Fundargerð 12. maí 2004

47. / 16. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Fundurinn haldinn símleiðis kl. 9:00, þann 12. maí 2004
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbaksöluleyfi
  4. Húsnæðismál HAUST
  5. Samþykkt um umgengi og þrifnað utanhúss.
  6. Varðar framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til HAUST
  7. Önnur mál

Mættir nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir.

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Fosshótel Vatnajökull. Óskað er heimildar til að nota salerni í íbúð sem starfsmannaaðstöðu í eitt ár, þar sem áform eru um stækkun á hótelinu og útbúnað á fullkominni starfsmannaaðstöðu á árinu 2005.
Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið, en einungis til eins árs.
b) Farfuglaheimilið Seyðisfirði. Helga kynnti hugmynd rekstraraðila að stækkun gistirýmis með tjaldi. Heilbrigðisnefnd tekur hugmyndinni vel og felur heilbrigðisfulltrúa að afgreiða málið að fenginni jákvæðri umsögn bæjarstjórnar.
c) Húsahótel, Norðurgötu 2. Helga gerði grein fyrir framvindu málsins.

 

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Elías Helgason kt.080752-2459. Starfsleyfi fyrir Hraungerði ehf. kt. 420485-0429. Um er að ræða hrognavinnslu, litla (ÍSAT nr. 15.20.5.1), Steinholti 2 685 Bakkafirði. Starfsleyfið er útgefið 05.05.2004.
b) Marinó Jónsson ehf., kt. 711296-2049. Starfsleyfi fyrir harðfiskþurrkun (ÍSAT nr. 15.20.5.0), Steinholti 6, 685 Skeggjastaðahreppi. Starfsleyfið er útgefið til eins árs 6. maí 2004.

690 Vopnafjarðarhreppur
c) Sigurjón Árnason, kt. 120142-3729. Starfsleyfi fyrir rafmagnsverkstæði í húsnæði fyrirtækisins og rafverktakastarfsemi. Rafmagnsverkstæði Sigurjóns. Kt. 120142-3729. Hamrahlíð 23a 690 Vopnafjörður . Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 5.5.2004.
d) Elís Másson, kt. 130955-5959. Starfsleyfi fyrir loðdýrabú 600 minka læður að Skjaldþingstöðum,Hrísar 690 Vopnafjörður. Um er að ræða tvær starfsstöðvar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir loðdýrabú og almennum skilyrðum fyrir mengandi starfssemi. Starfsleyfi útgefið 5.5.2004.

700-701 Austur-Hérað
e) Malarvinnslan hf. kt. 550280-0199. Starfsleyfi fyrir efnisvinnslu, hörpun og brot jarðefna í Selhöfða Fellahreppi (ÍSAT nr. 14.21.0.0). Starfsleyfið er útgefið 30.03.2004.
f) Austur-Hérað og Fljótsdalshreppur kt. 510169-6119 og 550169-5339. Starfsleyfi endurnýjun fyrir rekstur grunnskóla, Hallormsstaðaskóla, Hallormsstað 701 Egilsstaðir kt. 440169-4069. Starfsleyfi útgefið 6.4.2004.
g) Austur-Hérað og Fljótsdalshreppur kt. 510169-6119 og 550169-5339. Starfsleyfi endurnýjun fyrir rekstur íþróttamiðstöðvar, Íþróttamiðstöð, Hallormsstað 701 Egilsstaðir kt. 440169-4069. Starfsleyfi útgefið 6.4.2004.
h) Austur-Hérað og Fljótsdalshreppur kt. 510169-6119 og 550169-5339. Starfsleyfi endurnýjun fyrir rekstur mötuneytis, mötuneyti Hallormsstaðaskóla, Hallormsstað 701 Egilsstaðir kt. 440169-4069. Starfsleyfi útgefið 6.4.2004.
i) Heba Hauksdóttir, kt: 280872-3349. Starfsleyfi fyrir sölu á kaffiveitingum úr eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 25 gesti og verslun með kaffi, te og sælgæti í innpökkuðum umbúðum og “take away kaffi” í einnota umbúðum í Kaffibauninni, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir kaffihús frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Kennitala fyrirtækis: 280872-3349. Starfsleyfi útgefið 30.04.2004.
j) Samskip hf., kt: 440986-1539. Starfsleyfi vegna reksturs vöruflutningamiðstöðvar Landflutningar Samskip, Kaupangur 25, 700 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningastöðvar og flutningabíla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfi útgefið 6.5.2004.
k) Bónus kt. 450199-3389 Skútuvogi 13, 104 Reykjavík. Starfsleyfi v/flutnings fyrir verslunina Bónus Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir matvöruverslanir. Starfsleyfi útgefið 8.5.2004.

701 Fellahreppur
l) Guðjón Sverrisson, kt.051064-3489, Furuvellir 8, 700 Egilsstaðir. Starfleyfi fyrir efnisvinnslu úr Selhöfða Fellahreppi (ÍSAT nr. 14.21.0.0). Nafn fyrirtækis Hryðjuverk, Fellabæ. Starfsleyfið er útgefið 01.04.2004.
m) Grétar Brynjólfsson, kt. 260330-4469, f.h Ferðaþjónustan Skipalæk, 701 Fellahrepp. Starfsleyfi til rekstar gistiþjónustu að Ullartanga 6, 701 Fellabæ. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistingu á einkaheimilum. Starfsleyfi útgefið til eins ár 5.5.2004.

701 Fljótsdalshreppur
n) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir steypustöð við Aðgöng 1, Teigsbjargi, Fljótsdalshreppi. Um er að ræða framleiðslu á steypu (ÍSAT nr. 26.63.0.1) vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Starfsleyfið útgefið 14.4.2004.
o) Landsvirkjun, kt. 420269-1299, Háleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir spennistöð Brennimel, Fljótsdalshreppi. Starfsleyfið er útgefið 5. maí 2004.

701 Norður-Hérað
p) Guðmundur Ólason, kt. 240358-4179. Starfsleyfi fyrir loðdýrabú Bláfeldur ehf. kt. 624494-2679. Hrólfsstaðir, 701 Norður-Hérað. Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum vegna mengunarvarnar og starfsleyfisskilyrðum fyrir loðdýrabú. Starfsleyfið útgefið 14.4.2004.
q) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir steypustöð við stíflusvæði-Kárahnjúkum, Norður-Héraði. Um er að ræða framleiðslu á steypu (ÍSAT nr. 26.63.0.1) vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Starfsleyfið útgefið 16.4.2004.
r) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir þvottahús fyrir starfsmannabúðir fyrirtækisins á Laugarási við Kárahnjúka, Norður-Héraði. Miðað er við starfsreglur fyrir þvottahús. Starfsleyfi útgefið 11.5.2004.

710 Seyðisfjörður
s) Kristján Jónsson, kt 120863-3209, Botnahlíð 17, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi endurnýjun fyrir rafmagnsverkstæði að Botnahlíð 17, 710 Seyðisfirði. Farið skal eftir almennum starfsreglum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfið útgefið 31.3.2004.
t) Sigurbjörn Kristjánsson, kt. 060751-2699. Starfsleyfi endurnýjun vegna fyrirtækisins Rafvirkinn Seyðisfirði, kt. 060751-2699, Hafnargötu 2, 710 Seyðisfirði. Um er að ræða rafmagnsverkstæðis og almenna rafverktaka vinnu. Farið skal eftir almennum starfsreglum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfið útgefið 31.3.2004.

720 Borgarfjarðarhreppur
u) Borgarfjarðarhreppur kt. 480168-6549. Starfsleyfi endurnýjun til rekstrar Grunnskóla Borgarfjarðar, kt. 681088-5719, 720 Borgarfjörður-eystri. Um er að ræða grunnskóla án mötuneytis og farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir leikskóla og skóla. Starfsleyfi útgefið 5.5.2004.

730-740 Fjarðabyggð
v) Guðjón Baldursson, kt. 120958-2919. Starfsleyfi endurnýjun fyrir fyrirtækið G.T.ehf Verslunin Vík, kt. 420597-3399, Egilsbraut 6 740 Neskaupstað. Endurnýjun starfsleyfis fyrir byggingavöruverslun lítil. Farið skal eftir starfsreglum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfið útgefið 1.4.2004.
w) Andrés Elísson, kt 220857-4849. Starfsleyfi fyrir Rafmagnsverkstæði Andrésar ehf. kt. 601202-2470, Strandgötu 24a 735 Eskifjörður. Um er að ræða rafmagnsverkstæði í húsnæði fyrirtækisins og rafverktakastarfsemi. Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 14.4.2004.
x) Jón Lundberg, kt. 100237-2889. Starfsleyfi fyrir rafmagnsverkstæði,verslun með rafvörur og tæki, auk rafverktakastarfsemi. Rafalda ehf. kt. 520269-3049 Hafnarbraut 24 740 Neskaupstað.Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 14.4.2004.
y) Tómas R. Zoëga, kt. 090646-2229. Starfsleyfi fyrir rafverktakastarfsemi. Rafgeisli, Tómas R. Zoëga, kt. 571197-6189, Hafnargötu 10 740 Neskaupstað. Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 15.4.2004.
z) Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson, kt 230262-3229, fh. Staðarhrauns ehf. kt 550404-4780. Hólsvegi 4, 735 Eskifirði. Starfsleyfi fyrir mötuneyti. Um er að ræða heimild til sölu á mat út úr húsi, í einöngruðum matarbökkum fyrir allt að 16 manns. Farið skal eftir starfsreglum Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir veitingastaði. Starfsleyfi útgefið 20.04.2004.
aa) Hjalti Sigurðsson, kt. 160450-4369. Starfsleyfi fyrir rafmagnsverkstæði og leyfi til að selja innpakkað kaffi í húsnæði fyrirtækisins auk rafverktakastarfsemi. HS. Raf ehf., kt. 450603-2520, Strandgata 12a 735 Eskifjörður. Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 5.5.2004.
bb) Fjarðabyggð kt. 470696-2099. Starfsleyfi endurnýjun fyrir Nesskóla kt. 681088-5049 Skólavegi 9, 740 Neskaupstað. Farið skal eftir leiðbeinandi reglum um skóla og leikskóla. Starfsleyfi útgefið 5.5.2004
cc) Ómar Ingi Eggertsson kt. 190973-5229. Starfsleyfi fyrir rafmagnsverkstæði og rafverktaka starfsemi. Rafmar ehf., 530202-2910, Hlunnavogi 3, 730 Reyðarfjörður. Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 5.5.2004.

780 Hornafjörður
dd) Friðrik Jónas Friðriksson, kt. 280674-5679. Starfsleyfi fyrir rafmagnsverkstæði í húsnæði fyrirtækisins og rafverktakastarfsemi. Rafhorn ehf., kt. 641003-2980, Bugðuleiru 6 780 Höfn. Farið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 26.4.2004.
ee) Heimir Örn Heiðarsson, kt. 300459-2859. Starfsleyfi fyrir HP synir ehf., Víkurbraut 5, 780 Hornafjörður. Um er að ræða flutningamiðstöð og matvælageymslu. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningastöðvar og flutningabíla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfi útgefið 6.5.2004.
ff) Markaðstorg Hornafjarðar ehf., kt. 700404-5790. Starfsleyfi fyrir vikulegur markaðstorgi að Álaugarvegi 1, 780 Höfn. Um er að ræða starfsleyfi vegna markaðstorgs þar sem seld er ýmis nytjavara og þ.m.t. notaðir húsmunir, fatnaður o.þ.h. Heimild er fyrir sölu á rótarávöxtum, innpökkuðum harðfiski o.þ.h. frá viðurkenndum framleiðendum. Einnig er heimild fyrir sölu á kaffiveitingum á vegum kvenfélaga, íþróttafélaga og annarra góðgerðarfélaga, einu sinni vikulega í skjóli þessa leyfis. Sala á ferskum fiski, frosinni kjötvöru og annarri viðkvæmri matvöru er háð sérstöku leyfi Heilbrigðisnefndar hverju sinni. Starfleyfi útgefið 10.5.2004.
gg) Svandís Guðný Bogadóttir, kt. 030854-4039 f.h. Verbúðir ehf., kt. 681074-0159. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu með morgunverði í Ásgarði, Ránarslóð 3, 780 Höfn. Um er að ræða heimild fyrir sölu gistingar í 36 herbergjum fyrir allt að 60 manns. Herbergin eru búin sér snyrtingum með baði. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum fyrir gististaði frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.
hh) Jón Birkir Finnsson, kt. 100767-4499. Starfsleyfi fyrir brauðgerð og bakarí að Miðbæ, Litlubrú 1, 780 Höfn. Um er að ræða brauðgerð og bakarí með brauðbar og kaffisölu. Miðað er við starfsreglur fyrir brauðgerðir og brauðbari. Nafn og kennitala fyrirtækis: Hornabrauð efh., kt. 601003-2440. Starfsleyfi útgefið 11.5.2004.
ii) Ásbjörn Þórarinsson, kt. 160145-3079. Starfsleyfi fyrir Rakarastofu Ásbjörns, Hafnarbraut 3, 780 Höfn. Um er að ræða hefðbundna rakarastofu með lítils háttar sölu á snyrtivörum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi. Kennitala fyrirtækis: 160145-3079. Starfsleyfi útgefið 11.5.2204.

3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
730-740 Fjarðabyggð
a) Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249. Bráðabirgðaleyfi til sölu á tóbaki í Söluskála Olís Hafnarbraut 19 , 740 Neskaupstað. Ábyrðarmaður: Jón G Ottósson, kt. 081071-3149. Leyfið gefið út þann 4.5.2004 til eins mánaðar á meðan unnið verður starfsleyfi vegna sjoppureksturs fyrir nýjan rekstraraðila.

 

4. Húsnæðismál HAUST
Samningur um húsaleigu að Miðvangi 1-3, 700 Egilsstaðir, lagður fram. Samningurinn er til þriggja ára og uppsegjanlegur með árs fyrirvara. Heilbrigðisnefnd staðfestir gerðan samning.

 

5. Samþykkt um umgengi og þrifnað utanhúss.
Í október 2003 sendi HAUST tillögu að samþykkt um umgengni og þrif utanhúss til allra svfél. á Austurlandi. Umfjöllun um tillöguna tók nokkurn tíma í stjórnsýslu sveitarfélaganna. Samþykktin hefur nú tekið gildi fyrir þau sveitarfélög sem samþykktu hana fyrir árslok 2004, en þau eru eftirfarandi:
Skeggjastaðahreppur, Fellahreppur, Austur-Hérað, Borgarfjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Austurbyggð, Djúpavogshreppur, Hornafjörður. Samþykktin er hefur verið birt í B deild Stjórnartíðinda. Hún hefur númerið 263/2004 og tók gildi 8.3.2004.

 

6. Varðar framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til HAUST
Helga kynnir (kynnti) bréf sem umhverfisráðuneytið hefur sent Umhverfisstofnun og varðar beiði HAUST um framsal eftirlits. Bréfinu lýkur með eftirfarandi setningum: “....ítrekar ráðuneytið þá skoðun sína að það eftirlit verði fært út í hérað sem óskað er eftir af viðkomandi heilbrigðisnefnd, hafi hún yfir að ráða hæfu starfsfólki til að sinna eftirlitinu, enda er það beinlínis í samræmi við markaða stefnu laga á þessu sviði. Ráðuneytið væntir þess að hægt verði að ganga til samninga um yfirfærslu eftirlitsins og sjái Umhverfisstofnun tormerki á því fer ráðuneytið fram á upplýsingar um hver þau eru”.
Í kjölfar þessa bréfs hefur HAUST enn sent Umhverfisstofnun erindi með ósk um samning um framkvæmd eftirlits með allri starfsemi sem Umhverfisstofnun vinnur starfsleyfi fyrir og/eða hefur eftirlit með og staðsett er á Austurlandi. Í erindi HAUST kom m.a. eftirfarandi fram:

Hér með er formlega óskað eftir að Umhverfisstofnun geri samning við Heilbrigðiseftirlit Austurlands um að HAUST fari f.h. Umhverfisstofnunar með eftirlit með allri starfsemi sem stofnunin vinnur starfsleyfi fyrir og/eða hefur eftirlit með og staðsett er á Austurlandi. Þetta á m.a. við starfsemi sem talin er upp í fylgiskjali 1 og I. viðauka í reglugerð um mengunarvarnaeftirlit nr. 78/1999 og starfsemi skv. 8. kafla reglugerðar nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.

Ennfremur óskar Heilbrigðiseftirlit Austurlands eftir því að Umhverfisstofnun feli HAUST meðferð þvingunarúrræða þar sem það er heimilt, sbr. t.d. V. kafla laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, en þar segir í 21. gr.: “Heimilt er stofnuninni að fela heilbrigðisnefnd eftirlit og framkvæmd þvingunarúrræða samkvæmt lögum þessum í umboði stofnunarinnar”.

Hér með er þess farið á leit við Umhverfisstofnun að sem fyrst verði gengið til samninga um ofangreind atriði. Óskað er eftir að sem allrafyrst verði unnið að samningi um framkvæmd eftirlits með fiskeldisstöðvum og málefnum sem snúa að olíubirgðastöðvum, enda er þar um að ræða stöðuga og viðvarandi starfsemi sem starfsmenn HAUST eru vel kunnugir.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessari framvindu mála og vonast til að málin fái öruggan framgang.

7. Önnur mál.
a) Engin

Fundi slitið kl. 9:40

Fundargerðin færð í tölvu af Helga Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search