Fundargerð 16. október 2003

42. / 11. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn var haldinn 16. október 2003 kl. 14:00 á Hótel Héraði á Egilsstöðum
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Tóbakssöluleyfi
  4. Gjaldskrá, fyrirtækjalistar og fjárhagsáætlun 2004
  5. Starfsleyfisskilyrði til samþykktar
  6. Dagskrá aðalfundar hefur verið send út
  7. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson, Sigurður Ragnarsson og Þorsteinn Steinsson. Björn Hafþór Guðmundsson situr fundinn í gegnum fundarsíma í Reykjavík.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Hákon Hansson og Árni Jóhann Óðinsson

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Impregilo, stöðumat og þróun mála í aðbúnaði og hollustuháttum. Helga gerir grein fyrir málinu, en eftirfylgniferðir voru farnar skv. ákvörðun heilbrigðisnefndar. 6.10., 12.10. og ennfremur 13.10.

Miklar framfarir hafa orðið varðandi vatnsveitur, eldhús og fráveitur á Axará og Teigsbjargi, en vinnu við svefnskálana var ekki lokið við skoðun sl. mánudag. Í bráðabirgðamötuneytinu á Laugarási hafa lágmarksúrbætur farið fram, ennfremur hefur verið unnið að lagfæringum á fráveitu og hafist er handa við byggingu varnalegs mötuneytis og hreinsivirkis fyrir fráveitu.

Mikilvægt er að nýta samstarfsfundi vel og knýja enn á að lokafrágangi sé lokið jafnóðum og ný rými eru byggð og að ný starfsemi hefjist ekki án starfsleyfa og fullnægjandi aðstöðu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Framvinda mála og málsmeðferð hefur verið rædd ítarlega við lögfræðing Umhverfisstofnunar.

b) Malarvinnslan, malbikunarstöð.
Starfsmönnum ásamt formanni og varaformanni falið að afgreiða málið eftir að auglýsingatíma líkur og þá m.t.t. athugasemda sem berast.

c) Nýheimar, Höfn. Umsókn um starfsleyfi vegna veitingasölu hefur borist og er í vinnslu

d) Pakkhúsið, Höfn. Umsókn um starfsleyfi vegna samkomusalar hefur borist og er í vinnslu

e) Gautavík fiskimjölsverksmiðja Djúpavogi. Hákon gerir grein fyrir úrbótum á fráveitumálum fyrirtækisins og mengunarslysi sem varð hjá fyrirtækinu.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum í Tanga, Hafnarbyggð 17, 690 Vopnafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir gistiskála og veitingahús. Starfsleyfi úrgefið 15.10.2003.

700-701 Austur-Hérað
b) Hrafnkell Guðjónsson, kt. 181263-3779, 700 Egilsstaðir. Endurnýjun starfsleyfis vegna Rafey ehf., kt. 440789-5529, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða rafvéla-og rafmagnsverkstæði sem og götu-og málningarþjónustu. Endurnýjun starfsleyfis gefið út 18.9.2003.
c) Vilhjálmur Karl Jóhannsson, kt. 160957-7949. Starfsleyfi fyrir loðdýrabú að Þrepi, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild fyrir allt að 400 minkalæðum og 300 refalæðum. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir loðdýrabú. Starfsleyfi útgefið 25.9.2003.
d) Fræðslunet Austurlands-sjálfseignastofnun, kt. 550299-2759, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir Háskólanámssetur Fræðslunets Austurlands á Egilsstöðum, kt. 550299-2759, Tjarnarbraut 39C, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða kennslustofur, aðstöðu fyrir nemendur og skrifstofur starfsmanna. Starfsleyfið útgefið 8.10.2003.
e) Sigríður Guðmarsdóttir, kt. 070466-4229, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna Hraðhreinsun Austurlands ehf. kt. 440594-2209, Miðási 7b 700 Egilsstaðir. Um er að ræða efnalaug, þvottahús og verslun með hreinlætis- og skrifstofuvörur. Miðað er við starfsreglu fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Starfsleyfi útgefið 9.10.2003.

701 Norður-Hérað
f) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensín- og olíuafgreiðslu, sölu á innpakkaðri matvöru og snyrti- og efnavöru við skipulagssvæði Arnarfells á Laugarási, Kárahnjúkasvæði. Starfsleyfið er útgefið 24. september 2003.
g) Imregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980, Lagarási 4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir trésmíðaverkstæði á aðalsvæði Impregilo við Kárahnjúka, Laugarás. Starfsleyfið er útgefið 8. október 2003 og gildir á meðan starfsemin er í gangi en þó ekki lengur en til sex mánaða.
h) Imregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980, Lagarási 4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir vélaverkstæði á aðalsvæði Impregilo við Kárahnjúka, Laugarás. Starfsleyfið er útgefið 8. október 2003 og gildir á meðan starfsemin er í gangi en þó ekki lengur en til sex mánaða.

730-740 Fjarðabyggð
i) ÍSTAK hf. kt. 540671-0959, Engjateigur 7, 105 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir véla- og rafmagnsverkstæði á Hrúteyri við Reyðarfjörð. Starfsleyfið er útgefið 22. september 2003 og gildir á meðan starfsemin er í gangi en þó ekki lengur en til fjögra ára.

760 Breiðdalshreppur
j) Guðríður Gunnlaugsdóttir, kt. 290939-7719 f.h. Kvenfélagsins Hlífar fær hér með starfsleyfi fyrir Útimarkað Kvenfélagsins við Sólvelli, Breiðdalsvík. Kennitala 470291-1849 Um er að ræða útimarkað sem m.a. selur s.k. sveitabakstur. Markaður opinn u.þ.b 3 mánuði á ári. Starfsleyfi gefið út 29. 9. 2003 til 4 ára.

765 Djúpavogshreppur
k) Guðrún Kristjana Jónsdóttir kt. 190271-3109 fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Anis, hársnyrtistofa, Steinum 1, 765 Djúpivogur. Kennitala fyrirtækis 190271-3109. Um er að ræða hársnyrtistofu og sölu á snyrtivörum og ýmiss konar smávarningi. Starfsleyfi gefið út 1. 10. 2003 til 4 ára.

3. Tóbakssöluleyfi
701 Norður-Hérað
a) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Tóbakssöluleyfi í verslun með bensínstöð við skipulagssvæði Arnarfells á Laugarási, Kárahnjúkasvæði. Ábyrgðarmaður: Ingólfur Steingrímsson kt. 100166-3999. Starfsleyfið er útgefið 24. september 2003.

780 Hornafjörður
b) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940 Suðurlandsbraut 18, 110 Reykjavík, kt. 541201-3940. Bráðabirgðaleyfi til sölu á tóbaki í Esso aðföng, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður Ingólfur Steingrímsson, kt. 100166-3999. Leyfið útgefið 15.10.2003 og gildir þar til endanlegt leyfi hefur verið unnið, en þó ekki lengur en til 31.1.2004.

4. Gjaldskrá, fyrirtækjalistar og fjárhagsáætlun 2004.
a) Drög að fyrirtækjalistum lögð fram sem grunnur að tekjuhlið fjárhagsáætlunar.
b) Drög að fjárhagsáætlun 2004 lögð fram ásamt aths.
c) Drög að nýrri gjaldskrá lögð fram ásamt greinargerð og tímareikningum.
Heilbrigðisfulltrúar fóru yfir tillögu að gjaldskrá og fjárhagsáætlun á fundi þann 9.10. sl. Í kjölfar þess fundar eru lagðar fram breytingartillögur.
Frkvst. fór yfir gögnin, gerði grein fyrir nokkrum atriðum og svaraði fyrirspurnum.
Vegna liðar b er sérstaklega tekið fram að Heilbrigðisnefnd heimilar að auka starfshlutfall um 1 til tveggja ára vegna viðamikilla verkefna framundan
Frkvstj. falið að lækka tillögu að rekstrarlið fjárhagsáætlunar þannig að ekki sé gert ráð fyrir halla í ársafkomu. Samþykkt að Heilbrigðiseftirlitið innheimti sjálft kostnað vegna starfsleyfisvinnslu lítilla vatnsveitna. Drög að fjárhagsáætlun annars samþykkt.
Drög að nýrri gjaldskrá samþykkt.
Frkvstj. falið að senda gögnin með breytingum í samræmi við umræður og ákvarðanir fundarins til sveitarstjórna þannig að fulltrúar geti kynnt sér þau fyrir aðalfund HAUST. Óskað er eftir að sveitarfélög yfirfari fyrirtækjalista og geri aths. við þá ef þurfa þykir ekki seinna en 15.11., þannig að unnt sé að taka tillit til breytinga í endanlegri fjárhagsáætlun fyrir 1.12.2003.

5. Starfsleyfisskilyrði til samþykktar
a) Starfsleyfisskilyrði fyrir heilbrigðisstofnanir
b) Söluskálar A, eingöngu innpökkuð vara
c) Söluskálar B, innpökkuð og óinnpökkuð vara sem ekki telst viðkvæm
d) Söluskálar C, innpökkuð vara, óinnpökkuð vara sem ekki telst viðkvæm og sala viðkvæmra matvæla
e) Veitingahús, viðmiðunarreglur
f) Skyndibitastaðir, viðmiðunarreglur
g) Mötuneyti, viðmiðunarreglur
h) Mötuneyti og móttökueldhús, eingöngu með súpu, smurt brauð o.þ.h.
i) Viðmiðunarreglur vegna hlaðborða
j) Starfsreglur fyrir tjald- og hjólhýsasvæði
k) Kröfur um búnað í mötuneytum og veitingastöðum
l) Leiðbeinandi starfsreglur fyrir matvælafyrirtæki
m) Flutningastöðvar
n) Flutningabílar matvöru
o) Skilyrði fyrir rekstri pylsuvagna og annarra matsöluvagna
p) Kaffihús, viðmiðunarreglur
q) Bake-off
r) Starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur
s) Starfsleyfisskilyrði fyrir garðaúðun
t) Starfsleyfisskilyrði fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili
u) Starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála
v) Starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði
w) Starfsleyfisskilyrði fyrir húðgötun í eyrnasnepla
x) Starfsleyfisskilyrði fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar
y) Starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla og skóla
z) Starfsleyfisskilyrði fyrir líkamsgötun, þar með talið húðflúr
aa) Starfsleyfisskilyrði fyrir eyðingu meindýra
bb) Starfsleyfisskilyrði fyrir samkomuhús
cc) Starfsleyfisskilyrði fyrir setlaugar og iðulaugar
dd) Starfsleyfisskilyrði fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi
ee) Starfsleyfisskilyrði fyrir dagvistun 6-10 barna í heimahúsum
ff) Viðmiðunarreglur fyrir pizzastaði
gg) Starfsreglur fyrir reykhús og reykofna
hh) Heimili og stofnanir fyrir börn
Starfsleyfisskilyrðin samþykkt.

6. Dagskrá aðalfundar hefur verið send út.
Aðalfundur verður haldinn 30.10.2003 á Vopnafirði.

7. Önnur mál
a) Ársreikningar 2002 voru lagðir fram með drögum á síðasta fundi og nú staðfestir með undirskrift nefndarmanna.
b) Frkvstj. falið að auglýsa eftir starfsmanni í samræmi við ákvörðun undir lið 4.
c) Húsnæðismál í tengslum við aukin tímabundin verkefni á Héraðssvæði og nýráðningu starfsmanna. Helgu falið að finna húsnæði fyrir skrifstofu á Egilsstöðum. Greiðslur fyrir starfsaðstöðu á heimilum Helgu og Árna falli niður um leið. Starfsaðstaða heilbrigðisfulltrúa fyrir Hornafjörð verður á heimili starfsmanns. Lögheimili og varnarþing HAUST verður áfram í Fjarðabyggð.
d) Hýsing gagna HAUST. Helga grein fyrir málinu.
e) Ath. verði með að semja við Intrum Justitia vegna innheimtu á vegum HAUST

Fundi slitið kl. 16:25

Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhann Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Árni J. Óðinsson, heilbrfulltr.
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson , heilbrfulltr.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search