Fundargerð 24. október 2013

112. / 19. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 24. október 2013 kl. 10:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Eiður Ragnarsson og Auður Ingólfsdóttir sem varamaður fyrir Benedikt Jóhannsson. Ekki náðist í Ólaf Hr. Sigurðsson og Sigurlaug Gissurardóttir boðaði forföll.

Starfsmenn viðstaddir: 
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Málefni einstakra fyrirtækja 667
    1.1      N1 hf.                      667
    1.1.1      N1 bensínstöð Hestgerði.....667
    1.1.2      N1 bensínstöð Nesjum.. 668
    1.2      ÞS Verktakar     668
  2. Gæludýramál        668
  3. Önnur mál     669

 

1.     Málefni einstakra fyrirtækja  

1.1       N1 hf.

Vegna málefna fyrirtækisins hefur HAUST haft samráð við Umhverfisstofnun eins og gera ber skv. gr. 103 í reglugerð 35/1995.

1.1.1      N1 bensínstöð Hestgerði.

Tveir olíutankar eru við bensínstöðina, báðir eldri en 25 ára.  Í samræmi við umsókn þar um og að fengnum lekaprófunum samþykkti Heilbrigðisnefnd notkun tankanna til ársloka 2012. Í eftirlitsferð 27.8. kom í ljós að stöðin var enn í fullum rekstri án þess að sótt hefði verið um undanþágu.  Í kjölfarið var fjallað um málið á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9. og starfsmönnum falið að senda fyrirtækinu bréf um að Heilbrigðisnefnd íhugi að beita þvingunarúrræðum verði starfsstöðinni ekki lokað. Fyrirtækið hefur í kjölfarið sent tölvupósta. 

  • Þann 10.9. er óskað er eftir þeim fresti sem þarf til að endurbyggja stöðina, samningaviðræðum við landeigendur séu í gangi og undirbúningur við verkið (væntanlega hönnun) sé hafinn.
  • Þann 17.9. er óskað eftir að fá að lekaprófa geymana og gera aðrar þær ráðstafanir sem þarf til að fá frest fram á næsta ár til að reka stöðina.  Þá verði væntanlega búið að ákveða hvaða stöðvar á svæðinu verði reknar áfram.   

Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið fyrir að starfrækja stöðina án samráðs við HAUST mánuðum saman eftir að frestur til að endurnýja tankana rann út.  Heilbrigðisnefnd samþykkir notkun tankanna í Hestgerði til ársloka 2015 með eftirfarandi skilyrðum:

  • Tankarnir verði lekaprófaðir árlega í nóvember, fyrst í nóv. 2013.
  •  HAUST verði sendar niðurstöður lekaprófana fyrir árslok hvert ár. Ef tankarnir standast ekki próf eða ef niðurstöður berast ekki til HAUST fyrir lok árs falla allar heimildir til áframhaldandi notkun tafarlaust úr gildi.
  • Lok yfir áfyllipúltum og brunnum verði endurnýjuð og þeim læst með hengilás.  Þetta verði gert fyrir árslok 2013 og HAUST send staðfesting þar um.  

1.1.2      N1 bensínstöð Nesjum

Af þrem tönkum sem eru í notkun við stöðina eru tveir orðnir eldri en 25 ára.  Á fundi heilbrigðisnefndar þann 29.5. var fyrirtækinu veittur frestur til 1.7.2013 til að leggja fram tímasettar áætlanir um endurnýjun stöðvarinnar.  Í svari frá fyrirtækinu var vísað í vinnu við framtíðarsýn N1 og einnig til framkvæmdaáætlunar vegagerðarinnar, en til stendur að færa þjóðveginn, líklega á árunum 2019-2022.  Óskað er eftir að láta geymana lifa áfram en þeir verði lekaprófaðir skv. fyrirmælum í reglugerð.

Heilbrigðisnefnd samþykkir eftirfarandi:

  • Tankur nr. 1 sem er frá 1982 verði lekaprófaður í nóvember 2013. Ef hann stenst próf er heimilað að nota hann til ársloka 2014.  Ath. að tankurinn stendur við skurðbakka og líkur á að raki dragi úr endingu hans.
  • Tankur nr. 3, sem er frá 1986 verði lekaprófaður árlega í nóvember, fyrst í nóv. á þessu ári. Standist tankurinn lekapróf er heimilað að nota hann til ársloka 2018.
  • HAUST verði sendar niðurstöður lekaprófana fyrir árslok hvert ár. Ef tankarnir standast ekki próf eða ef niðurstöður berast ekki til HAUST fyrir lok árs falla allar heimildir til áframhaldandi notkun tafarlaust úr gildi.
  • Þvottaplani við bensínstöðina verði tafarlaust lokað og það aftengt vatni varanlega, þannig að tryggt sé að vatn þaðan renni ekki stöðugt í skurð í nágrenni olíutankanna.
  • Bensínskilja við afgreiðsluplan verði endurnýjuð fyrir lok júlí 2014 og teikningar þar um afhentar HAUST með góðum fyrirvara.

1.2       ÞS Verktakar

Fyrirtækinu var veitt áminning á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9. og frestur til að sýna fram á að olíuskilja sé við aðstöðuna að Miðási 19-21.  Fyrirtækið hefur óskað eftir framlengdum fresti þar sem miklar annir séu hjá fyrirtækinu og erfitt að fá mannskap, auk þess sem umrætt húsnæði sé lítt notað þar til þarf að setja tæki inn yfir veturinn.

Heilbrigðisnefnd Austurlands samþykkir að veita frest til að ljúka verkinu fyrir 1.6.2014. og að starfsleyfi vegna starfseminnar verði gefið út til 1.6.2014

 

2.  Gæludýramál

Fjallað var um málefni hunds sem hefur glefsað/bitið.  Að ósk eiganda var hundurinn geldur til að kanna hvort skapgerð og varnareðli breyttust. Að liðnum nokkrum vikum frá geldingu framkvæmdi hundaþjálfari atferlismat á hundinum auk þess sem gæludýraeftirlitsmaður sveitarfélagsins og lögreglumaður heimsóttu viðkomandi ásamt heilbrigðisfulltrúa til að meta ástand hundsins og ræða við forsvarsmann hans.

Fyrir heilbrigðisnefnd voru lögð gögn málsins m.a. atferlismat hundaþjálfara og drög að bréfi til eiganda hundsins og þau rædd ítarlega.

Samþykkt að senda forsvarsmanni hundsins bréf með tilkynningu um að Heilbrigðisnefnd áformi að gera kröfu um aflífun hundsins, þar sem fram lögð gögn gefi ekki til kynna að ástand hundsins og aðstæður hafi breyst. Andmælaréttur verður veittur í samræmi við stjórnsýslulög.

 

3. Önnur mál

Næsti fundur er áætlaður 13. nóvember 2013

Fundi slitið kl. 10:45

Fundargerðin færð í tölvu af Leifi Þorkelssyni og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Auður Ingólfsdóttir
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 

pdfFundargerðin á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search