Fundargerð 9. júní 2020

156. /12. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
9. júní 2020 kl 13:00

 

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildir Imsland
Kristín Ágústdóttir
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Elínborg Sædís Pálsdóttir
Borgþór Freysteinsson
Ólöf Vilbergsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 907
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 908
  3. Starfsmannamál 908
  4. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 908
  5. Vinna milli funda 908
  6. Önnur mál 909

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

690-691 Vopnafjörður
a) Lögreglustjórinn á Austurlandi kt. 680614-0740. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fangelsi að Lónabraut 2. Leyfi útgefið 22.5.2020.
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir íþróttavöll og vallarhús. Leyfi útgefið 2.6.2020.
c) J&S ehf., kt. 670114-2010. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Kolbeinsgötu 35. Leyfi útgefið 3.6.2020
700-701 Fljótsdalshérað
d) Veiðiþjónustan Strengir ehf. kt. 581088-1169. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, veitingasölu, vatnsveitu og starfsmannabústað í veiðihúsinu Hálsakoti. Leyfi útgefið 18.5.2020.
e) Lögreglustjórinn á Austurlandi kt. 680614-0740. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fangelsi að Lyngási 15. Leyfi útgefið 22.5.2020.
f) Árni Sigurður Jónsson kt. 141258-5329. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og vatnsveitu að Tókastöðum. Leyfi útgefið 4.6.2020.
720 Borgarfjörður
g) Blábjörg ehf. kt. 710506-0430. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum í Hafnarhúsinu. Leyfi útgefið 8. júní 2020.
735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
h) Lögreglustjórinn á Austurlandi kt. 680614-0740. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fangelsi að Strandgötu 52. Leyfi útgefið 4. júní 2020.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
i) Lögreglustjórinn á Austurlandi kt. 680614-0740. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fangelsi að Melagata 2a. Leyfi útgefið 4. júní 2020.
750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
j) Lögreglustjórinn á Austurlandi kt. 680614-0740. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir fangelsi að Skólavegi 53. Leyfi útgefið 22. maí 2020.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

690-691 Vopnafjörður
a) J&S ehf., kt. 670114-2010 tóbakssöluleyfi í söluskálanum Öldunni, Kolbeinsgötu 35. Leyfi útgefið 3.6.2020

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu tóbakssöluleyfisins

 

3. Starfsmannamál


3.1 Ólöf Vilbergsdóttir hefur verið ráðin í stöðu heilbrigðisfulltrúa.

Starfshlutfall Ólafar verður 50% til 1. september nk. en 100% eftir það.

Heilbrigðisnefnd býður Ólöfu velkomna til starfa

 

4 Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

4.1 Íslenska Gámafélagið – Jarðgerð á Reyðarfirði

Greint frá kvörtunum sem hafa borist nýlega vegna fjölgunar fugla á svæðinu. Eftirlitsskýrsla vegna síðustu eftirlitsferðar í starfsstöðina var kynnt með þeim fyrirfara að frestur Íslenska Gámafélagsins til athugasemda við efni skýrslunnar var ekki liðinn.

Heilbrigðisnefnd hefur áhyggjur af umfangi kvartana sem borist hafa vegna jarðgerðar Íslenska Gámafélagsins á Reyðarfirði. Fyrirtækið er hvatt til þess að haga starfsemi sinni í samræmi við skilyrði í starfsleyfi. Brýnt er grípa nú þegar til markvissra aðgerða til þess að sporna við því að fuglar hafist við á svæðinu í samræmi við grein 2.4. í starfsleyfi

 

5. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

5.1 Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.
(Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp frá sveitarfélagamörkum í norðri að Djúpavogi)
5.2 Umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Teigarhorn í Djúpavogshreppi.
5.3 Umsögn um vinnslutillögur fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004- 2016, ásamt deiliskipulagi fyrir íbúðasvæði við Bakkaveg og íbúðasvæðis við Sæbakka.
5.4 Umsagnir um tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og um deiliskipulagstillögu fyrir Svínhóla í Lóni
5.5 Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
(Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum í suðri)
5.6 Umsögn um tillögu að deiliskipuagi fyrir miðbæ Eskifjarðar
5.7 Umsögn um tillögu að deiliskipulagi í landi Þorrímsstaða í Lóni


Aðrar umsagnir

5.8 Umsögn um aðaluppdrætti af frystigeymslu og tengibyggingu við frystihús Eskju við Leirubakka á Eskifirði
5.9 Heyklif á Kambanesi -uppbygging ferðaþjónustu. Umsögn um matsskyldu til skipulagsstofnunar.
5.10 Umsögn um drög að tillögu að matsáætlun vegna efnistöku úr Norðfjarðarflóa
5.11 Stækkun Eskifjarðarhafnar. Umsögn um matsskyldu til Skipulagsstofnunnar
5.12 Umsögn til Umhverfis og auðlundaráðuneytis varðandi beiðni Íslandshótela ehf. um undanþágu frá frá 1. mgr. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti

 

6. Önnur mál

6.1 Hanahald á Reyðarfirði.

Kvartað hefur verið vegna ónæðis af völdum tveggja hana sem eru haldnir ásamt öðrum hænsnum í íbúahverfi á Reyðarfirði. Hanahald er ekki leyfilegt skv. gildandi samþykkt fiðurfé í Fjarðabyggð. Eigandi hananna fékk frest til 28. maí sl. til að fjarlægja þá eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri og var sá frestur framlengdur í tvígang að ósk eiganda, fyrst til 2. júní og síðan til 8.júní. ekki bárust andmæli og hanarnir voru enn við húsið að morgni 9. júní.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að áminna eiganda hananna vegna brota á samþykkt nr. 99/2019 um fiðurfé í Fjarðabyggð utan skipulagðra landbúnaðarsvæða. Jafnframt veitir nefndin eiganda þeirra lokafrest til 16. júní 2020 til fjarlægja þá úr húshaldi sínu.


6.2 Næsti fundur heilbrigðisnefndar er á dagskrá 25. ágúst nk.

 

Fundi slitið kl. 14:05

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson

pdfFUNDARGERÐ Á PDF

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search