Fundargerð 17. september 2003

39. / 8. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn 17.9.2003. Fundurinn hófst á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 10:00 en síðan var farið í skoðunarferð um virkjanasvæðið á Kárahnjúkum


  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Áminningar til fyrirtækja
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Starfsreglur og/eða starfsleyfisskilyrði sem Umhverfisstofnun hefur birt á sinni heimasíðu
  5. Breyting á mönnun í Heilbrigðisnefnd
  6. Starfsmannamál
  7. Breyting á samningi milli Hollustuverndar ríkisins og HAUST
  8. Drög að ársreikningi 2002
  9. Ákveðið hafði verið að taka fyrir eftirfarandi mál . . .
  10. Næsti fundur og endurskoðun ákvörðunar um aðalfund
  11. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Björn Hafþór Guðmundsson, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson, Ásmundur Þórarinsson og Þorsteinn Steinsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Hákon Hansson og Árni J. Óðinsson

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Impregilo S.p.A. v/ mötuneytis í Main Camp, Lagarási. Í kjölfar ákvörðunar heilbrigðisnefndar á síðasta fundi, 9.9.2003, þar sem starfsmenn fengu umboð til að beita lokun til að þvinga fram úrbætur í samræmi við matvælareglugerð, fóru starfsmenn á svæðið þann 10.9. Þá hafði nokkuð þokast í rétta átt og efni til frekari framkvæmda var komið á staðinn. Að höfðu samráði við formann nefndarinnar var ákveðið að framlengja frest til að ljúka atriðum sem lutu að öryggi matvæla og neytenda um 24 tíma. Þann 11.9. var ástandið orðið ásættanlegt, þannig að frestur til að framkvæma tímafrekari verk var veittur til 19.9.2003.
Helga gerir grein fyrir málinu.

b) Malarvinnslan á Egilsstöðum, malbikunarstöð. Starfsleyfi stöðvarinnar rann út þann 31.8. sl. Sótt var um undanþágu til Umhverfisráðuneytis til að keyra stöðina í 30-60 daga. Að fengunum umsögnum frá HAUST og Ust. veitti ráðuneytið “undanþágu frá starfsleyfi og heimild til að keyra stöðina einu sinni á næstu 60 dögum, þegar nægilega stórt verkefni berst eða unnt er að safna saman verkefnum til samfelldrar keyrslu stöðvarinnar”. Bréf ráðuneytis er dags. 11.9.2003. Fyrirspurn um hvað flokkast sem “ein keyrsla” var svaraða á eftirfarandi veg í samráði HAUST og Ust. og með samþykki Umhverfisráðuneytis: “Það verður litið á það sem eina keyrslu ef verk eru unnin í 3 samliggjandi daga og eins samfellt og unnt er vegna tilfærslu á tækjum og veðurs.  Krafa er um að á þessum þrem dögum verði framkvæmdar tvær aðskildar mengunarmælingar.  Með þessu fyrirkomulagi gefst tækifæri til að fá raunhæfa mynd af mengunarálagi og ennfremur gefst fyrirtækinu færi á að lagfæra búnað milli mælinga ef þörf krefur”. 
Fyrirtækið hefur sótt um nýtt starfsleyfi heilbrigðisnefndar með erindi dags. 2.9.2003. Umsóknin er fyrir malbikunarstöð á sama stað og nú, afkastageta stöðvarinnar er um 40 tonn/klst, en umfang framleiðslu undanfarin ár hefur verið 3.000-5.000 tonn.
Í umsókninni segir að mengunarmæling frá 25.7. hafi komið illa út hvað rykmengun varðar, en skýringar séu fundnar. Skipt verði um leka poka og frágangur poka lagfærður.
Umsóknin verði sett í auglýsingarferli í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Þorsteinn Steinsson mætir á fundinn.

2. Áminningar til fyrirtækja
a) Arnarfell ehf., kt. 441286-1399. Áminning veitt vegna ítrekaðs brots á ákvæðum starfsleyfis um meðferð sorps og spilliefna við steypustöð fyrirtækisins á Kárahnjúkum. Dagsetning áminningar: 5.9.2003.
b) Impregilo S.p.A. kt. 530203-2980. Áminning veitt vegna brots á ákvæðum reglugerðar um meðferð sorps á vinnusvæði við Axará. Dagsetning áminningar 17.9.2003


3. Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Félagsbúið Refstað ehf., kt. 5604797-2619. Starfsleyfi fyrir loðdýrabú með allt að 200 minkalæður að Refstað, 690 Vopnafjörður . Miðað er við starfsreglur fyrir loðdýrabú. Starfsleyfi útgefið 6.9.2003.

700-701 Austur-Hérað
b) Sigþrúður Sigurðardóttir, kt. 301159-4129 f.h. Kvenfélags Eiðaþinghár. Starfsleyfi vegna sölu á vöflum og brauðmeti framleiddu á viðurkenndum framleiðslustað á Ormsteiti 2003. Starfleyfi útgefið 13.8.2003.
c) Dagur Kristmundsson, kt. 140440-4509. Starfsleyfi endurnýjun vegna hjólbarðaviðgerða og viðgerða á eigin vélum í fyrirtækinu Dagsverk, kt. 701293-3989. Starfsleyfi útgefið 2.9.2003.
d) Jónas Jónasson, kt. 240267-5009 og Grétar Karlsson, kt. 140469-3199. Miðási 19. 700 Egilsstaðir. Endurnýjun starfsleyfis fyrir bifreiðaverkstæðið J.G.Bílar ehf. Kt. 700101-3960. Starfsleyfi útgefið 2.9.2003.
e) Björgvin Elísson kt. 221075-3159. Starfsleyfi endurnýjun vegna Bón-og pústþjónustan sf. Kt. 530695-2399 Miðási 23. 700 Egilsstaðir. Undanþáguákvæði þar sem krafa er gerð um að sand-og olíuskilju verði komið fyrir eigi síðar en 29.2.2004. Starfsleyfi útgefið 3.9.2003.

701 Norður-Hérað
f) Arnarfell ehf. kt. 441286-1399, Sjafnarnesi 2-4, 603 Akureyri. Starfsleyfi fyrir vinnubúðum við Kárahnjúka með mötuneyti fyrir allt að 60 manns með tilheyrandi vatnsveitu og fráveitu sem þjónar búðunum. Starfsleyfið er útgefið 16.6.2003 og gildir á meðan starfsemi stendur þó ekki lengur en í fjögur ár.
g) Arnarfell ehf. kt. 441286-1399, Sjafnarnesi 2-4, 603 Akureyri. Starfsleyfi fyrir færanlega steypustöð við Jökulsá á Dal ofan við Kárahnjúka. Starfsleyfið er útgefið 16.6.2003 og gildir á meðan starfsemi stendur þó ekki lengur en í fjögur ár.
h) Eykt ehf., kt. 560192-2319, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir vinnubúðir fyrir allt að 25 manns með mötuneyti og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning: Á athafnasvæði Impregilo við Laugarás á Kárahnjúkasvæði. Starfsleyfi útgefið 6.9.2003 og gildir til 15.10.2003.

710 Seyðisfjarðarkaupstaður
i) Vigdís H. Jónsdóttir, kt. 050959-2429, Botnahlíð 4,710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi vegna sölu á heimabökuðum kleinum og ástarpungum sem og harðfiski frá viðurkenndum framleiðanda á Ormsteiti 2003. Starfsleyfi útgefið 13.8.2003

750 Fáskrúðsfjarðarhreppur
j) ÍSTAK hf. Engjateigi 7, 108 Reykjavík, kt. 40671-0959. Starfsleyfi vegna starfsmannabúða fyrir allt að 50 manns ásamt mötuneyti, vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning starfseminnar er við Dali í Fáskrúðsfirði. Miðað er við starfsreglur fyrir vinnubúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 11.8. 2003.

765 Djúpavogshreppur
k) Elís Grétarsson, kt. 210676-5709. Starfsleyfi vegna Ósness ehf., kt. 470896-2059, Mörk 4 b, 765 Djúpivogur. Um er að ræða saltfiskverkun. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsreglum fyrir fiskvinnslur frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfið er gefið út 9.9. 2003.
l) Jóhann Þórisson, kt. 190246-3299. Starfsleyfi vegna Naustavogs ehf., kt. 521098-2959 Vogalandi 3, 765 Djúpivogur. Um er að ræða saltfiskverkun. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsreglum fyrir fiskvinnslur frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfið er gefið út 9.9. 2003.
m) Sveinn Ari Guðjónsson, kt. 141268-5899. Starfsleyfi vegna Búlandstinds hf., Bakka 4, 765 Djúpivogur Kennitala fyrirtækis er 490169-0169. Um er að ræða fiskvinnslu og síldarverkun. Farið skal eftir meðfylgjandi starfsreglum fyrir fiskvinnslur frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Starfsleyfið er gefið út 9.9. 2003

4. Starfsreglur og/eða starfsleyfisskilyrði sem Umhverfisstofnun hefur birt á sinni heimasíðu. Starfsleyfisskilyrðin hafa verið færð í búning HAUST, þ.e. með logoi HAUST af Hákoni Hanssyni.

a) Starfsleyfisskilyrði fyrir bónstöðvar og bílaleigur
b) Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðasprautun
c) Starfsleyfisskilyrði fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur
d) Starfsleyfisskilyrði fyrir bílapartasölur og skyldan rekstur
e) Starfsleyfisskilyrði fyrir eyðingu meindýra
f) Starfsleyfisskilyrði fyrir sjálfvirkar bón- og bílaþvottastöðvar
g) Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar fyrir ökutæki sem áformað er að farga
h) Starfsleyfisskilyrði fyrir niðurrif á bifreiðum og þungavinnuvélum
i) Starfsleyfisskilyrði fyrir réttingaverkstæði og skyldan rekstur
j) Starfsleyfisskilyrði fyrir ryðvarnarverkstæði
k) Starfsleyfisskilyrði fyrir smurstöðvar
Heilbrigðisnefnd staðfestir starfsleyfisskilyrðin.

5. Breyting á mönnun í Heilbrigðisnefnd.
Með tölvubréfi dags. 28.8.2003 hefur Guðmundur Sveinsson Kröyer sagt sig frá störfum í Heilbrigðisnefndinni vegna anna á vinnustað. Með bréfi dags. 16.9.2003 tilkynnir bæjarstjóri Austur-Héraðs að Sigurður Ragnarsson, Egilsstöðum hafi verið tilnefndur sem aðalmaður í Heilbrigðisnefnd í stað Guðmundar Sveinssonar Kröyer, sem hefur sagt sig úr nefndinni vegna anna. Guðmundi þökkuð störf fyrir nefndina og Sigurður boðinn velkominn í hans stað. 

6. Starfsmannamál
Staða heilbrigðisfulltrúa á Hornafjarðarsvæðinu. Helga gerir grein fyrir málinu. Einn umsækjandi var um starfið. Sá hinn sami hefur góðar menntunarforsendur til starfsins er getur illa hafið störf strax.
Helgu og Ólafi falið að ganga til samninga við Sigrúnu Hallgrímsdóttur
um að hún komi til starfa við Heilbrigðiseftirlit Austurlands ekki seinna en um áramót.
Mikið álag hefur verið á embættinu undanfarið, bæði vegna stórframkvæmda á fjöllum og nú einnig þar sem ekki hefur tekist að ráða starfsmann á Hornafjarðarsvæðið. JS hefur aukið við sig vinnu að ósk frkvstj. og er nú að jafnaði í 60% starfi, HIH hefur tekið að sér pappírsvinnu fyrir embættið og ÁJÓ og HHr hafa bæði unnið talsvert umfram það sem eðlilegt má telja. Eðlilegt þykir að auknar tekjur sem skila sér vegna vinnu umfram fjárhags og áætlanagerð verði notaðar til greiðslu fyrir umframvinnu skv. dagbókum
.


7. Breyting á samningi milli Hollustuverndar ríkisins og HAUST um yfirtöku eftirlits með sorpförgun og spilliefnamóttöku. Breytingin er gerð til að HAUST geti gjaldtekið umrætt eftirlit í samræmi við eigin gjaldskrá en ekki í samræmi við gjaldskrá Hvr. eða Ust, eins og áður var, enda stenst það ekki gildandi reglur. Þetta hefur í för með sér nauðsyn á breytingu á gjaldskrá HAUST fyrir árið 2004.
Heilbrigðisnefnd felur framkv.stjóra að hefja enn umræður við þar til bæra aðila um að fá meira af eftirlitsverkefnum heim í hérað.


8. Drög að ársreikningi 2002. Drög frá endurskoðanda lögð fram til kynningar. Einnig gerð grein fyrir fjárhagslegri stöðu embættisins í lok ágúst 2003.

9. Ákveðið hafði verið að taka fyrir eftirfarandi mál:
a) Drög að fyrirtækjalistum ársins 2004 sem grunnur að fjárhagsáætlun og eftirlitsáætlun
b) Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004
c) Drög að nýrri gjaldskrá HAUST
Vegna mikils vinnuálags undanfarnar vikur hefur ekki reynst unnt að undirbúa þessi gögn. Heilbrigðisnefnd samþykkir ósk frkvstj. um að fresta dagskrárliðnum til næsta fundar.


10. Næsti fundur og endurskoðun ákvörðunar um aðalfund
Tillaga frksvstj.:
a) Næsti fundur nefndarinar verði 15. október, þar verði tekin fyrir mál sem frestað er undir lið 9 hér að ofan.
b) Aðalfundur verði haldinn fimmtudaginn 30. október

11. Önnur mál.
a) Húsnæðismál rædd.

Fundi slitið kl. 11:00 og lagt upp í kynnisferð um Kárahnjúkasvæði

Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhanni Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Benedikt Jóhannsson
Ásmundur Þórarinsson
Þorsteinn Steinsson
Bj. Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir
Árni J. Óðinsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search