Fundargerð 9. október 2002

32. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands og fyrsti fundur á nýju kjörtímabili
haldinn á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík, miðvikudaginn 9.10. 2002 kl. 14:00.
  1. Ný heilbrigðisnefnd boðin velkomin og sett inn í störf
  2. Vinnulag heilbrigðisfulltrúa við starfsleyfisvinnslu
  3. Málefni einstakra fyrirtækja
  4. Trúnaðarmál
  5. Bókuð útgefin starfsleyfi
  6. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  7. Verklag við áminningar til fyrirtækja og bókanir vegna þeirra
  8. Stjórnsýslukæra Lögmanna á Austurlandi ehf. f.h. Trölla ehf. á hendur HAUST
  9. Af vettvangi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi
  10. Aðalfundur HAUST, 18.9.2002
  11. Fjármál HAUST og starfið framundan
  12. Erindi og bréf
  13. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Þorsteinn Steinsson, Ásmundur Þórarinsson (sem varamaður fyrir Guðmund Sveinsson Kröyer), Egill Jónasson, Benedikt Jóhannsson. Ástríður Baldursdóttir boðaði forföll með stuttum fyrirvara.
Starfsmenn: Árni J. Óðinsson, Hákon Hansson og Helga Hreinsdóttir.

1. Ný heilbrigðisnefnd boðin velkomin og sett inn í störf
Kosning varaformanns og ritara. Egill Jónasson einróma kosinn varaformaður. Ritari verður starfsmaður Heilbrigðiseftirlitsins, Árni Jóhann Óðinsson.
Helga gerir grein fyrir greiðslufyrirkomulag vegna starfa í nefndinni, akstursfyrirkomulag, akstursgreiðslur, fjarlægðargreiðslur, símafundargreiðslur, fundartíma og fundatíðni. Menn sammála um að fundartími skuli vera eins og verið hefur, þ.e. á dagvinnutíma, kl. 14:00, síður kl. 11:00 (þó háð veðri).
Næsti fundur ákveðinn 20. nóvember og síðan aftur um miðjan janúar.
Helga gerir grein fyrir og leggur fram gögn er varða helstu lög og reglur, skipurit, stofnsamning og gjaldskrá HAUST.

2. Vinnulag heilbrigðisfulltrúa við starfsleyfisvinnslu
Staðfest ákvörðun fyrri heilbrigðisnefndar um að heilbrigðisfulltrúar vinni og gefi út starfsleyfi til fyrirtækja sem heilbrigðisnefnd ber að veita starfsleyfi fyrir, ef öllum skilyrðum reglna er mætt. Ef eitthvað orkar tvímælis eða ef óskað er undanþágu frá ákvæðum starfsreglna eða reglugerða skal bera starfleyfisumsóknir undir heilbrigðisnefnd.


3. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Sundlaugin í Selárdal, Vopnafirði. Sótt hefur verið um endurnýjun starfsleyfis. Starfsleyfi verði gefið út til tveggja ára með kröfu um að á gildistíma verði rekstraraðila gert að koma upp pH-miðlun sem tryggi heilnæmi sundlaugarvatnsins. Gerð verði tilraun til að reka laugina sem C-laug, þ.e. náttúrulaug án klórblöndunar. Á sérstökum álagstíma verði þó hægt að klóra laugina. Strax verði komið á skýrum reglum um umgengni þegar engin gæsla er við laugina sem og viðbragðsáætlun við slysum. Þá verði sundlaugargestum tryggður beinn aðgangur að neyðarlínu.

b) Búlandstindur á Djúpavogi
Ítrekað hefur verið kvartað undan mengun í sjó og á fjörum við Djúpavog, en mengun, þ.e. fita og blóðvatn, berst frá Búlandstindi. Krafa um að fituskilja verði sett upp fyrir síldarvertíð 2002 hefur ekki verið uppfyllt. Fyrirtækinu var gefinn frestur til að gera grein fyrir málinu til 26.9. sl.
Bókun færð í trúnaðarbók.

c) Sláturhúsið á Vopnafirði, Helga gerir grein fyrir málinu en það varðar fituskilju og sviðagám. Málið fært í trúnaðarmálabók.

d) Olis Neskaupstað, Helga gerir grein fyrir málinu en það varðar m.a. framkvæmd innra eftirlits. Málið fært í trúnaðarmálabók.


e) Vatnsveita Fjarðabyggðar, sótt er um starfsleyfi vegna nýrrar vatnsveitu í Fannardal. Árni gerir grein fyrir málinu.
Gengið verði eftir því að gögn sem málið varða berist HAUST áður en starfsleyfið verður gefið út.

f) Urðunarstaður í Þernunesi, Hákon gerir grein fyrir málinu. Varðar mengun frá urðunarstað.
Heilbrigðisnefnd skorar á HVR og stjórn SMA að koma mengunarvörnum urðunarstaðarins í Þernunesi í viðunandi horf og sömuleiðis að leysa sem allra fyrst þann vanda sem förgun á grút úr fitugildrum á svæði sorpsamlagsins er nú í.


4. Trúnaðarmál
Áminningar til fyrirtækja færðar í trúnaðarmálabók.


5. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Halldór fiskvinnsla ehf., kt. 55050-8520. Starfsleyfi fyrir Halldór fiskvinnslu ehf., Hafnargötu 8, 685 Bakkafjörður. Um er að ræða saltfiskverkun. Miðað er við starfsreglur fyrir fiskvinnslur. Starfsleyfi útgefið 14.08.2002.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi fyrir félagsheimilið Miklagarð, Miðbraut 1, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða félagsheimili með móttökueldhúsi, bar og veitingasal fyrir allt að 300 gesti. Einnig er aðstaða til bíósýninga og sælgætissala. Ekki er um að ræða reglubundna starfsemi. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili. Starfsleyfi útgefið 5.8.2002.

700-701 Austur-Hérað
c) Kári Svavarsson, kt. 051050-3639. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Betri flutninga ehf., Miðási 19, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða flutningafyrirtæki, sem m.a. flytur matvæli. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningamiðstöðvar og flutningabíla. Kennitala fyrirtækis: 580700-2410. Starfsleyfi útgefið 5.8.2002.

d) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 41069-4369. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Vinbúðina Egilsstöðum, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða heildsöluverslun fyrir tóbak og smásöluverslun fyrir áfengi. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 5.8.2002.


e) Eymundur Magnússon, kt. 040955-3219, f.h. Móður Jarðar. Um er að ræða heimild til að nýta fiskúrgang frá Herði í Fellabæ í tilraunaskyni til jarðræktar í einu stykki í Vallanesi, 701 Egilsstaðir. Úrganginn skal plægja niður og fylgjast vel með hvort fugl eða önnur vargdýr dragast að stykkinu. Leyfið útgefið 24.9.2002.

f) Þórey Sigurðardóttir, kt. 100572-4949. Starfsleyfi fyrir Snyrtistofuna Brá, Miðvangi 5-7, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða almenna snyrti- og nuddstofu. Miðað er við starfsreglur fyrir snyrtistofur og nuddstofur. Kennitala fyrirtækis: 100572-4949. Starfsleyfi útgefið 30.9.2002.

701 Fellahreppur
g) Áslaug Ragnarsdóttir, kt. 240663-2529. Starfsleyfi fyrir Hárhúsið, Hlöðum í Fellabæ, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða hárgreiðslustofu með þrem vinnustólum. Miðað er við starfsreglur fyrir hársnyrtistofur. Kennitala fyrirtækis: 691297-3229. Starfsleyfi útgefið 1.10.2002.

701 Fljótsdalshreppur
h) Herðir hf., kt. 600189-1319. Starfsleyfi fyrir fóðureldhús við Ekkjufellssel, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða framleiðslu á loðdýrafóðri, allt að 1200 tonn á ári. Miðað er við starfsreglur HAUST fyrir fóðurblöndunarstöðvar. Starfsleyfið er útgefið 18. september 2002.


701 Norður-Hérað
i) Lilja Hafdís Óladóttir, kt. 100656-2219. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Sænautasel á Jökuldalsheiði, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða matsölustað, með sæti fyrir u.þ.b. 40 manns. Miðað er við starfsreglur fyrir matsölustað, lítinn. Starfsleyfið gefið út 14.08.2002.

j) Sláturfélag Austurlands, kt. 670901-2890. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi. Leyfin útgefin 26.9.2002.

i) Starfsmannabúðir í tengslum við sláturhúsið á Fossvöllum, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða starfsmannabúðir sem reknar eru tímabundið í sláturtíð og þjóna starfsmönnum sláturhússins. Gistirými er fyrir allt að 24. Miðað er við reglugerð um starfsmannabúðir og starfsmannabústaði.

ii) Mötuneyti í tengslum við sláturhúsið á Fossvöllum, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða mötuneyti sem rekið er tímabundið í sláturtíð og þjónar starfsmönnum sláturhússins. Miðað er við starfsreglur fyrir mötuneyti.

710 Seyðisfjörður
k) Hjalti Þór Bergsson, kt. 260378-4069. Starfsleyfi fyrir Skálann sf., Shellskálann á Seyðisfirði, Ránargötu, 710 Seyðifjörður. Um er að ræða sælgætissölu og lítinn skyndibitastað með innan við 16 sætum sem rekinn er í tengslum við bensínafgreiðslur Skeljungs. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði. Starfsleyfi útgefið 9.8.2002.

l) Jón Bergmann Ársælsson, kt. 300153-7399. Starfsleyfi fyrir bar og kaffihús í tengslum við billjardstofu að Austurvegi 18-20, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða starfsleyfi fyrir bar með veitingasal fyrir allt að 50 manns og lítið kaffihús staka daga eða helgar. Ennfremur er heimild til að selja allt að 25 manna hópum veitingar ef pantað er. Billjardstofa er rekin í aðstöðunni. Veitt er heimild til að samnýta starfsmannaaðstöðu í veitingaaðstöðunni fyrir brauðgerð í aðliggjandi húsnæði út leyfistímann, sem er þess vegna takmarkaður. Kennitala fyrirtækis: 300153-7399. Starfsleyfi gefið út 9.9.2002 og gildir til 1.5.2003.


m) Gunnar Gunnlaugsson f.h. Mikaels ehf., kt. 050154-5219. Tímabundið starfsleyfi í tengslum við brúargerð við nýja höfn á Seyðisfirði fyrir starfsmannabúðir á hafnarfyllingu og starfsmannabústað að Baugsvegi 1, 710 Seyðisfjörður. Leyfið gildir á verktíma, sem er áætlaður tveir til tveir og hálfur mánuður. Starfsleyfi útgefið 9.8.2002.

730-740 Fjarðabyggð
n) Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, kt. 41069-4369. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Vinbúðina Neskaupstað, Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða smásöluverslun fyrir áfengi. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli. Starfsleyfi útgefið 5.8.2002.

o) Þórarinn Hávarðsson, kt. 230262-3229. Starfsleyfi vegna reksturs tveggja smáhýsa á tjaldstæðinu á Eskifirði. Um er að ræða svefnpokagistingu fyrir allt að 6 manns og samnýtingu á salernisaðstöðu með tjaldstæðinu. Leyfi gefið út þann 5.8.2002.

p) Guðjón Smári Jósepsson, kt. 230959-4989. Starfsleyfi til bráðabirgða í einn mánuð vegna fyrirtækisins Hótels Öskju, Hólsvegi 4, 735 Eskifjörður. Um er að ræða veitingastað með allt að 30 sætum og sölu á gistingu fyrir allt að 13 manns í 7 herbergjum. Leyfið gefið út 7.8.2002.

q) Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson, kt. 230262-3229, vegna reksturs Shell-skálans á Reyðarfirði. Um er að ræða sælgætisverslun, litilsháttar sölu á matvælum og grill með leyfi fyrir hamborgurum, frönskum o.þ.h. Einnig sölu á samlokum frá viðurkenndum framleiðendum. Nafn fyrirtækis: Bakki ehf., söluskáli. Kennitala fyrirtækis: 560702-2560. Leyfið gefið út þann 7.8.2002.

r) Garðar Eðvaldsson, kt. 130632-3869, f.h. Sæbergs ehf., kt. 590172-0579. Starfsleyfi vegna reksturs gistiskála að Strandgötu 86, 735 Eskifjörður. Um er að ræða tvær íbúðir sem leigist hvor um sig eða saman til hópa eða einstaklinga, ekki er heimilt að leigja stök herbergi út úr íbúðunum. Miðað er við starfsreglur fyrir gistiskála. Starfsleyfi útgefið 2.9.2002.


s) Ellen Rós Baldvinsdóttir, kt. 080479-3449. Starfsleyfi fyrir Nuddstofu Ellenar, Búðareyri 15, 730 Reyðarfjörður. Undanþáguákvæði er vegna samnýtingar baðaðstöðu gesta og starfsmanna í húsinu. Miðað er við starfsreglur fyrir nuddstofur. Starfsleyfi útgefið 26.9.2002.

t) Jarðboranir, kt. 590286. Tímabundið starfsleyfi vegna borunar eftir heitu vatni innan við golfskálann á Eskifirði. Leyfið er miðað við “almenn starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi sem getur haft í för með sér mengun”, en einnig sértækar kröfur þar sem unnið er innan vatnsverndarsvæðis. Starfsleyfi útgefið 26.9.2002 og gildir fyrir framkvæmdatíma verksins, þó ekki lengur en til 31.12.2002.

u) Félag eldri borgara Reyðarfirði, kt. 519092-2540. Starfsleyfi fyrir félagsaðstöðu á Búðareyri 25, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða félagsaðstöðu með móttökueldhúsi. Starfsleyfi útgefið 2.10.2002.

750 Búðahreppur
v) Kristín B. Albertsdóttir, kt. 200863-7399. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Sumarlínu ehf., Búðavegi 57, 750 Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða veitingahús, sem fyrst og fremst selur kaffiveitingar og smárétti. Kennitala fyrirtækis: 611200-3580, Starfsleyfið er gefið út 15.9.2002 og gildir í 4 ár.

760 Breiðdalshreppur
w) Ríkharður Jónasson, kt. 200461-2239. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Útgerðarfélags Breiðdælinga hf., matvælavinnsla. Um er að ræða matvælaframleiðslu til frystingar, þ.e. fiskibollur, fiskibökur og sósur. Vörurnar eru seldar frosnar til stóreldhúsa. Kennitala fyrirtækis: 530199-2079-300. Starfsleyfi gefið út 8.10.2002 og gildir í 4 ár.


780 Hornafjörður
x) Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, kt. 090555-5459. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Íss og ævintýris ehf., Vagnsstöðum í Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi vegna reksturs veitingastaðar fyrir allt að 70 gesti í Jöklaseli. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Kennitala fyrirtækis: 090555-5459. Starfsleyfi útgefið 15.5.2002.

y) Knútur Bruun, kt. 081135-2589. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Frost og Funa ehf., vegna gistiheimilis og veitingastaðar fyrir allt að 50 gesti að Hofi I, Austurhúsi í Öræfasveit, 785 Hornafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir hótel og gistiheimili sem og fyrir veitingahús. Kennitala fyrirtækis: 460597-2939. Starfsleyfi útgefið 11.6.2002.

z) Guðbjörg Magnúsdóttir, kt. 050748-3329. Starfsleyfi vegna Ferðaþjónustunnar Litla-Hofi, Öræfum, 781 Hornafjörður. Um er að ræða gistingu á einkaheimili og rekstur gistiskála. Miðað er við starfsreglur fyrir gistingu á einkaheimili og gistiskála. Starfsleyfi útgefið 27.7.2002.

aa) Hafdís Gunnarsdóttir, kt. 240847-3029. Starfsleyfi fyrir Skyndi-Bitann ehf., matsöluvagn að Víkurbraut 6, 780 Höfn. Um er að ræða matsöluvagn og miðað við starfsreglur fyrir söluskála C. Kennitala fyrirtækis: 450202-2580. Starfsleyfi útgefið 27.7.2002.

bb) Sigurjón Bjarnason, kt. 130867-4809. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Krónuna, Vesturbraut 3, 780 Höfn. Um er að ræða matvöruverslun. Miðað er við starfsreglur um verslun með matvæli. Kennitala fyrirtækis: 71198-2239. Starfsleyfi útgefið 30.7.2002.

cc) Pálmi Guðmundsson, f.h. Kaupfélags Austur-Skaftfellinga svf., kt. 180559-4269. Starfsleyfi vegna brauðgerðar og bakarís í Miðbæ, Litlubrú 1, 780 Höfn. Um er að ræða brauðgerð og bakarí með brauðbar og kaffisölu. Miðað er við starfsreglur fyrir brauð- og kökugerðir. Kennitala fyrirtækis: 680169-3229. Starfsleyfi útgefið 30.7.2002.


6. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
710 Seyðisfjörður
dd) Hjalti Þór Bergsson, kt. 260378-4069. Leyfi til smásölu á tóbaki í fyrirtækinu Skálanum sf., Shell-skálanum á Seyðisfirði, Ránargötu, 710 Seyðisfjörður. Leyfi útgefið 9.8.2002.

730-740 Fjarðabyggð
ee) Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson, kt. 230262-3229. Tóbakssöluleyfi í Shell-skálanum á Reyðarfirði. Nafn fyrirtækis: Bakki ehf., söluskáli. Kennitala fyrirtækis: 560702-2560. Leyfi gefið út þann 7.8.2002.


7. Verklag við áminningar til fyrirtækja og bókanir vegna þeirra
Máli frestað til næsta fundar.


8. Stjórnsýslukæra Lögmanna á Austurlandi ehf. f.h. Trölla ehf. á hendur HAUST vegna starfsleyfisvinnslu fyrir B. G. Bros ehf., annars vegar fyrir Hótel Egilsbúð útg. 21.5.2001 og hins vegar fyrir starfsmannabústað að Hafnarbraut 8 í Neskaupstað.
Helga gerir grein fyrir málinu, en það er í vinnslu hjá úrskurðarnefnd skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.


9. Af vettvangi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi
Ólafur gerir grein fyrir aðalfundi samtakanna 2002, sem haldinn var á Selfossi þann 27.9. sl. Gögn af aðalfundinum höfðu verið send nefndarmönnum fyrir fundinn.


10. Aðalfundur HAUST, 18.9.2002
Skýrsla stjórnar og fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

Á aðalfundi HAUST varð nokkur umræða um hugsanlega matvælastofnun. Jafnvel kom upp spurning um að fundurinn ályktaði þar um. Vegna þessa er talið rétt að rifja upp bókun frá 27. fundi heilbrigðisnefndar, 24.1.2002:

“Skýrsla ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits:

Heilbrigðisnefnd tekur undir bókun frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Komi til endurskoðunar á matvælaeftirliti sé það skoðað í samhengi við annað eftirlit og leiði til hagræðingar og einföldunar fyrir almenning og eftilitsþega”.

Sú bókun SHÍ, sem þarna er vitnað til, er frá 7.1.2002 og hljóðar svo:

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

“Fundur í SHÍ, haldinn 7. janúar 2002, telur óráðlegt að ákvarðanir um breytta skipan matvælaeftirlits á vegum sveitarfélaganna verði byggðar á skýrslu Ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits, febrúar 2001. Við vinnslu skýrslunnar var hvorki leitað upplýsinga né samráðs hjá aðilum sem fara með heilbrigðiseftirlit á vegum sveitarfélaganna.
Í skýrslunni eru ónákvæmar upplýsingar og órökstuddar fullyrðingar auk þess sem starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna eru ekki gerð rétt skil. Varhugavert er að nota slíka skýrslu sem grunn að veigamiklum stjórnsýslubreytingum.
Þá er vert að hafa það í huga að ef af fyrirhuguðum breytingum verður er fjárhagsgrundvellinum kippt undan öðrum þáttum í rekstri heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga þar sem sveitarfélögin yrðu eftir sem áður að sinna mengunareftirliti, eiturefnaeftirliti og hollustuháttaeftirliti. Eftirlit yrði tvöfalt hjá mörgum fyrirtækjum í stað þess eftirlits sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sinnir nú.
Niðurstaðan yrði eftirlit með enn meiri skörun en núverandi kerfi býður upp á og án efa dýrara. Eftirlitsaðilum yrði fjölgað í stað þess að einfalda og samræma eftirlit.
SHÍ telur eðlilegt að ríkið geri skipulagsbreytingar í átt til einföldunar og meiri hagkvæmni matvælaeftirlits með sameiningu ríkisstofnana, en telur jafnframt rétt að sveitarfélögin fari áfram með matvælaeftirlit ásamt öðru heilbrigðiseftirliti eins og verið hefur.”


11. Fjármál HAUST og starfið framundan
a) Lögð fram greinargerð um fjárhagslega stöðu HAUST í lok sept.

b) Tölvuskráning eftirlits. Helga segir frá nýju samræmdu skráningarkerfi, sem Hollustuvernd og Embætti yfirdýralæknis hafa hannað og vonast er til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga geti tekið upp sem fyrst. Skráningarkerfið mun auðvelda mjög alla skráningu og skýrslugerð. Stefnt skal að því að taka kerfið upp sem allrafyrst.

c) Vinnufundir heilbrigðisfulltrúa kynntir og sagt frá bréfi til rekstraraðila lítilla vatnsveitna og verktaka 2.10.

d) Eftirlitsáætlun 2002 kynnt sem og drög að lista yfir samstarfsverkefni matvælasviðs Hollustuverndar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir árið 2003.


12. Erindi og bréf
a) Frá ÁTVR varðandi gildistíma starfsleyfa, dags. 18.8.2002
Heilbrigðisnefnd sér ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulagi við gildistíma starfsleyfa.


13. Önnur mál
a) Erindi HAUST til Hollustuverndar um ósk um samning um að HAUST hafi eftirlit með fiskeldisstöðvum sem HVR vinnur starfsleyfi fyrir. Erindinu hefur verið hafnað með bréfi dags. 21.8.2002. Frkvst. falið að svara erindinu og óska eftir að HVR endurskoði afstöðu sína.

b) Starfsskilyrði fyrir loðdýrabú. Reglurnar samþykktar.

c) Aðkoma Heilbrigðiseftirlitsins að framkvæmdum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Árni gerir grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhanni Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Ásmundur Þórarinsson
Egill Jónasson
Þorsteinn Steinsson
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Árni J. Óðinsson
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search