Fundargerð 2. desember 2015

126. / 8. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis þann 2.12.2015 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Hrönn Melsteð sem varamaður Kristínar Ágústsdóttur.

Starfsmenn:
Helga Hreinsdóttir
Júlía Siglaugsdóttir undir lið 2.1

Dagskrá:

1.   Bókuð útgefin starfsleyfi    753
2.   Blábjörg – ósk um undanþágu frá notkun klórs í setlaug. 753
      2.1   Blábjörg – ósk um undanþágu frá notkun klórs í setlaug. 753
      2.2   Pizzafjörður Nesk. 754
      2.3   Skálateigur 754
      2.4   Kaffihúsið Eskifirði 754
      2.5   Fjarðahótel ehf. v. Egilsbúð. 754
      2.6   Skeljungur Freysnesi   754
      2.7   Skeljungur v/ fituskilja frá eldhúsum í söluskálum.  755
      2.8   Skeljungur vegna rekstrarhandbók. 755
      2.9   Olís, olíutankur í Hestgerði   755
      2.10 Bensínstöðvar Olís í Neskaupstað og Reyðarfirði   755
      2.11 Bensínstöð Olís Fellabæ 756
      2.12 Bensínstöðin Olís á Höfn 756
      2.13  701 Hotels ehf. v/ Salt, veitingastaður, Egilsstöðum  756

3.   Mál unnin eða afgreidd milli funda. 757
      3.1  Umsagnir 757

4.  Vegna innheimtu eftirlitsgjalda– leiðbeiningar um reikningagerð. 757
5.  Sameiginleg eftirlitsverkefni MAST og HES 2016. 757
6.  Tilboð um innheimtu f.h. HAUST. 757
7.  Önnur mál   757
     7.1  Fundadagatal 2016   757

 

1.  Bókuð útgefin starfsleyfi  

700-701 Fljótsdalshérað
a) Ylur ehf., kt. 430497-2199. Breyting á starfsleyfi, tvö leyfi felld saman í eitt: Ylur- viðgerðaraðstaða og vinnsla með plast og frauðefni að Miðási 43-45. Leyfinu breytt 20.11.2015.
b) Heilsuefling Heilsurækt ehf., kt. 560914-1640. Breyting á starfsleyfi, flutningur í nýtt húsnæði að Lyngási 12. Leyfið útgefið 26.11.2015.

710 Seyðisfjörður
c) Arnbjörg Sveinsdóttir, kt. 180256-7099. Starfsleyfi/breyting, Post-Hostel, gistiheimili, Hafnargötu 4, 710 Seyðisfirði. Leyfi útgefið 15.10.2015.

730 Fjarðabyggð - Reyðarfjörður

d) Tærgesen ehf., kt. 411209-0830. Breyting á starfsleyfi fyrir Hótel Austur, Búðareyri 6, þ.e. til viðbótar við leyfi fyrir sölu gistingar og veitinga kemur rekstur á heitum potti og sauna. Starfsleyfi útgefið 16.10.2015.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
e) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Tímabundið starfselyfi vegna vatnsveitu í Oddsskarði. Leyfið útgefið 24.11.2015 og gildir til 1. júlí 2016
f) Austurríki ehf., kt. 570102-2570. Starfsleyfi fyrir Skíðaskálinn í Oddsskarði vegna lítilsháttar veitingasölu og salernisaðstöðu. Leyfið útgefið 24.11.2015.

740 Fjarðabyggð - Norðfjörður
g) ÁTVR, kt. 410169-4369. Breyting á starfsleyfi vegna flutnings Vínbúðin Neskaupstað, Hafnarbraut 15. Leyfið útgefið 29.10.2015. 780-785 Hornafjörður
h) Þórhildur María Jónsdóttir, kt. 150474-4859. Nýtt starfsleyfi til að heitreykja og pakka bleikju í Matarsmiðju Matís, Álaleiru 1. Leyfi útgefið 3.11.2015 til fjögurra ára.
i) Hólabrekkuafurðir ehf., kt. 670808-0410. Nýtt starfsleyfi fyrir matvöruverslun, Sveitabúðin Anna og Anna, í fyrrum húsnæði N1 í Nesjum. Ábyrgðarmaður: Anna Egilsdóttir, kt. 280355-2089. Leyfi útgefið 6.112015. með gildistíma til 3ja mánaða.
j) Karlakórinn Jökull, kt. 610280-0139. Tímabundið starfsleyfi vegna dansleiks í Sindrabæ 5.12.2015. Ábyrgðarmaður er Geir Þorsteinsson, kt. 240465-4349. Leyfi útgefið 26.11.2015.
k) UMF Sindri, kt. 430380-0609. Tímabundið starfsleyfi vegna dansleiks í Mánagarði 26.12.2015. Ábyrgðarmaður er Valdemar Einarsson, kt. 010762-5299. Leyfi útgefið 26.11.2015.
l) Ránarslóð ehf., kt. 620405-0270. Nýtt starfsleyfi fyrir morgunverðaraðstöðu að Vesturbraut 4. Ábyrgðaraðili Halldór Birgisson. Leyfi útgefið 26.11.2015.
m) Runólfur J. Hauksson, kt. 170560-4859. Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Bogaslóð 16. Leyfi útgefið 30.11.2015.

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

2.1 Blábjörg – ósk um undanþágu frá notkun klórs í setlaug

Með erindi dags. 21.10.2015 óskar fyrirtækið Blábjörg ehf eftir að leyfi til að nota bróm til sótthreinsunar á viðarpotti í stað hefðbundins klórs.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að leyfa undanþágu frá notkun klórs í tilraunaskyni í 3 mánuði frá 1. maí til 31. júlí 2016 fáist samþykki Umhverfisstofnunar. Sýni verði tekin 2 x mán. Standist baðvatnið ekki ákvæði reglugerðar um heilnæmi baðvatns skal leyfið tafarlaust fellt úr gildi og tilrauninni hætt.

2.2 Pizzafjörður Nesk

Í kjölfar eftirlits í fyrirtækinu í október og nóvember varð ljóst að innra eftirliti var ábótavant auk þess sem notkun húsnæðisins hafði verið breytt, þannig að aðstaðan var ekki lengur í samræmi við ákvæði starfsleyfis og reglugerða þar um. Rekstaraðili óskaði eftir úrbótafresti til 15.12.2015.

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðinn frest til 15.12. Þá verði húsnæðið að fullu í samræmi við ákvæði reglugerðar, aðstaðan hrein og skráningar á innra eftirliti í samræmi við ákvæði þar um. Verði ekki staðið við ofangreindan frest mun heilbrigðisnefnd íhuga að beita fyrirtækið þvingunaraðgerðum skv. ákvæðum í VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.

2.3 Skálateigur

Þann 7.8.2014 var gefi út tímabundið starfsleyfi til móttöku á málmum og dekkjum í gryfjum við Skálateig í Norðfirði og brottflutnings á þeim til endurvinnslu. Framlengt starfsleyfi er útrunnið sem og frestur sem starfsleyfishafa var veittur til að hreinsa svæðið.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita rekstaraðila lokafrest til 15.1.2016 til að leggja framáætlun um brottflutning málma og dekkja ásamt tiltekt á svæðinu. Berist ekki tímanlega raunhæf áætlun um upphreinsun, sem heilbrigðisnefnd getur samþykkt, mun nefndin íhuga að beita þvingunarúrræðum skv.skv. ákvæðum í VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.

2.4 Kaffihúsið Eskifirði

Í eftirliti í október og nóvember var fyrirtækinu veittur frestur til lagfæringa m.a. á innra eftirliti og til að leggja fram tímasettar áætlanir um lagfæringar á húsnæðinu. Af hálfu fyrirtækisins hafa verið gerðar úrbætur á innra eftirliti og lagðar fram áætlanir um lagfæringar sem og óskað eftir fresti vegna þeirra í samræmi við fram lagða tímaáætlun.

Heilbrigðisnefnd samþykkir umbeðna fresti en felur heilbrigðisfulltrúum að fylgja málum vel eftir.

2.5 Fjarðahótel ehf. v. Egilsbúð

Eldhús og tækjabúnaður Egilsbúðar hafa ekki hlotið viðunandi viðhald og lagfæringar auk þess sem nokkrum atriðum hefur verið ábótavant í rekstri.

Fyrir liggur að samningur milli rekstaraðila og eiganda hússins sem rennur út um áramót mun ekki verða framlengdur.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsleyfishafi haldi rekstri áfram til áramóta, en með skýrum kröfum um ítarleg þrif og vandaða meðferð matvæla. Heilbrigðisnefnd mun ekki samþykkja nýtt starfsleyfi vegna veitingastarfsemi eins og verið hefur án viðamikilla lagfæringa á húsinu.

2.6 Skeljungur Freysnesi

Með erindi dags. 23.11. sl. óskar fyrirtækið eftir fresti til lagfæringa á þvottaplani bensínstöðvarinnar í Freysnesi fram á vor 2016.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að þvottaplanið við bensínstöð Skeljungs í Freysnesi verði endurnýjað snemmsumars 2016 í samræmi við ósk fyrirtækisins.

2.7 Skeljungur v/ fituskilja frá eldhúsum í söluskálum

Með erindi dags. 23.11. sl. er óskað eftir fresti vegna uppsetningar á fituskiljum við fleiri starfsstöðvar fyrirtækisins eða þar til reynsla er kominn á búnað sem nú er í notkun á einni af stöðvum fyrirtækisins, þ.e. á Fáskrúðsfirði.

Heilbrigðisnefnd samþykkir beiðnina, enda er æskilegt að safna reynslu af rekstri fituskiljunnar á Fáskrúðsfirði í nokkra mánuði áður en fleiri af sömu tegund eru settar upp á vegum fyrirtækisins. Málið verði skoðað á ný vorið 2016.

2.8 Skeljungur vegna rekstrarhandbók

Í eftirliti ársins á starfsstöðvum Skeljungs hafa verið gerðar aths. við skort á rekstarhandbókum eða færslum í þær.

Kröfur hafa verið gerðar um úrbætur skv. eftirfarandi: Rekstarhandbók skv. ákvæðum 75. og 89. gr. reglugerðar nr. 35/1994 verði komið í notkun, annaðhvort á pappír eða tölvutæku formi þannig að heilbrigðiseftirlit hafi aðgang að upplýsingum eins og vera ber.

Þann 30.11. sl. barst bréf frá Skeljungi þar sem gerð er grein fyrir yfirstandandi vinnu við að gera rekstarhandbók aðgengilega á tölvutæku formi og er gert ráð fyrir að skráningar á hluta eftirlitsþátta verði orðnar virkar í lok 1. ársfjórðungs 2016 og að í eftirliti sem fram fari á 3ja árfjórðungi verði unnt að byggja á rafrænum rekstarhandbókum á úttektarstað eða í bækistöð

Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið fyrir að hafa ekki þegar komið rekstarhandbók í notkun skv. ákvæðum í reglugerð nr. 35/1994 eða í það minnsta að koma upplýsingum um mikilvæga rekstarþætti til HAUST. Verð ígildi rekstarahandbóka ekki orðin virki eftir 2. ársfjórðung 2016 mun nefndin íhuga að áminna fyrirtækið.

2.9 Olís, olíutankur í Hestgerði

Á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9.sl. var eftirfarandi bókað:

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu frest til 15.11.2015 til að leggja fram tímasetta áætlun um endanlegar úrbætur á aðstöðunni í samræmi við kröfur um bensínstöð og/eða að loka stöðinni og fjarlægja tankinn. Einnig er krafa um að við tankinn verði sett árekstravörn og að við hann verði daglegt eftirlit og uppþrif eftir þörfum þar til málinu er lokið.

Engin viðbrögð hafa borist frá fyrirtækinu um þetta mál, en skv. upplýsingum frá Hornafirði var tankurinn enn á staðnum þann 1.12. sl. hann.

Heilbrigðisnefnd íhugar að beita fyrirtækið dagsektum í samræmi við ákvæði í 6. kafla 27. gr. laga nr. 7/1998 enda hefur fyrirtækið ekki sinnt fyrirmælum heilbrigðisnefndar frá 10.9. sl. um að leggja fram áætlun um endanlegar úrbætur á aðstöðunni né heldur lokað stöðinni og fjarlægt tankinn.

Fyrirtækinu er veittur lokafrestur til 15.1.2016 til að bregðast við kröfum skv. bókun nefndarinnar frá 2.9. eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum verði beitt mun tekin á grunni fram lagðra gagna á næsta fundi Heilbrigðisnefndar eftir að frestur rennur út.

2.10 Bensínstöðvar Olís í Neskaupstað og Reyðarfirði
Í eftirliti ársins á starfsstöðvum Olís hafa verið gerðar aths. við skort á rekstarhandbókum eða færslum í þær.

Kröfur hafa verið gerðar um úrbætur skv. ákvæðum 75. og 89. gr. reglugerðar nr. 35/1994 og að rekstarhandbókum verði komið í notkun, annaðhvort á pappír eða tölvutæku formi þannig að heilbrigðiseftirlit hafi aðgang að upplýsingum eins og vera ber.

Með pósti dags. 27.11. hefur fyrirtækið gert grein fyrir að á starfsstöðvar fyrirtækisins í Neskaupstað og Reyðarfirði hafi verið komið fyrir Þjónustuhandbók með þeim atriðum úr rekstrarhandbók sem talið er hæfa á stöðunum.

Heilbrigðisnefnd fagnar því að úrbótum hafi verið sinnt og að ekki þurfi að koma til frekari afskipta vegna málsins.

2.11 Bensínstöð Olís Fellabæ

Í águst var veittur frestur til 15.11.2015 til að leggja fram eftirfarandi gögn:

  • Tímasettar áætlanir um framkvæmdir við lagfæringu á plani og tilfærslu ofanjarðartanks verið sendar til HAUST.
  • Upplýsingar varðandi endurnýjun stöðvarinnar ásamt áformum um gerð áfylliplans.
  • Staðfesting á að rekstarahandbók sé virk og notuð.

Engin viðbrögð höfðu borist frá fyrirtækinu varðandi þennan lið að kvöldi dags 1.12.

Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið fyrir að hafa ekki orðið við fyrirmælum heilbrigðiseftilrits og veitir því lokafrest til 15.1.2016 til að bregðast við kröfunum eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum skv. 26. gr. laga um hollustuhætti mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br. verði beitt mun tekin á grunni fram lagðra gagna á næsta fundi Heilbrigðisnefndar.

2.12 Bensínstöðin Olís á Höfn

Í samræmi við kröfur frá heilbrigðisnefnd lagði fyrirtækið fram bréf dags. 30.5.2014 með áætlunum lagfæringar fyrir lok ágúst 2014. Heilbrigðiseftirlit samþykkti umbeðinn frest. Í eftirliti í nóvember var gengið úr skugga um að úrbótum er lokið nema að ekki er enn búið að leggja bundið slitlag á áfylliplan, þannig að það uppfyllir enn ekki ákvæði reglugerðar nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Einni var staðfest að rekstarhandbók var ekki virk.

Með tölvupósti dags. 25.11. var fyrirtækið ynnt svara um þessi atriði, en engin viðbrögð höfðu borist að kvöldi dag 1.12.

Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið fyrir að hafa ekki orðið við fyrirmælum heilbrigðiseftilrits og veitir því lokafrest til 15.1.2016 til að bregðast við gerðum kröfunum eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ákvörðun um hvort þvingunarúrræðum skv. 26. gr. laga um hollustuhætti mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br. verði beitt mun tekin á grunni fram lagðra gagna á næsta fundi Heilbrigðisnefndar.

2.13 701 Hotels ehf. v/ Salt, veitingastaður, Egilsstöðum

Á fundi heilbrigðisnefndar 3.6.sl: varsamþykkt að veita rekstaraðila frest til 1.8.2015 til að leggja fram áætlun sem sýni hvernig fullnægjandi hreinsun fráveitu frá starfseminni verði háttað. Miða skal við að öllum framkvæmdum verði lokið í seinasta lagi fyrir 1.5.2016.

Rekstaraðili hefur nú sent HAUST afrit af tilboði í fituskilju sem hann hefur tekið og telst því hafa uppfyllt fyrri kröfu nefndarinnar. Þetta upplýsist hér með.

3. Mál unnin eða afgreidd milli funda

3.1 Umsagnir um

a. Ofanflóðavarnir á Norðfirði – Urðarbotn og Sniðgil, tillaga að matsáætlun
b. Ofanflóðavarnir á Norðfirði – Nesgil og Bakkagil., tillaga að matsáætlun
c. Aðalskipulagsbreytingu í Hofi Öræfum
d. Deiliskipulagsbreytingu í Hofi Öræfum

HHr svaraði fyrirspurnum um ofangreind mál.

4. Vegna innheimtu eftirlitsgjalda– leiðbeiningar um reikningagerð

Þegar fyrirtæki eru í vanskilum við HAUST eða sveitarfélögin vegna starfsleyfis- og/eða eftirlitsgjalda HAUST er auðveldara að ná fram greiðslum ef reikningar og upplýsingar um fyrir hvað er verið að rukka liggja fyrir. Það sem þarf að koma fram á reikningi, sérstaklega ef þarf að fara með reikninginn í áframhaldandi innheimtu þar sem dómstólar krefjast sundurliðunar er

  • upplýsingar um fastanúmer
  • vegna hvaða eftirlits eða þjónustu er verið að innheimta

Vegna þessa þarf HAUST að taka upp skráningu á fastanúmerum. Sveitarfélögin þurfa að gæta þess að setja texta á reikningablöðin í þá veruna að um sé að ræða eftirlitsgjald vegna ákveðins árs og skv. gildandi gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á Austurlandssvæði.

Umsóknareyðublöð verði endurskoðuð fyrir áramót og gert ráð fyrir skráningu á fastanúmeri húsnæðis þar sem starfsemin fer fram. HAUST sendi sveitarfélögum tillögu að texta til að setja inn á reikninga sem þau senda út.

5. Sameiginleg eftirlitsverkefni MAST og HES 2016

Á „vorfundi“ sem haldinn var 20.10. sl var samþykkt að vinna eftirfarandi sameiginleg eftirlitsverkefni á árinu 2016:

  • Kælikeðjan- verkefni sem var frestað frá 2015
  • Listeria Monocytogenes í matvælum tilbúnum til neyslu
  • Kæling á matvælum eftir suðu matvælavinnslur, veitingahús, mötuneyti o.þ.h.
  • Kanna hvort fullyrðingar um matvæli séu skv. reglugerðum

Lagt fram til kynningar

6. Tilboð um innheimtu f.h. HAUST

Landsbankinn hefur séð um að innheimta framlag sveitarfélaga til HAUST með mánaðarlegum reikningum er hefur með bréfi dags. 21.9. kynnt áform um breytingar þar á.

Frá MT bókhaldi hefur borist tilboð um að yfirtaka þessa innheimtu f.h. HAUST:

Heilbrigðisnefnd samþykkir að taka tilboði MT Bókhalds um að taka að sér ofangreind verkefni og einnig að innheimta frá sveitarfélögunum verði eingöngu rafræn.

7. Önnur mál

7.1 Fundadagatal 2016

Lögð fram tillaga um að fundir á árinu 2016 verði sem hér segir, alltaf á miðvikudögum:

10.2. símfundur
6.4. símfundur
18.5. snertifundur – afgreiða ársskýrslu
29.6. símfundur ef þurfa þykir fyrir sumarleyfi –
Sumarleyfi í júlí og ágúst
7.9. snertifundur - leggja fram drög að fjárhagsáætlun, gjaldskrá o.þ.h.
19.10. símfundur
2.11. aðalfundur HAUST bs.
7.12. símfundur

Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreint fundaplan með fyrirvara um breytingar ef þörf gerist.

Ekki komu fram önnur mál og formaður sleit fundi kl. 10:10 eftir að fundarmenn höfðu óskað hver öðrum gleðilegrar aðventu og jóla.

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Hrönn Melsteð
Helga Hreinsdóttir

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search