Fundargerð 1. desember 2022

170. / 1. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
1. desember 2022 kl 13:00

Heilbrigðisnefndarmenn:
Stefán Þór Eysteinsson
Jónína Brynjólfsdóttir
Kristjana Sigurðardóttir
Sandra Konráðsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Anna Ragnarsdóttir Pedersen

Fjarverandi
Benedikt Jóhannsson

Starfsmenn:
Lára Guðmundsdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir
Elínborg S. Pálsdóttir

Dagskrá:

1.  Verkaskipting Heilbrigðisnefndar Austurlands 965
2.  Bókuð útgefin starfsleyfi 965
3.  Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 966
4.  Skráningarskyldur atvinnurekstur 967
5.  Reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur 967
6.  Vöðvasullur í sláturlömbum 967
7.  Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss 967
8.  Aðalfundur samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) 967
9.  Starfsmannamál 968
10. Vinna milli funda 968
11. Önnur mál 969

1. Verkaskipting Heilbrigðisnefndar Austurlands

Ný heilbrigðisnefnd var skipuð á síðasta aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. sem fór fram í Neskaupstað þann 26. október sl. Skv. stofnsamningi Byggðarsamlags um rekstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands skal stjórn sjálf skipta með sér verkum en samkomulag er um að formaður komi úr Fjarðabyggð.

Heilbrigðisnefnd lagði til að Stefán Þór Eysteinsson yrði skipaður formaður nefndarinnar og Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2. 2 Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjörður

a) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi fyrir áfengisverslun að Hafnarbyggð 4. Leyfi útgefið 6.10.2022.
b) Þverárdalur ehf., kt. 460418-0460. Starfsleyfi fyrir virkjun 2-10 MW við Þverá. Leyfi útgefið 8.11.2022.

700-701 Múlaþing - Fljótsdalshérað

c) Dagsverk ehf., kt. 701293-3989. Starfsleyfi fyrir sorpflutningum og sorphirðu og viðgerðaraðstöðu eigin véla við Vallaveg. Leyfi útgefið 13.09.2022.
d) Djákninn ehf., kt. 530716-1120. Starfsleyfi fyrir sölu á einföldum veitingum að Lagarfelli 2. Leyfi útgefið 16.9.2022.
e) Holt og heiðar ehf., kt. 630709-0160. Starfsleyfi fyrir framleiðslu á ýmsum tegundum matvæla úr jurtum og ávöxtum á Hallormsstað. Leyfi útgefið 3.10.2022.
f) Skotfélag Austurlands, kt. 500395-2739. Starfsleyfi fyrir skotvöll og vatnsveitu að Þuríðarstöðum á Eyvindarárdal. Leyfi útgefið 5.10.2022.
g) Múlaþing, kt. 660220-1350. Starfsleyfi fyrir leikskóla, leiksvæði og mötuneyti að Fellabrún 9. Leyfi útgefið 14.10.2022.
h) Olís ehf., kt. 500269-3249. Starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu að Lagarfelli 2. Leyfi útgefið 18.11.2022.

710 Múlaþing – Seyðisfjörður

i) Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir með mötuneyti. Leyfi útgefið 2.11.2022.
j) Undiraldan ehf., kt. 640320-2140. Starfsleyfi fyrir gistingu að Austurvegi 22. Leyfi útgefið 22.11.2022.

720 Múlaþing – Borgarfjörður eystri

k) Karolina Szymczyk, kt. 061083-4729. Starfsleyfi fyrir brauðgerð í Fjarðarborg. Leyfi útgefið 28.11.2022.

765 Múlaþing – Djúpivogur

l) Múlaþing, kt. 660220-1350. Starfsleyfi fyrir áramóta- og þrettándabrennu. Leyfi útgefið 24.11.2022.

701 Fljótsdalshreppur

q) Óbyggðasetur ehf., kt. 540314-0630. Breyting á starfsleyfi fyrir gististað, veitingasölu, vatnsveitu, baðhús og hestaleigu að Egilsstöðum. Leyfi útgefið 29.7.2022.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

m) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir félagsmiðstöð að Lundargötu 1. Leyfi útgefið 21.9.2022.
n) Gestsstaðir ehf., kt. 650512-0810. Starfsleyfi fyrir móttökustöð úrgangs og flutningi úrgangs. Leyfi útgefið 4.10.2022.
o) Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289. Starfsleyfi fyrir móttöku úrgangs og sorpflutninga að Hjallanesi 10. Leyfi útgefið 7.10.2022.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

p) Hestamannafélagið Blær, kt. 550579-0579. Tímabundið starfsleyfi fyrir jólamarkað í Dalahöllinni Kirkjubólseyrum. Leyfi útgefið 23.11.2022.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

q) Weerawan Warin, kt. 270976-2209. Tímabundið starfsleyfi fyrir sölu matvæla á jólamarkaði Barra 2022. Leyfi útgefið 24.11.2022.

780-785 Höfn

r) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir félagsaðstöðu með móttökueldhúsi að Víkurbraut 24. Leyfi útgefið 7.10.2022.
s) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639. Starfsleyfi fyrir félagsaðstöðu með móttökueldhúsi að Víkurbraut 30. Leyfi útgefið 7.10.2022.
t) Díma ehf., kt. 660406-1150. Starfsleyfi fyrir gististað að Hafnarnesi. Leyfi útgefið 14.10.2022.
u) Hótel Skaftafell ehf., kt. 650589-1149. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Freysnesi, Skaftafell 2. Leyfi útgefið 27.10.2022.
v) Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940. Starfsleyfi fyrir seyrugryfju í Skaftafelli. Leyfi útgefið 28.11.2022.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.


3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

700-701 Múlaþing - Fljótsdalshérað

a) Djákninn ehf., kt. 530716-1120. Tóbakssöluleyfi í sjoppunni minni Lagarfelli 2. Leyfi útgefið 16.9.2022.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

b) Kría veitingasala ehf., kt. 710502-2850. Tóbakssöluleyfi að Strandgötu 13. Leyfi útgefið 4.10.2022.

 Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra tóbakssöluleyfa.

4. Skráningarskyldur atvinnurekstur

700-701 Múlaþing - Fljótsdalshérað

a) Austfirskir verktakar hf., kt. 591088-2039. Niðurrif á íbúðarhúsi að Freyshólum.
b) ÞS verktakar ehf., 410200-3250. Flutningur úrgangs, annars en flutning úrgangs milli landa og flutningur spilliefna.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

c) Austfirskir verktakar hf., kt. 591088-2039. Niðurrif á sjóhúsi að Strandgötu 58.

Heilbrigðisnefnd staðfestir skráningu skv. reglugerð nr. 830/2022.

5. Reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur

Þann 15.11 sl. tók í gildi reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur. Markmið reglugerðarinnar var að einfalda og auka skilvirkni stjórnsýslunnar og bæta aðgengi að henni.

Í ljós hefur komið að innleiðing og framkvæmd reglugerðarinnar er ekki tímabær þar sem sú rafræna gátt sem taka átti við umsóknum er ekki enn tilbúin. Heilbrigðisnefnd telur þá vankanta sem komið hafa fram flækja starfsemi heilbrigðisnefnda og umsækjenda og er ekki að skila markmiðum um einföldun og aukna skilvirki.

6. Vöðvasullur í sláturlömbum

Vöðvasullur Taenia ovis greindist við heilbrigðisskoðun í sláturlömbum á starfssvæði HAUST. Um er að ræða lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Þessi tíðindi eru mikil vonbrigði og merki þess að sóttvaranaraðgerðir gegn útrýmingu sulla séu ekki framfylgt eins og vera ber. Hvergi má víkja frá þessum sóttvörnum og nauðsynlegt að tryggja að allir hundar séu bandormahreinsaðir árlega eftir sláturtíð eins og lög og reglur segja til um og hindra að þeir komist í hrámeti s.s. sláturúrgang.

Heilbrigðisnefnd minnir á að skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 að eiganda eða umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Þá er skylt að láta ormahreinsa hunda á lögbýlum þar sem búrekstur er stundaður að lokinni sláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert. Nefndin gerir þá kröfu að eigendur og umráðamenn hunda fari eftir þessu reglugerðarákvæði. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að dýraeftirlit sveitarfélaga gangi eftir því að allir hundar séu skráðir hjá sveitafélagi og ormahreinsaðir og að vottorð séu lögð fram sem staðfesta það.

7. Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss

Tillaga að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði HAUST lögð fram. Heilbrigðisnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarfélaganna Múlaþings, Vopnafjarðarhrepps, Fljótsdalshrepps, Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

8. Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss

Aðalfundur SHÍ fór fram 20. október sl. Lára Guðmundsdóttir sat fundinn fyrir hönd HAUST.

Fundargerð aðalfundar SHÍ lögð fram til kynningar. 

9. Starfsmannamál

Auglýst var eftir heilbrigðisfulltrúa með áherslu á eftirlitsstörf á mið- og norðursvæði. Umsóknarfrestur var til 14. október. Alls bárust fimm umsóknir um starfið. Framkvæmdastjóri hefur samið við Kjartan Róbertsson um stöðuna og kemur hann til starfa um áramót. 

10. Starfsmannamál

Umsagnir um skipulagsmál

1.1  Um vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028
      -Námur vegna Axarvegar-
1.2 Um matskyldufyrirspurn vegna stækkunar Skaganámu í Seyðisfirði og losun umframefnis í hafið við Hafsíld
1.3 Um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 vegna verslunar og þjónustusvæðis á Seljavöllum 2, Nesjum
1.4 Um tillögu að deiliskipulagi fyrir Hornafjarðarhöfn við Ósland
1.5 Um tillögu að deiliskipulagi fyrir Skjólshóla, Sveitarfélagið Hornafjörður
1.6 Um tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnarnes, Sveitarfélagið Hornafjörður

1.7

Um tillögu að deiliskipulagi fyrir Háhól og Dilksnes, Sveitarfélagið Hornafjörður
1.8 Um tillögu að deiliskipulagi fyrir Mjóeyrarhöfn

Aðrar umsagnir

1.9 Um umsókn um tækifærisleyfi í Sindrabæ vegna nýnemaballs FAS
1.10 Um greinargerð með matsskyldufyrirspurn vegna vindmylla við Lagarfoss
1.11 Um tilkynningu varðandi matsskyldufyrirspurn vegna efnistöku í Almannaskarði
1.12 Um tilkynningu varðandi matsskyldufyrirspurn vegna efnistöku úr námu við Breiðárlón á Breiðamerkursandi
1.13 Vegna umsóknar um sölu áfengis á framleiðslustað – Blábjörg ehf., 720 Borgarfjörður eystri
1.14 Um aðaluppdrætti vegna umsóknar um byggingaráform og byggingarheimild fyrir frístundahúsi að Eyjólfsstaðaskógi 1B á Fljótsdalshéraði
1.15 Um aðaluppdrætti vegna vegna umsóknar um byggingaráform og byggingaheimild fyrir frístundahúsi að Þvermel, 701 Egilsstöðum.
1.16 Um aðaluppdrætti vegna vegna umsóknar um byggingaráform og byggingaheimild fyrir veitingastað að Hákonarstöðum á Jökuldal, 701 Egilsstaðir
1.17 Um tækifærisleyfi í Félagsheimilinu Valhöll vegna einkasamkvæmis ME og VA þann 27. október
1.18 Um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Sindrabæ vegna BarSvars Körfuknattleiksdeildar Sindra þann 28. október
1.19 Um aðaluppdrætti fyrir Reynivelli III, Hótel Jökulsárlón
1.20 Um aðaluppdrætti vegna umsóknar um byggingaráform og byggingarheimild fyrir gestahúsi á Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá
1.21 Um umsókn um rekstarleyfi fyrir Fasteignafélagið Kirkjuból ehf., að Fjarðarbraut 41, 755 Stöðvarfirði
1.22  Um teikningar af hreinlætishúsi á tjaldsvæði að Hafnarbraut 52, 780 Höfn
1.23 Um tímabundið áfengisveitingaleyfi - Býtibúr ehf., Austurvegi 23, 710 Seyðisfirði

 

11.  Önnur mál

11.1  Tilnefning í vatnasvæðanefnd

Umhverfisstofnun óskað eftir tilnefningu fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Austurlands í stjórn vatnasvæðanefnda. Samþykkt var að tilnefna Láru Guðmundsdóttur og Elínborgu S. Pálsdóttur til vara.

11.2  Kjör heilbrigðisnefndar

Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Austurlands bs. vísaði tillögu um kjör heilbrigðisnefndar til endanlegrar afgreiðslu á fyrsta fundi nefndarinnar.

Málið er í vinnslu.

11.3  Næsti fundur Heilbrigðisnefndar

171. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands verður haldinn 19. janúar kl 9:00.

Fundadagskrá fyrir árið 2023 verður lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 14:16

Fundargerð ritaði Lára Guðmundsdóttir

pdfFundargerð á PDF

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search