Fundargerð 18. febrúar 2004

44. / 13. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
sem haldinn var á Egilsstöðum kl. 10:00 þann 18.2. 2004


  1. Húsnæðismál HAUST
  2. Málefni einstakra fyrirtækja
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  5. Sýnatökuáætlun 2004
  6. Starfsmannamál
  7. Erindi frá Umhverfisstofnun varðandi fæðubótarefni, dags. 5.1. 2004
  8. Gjaldskrá HAUST
  9. Erindi frá Félagi nautgripabænda á Hérði og Fjörðum, dags. 25. 1. 2004.
  10. Bráðabirgðauppgjör ársins 2003
  11. Kynning á nýjum lögum og reglugerðum
  12. Ný starfsleyfisskilyrði
  13. Næstu fundir nefndarinnar
  14. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson. Þorsteinn Steinsson er mættur símleiðis frá Vopnafirði
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Hákon Hansson og Árni Jóhann Óðinsson

Formaður setur fundinn og býður menn velkomna í nýja aðstöðu. Farið fram á dagskrárbreytingu þ.s. erindi Óðins Gunnars er fært undir lið 1.

1. Húsnæðismál HAUST.
a) Erindi frá bæjarráði Fjarðabyggðar 23.01.04 varðandi aðstöðumál starfsmanna Haust og fl.
Framlagt er svarbréf formanns Haust frá 28.01.04.
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir málið og sögðu frá fundi með bæjarráði Fjarðabyggðar þann 09.02.04.

Stjórn Haust gerir ekki athugasemdir við svarbréf formanns og telur þar málin skýrð á fullnægjandi hátt. Stjórnin vill samt ítreka eftirfarandi:

Unnið hefur verið að málinu í samræmi við stofnsamning Haust sbr. 10.gr.

  • Málið hefur verið bókað í fundargerðum Haust og tekið fyrir á aðalfundi Haust.
  • Núverandi starfsaðstaða á Egilsstöðum er til bráðabirgða og áfram verður skrifstofa á Reyðarfirði og þar þarf að vera starfsaðstaða fyrir a.m.k. tvo starfsmenn.
  • Jafnframt samþykkir stjórnin að skrifstofuþörf verði endurmetin eftir 2 ár og verði þá tekin afstaða til þess hvort þörf er á auknu húsnæði á Reyðarfirði og hvort áfram verði þörf fyrir starfsaðstöðu á Egilsstöðum.

b) Erindi frá Óðni Gunnari Óðinssyni, dags. 11.2.2004, vegna stofnunar þekkingarseturs á Egilsstöðum.
Í erindinu kemur fram boð um þátttöku Heilbrigðiseftirlits Austurlands í þekkingarsetri á Egilsstöðum.

  • Stjórn Haust þakkar boð um að þátttöku í uppbyggingu þekkingarseturs á Egilsstöðum, en vill benda undirbúningsaðilum á eftirfarandi.
  • Heilbrigðiseftirlit Austurlands starfar í samræmi við stofnsamning um rekstur byggðarsamlags um Heilbrigðiseftirlit á Austurlandi.
  • Eftirlitið hefur nú nýverið opnað skrifstofu á Egilsstöðum. Er það gert vegna mikilla anna á Héraðssvæðinu vegna tímabundinna stórverkefna. Samkvæmt stofnsamningi Haust, er heimili og varnarþing stofnunarinnar í Fjarðabyggð.
  • Allar breytingar á stofnsamningnum þarf að taka upp á vettvangi samstarfs sveitarfélaga á Austurlandi.
  • Stjórn Haust telur sig ekki hafa umboð til viðræðna um þátttöku í uppbyggingu þekkingarseturs á Egilsstöðum og hafnar því að gerast stofnaðili.

2. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Brunnhóll, ferðaþjónusta Hornafirði. Leyfi er fyrir gistingu á einkaheimili fyrir allt að 16 og matsölu til næturgesta, enda er eldhúsið aðlagað slíkri starfsemi. Sótt er um heimild til að byggja við íbúðarhús í þeim tilgangi að stækka borðstofu og innrétta sérstakt salerni (aðgengilegt fötluðum) fyrir matargesti. Áætlanir eru um að fjölga rúmum til sölu gistingar, þannig að verði gistiskáli/gistihús (fleiri en 16 gestir) í stað gistingar á einkaheimili (max 16 gestir) og aðskilja rekstur og íbúð, fyrir veturinn 2006. Erindið hefur verið samþykkt af formanni og frkvstj. milli funda. Heilbrigðisnefnd samþykkir umsóknina og afgreiðslu HAUST, en gerir kröfur um að tímasetningar framkvæmda standist, enda mikilvægt að aðskilja rekstur og heimili eins fljótt og unnt er, þannig að ákvæði hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002 séu uppfyllt.

b) Hótel Aldan, Seyðisfirði. Sótt er um leyfi til sölu á gistingu að Oddagötu 6 og einnig að Norðurgötu 2 sem og um leyfi til sölu veitinga á Norðurgötu 2. Helga skýrir málið og þá vinnu sem hún ásamt formanni og varaformanni hafa unnið milli funda. Bráðabirgðastarfsleyfi hefur verið gefið út til 15.5.2004.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsleyfi vegna fullbúins veitingareksturs verði ekki gefið út nema skilyrði reglugerða um starfsmannaaðstöðu og aðbúnað í eldhúsi verði uppfyllt.

c) Olís skálinn í Neskaupstað. Magni Kristjánsson hefur óskað eftir bráðabirgðaleyfi til rekstur Olís söluskálans í Neskaupstað til 1.4.2004, en þá muni hann hætta afskiptum af rekstri hans. Heilbrigðisnefnd samþykkir að framlengja fyrra starfsleyfi óbreytt til 1.4.2004.

d) Fréttir af Kárahnjúkum
Helga og Árni kynna stöðu mála.
Meðferð sorps og spilliefna hefur verið ábótavant á athafnasvæði Impregilo á virkjanasvæði norðan Jökuls. Í nóvember var fyrirtækinu gert að flytja spilliefni, sem voru geymd við óviðunnandi aðstæður til spilliefnamóttöku. Um miðjan janúar hafði það enn ekki verið gert. Fyrirtækinu var þá kynnt bréflega að ef spilliefnin hefðu ekki veið flutt burt fyrir miðjan febrúar yrði lagt til við Heilbrigðisnefnd að hún fengi aðila til verksins á kostnað Impregilo. Á fundi með Impregilo, LV, VIJV og HAUST þann 17.2. kom fram að spilliefnin voru enn á sama stað. Í morgun kom á tölvupósti tilkynning um að efnin yrðu í dag flutt til spilliefnamóttöku á Egilsstöðum af þar til bærum aðila. Heilbrigðisfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. Ef efnin verða ekki komin til spilliefnastöðvar fyrir vikulokin verði aðili fenginn til verksins. Einnig er fyrirtækinu falið að flytja sorp og spilliefni jafnharðan til viðurkenndra móttökustöðva eða koma sér upp og sækja um starfsleyfi fyrir spilliefnamóttöku á eigin vegum.

Mötuneyti í Main Camp. Um miðjan desember var aðstaðan skoðuð og alvarlegar athugasemdir gerðar. Um miðjan janúar var ástandið óbreytt. Í lok janúar kom upp væg matarsýking. Fyrirtækinu verði gert að nota einnota diska þar til viðbótar hitatúbum hefur verið komið upp þannig að nægjanlegt heitt vatn verði tiltækt. Ennfremur er frkvstj. falið að veita fyrirtækinu áminningu skv. ákvæðum hollustuháttareglugerðar nr. 7/1998 m.s.br. og skýr krafa gerð um að staðið verði við fram lagðar tímasetningar á lagfæringum.

Leki í svefnskálum. Lekavandamál hafa víða komið upp í aðstöðu Impregilo. HAUST hefur formlega gert athugasemdir til fyrirtækisins og kröfur um úrbætur. Fyrirtækið hefur lagt fram greinargerð um lagfæringar.

e) Sorpstöð Héraðs
Sótt er um starfsleyfi fyrir jarðvegsgerð úr lífrænum úrgangi í landi Fossgerðis í Eiðaþinghá. Um er að ræða tilraunaverkefni, þar sem lífrænum úrgangi verður safnað úr ákveðnum hverfum á Egilsstöðum til að kanna magn og gæði slíks úrgangs sem og að leita sem bestra leiða til að jarðgera í gryfjum á svæðinu.
Heilbrigðisnefnd telur að hér sé um jákvætt verkefni að ræða og felur starfsmönnum að afgreiða það þegar frekari gögn berast, svo sem samþykki landeigenda og umhverfissviðs sveitarfélagsins.

 

3. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Skeggjastaðahreppur, kt. 590209-2719. Skólagata 5, 685 Skeggjastaða-hreppur. Um er að ræða aðstöðu fyrir minniháttar viðgerðir og viðhald tækja á vegum sveitarfélagsins sem og geymslurými. Starfsleyfið útgefið 15.1.2004.
b) Eyrún Kr. Júlíusdóttir, kt. 120355-3689. Bæjarási 2 Bakkafirði. Tímabundið veitingaleyfi vegna þorrablóts í grunnskóla Bakkafjarðar þann 7.2.2004.

690 Vopnafjarðarhreppur
c) Guðmundur W. Stefánsson, kt. 160640-4059. Stafsleyfi fyrir fyrirtækið Vopn-fiskur ehf., kt. 510202-3760, Fremri Nýpi, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða veiði þorsks í botnlægar eldisgildrur og áframeldi í sömu gildrum. Leyfið gildir fyrir allt að 20 kvíar og allt að 180 tonna ársframleiðslu. Svæði fyrir kvíar er í botni Vopnafjarðar og afmarkast af línu milli Skálaskerja og Hofsárós. Starfsleyfið útgefið 12.12.2003.
d) Tangi hf., kt. 551265-0219. Starfsleyfi fyrir vinnslu á ferskum fiski að Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfið útgefið 14.1.2004.

700-701 Austur-Hérað
e) Kristinn Aðalbjörn Kristmundsson, kt. 140254-4609. Endurnýjun starfsleyfis fyrir myndbandaleiguna Video-Flugan, kt. 510282-0199, Laufási 14, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða myndbandaleigu og sölu á innpökkuðu sælgæti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála A. Starfsleyfið útgefið 27.11.2003.
f) Stefanía Steinþórsdóttir kt. 030449-4019, Fjósakambi 12 Austur-Héraði. Tímabundið veitingaleyfi vegna þorrablóts í Vallanesi þann 20.2.2004.
g) Skógrækt ríkisins Hallormsstað, kt. 590269-4339. Starfsleyfi fyrir efnistöku úr námu á Buðlungavöllum, samtals 15 – 25 þúsund m3 á nokkurra ára tímabili. Starfsleyfið er útgefið 20. janúar 2004.
h) Sverrir Hermannsson, kt. 130355-5019, f.h. Í Efra ehf., kt. 581298-3239.

  • Bráðabirgðastarfsleyfi vegna reksturs hótels og veitingastaðar í Valaskjálf Skógarlönd 3, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða hótel með 22 herbergjum og fullbúinn veitingastað. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði og samræmdar starfsreglur fyrir gististaði. Leyfið er gefið út til þriggja mánaða með kröfu um að innan þess tíma verði ákvæðum matvælareglugerðar 522/1994 m.s.br. fullnægt. Starfsleyfi útgefið 17.02.2004 og gildir til 20.5.2004.
  • Starfsleyfi fyrir félagsheimili í Valaskjálf, Skógarlönd 3, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsheimili eða samkomuhús með tveim börum, mataraðstöðu fyrir allt að 300 manns, leiksviði og bíósal. Starfsemin er í tengslum við veitingaeldhús í sömu byggingu og alla jafna gert ráð fyrir að veitingar sem fram eru bornar séu framleiddar í því eldhúsi enda sé starfsleyfi Heilbrigðisnefndar vegna veitingasölu til staðar. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili. Starfsleyfi útgefið 17.02.2004

701 Fellahreppur
i) Herðir hf., kt. 600189-1319, Lagarbraut 7, 701 Fellabær. Um er að ræða heitloftþurrkun á fiskafurðum við Ekkjufellssel. Starfsleyfið útgefið 16.1.2004.
j) Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, kt. . 191265-5729, f.h. Lagarfells ehf., kt. 550802-2010. Bráðabirgðastarfsleyfi, vegna sölu á mat út úr fullbúnu veitingaeldhúsi, hvort heldur er sem “takeaway”, í einangraða matarbakka eða einangruð ílát frá veitingastaðnum Amor Faté að Lagarfelli 2, Fellabæ, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða bráðabirgðaleyfi, enda er veitingasalur ekki tilbúinn. Þegar veitingasalur verður tilbúinn og í seinasta lagi fyrir lok starfsleyfistímans skal rekstraraðli tilkynna HAUST þar um og verður staðurinn þá skoðaður á ný og endanlegt starfsleyfi væntanlega gefið út. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Leyfi útgefið 17.2.2004 og gildir til 20.5.2004.

701 Fljótsdalshreppur
k) Fosskraft sf., kt. 440903-2660, Engjateigi 7, 105 Reykjavík. Starfsleyfi til steypuframleiðslu með færanlegri steypustöð við Hvammseyri, Fljótsdalshreppi. Starfsleyfi er útgefið 9.1.2004.
l) Universal Sodexho, kt. 660603-2550. Starfsleyfi fyrir lítinn söluskála, kíosk, í klúbbhúsi starfsmannabúða Impregilo á Teigsbjargi, Adit 1, í Fljóstdalshreppi, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála A. Leyfi útgefið 4.2.2004.
m) Universal Sodexho, kt. 660603-2550. Starfsleyfi fyrir lítinn söluskála, kíosk, í klúbbhúsi starfsmannabúða Impregilo við Axará, Adit 2, í Fljóstdaslhreppi, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála A. Leyfi útgefið 4.2.2004.

701 Norður-Hérað. . .
n) Anna Bragadóttir kt. 101060-7779, Flúðum Norður-Héraði. Tímabundið veitingaleyfi vegna þorrablóts þann 21.2.2004.
o) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir á Laugarási, Kárahnjúkum, Norður-Hérað, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða svefnskála fyrir allt að 724 manns í 30 svefnskálum auk íbúðarhúsa. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 3.1.2004.
p) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í Tungu, Adit 3, Norður-Hérað. Um er að ræða svefnskála fyrir allt að 150 manns í 6 skálum og 2 húsum, mötuneyti fyrir íbúana, vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 1.2.2004.
q) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Starfsleyfi fyrir vörugeymslu á Laugarási, Kárahnjúkasvæði, Norður-Héraði. Um er að ræða stóra vörugeymslu sem þjónar athafnasvæði Impregilo á Kárahnjúkasvæði. Starfsleyfi útgefið 7.2.2004.
r) Universal Sodexho, kt. 660603-2550. Starfsleyfi fyrir lítinn söluskála, kíosk, í klúbbhúsi starfsmannabúða Impregilo í Tungu, Adit 3, á Norður-Héraði, 701 Egilsstaðir. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála A. Leyfi útgefið 5.2.2004.
s) Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt. 610199-2839. Starfsleyfi fyrir sjúkraskýli á Laugarási, Kárahnjúkasvæði, Norður-Héraði. Um er að ræða lítið sjúkraskýli til að þjóna starfsmönnum á virkjanasvæði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisstofnanir. Leyfi útgefið 31.1. 2004.

710 Seyðisfjörður
t) Kjartan Heiðberg Björgvinsson, kt.060140-7669, Miðtúni 3, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi til hrognavinnslu að Hafnargötu 43, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfið er útgefið 28.1.2004.
u) Seyðisfjarðarkaupstaður kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Herðubreið, kt. 600169-7429, Austurvegi 4, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða funda- og skemmtistað, kvikmyndahús, skólaeldhús, móttökueldhús, matsal fyrir allt að 300 manns og sjoppu þar sem selt verður innpakkað sælgæti og gos. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili og söluskála A eftir því sem við á. Starfsleyfið útgefið 17.12.2003.
v) Húsahótel ehf., kt. 510703-2510. Bráðabirgðastarfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi:

i) Leyfi vegna takmarkaðs veitingareksturs á neðri hæð hússins að Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða skert leyfi til sölu á veitingum fyrir allt að 47 gesti í matsal. Veitingaleyfið er skert, þar sem aðstaða til geymslu á matvælum er ekki fullnægjandi, auk þess sem framkvæmdum í samræmi við kröfur matvælareglugerðar er ekki að fullu lokið.
ii) Leyfi vegna reksturs gistiskála á efri hæð hússins að Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða leyfi til sölu á gistingu fyrir að 8 gesti í fimm herbergjum.
iii) Leyfi vegna reksturs gististaðar Oddagötu 6, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða leyfi til sölu á gistingu fyrir að 20 gesti í níu fullbúnum hótelherbergjum.
Í öllum tilfellum er um að ræða bráðabirgðaleyfi, þar sem úttekt byggingarfulltrúa hefur ekki farið fram og skilyrði skv. hollustuháttareglugerð og/eða matvælareglugerð nr. 522/1994 m.s.br. eru ekki að öllu uppfyllt. Frestir eru veittir til að uppfylla skilyrðin. Leyfin eru í öllum tilfellum veitt til 15.5.2004.

720 Borgarfjarðarhreppur
w) Björn Aðalsteinsson, kt. 080555-1969, Heiðmörk, 720 Borgarfjörður. Tímabundið veitingaleyfi vegna þorrablóts þann 24.1.2004.

730-740 Fjarðabyggð
x) Árni Elísson, kt. 130245-4399. Endurnýjun á starfsleyfi vegna fyrirtækisins Rafmagnsverkstæði Árna, kt. 130245-4399, Austurvegur 21, 730 Reyðarfjörður. Farið skal eftir auglýsingu Umhverfisráðuneytisins yfir mengandi starfsemi þar sem ekki er krafist ítarlegri starfsleyfisgerðar frá 4.8.2000. Starfsleyfið útgefið 26.11.2003.
y) Ester Björg Laxdal Úlfarsdóttir, kt. 240276-4619. Starfsleyfi fyrir Naglastofu Esterar, kt. 240276-4619. Heiðarvegur 21, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða snyrtistofu með naglasnyrtingu, förðun, gervi tattoo og spray brúnku. Farið skal eftir starfsleyfisreglum fyrir snyrtistofur og reglugerð um meðferð hættulegra efna og eiturefna. Starfsleyfið útgefið 26.11.2003 til tveggja ára.
z) Bíley ehf., kt. 531089-1709. Endurnýjun starfsleyfis vegna bifreiðaverkstæðisins Bíley ehf., Búðareyri 33, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða alhliða bifreiðaviðgerðir. Kennitala fyrirtækis: 531089-1709. Farið skal eftir starfsreglum fyrir bifreiðaverkstæði. Starfsleyfið útgefið 11.12.2003.
aa) B.M.Vallá ehf. kt. 530669-0179. Um er að ræða framleiðslu á steypu sölu á vörum úr henni. Steypustöðin er staðsett að Ægisgötu 6, 730 Reyðarfirði. Starfsleyfið er útgefið 27.11.2003.
bb) Byggðarholt sf., kt. 581186-1509. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Byggðarholt sf.. Strandgötu 10a, 735 Eskifjörður. Um er að ræða trésmíðaverkstæði án lökkunar og almenna byggingastarfssemi. Kennitala fyrirtækis: 581186-1509Farið skal eftir starfsreglum um trésmíðaverkstæði. Starfsleyfið út gefið 11.12.2003.
cc) Kristján J. Kristjánsson, kt. 120764-2849. Starfsleyfi vegna veitingastaðar á Lundargötu 1, 730 Reyðarfjörður. Nafn fyrirtækis: Zalza ehf., kt. 421063-3270. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað með fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 gesti, en stækkunarmöguleikar inn í samkomusal fyrir allt að 360 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Starfsleyfi útgefið 14.12.2003.
dd) Aðalsteinn Þorvaldsson, kt. 191270-4603. Starfsleyfi fyrir samkomuhús og sölu á einföldum veitingum og drykkjum að Búðargötu 6, 730 Reyðafjörður. Nafn fyrirtækis: Café Kósý ehf., kt. 191270-4609. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 19.12.2003.
ee) Guðmundur R. Gíslason, kt. 190270-2979, f.h. B.G. Bros e.h.f., kt. 440497-2769. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað með fullbúnu eldhúsi. Veitingasalur er fyrir allt að 40 gesti og veislusalur fyrir allt að 400 gesti. Auk þess er heimilt að selja út veisluþjónustu. Miðað er við starfsreglur Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir veitingahús. Ennfremur er heimild fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 9 gesti í fimm herbergjum . Miðað er við samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og HAUST fyrir gististaði. Starfsleyfi útgefið 9.1.2004.
ff) Tempra Fjarðabyggð ehf., kt. 711203-3030, Leiruvogi 2, 730 Reyðarfjörður Starfsleyfi vegna framleiðslu á vörum úr EPS efni og sölu á fylgihlutum tengdum ferskum matvælum, s.s. pokum, ísmottum og fl. í húsnæði fyrirtækisins að Leiruvogi 2, 730 Reyðarfjörður. Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi auglýsing nr 582/2000. Starfsleyfi útgefið 15.1.2004.
gg) Aðalheiður Ingimundardóttir fh. Félags eldri borgara á Eskifirði kt. 670396-2239. Starfsleyfi vegna reksturs einkasalar-félagsheimilis í Melbæ að Fossgötu, 735 Eskifjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili. Starfleyfi útgefið 21.01.2004.
hh) Hansína Sturlaugsdóttir kt. 221264-3989 og Ásgeir Sigmarsson kt. 100162-3699. Marbakka 9, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi fyrir daggæslu í heimahúsi að Marbakka 9, 740 Neskaupstað. Farið skal eftir starfsreglum fyrir dagvistun barna. Starfsleyfið útgefið 3.2.2004.
ii) Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt. 610199-2839. Starfsleyfi fyrir heilsugæslustöð við Búðareyri, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða heilsugæslustöð sem þjónar íbúum Reyðarfjarðar og nágrennis. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir. Leyfi útgefið 8.2. 2004.

750 -755 Austurbyggð
jj) Þórhildur Helga Þorleifsdóttir f.h. Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, kt. 681088-6369, fær starfsleyfi vegna starfrækslu skólaathvarfs fyrir 6–8 ára nemendur, Hlíðargötu 55, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða mötuneyti og dagvist fyrir nemendur grunnskóla á aldrinum 6 til 8 ára. Miðað er við starfsreglur fyrir leikskóla og skóla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, eftir því sem við á. Leyfið gildir til 31.5.2005.
kk) Vignir Garðarsson, kt. 260967-3639. Starfsleyfi vegna fyrirtækis: Kútterinn Skólavegi 49, 750 Fáskrúðsfjörður. Kennitala fyrirtækis 700402-6730. Um er að ræða lítið hótel, bar og veitingahús fyrir allt að 50 gesti ásamt sælgætissölu, ís úr vél o.þ.h. Leyfið gildir til 10.2.2008.
ll) Grétar Helgi Geirsson f.h. Björgunarsveitarinnar á Búðum kt. 160173-4839 fær leyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2003. Sýningin hefst um kl. 21:00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður er Bæjarbryggjan á Fáskrúðsfirði. Ábyrgðarmaður: Grétar Helgi Geirsson.
mm) Agnes B. Elfar, kt. 310774-3089, fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Kútterinn Fjarðarbraut 44, 755 Stöðvarfjörður. Kennitala fyrirtækis: 700402-6730. Um er að ræða veitingahús fyrir ca. 50 gesti ásamt sælgætissölu, ís úr vél o.þ.h. Farið skal eftir starfsreglum fyrir Veitingahús frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Leyfið gildir til 8.1.2008
nn) Ingólfur Finnsson, kt. 120767-4109, f.h. Björgunarsveitarinnar Einingar, Breiðdalsvík. Starfsleyfi fyrir flugeldasýningu á Stöðvarfirði á gamlárskvöld 2003. Sýningin hefst um kl. 22:00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður er við innri bryggju á Stöðvarfirði. Skv. fyrirliggjandi gögnum er ábyrgðarmaður Jónas Fjalar Kristjánsson, Ásvegi 7, Breiðdalsvík.

750 Fáskrúðfjarðarhreppur
oo) Árdís Eiríksdóttir, kt. 200771-5409. Tímabundið starfsleyfi vegna Áramótabrennu að Brimnesi. Staðsetning: Á bersvæði við Brimnes í Fáskrúðsfirði. Ábyrgðarmaður, Árdís Eiríksdóttir.

760 Breiðdalshreppur
pp) Ingólfur Finnsson, kt. 120767-4109, f.h. Björgunarsveitarinnar Einingar, Breiðdalsvík. Starfsleyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2003. Sýningin hefst um kl. 21:00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður er við höfnina á Breiðdalsvík. Ábyrgðarmaður: Jónas Fjalar Kristjánsson, Ásvegi 7, Breiðdalsvík.
qq) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779-802. Tímabundið starfsleyfi vegna Þrettándabrennu á Breiðdalsvík. Staðsetning: Við afleggjara að gamla brennsluofni. Leyfið gildir aðeins 6. janúar 2004.

765 Djúpavogshreppur
rr) Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799-803. Starfsleyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2003 Sýningin hefst um kl. 21:00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður: Rakkaberg. Skv. fyrirliggjandi gögnum er ábyrgðarmaður Reynir Arnórsson, Hlíð 13, Djúpavogi. initialized
ss) Jónína Ingvarsdóttir, kt. 260566-3189. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Gallerí Tattoo, Steinum 1, 765 Djúpivogur. Kennitala fyrirtækis: 260566-3189. Um er að ræða stofu þar sem framkvæmt er húðflúr. Eingöngu er notast við einnota áhöld. Leyfið gildir til 1.2. 2008.

780 Hornafjörður
tt) Ari Jónsson, kt. 030148-3630, f.h. Vélsmiðjunnar Foss ehf., kt. 660399-2919. Bráðabirgðastafsleyfi vegna reksturs starfsmannabústaðar á efri hæð norðurenda húss Foss hf., að Ófeigstanga 15, 780 Höfn. Leyfi útgefið 17.12.2003 og gildir til 1.4.2004.
uu) Ari Jónssn, kt. 030148-3630, f.h. Vélsmiðjunnar Foss ehf., kt. 660399-2919. Starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabústaðar á efri hæð norðurenda húss Foss hf., að Ófeigstanga 15, 780 Höfn. Leyfi útgefið 23.1.2004 og gildir til 23.1.2008.
vv) Skafti Ottesen. Bráðabirgðastarfsleyfi fyrir Veitingastaðinn Víkina, Víkurbraut 2, 780 Höfn. Kennitala fyrirtækis: 570397-2069. Um er að ræða fullbúinn veitingastað. Leyfi er gefið út til þriggja mánaða þann 8.2.2004.

4. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

701 Norður-Hérað …

a) Universal Sodexho, kt. 660603-2550. Smásöluleyfi á tóbaki í söluskála, kíosk, í klúbbhúsi starfsmannabúða Impregilo í Tungu, Adit 3, á Norður-Héraði, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðamaður: Hafþór Óskarsson, kt. 040863-3629. Leyfi útgefið 5.2.2004.

730-740 Fjarðabyggð
b) Kristján J. Kristjánsson, kt. 120764-2849. Smásöluleyfi á tóbaki í veitingastað á Lundargötu 1, 730 Reyðarfjörður. Nafn fyrirtækis: Zalza ehf., kt. 421063-3270. Leyfi útgefið 14.12.2003

750 – 755 Austurbyggð
c) Agnes B. Elfar, kt. 310774-3089. Smásöluleyfi á tóbaki í Kútternum, Fjarðarbraut 44, 755 Stöðvarfjörður. Ábyrgðarmaður: Agnes B. Elfar. Leyfi gildir til 8.1.2008
d) Vignir Garðarsson, kt. 260967-3639. Smásöluleyfi á tóbaki í Kútternum, Skólavegi 49, 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Vignir Garðarsson. Leyfi gildir til 11.2.2008

5. Sýnatökuáætlun 2004.
Árni leggur fram sýnatökuáætlun fyrir neysluvatn. Heilbrigðisnefnd samþykkir sýnatökuáætlunina.

6. Starfsmannamál.
Heilbrigðisnefnd staðfestir gerða ráðningarsamninga við Sigrúnu Hallgrímsdóttur, Leif Þorkelsson og Júlíu Siglaugsdóttur.

7. Erindi frá Umhverfisstofnun varðandi fæðubótarefni, dags. 5.1.2004.
Um er að ræða kynningu á samkomulagi um að eftirlit með fæðubótarefnum verði hýst hjá Umhverfisráðuneyti, þ.e. eftirlit verði hjá Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum. Hér er um að ræða málaflokk, sem ekkert virkt eftirlit hefur verið með og mikil vinna framundan.

8. Gjaldskrá HAUST
Ný gjaldskrá fyrir HAUST tók gildi með birtingu í Stjórnartíðindum í janúar 2004. Gjaldskráin er nú þegar á heimasíðu HAUST, http://www.haust.is

9. Erindi frá Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum, dags. 25.1.2004. Bréf HAUST frá hausti 2002 um starfsleyfisskyldu vatnsveitna skv. Neysluvatnsreglugerð nr. 536/2001 var tekið fyrir á félagsfundi í janúar 2004. Í erindinu er greint frá því að Mjólkurbú Flóamanna (MBF) hafi kannað “ástand neysluvatns” og að til sé nokkuð skýr mynd af því hvar neysluvatn uppfylli ekki kröfur. Stjórn Félagsins telur aðra könnun ekki bæta við upplýsingum og fer fram á að á býlum þar sem neysluvatn er ekki í lagi verði enn veittur árs frestur til að endurbæta vatnsból. Ennfremur óskar stjórnin eftir að HAUST taki upp samvinnu við MBF um sýnatökur í tengslum við árlega heimsókn mjólkureftirlitsmanna í framtíðinni.

Fram kom í máli heilbrigðisfulltrúa að könnun MBF nær eingöngu til sýnatöku á vatni, en vatnsból og umbúnaður vatnsveitna hafa ekki verið skoðuð. Það er mat heilbrigðiseftirlitssvæða og Umhverfisstofnunar að ekki sé rétt að taka eingöngu sýni af vatni, heldur þurfi að skoða umbúnað vatnsbóla. Ef vatnsból eru birgð og vel frá gengin með skilgreindu og afgirtu brunnsvæði þarf að taka vatnssýn til gerlarannsókna. Ekki er talið rétt að taka vatnssýni ef vatnsból eru opin eða óviðunnandi, enda geta góðar niðurstöður slíkra sýna vakið falskt öryggi. Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að skoða starfsleyfisskyld vatnsból eins og að hefur verið stefnt og hefja stafsleyfisvinnslu í samræmi við ákvæði neysluvatnsreglugerðar og fyrri ákvörðun Heilbrigðisnefndar, enda hefur HAUST veitt mjólkurframleiðendum sem og öðrum matvæla-framleiðendum með einkavatnsveitur rúman aðlögunartíma. Að úttekt og starfsleyfisvinnslu lokinni er sjálfsagt að skoða samstarf við MBF um áframhald á sýnatökum.

10. Bráðabirgðauppgjör ársins 2003 og fjárhagsstaðan í ársbyrjun 2004
Lögð fram til kynningar gögn sem sýna fjárhagsáætlun 2003, bráðabirgðauppgjör rekstrar 2003, fjárhagsáætlun 2004 og drög að endurskoðun hennar. Ársskýrsla 2003 einnig lögð fram til kynningar.

11. Kynning á nýjum lögum og reglugerðum, erindi frá Umhverfisráðuneyti dags. 6.1.2004 Seint á árinu 2003 tóku ný lög um meðhöndlun úrgangs gildi og þrjár reglugerðir með stoð í þeim lögum. Um er að ræða eftirfarandi:

  • Lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs
  • Reglugerð nr. 739/2003 um brennslu úrgangs
  • Reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs
  • Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs

Ástæða er til að vekja athygli sveitarfélaga á að Umhverfisstofnun skal semja landsáætlun um meðhöndlun úrgangs og sveitarstjórnum ber að semja og staðfesta "áætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði og skal sú áætlun byggjast á markmiðum landsáætlunar". Ennfremur er áréttuð ábyrgð sveitarstjórna á "flutningi heimilisúrgangs og (að sveitarstjórn) skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu."
11. gr.laganna tekur á gjaldtöku og þar vekur athygli að taka skal gjald fyrir förgun: "Rekstraraðili förgunarstaðar, hvort sem um er að ræða sveitarfélag, byggðasamlag eða einkaaðila, skal innheimta gjald fyrir förgun úrgangs. Gjaldið skal nægja fyrir öllum kostnaði við förgun úrgangsins, þ.m.t. uppsetningu og rekstur viðkomandi förgunarstaðar. Þar sem úrgangur er urðaður skal gjaldið einnig að svo miklu leyti sem unnt er standa undir kostnaði sem fylgir því að setja fjárhagslega tryggingu eða jafngildi hennar, sbr. 15. gr., áætluðum kostnaði við lokun staðarins og nauðsynlegu eftirliti í kjölfar lokunar í 30 ár."

12. Ný starfsleyfisskilyrði
Á vegum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga starfa nú hópar til að vinna samræmd starfsleyfisskilyrði. Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsleyfisskilyrði unnin af samstarfshópum Ust og HES gildi á svæði HAUST án þess að þau séu sérstaklega kynnt á fundum nefndarinnar. Hafi heilbrigðisfulltrúar aths. eða geri tillögur um breytingar á starfsreglum frá vinnuhópunum, þá skal leggja starfsleyfisskilyrðin fyrir nefndina til umræðu og ákvarðanatöku.
Starfsleyfisskilyrði fyrir eftirfarandi starfsemi hafa verið unnin nýverið og send heilbrigðiseftirlitssvæðunum.

Almenningssalerni
Dagvistun 6-10 barna í heimahúsum
Dvalarheimili
Fangelsi
Garðaúðara
Gistingu á einkaheimili
Gistiskála
Gististaði
Heilbrigðisþjónustu
Húðgötun í eyrnasnepla
Íþróttahús og líkamsræktarstöðvar
Leikskóla og skóla
Líkamsgötun
Meindýraeyða
Sambýli
Samkomuhús
Setlaugar og iðulaugar
Snyrtistofur
Starfsmannabúðir
Starfsmannabústaði,
Verslun með vörur m. hættul. efnum

13. Næstu fundir nefndarinnar
Samþykkt að stefna að heilbrigðisnefndarfundum skv. eftirfarandi:

31. mars Símafundur
12 maí Símafundur
30. júní Snertifundur

14. Önnur mál.
b) Tillaga að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss var send öllum sveitarfélögum á Austurlandi þann 26.10.2002. Samþykktin hefur velkst lengi í kerfinu og þrátt fyrir að reynt hafi verið að ýta við forsvarsmönnum sveitarfélaga hafa einungis eftirfarandi sveitarfélög samþykkt tillöguna:

Skeggjastaðahreppur
Fellahreppur
Austur-Hérað
Borgarfjarðarhreppur
Fjarðabyggð
Austurbyggð
Djúpavogshreppur
Hornafjörður

Frkvstj. falið að auglýsa samþykktina fyrir ofangreind sveitarfélög.
c) Ósk um yfirtöku eftirlits frá Ust. Þann 9.2.2004 fór enn eitt bréf vegna óskar um yfirtöku þess eftirlits sem Ust hefur á Austurlandi frá HAUST til Ust og Umhverfisráðuneytis. Óskað er eftir fundi með þessum aðilum til að ræða málið.

Fundi slitið kl. 12:10

Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhanni Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta fundi

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Árni J. Óðinsson, heilbrfulltr.
Helga Hreinsdóttir, frkvst.
Hákon Hansson, heilbrfulltr.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search