Fundargerð 15. október 2019

152. /8. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
15. október 2019 kl. 09:00

Heilbrigðisnefndarmenn: 

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Kristján Sigurður Guðnason
Sandra Konráðsdóttir
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústdóttir
Auður Anna Ingólfsdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1. Bókuð útgefin starfsleyfi 893
2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 894
3. Vinna milli funda 894
4. Ársreikningur 2018 895
5. Gjaldskrá HAUST 895
6. Fjárhagsáætlun 2020 895
7. Starfsmannamál 895
8. Mál í samráðgátt 895
9. Önnur mál 896

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690-691 Vopnafjörður
a) Engihlíð ehf., kt. 690519-1510. Endurnýjað starfsleyfi fyrir litla neysluvatnsveitu í Engihlíð. Leyfi útgefið 9.9.2019.
701 Fljótsdalshreppur
b) Sauðagull ehf., kt. 650219-1980. Starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu í félagsheimilinu Végarði. Leyfi útgefið 23.9.2019.
700-701 Fljótsdalshérað
c) LMOJ ehf. kt. 511115-3290. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og veitingasal fyrir allt að 50 gesti á Egilsstaðaflugvelli. Leyfi útgefið 9.9.2019.
d) Bókakaffi Hlöðum ehf., kt. 530111-0240. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu að Helgafelli 2. Leyfi útgefið 16.9.2019.
e) Landsnet hf. Kt. 580804-2410. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti í Möðrudal. Leyfi útgefið 7.9.2019.
730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
f) Reyðarfjarðarkirkja, kt. 5302697289. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Reyðarfjarðarkirkju ásamt safnaðarheimili. Leyfi endurnýjað 6.9.2019.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
g) Olíuverzlun Íslands ehf. kt. 500269-3249. Endurnýjað starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu með þjónustuhúsi að Hafnarbraut 19. Leyfi útgefið 8.9.2019.
h) Nestak ehf. kt.710888-1599. Endurnýjað starfsleyfi fyrir trésmíðaverkstæði að Borgarnausti 6. Leyfi útgefið 9.10.2019.
780-785 Hornafjörður.
i) Bergur Bjarnason kt. 040436-7319. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu á Viðborðaseli. Leyfi útgefið 6.9.2019.
j) Kristján Björn Skúlason kt. 180991-2559. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Hafnarbraut 3. Leyfi útgefið 20.9.2019.
k) Sláturfélagið Búi svf., kt. 570901-3460. Tímabundið starfsleyfi fyrir sláturhús að Heppuvegi 6. Leyfið gildir frá 10.10.-30.11.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

2.1. Suðursveit ehf. umsókn um starfsleyfi fyrir tjaldsvæði

Umsókn um starfsleyfi fyrir tjaldsvæði barst HAUST þann 9. ágúst sl. Úttekt HAUST leiddi í ljós að ekkert aðstöðuhús er til staðar fyrir tjaldsvæði en búið er að reisa þrjú smáhýsi/gistirými fyrir ferðamenn. Ekki liggur fyrir samþykkt skipulag af svæðinu.
Heilbrigðisnefnd hafnar umsókn Suðursveitar ehf. um starfsleyfi fyrir tjaldsvæði.

2.2. Óbyggðasetur

Sótt hefur verið um breytingu á starfsleyfi fyrir Óbyggðasetur í Fljótsdal, byggt hefur verið upp baðhús með heitri laug á staðnum. Óskað er eftir undanþágu um sjálfvirka klór- og sýrustigsstjórnun í lauginni skv. 4.gr. í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund og baðstöðum m.s.br.
Heilbrigðisnefnd veitir umbeðna undanþágu um frá ákvæðum um sjálfvirka klór- og sýrustigsstjórnun í heitu lauginni.

2.3. Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ

Á 149. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands samþykkti nefndin úrbótaáætlun sem gerði ráð fyrir því að framkvæmdum við áfylliplan yrði lokið í síðasta lagi í lok september 2019. Í bréfi frá fyrirtækinu dags. 9. október sl. kemur fram að enn verði dráttur á því framkvæmdir hefjist m.a. vegna tafa á afhendingu tanka frá erlendun birgjum.
Heilbrigðisnefnd vísar í bókanir af fyrri fundum sínum þar sem málefni starfsstöðvarinnar hafa verið til umfjöllunar.

Samþykkt að beita ákvæðum 61. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og hefja innheimtu dagsekta að upphæð 10.000 krónur á dag frá og með 15. desember ef ekki verður úr bætt fyrir þann tíma.

3. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

a) Umsögn um Umsögn um tillögu um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að nýju deiliskipulagi við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.

b) Umsögn um tillögu um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að nýju deiliskipulagi við Háhól-Hjarðarnes.

Aðrar umsagnir

a) Hótel í landi Svínhóla í Lóni. Umsögn um matsskyldu til Skipulagsstofnunnar.
b) Vopnafjarðarlína I. Umsögn um matsskyldu til Skipulagsstofnunnar.

4. Ársreikningur 2018

Endurskoðaður ársreikningur frá KPMG liggur fyrir ásamt áritun skoðunarmanna.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ársreikninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu aðalfundar.

5. Gjaldskrá HAUST

Tillaga að upphæðum í gjaldskrá lögð fram.
Heilbrigðisnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu aðalfundar.

6. Fjárhagsáætlun 2020

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2020 lögð fram
Heilbrigðisnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni endanlegrar afgreiðslu aðalfundar.

7. Starfsmannamál

Hákon Hansson, sem unnið hefur sem heilbrigðisfulltrúi með aðsetur á Breiðdalsvík, um áratugaskeið hefur sagt upp störfum og mun hætta í árslok. Þá lætur Helga Hreinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, af störfum um næstkomandi mánaðarmót.

Heilbrigðisnefnd þakkar þeim Helgu og Hákon fyrir gott og farsælt samstarf á undanförnum árum og áratugum og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

8. Mál í samráðgátt

Tvö mál sem tengjast starfi Heilbrigðisnefndar eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Annars vegar frumvarp um breytingu á viðaukum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og hins vegar drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur.

a) Frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir

Heilbrigðisnefnd telur fulla ástæðu til þess að breyta viðaukunum laganna og draga úr eftirliti eða jafnvel fella niður eftirlitsskyldu hjá tilteknum flokkum fyrirtækja. Hins vegar er að mati nefndarinnar alltof langt gengið í að fella niður eftirlitskyldu í frumvarpinu og umhugsunarefni að ráðuneyti umhverfismála skuli leggja til að eftirlitsskylda verði felld niður með fyrirtækjum á borð við stórar spennistöðvar og verkstæðisaðstöðu verktaka með eigin vélar. Þá bendir nefndin á að í frumvarpinu hefði þurft að gera betur grein fyrir áhrifum þess á afkomu sveitarfélaga á sama hátt og gert er varðandi afkomu ríkissjóðs. Verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd skerðast tekjur Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna eftirlitsskyldrar starfsemi um 12%. Gera má ráð fyrir því að útgjöld sveitarfélaga geti aukist í takt við minnkandi tekjur HAUST þar sem þau bera fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum.

Heilbrigðisnefnd Austurlands leggur til að frumvarpið verði dregið til baka og unnið betur og þá með markmið laga um hollustuhætti og mengunarvarna að leiðarljósi. Mikilvægt er að sú vinna fari fram í samráði við aðila sem þekkja til málaflokksins og eiga hagsmuna að gæta, þar á meðal sveitarfélög og heilbrigðisnefndir þeirra. Heilbrigðisnefnd Austurland lýsir yfir vilja sínum til að koma að þeirri vinnu verði eftir því leitað.

b) Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur

Verði frumvarpið að reglugerð hefur hún í för með flutning á verkefnum frá sveitarfélögum til ríkisins. Jafnframt felur frumvarpið í sér að sveitarfélög hafa ekki lengur beina aðkomu varðandi ákvarðanatöku um að heimila þá atvinnustarfsemi sem frumvarpið tekur til. Heilbrigðisnefnd Austurlands hafnar allri tilfærslu á verkefnum og fjármunum frá sveitarfélögum til ríkisins. Að mati nefndarinnar felst óhagræði í því að atvinnustarfsemi skrái starfsemi sína hjá einum eftirlitsaðila en sé undir eftirliti annars.

Nefndin leggur til frumvarpinu verði breytt í þá veru að rekstraraðili skráningarskylds atvinnurekstrar skuli skrá starfsemina sína hjá viðkomandi heilbrigðisnefnd áður en hún hefst. Jafnframt að ekki verði heimilt að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og viðkomandi heilbrigðisnefnd hefur staðfest að aðstaðan uppfylli þau skilyrði sem um hana gilda og sé í samræmi við skipulag viðkomandi sveitarfélags

Heilbrigðisnefnd hvetur aðildarsveitarfélögin til þess að kynna sér málin og veita umsagnir um þau. Umsagnarfrestur vegna frumvarps um um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er til 25. október nk., umsagnarfrestur vegna draga að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur er til 1. nóvember nk.

9. Önnur mál

a) Óskað hefur verið eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í stað Helgu Hreinsdóttir

Samþykkt að tilnefna Leif Þorkelsson í stað Helgu.

b) Mengunaróhapp við varaaflsstöð Rarik á Borgarfirði

Starfsmenn gerðu grein fyrir málinu.

c) Samningur við Umhverfisstofnun um framsal verkefna

HAUST óskaði formlega eftir endurnýjun á samningi um framsal verkefna með bréfi til stofnunarinnar dags.11.7. sl. því bréfi hefur ekki enn verið svarað. Beiðni um endurnýjun var ítrekuð í tölvupósti þann 16.9 sl.

d) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. fer fram á Breiðdalsvík 30. október

e) Næsti fundur heilbrigðisnefndar er fyrirhugaður þann 10. desember

Fundi slitið kl.10:05

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristján Sigurður Guðnason
Auður Ingólfsdóttir
Sandra Konráðsdóttir
Leifur Þorkelsson
Kristín Ágústsdóttir

pdfFUNDARGERÐ 152 á PDF

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search