Fundargerð 1. september 2020

157. /13. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands

1. september 2020 kl 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildir Imsland
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Benedikt Jóhannsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 910
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 911
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 911
  4. Vinna milli funda 911
  5. Önnur mál 912

1 Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Stóravík ehf., kt. 580517-2340. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, leiksvæði og litla vatnsveitu í Stóruvík. Leyfi útgefið 8.6.2020.
b) Öfl ehf., kt., 420718-0710. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og vatnsveitu að Hrafnabjörgum 2 í Jökulsárhlíð. Leyfi útgefið 26.6.2020.
c) Þinghárgott ehf., kt. 530720-0390. Starfsleyfi fyrir matvælavinnslu að Eiðavöllum 6. Leyfi útgefið 12.8.2020.

710 Seyðisfjörður
d) Tækniminjasafn Austurlands, kt. 440203-2560. Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald vegna Smiðjuhátíðar. Leyfi útgefið 23.7.2020.
e) Undiraldan ehf., kt. 640320-2140. Breyting á starfsleyfi fyrir gististað að Ránargötu 8. Leyfi útgefið 27.7.2020.
f) Brattahlíð ehf. kt. 500620-1290. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í íbúðum að Austurvegi 18. Leyfi útgefið 30.7.2020.

715 Fjarðabyggð Mjóifjörður
g) Margrét Sigfúsdóttir kt. 090971-3879. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum, gistingu auk tjaldstæðis í Sólbrekku. Leyfi útgefið 30.6.2020.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
h) East Coast Rental ehf., kt. 650612-2050. Endurnýjað starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu véla og tækja í eigu fyrirtækisins sem og lager- og geymsluaðstöðu að Nesbraut 10. Leyfi útgefið 10.6.2020.

755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
i) Storm Lee Jackson, kt. 241272-2309. Starfsleyfi fyrir lítið gistiheimili að Fjarðabraut 48. Leyfi útgefið 20.7.2020.

780-781 Höfn
j) Mikael ehf., kt. 620997-3079. Tímabundið starfleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti við Steinavötn. Leyfi útgefið 9.6.2020.
k) Gunnlaugur B Ólafsson, kt. 281062-3879. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Tjaldstæði í Stafafelli í Lóni. Leyfi útgefið 23.6.2020.
l) Brunnhóll ehf., kt. 590515-0860. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum á Brunnhóli. Leyfi útgefið 24.6.2020.
m) Ottó Björn Ólafsson, kt. 281248-7319. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu og vatnsveitu í Borgarbrekku, Hlíð/ lóð 2 í Lóni. Leyfi útgefið 24.6.2020.
n) Ís og ævintýri ehf., kt. 560201-2140. Tímabundið starfsleyfi fyrir niðurrifi á Jöklaseli fastanúmer 218-1954. Leyfi útgefið 24.06.2020.
o) Steypustöðin ehf., kt. 660707-0420. Tímabundið starfsleyfi fyrir steypuframleiðslu vegna brúargerðar við Steinavörn. Leyfi útgefið 25.6.2020.
p) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Tímabundið starfsleyfi fyrir almenningssalerni við Jökulsárlón. Leyfi útgefið 15.7.2020.
q) Félag sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum, kt. 700708-1360. Endurnýjað starfsleyfi fyrir brennu. Leyfi gildir 1.8.2020.
r) Gæti ehf., kt. 541019-1380. Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Hafnarbraut 34. Leyfi útgefið 12.8.2020.
s) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir niðurrif á húsnæði – sumarbústaður nr. 11 í Stafafellsfjöllum. Leyfi útgefið 25.8.2020.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

2 Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700 Fljótsdalshérað
a) 701 Hotels ehf., kt. 150462-7459. Tóbaksöluleyfi í ísbúðinni á Hallormstað. Leyfi útgefið 15.6.2020.
Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu tóbakssöluleyfisins

3 Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

3.1 Olíuverzlun Íslands ehf. Lagarfelli 2 í Fellbæ.

Framkvæmdir við stöðina hafa tafist m.a. vegna grenndarkynningar og athugasemda í kjölfar hennar. Starfsleyfi vegna starfseminnar hefur ekki verið endurnýjað þar sem stöðin uppfyllir ekki kröfur reglugerða um mengunarvarnir.
Heilbrigðisnefnd hvetur alla hlutaðeigandi til að hraða nauðsynlegri undirbúningsvinnu þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Jafnframt samþykkir nefndin að gefið verði út tímabundið starfsleyfi til þriggja mánaða með ströngum kröfum um umgengni og verklag við áfyllingu.

4 Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

4.1 Umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir „gistihús á bökkum“ á Borgarfirði eystri.
4.2 Umsögn um vinnslutillögur vegna breytinga á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 Vegna Þverárvirkjunar og Vopnafjarðarlínu 1og tillögu að deiliskipulagi fyrir Þverárvirkjun
4.3 Umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 -Hverfisvernd aflétt af Hafnarbyggð 16 vegna niðurrifs
4.4 Umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 Vegna veiðihúss í Ytri-Hlíð.

Aðrar umsagnir
4.5 Efnistaka í Efri-Staf í Seyðisfirði, umsögn um matsskyldu til Skipulagsstofnunnar.
4.6 Umsögn um fyrirhugaða framleiðslu á 7.000 tonnum á laxi í Stöðvarfirði. 

5 Önnur mál

5.1 Greining á opinberu eftirliti

Skýrsla um greiningu á opinberu eftirliti á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti
og mengunarvarnir, og laga nr. 93/1995, um matvæli var lögð fram til kynningar.
Skýrslan var unnin af KPMG í maí sl. á grundvelli samnings við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Heilbrigðisnefnd fagnar tilkomu skýrslunnar og vill nota tækifærið til að ítreka þá afstöðu sína sem margoft hefur komið fram að best og hagkvæmast sé að að eftirliti sé sinnt úr nærumhverfinu í stað þess þenja út miðlægar eftirlitsstofnanir. Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra að taka þátt í vinnu við gerð sameiginlegrar umsagnar með SHÍ samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.

5.2 Gæludýr

Óvenju margar kvartanir og ábendingar hafa borist HAUST á undanförnum mánuðum vegna gæludýra.

Heilbrigðisnefnd Austurlands hvetur eigendur gæludýra til að kynna sér gildandi samþykktir viðkomandi sveitarfélags um gæludýr og fara eftir þeim í hvívetna.

5.3 Dúfur í þéttbýliskjörnum í Fjarðabyggð

Kvartað hefur verið undan ágangi og óþrifnaði í tengslum við fóðrun dúfna í Fjarðabyggð, sérstaklega í Neskaupstað og á Reyðarfirði

Heilbrigðisnefnd Austurlands hvetur íbúa til þess að fóðra ekki dúfur og aðra fugla innan þéttbýlismarka nema í harðæri.

5.4 Næsti fundur heilbrigðisnefndar

Gert er ráð fyrir snertifundi 6. október, staðsetning verður ákveðin síðar.

Fundi slitið kl. 9:40

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.


Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Leifur Þorkelsson

 

pdfFundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search