraðill: Kristín S Kristjánsdóttir, kt. 110950-2339. Leyfi útgefið 20.6.2013.
v) Haukur Helgi Þorvaldsson, kt. 300943-3579. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds, dansleiks í Sindrabæ 28. júní 2013. Leyfi útgefið 20.6.2013.
w) Hanna Guðrún Kolbeins, kt. 020191-2449. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu matvæla í heimamarkaðsbúð í Hjöllum við Gömlubúð. Leyfi útgefið 20.6.2013 og gildir til 1.9.2013.
x) Jöklasýn ehf., kt. 710113-1300. Nýtt starfsleyfi vegna íbúðagistingar að Júllatúni 11, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Gísli Karl Ágústsson, kt. 121176-4679. Leyfi útgefið 20.6.2013.
y) Kaupfélagshúsið ehf., kt. 600169-3949. Nýtt starfsleyfi vegna íbúðagistingar að Hafnarbraut 2, 2. hæð, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Ari Þorsteinsson, kt. 270358-2499. Leyfi útgefið 20.6.2013.
z) Heppa Matarhöfnin ehf., .kt., 540212-3090. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 20.6.2013.
aa) Benedikt Gunnarsson, kt. 110963-3199 og Hjörtur R Hjartarson, kt. 160358-4089. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 20.6.2013.
bb) Haukur Þ Sveinbjörnsson, kt. 061061-5769. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 20.6.2013.
cc) Sólsker ehf., kt. 590307-2030. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 20.6.2013.
dd) Haukur Ingi Einarsson, kt. 090980-2970. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 20.6.2013.
ee) Ragnar Jónsson, kt. 050746-2599. Starfsleyfi vegna matvælaframleiðslu í matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 20.6.2013.
ff) Ránarslóð ehf., kt. 620405-0270. Nýtt starfsleyfi vegna íbúðagistingar að Bogaslóð 2, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Halldór Birgisson, kt. 030471-3939. Leyfi útgefið 20.6.2013.
gg) Ránarslóð ehf., kt. 620405-0270. Nýtt starfsleyfi vegna íbúðagistingar að Bogaslóð 6, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Halldór Birgisson, kt. 030471-3939. Leyfi útgefið 21.6.2013.
hh) Ránarslóð ehf., kt. 620405-0270. Nýtt starfsleyfi vegna íbúðagistingar að Hafnarbraut 21, 780 Höfn í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Halldór Birgisson, kt. 030471-3939. Leyfi útgefið 21.6.2013.

3 Fjármál

Lagt fram uppgjör fjármála í lok maí, þ.e. eftir fimm mánuði. Í skjalinu kemur einnig fram áætlun ársins 2013 og forsendur fyrir bókun á fundi 107 í janúar 2013 um að ekki þurfi að endurskoða áætlunina sérstaklega.

Málin rædd.

Reksturinn virðist vera í eðlilegum farvegi.

4 Erindi og bréf

Frá Umhverfisstofnun hefur borist svar við bréfi HAUST frá 18.1.2013 varðandi skilgreiningar hugtaka og afmarkanir starfsleyfa fráveituvirkja. Bréfið sendi HAUST í kjölfar eftirfarandi bókunar Heilbrigðisnefndar á 107. fundi í janúar sl.

„Samþykkt að sveitarfélögum á starfssvæði HAUST verði send bréf þar sem fram kemur að málið hafi verið rætt í nefndinni. Jafnframt komi fram að gert sé ráð fyrir að frá og með næstu áramótum verði gefin út starfsleyfi á fráveitur allra sveitarfélaga í samræmi gildandi lög og reglugerðir“

Svarbréf UST er dags. 19.6.2013. Í því er tekinn af allur vafi um að fráveitur frá þéttbýli eru háðar starfsleyfi heilbrigðisnefndar þótt ekki sé búið að setja dælu- og hreinsibúnað við útrásir. Hins vegar er það álit UST að í dreifbýli séu fráveituvirki ekki starfsleyfisskyld, en bent er á að heilbrigðisnefnd skal samþykkja nýjar og endurbættar fráveitur.

Heilbrigðisnefnd hvetur til þess að bréfið verði kynnt SHÍ í þeim tilgangi að stuðla að samræmingu milli eftirlitssvæða.

5 Önnur mál

5.1 Næsti fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands

Snertifundur miðvikudaginn 4.9.2013 – tillaga að fjárhagsáætlun verði þá lögð.

5.2 Mismunur á eftirliti með svipaðri starfsemi

Starfsmenn vöktu máls á að upp getur komið sú staða að mjög áþekk starfsemi fær mismunandi starfsleyfi og eftirlit skv. ákvæðum laga. Eftirfarandi eru dæmi þar um:

  • Framleiðsla matvæla af svipaðri gerð er ýmist háð starfsleyfi og eftirliti MAST eða HES eftir því hvort um er að ræða starfsemi í húsnæði matarsmiðju eða sér húsnæði. Þótt framkvæmd eftirlits eigi að vera með sama hætti er gjaldtaka á mismunandi máta.
  • Mismunandi aðkoma eftirlitsaðila með sölu á efnavöru verður eftir því hvort sölubúð er tengd annarri starfsleyfisskyldri starfsemi eða ekki skv. efnalögum nr. 31/2013. Í fyrra dæminu skal HES vinna starfsleyfi og viðhafa reglubundið eftirlit, en í því síðara er ekki unnið starfsleyfi þar sem áhersla í efnavörueftirliti UST er á innflutning og framleiðendur en ekki reglubundið starfsleyfaeftirlit.
  • Fráveitur lítilla þéttbýliskjarna skulu hafa starfsleyfi og eftirlit frá HES, en fráveitur stórra hótela o.þ.h.í dreifbýli eru háðar upprunalegu samþykki HES. Í báðum tilfellum getur verið um að ræða svipaðan fjölda persónueininga og því svipað mengunarálag á umhverfið.

 

Fundi slitið kl. 10:05

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Benedikt Jóhannsson
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search