Fundargerð 8. júní 2006

62. / 31. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
símafundur haldinn 8. júní 2006 kl. 9:00

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Björn Traustason Árni Ragnarsson, Benedikt Jóhannsson, Þorsteinn Steinsson og Ásmundur Þórarinsson, varamaður Sigurðar Ragnarssonar sem boðaði forföll.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

1 Málefni einstakra fyrirtækja
a) Rarik, starfsstöð í Neskaupstað.
Í nóvember 2005 barst alvarleg kvörtun um hávaðamengun frá starfsstöð Rarik í Neskaupstað. HAUST gerði aths. og fékk upplýsingar um að stefnt væri að lagfæringum innan nokkurra mánaða, sbr. bókun af fundi Heilbrigðisnefndar 8. mars s.l. Þann 29.5. sl.barst tölvupóstur frá Þengli Ásgrímssyni starfsmanni Rarik, þar sem hann gerir grein fyrir að búið sé að panta nýjar kæliviftur fyrir dísilvélina á Neskaupstað. Afgreiðslutími er því miður 20 til 22 vikur og þá á eftir að koma viftunum fyrir.
Heilbrigðisnefnd er ekki sátt við hve langan tíma hefur tekið að vinna þetta mál og hvetur Rarik til að hraða pöntun og uppsetningu eftir föngum. Krafa er um að díselvélarnar verði ekki keyrðar nema í neyðartilfellum vegna veðurs eða þ.u.l. Tengingar og viðgerðir verði skipulagðar þannig að ekki komi til nota á varavélum.
b) Bón og Púst á Egilsstöðum. Fyrirtækið hefur fengið ítrekaða fresti til að setja niður olíuskilju við fráveitu frá vinnslusal. Með bréfi var fyrirtækinu tilkynnt að ef ekki verði búið að tengja skiljuna fyrir fund Heilbrigðisnefndar muni lögð fram tillaga um að áminna fyrirtækið.
Olíuskilja var tengd fráveitu frá vinnslusal fyrirtækisins um helgina. Þar með er málið fellt niður.
c) Vatnsveita Egilsstaða og Fella.
Ýmis vandamál hafa komið upp við vinnslu gagna með starfsleyfisumsókn og við vatnsveitu Fellabæjar. Frá vatnsveitunni hafa borist gögn svo sem áhættugreining og drög að handók fyrir innra eftirlit. Óskað hefur verið eftir bráðabirgðaleyfi fyrir vatnsveituna. HHr gerir grein fyrir málinu. Samþykkt að veita hitaveitu Egilsstaða og Fella bráðabirgðaleyfi vegna vatnsveitu Egilsstaða og Fella. Leyfið er háð skilyrðum um að fullbúin gögn um innra eftirlit fyrir allar vatnsveitur á vegum fyrirtækisins verði lögð fram sem fyrst og ekki seinna en 1. október 2006.
d) Vatnsveita Seyðisfjarðar.
Vinnsla gagna með starfsleyfisfumsókn fyrir vatnsveitu Seyðisfjarðar hefur tafist m.a. vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Umsókn um starfsleyfi ásamt drögum að handbók um innra eftirlit hafa nú borist. Samþykkt að veita Seyðisfjarðarkaupstað bráðabirgðaleyfi vegna vatnsveitu Seyðisfjarðar. Leyfið er háð skilyrðum um að fullbúin gögn um innra eftirlit fyrir vatnsveitunnar verði lögð fram sem fyrst og ekki seinna en 1. október 2006.
e) Hafnarnes í Hornafirði
Sótt hefur verið um starfsleyfi vegna sölu á gistingu. Aðstaðan uppfyllir ekki skilyrði sem gera ber, enda er fráveita ófullnægjandi og viðhaldi húss ábótavant. Samþykkt að gefa út starfsleyfi til eins árs. Á starfsleyfistímanum verði fráveitu frá aðstöðunni komið í rétt horf og innan dyra skal lagfæra atriði sem talin eru upp í eftirlitsskýrslu í kjölfar úttektar þann 26. maí 2006.
f) Gámavöllur á Reyðarfirði
i) Sorpsamlag Mið-Austurlands. Dagsektir hafa verið lagðar á Sorpsamlag Mið-Austurlands þrjár undanfarnar vikur. HHr og ÓHS gera grein fyrir stöðu mála. Við skoðun þann 7.6. sl. hafði verði tekið vel til í spilliefnamóttöku og þeim hluta gámavallar sem almenningur hefur aðgang að. Mikið af kurluðu timbri og nokkuð af ókurluðu var á svæðinu auk málma og enn er nokkuð af úrgangi. Ákveðið að leggja áfram á hálfar dagsektir (kr. 15.000 kr/dag) þar til búið er að þrífa gámavöllinn, farga því sem er í geymslu (bátar, kefli o.þ.h.) og lækka timbur- og málmahauga.
j) Gáma- og tækjaleiga Austurlands. Starfleyfisdrög hafa verið auglýst. Ekki bárust aths. Aðbúnaður og aðstaða á gámavellinum er ekki í samræmi við fylgigögn með starfsleyfisumsókn. Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita fyrirtækinu bráðabirgðastarfsleyfi til 1.9.2006. Á leyfistímanum verði aðstaðan útbúin og starfshættir orðnir í samræmi við starfsleyfisskilyrði, teikningar og önnur fylgigögn.
g) Végarður í Fljótsdal.
Vegna óvissu um framkvæmdahraða breytinga á aðstöðu í Végarði í Fljótsdal óskar oddviti eftir framlengingu á núverandi starfsleyfi til eins árs.
Samþykkt að líta á sem endurnýjun leyfis.

2 Bókuð útgefin starfsleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) Fosshótel ehf., kt. 530396-2239. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum að Skógarlöndum 3, (Valaskjálf) 700 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild til sölu á gistingu fyrir allt að 74 gesti í 39 fullbúnum hótelherbergjum og veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 80 gesti í sæti. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir veitingahús frá 2003 og fyrir gististaði frá 2004. Leyfi útgefið 27.04. 2006
b) Íslenskir Aðalverktakar hf., kt. 660169-2379. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir, gistirými fyrir allt að 9 manns, Norðurtúni 29, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi útgefið 15.05.2006.
c) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Tímabundið starfsleyfi vegna útisamkomu og sölu einfaldra veitinga og í Selskógi laugardaginn 3.6.2006 kl. 18-24. Ábyrgðarmaður er Kristín Scheving. Miðað er við leiðbeinandi reglur um útisamkomur og veitingar í ábyrgð aðila sem hefur starfsleyfi skv. matvælareglugerð. Leyfi útgefið 28.5.2006.
d) Selsburstir ehf., kt. 411298-2219. Tímabundið starfsleyfi vegna meðhöndlunar og dreifingar veitinga í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 12.5.2006. Veitingar koma frá Veisluþjónustu Bautans, sem hefur starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Leyfi útgefið 8.5.2006.
700-701 Fljótsdalshreppur
e) Héraðsverk ehf. kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir með svefnaðstöðu fyrir allt að 26 manns, mötuneyti sem þjónar allt að 50 manns og rotþró sem þjónar búðunum. Starfsleyfið er útgefið 06.06.
730-740 Fjarðabyggð
f) Hekla á Austurlandi ehf. kt. 500501-2430. Starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði Austurvegi 20, 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 02.05.2006
g) Fjarðabíó ehf. kt. 640206-1870. Starfsleyfi fyrir kvikmyndahús og söluturn að Lundargötu 1, 730 Reyðarfirði. Starfsleyfi útgefið 19.05.2006
h) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstur tjald-, hjólhýsa og smáhýsasvæði í skrúðgarðinum á Eskifirði, 735 Eskifjörður. Um er að ræða tjaldsvæði með salernisaðstöðu fyrir að hámarki 200 gesti og 2 smáhýsi, sem hvort um sig getur hýst allt að 6 gesti. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði. Krafa er um að innan tveggja ára verði bætt aðgengi fatlaðra að snyrtingum og aðstaða til að losa ferðasalerni og leiktæki lagfærð þannig aðuppfylli staðla. Starfsleyfi útgefið 22.5.2006.
i) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir rekstur tjald-, hjólhýsa og smáhýsasvæði við andapollinn á Reyðarfirði, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða tjaldsvæði með salernisaðstöðu fyrir að hámarki 200 gesti og 3 smáhýsi, sem hvort um sig getur hýst allt að 6 gesti. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði. Krafa er um að innan tveggja ára verði bætt aðstaða til að losa ferðasalerni og leiktæki lagfærð þannig aðuppfylli staðla. Starfsleyfi útgefið 22.5.2006.
j) Tónspil ehf. kt. 470605-0490. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Hafnarbraut 22, 740 Neskaupstað. Um er að ræða gistiskála fyrir allt að 8 gesti í 6 herbergjum á efri hæð húsnæðisins. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála. Starfsleyfi útgefið 22.5.2006
k) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Eskifirði. Leyfið er útgefið 16.05.2006.
l) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Eskifirði. Leyfið er útgefið 16.05.2006.
m) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu í Neskaupstað og hluta af sveitinni á Norðfirði. Leyfið er útgefið 16.05.2006.
n) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu Reyðarfirði og starfsmannaþorpinu Haga. Leyfið er útgefið 16.05.2006.
o) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi vegna reksturs Grunnskóla á Eskifirði, kt. 681088-5129, Lambeyrarbraut 16, 735 Eskifjörður. Um er að ræða leyfi fyrir grunnskóla, tónlistarskóla, mötuneyti miðað við móttökueldhús og leiksvæði og leiktæki á lóð skólans. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir leiksskóla og skóla og móttökueldhús. Leyfið útgefið 1.6.2006.
p) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Sundlaug Eskifjarðar, Dalbraut 3a, 735 Eskifirði. Um er að ræða sundlaug í flokki A, tveir heitir pottar,rennibrautarlaug, og barnalaug, gufubað, líkamsræktarsalur,búningsklefar og aðstaða fyrir íþróttafélög (búningsklefar og geymsla fyrir áhöld). Starfsleyfi útgefið 1.6.2006.
750 Austurbyggð-Búðir.
q) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Starfsleyfi fyrir Íþróttahúsið Fáskrúðsfirði, Óseyri 1, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða miðlungsstórt íþróttahús ásamt sturtum, búningsklefum og allri annarri hreinlætisaðstöðu og aðstöðu til líkamsræktar. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
r) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Starfsleyfi fyrir Leikskólann Kærabæ, Skólavegi 39, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða: Leikskóla á tveimur hæðum ásamt útileikvelli og móttökueldhús fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
s) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Starfsleyfi fyrir Sundlaug á Búðum, Skólavegi 41, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða litla innisundlaug ca. 16 x 8 m ásamt tveimur sturtuklefum auk salerna. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
t) Austurbyggð, kt. 511003-2120. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu á Búðum. Um er að ræða vatnsveitu er þjónar þéttbýlinu á Búðum, Fáskrúðsfirði fyrir 501 til 1000 íbúa. Starfsleyfi útgefið 17.5.2006.
u) Austurbyggð,kt. 501003-2120. Starfsleyfi fyrir Æskulýðsmiðstöð, Skólavegi 45, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða aðstöðu fyrir unglinga í efstu bekkjum grunnskóla í kjallara Félagsheimilisins Skrúðs. Starfsleyfi útgefið 10.5.2006.
v) Steinþór Pétursson, kt. 300762-7869, f.h. Austurbyggðar kt. 501003-2120. Starfsleyfi vegna Hjúkrunar- og Dvalarheimilisins Uppsala, Hlíðargötu 62, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi: Dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða og fullbúið mötuneytiseldhús. Starfsleyfi útgefið 15.5.2006.
w) Sigrún Ragnarsdóttir, kt. 011255-3459. Starfsleyfi fyrir Hárgreiðslustofuna Litalind, Skólavegi 88 a, 750 Fáskrúðsfjörður. Kennitala fyrirtækis: 581201-3110. Um er að ræða hársnyrtistofu, einn stóll og sölu á ýmis konar smávarningi. Starfsleyfi útgefið 15.5.2006.
x) Karvel Ögmundsson, kt. 190459-6329, f.h. Hótel Kalifornía ehf., kt. 560506-2440. Starfsleyfi vegna Hótels Bjargs, Skólavegi 49, 750 Fáskrúðsfjörður.Um er að ræða veitingahús með fullbúnu eldhúsi fyrir allt að 50 gesti, hótelgistingu í 8 herbergjum og ölkrá. Starfsleyfi útgefið 29.5.2006.
755 Austurbyggð-Stöðvarfjörður
y) Austurbyggð kt. 501003-2120 fær starfsleyfi fyrir Íþróttahúsið Stöðvarfirði, Fjarðarbraut, 755 Stöðvarfjörður. Um er að ræða miðlungsstórt íþróttahús ásamt sturtum, búningsklefum og allri annarri hreinlætisaðstöðu. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
z) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Starfsleyfi fyrir Sundlaug á Stöðvarfirði, Skólabraut 20, 755 Stöðvarfjörður. Um er að ræða litla útisundlaug ca. 16 x 8 m, einn heitan pott, tvo sturtuklefa og aðra hreinlætisaðstöðu. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
aa) Austurbyggð, kt. 511003-2120, Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Stöðvarfjarðar. Um er að ræða vatnsveitu fyrir 151 til 500 íbúa er þjónar þéttbýlinu á Stöðvarfirði. Starfsleyfi útgefið 17.5.2006.
760 Breiðdalsvík
bb) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Grunnskólann í Breiðdalshreppi, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða Grunnskóla með fullbúnu eldhúsi. Starfsleyfi úgefið 15.4.2006.
cc) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Íþróttahúsið á Breiðdalsvík, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða Íþróttahús ásamt sturtum, búningsklefum og annarri hreinlætisaðstöðu auk aðstöðu og tæki til líkamsræktar. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
dd) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Æskulýðsheimili Ásvegi 11, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða aðstöðu fyrir unglinga í efstu bekkjum grunnskóla, aðstaðan er ætluð fyrir 25 unglinga að hámarki. Ekki er heimilt að stunda matreiðslu af neinu tagi á staðnum miðað við núverandi aðstöðu. Starfsleyfi útgefið 20.1.2006.
ee) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Vatnsveitu Breiðdalsvíkur. Um er að ræða vatnsveitu fyrir 151 - 500 íbúa,er þjónar þéttbýlinu á Breiðdalsvík, jafnframt bóndabæjum, sumarhúsum og veitingahúsum á leið lagnarinnar frá Gilsá að Breiðdalsvík. Starfsleyfi útgefið 18.5.2006.
765 Djúpivogur
ff) Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799. Starfsleyfi fyrir Grunnskóla Djúpavogs, Vörðu 6, 765 Djúpivogur. Um er að ræða grunnskóla án mötuneytis. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
gg) Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799. Starfsleyfi fyrir Íþróttahúsið á Djúpavogi, Vörðu 4, 765 Djúpivogur. Um er að ræða lítið íþróttahús ásamt sturtum, búningsklefum og allri annarri hreinlætisaðstöðu, aðstöðu til líkamsræktar og gufubað. Starfsleyfi útgefið 15.4.2006.
hh) Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799. Starfsleyfi fyrir Vatnsveitu Djúpavogs. Um er að ræða vatnsveitu fyrir 501 - 1000 íbúa er þjónar þéttbýlinu á Djúpavogi og matvælafrirtækjum á staðnum. Starfsleyfi útgefið 18.5.2006.
ii) Björn Hafþór Guðmundsson, kt. 160147-3859, f.h. Djúpavogshrepps, kt. 570992-2799. Starfsleyfi vegna Dvalarheimilisins Helgafells, Eyjalandi 4, 765 Djúpivogur. Um er að ræða leyfi fyrir dvalarheimili fyrir aldraða, 9 herbergi og fullbúið mötuneytiseldhús. Starfsleyfi útgefið 15.5.2006. .
780-781 Hornafjörður
jj) Sjómannadagsráði Hornafjarðar, kt. 660402-7210. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og veitingasölu í íþróttahúsi Heppuskóla 10.6.2006. Veitingar koma frá Ósnum ehf., sem hefur starfsleyfi vegna veitingasölu. Leyfi útgefið 31.5.2006.
kk) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi vegna sölu á matvælum í Hraðbúð Esso, Vesturbraut 1, 780 Höfn. Um er að ræða verslun með matvöru án vinnslu auk lítils háttar sölu á snyrti- og efnavöru. Reksturinn er í tengslum við rekstur bensínstöðvar. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli, söluskála C og fyrir skyndibitastaði eftir því sem við á. Ennfremur við starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Leyfi útgefið 2.6.2006.
ll) Hálsakot, kt. 571100-2580. Starfsleyfi í söluskála Esso í Nesjum, 781 Höfn. Um er að ræða starfsleyfi fyrir skyndibitastað fyrir allt að 20 gesti í sæti, verslun með innpökkuð matvæli, sælgæti og lítilsháttar sölu af snyrti- og efnavöru. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði og verslun með matvæli. Ennfremur við starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Leyfi útgefið 6.6.2006.

3 Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Kauptún ehf., kt. 571201-3050. Tóbakssöluleyfi í versluninni Kauptún Hafnarbyggð 4, 690 Vopnafirði. Ábyrgðarmaður: Árni Róbertsson , kt. 061158-5109. Leyfið útgefið 26.5.2006.
760 Breiðdalshreppur
b) Óskaup, Sólvöllum 25, 760 Breiðdalsvík. Tóbakssöluleyfi í Óskaupum Sólvöllum 25, 760 Breiðdalsvík. Ábyrgðarmaður: Jóhanna Sigurðardóttir, kt. 180532-7069. Leyfið útgefið 2.2.2006.
765 Djúpivogur
c) Við Voginn hf., kt. 710189-2349. Tóbakssöluleyfi í Versluninni Við voginn, Vogalandi 2, 765 Djúpivogur. Ábyrgðarmaður: Drífa Ragnarsdóttir, 300153-3649. Leyfið útgefið 2.2. 2006.
750 Austurbyggð
d) Hótel Kalifornía, kt. 560506-2440. Tóbakssöluleyfi í Hótel Bjargi, Fáskrúðsfirði. Ábyrgðarmaður: Karvel Ögmundsson, kt. 190459-6329. Leyfi útgefið 31. 5. 2006


780 Hornafjörður
e) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Tóbakssöluleyfi í Hraðbúð Esso, Vesturbraut 1, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður: Valgerður Egilsdóttir, kt. 131156-4139.
f) Hálsakot, kt. 571100-2580. Tóbakssöluleyfi í söluskála Esso í Nesjum, 781 Höfn. Ábyrgðarmaður: Kristjana Jensdóttir, kt. 270655-5809. Leyfi útgefið 6.6.2006.

4. Ákvörðun um næstu fundi og vinnutilhögun heilbrigðisnefndar
Lögð fram tillaga um:

  • Sumarleyfi í júlí og ágúst.
  • Símfund þann 7.9. þar sem fjallað verði m.a. um fjárhagsáætlun og uppgjör reikninga 2005
  • Aðalfund 21.9. á Egilsstöðum

    Aðalfundir hafa verið sem hér segir:
    • 2005 Höfn
    • 2004 Seyðisfjörður
    • 2003 Vopnafjörður
    • 2002 Reyðarfjörður
    • 2001 Egilsstaðir
    • 2000 Freysnes
    • 1999 Djúpivogur
    • 1998 Stofnfundur á Breiðdalsvík
Ofangreind tillaga að fundum samþykkt. Framkvæmdanefnd, þ.e. formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra, falin afgreiðsla mála í sumarleyfi eins og alla jafnan milli funda.

5. Önnur mál
Engin

Fundi slitið kl. 9:40
Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Björn Emil Traustason
Ásmundur Þórarinsson
Þorsteinn Steinsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search