Fundargerð 15. september 2004

50. / 19. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn haldinn símleiðis
miðvikudaginn 15. september 2004, kl. 9:00 f.h
  1. Átaksverkefni - sýnataka á ís úr vél.
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  4. Tillögur í kjölfar ábendinga frá endurskoðanda ársreikninga.
  5. Skólphreinsistöðvar
  6. Eftirlitsáætlun 2005
  7. Fjárhagsáætlun 2005
  8. Bensínstöð Esso
  9. Önnur mál

Mættir:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson

1. Átaksverkefni – sýnataka á ís úr vél.
Á vegum matvælasviðs Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna hafa verið tekin sýni á ís úr vél víða um landið, þ.á m. á Austurlandi. Þar sem sýni hafa verið ófullnægjandi hafa starfsmenn fyrirtækjanna fengið tilmæli um að vanda þrif og að sækja sér leiðbeiningar um aðferðir við þrif ísvéla, sem eru afar vandasamar í meðferð. Í nokkrum fyrirtækjum hafa sýni ítrekað ekki uppfyllt skilyrði um gæði, þrátt fyrir endurtekin tilmæli um vöndun þrifa. Sýni hafa verið tekin þrisvar sinnum í nokkrum verslunum og þótt gerlafræðilegt ástand hafi vissulega skánað í öllum tilfellum hafa viðkomandi verslanir ekki getað sýnt fram á vöru sem uppfyllir skilyrði um gæði og heilnæmi.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að banna sölu á ís úr vél í þeim verslunum sem fjögur sýni í röð hafa ekki skilað viðunandi örverufræðilegum gæðum. Geti söluaðili sýnt fram á breytingar til batnaðar með viðunandi sýnatöku verði slíkt bann afturkallað.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Sigurður Ólafsson, kt. 180438-2709. Vatnsdalsgerði 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 8. júlí 2004.
b) Félagsbúið Engihlíð, kt. 550190-1419, ábyrgðarmaður Gauti Halldórsson Grænalæk, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 9. júlí 2004.
c) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Endurnýjun starfsleyfis fyrir: Leikskólann Brekkubæ, Lónabraut 15, 690 Vopnafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfi útgefið 29.6.2004.
d) Ingólfur B. Arason, kt. 030863-3219. Endurnýjun starfsleyfis vegna málningarvöruverslunar að Fagrahjalla 22, 690 Vopnafjörður. Farið skal eftir almennum skilyrði vegna mengunarvarna sbr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 12.7.2004.

700-701 Austur-Hérað
e) Ólafur Schram, kt. 061073-4349, f.h. Íslenska Kristskirkjan, kt. 431097-2739. Endurnýjun starfsleyfis fyrir gistiheimili og veitingasölu að Eyjólfsstöðum, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir allt að 22 gesti í skólahúsinu, ásamt veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi, sölu á gistingu fyrir 8 gesti og aðgang að heimiliseldhúsi í gamla íbúðarhúsinu. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunnar og HAUST fyrir gististaði ásamt starfsreglum HAUST fyrir veitingahús. Starfsleyfi útgefið 5.7.2004
f) Skógrækt ríkisins, Hallormsstað, kt. 590269-4339. Starfsleyfi vegna reksturs tjald- og hjólhýsasvæðis í Atlavík og á túnum í landi Skógræktarinnar norðan verslunarinnar Laufsins í Hallormsstað, 701 Egilsstaðir. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir tjald- og hjólhýsasvæði. Skilyrði eru að innan árs verði starfsleyfisskilyrði hvað varðar vatnsveitu og aðstöðu fyrir ferðasalerni uppfyllt. Starfsleyfi útgefið 10.7.2004.
g) Svavar Sigurðsson, kt. 170367-2759, Hallormsstað, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi fyrir Íþróttamiðstöðina Hallormsstað. Um er að ræða sundlaug og íþróttahús. Farið skal eftir starfsreglum um hollustuhætti á sund-og baðstöðum. Starfsleyfið útgefið 29.6.2004 og gildir til 15.8.2004.
h) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Endurnýjun starfsleyfis vegna Leikskólans Tjarnarlands, Tjarnarlöndum 10-12, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leikskóla með fullbúnu eldhúsi. Farið skal eftir starfsreglum um leikskóla og skóla og starfsreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 12.7.2004.
i) Guðmundur Karl Sigurðsson, kt. 161250-4309, Laufási, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 29. júlí 2004.
j) Sigþrúður Sigurðardóttir, kt. 301159-4129, f.h. Kvenfélags Eiðaþinghár. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu matvöru á Ormsteiti, 700 Egilsstaðir, dagana 14.-21. ágúst 2004. Farið skal eftir reglum um markaðs- og götuverslun með matvæli. Leyfi útgefið 13.ágúst og gildir dagana 14.-21. ágúst 2004.
k) Helgi Ómar Bragason, kt. 300754-4739. Starfsleyfi fyrir Mötuneyti Menntaskólans á Egilsstöðum, kt. 430380-0369. Um er að ræða mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Farið skal eftir starfsreglum fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 19.8.2004.
l) María Ósk Kristmundsdóttir, kt. 300581-4989. Starfsleyfi fyrir Þjóðahátíð á Austurlandi, kt. 530269-2649, haldin í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 12.9.04. Um er að ræða markaðssölu á kaffi, kökum og brauði. Farið skal eftir reglum um markaðsölu. Starfsleyfi útgefið 12.9.04 og gildir eingöngu þann dag.
m) Austur-Hérað kt. 510169-6119. Starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Iðavellir, kt. 650169-2399, Iðavöllum, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna án samfelldrar starfsemi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfið útgefið 24.8.2004.
n) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Hjaltalund kt. 620169-1969, Hjaltalundi, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna án samfelldrar starfsemi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfið útgefið 24.8.2004.
o) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Arnhólsstaði kt. 540169-7059, Arnhólsstaðir 701 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna án samfelldrar starfsemi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Starfsleyfið útgefið 24.8.2004.
701 Fellahreppur
p) Gréta Jóna Sigurjónsdóttir,kt.191265-5279 f.h. Lagarfells ehf. kt. 550802-2010. Starfsleyfi vegna reksturs veitingastaðarins Svarthvíta hetjan að Lagarfelli 2, Fellabæ, 701 Egilsstaðir Um er að ræða heimild fyrir veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi fyrir allt að 70 gesti og sölu á mat út úr húsi, hvort heldur er sem “takeaway”, í einangraða matarbakka eða einöngruð ílát. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir veitingastaði. Starfsleyfi útgefið 26.08. 2004
701 Fljótsdalshreppur
q) Leiðrétting á starfsleyfi, vegna villu í texta frá seinustu fundargerð: Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli á Adit 1, Teigsbjargi, Fljótsdalshreppi. Um er að ræða sjúkraskýli til að sinna starfsmönnum á virkjanasvæði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisstofnanir. Starfsleyfi útgefið 3.6.2004.
r) Hákon Aðalsteinsson, kt. 130735-2319, Húsum Fljótsdalshreppi. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfið er útgefið 8. júlí 2004.
s) Stofnun Gunnars Gunnarssonar, kt. 451099-2569, Skriðuklaustri Fljótsdalshreppi. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfi útgefið 14. júní 2004.
t) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli á Adit 2, Axará, Fljótsdalshreppi. Um er að ræða sjúkraskýli til að sinna starfsmönnum á virkjanasvæði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisstofnanir. Starfsleyfi útgefið 10.7.2004.
u) Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Starfsleyfi vegna geymslugryfju fyrir seyru í landi Valþjófsstaða í Fljótsdal. Miðað er við almenn skilyrði vegna mengunarvarna sbr. auglýsing nr. 582/2000. Starfsleyfi útgefið 31.7.2004.
701 Norður-Hérað
v) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980, Miðangur 5-7, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna viðgerðaverkstæðis fyrir malarflokkunarstöð og steypustöð á Sandskeiði, athafnasvæði Impregilo við Kárahnjúka, Norður-Héraði. Um er að ræða heimild til almennra viðgerða og viðhalds á tækjum fyrirtækisins við malarflokkunarstöð og steypustöð á svæðinu. Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 7.7.2004.
w) Örn Þorleifsson, kt. 211138-2709, Húsey Norður-Héraði. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu Starfsleyfið er útgefið 21. júní 2004.
x) Imregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980. Starfleyfi fyrir véla- og stálsmíðaverkstæði á aðalsvæði Impregilo, Laugarási við Kárahnjúka, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða starfsleyfi fyrir stálsmíða- og vélaverkstæði. Starfsemin felur í sér smíði og viðgerðir á tækjum og hlutum fyrirtækisins. Miðað er við starfsreglur fyrir járn-, stál og vélsmiðjur. Starfsleyfi útgefið 11.7.2004.
y) Benedikt Hrafnkelsson, kt. 120953-4949, Hallgeirsstaðir, Norður-Héraði. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8) sem þjónar m.a. veitingaaðstöðunni í Hótel Svartaskóg. Starfsleyfið er útgefið 12. júlí 2004 til eins árs.
z) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir steypustöð á Adit 3, Tungu, Norður-Héraði. Um er að ræða framleiðslu á steypu (ÍSAT nr. 26.63.0.1) vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Starfsleyfið útgefið 18.7.2004.
aa) Vilhjálmur Vernharðsson, kt. 020576-4059, f.h. Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330. Starfsleyfi vegna reksturs tjald- og hjólhýsasvæðis að Möðrudal, Norður-Héraði, 701 Egilsstöðum. Um er að ræða hefðbundið tjaldsvæði með salernum og baðaðstöðu. nFarið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir tjald- og hjólhýsasvæði. Starfsleyfi útgefið 22. júlí 2004
bb) Vilhjálmur Vernharðsson, kt. 020576-4059, f.h. Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Möðrudal, Norður-Héraði 701 Egilsstöðum Um er að ræða Sölu á gistingu fyrir allt að 14 gesti í tveimur sambyggðum húsum, miðað við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlit fyrir gistiskála. Einnig sölu á gistingu fyrir allt að 9 gesti og aðgang að heimiliseldhúsi í kjallara íbúðarhúss miðað við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits um gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 22. júlí 2004
cc) Vilhjálmur Vernharðsson, kt. 020576-4059, f.h. Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330. Starfsleyfi vegna reksturs veitingastaðar að Möðrudal, Norður-Héraði 701 Egilsstöðum. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað með fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir veitingahús. Starfsleyfi útgefið 22. júlí 2004
dd) Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti við Breiðastykkislæk austan Skarðshryggjar, Norður-Héraði Um er að ræða leyfi fyrir starfsmannabúðum fyrir allt að 30 manns ásamt mötuneyti og eldhúsi fyrir íbúa. Farið skal eftir starfsreglum fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfi útgefið 26. júlí 2004.
ee) Vilborg Vilhjálmsdóttir, kt. 200142-4469. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Randabergi v/ Eiðaveg 700 Egilsstöðum. Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi: Sölu á gistingu fyrir allt að 9 gesti í þremur smáhýsum miðað við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir gistiskála. Einnig sölu á gistingu fyrir allt að 8 gesti í 4 herbergjum í íbúðarhúsi miðað við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits um gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 29. júlí
ff) Jón Steinar Elísson, kt. 260956-2649, Hallfreðarstaðir, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Starfsleyfið er útgefið til eins árs 29. júlí 2004.
gg) Sláturfélag Austurlands, kt. 670901-2890. Tímabundið starfsleyfi fyrir sláturhús á Fossvöllum, Norður-Héraði. Um er að ræða leyfi vegna vinnslu sem takmarkast við sláturmeðferð á hreindýrum. Leyfi er fyrir urðun sláturúrgangs á landsvæði ofan og utan við aðstöðuna. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis frá 2000. Starfsleyfi útgefið 30.7.2004 og gildir til 20.9.2004.
hh) Landsvirkjun, kt. 420269-1299, Háaleitisbraut 68, 112 Reykjavík. Starfsleyfi vegna veitingasölu í þjónustumiðstöð Landsvirkjunar á Laugarási, við Kárahnjúka á Norður-Héraði. Um er að ræða leyfi fyrir veitingahús með fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti í sæti og rekstur sjoppu með pylsum og óvörðum matvælum. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir veitingahús og aðbúnað í söluskála C. Starfsleyfi útgefið 30.7.2004.
ii) Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330, Möðrudal, Norður-Hérað, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8). Ábyrgðamaður vatnsbóls er Vilhjálmur Vernharðsson, kt. 020576-4059. Starfsleyfið er útgefið til eins árs 30. júlí 2004.
jj) Suðurverk hf., kt. 520885-0219, Drangahrauni 7, 220 Hafnarfjörður. Starfsleyfi fyrir viðgerðaverkstæði á athafnasvæði fyrirtækisins við Desjarárstíflu, Kárahnjúka á Norður-Hérað, 701 Egilsstaðir Um er að ræða heimild fyrir verkstæði til viðgerða og viðhalds vinnuvéla tengdum verkefnum fyrirtækisins á Kárahnjúkasvæði. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur. Starfsleyfi útgefið 30.7.2004.
kk) Norður-Hérað, kt. 520189-2029, Brúarási. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8) að Sænautaseli, Norður-Héraði. Starfsleyfi útgefið 3. ágúst 2004.
ll) Helga Hallgrímsdóttir, kt. 300335-3309, Hrafnabjörgum IV. Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu (ÍSAT nr. 41.00.0.8) Hrafnabjörgum IV. Starfsleyfið er útgefið 12. ágúst 2004 til eins árs.
mm) Imregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir stórt viðgerðaverkstæði á aðalsvæði Impregilo við Kárahnjúka. Um er að ræða aðstöðu til viðgerða og viðhalds, þ.m.t. smurstöð fyrir tæki og áhöld sem notuð eru við starfsemi fyrirtækisins á svæðinu í þrem aðliggjandi húsum, þ.e. tveim löngum viðgerðahúsum og einni endabyggingu sem og þvottaplans við aðstöðuna. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur, smurstöðvar sem og fyrir hjólbarðaverkstæði og einnig auglýsingu Umhverfisráðuneytis um almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi nr. 582/2000. Leyfi útgefið 16.8.2004.
710 Seyðisfjörður
nn) Skaftfell sjálfseignarstofnun, kt: 650797-2649. Starfsleyfi vegna sölu á einföldum veitingum skv. nánari skilyrðum á neðstu hæð hússins að Austurvegi 42, 710 Seyðisfjörður. Ábyrgðarmaður: Sólveig Alda. Um er að ræða takmarkað starfsleyfi enda er ekki um að ræða fullbúið veitingaeldhús. Leyfið nær til sölu á einföldum kaffiveitingum með brauðmeti og bakkelsi frá viðurkenndum framleiðendum. Einnig er heimilt að selja súpu og brauð og að framleiða vöfflur eða pönnukökur úr tilbúnu deigi. Rými er fyrir allt að 40 gesti í sæti. Starfleyfi útgefið 9.7.2004 og gildir til 15.5.2005.
oo) Helgi Haraldsson, kt. 291278-3299, f.h. Gullþúfa ehf., kt. 430504-3630. Starfsleyfi fyrir veitinga og gististað að Austurvegi 3, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða gististað með 10 herbergjum og fullbúinn veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði og veitingahús. Skilyrði er að áfram verði markvisst unnið að viðhaldi á húsnæði. Starfsleyfi útgefið 5.9.2004.
pp) Brimberg ehf., kt. 611296-2369. Starfsleyfi vegna vinnslu á bolfiski að Hafnargötu 47, 710 Seyðisfjörður. Farið skal eftir starfsreglum HAUST fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfi útgefið 08.09.2004
715 Mjóafjarðarhreppur
qq) Jóhanna Lárusdóttir, kt. 161048-4969 starfsleyfi vegna veitinga og gistisölu sölu í Brekkuskála, Mjóafirði. Kennitala fyrirtækis: 161048-4969. Um er að ræða leyfi fyrir sælgætisverslun og sölu á kaffiveitingum og vöfflum, framleiddum á staðnum. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir gistiskála, söluskála A og kaffihús, eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 20.08.2004.
720 Borgarfjarðarhreppur
rr) Bergrún Jóhanna Borgfjörð, kt. 270648-3399. Starfsleyfi vegna Veitingasalan Fjarðarborg, 720 Borgarfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir svefnpokaplássi í fjórtán rúmum í grunnskóla Borgarfjarðar og veitingasölu yfir sumartímann fyrir allt að 100 gesti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og gistiskála. Starfsleyfið útgefið 18.8.2004.
ss) Bergrún Jóhanna Borgfjörð, kt. 270648-3399. Starfsleyfi vegna Ásbyrgi-farfuglaheimili, 720 Borgarfjörður. Um er að ræða gistiaðstöðu fyrir nítján manns í kojum og rúmum og aðgangur að eldhúsi. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir gistiskála. Starfsleyfið útgefið 18.8.2004.
730-740 Fjarðabyggð
tt) Arnarfell ehf., kt: 441286-1399, Sjafnarnes 2-4 603 Akureyri. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti á Mjóeyri við Reyðarfjörð. Um er að ræða Starfsmannabúðir fyrir allt að 22 starfsmenn mötuneyti fyrir íbúa starfsmannabúðanna og vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Miðað er við starfsreglur fyrir starfmannabúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 5.7.2004.
uu) Tónskólinn í Neskaupstað, kt. 470698-2099. Nesgata 14, 740 Neskaupstaður. Framlenging á fyrra starfsleyfi óbreyttu til 31.12.2004, Leyfi útgefið 5.7.2004
vv) Sigurður Vilhelm Benediktsson, kt. 010855-7519, f.h. Tærgesen ehf., kt. 490604-2350. Starfsleyfi vegna reksturs gistiheimilis og veitingahúss að Búðargötu 4, 730 Fjarðabyggð. Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu í 17 (eins til tveggja manna) herbergjum fyrir allt að 30 gesti. Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunnar og HAUST fyrir gististaði, og veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi fyrir allt að 60 gesti, miðað við starfsreglur HAUST fyrir veitingahús. Starfsleyfi útgefið 7.7.2004.
ww) Víglundur Jón Gunnarson f.h. fyrirtækisins Lækurinn hf., kt. 620894-2579. Starfsleyfi vegna reksturs á líkamsræktarstöð, Kroppurinn, að Egilsbraut 21, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða litla líkamsræktarstöð og sölu á innpakkaðri matvöru í litlu magni. Farið skal eftir meðfylgjandi samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. Leyfi útgefið 10.7.2004.
xx) Bechtel Inc. Island – HRV, kt. 520803-3940. Búðareyri 3, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi vegna losunar jarðvegs í landi Hólma Í Reyðarfirði. Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu frá Umhverfisráðuneytinu í ágúst 2000. Leyfi útgefið 11.7.2004.
yy) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi vegna Æskulýðsmiðstöðvarinnar Knellan, Strandgötu 65, 735 Eskifjörður. Um er að ræða æskulýðs-og félagsmiðstöð. Starfsleyfi útgefið 13.7.2004.
zz) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi vegna Æskulýðsmiðstöðvarinnar Zveskjan, Austurvegi 1, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða æskulýðs-og félagsmiðstöð. Starfsleyfi útgefið 13.7.2004.
aaa) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Íþróttamiðstöðina Reyðarfirði, Heiðarvegur 14, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða sundlaug, íþróttahús og líkamsræktarstöð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar og eftir leiðbeiningabæklingi um sund- og baðstaði frá Hollustuvernd ríkisins, des 1999. Starfsleyfið útgefið 13.7.2004.
bbb) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Íþróttamiðstöðina Eskifirði Lambeyrarbraut, 740 Eskifjörður. Um er að ræða sundlaug, gufubað, íþróttahús og líkamsræktarstöð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar og eftir leiðbeiningabæklingi um sund- og baðstaði frá Hollustuvernd ríkisins, des 1999. Starfsleyfi útgefið 13.7.2004
ccc) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Íþróttavöllinn Neskaupstað 740 Neskaupstað. Um er að ræða íþróttavöll án vallarhúss. Farið skal eftir leiðbeinandi reglum fyrir starfsemi íþróttahúsa, -valla og líkamsræktarstöðva. Starfsleyfi útgefið 14.7.2004.
ddd) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir Íþróttavöll Eskifjarðar v/ Norðfjarðarveg, 735 Eskifjörður. Um er að ræða íþróttavöll með vallarhúsi. Farið skal eftir leiðbeinandi reglum fyrir starfsemi íþróttahúsa, -valla og líkamsræktarstöðva. Starfsleyfið útgefið 13.7.2004.
eee) Guðný Smith Ægisdóttir og Svanbjörg Vilbergsdóttir. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á einföldum veitingum á Neistaflugi í Neskaupstað um verslunarmannahelgi 2004. Um er að ræða heimild til að framleiða og selja hamborgara, franskar kartöflur o.þ.h. úr matsöluvagni staðsettum á hafnarsvæðinu í samráði við bæjaryfirvöld og þannig að aðgangur sé að neysluvatni og fráveitu þéttbýlisins í Neskaupstað. Miðað er við starfsreglur fyrir pylsu- og matsöluvagna. Leyfi útgefið 26.7.2004.
fff) BYKO Reyðarfirði –D225, kt. 460169-3219. Starfsleyfi fyrir byggingavöruverslun að Búðareyri 29, 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfi útgefið 5.8.2004.
ggg) Sæmundur Þ. Sigurðsson, kt. 090974-3279, f.h. Viðhald fasteigna ehf., kt. 540499-2489 starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabústaðar að Hólsvegi 4, 735 Eskifirði. Um er að ræða leyfi fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 20 starfsmenn í 11 herbergjum. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabústaði. Starfsleyfi útgefið 10.08.2004.
hhh) Sævar Guðjónsson, kt. 150270-4729, f.h. Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930. Starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Strandgötu 120, 735 Eskifirði. Um er að ræða leyfi fyrir gistingu fyrir allt að 10 manns í 5 herbergjum. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 17.08.2004.
iii) Héraðsverk ehf., Miðási 11, 700 Egilsstaðir, kt. 680388-1489. Tímabundið starfsleyfi fyrir kaffiaðstöðu starfsmanna á álverslóð Fjarðaáls í Reyðarfirði og á svæði starfsmannaþorps Fjarðaáls á Haga við Reyðarfjörð. Leyfi er í báðum tilfellum fyrir kaffiaðstöðu eingöngu. Ekki er um að ræða leyfi vegna framreiðslu né heldur framleiðslu á matvælum. Starfsleyfi útgefin 21.8. og gilda meðan á starfseminni stendur, þó ekki lengur en til loka árs 2004.
jjj) Guðröður Hákonarson, kt. 300463-5849. Starfsleyfi vegna sölu gistingar á einkaheimili að Efri-Miðbæ, 740 Neskaupstað. Um er að ræða leyfi fyrir gistingu í sumarhúsi fyrir allt að 6 manns. Farið skal eftir samræmdum starfsleyfisskilyrðum Umhverfisstofnunnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 06.09.2004.
kkk) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi vegna reksturs Tónlistarskóla Eskifjarðar-og Reyðarfjarðar að Austurvegi 1, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða aðstöðu fyrir kennslu í tónlist. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfið útgefið 7.9.2004.
lll) Gylfi Þór Eiðsson, kt. 100939-7899. Starfsleyfi vegna vinnslu á ferskum fiski að Hafnargötu 4, 735 Eskifirði. Um er að ræða litla fiskvinnslu, farið skal eftir starfsreglum HAUST fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfi útgefið 13.09.2004.
mmm) Fjarðabyggð kt. 470698-2099. Starfsleyfi fyrir leikskólann Dalborg, Dalbraut 6, 735 Eskifjörður. Um er að ræða leikskóla með fullbúnu eldhúsi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla og starfsreglur fyrir veitingahús. Starfsleyfið útgefið 14.9. 2004.
780 Hornafjörður
nnn) Hólmar Kristmundsson, kt. 270740-2279, f. h. Veitingahússins Víkin ehf., kt. 41040-4281. Starfsleyfi fyrir reksturs veitingastaðar að Víkurbraut 2, 780 Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir fullbúinn veitingastað fyrir allt að 100 gesti í veitingasal og 50 manna sal til viðbótar á efri hæð hússins. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir veitingahús. Starfleyfi útgefið 10.7.2004.
ooo) Jón Hafdal, kt. 290550-2949, f.h. Papós ehf., kt. 431293-2269. Starfsleyfi fyrir litla fiskvinnslu að Álaugarvegi 3, 780 Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfi útgefið 10.7.2004.
ppp) Laufey Guðmundsdóttir, kt. 160366-4949. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Lækjarhúsum, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi til sölu á gistingu í tveim íbúðarhúsum, samtals fyrir 20 gesti. Aðgangur er að eldunaraðstöðu. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála. Starfsleyfi útgefið 19.7.2004.
qqq) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369. Starfsleyfi vegna sölu á áfengi að Vesturbraut 1. Starfsleyfi útgefið 19.7.2004.
rrr) Vestrahorn ehf., kt. 430304-3130. Starfsleyfi vegna sölu á matvælum að Vesturbraut 1, 780 Höfn, ábyrgðarmaður Elín Þórdís Heiðarsdóttir, kt.201271-4959. Um er að ræða söluskála í flokki C rekinn í tengslum við rekstur bensínstöðvar. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsreglum fyrir verslun með matvæli, söluskála C. Starfsleyfi útgefið 19.7.2004.
sss) Björk Pálsdóttir og Geir Þorsteinsson f.h. fyrirtækisins Farfuglaheimilið Nýibær ehf., kt. 471298-2209. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu fyrir allt að 32 gesti í 8 herbergjum. (6 herbergjanna eru ætluð fyrir svefnpokagistingu og 2 herbergi eru fullbúin) að Hafnarbraut 8, 780 Höfn. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála. Starfsleyfi útgefið 18.8.2004.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
710 Seyðisfjörður
a) Gullþúfa ehf., kt: 430504-3630. Tóbakssöluleyfi í veitingahúsi fyrirtækisins að Austurvegi 3, 710 Seyðisfirði. Ábyrgðarmaður er Helgi Haraldsson, kt. 291278-3299. Leyfi útgefið 5. september 2004.
780 Hornafjörður
b) Vestrahorn ehf., kt. 430304-3130. Tóbakssöluleyfi í Esso, Vesturbraut 1. Ábyrgðarmaður Elín Þórdís Heiðarsdóttir, kt. 201271-4959. Leyfi útgefið 19.7.2004.

4. Tillögur í kjölfar ábendinga frá endurskoðanda ársreikninga.
Tryggingamál hafa verið yfirfarin og frkvstj. telur þau nú vera í samræmi við áendingar endurskoðanda.

5. Skólphreinsistöðvar
Eftirfarandi er lagt fram til kynningar fyrir heilbrigðisnefnd.

Sveitarfélög eru nú óðum að lagfæra fráveitumál, enda renna frestir út um áramót 2005. Á Austurlandi eru nú starfandi 4 litlar skólphreinsistöðvar (Fellabær, Hallormsstaður, Einbúablá á Egilsstöðum og í Tungu á Norður-Héraði) og tvær til viðbótar verða væntanlega komnar í gagnið fyrir áramót, þ.e. á Laugarási á Norður-Héraði og við Haga í Reyðarfirði. Skv. reglugerð um mengunarvarnaeftirlit nr. 786/1999 eru skólphreinsistöðvar eftirlits- og starfsleyfisskyldar sbr.:

Meðferð skólps og úrgangs.
8.1. Skólphreinsistöðvar, útrásadælustöðvar og fráveitur
a. Skólphreinsistöðvar fyrir meira en 150.000 pe
b. > 10.000 pe og afrennsli til strandsjávar eða > 2.000 pe og afrennsli til ármynnis
c. Aðrar skólphreinsistöðvar en í 8.1 a og b

Í gjaldskrá HAUST eru eftirfarandi ákvæði um skólphreinsistöðvar, ath. sýnatökukostnaður er ekki í eftirlitsgjaldinu:

ÍSAT nr. Fyrirtækjagerð Gjald reglubundið Gjald á hálendi, tímabundin starfsemi - án akstursgjalds
90.00.0.1 Skólphreinsistöðvar fyrir meira en 150.000 p.e.
68.400
79.560
90.00.0.2. Skólphreinsistöðvar > 10.000 pe og afrennsli til strandsjávar eða > 2.000 pe
34.200
35.100
90.00.0.3. Aðrar skólphreinsistöðvar
23.700
21.450
Sú skoðun hefur komið upp að ósanngjarnt sé að leggja gjöld á skólphreinsivirki á meðan ekki er nein gjaldtaka af útrásum án hreinsivirkja. Þetta er þó ekki öðruvísi en með aðrar tegundir af starfsemi, sbr. vatnsveiturnar o.fl.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Eftirlitsáætlun 2005.
Tillaga Matvælasviðs-Ust. f. Átaksverkefni í matvælaeftirliti á árinu 2005 lögð fram til kynningar. Ákveðið að HAUST taki að fullu þátt í samræmi við eftirlitsáætlun en auk þess verði sérstakt átak gert til þess að skoða gæði ís.

7. Fjárhagsáætlun 2005
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar ásamt yfirliti yfir stöðu fjárhags í lok ágúst.
Drög að fjárhagsáætlun samþykkt af heilbrigðisnefnd og frkvstj. falið að senda gögnin til sveitarstjórna eins og verið hefur undanfarin ár.

8. Bensínstöð Esso Eskifirði.
Árni gerir grein fyrir málinu. Samþykkt að ef umsókn um starfsleyfi berst verði það unnið í samræmi við svipað mál á Seyðisfirði.

9. Önnur mál.
a) Framsal og yfirtaka eftirlits – staða mála. Helga gerir grein fyrir fundi um málið í Reykjavík. Mál þokast hægt og illa en fjarfundur verður haldinn í næstu viku á milli HES og UST. Helgu falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið kl. 9:40

Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhanni Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Árni Jóhann Óðinsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search