Fundargerð 1. apríl 2004

46. / 15. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Fundurinn haldinn símleiðis kl.17:30, þann 1. apríl 2004
  1. Málefni Impregilo, ástandið í mötuneyti á Main Camp

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Þorsteinn Steinsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

1. Málefni Impregilo, ástandið í mötuneyti á Main Camp

Helga gerir grein fyrir vinnu frá síðasta fundi og samskiptum við lögfræðing Umhverfisstofnunar.

Heilbrigðisnefnd Austurlands ákveður eftirfarandi:

Í ljósi þess að ástandið í mötuneyti Impregilo á Main Camp er talið ótryggt hvað varðar öryggi neytenda og þar sem ekki hefur verið unnið að úrbótum skv. kröfum nefndarinnar og á grundvelli 1. mgr. 27. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli er Impregilo beitt dagsektum að fjárhæð kr. 70.000,- á dag frá 5.4.2004 og þar til uppfyllt eru skilyrði matvælareglugerðar nr. 522/1994 um að í matvælafyrirtækjum séu gólf “lögð vatnsheldu, haldgóðu og varanlegu efni sem er án eiturefna og skal þannig frá þeim gengið að auðvelt sé að þrífa þau og gerileyða ef þörf krefur. Gólf skulu þrifin daglega og oftar ef þurfa þykir”, sem og að “loft og loftfastir hlutir skulu hannaðir og þannig frá þeim gengið að óhreinindi, raki og mygla safnist ekki fyrir eða falli niður úr þeim”.

Varðandi fjárhæðar dagsektanna vísast til 1. mgr. 29. gr. reglugerðar nr. 786/1999.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum ennfremur að fylgjast vel með framvindu mála. Í seinasta lagi þann 15.4. nk. skulu starfsmenn skila nefndarmönnum greinargerð þar um. Verði ástandið enn ekki metið viðunnandi mun nefndin íhuga að grípa til frekari þvingunarúrræða í samræmi við ákvæði hollustuháttalaga nr. 7/1998.

Fundi slitið kl. 17:45

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search