Fundargerð 3. september 2014

118. / 25. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 3.9.2014 kl. 9:10

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson, Eiður Ragnarsson og Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir boðaði forföll og varamenn gátu ekki setið fundinn
Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi   702
  2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva  706
    2.1 ÞS verktakar 706
    2.2 Rafey 706
  3. Dýrahald 706
  4. Erindi og bréf   706
    4.1 Frá Helgu Hreinsdóttur, dags. 24.8.2014    706
    4.2 Frá N1 hf. dags. 21.8.2014 vegna N1 í Nesjum    707
  5. Starfsmannamál – afleysingar 2015     707
  6. Húsnæðismál HAUST    708
    6.1 Húsnæði HAUST á Egilsstöðum    708
    6.2 Húsnæði HAUST á Reyðarfirði    708
  7. Drög að fjárhagsáætlun 2015    708
  8. Næstu fundir    708
  9. Önnur mál    709
    9.1 Starfsmannafundur 27.8.2014    709
    9.2 Þakkir    709

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur
a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Breytt starfsleyfi fyrir Sundlaugina í Selárdal. Um er að ræða tímabundið starfsleyfi fyrir rekstri sundlaugarinnar í Selárdal í kjölfar undanþágu sem Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið veitti sveitarfélaginu skv. bréfi dags. 1.7.2014 og með takmörkunum sem þar koma fram. Leyfi útgefið 11.7.2014 með gildistíma til 1.6.2015.
b) Sláturfélag Vopnfirðinga hf., kt. 590989-2159. Nýtt starfsleyfi fyrir starfsmannabústað og gistiskála að Miðbraut 13, Vopnafirði. Leyfi útgefið 24.7.2014.
c) Sláturfélag Vopnfirðinga hf., kt. 590989-2159. Endurnýjað starfsleyfi v. mengunarvarna fyrir sviðagám á SV hluta lóðar að Háholti 7, 690 Vopnafjörður. Leyfi útgefið 8.8.2014.
d) Veiðifélag Hofsár, kt. 690874-0169. Starfsleyfi/breyting, Veiðihúsið Árhvammur, veitingasala, sala á gistingu og vatnsveita. Leyfið útgefið 11.8.2014.

700-701 Fljótsdalshérað
e) Sesselja Bjarnadóttir, kt. 191265-4409. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu í sumarhúsinu Klettakoti, Eyjólfsstaðaskógi. Leyfið útgefið 3.7.2014.
f) Röskvi ehf., kt. 630704-2350. Starfsleyfi/breyting vegna sölu á gistingu að Stóra-Sandfelli 3. Leyfið útgefið 10.7.2014.
g) Suncana Slamnig, kt. 080959-5919. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhaldi, tónleikum, 21. og 22.8.2014 í húsakynnum fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum. Leyfi útgefið 21.7.2014.
h) Kraftaverk ehf., kt. 4703911549. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum, gistingu, rekstri tjaldstæðis og vatnsveitu í Svartaskógi í Jökulsárhlíð. Leyfi útgefið 7.8.2014.

Ólafur og Eiður koma inn á fundinn kl. 9:17

i) Forskot, ferðaþjónustufélag, kt. 600794-3109. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Ormsteiti á Fljótsdalshéraði 15.-24.8.2014 og hreindýraveislu í Bragganum við Sláturhúsið að kvöldi laugardags 23.8.2014. Ábyrgðarmaður: Guðrún Lilja Magnúsdóttir, kt. 280680-3899
j) Kaldá ehf., kt. 660814-0430 Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar í stakstæðu sumarhús, Lyngholti, og rekstur einkavatnsveitu að Kaldá 1, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Ásdís Ámundardóttir, kt. 170461-2589. Leyfi útgefið 16.8.2014.
k) Bronz sólbaðstofa slf., kt. 530814-0760. Starfsleyfi fyrir Bronz sólbaðsstofu og naglaásetningu, Tjarnarbraut 21. Leyfið útgefið 20.8.2014.
l) Bara snilld ehf., kt. 520906-2070. Breyting á starfsleyfi. Hætt hefur verið sölu á efnavöru í varahlutaverslun fyrirtækisins. Starfsleyfi nær nú yfir lítið bifreiða- og vélaverkstæði og handvirkan bón- og bílaþvott, Sólvangi 5. Leyfið útgefið 28.8.2014.

710 Seyðisfjörður
m) Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169. Tímabundið starfsleyfi vegna jarðborana á Fjarðarheiði við Heiðarvatn. Leyfi útgefið 28.6.2014.
n) LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi, kt. 600201-2120. Tímabundið starfleyfi vegna útitónleika 19.-20.7.2014 á plani við Norðursíld, Strandarveg. Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619. Leyfi útgefið 2.7.2014.
o) Tækniminjasafn Austurlands, kt. 440203-2560. Tímabundið starfsleyfi fyrir framreiðslu matvæla, veitingasölu og samkomuhald dagana 25.-27.7.2014 í tengslum við Smiðjuhátíð á Seyðisfirði, starfsemin fer fram í Angró, veitingatjaldi við Angró, í Tækniminjasafninu og Herðubreið, 710 Seyðisfjörður. Ábyrgðarmaður: Pétur Kristjánsson, kt. 310752-6819.
p) Ólafur Örn Pétursson, kt. 010478-5619. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Suðurgötu 2. Leyfi útgefið 17.7.2014.
q) Lónsleira ehf., kt. 540812-0550. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar í tveim íbúðum að Lónsleiru 7a og 7b. Ábyrgðarmaður: Guðrún Katrín Árnadóttir, kt. 270757-2009. Leyfi útgefið 17.7.2014.
r) Þórunn Eymundardóttir, kt. 061179-3219. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili, Dagmál, Austurvegur 48, 710 Seyðisfjörður. Leyfi útgefið 8.8.2014.
s) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu við sundlaugartún í Seyðisfjarðarkaupstað í tilefni hverfahátíðar þann 16.8.201. Ábyrgðarmaður: Margrét Guðjónsdóttir, kt. 141281-5779. Skotstjóri: Ívar Björnsson, kt. 150978-3439. Leyfi útgefið 13.8.2014.

720 Borgarfjarðarhreppur
t) Magnaðir ehf. kt. 481106-0280. Tímabundið starfsleyfi fyrir tónleika, Bræðsluna þann 26.7.2014. Leyfið útgefið 7.7.2014
u) Blábjörg ehf., kt. 710506-0430. Starfsleyfi/breyting Blábjörg gistiheimili, orlofsíbúðir og Spa. Leyfið útgefið 10.7.2014.
v) Bræðslan ehf., kt. 500214-1200. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu einfaldra veitinga í tjaldi á lóð fyrrum pósthúss á Borgarfirði eystra. Gildistími leyfis er frá kl. 18:00 þann 25.7.2014 til kl. 03:00 26.7.2014. Ábyrgðarmaður er Áskell Heiðar Ásgeirsson, kt. 290473-4039. Leyfi útgefið 24.7.2014.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
w) Samskip hf., kt. 440986-1539. Nýtt starfsleyfi fyrir vöruflutningamiðstöð að Hafnargötu 5. Leyfi útgefið 28.6.2014.
x) 730 ehf., kt. 560514-0500 Starfsleyfi fyrir sölu veitinga í Félagslundi, Búðargötu 2. Leyfi útgefið 3.7.2014.
y) Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189. Breytt starfsleyfi fyrir vélaverkstæði, viðgerðaverkstæði, sölu efnavöru og starfsmannamötuneyti að Hrauni 5. Leyfi útgefið 29.8.2014.

735 Fjarðabyggð - Eskijförður
z) Hulduhlíð heimili aldraðra, kt. 660691-2199. Nýtt starfsleyfi fyrir hjúkrunarheimili fyrir 20 einstaklinga og fullbúið mötuneyti fyrir íbúa og starfsfólk að Dalbraut 1. Leyfi útgefið 29.7.2014.
aa) Sjúkraþjálfun Hrefnu, kt. 180384-2339. Nýtt starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfun í húsnæði sundlaugarinnar á Eskifirði með aðgengi að tækjasal. Leyfið útgefið 11.8.2014.
bb) Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, kt. 020882-5229. Nýtt starfsleyfi fyrir Prýði nagla- og snyrtistofu að Strandgötu 50. Leyfið útgefið 26.8.2014.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
cc) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/breyting vegna íþróttavallar og salernisaðstöðu í Neskaupstað. Leyfið útgefið 8.7.2014.
dd) Blús, rokk/djassklúbbur á Nesi, kt. 620498-3949. Tímabundið starfsleyfi vegna bæjarhátíðarinnar Neistaflug 31.7.-4.8.2014. Ábyrgðarmaður er Þórfríður S. Þórarinsdóttir, kt. 260583-4099. Leyfi útgefið 25.7.2014.
ee) Flugleiðahótel ehf., kt. 621297-6949. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu í Hótel Eddu, að Mýrargötu 40. Leyfi útgefið 5.8.2014.
ff) Sigurjón Leifsson, kt. 101081-5919. Starfsleyfi vegna móttöku málma og dekkja til endurvinnslu í malargryfju við Skálateig 1. Leyfi útgefið 7.8.2014 með gildistíma til eins árs.

780-785 Hornafjörður
gg) Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029. Tímabundið starfsleyfi fyrir bæjarhátíð á Höfn í Hornafirði 27.-29.6.2014, innifalið er m.a. leyfi fyrir brennu, burn-out keppni, almenningssalernum og samkomum. Ábyrgðarmaður er Kristín Kristjánsdóttir, kt. 110950-2339. Leyfi útgefið 26.6.2014.
hh) Nýpugarðar ehf., kt. 510805-0380. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á einkaheimili fyrir og veitingasölu úr sérútbúnu heimiliseldhúsi fyrir næturgesti að Nýpugörðum. Ábyrgðarmaður: Elínborg Baldursdóttir, kt. 100771-5789. Leyfi útgefið 30.6.2014.
ii) Díma ehf., (áður Hafnarnes ehf.), kt. 660406-1150. Starfleyfi breytt úr gistingu á einkaheimili í Hafnarnesi í leyfi til sölu gistingar fyrir allt að 20 gesti miðað við gistiheimili. Leyfi breytt 30.6.2014.
jj) Marina Travel ehf., 590514-0390. Nýtt starfleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Sunnubraut 4b. Ábyrgðarmaður: Guðrún Snorradóttir, kt. 221252-4709. Leyfi útgefið 1.7.2014.
kk) Vélsmiðjan foss ehf., kt. 660399-2919. Endurnýjað starfsleyfi fyrir véla- og skipaviðgerðir og stálsmíði. Leyfi útgefið 9.7.2014.
ll) Vélsmiðja Hornafjarðar., kt. 700172-0319. Breytt starfsleyfi. Verslun bætt inn í starfsleyfið. Nú er um að ræða starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði, vélaverkstæði, smurstöð og varahlutaverslun, þ.m.t. sölu á efnavöru. Leyfi útgefið 10.7.2014.
mm) Gistihúsið Seljavellir ehf., kt. 710114-1450. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu gistingar fyrir allt að 20 gesti í 10 fullbúnum 2ja manna herbergjum og veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 29 gesti að Seljavöllum. Ábyrgðarmaður: Reynir Ásgeirsson, kt. 120993-2409. Leyfi útgefið 10.7.2014.
nn) Vala ferðaþjónusta ehf., 450614-0170. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu á einkaheimili að Kálfafellsstað í Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Þóra Guðrún Ingimarsdóttir, kt. 220953-73789. Leyfi útgefið 11.7.2014.
oo) Skógræktarfélag Austur Skaftafellssýslu, kt. 590269-4929. Nýtt samsett starfsleyfi fyrir lítið tjaldstæði í Haukafelli og einkavatnsveitu sem þjónar tjaldstæðinu. Ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Magnúsdóttir, formaður Skógræktarfélagsins. Leyfi útgefið 12.07.2014.
pp) Gistiheimilið Dyngja ehf., kt. 660706-1270. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar að Hafnarbraut 1. Ábyrgðarmaður: Sindri Ragnarsson, kt. 150180-4309. Leyfi útgefið 13.7.2014.
qq) Lambleiksstaðir ehf., kt. 650811-0460. Breyting á starfsleyfi vegna tjaldsvæðis og 9 smáhýsa að Lambhúsum, Lambleiksstöðum (húsum fjölgað úr 4 í 9). Ábyrgðarmaður: Steinvör Almý Haraldsdóttir, kt. 230869-3599.
rr) Hótel Smyrlabjörg ehf., kt. 540301-2120. Breytt starfsleyfi vegna sölu gistingar, veitinga og litillar matvælavinnslu. Ábyrgðarmaður er Sigurbjörn J. Karlsson, kt. 290757-5099. Leyfi útgefið 14.7.2014.
ss) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Nýtt starfsleyfi fyrir átta opin leiksvæði á Höfn: Hríshóll, Hólabraut, Tjaldstæði, Hlíðarbraut/Kirkjubraut, Júllatún, Miðtún/Hagatún, Leirur og Sandbakkavegur. Leyfi útgefið 22.7.2014.
tt) Fallstakkur ehf., kt. 520509-0970. Endurnýjað starfsleyfi fyrir heimagistingu í Lækjarhúsum fyrir allt að 10 manns og einkavatnsveitu. Ábyrgðarmaður er Laufey Guðmundsdóttir, kt. 160366-4949. Leyfi útgefið 21.8.2014.
uu) Jökulsárlón ehf., kt. 430699-2299. Nýtt starfsleyfi fyrir viðgerðaverkstæði eigin véla að suðurhluta Ófeigstanga 15. Leyfi útgefið 23.8.2014.
vv) Pálmi Freyr Gunnarsson, kt. 251093-2739. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Bugðuleiru 6. Leyfi útgefið 25.8.2014.
ww) Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 6404850439 Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu að Jökulsárlóni 24.08.2014. Leyfið útgefið 24.08.2014.
xx) Jöklaveröld ehf., kt. 680703-2560. Breyting á starfsleyfi ferðaþjónustunnar Jöklaveröld að Hoffelli 2, Hornafirði. Gisting er nú fyrir allt að 44 gesti, veitingastaður fyrir færri en 100 gesti, vatnsveita sem þjónar aðstöðunni og fimm setlaugar. Ábyrgðarmaður: Þrúðmar Þrúðmarsson, kt. 141254-5109. Leyfi útgefið 25.8.2014.
yy) Íslandshótel hf., kt. 630169-2919. Starfsleyfi fyrir Fosshótel Vatnajökul, Lindarbakka. Um er að ræða leyfi fyrir einkavatnsveitu, sölu á gistingu fyrir allt að 132 gesti í 66 fullbúnum 2ja manna herbergjum, veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi og veitingasali fyrir allt að 170 gesti og starfsmannabústað fyrir allt að 20 manns. Leyfi útgefið 29.8.2014.

2.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1.  ÞS verktakar

V/ skorts á olíuskilju við starfsstöð fyrirtækisins að Miðás 19-21, 700 Egilsstaðir, hefur fyrirtækið fengið fresti af hálfu Heilbrigðisnefndar til að bæta úr (sbr. bókun á fundi Heilbrigðisnefndar 2.9.2013), en enn hafa ekki borist upplýsingar um úrbætur.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að rita fyrirtækinu bréf og tilkynna að nefndin hyggst beita dagsektum að upphæð 100 þús kr á mánuði frá og með 1.10. nk. verði fráveitumál starfsstöðvarinnar þá ekki komin í það horf að uppfylltar séu kröfur heilbrigðiseftirlits um olíuskilju á fráveitu frá fyrirtækinu áður en fráveitan sameinast fráveitukerfi sveitarfélagsins. Dagsektir verði innheimtar mánaðarlega. Tveggja vikna andmælaréttur verði veittur og kæruleið kynnt eins og vera ber.

2.2 Rafey

Vegna skorts á olíuskilju við starfsstöð fyrirtækisins að Miðási 11 700 Egilsstöðum hefur fyrirtækið fengið fresti af hálfu Heilbrigðisnefndar til að bæta úr. Búið er að kaupa skilju, en ekki búið að koma henni í notkun.
Með tölvubréfi dags. 27.8.sl. óskar fyrirtækið eftir fresti til 15.10.2014 enda hafi verið miklar annir hjá starfsmönnum.
Heilbrigðisnefnd samþykkir frest til 15.10.2014. Nefndin tilkynnir jafnframt að hún mun beita þvingunarúrræðum skv. heimild í VI kafla laga nr. 7/1998 verði enn dráttur á framkvæmdinni.

3. Dýrahald

Frá lögreglu barst tilkynning um að hundur hafi bitið barn þann 19.8. sl. Forráðamaður barnsins lagði fram kröfu um aflífun hundsins skv. 1. mgr. 11.gr. í samþykkt um hundahald nr. 704/2010. Hundeigandi óskaði eftir að fá að nýta heimild í 2. mgr. sömu greinar og fá álit sérfróðs aðila til að meta skapgerð dýrsins. Atferlis- og skapgerðarmat frá sérfróðum aðila dags. 30.8.2014 hefur borist.
Gögn málsins lögð fyrir heilbrigðisnefnd og málin rædd.
Á grunni þeirra gagna sem fram hafa komið, einkum atferlis- og skapgerðarmati, samþykkir Heilbrigðisnefnd að eiganda hundsins verði gefinn kostur á að halda honum með eftirfarandi skilyrðum:
1. Farið verðri í hvívetna eftir leiðbeiningum hundaþjálfara um þjálfunarprógramm
2. Girt verði um garð eiganda til að hundurinn komist ekki að þeim sem ganga um göngustíginn eða nágrannalóð. Þetta verði gert fyrir 19.9. nk.
3. Hundurinn verði ekki látinn vera í ól utandyra án þess að ábyrgðarmenn séu nærri.
4. Þar til lið 2 er fullnægt verði hundurinn hafður með múl utandyra.
5. Komi til þess að hundurinn sýni ógnandi tilburði eða bíti á ný láti eigandi tafarlaust aflífa hundinn.

Helga víkur af fundi.

4. Erindi og bréf

4.1 Frá Helgu Hreinsdóttur, dags. 24.8.2014

Ósk um tveggja mánaða launalaust leyfi á árinu 2015.
Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið.

Helga kemur aftur til fundar.

4.2 Frá N1 hf. dags. 21.8.2014 vegna N1 í Nesjum

Erindið er ósk um undanþágu frá reglugerð 35/1994 vegna aldurs starfsstöðvar í Nesjum. Óskað er eftir undanþágu um áframahaldandi rekstur starfsstöðvar N1 á Nesjum. Geymar hafa verið lekaprófaðir og stóðust prófunina. Um er að ræða þjá geyma sem eru í notkun, 9 þús og 15 þús lítra fyrir 95 oktan og 10,5 þús lítra fyrir dísel.

Á fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands sem haldinn var 24.10.2013 var fjallað um málefni fyrirtækisins og eftirfarandi bókað um starfsstöðina í Nesjum:

Af þrem tönkum sem eru í notkun við stöðina eru tveir orðnir eldri en 25 ára. Á fundi heilbrigðisnefndar þann 29.5. var fyrirtækinu veittur frestur til 1.7.2013 til að leggja fram tímasettar áætlanir um endurnýjun stöðvarinnar. Í svari frá fyrirtækinu var vísað í vinnu við framtíðarsýn N1 og einnig til framkvæmdaáætlunar Vegagerðarinnar, en til stendur að færa þjóðveginn, líklega á árunum 2019-2022. Óskað er eftir að láta geymana lifa áfram en þeir verði lekaprófaðir skv. fyrirmælum í reglugerð.
Heilbrigðisnefnd samþykkir eftirfarandi:
  • Tankur nr. 1 sem er frá 1982 verði lekaprófaður í nóvember 2013. Ef hann stenst próf er heimilað að nota hann til ársloka 2014. Ath. að tankurinn stendur við skurðbakka og líkur á að raki dragi úr endingu hans.
  • Tankur nr. 3, sem er frá 1986 verði lekaprófaður árlega í nóvember, fyrst í nóv. á þessu ári. Standist tankurinn lekapróf er heimilað að nota hann til ársloka 2018.
  • HAUST verði sendar niðurstöður lekaprófana fyrir árslok hvert ár. Ef tankarnir standast ekki próf eða ef niðurstöður berast ekki til HAUST fyrir lok árs falla allar heimildir til áframhaldandi notkun tafarlaust úr gildi.
  • Þvottaplani við bensínstöðina verði tafarlaust lokað og það aftengt vatni varanlega, þannig að tryggt sé að vatn þaðan renni ekki stöðugt í skurð í nágrenni olíutankanna.
  • Bensínskilja við afgreiðsluplan verði endurnýjuð fyrir lok júlí 2014 og teikningar þar um afhentar HAUST með góðum fyrirvara.

Heilbrigðisnefnd stendur við ákvörðun sbr. bókun hér að ofan frá 24.10.2013 gefur fyrirtækinu eins mánaðar frest til að gera grein fyrir seinasta liðnum í bókuninni.

5. Starfsmannamál – afleysingar 2015

Vegna fyrirséðra orlofa framkvæmdastjóra og hans staðgengils á árinu 2015 þarf nauðsynlega að ráða starfsmann í afleysingar.
Óskað er eftir heimild til að ráða Dröfn Svanbjörnsdóttur sem hefur verið í sumarafleysinum hjá HAUST í vinnu frá 1.9.2014 til ársloka 2015 til að dekka allar afleysingar. Dröfn hefur áform um að afla sér réttinda sem heilbrigðisfulltrúi með því að sitja réttindanámskeið í október. Auknum launakostnaði vegna ársins 2014 verði mætt með því að ganga á sjóði HAUST ef með þarf. Kostnaði vegna ársins 2015 er vísað til fjárhagáætlunar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að ráða Dröfn í vinnu til ársloka 2014 og í afleysinga í 12 mánuði á árinu 2015, enda afli hún sér réttinda sem heilbrigðisfulltrúi.

6.  Húsnæðismál HAUST

6.1  Húsnæði HAUST á Egilsstöðum

Austurbrú ses. hefur yfirtekið umsjón með húsnæði Vísindagarðsins á Tjarnarbraut á Egilsstöðum, þar sem HAUST hefur haft aðstöðu. Með bréfi dags. 7.5. sl. var leigusamningi sagt upp með gildistöku 1.6.2014. Þó lá strax fyrir að áform voru um að endurnýja eða gera annan leigusamning í kjölfar breytinga á húsnæðinu. Breytingar hafa nú dregist og er gert ráð fyrir óbreyttu húsnæði til ársloka 2015 og að skammtímasamningur um leigu verði undirritaður á næstunni. Óskað er eftir umboði heilbrigðisnefndar til að ganga frá nýjum samningi, hugsanlega með lítilsháttar stækkun skrifstofurýmis, sem samtímis myndi leysa geymsluvandamál.
Heilbrigðisnefnd veitir framkvæmdastjóra og hans staðgengli umboð til að ganga frá leigusamningi vegna húsnæðis á Tjarnarbraut 39b.b að höfðu samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar.

6.2 Húsnæði HAUST á Reyðarfirði

Samningur um húsnæði það sem HAUST hefur haft til umráða að Búðareyri 7 rennur út í árslok 2014. Leitað hefur verið að öðru hentugu húsnæði á Reyðarfirði og nú stendur til boða að leigja herbergi og aðgang að fundarrými á Austurvegi 20. Heilbrigðisnefnd kynnt tilboð um fyrirkomulag leigu og verðs.
Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra og hans staðgengli að ganga til samninga um leigu á Austurvegi 20 skv. fram komnu tilboði frá 1.1.2015.

7.  Drög að fjárhagsáætlun 2015

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2015. Helstu tölur eru eftirfarandi:

  Ársreikningur 2013 Áætlun 2014 Áætlun 2015
Rekstrartekjur      55.777.183    52.292.130    57.462.506
Innheimt af sveitarfélögum              43.752.183            45.454.548            46.628.266
Aðrar tekjur              12.025.000              6.837.582            10.834.240
Rekstrargjöld        52.865.442    53.562.534    59.921.558
Laun og launatengd gjöld              35.509.023            37.912.534            38.721.558
Annar rekstrarkostnaður              16.876.419            15.150.000            2.700.000
Hagn/tap 2.911.741 -1.270.404 -2.459.051

Skv. ársreikningum 2013 á Byggðasamlagið nokkra sjóði, enda hefur rekstur verið jákvæðum allt síðan árið 2008. Því þykir réttlætanlegt að leggja fram tillögu að ársreikningi með neikvæðri niðurstöðu frekar en hækka álögur á eftirlitsþega og íbúa.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð drög að fjárhagsáætlun ársins 2015 til afgreiðslu aðalfundar 2015. Ef búið verður að ganga frá leigusamningum vegna húsnæðis fyrir aðalfund verði drögin þó leiðrétt skv. þeim og lögð þannig fyrir fundinn.

8.  Næstu fundir:

Eftirfarandi var samþykkt:

  • Aðalfundur HAUST bs.verði haldinn miðvikudaginn 1. október á Reyðarfirði.
    • Ath. að í stofnsamþykkt segir: Ný heilbrigðisnefnd taki til starfa á aðalfundi HAUST, eftir að fyrri nefnd hefur skilað skýrslu, ársreikningum og fjárhagsáætlun.
  • Fyrsti fundur nýrrar heilbrigðisnefndar verði haldinn 15. október á Egilsstöðum
  • Kallað verði til símfundar fyrir aðalfund ef þörf krefur.

9.  Önnur mál

9.1 Starfsmannafundur 27.8.2014

HHr segir frá því sem helst bar á góma.
M.a. var rætt um eftirlit á með leiktækum og leiksvæðum. Sveitarfélögin hafa nú öll starfsleyfi vegna opinna leiksvæða en misjafnt er hvernig innra eftirliti er háttað.
Niðurstaða umræðu á starfsmannafundinum:
Verklag verði þannig árið 2015 og hugsanlega lengur:
Heilbrigðisfulltrúi tilkynni rekstaraðila áform um eftirlit með leiksvæðum með ca. 2ja vikna fyrirvara og óski eftir gögnum um innra eftirlit (yfirlitsskoðun, rekstraskoðun, aðalskoðun).

  • Berist gögn noti heilbrigðisfulltrúi þau til að undirbúa eftirlit og taki stikkprufur af leiktækjum skv. þeim gögnum. Ekki verði þó unnið með aðalskoðunarskýrslur sem eru eldri en 2ja ára.
  • Ef gögn berast ekki fyrir áformað eftirlit þá þarf að framkvæma ítarlegra eftirlit sem tekur meiri tíma. Vegna þessa verði þá tekið við tímagjald skv. gjaldskrá

ÁK sagði frá því að óskað hafi verið eftir að málefni leiksvæða og leiktækja verði rædd á aðalfundi SSA í haust.

Heilbrigðisnefnd samþykkir verklag skv. tillögu starfsmanna hér að ofan.

9.2  Þakkir

Þar sem hugsanlega er um að ræða seinasta fund þessarar heilbrigðisnefndar þakkar frkvstj. nefndarmönnum fyrir ljúft og gott samstarf.

Fundi slitið kl. 10:15

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Benedikt Jóhannsson
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdf Fundargerð 118 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search