Fundargerð 3. janúar 2007

66. / 2. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 3. janúar 2007 kl 9:00



Mætt:
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústdóttir, Borghildur Sverrisdóttir, Benedikt Jóhannsson og Guðmundur Ólafsson sem varamaður fyrir Sigurð Ragnarsson.
Starfsmenn viðstaddir: Helga Hreinsdóttir

1. Húsnæðismál HAUST, framhald af síðasta fundi - á Breiðdalsvík 22.11.06

Varðandi lið a) ákvörðun um þátttöku í stofnun þekkingarseturs á Egilsstöðum.
Eftir ítarlegar umræður þar sem allir fundarmenn tjáðu sig samþykkti meirihluti nefndarinnar eftirfarandi tillögu:
Samþ. að taka þátt í undirbúningi þekkingarseturs með því að greiða stofnframlag, en óska jafnframt eftir að við hönnun og mótun húsnæðis verði HAUST ætluð sveigjanleg húsnæðisaðstaða enda þarf að gera ráð fyrir að starfsemin sé breytileg.
BJ greiddi atkvæði gegn tillögunni og VOH sat hjá við afgreiðslu.

Varðandi lið b) uppsögn á leigu núverandi skrifstofuaðstöðu HAUST á Egilsstöðum: Framkvæmdaráð var sammála um að draga það í eitt ár að segja húsnæðinu upp, enda hefði þurft að gera það fyrir lok desembermánaðar. Leiga í því húsnæði framlengist því um ár, þ.e. til loka árs 2008.

2. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Gáma- og tækjaleiga Austurlands, Hjallaleiru
Frkvstj. gerir grein fyrir eftirlitsferð frá 19.12.2006.
Heilbrigðisfulltrúa falið að skrifa fyrirtækinu ábyrgðarbréf með kröfu um að efnishaugar verði lækkaðir og öðrum ákvæðum í starfsleyfi fylgt. Í bréfinu verði veittur 2ja vikna frestur til að leggja fram tímasetta áætlun um framkvæmdir, skv. ákvæðum starfsleyfis. Verði það ekki gert innan tilskilins frests mun heilbrigðisnefnd íhuga að leggja á dagsektir.
b) Hringrás, Hjallanesi
Frkvstj. gerir grein fyrir eftirlitsferð frá 19.12.2006.
Heilbrigðisfulltrúa falið að skrifa fyrirtækinu ábyrgðarbréf þar sem óskað er upplýsinga um hvenær dekk verði fjarlægð og með kröfu um að efnishaugar verði lækkaðir og öðrum ákvæðum í starfsleyfi fylgt.

3. Önnur mál
a) Af vettvangi SHÍ. VOH hefur sem formaður SHÍ fundað með fulltrúum frá Samtökum Atvinnulífsins, Olíufélagsins og Olíudreifingar. Tilgangur fundanna var annars vegar að kynna aðgerðir HES til samræmingar á eftirliti og starfsleyfagerð og vinda ofan af gagnrýni SA um illa samræmt HES og hins vegar að ræða við aðila vegna framsals eftirlits frá Ust til HES/HAUST.
b) Fundur með fulltrúum Alcoa. Formaður og frkvstj. hafa rætt við og átt góðan fund með yfirmönnum álvers til að kynna að HAUST sækist eftir framsali eftirlits frá Ust. m.a. eftirliti með álveri.
c) Næsti fundur. Næsti formlegur fundur var áætlaður 24.1., en í ljósi þess að fulltrúi frá Umhverfisráðuneyti hefur tekið mjög jákvætt í að heimsækja nefndina er samstaða um að færa fundinn m.t.t. þess hvenær honum hentar að koma austur.
d) Atkvæði í heilbrigðisnefnd. Nefndarmenn undrast að fulltrúi náttúruverndarnefnda hafi ekki atkvæðisrétt í nefndinni. Ákveðið að ræða það mál á næsta fundi við fulltrúa ráðuneytis.

Fundi slitið kl. 10:20

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Björn Emil Traustason
Andrés Skúlason
Borghildur Sverrisdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Guðmundur Ólafsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search