Fundargerð 22. nóvember 2006

65. / 1. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn á Breiðdalsvík þann 22.11.2006 kl. 12:00


  1. Kjör varaformanns heilbrigðisnefndar
  2. Um heilbrigðiseftirlit og HAUST
  3. Vinnulag, fundarboð og fundargögn
  4. Um framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til HAUST
  5. Málefni einstakra fyrirtækja
  6. Bókuð útgefin starfsleyfi
  7. Bókuð útgefin tóbaksleyfi
  8. Starfsmannamál - húsnæði
  9. Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
  10. Önnur mál

Til fundarins voru boðaðir aðal- og varmenn. Eftirfarandi sátu fundinn:

Af aðalmönnum mættu: Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Kristín Ágústdóttir, Sigurður Ragnarsson.
Borghildur Sverrisdóttir og Benedikt Jóhannsson boðuðu forföll.
Af varamönnum mætti Guðmundur Ólafsson og sat fundinn sem varamaður fyrir Borghildi.
Aðrir varamenn boðuðu forföll, þ.e. Auður Ingólfsdóttir, Elfa Rúnarsdóttir, Sigurlaug Gissurardóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Guðmundur R. Gíslason, Eiður Ragnarsson
Starfsmenn viðstaddir: Helga Hreinsdóttir, Hákon I. Hansson og Júlía Siglaugsdóttir

Ný heilbrigðisnefnd boðin velkomin til starfa

1. Kjör varaformanns heilbrigðisnefndar
Tillaga um að Björn Emil Traustason verði varaformaður var lögð fram.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og lófataki að Björn Emil Traustason verði varaformaður Heilbrigðisnefndar Austurlands.

2. Um heilbrigðiseftirlit og HAUST
Framkvæmdastjóri kynnir Heilbrigðiseftirlit og lagði fram ýmis gögn.

  • Stjórnsýsluleg staða HES - skipurit afhent á fundinum
  • Hlutverk heilbrigðisnefndar - völd ábyrgð - trúnaður farið yfir völd nefndarinnar, sjálfstæði hennar og mikilvægi trúnaðar af hálfu starfsmanna og nefndarinnar.
  • Helstu lög og reglugerðir - afhent á fundinum
  • Gæðastefna HAUST kynnt
  • Starfslýsingar starfsmanna afhentar á fundinum
  • Heimasíða haust.is. Stefnan hefur verið að hafa létta heimasíðu með tenglum til Umhverfisstofnunar, umhverfisráðuneytis o.fl. samstarfsaðila.

Tillaga um að fulltrúar frá Umhverfisráðuneyti heimsæki nefndina samþykkt. Frkvstj. falið að óska eftir slíkum fundi .

3. Vinnulag, fundarboð og fundargögn
Kynnt vinnulag sem hefur verið viðhaft. Borið undir nefndarmenn hvort þeir vilji hafa svipað form áfram eða breyta og þá hvernig:
a) Tíðni funda. Fundir eru ekki haldnir mjög oft eða á 4-6 vikna fresti að jafnaði. Þar af hafa a.m.k. tveir snertifundir verið haldnir árlega, en aðrir fundir hafa verið símleiðis. Annar snertifundurinn hefur verið haldinn í tengslum við skoðunarferð í fyrirtæki eða annað sem HAUST hefur afskipti af.
Ákveðið að viðhafa samskonar form áfram. Miðvikudagsmorgnar henta viðstöddum hvað varðar símafundi.
Rætt um sýnileika nefndarinnar og starfsmanna t.d. með heimsóknum í fyrirtæki og vel merktum ökutækjum.

Eftirfarandi tillaga að dagsetningum næstu funda samþykkt:
Símfundur í desember ef þarf.
24. jan símfundur
7. mars símfundur
18. apríl símfundur
30. maí snertifundur og skoðunarferð

b) Afgreiðslur milli funda hafa verið tvenns konar.

  • Afgreiðsla starfsmanna: Heilbrigðisfulltrúar hafa afgreitt mál milli funda, t.d. starfsleyfi, umsagnir o.þ.h. ef allt er skv. reglum og mótuðum starfsvenjum. Mál hafa síðan verið staðfest með bókun á næsta fundi nefndarinnar. Ef eitthvað er óljóst, ekki í samræmi við viðteknar vinnureglur eða ákvæði laga og reglugerða, þá er málum vísað til nefndarinnar, sjá þó um framkvæmdanefnd hér að neðan.
  • Framkvæmdanefnd. Formaður og varaformaður ásamt frkvstj. hafa myndað n.k. framkvæmdanefnd. Ef þessir aðilar eru sammála um afgreiðslu mála, þá hafa þeir umboð til afgreiðslu. Ef þeir eru ekki sammála eða ef mál eru þannig vaxin að alla nefndina þurfi til, þá hefur verið kallað til símfunda. Að mati lögfræðings Umhverfisstofnunar hefur svona framkvæmdanefnd ekki lögformelg völd.

Fundurinn ákveður að viðhaft skuli sama vinnulag þar til annað verður ákveðið.

c) Undirbúningur funda. Fundir hafa verið dagsettir nokkuð fram í tímann og fundarboð send með u.þ.b. viku fyrirvara. Í fundarboði hafa verið í málefni á dagskrá, útskýringar á þeim og tillögur starfsmanna að afgreiðslu.
Sama vinnulag verið viðhaft til að byrja með a.m.k.:
d) Erindi sem berast. Mikið berst af erindum, skipulög tilumsagnar, bréf frá Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti. Frkvstj. hefur metið erindin og svarað þeim f.h. nefndarinnar. Ef um er að ræða viðkvæm mál eða málefni sem snerta eitt landsvæði frekar en annað hefur stundum verið haft samráð við fulltrúa heilbrigðisnefndar af viðkomandi svæði, þ.e. ef eitthvað orkar tvímælis.
Ákveðið að gera tilraun með að setja erindi, umsagnir og fleiri gögn inn lokað vefsvæði í tengslum við heimasíðu HAUST. Frkvstj. falið að kanna uppsetningu slíks svæðis hjá umsjónarmanni síðunnar, en viðhafa annars svipað vinnulag og verið hefur.

4. Um framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til HAUST
HAUST hefur alllengi haft samning við Umhverfisstofnun (Ust) um að fara með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgunarstöðum f.h. Ust., þótt Ust vinni starfsleyfi og fari með þvingunarúrræði. HAUST hefur frá árinu 2002 sótt það stíft að fá fleiri verkefni frá Ust. Rök fyrir þessu eru m.a. að unnt sé að sinna eftirlitinu a.m.k. jafnvel af heimamönnum og aðilum frá Ust., eftirlitsþegar fái skjótari þjónustu, staðkunnátta og nánd nýtist, tekjur haldist í heimabyggð og fagmennska innan HAUST aukist. Hingað til hefur ekki þokast í samningsátt. Á SSA þingi í okt. var eftirfarandi ályktað:
“40. aðalfundur SSA haldinn á Hornafirði 6. og 7. október 2006 beinir því til stjórnar SSA að beita sér af fullum þunga fyrir því að Umhverfisstofnun verði hið fyrsta við endurteknum erindum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands um framsal eftirlitsverkefna og þvingunarúrræða í samræmi við lagaheimildir þar um.”
Sögulegt yfirlit um ásókn HAUST í verkefni fylgdi fundarboði og var farið yfir það.
Í tvígang hafa verið auglýstar stöður sérfræðinga hjá Ust til að mengunarvarnaeftirliti o.fl. HAUST hefur sótt um þann hluta af stöðunum sem vinna þarf á Austurlandi eða hægt er að vinna á Austurlandi.
Samstaða er innan nefndarinnar um að áfram skuli leitast eftir að fá eftirlitsverkefni frá Ust.

5. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Kaffibaunin Egilsstöðum Frestur til úrbóta veittur.
b) Hringrás á Reyðarfirði. Starfsleyfistillaga fyrir starfsemi fyrirtækisins að Hjallaleiru 12 á Reyðarfirði var auglýst í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur haft í för með sér mengun. Á auglýsingartíma barst ein aths. frá Umhverfissviði Fjarðabyggðar, þar sem krafa er gerð um að lækka hámarkshæð efnishauga úr 5 í 4 metra.
Eftir að frestur til að gera athugasemdir barst í tölvupósti orðsending um að fyrirtækið þyrfti að fá leyfi fyrir 7-8 m háum efnishaugum.
Gefið verði út starfsleyfi til 9 mánaða miðað við 4 m hæð efnishauga. Verði öllum skilyrðum starfsleyfis mætt miðað við dagsetningar í starfsleyfi og verði starfsemin án athugasemda á leyfistímanum verður leyfið endurnýjað. Verði um brot á starfsleyfisskilyrðum að ræða ber heilbrigðisfulltrúa að beita þvingunarúrræðum skv. ákvæðum hollustuháttalaga nr. 7/1998. Eftirlitsferðum verði fjölgað sbr. reglugerð 786/1999 gr. 12.5, og farið í fjórar eftirlitsferðir árið 2007.
c) Gáma- og tækjaleiga Austurlands. Starfsleyfistillaga fyrir starfsemi fyrirtækisins að Hjallanesi 10 á Reyðarfirði var auglýst í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur haft í för með sér mengun.
Á auglýsingartíma barst ein aths. frá Umhverfissviði Fjarðabyggðar, þar sem krafa er gerð um að leyfileg hámarkshæð efnishauga verði 4 metrar. Fyrir hönd Gáma- og tækjaleigu Austurlands sendi Hönnun hf. teikningar af lóð og fyrirkomulagi á starfssvæðinu á Hjallaleiru 10.
Gefið verði út starfsleyfi til 9 mánaða miðað við 4 m hæð efnishauga. Verði öllum skilyrðum starfsleyfis mætt miðað við dagsetningar í starfsleyfi og verði starfsemin án athugasemda á leyfistímanum verður leyfið endurnýjað. Verði um brot á starfsleyfisskilyrðum að ræða ber heilbrigðisfulltrúa að beita þvingunarúrræðum skv. ákvæðum hollustuháttalaga nr. 7/1998. Eftirlitsferðum verði fjölgað sbr. reglugerð 786/1999 gr. 12.5, og farið í fjórar eftirlitsferðir árið 2007.

6 Bókuð útgefin starfsleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) Bílaverkstæði Borgþórs ehf. kt. 701293-4019. Starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði Miðási 2, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfið er útgefið 6.10.2006.
b) Jóhann Gísli Jóhannsson, kt. 050460-3479. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu veitinga og samkomuhalds í íþróttahúsinu í Fellabæ, Fljótsdalshéraði vegna Bændahátíðar 28.10.2006. Leyfi útgefið 8.10.2006. Um er að ræða heimild til sölu á veislumáltíð og drykkjum á Bændahátíð.
c) Skipalækur ehf. kt. 680606-1610, Skipalæk Fellum 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir ferðatengdri þjónustu að Skipalæk, Fellum. Um er að ræða sölu á gistingu í fimm stakstæðum sumarhúsum, sérhúsi með sex fullbúnum hótelherbergjum, þrem herbergjum í íbúðarhúsi, rekstur tjaldsvæðis og rekstur setlaugar. Starfsleyfið útgefið 8.10.2006.
d) Lagarfell ehf, kt. 550802-2010, Lágafelli 2, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/tímabundið vegna samkomu í félagsheimilinu Tungubúð þann 20.10.2006. Um er að ræða leyfi fyrir samkomuhaldi og veitingum sem koma frá veitingaþjónustu Hetjunnar ehf. Fellum. Starfsleyfi útgefið 10.10.2006.
e) Bautinn ehf., kt. 540471-0379. Tímabundið starfsleyfi vegna meðhöndlunar og dreifingar veitinga í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 21. október 2006. Leyfi útgefið 19.10.2006.
f) Sigurjón Gíslason, kt. 270440-2319, Dysjar 210 Garðabæ. Starfsleyfi/breyting fyrir félagsaðstöðu að Ekkjufelli, 701 Fljótsdalshéraði. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorna án samfelldrar starfsemi og salernisaðstöðu fyrir golfvöll. Farið skal eftirstarfsreglum fyrir félagsheimili og almenningssalerni. Leyfið útgefið 24.10.2006
g) Sjónarás ehf., kt. 670502-3680. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á heimilisúrgangi (sorpi) og rekstarúrgangi. Ábyrgðaraðili: Eysteinn Einarsson, Tjarnarlandi, 701 Egilsstaðir. Leyfið útgefið 27.10.2006
h) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi vegna Vínbúðin á Egilsstöðum, Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 19.11.2006.
i) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Tímabundið starfsleyfi fyrir myndlistarsýningum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Leyfið nær til tveggja sýninga, dagana 24.-26.11. og 14.-17.12.2006. Leyfi útgefið 21.11.2006.
j) Sorpstöð Héraðs bs., kt. 700492-2069. Starfsleyfi fyrir gámavöll og móttöku og vinnslu brotamálma að Tjarnarási 11, 700 Egilsstöðum. Miðað er við starfsreglur fyrir gámastöðvar og einnig fyrir móttöku og vinnslu brotamálma. Innan 3ja mánaða frá dagsetningu leyfis skal skila inn tímasettri áætlun um úrbætur og breytingar þannig að starfsleyfisskilyrðum fyrir móttöku málma sé mætt. Úrbótum skal lokið innan árs frá útgáfu leyfisins. Leyfi útgefið 20.11.2006.
700-701 Fljótsdalshreppur
k) Arnarfell ehf., kt. 441286-1399. Starfsleyfi fyrir verkstæði á P-4, við úttak Kelduárganga. Um er að ræða verkstæði til viðgerða á eigin tækjum. Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi sbr. auglýsing nr. 582/2000 og starfsreglur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bifreiðaverkstæði. Leyfi útgefið 29.10.2006
l) Arnarfell ehf., kt. 441286-1399, Starfsleyfi fyrir matstofu við verkstæði fyrirtækisins á svæði P-4 við úttak Kelduárganga. Um er að ræða móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu fyrir allt að 50 matþega. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði eða veitingasölu eftir því sem við á. Leyfi útgefið 30.10.2006.
m) Landsvirkjun, kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli við Ufsarveitu í Fljótsdalshreppi, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu. Leyfi útgefið 19.11.2006.
n) Landsvirkjun, kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 22 íbúa við Ufsarveitu í Fljótsdalshreppi, 701 Egilsstaðir. Þjónusta vegna mötuneytis, vatnsveitu og fráveitu er frá Arnarfelli . Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir starfsmannabúðir. Leyfi útgefið 19.11.2006.
730-740 Fjarðabyggð
o) Valhöll-Fjarðabyggð ehf., kt. 670206-1140. Starfsleyfi fyrir matvælavinnslu að Hafnargötu 1, 730 Reyðarfirði, einnig veitingasölu með heitum og köldum og flutning á matvælum. Miðað er við starfsreglur fyrir matvælafyrirtæki og viðmiðunarreglur fyrir veitingastaði eða veitingasölu sem og lágmarkskröfur um flutningabíla fyrir matvöru. Leyfi útgefið 8.10.2006.
p) ESS Support Service ehf., kt. 670504-3520. Tímabundið starfsleyfi vegna meðhöndlunar og dreifingar veitinga í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði laugardaginn 29. október 2006. Leyfi útgefið 21.10.2006
q) Alcoa-Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Starfsleyfi fyrir kennsluaðstöðu í tveim stakstæðum húsum og salernisaðstöðu í starfsmannaþorpi álvers á Haga í Reyðarfirði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir kennsluaðstöðu fyrir og skóla - bóknám og fullorðinsfræðslu. Leyfi útgefið 21.10.2006
r) Bakkagerði ehf., kt. 520905-0300, Vallargerði 3, 730 Reyðarfirði. Starfsleyfi fyrir veitingastað og sölu á gistingu að Vallargerði 9, 730 Reyðarfirði. Um er að ræða gistingu fyrir tíu manns í fimm herbergjum og veitingasal fyrir allt að 25 gesti. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir veitingastaði og starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði. Starfsleyfi útgefið 19.10.2006.
s) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi vegna Vínbúðin á Neskaupstað, Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstaður. Leyfi útgefið 19.11.2006.
750 Fjarðabyggð-Búðir.
t) Vigdís Hallgrímsdóttir, kt. 040880-4029, Hrafnhildur M. Geirsdóttir, kt. 231266-5349 og Maren Rós Steindórsdóttir kt. 281081-5869 fá tímabundið starfsleyfi vegna framreiðslu á matvælum í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Um er að ræða móttökueldhús fyrir mat sem er fluttur í hitakössum frá Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði, sem annast matseld. Hótel Bjarg hefur gilt starfsleyfi frá HAUST. Gildistími leyfis: Milli kl. 20:00 og 24:00, 14.10.2006
u) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir gámavöll að Nesvegi 13, Fáskrúðsfirði. Um er að ræða móttöku og flokkun á sorpi og móttöku spilliefna. Leyfi útgefið 11.11. 2006
755 Fjarðabyggð-Stöðvarfjörður
v) Páll Óskarsson, kt. 220252-2729 f.h. Skútuklappar, kt. 451197-2909. Starfsleyfi vegna lítillar saltfiskverkunar að Bólsvör 4, 755 Stöðvarfjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir fiskvinnslur. Leyfi útgefið 23.10.2006.
w) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi til að starfrækja gámavöll að Byrgisnesi, 755 Stöðvarfjörður. Um er að ræða móttöku og flokkun á sorpi og móttöku spilliefna. Leyfi útgefið 11.11.2006.
760 Breiðdalsvík
x) Bragi Björgvinsson, kt. 170634-2419, f. h. H-sels ehf., kt. 431006-1460. Tímabundið starfsleyfi vegna silfurbergsnáms í landi Höskuldsstaðasels í Breiðdal. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir efnistöku og Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sbr. auglýsing nr. 582/2000. Starfsleyfið er bundið við efnistöku á ca 5 tonnum af silfurbergi, í samræmi við framkvæmdaleyfi Breiðdalshrepps og önnur fyrirmæli opinberra aðila. Leyfi útgefið10.11.2006.
765 Djúpivogur
y) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Vínbúðin Djúpavogi, Búlandi 1, 765 Djúpivogur. Um er að ræða hefðbundna áfengisútsölu. Starfsleyfi úrgefið17.11.2006.
780-781 Hornafjörður
z) Farfuglaheimilið Nýibær ehf., kt. 471298-2209. Starfsleyfi vegna reksturs gistiheimilis að Hafnarbraut 8, Höfn í Hornafirði. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 32 gesti í 8 herbergjum og miðað við starfsreglur fyrir gististaði. Leyfi útgefið 8.10.2006.
aa) Fjölnir Torfason, kt. 011052-2749. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu í Breiðabólsstað 1 og Steinstúni, Hala 2 í Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða breytingu á fyrra starfsleyfi, þ.e. fjölgun á gistirýmum. Leyfi útgefið 17.11.2006.
bb) Norðlenska matborðið ehf., kt. 500599-2789. Starfsleyfi fyrir sláturhús að Heppuvegi 6, 780 Höfn í Hornafirði. Miðað er við starfsreglur fyrir sláturhús og kjötvinnslur. Leyfi útgefið 19.11.2006.
cc) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir gámavöll og móttöku og vinnslu brotamálma að álaleiru, Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir gámastöðvar og einnig fyrir móttöku og vinnslu brotamálma. Leyfi útgefið 21.11.2006.

7. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
Engin tóbakssöluleyfi hafa verið gefin út frá seinasta fundi heilbrigðisnefndar

8. Starfsmannamál - húsnæði
I. Starfsmannamál.
Skv. ákvörðun heilbrigðisnefndar er heimild fyrir 100% stöðugildi út 2007 vegna stórframkvæmda. Að höfðu samráði við formann hefur verið rætt við Freydísi Dönu Sigurðardóttur, dýralækni, um 50% stöðugildi. Áform eru um að ráða sumarstarfsmenn til að mæta því sem á vantar.
Frkvstj. falið að ganga til samninga við Freydísi Dönu og leita t.d. til matvæladeildar HÍ eftir fólki til sumarafleysinga.
II. Húsnæðismál.
Skv. ákvörðun heilbrigðisnefndar er samþykki fyrir að hafa núverandi húsnæði á Egilsstöðum á leigu út árið 2007. Einnig veitti heilbrigðisnefnd heimild til að fylgjast með þróun mála varðandi þekkingarsetur á Egilsstöðum með það í huga að leigja starfsstöðvar þar.
a) Þekkingarsetur á Vonarlandi
Kynningarfundir hafa verið haldnir varðandi Þekkingarsetrið. Helga Hr. og Guðmundur Ólafsson kynntu áætlanir um leigu og kostnað við resktur húsnæðis HAUST. Fram kom að áætlaður kostnaður við leigu í Þekkingarsetrinu er áþekkur kostnaði við rekstur núverandi skrifstofu á Egilsstöðum. Stefnt er að stofnfundi þekkingarseturs í desember.
Framkvæmdanefnd var falið að vinna málið áfram og taka ákvörðun innan mánaðar.
b) Núverandi skrifstofuaðstaða á Egilsstöðum
Í leigusamningi segir: “Leigusamningur þessi er tímabundinn og lýkur í lok dags. hinn 01. janúar 2007. Aðilar samnings þessa hafa ekki heimild til uppsagnar hans á leigutímabilinu. Hafi annar hvor samningsaðila ekki tilkynnt gagnaðila um lok leigutímans með a.m.k. árs fyrir vara fyrir áætluð lok leigutíma framlengist leigusamningurinn um eitt ár miðað við upphaflegan samningstíma.
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á leigusamningi aðila að upphaflegum samningstíma loknum er eitt ár.”

Ekki verður séð að dragi að marki úr verkefnum á Kárahnjúkasvæði fyrr en á árinu 2008, enda er t.d. Arnarfell að hefja vinnu við Hraunaveitu nú í nóvember og Impregilo mun verða áfram á svæðinu a.m.k. út árið 2008. Hins vegar mun draga úr verkefnum á Reyðarfirði, því starfsmannabúðir á Haga verða væntanlega teknar niður sumarið 2007, um leið og mötuneyti í aðstöðuhúsi álvers verður tilbúið og bráðabirgðaaðstaða við byggingu álvers mun minnka. Þörf fyrir skrifstofuaðstöðu á Egilsstöðum minnkar því að mati starfsmanna ekki að sinni, auk þess sem stofnsamningur segir: “Varðandi skrifstofuaðstöðu starfsmanna skal tekið tillit til búsetu þeirra og þjónustusvæða.”
Frkvstj. leggur því fram eftirfarandi tillögu: Leigu á húsnæði í Níunni á Egilstöðum verði ekki sagt upp í desember 2006 og leigusamningur því framlengdur til ársloka 2008.
Tekin verði ákvörðun um uppsögn leigusamnings í tengslum við ákvörðun í a lið hér að ofan.

9. Af vettvangi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ
SHÍ eru samtök heilbrigðiseftirlitssvæðanna 10 sem eru á Íslandi. Fundi sitja formenn heilbrigðisnefnda og framkvæmdastjórar, samtals 20 manns. Einnig hafa framkvæmdastjórar fundað sín á milli til að undirbúa mál og samræma. Tilgangur samtakanna er að hafa talsmann/vettvang þar sem heilbrigðisnefndir/heilbrigðiseftirlit geta komið fram út á við seim einn aðili, t.d. gagnvart stjórnvöldum, atvinnurekendum og Umhverfisstofnun

I. Aðalfundur SHÍ var haldinn á Egilsstöðum og Reyðarfirði 25.10.2006. Á fundinum var Valdimar O. Hermannsson kjörinn í stjórn SHÍ. Á aðalfundinum var eftirfarandi beint til heilbrigðisnefnda:

a) Tillaga um að fela fagaðilum að kanna á ánægju viðskiptavina Heilbrigðiseftirlitssvæðanna (HES), sbr. könnun sem gerð var í Reykjavík 2006.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að taka þátt í könnun af þessu tagi.

b) Samræming á gildistíma starfsleyfa: Af hálfu atvinnurekenda hefur verið gagnrýnt að leyfistímar milli svæða og milli atvinnugreina séu mislangir. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:
„Aðalfundur SHÍ haldinn á Egilsstöðum þann 25.október beinir því til allra heilbrigðisnefnda í landinu að samþykkja samræmdan gildistíma starfsleyfa til 12 ára“.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að fara að ofangreindum tilmælum og gefa hér eftir að jafnaði út starfsleyfi með gildistíma til 12 ára. Samþykkt að fara að þessum tilmælum þegar gengið hefur verið frá samræmdum texta fyrir leyfisblöðin.
Helga kynnti að næsti fundur framkvæmdastjóra verður 2.12. og þá verður unnið að samræmingu gjaldskráa HES.

II. Af stjórnarfundi SHÍ, sem haldinn var í nóvember var Valdimar O Hermannsson kjörinn formaður SHÍ. Stjórn mun halda áfram vinnu fyrri stjórnar og funda með forsvarsmönnum SA og olíufélaganna um miðjan desember.

10 Önnur mál
a) Starfsmenn HAUST funduðu í sl. viku með fulltrúum frá matvælasviði UST og síðan einnig í sinn hóp. Undanfarin ár hafa starfsmenn hist tvisvar á ári til að samræma störf og bera saman bækur.
b) Reglugerðarbreytingar kynntar. Um er að ræða tvær breytingar.

i. Fallið er frá starfsleyfisskyldu fyrir flugeldasýningar á þeim tíma sem almenn sala og notkun skotelda er heimil þ.e.a.s. frá og með 28. desember til og með 6. janúar.
ii. Leyfisskyldu fyrir brennur er breytt, þannig að hér eftir eru aðeins brennur þar sem ætlaður brennutími er lengri en 2 tímar eru starfsleyfisskyldar.
Fundi slitið kl. 15.20

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og Júlíu Siglaugsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Björn Emil Traustason
Andrés Skúlason
Sigurður Ragnarsson
Kristín Ágústsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson
Júlía Siglaugsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search