Fundargerð 2. september 2015

124. / 6. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn þann 2.9.2015
á Hótel Hildibrand í Neskaupstað og hefst kl. 12:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

  • Eiður Ragnarsson
  • Árni Kristinsson
  • Lovísa Rósa Bjarnadóttir
  • Andrés Skúlason
  • Sandra Konráðsdóttir
  • Kristín Ágústsdóttir
  • Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:

  • Helga Hreinsdóttir
  • Leifur Þorkelsson
  • Borgþór Freysteinsson

Dagskrá

Kynning á Hótel Hildibrand 742
1. Breyting í skipan heilbrigðisnefndar 742
2. Bókuð útgefin starfsleyfi 742
3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 745
4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 745
    4.1 Bensínstöð á Möðrudal 745
    4.2 Olís, olíutankur við Hestgerði 745
    4.3 Tærgesen ehf., vegna Hótel Austur á Reyðarfirði 746
    4.4 Málefni fleiri fyrirtækja 746
5.  Mál unnin og/eða afgreidd milli funda 746
    5.1 Umsagnir 746
    5.2 Annað 746
6.  Frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 747
7.  Ársreikningur 2014 747
8.  Drög að fjárhagsáætlun 2016 og breyting á gjaldskrá 747
    8.1 Drög að fjárhagsáætlun 747
    8.2 Breyting á gjaldskrá HAUST 747
9.  Önnur mál 747
    9.1 Næstu fundir: 747
    9.2 Samningur um verkefni f Matvælastofnun 748
    9.3 Aðalfundur SSA 748
Kynning á fráveitu- og leikskólamálum í Neskaupstað 748

Kynning á Hótel Hildibrand

Nefndarmenn snæddu saman hádegisverð á Hótel Hildibrand og fengu kynningu hótelinu, tilurð þess og stefnu. Var gerður góður rómur að máli Guðröðar Hákonarsonar, sem einnig sagði frá samskiptum sínum við starfsmenn HAUST á framkvæmdatíma við innréttingar hótelsins.

Síðan var gengið til fundarstarfa og formaður, Eiður Ragnarsson setti fundinn.

1.  Breyting í skipan heilbrigðisnefndar

Í kjölfar þess að Lilja Kristjánsdóttir hefur flutt af starfssvæði HAUST hefur Sandra Konráðsdóttir verið tilnefnd sem nýr aðalmaður fyrir norðursvæðið. 

Sandra er boðin velkomin til starfa um leið og Lilju er þakkað fyrir stutt en gott samstarf.

2.  Bókuð útgefin starfsleyfi  

690 Vopnafjörður

a) Stefán Viðarsson, kt. 240769-5189. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum í Veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá. Leyfið útgefið 9.6.2015.

b) Kvenfélagið Lindin, kt. 670279-0229. Breyting á starfsleyfi, bætt var við tjaldsvæði þar sem var fyrir leyfi á samkomuhús og vatnsveitu. Leyfinu breytt 25.6.2015.

c) J&S ehf., kt. 670114-2010. Nýtt starfsleyfi fyrir meindýravarnir og garðaúðun. Leyfið útgefið 16.7.2015.

d) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Nýtt starfsleyfi fyrir sundlaugina í Selárdal. Leyfi útgefið 26.7.2015.

720 Borgarfjarðarhreppur

e) Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald í Bræðslunni á Borgarfirði þann 25.7.2015 kl. 18:00-23:59. Ábyrgðarmaður: G. Magni Ásgeirsson. Leyfi útgefið 17.7.2015.

701 Fljótsdalshreppur

f) Óbyggðasetur ehf., kt. 540314-0630. Nýtt starfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi á Egilsstöðum: Sölu á gistingu og einföldum veitingum, rekstri vatnsveitu, safns og hestaleigu auk starfsmannaaðstöðu. Ábyrgðarmaður: Arna Björg Bjarnadóttir, kt. 250476-3109. Leyfi útgefið 5.7.2015.

700-701 Fljótsdalshérað

h) Fasteignafélagið Jaxlar ehf., kt. 540514-1190. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Hamragerði 7, íbúð 101. Leyfið útgefið 9.6.2015.

i) Sigríður Ævarsdóttir, kt. 180663-7469. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, heimagisting að Finnsstöðum 1a. Leyfið útgefið 23.6.2015

j) Elsa Björg Reynisdóttir, kt. 210365-4009. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, heimagisting að Mjóanesi. Leyfið útgefið 25.6.2015.

k) María Kristjánsdóttir, kt. 080553-4049. Nýtt starfsleyfi vegna daggæslu fyrir allt að 10 börn í heimahúsi að Miðgarði 11 a. Leyfið útgefið 24.6.2015.

l) Hestamannafélagið Freyfaxi, kt. 470482-0449. Tímabundið starfsleyfi fyrir útisamkomu, tjaldsvæði o.fl. vegna Fjórðungsmóts hestamanna á Stekkhólma 2. til 5. júlí 2015. Ábyrgðarmaður: Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson, kt. 180684-2719. Leyfi útgefið 30.6.2015.

m) 701 Hotels, kt. 540605-1490. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingastarfsemi á hestamannamóti á Stekkhólma 2.-7.7.2015. Ábyrgðarmaður: Halldór Warén, kt. 141171-4969. Leyfi útgefið 30.6.2015.

n) Guðrún Sigurðardóttir, kt. 140958-7949. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu, heimagistingu að Bláargerði 55. Leyfið útgefið 14.7.2015.

o) Vaðall ehf., kt. 620606-0810. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu, auk reksturs vatnsveitu að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Starfsleyfi endurnýjað 20.07.2015.

p) Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110. Starfsleyfi fyrir rekstur fráveitu þéttbýlisins á Egilsstöðum. Leyfi útgefið 26.7.2015.

q) Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110. Starfsleyfi fyrir rekstur fráveitu þéttbýlisins í Fellum. Leyfi útgefið 26.7.2015.

r) Hitaveita Egilsstaða og Fella, kt. 470605-1110. Starfsleyfi fyrir rekstur fráveitu Hallormsstaðar. Leyfi útgefið 26.7.2015.

s) Orkusalan ehf., kt. 560306-1130. Nýtt starfsleyfi vegna vatnsveitu fyrir sumarhúsin að Ekru. Leyfið útgefið 31.7.2015.

t) Weerawan Warwn, kt. 270976-2209. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingastarfsemi á Ormsteiti, þ.e. í markaðstjaldi við Nettó á Egilsstöðum 21.-22.8.2015. Ábyrgðarmaður: Weerawan Warwn, kt. 270976-2209. Leyfi útgefið 25.6.2015.

u) Ferðaþjónustan Óseyri ehf., kt. 43912-0540. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu í sumarhúsi að Sólbakka, lóð nr. 29 Úlfstaðaskógi. Leyfið útgefið 7.8.2015

v) Forskot, ferðaþjónustufélag, kt. 600794-3109. Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Ormsteiti á Fljótsdalshéraði 14.-23.8.2015 og veitingareksturs á hreindýraveislu í Bragganum við Sláturhúsið 22.8.2015. Ábyrgðarmaður: Guðrún Lilja Magnúsdóttir, kt. 280680-3899. Leyfi útgefið 12.8.2015.

w) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Nýtt starfsleyfi fyrir þurrsalerni til afnota fyrir almenning við Kreppubrú á Fljótsdalshéraði, N 65°05.961‘ W016°10.590. Leyfi útgefið 14.8.2015.

x) Húsastóll ehf., kt. 640300-3450. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúðum að Lagarási 12 n.h. Leyfið útgefið 17.8.2015.

y) Egilsstaðahúsið ehf., kt. 700198-2869. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu auk heilsulindar þ.e. heitum potti, sauna og eimbaði í Gistihúsinu á Egilsstöðum Egilsstöðum 1-2. Leyfi útgefið 20.08.2015.

710 Seyðisfjörður

z) Sigurður Jónsson, kt. 310558-6729. Nýtt starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Sæbergi. Leyfið útgefið 10.6.2015.

aa) LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomu, útitónleika 18.-19.7.2015 á plani við Norðursíld, Strandarveg. Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619.

bb) Dóra Kristín Halldórsdóttir, kt. 020953-4119. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar að Austurvegi 13b, Myndahúsið. Leyfi útgefið 5.7.2015.

cc) Tækniminjasafn Austurlands, kt. 440203-2560. Tímabundið starfleyfi fyrir veitingasölu og samkomuhald á Smiðjuhátíð á Seyðisfirði 23.-26.7.2015. Starfsemin fer fram í Angró og veitingatjaldi við Angró sem og í Tækniminjasafni og Herðubreið. Ábyrgðarmaður: Pétur Kristjánsson, kt. 310752-6819. Leyfi útgefið 20.7.2015.

dd) Ingiraf Steinarsson, kt. 160373-3699. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúð, Báran, Ránargötu 8. Leyfið útgefið 21.8.2015.

715 Fjarðabyggð – Mjóifjörður

ee) Marzibil Erlendsdóttir, kt. 200260-3339. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu, heimagistingu að Dalatanga. Leyfið útgefið 10.6.2015.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

ff) Weerawan Warwn, kt. 270976-2209. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingastarfsemi á Bryggjuhátíð á Reyðarfirði 27.6.2015. Ábyrgðarmaður: Weerawan Warwn, kt. 270976-2209. Leyfi útgefið 25.6.2015.

gg) GMR 2 ehf., kt. 510613-1390. Færsla starfsleyfis Hringrásar hf., kt. 420589-1319, vegna móttöku og vinnslu málma og dekkja að Hjallaleiru 12, yfir á nýjan rekstaraðila skv. ákvæðum í 27. gr. reglugerðar 785/1999. Leyfi breytt 13.7.2015.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

hh) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfleyfi vegna niðurrifs og/eða bruna á tveim sjóhúsum í Eskifjarðarkróki. Leyfi útgefið 26.7.2015.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

ii) Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Breyting á starfsleyfi. Ný staðsetning á starfsmannabúðum sem áður voru við snjóflóðagarða við innkomu í bæinn, en eru nú staðsettar á Neseyri. Leyfi útgefið 9.6.2015.

jj) Trölli ehf., kt. 500398-2219. Nýtt starfsleyfi vegna sölu gistingar að Strandgötu 14. Ábyrgðarmaður: Magni Kristjánsson, kt. 240842-3519. Leyfi útgefið 9.6.2015.

kk) Hildibrand slf., kt. 431012-0490. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu veitinga í og við íþróttahús Norðfjarðar á Eistnaflugi 8.-12.7.2015. Ábyrgðarmaður: Guðröður Hákonarson, kt. 300463-5849. Leyfi útgefið 25.6.2015.

ll) Neistaflug, fjölskylduhátíð, kt. 670515-1250. Tímabundið starfsleyfi fyrir bæjarhátíðina Neistaflug 30.7.-3.8.2015. Ábyrgðarmaður: Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, kt. 260583-4099. Leyfi útgefið 12.7.2015.

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður

mm) Fjarðabyggð, kt.470698-2099. Tímabundið starfsleyfi vegna heildar-umsjónar á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði 2015. Gildistími leyfis 23.-26.7.2015. Ábyrgðarmaður Guðbjörg Steinsdóttir, kt. 210989-3239.

nn) Sirkus Íslands, kt. 431186-1369. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald Sirkus Íslands við Hafnargötu 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Lee Robert Nelson, kt. 030675-2829. Gildistími leyfis: 2.-27.7.2015.

760 Breiðdalshreppur

oo) Breiðdalssetur, kt. 630181-0119. Starfsleyfi fyrir safnastarfsemi og móttöku-eldhús í húsnæði Breiðdalsseturs. Starfsstöð: Gamla kaupfélagið Sæbergi 1. Útgáfudagur leyfis: 1.7.2015.

pp) Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200. Frystihúsið, ráðstefnu- og veitingasalur, Sólvöllum 23. Starfsleyfi fyrir veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 300 gesti, ásamt fundar- og ráðstefnuaðstöðu. Leyfi útgefið 9.6.2015

765 Djúpivogur

qq) Félagsbúið Lindarbrekka, kt. 500614-1960. Starfsleyfi fyrir sölu gistingar á einkaheimili að Lindarbrekku 2. Ábyrgðarmaður: Bergþóra Valgeirsdóttir, kt. 180678-4419. Leyfi útgefið 26.7.2015.

780-785 Hornafjörður

rr) Sólsker ehf., kt. 590307-2030. Tímabundið starfsleyfi fyrir sölu á matvælum úr hjalli við Nettó, Höfn. Leyfi útgefið 28.5.2015 og gildir til 15.9.2015.

ss) Karlakórinn Jökull, kt. 610280-0139. Tímabundið starfsleyfi vegna dansleiks í Sindrabæ 26. júní 2015. Ábyrgðarmaður: Geir Þorsteinsson, kt. 240465-4349. Leyfi útgefið 15.6.2015.

tt) Kvennakór Hornafjarðar, kt. 630997-3139. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomu og veitingasölu, þjóðahátíðar í Mánagarði 25.6.2014. Ábyrgðarmaður er Lucia Óskarsdóttir, kt. 071050-5999.

uu) Hopp ehf., kt. 520207-0310. Nýtt starfsleyfi vegna íbúðagistingar að Víkurbraut 2. Ábyrgðarmaður: Árnína Hornfjörð Guðjónsdóttir, kt. 270676-4999. Leyfi útgefið 21.6.2015.

vv) Ungmennafélagið Sindri, kt. 430380-0609. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og veitingasölu í íþróttahúsi Heppuskóla 26.–28.6.2015. Ábyrgðarmaður er Valdemar Einarsson, kt. 010762-5299. Leyfi útgefið 21.6.2015.

ww) Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029. Tímabundið starfsleyfi fyrir bæjarhátíð, Humarhátíð á Höfn 26.-28.6.2015. Ábyrgðarmaður: Kristín Kristjánsdóttir, kt. 110950-2339. Leyfi útgefið 24.6.2015.

xx) Ósinn ehf., kt. 681290-1339. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu í Miklagarði, neðri hæð, á Humarhátíð 26.-28.6. 2015. Ábyrgðarmaður: Gísli Már Vilhjálmsson, kt. 071066-5929. Leyfi útgefið 24.6.2015.

yy) Humar kokkur ehf., kt. 420914-0750. Tímabundið starfleyfi vegna veitingasölu í Miklagarði, neðri hæð, á Humarhátíð 26.-28.6. 2015. Ábyrgðarmaður: Tryggvi V. Tryggvason, kt. 080383-4019. Leyfi útgefið 24.6.2015.

zz) Ottó Marvin Gunnarsson, kt. 080291-4209. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu í fljótandi formi í Miklagarði, efri hæð, á Humarhátíð 26.-28.6.2015. Leyfi útgefið 24.6.2015.

aaa) Lónið ehf., kt. 631298-2309. Starfsleyfi fyrir gistiheimili að Vesturbraut 4. Ábyrgðarmaður: Sigurjón Gunnarsson, kt. 270959-5989. Leyfið útgefið 7.7.2015.

bbb) Lón slf., kt. 510613-1120. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í lítilli íbúð að Þorgeirsstöðum Lóni. Ábyrgðamaður Ragnar Pétursson. Leyfið útgefið 8.7.2015.

ccc) Vala ferðaþjónusta Kálfafellsstað Suðursveit, kt. 450614 0170. Breyting á starfsleyfi vegna sölu gistingar úr 10 manns í 16 manns í 10 herbergjum. Breyting á leyfinu gerð þann 10.7.2015.

ddd) Hótel Vatnajökull ehf., kt. 470897-2449. Nýtt starfsleyfi fyrir tímabundna starfsemi, starfsmannabúðir við byggingu hótels að Hnappavöllum 10 í Öræfum. Ábyrgðarmaður: Karl Sigfússon, kt. 160977-4779. Leyfi útgefið 12.7.2015.

eee) Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 640485-0439. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu á Jökulsárlóni 15.8.2015 kl. 23:00 til 24:00. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Þröstur Þór Ágústsson, kt. 280388-3869. Leyfi útgefið 19.7.2015.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður

Hildibrand slf., kt. 431012-0490. Tóbakssöluleyfi í Hildibrand Hótel, Hafnarbraut 2. Ábyrgðarmaður: Guðröður Hákonarson, kt. 300463-5849. Leyfi útgefið 30.6.2015.

4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

4.1 Bensínstöð á Möðrudal

Úrbótum skv. kröfum HAUST byggðum á reglugerð nr. 93/1995 m.s.br. hefur ekki verið sinnt þrátt fyrir og veitta fresti. Heilbrigðisfulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Heilbrigðisnefnd átelur rekstaraðila fyrir seinagang varðandi atriði sem lúta að rekstarþáttum, ekki síst hvað varðar öryggismerkingar og rekstarhandbók. Hafi ekki borist frá rekstaraðila fullnægjandi gögn um lagfæringu á búnaði, rekstarhandbók og öryggisbúnað á bensínstöðinni fyrir 1.5.2016 mun nefndin íhuga að fella niður starfsleyfi bensínstöðvarinnar.

4.2 Olís, olíutankur við Hestgerði

Fyrirtækið N1 sem rak bensínstöð í Hestgerði hefur fjarlægt sína tanka og lokað stöðinni, enda uppfyllti hún ekki kröfur sem gera ber til bensínstöðva.

Án samráðs við HAUST hefur fyrirtækið Olís sett 10 þús. l olíutank ofanjarðar á staðinn og geta aðilar keypt díselolíu með „sérstökum lykli“. Bensínstöðvar og neyslutankar eru háð leyfum heilbrigðisnefndar, því var fyrirtækinu sent erindi með kröfu um að sækja um leyfi fyrir umræddum tanki eða fjarlægi og leggi af notkun hans ella.  Með umsókn um leyfi var óskað upplýsinga um notkun tanksins og hvernig fyrirtækið skilgreini hann innan ramma reglugerðar nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi og hvernig skilyrðum fyrir leyfi verður mætt.  Framlengdur frestur var veittur til 28.8.2015 í kjölfar tölvupósts sem barst 12.8. Þar segir að formlegt erindi og umsókn um leyfi verði send, ásamt tillögu að því hvernig fyrirtækið treysti sér til að ganga frá tanki á næstu dögum. Með bréfi dagsett 31.8.2015 sækir fyrirtækið um leyfi til að staðsetja tímabundið neyslugeymi við Hestgerði. Í umsókn er ekki nefnd tímalengd eða upplýsingar um áformaðan frágang á tanki.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu frest til 15.112015 til að leggja fram tímasetta áætlun um endanlegar úrbætur á aðstöðunni í samræmi við kröfur um bensínstöð og/eða að loka stöðinni og fjarlægja tankinn. Einnig er krafa um að við tankinn verði sett árekstravörn og að við hann verði daglegt eftirlit og uppþrif eftir þörfum þar til málinu er lokið.

4.3 Tærgesen ehf., vegna Hótel Austur á Reyðarfirði

Í reglubundu eftirlit í þann 10.8. sl. kom í ljós að breytingar höfðu verið gerðar á starfseminni og hún útvíkkuð án samráðs eða samþykkis HAUST. Í kjölfar breytinganna er starfsmannaaðstaða fyrirtækisins ófullnægjandi. Þá fundust engin gögn um innra eftirlit í fyrirtækinu en innra eftirlit er lögbundið í matvælafyrirtækjum og forsenda starfsleyfis. Fyrirtækinu var í kjölfar eftirlitsferðarinnar veittur 14 daga frestur til að sækja um breytingu á starfsleyfi til HAUST, lagfæra starfsmannaaðstöðu og taka upp innra eftirlit.

Engin viðbrögð hafa borist frá fyrirtækinu og ástandið var óbreytt í eftirfylgniferð sem farin var í hótelið þann 1.9. sl.

Heilbrigðisnefnd samþykir að veita fyrirtækinu frest til 30. september nk. til þess að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru í kjölfar eftirlitsferðar þann 10. ágúst. Hafi ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt innan þess tíma hafa starfsmenn HAUST umboð Heilbrigðisnefndar til að beita þvingunarúrræðum í samræmi við 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli og 26.gr. laga nr.7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

4.4 Málefni fleiri fyrirtækja

Heilbrigðisfulltrúar sögðu frá málum sem eru í eða hafa verið í vinnslu.

Eitt mál var bókað í trúnaðarmálabók.

5. Mál unnin og/eða afgreidd milli funda

5.1 Umsagnir

a) Deiliskipulag við Hengifoss á Fljótsdal
b) Aðal- og deiliskipulag við Urriðavatn v/ ylstrandar
c) Aðalskipulagsbreyting á Höfn, Ósland og f Hof í Öræfum
d) Orkustofnun – tvær umsagnir
e) Umsögn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Norðfjarðarhöfn
f) Aðal- og deiliskipulagsbreytingar á Höfn, Höfnin - Ósland
g) Umsögn um drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hornafirði
h) Umsögn um drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Seyðisfjarðarkaupstað
i) Umsögn um drög að samþykkt um fráveitumál í Hornafirði og gjaldskrárdrög með.

5.2 Annað

j) Gæludýr og gæludýrasamþykktir

HHr greinir frá vinnu vegna brota á samþykkt um hundahald.

Drög að samþykktum um hundahald og samþykkt um kattahald og gæludýrahald  annarra en hunda voru unnin og send sveitarfélögunum í lok nóvember 2014.  Síðan hafa verið gerðar lítilsháttar breytingar og sendar sveitarfélögunum á ný.  Eftirfarandi sveitarfélög hafa ákveðið að gerast aðilar að þeim. Sveitarfélagið Hornafjörður, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Vopnafjarðarhreppur.  Drögin hafa verið send til Umhverfisráðherra til staðfestingar og verða vonandi birt í Stjórnartíðindum á næstunni.

6. Frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Fiskeldi Austfjarða ehf. lagði þann 17.1.2013 fram kæru til úrskurðarnefndar vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar frá 12.12.2012 um að synja fyrirtækinu um starfsleyfi fyrir eldi á allt að 200 tonnum af laxi á hnitsettum svæðum í Berufirði og Fáskrúðsfirði.  Í heild var synjað umsóknum nokkurra aðila um samtals 15 sambærileg leyfi í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.

Í úrskurðarorði er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunarinnar hafnað og þau meginsjónarmið heilbrigðisnefndar viðurkennd að með útgáfu heildarfjölda starfsleyfa sem sótt hafi verið um leyfi fyrir, til viðbótar við fiskeldi sem fyrir var, yrði gengið of nærri burðargetu fjarðanna. Þar með yrði ekki farið að markmiðum laga nr. 7/1998 „að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi”.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessum úrskurði en telur jafnframt slæmt hve langan tíma úrskurðarnefndin tekur í úrvinnslu mála.

7. Ársreikningur 2014

Drög að ársreikningi 2014 voru lögð fram á seinasta fundi heilbrigðisnefndar og frkvstj. falið að ganga frá honum til að leggja fyrir aðalfund í október. 

Ársreikningurinn hefur verið áritaður af skoðunarmönnum reikninga og aðalmönnum í heilbrigðisnefnd. Hann fylgir fundarboðinu og verður sendur sveitarfélögunum með aðalfundarboði.

8. Drög að fjárhagsáætlun 2016 og breyting á gjaldskrá

8.1 Drög að fjárhagsáætlun

Drög að fjárhagsáætlun höfðu verið send formanni og varaformanni til kynningar áður en þau voru send Heilbrigðisnefnd fyrir fundinn. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir helstu breytingum sem hafa áhrif á fjárhagsáætlun, þ.e. breytingar á fyrirtækjalista, úrskurður gerðardóms vegna launa, kostnaður við rannsóknir sýna o.fl.

Meðan launaliður var ræddur viku starfsmenn aðrir en framkvæmdastjóri af fundi.

Með handauppréttingum samþykkti heilbrigðisnefnd einróma fram lögð drög að fjárhagsáætlun til afgreiðslu á aðalfundi HAUST, þó með fyrirvara um breytingar á fyrirtækjalista ef einhverjar verða frá því drögin voru unnin.

8.2 Breyting á gjaldskrá HAUST

Í samræmi við gögn með fjárhagsáætlun er gerð tillaga um að hækka tímagjald í gjaldskrá HAUST frá 2011 m.s.br. úr 9.400 í 10.500 kr.  Einnig var samþykkt að hækka sýnagjald vegna neysluvatnssýna úr 15.000 í 20.000 kr.  Örfáar orðalagsbreytingar einnig lagðar fram og breytingar á viðauka A með gjaldskránni.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagða tillögu að gjaldskrárbreytingu til afgreiðslu á aðalfundi HAUST.

9. Önnur mál

9.1 Næstu fundir:

Á seinasta fundi var samþykkt að næstu fundir yrðu sem hér segir og ekki komu fram tillögur um breytingar þar á.

  • Símfundur miðvikudaginn 14.10   
  • Aðalfundur miðvikudaginn 28.10.
  • Símfundur miðvikudaginn 2.12

Samþykkt að senda Heilbrigðisnefndarmönnum lista yfir staðsetningu aðalfunda hingað til.  Skv. stofnsamningi um HAUST bs. skal miða við það að dreifa staðsetningu aðalfundanna um starfssvæðið.

9.2 Samningur um verkefni f. Matvælastofnun

Á fundi Heilbrigðisnefndar þann 15.4. sl. var samþykkt heimild til að starfsmenn gengju frá samningi við Matvælastofnun um að HAUST taki að sér eftirlit með vöruskoðun og gerð hleðslustaðfestinga vegna útflutnings á sjávarafurðum f.h. MAST.  Vegna verkfalla hjá starfsmönnum MAST varð ekki af undirritun samninga, en þeir hafa nú verið teknir upp aftur.

Heilbrigðisnefnd stendur við fyrri bókun um að HAUST sækist eftir og taki að sér verkefni fyrir UST og MAST eftir því sem unnt er og felur HHr og LÞ að ganga frá samningi við MAST skv. fram komnum samningsdrögum. Verði umtalsverðar breytingar á skulu drögin á ný lögð fyrir fund nefndarinnar.

9.3 Aðalfundur SSA

Samþykkt að leggja fyrir aðalfund SSA tillögu um að sveitarfélögin vinni saman að gerð svæðisáætlunar um meðferð úrgangs.

Kynning á fráveitu- og leikskólamálum í Neskaupstað

Í lok fundarins kynnti Marinó Stefánsson, starfsmaður Fjarðabyggðar, nefndinni hvað verið er að gera í fráveitumálum í Neskaupstað og einnig leikskólabyggingu sem er að rísa þar sem áður var slippur.  Þeir fundarmanna sem höfðu áhuga og tíma skoðuðu bygginguna í fylgd Marinós.

Fundi slitið kl. 15:40.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Eiður Ragnarsson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Borgþór Freysteinsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search