Fundargerð 27. september 2006

64. / 33. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 27.9.2006 kl. 8:30.


  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  4. Starfsmannamál og húsnæði
  5. Samningur um tilfærslu heilbrigðiseftirlits
  6. Fjárhagsáætlun 2007
  7. Endurskoðun gjaldskrár
  8. Erindi Fljótsdalshrepps frá mars 2006
  9. Byggðasamlag um rekstur HAUST - stofnsamningur
  10. Önnur mál

Mættir:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Björn Traustason, Benedikt Jóhannsson, Sigurðar Ragnarsson, Árni Ragnarsson, Ásmundur Þórarinsson situr fundinn sem varamaður fyrir Þorsteinn Steinsson sem er fjarverandi.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

Formaður setti fund.

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Víkin á Höfn. Innra eftirlit ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur til úrbóta veittur.
b) Shellskálinn í Freysnesi. Innra eftirlit ekki virkt þrátt fyrir ítrekun. Frestur til úrbóta veittur.
c) Hringrás. Í kjölfar bókunar á seinasta fundi um bráðabirgðaleyfi til handa Hringrás á Reyðarfirði í tvo mánuði hefur fyrirtækið sótt um starfsleyfi. Beðið er eftir ítarlegri útfærslu á gögnum áður en unnt er að auglýsa.
d) Gáma og tækjaleigan. Í bókun á seinasta fundi um bráðabirgðaleyfi til handa Gáma- og tækjaleigunnar á Reyðarfirði í tvo mánuði hefur fyrirtækið verið hvatt til að sækja um starfsleyfi. Umsókn hefur ekki borist.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) Marinó Flóvent, kt. 041158-5659, f.h. MAJÓ ehf., kt. 580806-0740. Starfsleyfi fyrir sælgætisverslun og skyndibitastað, Ís-Mynd, að Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Leyfið er gefið út til 3ja mánaða með enda er unnið að breytingum á aðstöðunni. Leyfi útgefið 31.8.2006.
b) Sjónarás ehf., kt. 670502-3680. Starfsleyfi vegna geymslugryfju fyrir seyru að Tjarnarlandi í Eiðaþinghá, austan bæjar og sunnan vegar, þar sem áður var heimilað að hafa geymslugryfjur fyrir málma og timbur. Leyfi útgefið 3.9.2006.
c) Guðmundur Tryggvason kt. 071165-5319, f.h. Bautinn ehf. kt 540471-0379. Tímabundið starfsleyfi fyrir framreiðslu á matvælum í íþrótthúsinu Egilsstöðum 8. september milli kl. 19:00 til 22:00.
700-701 Fljótsdalshreppur
d) Impregilo SpA Ísland, útibú, kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi vegna aðstöðu til að taka sundur ristaborinn (TBM 1) á Adit 2, Axará, eftir að hann hefur lokið hlutverki sínu. Tímalengd verksins er 1,5-2 mánuðir. Leyfið gildir meðan á starfseminni stendur en þó ekki lengur en til loka árs 2006. Leyfi útgefið 29.8.2006.
710 Seyðisfjörður

730-740 Fjarðabyggð
e) Heilsubylting slf.. kt.630103-2660, Nesgata 16, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi fyrir líkamsrækt, Heilsubylting í aðstöðu sundlaugar Norðfjarðar að Miðstræti 15, 740 Neskaupstað. Um er að ræða líkamsrækt,tækjasal og lítilsháttar sölu á fæðubótarefnum. Sameiginleg baðaðstaða er með sundlauginni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar frá 6.1.2004. Starfsleyfi gefið út 31.8.2006
f) Hringrás ehf., kt. 420589-1319. Bráðabirgðastarfsleyfi frá 15.4.2006 skv. vegna starfsemi að Hjallaleiru 12 á Reyðarfirði framlengt um tvo mánuði, þ.e. til 31. október 2006 í samræmi við ákvörðun Heilbrigðisnefndar á fundi þann 31.8.2006. Leyfi útgefið 1.9.2006.
g) Gáma- og tækjaleiga Austurlands ehf., kt. 520897-2839. Bráðabirgðaleyfi frá 15.6.2006 vegna starfsemi að Hjallaleiru 8 og 10 á Reyðarfirði framlengt um tvo mánuði, þ.e. til 31. október 2006 í samræmi við ákvörðun Heilbrigðisnefndar á fundi þann 31.8.2006. Leyfi útgefið 2.9.2006.
h) Bílaverkstæði Ásbjörns ehf. kt. 440102-4090. Starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði Strandgötu 14, 735 Eskifjörður. Starfsleyfið er útgefið 25.09.2006.
780-781 Hornafjörður
i) Hótel Skaftafell ehf., kt. 650589-1149. Starfsleyfi vegna sælgætis- og veitingasölu í söluskála fyrirtækisins í Freysnesi, 785 Öræfum, auk lítilsháttar sölu af efna- og snyrtivöru. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir söluskála C og móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu. Leyfi útgefið 3.9.2006.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) MAJÓ ehf., kt. 580806-0740. Tóbakssöluleyfi í Ís-Mynd, að Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Marinó Flóvent, kt. 041158-5659. Leyfi útgefið 31.8.2006.
780 Hornafjörður
b) Hótel Skaftafell ehf., kt. 650589-1149. Tóbakssöluleyfi í söluskála fyrirtækisins í Freysnesi, 785 Öræfum. Ábyrgðarmaður: Anna María Ragnarsdóttir, kt. 090761-4129. Leyfi útgefið 3.9.2006.


4. Starfsmannamál - húsnæði
Helga gerir grein fyrir starfsmannamálum.

Hákon Hansson hefur verið kjörinn formaður skipulags- og byggingarnefndar á Breiðdalsvík. Leitað er eftir hvort nefndin hafi aths.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki aths.


5. Samningur um tilfærslu heilbrigðiseftirlits í fyrrum Skeggjastaðahreppi til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra - breyting á samningi um eftirlit með sorpförgun á Bakkafirði
Við sameiningu sveitarfélaganna Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps varð til eitt sveitarfélag Langanesbyggð, sem heyrir skv. gildandi lögum undir tvö heilbrigðiseftirlitssvæði. Til að einfalda mál er með samningi lagt til að Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra fari með heilbrigðiseftirlit í fyrrum Skeggjastaðahreppi.
Drög að samningi milli Heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis og Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra lögð fram
Heilbrigðisnefnd samþykkir samninginn og felur formanni að undirrita hann f.h. HAUST.

Með samningi þessum fer HAUST ekki lengur með heilbrigðiseftirlit á Bakkafirði og því þykir ekki æskilegt að HAUST fari með eftirlit með sorpurðunarstað Bakkfirðinga, sbr. samningur milli HAUST og Umhverfisstofnunar.
Frkvstj. falið að ræða málið við Umhverfisstofnun

6. Fjárhagsáætlun 2007

Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Fyrstu drög eru á þann veg að:
Tekjuhlið:

  • Ekki er gert ráð fyrir Skeggjastaðahreppi í eftirliti eða tekjum af starfseminni þar. Munar rúmum 500 þús. sem tekjur lækka.
  • Gert er ráð fyrir minna umfangi tengdu virkjunum og stóriðju sem nemur ca. 1 millj
  • Í samræmi við úrskurð í máli Impregilo gegn HAUST eru nú öll fyrirtæki gjaldtekin miðað við sama tímagjald og kostnaðarskipting milli fyrirtækja og íbúaframlags er 70:30

Gjaldahlið

  • Laun starfsmanna hækka skv. kjarasamningi um 2,25%
  • Launatengd gjöld hafa verið reiknuð 20% af launum en eru hækkuð í 22,5% að höfðu samráði við bókhaldara
  • Laun nefndarmanna verða kr. 11.330 per fund sbr. stjórnaseta hjá SSA. Var 10.600 =>6,9 % hækkun
  • Rekstargjöld önnur en laun hækka lítið.

Niðurstaða

  • Rekstrargjöld samtals kr. 40 millj.
  • Rekstratekjur að óbreyttri gjaldskrá kr. 39,1 millj.
  • Mismunur miðað við óbreytta gjaldskrá - 918 þús
  • Ef gjaldskrá er hækkuð um 2,5% verður munurinn 60 þús í plús
  • Ef gjaldskrá er hækkuð um 2% verður munurinn -135 þús

Fjárhagsáætlun samþykkt til afgreiðslu aðalfundar miðað við 2% hækkun gjaldskrár.


7. Endurskoðun gjaldskrár.
Texta gjaldskrár þarf að endurskoða m.t.t. úrskurðar í kjölfar kæru Impregilo. Nokkrar aðrar breytingar lagðar til, m.a. vegna sýnatöku fyrir fyrirtæi og kostnað vegna seðilgjalda. Drög að nýjum texta lögð fram og rædd.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar breytingar á texta gjaldskrár og hækkun gjaldskrárinnar um 2%. Gjaldskránni með áorðnum breytingum vísað til staðfestingar aðalfundar.

8. Erindi Fljótsdalshrepps frá mars sl. um að leiðrétta framlög skv. endanlegum tölum fyrir íbúafjölda.

Málið var rætt á 60. fundi nefndarinnar þann 8.3. sl og þá vísað til aðalfundar. Málið rifjað upp og rætt til undirbúnings aðalfundi.
Eftirfarandi tillaga verði lögð fyrir aðalfund HAUST 2006: Miðað verði áfram við íbúatölur undangengins árs við gerð fjárhagsáætlunar. Ef einungis bráðabirgðatölur liggja fyrir við gerð áætlunar verði íbúaframlög leiðrétt með því að bæta við eða draga frá of- eða vantekin gjöld við gerð næstu áætlunar um innheimtu framlaga frá sveitarfélögunum.

9. Byggðasamlag um rekstur HAUST - stofnsamningur.
Farið yfir tillögur að breytinum á stofnsamningum. Aðallega er um arð ræða orðalagsbreytingar vegna sameiningar sveitarfélaga og að Skeggjastaðahreppur (Langanesbyggð) gengur væntanlega út úr samlaginu. Orðalag þar að lútandi hefur verið kynnt sveitarstjóra Langanesbyggðar. Einnig tillaga að orðalagsbreytingu til að skýra hvenær ábyrgð fráfarandi og nýrrar heilbrigðisnefndar skiptir.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar breytingar á stofnsamningum og vísar þeim til aðalfundar.

10. Önnur mál
a) Fráveitunefnd Umhverfisráðuneytis heimsótti Austurland 21. og 22. september. Skoðuð voru fráveituvirki í Fljótsdal, á Kárahnjúkum í Reyðarfirði og Egilsstöðum.
b) Af vettvangi SHÍ.
Aðalfundur SHÍ verður haldinn á Egilsstöðum þann 25.10. nk. og hefur umhverfisráðherra þegið boð um að ávarpa fundinn.

Þar sem þetta er seinasti fundur þessarrar nefndar þakkar frkvstj. Nefndarmönnum öllum fyrir ljúft samstarf.

Fundi slitið kl. 9:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð við fyrstu hentugleika.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Björn Emil Traustason
Ásmundur Þórarinsson
Sigurður Ragnarsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir


HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search