Fundargerð 12. nóvember 2014

haldinn í Gistihúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 12. nóvember 2014
Fundurinn hefst með léttum hádegisverði kl. 12:00

Heilbrigðisnefndarmenn, bæði aðal og varamenn skv. skipun í nefndina á haustþingi SSA voru boðaðir:

Aðalmenn mættir:
Eiður Ragnarsson, Árni Kristinsson, Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Andrés Skúlason, Lilja Kristjánsdóttir, Benedikt Jóhannsson, Kristín Ágústsdóttir

Varamenn mættir:
Þórhallur Harðarson, Gunnhildur Imsland, Vilhjálmur Jónsson og Helga Hrönn Melsteð
Varamenn sem boðuðu forföll: Elvar Jónsson, Þórhildur Ásta Magnúsdóttir og Auður Ingólfsdóttir

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Júlía Siglaugsdóttir


Dagskrá:

Ný heilbrigðisnefnd. 711
1.  Lagaumhverfi heilbrigðisnefnda.  711
2.  Staðan hjá HAUST. 711

2.1   Fjármál 711
2.2.  Húsnæðismál  711

3.  Varðar framsalssamninga um eftirlit frá ríkisstofnunum.  711
4.  Bókuð útgefin starfsleyfi   713
5.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi   714
6.  Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva. 714

6.1  Þ.S. Verktakar ehf.  714

7.  Næstu fundir – starfið framundan. 714
8.  Önnur mál   714

 

Ný heilbrigðisnefnd

Nefndarmenn og starfsmenn kynntu sig og aðkomu sína að nefndinni.

Kjör varaformann.

Tillaga formanns og framkvæmdastjóra um að Árni Kristinsson verði áfram varaformaður heilbrigðisnefndar var samþykkt samhljóða.

 

1. Lagaumhverfi heilbrigðisnefnda

Framkvæmdastjóri og staðgengill hans kynntu stjórnsýslulega stöðu heilbrigðisnefnda gagnvart sveitarfélögunum og ríkisstofnunum, einnig helstu lög sem störf nefndarinnar byggja á. Farið var yfir helstu verkefni heilbrigðiseftirlits og verkefnaskiptingu starfsmanna. Nefndarmenn spurðu út í nokkur atriði og voru þau skýrð.

 

2. Staðan hjá HAUST

2.1.  Fjármál

Lögð fram gögn, uppgjör fjárhags í lok október og borin saman við fjárhagsáætlun 2014.

Tekjur eru umfram áætlun og munar þar mestu um endurgreiddan rannsóknakostnað, en rekstur er einnig umfram áætlun vegna útlagðs kostnaðar vegna rannsókna. Að öðru leyti er rekstur nokkurn veginn í samræmi við áætlun.

2. 2.   Húsnæðismál

Reyðarfjörður: Samningur um leigu á Búðareyri 7 á Reyðarfirði hefur ekki verið endurnýjaður og rennur út um áramót. Drög hafa verið lögð að samningi um afnot af skrifstofu á Austurvegi 20.

Egilsstaðir: Austurbrú hefur tilkynnt hækkun á leigu aðstöðunnar á Tjarnarbraut 39b og eru málin í skoðun. Starfsmönnum falið að vinna áfram í málinu.

Að auki er HAUST með skrifstofuaðstöðu í ráðhúsinu á Höfn og á Breiðdalsvík, þar sem starfsmenn HAUST með búsetu á hvorum stað hafa aðstöðu. Ekki er fyrirséð breyting á þessari aðstöðu.

 

3. Varðar framsalssamninga um eftirlit frá ríkisstofnunum.

Eftirfarandi er ályktun af síðasta aðalfundi SSA:

Aðalfundur SSA haldinn á Vopnafirði 19. og 20. september 2014 skorar á ríkisvaldið að marka þá stefnu að Umhverfisstofnun og Matvælastofnun verði breytt í stjórnsýslustofnanir og dregið úr eftirlitshlutverki þeirra. Heilbrigðiseftirliti verði falið sem mest af eftirlitsverkefnum á grunni reglugerða og leiðbeininga. Heilbrigðisfulltrúar eru sérfræðingar í eftirliti og geta sinnt eftirlitsverkefnum úr nærumhverfi sínu á hagkvæman hátt. Umhverfisstofnun og Matvælastofnun verði gefið rými til að sinna samræmingarhlutverki, samskiptum við systurstofnanir í öðrum löndum og vinnu fyrir ráðuneytin, m.a. endurskoðun reglugerða sem er orðið afar brýnt verkefni.

Eins og er eru ekki samningar um eftirlit HAUST f.h. Matvælastofnunar (MAST).

Milli HAUST og Umhverfisstofnunar (UST) eru tveir samningar í gildi: Annars vegar er samningur um að HAUST fari með eftirlit með urðunarstöðum og spilliefnamóttökum f.h. UST, gildistími er til ársloka 2015. Hins vegar er samningur um að HAUST fari með eftirlit með tilteknum verkefnum, þ.e. eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og fiskeldi auk tilfallandi verkefna á starfssvæði HAUST ef UST óskar eftir því með gildistíma til árloka 2016.

Þrátt fyrir seinni samninginn mun allt eftirlit með fiskeldi, þ.e. bæði þeim fjórum fiskeldisstöðum sem UST hefur gefið starfsleyfi fyrir og einnig nokkur minni fiskeldisstöðvum sem HAUST hefur gefið út starfsleyfi fyrir færast yfir til MAST í upphafi janúar 2015. Þetta gerist vegna breytinga á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Með breytingum sem gerðar voru síðla árs 2014 er kveðið á um eftirfarandi:

Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar.
og
Matvælastofnun sér um afmarkaða þætti eftirlits með fiskeldi sem Umhverfisstofnun er falið samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, á grundvelli þjónustusamnings við Umhverfisstofnun

Í samskiptum við lögfræðing hjá UST hefur komið fram að hér eftir sé UST bundin af ofangreindri lagabreytingu og að ekki sé grundvöllur til að semja um að aðrir en MAST fari með mengunarvarnaeftirlit vegna fiskeldis f.h. UST. Því liggur fyrir að hluti verkefna sem HAUST hefur unnið skv. samningi við UST flyst yfir til MAST um áramót. Aukinheldur flyst starfsleyfisvinnsla og reglubundið eftirlit með mengunarvörnum fiskieldisfyrirtækja undir 200 tonnum einnig frá HAUST. Um er að ræða verkefna og tekjumissi frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisstofnana.

Hér er sem sagt um að ræða þróun þvert á vilja sveitarstjórna á Austurlandi og að því er virðist einnig á skjön við stefnu ráðherra sem stýrir bæði Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sbr. svar hans við fyrirspurn á Alþingi skv. frétt á RUV 7.11.2014 þar sem hann segist leggja áherslu á það „við forstöðumenn stofnana sem heyri undir ráðuneytið að leitast við að verja dreifða starfsemi og efla starfsstöðvar með það að markmiði að auka framboð opinberra sérfræðistarfa á landsbyggðinni“

Nokkur umræða varð á fundinum um þann flutning verkefna sem orðið hefur frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisstofnana, þ.e. efnavörueftirlit til UST og nú fiskeldi til MAST.

Það veldur því miklum vonbrigðum að verkefni sem hafa verið unnin með góðum árangri og af fagmennsku í nærsamfélagi sveitarfélaga á Austurlandi skuli enn færð til ríkisstofnana. Enn verra er að slíkt skuli gerist á sama tíma og yfirlýsingar hafa verið gefnar af stjórnvöldum um að dreifa störfum og efla um leið starfstöðvar á landsbyggðinni sem búa við verkefnaskort.  Ódýrara og skilvirkara hlýtur að vera að færa aukin verkefni til þeirra opinberu stofnana sem þegar eru fyrir hendi á landsbyggðinni en að flytja stofnanir í heilu lagi. Auk þess má færa fyrir því góð rök að eftirlit sem hér greinir sé mun skilvirkara sé því sinnt í nærumhverfi.

Heilbrigðisnefnd skorar því hér með á ráðherra að beita sér fyrir því að ríkisstofnanir nýti þær heimildir sem eru í lögum til að fela heilbrigðisnefndum eftirlitsverkefni fyrir þeirra hönd, enda sé fyrir hendi fagþekking og mannafli,  ásamt því að beita sér fyrir breytingum á reglugerðum og lögum til þess að slíkt sé mögulegt á sem flestum sviðum. Enda má með margvíslegum rökum sýna fram jákvæð byggðaáhrif af slíkum tilfærslum verkefna.

           

4. Bókuð útgefin starfsleyfi  

700-701 Fljótsdalshérað
a) Tortola ehf., kt. 700311-0580. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun með vinnslu að Kaupvangi 23b. Starfsleyfi útgefið 11.9.2014
b) Heilsuefling Heilsurækt ehf., kt. 560914-1640. Tímabundið starfsleyfi fyrir líkamsræktarstöð og lítilsháttar sölu á fæðubótarefnum að Miðvangi 1-3. Leyfið útgefið 22.9.2014 og gildir 31.12.2014.
c) Þ.S. verktakar ehf., kt. 410200-3250. Starfleyfi fyrir starfsstöð fyrirtækisins að Miðási 19-21. Leyfi útgefið 27.9.2014.
d) Gyða Dögg Sigurðardóttir, kt. 230684-2519. Starfsleyfi/nýtt vegna sölu á gistingu á einkaheimili, Bláskógum 12. Leyfið útgefið 14.10.2014
e) 701 Hotels ehf., kt. 540605-1490. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum, gistingu og rekstri samkomuhúss í Valaskjálf, Skógarlöndum 3. Leyfi útgefið 23.10.2014

710 Seyðisfjörður
f) Pólstjarnan ehf., kt. 691294-4719. Endurnýjað starfsleyfi vegna kvíaeldis á allt að 200 tonnum af laxi árlega við Háubakka í Seyðisfirði. Leyfi útgefið 7.11.2014
g) Magnús Scheving Thorsteinsson, kt. 301068-3369. Endurnýjað starfsleyfi vegna kvíaeldis á allt að 200 tonnum af laxi árlega í Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Leyfi útgefið 7.11.2014

720 Borgarfjarðarhreppur
h) Ferðaþjónustan Álfheimar ehf., kt. 571298-3769. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun að Bakkaeyri.Starfsleyfi útgefið 14.10.2014.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
i) Hárstofa Sigríðar ehf., kt. 360112-1920. Breyting á starfsleyfi Hárstofu Sigríðar, auk hársnyrtistofu er einn ljósabekkur í aðstöðunni. Undanþága fékkst frá Umhverfis-og auðlindaráðuneyti varðandi kröfu um sturtuaðstöðu. Leyfið útgefið 3.11.2014.

735 Fjarðabyggð - Eskijförður
j) Ásdís Hauksdóttir, kt. 171087-2289. Starfsleyfi/nýtt fyrir Karakter-hársnyrtistofu, Strandgötu 50. Leyfið útgefið 15.10.2014.

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
k) Guðjón Birgir Jóhannsson, kt. 190185-2739. Tímabundið starfsleyfi vegna árshátíðar Fjarðabyggðar dagana 20.9. og 11.10. í Íþróttahúsinu Neskaupstað. Leyfið útgefið 17.9.2014.
l) Trölli ehf., kt.500398-2219. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu í Hótel Capitano, Hafnarbraut 50. Leyfi útgefið 6.10.2014. >

780-785 Hornafjörður
m) Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu, kt. 491087-2509. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum úr fullbúnu veitingaeldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti í Nýheimum, Litlubrú 2, 780 Höfn, Leyfi útgefið 1.9.2014.
n) Hafþór Bogi Reynisson, kt. 250676-3360. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í heimahúsi að Silfurbraut 34 fyrir 4 manns í 2 herbergjum. Leyfið útgefið 18.9.2014..
o) Setberg 1 ehf., kt. 710801-2580. Starfsleyfi fyrir rekstur einkavatnsveitu og sölu gistingar fyrir allt að 9 manns á Setbergi í Nesjum, 781 Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Stefán Helgi Helgason, kt. 250159-5369. Leyfi útgefið 1.10.2014. .
p) Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169. Tímabundið starfsleyfi fyrir jarðboranir í landi Hollfells á Mýrum. Starfsleyfi útgefið 3.10.2014.
q) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Nýtt starfsleyfi fyrir gámavöll að Álaleiru 2 á Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir móttöku á úrgangi frá fyrirtækjum og íbúum í sveitarfélaginu Hornafirði. Úrgangurinn er flokkaður og búinn til flutnings til endurvinnslustöðva eða förgunar á löglegum förgunarstöðvum. Leyfi útgefið 8.11.2014.

 

5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

720 Borgarfjarðarhreppur

a)  Ferðaþjónustan Álfheimar ehf., kt. 571298-3769. Tóbakssöluleyfi í matvöruverslun fyrirtækisins að Bakkaeyri. Leyfi útgefið 14.10.2014

 

6. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

6. 1   Þ.S. Verktakar ehf.

Á fundi nefndarinnar þann 3.9. var ákveðið að kynna fyrirtækinu áform um beitingu dagsekta til að knýja á um lausn fráveitumála við starfsstöð þess við Miðvang 19-21 á Egilsstöðum.

Þann 25.9. kallaði forsvarsmaður fyrirtækisins heilbrigðisfulltrú til skoðunar, þar sem búið var að grafa upp skiljubúnað á SV horni lóðar. Þar reyndist vera sambyggð sand- og olíuskilja sem hafði grafist alldjúpt undir jarðvegi og týnst. Því miður voru ekki fyrirliggjandi lagnateikningar eða upplýsingar um hreinsivirki við húseignina.

Með því að finna hreinsivikið og þjónusta það hefur fyrirtækið að fullu uppfyllt kröfur varðandi mengunarvarnir fráveitu og því hefur starfsleyfi verið gefið út fyrir starfsstöðina.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessum málalokum en minnir á að í starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 kemur eftirfarandi fram í lið 3.3: „Upplýsingar um legu og fyrirkomulag frárennslislagna séu tiltækar í fyrirtækinu“.

 

7.  Næstu fundir – starfið framundan

Eins og fram hefur komið hefur framkvæmdastjóri fengið launalaust leyfi frá störfum í tvo mánuði í byrjun árs 2015 auk þess sem staðgengill framkvæmdastjóra mun taka barneignaleyfi á komandi ári. Embættið er vel mannað og fullvíst að störfum mun verða vel sinnt þrátt fyrir þessar fjarverur.

Tillaga lögð fram um eftirfarandi fyrirkomulag funda:

  • Símfundur um miðjan desember.
  • Símfundur eftir miðjan febrúar
  • Snertifundur í byrjun apríl – þá myndi nefndin hittast og móta verklag og vinnu nefndarinnar, farið yfir starfslýsingar, gæðastefnu HAUST o.þ.h.
  • Símfundur í byrjun júní

Ofangrein tillaga samþykkt og frkvstj. falið að tímasetja fundina nánar miðað við að símfundir verði á miðvikudögum kl. 9:10 og að snertifundur verði einnig um miðja viku.

 

8.  Önnur mál

AS spurði um framvindu í leyfismálum fráveitna. HHr svarði því til að búið er að ganga frá óvissumálum varðandi skilgreiningar og að tímasortur veldur að málið er ekki lengra komið en raun ber vitni.

Fundi slitið kl. 15:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Eiður Ragnarsson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Lilja Kristjánsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Þórhallur Harðarson
Gunnhildur Imsland
Vilhjálmur Jónsson
Helga Hrönn Melsteð
Júlía Siglaugsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 

pdfFundargerðin á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search