Fundargerð 3. júlí 2018

142. / 24. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 3. júlí 2018 kl. 13:30

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

1. Bókuð útgefin starfsleyfi 856
2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 857
3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 857
3.1 Café Nielsen á Egilsstöðum 857
4. Vinna milli funda 857
5. Önnur mál 858
5.1 Bréf frá Matvælastofnun varðandi breytingu á lögum um matvæli 858
5.2 Fyrirhugað foreldraorlof framkvæmdastjóra 858
5.3 Lýsismengun á Fáskrúðsfirði laugardaginn 30.06 858
5.4. Næstu fundir 858


1.  Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður
a) Kauptún rekstrarfélag ehf. kt.. 690113-1200. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun með vinnslu að Hafnarbyggð 4. Leyfi útgefið 18.6.2018.

700-701 Fljótsdalshérað
b) Stóravík ehf., kt. 580517-2340. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, leiksvæði og vatnsveitu fyrir Stóruvík. Nýtt leyfi útgefið 9. maí 2018 gildir til 9.maí 2019.
c) LF3 ehf., kt. 540217-1220. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Lagarfelli 3. Leyfi útgefið 16.11.2017.
d)  Stjörnuhár ehf., kt. 690705-0520. Breyting á starfsleyfi fyrir hárgreiðslustofu að Miðvangi 2-4. Leyfi útgefið 25.5.2018.
e) Valdís Björk Geirsdóttir, kt. 260991-3109. Starfsleyfi fyrir Snyrtistofuna Draumey, Miðvangi 2-4. Leyfi útgefið 28.5.2018.
f)  M Snær ehf., kt. 630605-1050. Tímabundið starfsleyfi vegna niðurrifs á íbúðarhúsinu í Fögruhlíð. Leyfi útgefið 4.6.2018 og gildir til 4.9.2018.
g) Tjarnarland ehf. kt. 620518-3280. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og vatnsveitu. Starfsleyfi gefið út 31. maí 2018, ný kennitala að öðru leiti sama leyfi og gefið var út 10. apríl. sl.
h) 1001 nótt ehf., kt. 501213-0980. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, veitingum og heitum pottum á Álfási. Leyfi gefið út 29.6.2018.

710 Seyðisfjörður

i) Arnbjörg Sveinssdóttir, kt. 180256-7099. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir Post hostel Austurvegi 30 og Hafnargötu 4. Leyfi útgefið 14.5.2018.
j) Farfuglaheimilið Hafaldan ehf. kt. 610508-0810. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, Suðurgötu 8. Breytt starfsleyfi gefið út 30. maí 2018.
k) Stefán Smári Magnússon, kt. 300560-2969. Nýtt starfsleyfi vegna eyðingar meindýra. Starfsstöð í áhaldahúsi, Ránargötu 2. Leyfi útgefið 30.5.2018.
l) Fagurhóll ehf., kt. 520303-3320. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu (Media Luna) Hafnargötu 2. Starfsleyfið gefið út 12. júní 2018.
m) LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi, kt. 600201-2120. Tímabundið starfsleyfi fyrir útisamkomu vegna útitónleika í Norðursíldarporti / Nord Marína ehf. við Strandarveg 21.-22.7.2018. Leyfi útgefið 21.6.2018.

720 Borgarfjarðarhreppur
n) Fiskverkun Kalla Sveins ehf., kt.510602-2340. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í Álfacafé. Starfsleyfi útgefið 22.05.2018 og gildir til 22.05.2030
o) Gusa ehf., kt. 630518-0670. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun í Póst og símahúsi. Leyfi útgefið 22.6.2018.

780-785 Hornafjörður.
p) Tuliníus ehf. kt. 511198-2329. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Hafnarbraut 8. Leyfi útgefið 14.5.2018.
q) Tuliníus ehf. kt. 511198-2329. Starfsleyfi fyrir starfsleyfi fyrir matsöluvagn við Hafnarbraut 8. Starfsleyfi útgefið 14.5.2018.
r) Selbakki ehf., kt.560908-0590. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í Flatey á Mýrum. Leyfi útgefið 18.5.2018.
s) Koley ehf., kt. 430206-1170. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í golfskálanum, Dalbraut 12. Leyfi útgefið 22.5.2018.
t) Reipstindur ehf., kt. 420517-0760. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, Aurora Cabins Hafnarvegi. Leyfi útgefið 29.5.2018.
u) Hammer 300 ehf., kt. 610311-0240. Breyting á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og einföldum veitingum að Hvannabraut 3-5, Höfn Hostel. Starfsleyfi útgefið 13.6.2018.
v) Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029. Starfsleyfi vegna Humarhátíðar á Höfn. Starfsleyfi gildir frá 29.6.2018-1.7.2018.
w) Festivus ehf. kt. 530115-0700. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu að Hafnarbraut 2. Leyfi útgefið 27.8.2018.
x) Fiskbúð Gunnhildar ehf., kt.520218-1220. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun með vinnslu að Víkurbraut 4. Leyfi útgefið 29.06.2018.

Áningastaðir á Austurlandi
y) Vegagerðin kt. 680269-2899. Starfleyfi fyrir almenningssalerni (þurrsalerni) á fimm áningastöðum á Austurlandi. Staðsetningar salernanna eru við Norðausturveg (Háreksstaðaleið, afleggjari til Vopn), við Jökulsá á Dal,við Fossá, við Þvottá og við Hestgerði. Starfsleyfi útgefið 7.6.2018 og gildir til 15.10.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

720 Borgarfjarðarhreppur
a) Gusa ehf., kt. 630518-0670. Tóbakssöluleyfi í Póst og símahúsi. Leyfi útgefið 22.6.2018.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu leyfisins

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1 Café Nielsen á Egilsstöðum

Ábendingar hafa borist frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem er rekstraraðili fráveitu á Egilsstöðum um endurteknar stíflur í útrás frá veitingastaðnum. Engar mengunarvarnir eru fráveitu frá staðnum

Í samræmi við ákvæði 3.töluliðs 5.greinar reglugerðar 789/1999 um fráveitur og skólp gerir Heilbrigðisnefnd kröfu um að sett verði upp fitugildra á fráveitu frá veitingastaðnum. Skal uppsetningu hennar vera lokið fyrir 1.apríl 2019.

 

4. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulög

a. Deiliskipulagstillaga fyrir íþrótta – og útivistarsvæði á Vopnafirði.

Aðrar umsagnir

b. Umsögn um frummatsskýrslu vegna efnistöku úr sjó við Eyri í Reyðarfirði.

 

5. Önnur mál

5.1 Bréf frá Matvælastofnun varðandi breytingu á lögum um matvæli

Framkvæmdastjóri kynnir efni bréfsins.

5.2  Fyrirhugað foreldraorlof framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri hyggst nýta sér rétt sinn foreldaorlofs í samræmi 24. gr. laga um fæðingar og foreldraorlof. Um er að ræða eina viku eftir miðjan ágúst.

5.3. Lýsismengun á Fáskrúðsfirði laugardaginn 30.06.

Framkvæmdarstjóri gerir grein fyrir málinu og aðkomu HAUST að því.

Heilbrigðisnefnd harmar atburðinn og leggur áherslu á að Umhverfisstofnun beiti sér fyrir því að verkferlar við útskipun á lýsi hjá fyrirtækinu verði yfirfarnir ásamt því að tryggt verði að búnaður standist kröfur. Heilbrigðisnefnd þykir í ljósi þessa fyllsta ástæða til að endurmeta viðbragðsáætlanir vegna mengunarslysa innan fyrirtækja sem telja má í áhættuflokki vegna bráðamengunar..Viðbragðsáætlanir þurfa að vera einfaldar og skýrar og innihalda nákvæmar upplýsingar, meðal annars hverjir eigi að fá tilkynningu strax ef mengunarslys verða.
Jafnframt beinir nefndin því til hlutaðeigandi aðila að reglulega séu haldnar
„skrifborðsæfingar“ þar sem viðbrögð við mengunarslysum eru æfð.

5.4  Næstu fundir

12. september í Fjarðabyggð Aðalfundur er áætlaður 24. október

Fundi slitið kl. 14:30

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Árni Kristinsson
Gunnhildur Imsland
Andrés Skúlason
Sandra Konráðsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð 142 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search