Fundargerð 16. mars 2005

53. / 22. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn haldinn 16. mars 2003 í Café Margréti á Breiðdalsvík kl. 10:00


  1. Bókuð útgefin starfsleyfi
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  3. Starfsmannabúðir og starfsmannabústaðir
  4. Mengun vegna hrognatöku úr loðnu á undanförnum dögum
  5. Úrskurður úrskurðarnefndar í kærumáli Impregilo vegna dagsekta
  6. Starfsmannamál
  7. Yfirtaka/framsal eftirlits
  8. Drög að ársskýrslu 2004 lögð fram
  9. Bráðabirgðauppgjör vegna ársins 2004 lagt fram til kynningar
  10. Ákvörðun um næstu fundi heilbirgðisnefndar
  11. Önnur mál
  12. Starfsmannamál á Hornafirði

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson og Anna María Sveinsdóttir sem varamaður fyrir Þorstein Steinsson. Bj. Hafþór boðaði veikindaforföll.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni J. Óðinsson, Hákon Hansson, Leifur Þorkelsson og Júlía Siglaugsdóttir.

1. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Rósa Björk Magnúsdóttir, kt. 270757-7669. Hraunstíg 4, 685 Bakkafjörður. Tímabundið starfsleyfi vegna þorrablóts í Grunnskóla Bakkafjarðar 12.2.2005. Starfsleyfið útgefið 24.1.2005.
690 Vopnafjarðarhreppur
b) Vopnafjarðarhreppur, kt.701269-5569, Hamrahlíð 15, Vopnafirði. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu, ÍSAT nr. 41.00.0.6. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
c) Árni Magnússon, kt. 240953-2429, Steinholti 3, 690 Vopnafjörður. Endurnýjun starfsleyfis vegna Rafverkstæði Árna Magnússonar Hafnarbyggð 1a, 690 Vopnafjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 3.2.2005.
d) Gunnar Smári Guðmundsson, kt. 040854-5849, Kolbeinsgata 46, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi nýtt vegna Jónsver ses., kt. 420205-1710, Hamrahlíð 15 nh., 690 Vopnafjörður. Um er að ræða aðstöðu til vinnu við framleiðslu á innleggjum,einnig saumastofu, leðuriðju og lítilsháttar vinnu við trésmíða og lökkun. Farið skal eftir starfsreglum fyrir trésmíðaverkstaði. Starfsleyfi útgefið 24.2.2005
e) Árni Sverrir Róbertsson, kt. 061158-5109. f.h. Kauptún ehf., kt. 571201-3050. Starfsleyfi fyrir söluskála, Kauptún Skáli, að Kolbeinsgötu 35, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfið gildir fyrir sölu á sælgæti, pylsum, samlokum frá viðurkenndum aðila og ís úr vél. Ennfremur er um að ræða heimild til sölu á efna- og snyrtivörum. Starfsleyfi útgefið 15.3.2005.
700-701 Fljótsdalshérað
f) Sigurbjörn Snæþórsson, kt.110555-7099, Gilsárteigi 2, Fljótsdalshéraði. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8 vatnsveitur einka með matvælavinnslu). Starfsleyfið er útgefið 12.01.2005.
g) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir Íþróttahús í Fellabæ, Smiðjuseli 2, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða íþrótthús sem þjónar Fellaskóla sem og íþróttafélögum á svæðinu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. Starfsleyfið útgefið 13.1.2005.
h) Zophonías Einarsson, kt. 291059-5549.Hallormsstað, 701 Egilsstaðir f.h. Þorrablótsnefndar tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts að Iðavöllum, 701 Egilsstaðir þann 29.1.2005. Starfsleyfið útgefið 13.1.2005.
i) Þór Ragnarsson, kt. 181057-7269, Brekkubrún 3a, 701 Egilsstaðir f.h. Þorrablótsnefndar tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Íþróttahúsi Fellabæ 701Egilsstaðir þann 28.1.2005. Starfsleyfið útgefið 13.1.2005.
j) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12 ,700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Egilsstaða, ÍSAT nr. 41.00.0.5. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
k) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12 ,700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Fella, ÍSAT nr. 41.00.0.6. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
l) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12 ,700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Hallormsstaðar, ÍSAT nr. 41.00.0.6. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
m) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12 ,700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Eiða, ÍSAT nr. 41.00.0.6. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
n) Unnar H. Elísson, kt. 020648-3929, Koltröð 5, 700 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi vegna þorrablóts í Tungubúð, 701 Fljótsdalshérað, þann 19.2.2005. Starfsleyfið útgefið 2.2.2005.
o) ÍSTAK hf, kt 540671-0959, Engjateig 7 105 Reykjavík. Tímabundið starfsleyfi fyrir starfsmannabústaði og mötuneyti að Einarsstöðum 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabústaði og starfsreglur fyrir mötuneyti. Starfsleyfið útgefið 7.2.2005 og gildir til loka mars árið 2005.
p) Café Nielsen ehf., kt. 500205-0400. Starfsleyfi vegna veitingasölu að Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Sigurdór Sigvaldason, kt. 300464-2709. Um er að ræða leyfi fyrir fullbúnu veitingahúsi með veitingasal fyrir allt að 50 gesti. Einnig er heimilt að selja veitingar á innpökkuðum matvælum svo sem innpökkuðum ís, drykkjum í einnota ílátum o.þ.h. úr garðskála á lóð veitingastaðarins og til neyslu á sólpöllum innan lóðarmarka. Starfsleyfið takmarkast við en 100 gesti samtals í aðstöðunni inni og úti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús. Leyfi útgefið 7.3.2005
q) Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Tónlistarskóla Austur-Héraðs, kt. 480994-2649, Selási 20, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða almenna tónlistarkennslu, farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfi útgefið 10.3.2005.
701 Fljótsdalshreppur
r) Sigurður Þórarinsson, kt. 240843-2349, Árskógum 7, 700 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar vegna Þorrablóts í Végarði Fljótsdalshreppi, þann 5. 2. 2005. Starfsleyfi útgefið 19.1.2005.
s) Landsvirkjun Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir við Ufsarveitu í Fljótsdalshreppi, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða starfsmannabúðir með svefnaðstöðu fyrir allt að 13 manns í 13 herbergjum. .Leyfið nær ekki til mötuneytis, vatnsveitu eða fráveitu, enda er slík þjónusta fengin frá starfsmannabúðum Arnafells á sama stað og rekstur í þeirra ábyrgð. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabúðir frá janúar 2004 og eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 4.3.2004
t) Arnarfell ehf., kt. 441286-1399, Sjafnarnesi 2-4, 603 Akureyri. Starfsleyfi fyrir mötuneyti (matstofu) við verkstæði fyrirtækisins á svæði P-1 við Ufsarveitu. Um er að ræða mötuneyti fyrir allt að 50 starfsmenn. Eingöngu er heimild til framreiðslu matvæla í aðstöðunni, en ekki matreiðslu. Veitingar skulu fluttar að frá viðurkenndu eldhúsi með starfsleyfi frá Heilbrigðisnefnd. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir mötuneyti og móttökueldhús, eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 14.03.2005.
710 Seyðisfjörður
u) Garðar Rúnar Sigurgeirsson, kt. 680394-2109. Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Seyðfirðinga vegna Þorrablóts Seyðfirðinga 2005. Blótið er haldið í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði 22.1.2005. Starfsleyfið útgefið 18.1.2005.
v) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfjörður. Endurnýjun starfsleyfis fyrir tjaldsvæðis að Ránargötu 5. Um er að ræða tjald-og hjólhýsasvæði með aðstöðu til losunar á ferðasalernum. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsreglum fyrir hjólhýsa-, smáhýsa-og tjaldsvæði. Starfsleyfið útgefið 19.1.2005.
w) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu, ÍSAT nr. 41.00.0.6. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
x) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 650269-1019, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfjörður. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Tónlistarskóla Seyðisfjarðar, Austurvegur 22, 710 Seyðisfjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfið útgefið 1.2.2005
720 Borgarfjarðarhreppur
y) Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549, Hreppsstofu ,720 Borgarfjörður. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu, ÍSAT nr. 41.00.0.7. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
730-740 Fjarðabyggð
z) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Strandgötu 49 ,735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Norðfjarðar, ÍSAT nr. 41.00.0.5. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
aa) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Strandgötu 49 ,735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Eskifjarðar, ÍSAT nr. 41.00.0.5. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
bb) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Strandgötu 49 ,735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Reyðarfjarðar, ÍSAT nr. 41.00.0.6. Starfsleyfi útgefið 17.01.2005 og gildir til 01.07.2005.
cc) Guðmundur Frímann Guðmundsson, kt. 251262-5519. Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablóts Reyðarfjarðar 2005. Blótið er haldið í félagsheimilinu Félagslundi við Lundargötu á Reyðarfirði föstudaginn 21. janúar 2005. Starfsleyfi útgefið 18.1.2005.
dd) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Búðareyri 7 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/flutningur vegna Félagsmiðstöðvarinnar Atóm Egilsbraut 4, 740 Neskaupstað. Um er að ræða félags,æskulýðsmiðstöð og bíósal. Starfsleyfið útgefið 4.2.2005.
ee) Hilmar Sigurjónsson, kt. 091151-4219, f.h. sóknarnefndar, Lambeyrarbraut 8 735 Eskifjörður. Starfsleyfi vegna Kirkju-og menningarmiðstöðvar Eskifjarðar, Dalbraut 2, 735 Eskifjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfið útgefið 7.2.2005
ff) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi fyrir Leikskólann Sólvelli, Blómsturvöllum 26-32, 740 Neskaupstað. Um er að ræða leikskóla með fullbúnu eldhúsi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla og starfsreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfið útgefið 8.2.2005.
gg) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður Starfsleyfi vegna Leikskólans Sólvellir-deild Kirkjumel, Kirkjumel , 740 Neskaupstað. Um er að ræða leikskóla með móttökueldhúsi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla og starfsreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfið útgefið 8.2.2005.
hh) Nesbær ehf., kt. 430102-3620. Starfsleyfi vegna reksturs kaffihúss að Egilsbraut 5, 740 Neskaupstað. Um er að ræða kaffihús með sætum fyrir allt að 38 gesti í veitingasal. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir kaffihús. Starfsleyfi útgefið 23.2.2005.
ii) Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt. 610199-2839, Mýrargötu 20, Neskaupstað. Endurnýjun starfsleyfis fyrir sundlaug í kjallara Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, Mýrargötu 20, 740 Neskaupstað. Um er að ræða sundlaug í flokki B, endurhæfing og ungbarnasund fer það fram. Starfsleyfi útgefið 24.2.2005.
jj) Steypustöðin ehf., kt. 620269-7439, Malarhöfði 10, 110 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir steypustöð á úthlutuðu svæði ofan Fjarðaáls. Starfsleyfið er útgefið 28.02.2005 og gildir til 30. apríl 2005. kk) ESS Support Service ehf., kt. 670504-3520, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir veitingasölu með grillaðstöðu og bar í starfsmannaþorpi álvers á Haga í Reyðarfirði. Um er að ræða leyfi fyrir veitingasal sem getur tekið allt að 170 manns í sæti ásamt salernisaðstöðu fyrir gesti og starfsmenn, grillaðstöðu í fjórum rafmagnsgrillum og bar til að selja veitingar í fljótandi formi. Ekki er um að ræða veitingaeldhús, en heimilt að útbúa grillmat í mötuneytiseldhúsi rekstraraðila sem er í grennd, grilla á staðnum og framreiða. Allur uppþvottur á búnaði annar en glös o.þ.h. sem tilheyrir barnum fari fram í mötuneytiseldhúsinu. Flutningur á matvælum, áhöldum og tækjum er á ábyrgð starfsleyfishafa. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 9.3.2005.
ll) Kaupás hf., kt. 711298-2239, starfsleyfi vegna reksturs matvöruverslunar í verslunarmiðstöðinni Molanum, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði.Um er að ræða matvöruverslun án vinnslu. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum frá Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 11.3.2005.
780 Hornafjörður
mm) Halldór Birgisson, kt. 030471-3939, Bogaslóð 6, 780 Höfn. Starfsleyfi/endurnýjun og stækkun fyrir Gistiheimilið Hvam, Ránarslóð 2 og Bogaslóð 6 nh. 780 Höfn. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiskála. Starfsleyfi útgefið 11.2.2005.
nn) Birna Sóley Sigurðardóttir, kt.071069-4359, Austurbraut 15, 780 Höfn. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Hársnyrtistofunnar Flikk, Austurbraut 15, Höfn. Um er að ræða hársnyrtistofu með tveim hársnyrtistólum sem og andlitsförðun. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Starfsleyfið gefið út 15.2.2005.
oo) Guðmundur Ólafsson, kt. 181159-2359, Silfurbraut 42,780 Höfn. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Videoval, kt. 181159-2359, Vesturbraut 2, 780 Höfn. Um er að ræða videoleigu og sjoppu, þar sem selt er innpakkað sælgæti og lítilsháttar af sælgæti í lausasölu, gos og ís á sumrin. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála A. Starfsleyfi útgefið 16.2.2005.
pp) Jóna Margrét Jónsdóttir, kt. 240981-5999, Sandbakka 14, 780 Höfn. Starfsleyfi/eigendaskipti fyrir Hársnyrtistofu Ingibjargar, kt.240981-5999, Hafnarbraut 40, 780 Höfn. Um er að ræða almenna hársnyrtistofu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Starfsleyfið útgefið 17.2.2005
qq) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Sindrabær, félagsheimili, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Um er að ræða félagsheimili þar sem haldin eru böll, leiksýningar, bíósýningar auk þess er félagsmiðstöð unglinga þar til húsa. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfið útgefið 22.2.2005
rr) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Endurnýjun starfsleyfis fyrir íþróttahús Hafnar (Heppuskóla), Víkurbraut 5, 780 Höfn. Um er að ræða almenna aðstöðu fyrir íþróttastarfsemi, skólaíþróttir og aðra starfsemi á vegum íþróttafélaga. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. Starfsleyfið útgefið 22.2.2005
ss) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Íþróttahús Mánagarði, Nesjum, 781 Höfn. Um er að ræða aðstöðu fyrir almenna íþróttastarfsemi, skólaíþróttir og aðra starfsemi á vegum íþróttafélaga. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. Starfsleyfið útgefið 22.2.2005
tt) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Félagsheimilið Mánagarð, Nesjum, 781 Höfn. Um er að ræða félagsheimili þar sem haldin eru almennar samkomur s.s. böll, leiksýningar, fundir og veislur. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfið útgefið 22.2.2005
uu) Sigrún Sveinbjörnsdóttir, kt. 240366-5769, Kirkjubraut 8, 780 Höfn fh. Móhóll ehf. kt. 571299-3139. Starfsleyfi/breyting vegna fyrirtækisins Heilsa og útlit, Álaugarvegi 7, 780 Höfn. Um er að ræða snyrtistofu með einum aðgerðarstól, aðstöðu fyrir fótaaðgerðafræðing, nudd og sölu á snyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Starfsleyfi útgefið 22.2.2005.
vv) Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639, Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Grunnskólann í Hofgarði, 781 Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir rekstri grunnskóla, leikskóla, mötuneyti, félagsheimili og sölu á gistingu á sumrin. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla-og skóla, félagsheimili, mötuneyti og reglum um sölu á gistingu. Starfsleyfið útgefið 3.3.2005.
ww) Hjálmar Jens Sigurðsson, kt. 230374-4229, Bjarnarhóll 9, 780 Höfn. Starfsleyfi fyrir Sjúkraþjálfun, Víkurbraut 28, 780 Höfn. Um er að ræða alhliða sjúkraþjálfun, nudd og æfingar í sal bæði fyrir sjúklinga og almenning. Farið skal eftir starfsreglum fyrir nudd- og sjúkranuddstofur. Starfsleyfið útgefið 10.3.2005.
xx) Örn Arnarsson kt. 170249-4109, fh. Hafnarsóknar, kt. 500169-7309, 780 Höfn. Starfsleyfi vegna Hafnarkirkju og safnaðarheimilis, Kirkjubraut 39, 780 Höfn. Um er að ræða kirkju og safnaðarheimili, ekki er heimild til veitingasölu í aðstöðunni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 14.3.2005.

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
690 Vopnafjörður
a) Kauptún ehf., kt. 571201-3050. Tóbakssöluleyfi í söluskálanum Kauptún, Skáli, að Kolbeinsgötu 35, 690 Vopnafjörður. Ábyrgðarmaður: Árni Sverrir Róbertsson, kt. 061158-5109. Leyfi útgefið 15.3.2005.
730-740 Fjarðabyggð
b) Kaupás hf., kt. 711298-2239. Tóbakssöluleyfi í matvöruverslun fyrirtækisins að Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði. Ábyrgðarmaður er Þorkell Hróar Björnsson kt.180777-3429

3. Starfsmannabúðir og starfsmannabústaðir
Enn og aftur koma upp dæmi um að verktakar hýsa starfsmenn í starfsmannabúðum eða starfsmannabústöðum án þess að sótt sé um leyfi til Heilbrigðisnefndar.
Skilgreiningar skv. hollustuháttareglugerð:
Starfsmannabúðir eru færanlegt húsnæði sem ætlað er til svefns, matar og daglegrar dvalar starfsfólks til skamms tíma í senn vegna atvinnustarfsemi.
Starfsmannabústaður er varanlegt íbúðarhúsnæði sem ætlað er til svefns, matar og daglegrar dvalar starfsfólks í tengslum við atvinnustarfsemi.
Umræða um hvað er til ráða, hvernig skilgreina skuli undirflokka o.fl. Starfsmönnum heimilað að lækka eftirlitsgjöld þar sem eru mjög fáir starfsmenn, þ.e. 6 eða færri.


4. Mengun vegna hrognatöku úr loðnu á undanförnum dögum
Hrognataka úr loðnu hefur í för með sér mikla vatnsnotkun og í nokkrum tilfellum virðast verkendur ekki hafa mengunarvarnir sem ráða við hrognatökuna. Ýmist eru það fiskimölsverkmiðjur eða fiskvinnslur sem vinna hrogn og stundum er samvinna þarna á milli.
Eftirfarandi er yfirlit yfir vinnsluna og könnun á mengun vegna hennar í sl. viku
Vopnafjörður - Tangi: Loðnan skorin í gámi við bræðsluna. Mengun ekki merkjanleg. Fráveitulögnin nær niður á 17 m dýpi 500 m frá landi.
Seyðisfjörður- SVN: Hrogn hafa ekki verið unnin í ár.
Eskifjörður - Eskja: Loðna skorin í löndunarhúsi bræðslu, en fullunnin í frystihúsinu. Fita á firðinum. Fjörur hreinsaðar 8.3. að kröfu HAUST
Norðfjörður - SVN: Hrogn unnin í frystihúsinu. Að hluta til sameiginleg hreinsivirki fyrir bræðslu og fiskvinnslu. Blóðlitur á sjó, hrogn í fjöru og fugl í æti. Kvartanir frá íbúum. Fráveitulögn endaði niðri í fjöru. Gengið var frá fráveitulögn þann 9.mars sl. lögnin nær nú út fyrir stórstraumsfjöru.
Fáskrúðsfjörður- Loðnuvinnslan. Hrognataka í bræðslunni. Fráveituvatni hleypt framhjá fitugildru. Fita í sjó, kvartanir frá íbúum. Girðingar notaðar til að stemma stigu við fitumengun.
Höfn - Skinney Þinganes. Hrognataka í fiskvinnslunni. Brúnn litur á sjó, en ekki fugl eða fita. Fráveitulögn allstutt.
Eftirfarandi tillaga samþykkt: Þeim stöðum sem vinna hrogn verði gert að senda greinargerð um vinnsluna, þ.e. magn vinnslu og vökvanotkun per sólarhring og nákvæm lýsing á hreinsivirkjum og afkastagetu þeirra. Gögnin verði notuð til að bera saman þá staði sem hafa sannanlega verið að valda mengun og hina til að finna hvort og þá hvaða mengunarvarnir duga til að koma í veg fyrir mengun. Stefnt skal að samræmdum kröfum fyrir alla fyrir næstu vertíð.

5. Úrskurður úrskurðarnefndar í kærumáli Impregilo vegna dagsekta
Úrskurðurinn ræddur og hvaða lærdóm má draga af honum.
Úrskurðurinn í heild er inni á netinu á:
http://rettarheimild.is/Umhverfis/UrskurdarnHollustuhattaMengunarvarna/2005/02/02/nr/1882

ÚRSKURÐARORÐ: Álagning dagsekta er felld úr gildi. Áminning kærða stendur óhögguð.
IV. (Lokakafli úrskurðar)
Kærandi krefst ógildingar á áminningu og ákvörðun kærða um dagsektir. Kærði krefst þess að aðgerðir sínar verði staðfestar. Málavextir og málsástæður eru raktar í löngu máli bæði frá kæranda og kærða. Líta verður svo á að álagning dagsekta hafi verið réttmæt miðað við forsögu málsins, en horfa verður til þess að of skammur frestur leið frá því ákvörðun um dagsektir var tekin þar til þeim var beitt. Þá var frestur til andmæla ekki liðinn. Þá er og rétt að benda á að formleg áminning og dagsektir eru tilkynntar í sama bréfi, en með áminningu hlýtur að eiga að veita eðlilegan frest til úrbóta, áður en til beitingar dagsekta kemur. Þá verður ennfremur að líta til þess að ákvörðun um dagsektir sem þvingunarúrræði hafði náð tilgangi sínum með úrbótum sem lokið var 9. september s.l. Fallast má því á með kæranda að ákvörðun um beitingu dagsekta með fjögurra daga fyrirvara sé of skammur tími.
Nefndin tekur ekki afstöðu til réttmætis kærða til að krefjast umræddra úrbóta á ræstiaðstöðu, enda lítur nefndin svo á að eingöngu sé verið að kæra álagningu dagsekta og áminningu. Ljóst er og af gögnum málsins að kærði hefur ekki nýtt sér andmælarétt sinn í máli þessu varðandi tilmæli kærða um úrbætur. Nefndin telur að áminning geti staðið óhögguð, enda ekki um íþyngjandi ákvörðun stjórnvalda að ræða og kynnt með hæfilegum fyrirvara.

Af þessu má að mati frkvstj. draga þá ályktun að HAUST megi ekki tilkynna áform um að beita nema einni tegund þvingunarúrræða á hverju bréfi, þ.e. að halda verður fund í heilbrigðisnefnd fyrir hverja ákvörðun fyrir sig.

6. Starfsmannamál
Hlífðarfatnaður. Vegna öryggiskrafna m.a. á virkjanasvæðum, stóriðju og við eftirlit í ýmiskonar iðnaði, hefur embættið fjárfest í fatnaði / persónuhlífum fyrir starfsmenn sem sinna slíku eftirliti. Um er að ræða öryggisskó, hjálma, öryggisgleraugu og skærlituð vesti/jakkar með endurskinsborðum. Hér er um allnokkurn kostnað að ræða en ekki verður hjá þessu komist.
Endurmenntun. Skv. kjarasamningi eiga starfsmenn rétt á allt að tveggja mánaða námsleyfi eftir fjögurra ára starf hjá HAUST. Áhugi er á að nýta þennan rétt.

7. Yfirtaka / framsal eftirlits
Framhaldsumræða af seinasta fundi heilbrigðisnefndar.
Á stjórnarfundi SSA þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað: “Heilbrigðiseftirlit Austurlands: Flutningur verkefna til HAUST
Borist hefur erindi frá stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands, form. Ólafur Hr. Sigurðsson, þar sem óskað er eftir því að SSA komi með formlegum hætti að því að aðstoða HAUST við að fá til sín frekari verkefni frá Umhverfisstofnun Jákvæð vinna í þá veru hefur verið í gangi en staðfestur árangur ekki náðst.
Stjórn SSA samþykkir að fela form. og framkvæmdastjóra að mæta óskum stjórnar HAUST um aðstoð við erindið.”
Málið hefur verið rætt við umhverfisráðherra og fengið jákvæð viðbrögð. Ákveðið að Óli og Helga fylgi máli frekar áfram.

8. Drög að ársskýrslu 2004 lögð fram
Drögin lögð fram til skoðunar. Ekki komu fram athugasemdir.

9. Bráðabirgðauppgjör vegna ársins 2004 lagt fram til kynningar.
Rekstrarreikningur lagður fram til kynnigar og gerir Helga grein fyrir einstökum liðum. Ekki komu fram athugasemdir. Rekstrarkostnaður er hærri en áætlun gerði ráð fyrir, en tekjur eru það einnig, þannig að fyrirsjáanlega er ekki taprekstur árið 2004. Nauðsynlegt verður að endurskoða gjaldskrána fyrir næsta ár, enda hækkanir þegar orðnar og aðrar fyrirsjáanlegar.

10. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
27. apríl, símafundur
8. júní

11. Önnur mál

a) Hækkun gjaldkrár hjá Umhverfisstofnun. Tilkynnt hefur verið um 10% hækkun á gjaldskrá rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Það er samdóma álit heilbrigðiseftirlitssvæða að slæmt sé þegar rannsóknastofan hækkar gjaldskrá sína á fyrri hluta árs án þess að vara HES við. Þannig er ekki unnt að gera ráð fyrir auknu fé til rannsókna á fjárhagsáætlunum HES, sem annaðhvort veldur því að rannsóknakostnaður fer fram úr áætlunum eða að fækka verður sýnum.
b) Fundur hjá samtökum Atvinnulífsins. Benedikt Jóhannsson, fulltrúi atvinnurekenda í nefndinni skýrði frá fundi sem Samtök Atvinnurekenda boðuðu til með öllum fulltrúum sínum í heilbrigðisnefndum í sl. viku.
Út frá fréttaflutningi Benedikts spunnust gagnlegar umræður um framkvæmd eftirlitsins almennt og ýmsa þætti þess. Nefndin og starfsmenn eru almennt sammála um að leita skuli allra leiða til að einfalda eftirlit og auðvelda rekstraraðilum leiðir í gegnum leyfisveitingar opinberra aðila.
c) Fráveitumál. Dregist hefur að auglýsa starfsleyfi fyrir hreinsivirki fyrir skólpveitur. Hreinsivirki sem sótt hefur verið um hafa ekki öll náð tilskyldum árangri í hreinsun.

12. Starfsmannamál á Hornafirði.
Starfsmenn aðrir en frkvstj. viku af fundi undir þessum lið.
Í samræmi við ákvörðun á seinasta fundi heilbrigðisnefndar var 50% staða heilbrigðisfulltrúa á Hornafirði auglýst.
Tveir sóttu um en annar hefur dregið umsókn sína til baka. Umsækjandi hefur ekki forsendur til að fá leyfisbréf / starfsréttindi sem heilbrigðisfulltrúi.
Heilbrigðisnefnd heldur fast við þá stefnu að leita skuli allra leiða til að fá réttindafólk til starfa á Hornafjarðarsvæðinu. Í ljósi þess hve erfitt hefur verið að manna stöðuna verði þó gengið til samninga við umsækjanda um 40% stöðu í eitt ár. Að þeim tíma liðnum verði staðan auglýst á ný.

Fundi slitið kl. 12:20 og gengið til hádegisverðar.

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og Árna J. Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Egill Jónasson
Anna María Sveinsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Árni Ragnarsson
Helga Hreinsdóttir
Árni Jóhann Óðinsson
Hákon Hansson
Júlía Siglaugsdóttir
Leifur Þorkelsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search