Fundargerð 14. maí 2019

149. / 5. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
14. maí 2019 kl 13:15

Heilbrigðisnefndarmenn:
Jón Björn Hákonarson Davíð Þór Sigurðarson
Kristján Sigurður Guðnason Aðalheiður Borgþórsdóttir
Auður Anna Ingólfsdóttir Kristín Ágústsdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson Lára Guðmundsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir Helga Hreinsdóttir
Borgþór Freysteinsson Ólöf Vilbergsdóttir

Dagskrá:

1. Bókuð útgefin starfsleyfi   880
2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 881
3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva 882
3.1. Íslenska Gámafélagið – úrskurður 882
3.2. ISAVIA ohf. 882
3.3. Fjalladýrð ehf. 882
3.4. Mjólkursamsalan á Egilsstöðum 882
3.5. Steiney, Vopnafirði 883
3.6. Sláturfélag Vopnfirðinga á Vopnafirði 883
3.7. Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ 883
4. Vinna milli funda 883
5. Ársskýrsla HAUST 883
6. Önnur mál 883
6.1. Mengunarmælar á Seyðisfirði 883
6.2. Næsti fundur 883

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Bar smíðar ehf., kt. 620218-0730. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Fagradalsbraut 25, Leyfi útgefið 28.3.2019.
b) Klassík ehf., kt. 660902-2010. Starfsleyfi fyrir húðgötun að Selási 1. Leyfi útgefið 4.4.2019.
c) Kverkfjöll Sigurðarskáli sf., kt. 410716-0970. Starfsleyfi fyrir rekstur Sigurðarskála í Kverkfjöllum, þ.e. fjallaskála með starfsmannaaðstöðu, tjaldsvæði og vatnsveitu auk stoðþjónustu. Leyfi útgefið 9.4.2019.
d) Skeljungur hf., kt. 590269-1749. Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytisafgreiðslu á Fagradalsbraut 13. Leyfi útgefið 17.4.2019.
e) Skeljungur hf., kt. 590269-1749. Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hallormsstað. Leyfi útgefið 17.4.2019.
f) Skeljungur hf., kt. 590269-1749. Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytisafgreiðslu á Skjöldólfsstöðum. Leyfi útgefið 17.4.2019.
g) D. Haraldsson slf., kt. 430417-0960. Nýtt starfsleyfi fyrir Dýralæknastofu Daníels, Tjarnarbraut 21. Leyfi útgefið 23.4.2019.
h) SK veitingar ehf., kt. 461218-0910, Starfsleyfi fyrir veitingastað að Tjarnarbraut 1. Leyfi útgefið 24.4.2019.
i) Kristófer Sigurðsson, kt., 271197-2689. Starfsleyfi fyrir sólbaðsstofu að Ekkjufellsseli. Leyfi útgefið 9.5.2019.
j) Stóravík ehf., kt. 580517-2340. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir gistiaðstöðu, vatnsveitu og leiksvæði í 6 sumarhúsum í Stóruvík. Leyfi útgefið 13.5.2019 og gildir til 13.8.2019.

710 Seyðisfjörður
k) LungA-Listahátíð ungs fólks, kt., 600201-2120. Starfsleyfi fyrir útisamkomu að Strandvegi 21. Leyfi gildir frá 2019-2022.

720 Borgarfjörður eystri
l) Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Starfsleyfi fyrir tónleikana „Bræðsluna“. Leyfi gildir frá 2019-2022.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
m) Djákninn ehf., kt. 530716-1120. Starfsleyfi fyrir sölu veitinga í (Shell)skálanum að Búðareyri 28, Reyðarfirði. Leyfi útgefið 28.3.2019.
n) Skeljungur hf., kt. 590269-1749. Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytisafgreiðslu á Búðareyri 28. Leyfi útgefið 17.4.2019.
o) Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289. Starfsleyfi fyrir jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi að Hjallanesi 10-14. Leyfi útgefið 6.5.2019 og gildir til 6.5.2023.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
p) Snyrtistofan Alda, kt., 460306-2640. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir snyrtistofuna Öldu Hafnarbraut 4. Leyfi útgefið 14.5.2019.

765 Djúpivogur
q) Langabúð / Kálkur, kt. 460504-3170. Starfsleyfi fyrir fullbúinn veitingastað – kaffihús í Löngubúð, Búð 1, með sæti fyrir allt að 60 gesti. Leyfi gefið út 18. febrúar 2019.
r) Djúpavogshreppur, kt., 570992-2799. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Íþróttamiðstöð Djúpavogs, sundlaug og íþróttahús, Vörðu 6. Leyfi útgefið 15.3 2019.
s) Félagsbúið Lindarbrekku, kt., 500614-1960. Breytt starfsleyfi vegna sölu á gistingu í Lindarbrekku 2. Leyfi útgefið 25.4.2019.

780-785 Hornafjörður.
t) Norræna ferðaskrifstofan ehf., kt., 531088-1159. Breyting á starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Myllulæk 10, 11 og 12. Leyfi útgefið 17.4.2019.
u) Skeljungur hf. kt. 590269-1749. Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytisafgreiðslu í Freysnesi, Öræfum. Leyfi útgefið 17.4.2019.
v) Jón Kjartansson, kt., 120569-3179 Starfleyfi fyrir matvælavinnslu í Miðskeri. Leyfi útgefið 2.5.2019.
w) Hótel Skaftafell ehf., kt. 650589-1149. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Skaftafelli. Leyfi útgefið 10.5.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókað útgefið tóbakssöluleyfi

740 Fjarðabyggð – Norðfjörður
a) Olíuverzlun Íslands ehf., kt. 500269-3249. Tóbakssöluleyfi í söluskála Olís að Hafnarbraut 19. Leyfi útgefið 3.5.2019.
Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu leyfisins

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfsstöðva

3.1. Íslenska Gámafélagið – jarðgerð á Reyðarfirði

Starfsleyfi Heilbrigðisnefndar Austurland frá 23.1.2018 sem gefið var út til fjögurra ára var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurð má sjá hér.
Nýtt starfsleyfi hefur verið unnið og gefið út í samræmi við reglugerð 550/2018

Nokkur umræða varð um málið og hlutverk Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem eftirlitsaðila með starfseminni. Heilbrigðisnefnd leggur áherslu að starfsleyfishafi hagi starfsemi sinni í samræmi við starfsleyfisskilyrði og minnir á að endurtekin brot á þeim geta haft í för með sér stöðvun eða takmörkun á starfseminni.

3.2. ISAVIA ohf. Hornafjarðarflugvöllur

Ísavía hefur sótt um starfsleyfi fyrir rekstri flugvallar með eldsneytisafgreiðslu á Hornafirði. Nokkur samskipti hafa verið milli umsækjanda og HAUST vegna skila á gögnum, mismunandi túlkunar á ákvæðum reglugerðar um varnir gegn olíumengun og breytinga sem áformaðar eru varðandi geymslu á flugvélaeldsneyti. Einnig hefur fyrirtækið sótt um undanþágu frá kröfu um olíuskilju á flughlaði.

Heilbrigðisnefnd samþykkir undanþágu frá kröfu um olíuskilju á flughlaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér þó rétt til að afturkalla undanþáguna verði breytingar sem hafa í för með sér aukið magn olíu á flughlaðinu, hvort sem er aukin geymsla olíu eða sala. Upplýsingar um magn flugvélaeldsneytis skulu sendar HAUST árlega, enda verði með þær farið sem trúnaðarmál.
Heilbrigðisnefnd samþykkir skilyrt starfsleyfi fyrir flugvöllinn til 3ja mánaða með þeim breytingum sem kynnt voru á fundinum og eftirfarandi kröfum:
Á starfsleyfistímanum verði:
1. sett niður olíuskilja við vélageymslu flugvallarins
2. 10 þús. l olíugeymi fyrir flugvélaeldsneyti verði komið fyrir á flughlaði
3. 30 þús. l olíugeymir fyrir flugvélaeldsneyti verði tæmdur og aflagður

3.3. Fjalladýrð ehf.

Fjalladýrð ehf. sækir um starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu í Möðrudal með vísan í undanþáguheimild skv. gr. 40. reglugerðar 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, þar sem fjallað er um litlar bensínstöðvar og afskekktar byggðir.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlögð drög að starfsleyfi til auglýsingar skv. ákvæðum reglugerðar 550/2018.

3.4. Mjólkursamsalan á Egilsstöðum

Fyrirtækið kynnti í upphafi árs aðgerðaráætlun er miðar því að próteinhreinsun fráveituvatns verði komin á fyrir árslok 2019 en upphafleg úrbótaáætlun fyrirtækisins gerði ráð fyrir að próteinhreinsun yrði komin á fyrir lok febrúar 2018. Í aðgerðaráætluninni eru hinsvegar engar tímasetningar varðandi laktósahreinsun sem átti, skv. úrbótaáætlun að vera komin á fyrir árslok 2018. Sýni var tekið af fráveituvatni frá starfsstöðinni í mars sl. og liggja niðurstöður fyrir. Samkvæmt þeim er magn megnandi efna í frárennsli er langt yfir viðmiðunarmörkum og hefur mengunarálag frá starfsstöðinni aukist umtalsvert frá því að sambærileg úttekt var gerð árið 2007.

Heilbrigðisnefnd lýsir yfir áhyggjum af auknu magni mengandi efna í frárennsli frá starfsstöðinni og undrast seinagang og metnaðarleysi fyrirtækisins í umhverfismálum. Nefndin krefst þess að sú vinna að úrbótum sem kynnt hefur verið haldi áfram án frekari tafa og úrbótum verði lokið fyrir 1. desember nk. og bætt ástand staðfest með sýnatökum fyrir árslok 2019.

3.5. Steiney, Vopnafirði

Frestur til að leggja fram áætlun um úrbætur vegna skorts á olíuskilju við verkstæði fyrirtækisins rann úr 1.5.2019.

Með hliðsjón af afgreiðslu sambærilegra samþykkir Heilbrigðisnefnd að framlengja frest fyrirtækisins til 31.12.2019

3.6. Sláturfélag Vopnfirðinga á Vopnafirði

Í kjölfar eftirlits 2018 var fyrirtækinu gefin kostur á að skila inn úrbótaáætlun vegna mengunarvarna. Úrbótaáætlun í fjórum liðum barst með tölvupósti þann 2. maí sl.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagða úrbótaáætlun.

3.7. Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ

Á 147. Fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 12. febrúar var fyrirtækinu veitt áminning og frestur til 1.maí til ljúka framkvæmdum við áfylliplan við starfsstöðina.
Fyrirtækið hefur lagt fram nýja úrbótaáætlun í henni kemur fram að vinna við áfylliplan hefjist fljótlega og að verði lokið í síðasta lagi í lok september.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagða úrbótaáætlun en undrast þann seinagang sem orðið hefur á nauðsynlegum úrbótum við starfsstöðina. Jafnframt vekur nefndin athygli á því að starfsleyfi stöðvarinnar rennur út á næsta ári og forsenda þess að nýtt starfsleyfi verði gefið út eru sú að stöðin uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar

 

4. Vinna milli funda

Umsagnir
a) Umsögn um frummatsskýrslu vegna virkjunar í Þverá í Vopnafirði

 

5. Ársskýrsla HAUST 2018

Ársskýrsla HAUST vegna ársins 2018 lögð fram til kynningar

 

6. Önnur mál

6.1. Mengunarmælar á Seyðisfirði

Settir hafa verið upp mengunarmælar á vegum Umhverfisstofnunnar á Seyðisfirði. Mælt er brennisteinsdíoxíð og svifryk og verða mælarnir á Seyðisfirði í eitt ár. Hægt er fylgjast loftgæðum á Seyðisfirði á heimasíðunni www.loftgaedi.is 

6.2. Næsti fundur

Símafundur 25. júní kl 9:00.


Fundi slitið kl.14:48

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Kristján Sigurður Guðnason
Kristín Ágústsdóttir
Auður Anna Ingólfsdóttir
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð 149 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search