Fundargerð 16. október 2001

25. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn 16.10. 2001 kl. 14:30 á Breiðdalsvík
  1. Fjárhagsáætlun 2002
  2. Ný gjaldskrá
  3. Stofnsamningur byggðasamlags
  4. Málefni frá heilbrigðisfulltrúum
  5. Bókuð útgefin starfsleyfi
  6. Eftirlit og flokkun kirkna í fyrirtækjaskrá
  7. Neysluvatnsreglugerð nr. 536/2001
  8. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Guðrún Óladóttir, Þorkell Kolbeins, Soffía Lárusdóttir, Ólafur Sigurðsson, Ástríður Baldursdóttir og Benedikt Jóhannsson. Jónas Bjarki Björnsson boðaði forföll og ekki tókst að ná í varamann fyrir hann.
Starfsmenn: Árni J. Óðinsson, Hákon Hansson og Helga Hreinsdóttir.

1. Fjárhagsáætlun 2002
a) Ársreikningar 2000 afhentir.

b) Greinargerð um mismunandi kostnað eftir fyrirkomulagi skrifstofureksturs.
Heilbrigðisnefnd mælir með að aðalfundur samþykki flutning aðalskrifstofu HAUST nær heimilum starfsmanna á norður- og miðsvæði í samræmi við erindi þeirra dags. 20.4. sl. sem lagt var fram á 21. fundi. Nokkur sparnaður næst með flutningi skrifstofunnar og betri nýting á vinnutíma starfsmanna. Formaður heilbrigðisnefndar, Guðrún Óladóttir situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

c) Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 lögð fram. Í gjaldalið er gert ráð fyrir rekstrarkostnaði að upphæð 23,5 millj. á árinu 2002. Ekki er búið að semja um launakjör við starfsmenn.

d) Módel umhverfisráðuneytis að útreikningum á tímagjaldi hjá heilbrigðiseftirlitssvæðum lagt fram með útreikningum fyrir HAUST, miðað við fjárhagsáætlun 2002. Skv. því módeli er tímagjald kr. 5.780.

e) Tekjuáætlun fyrir árið 2002 lögð fram. Gert er ráð fyrir tímagjaldi kr. 5.600 og sýnatökugjaldi kr. 7.000.

Tekjuskipting yrði þá þannig:

 

Eftirlitsgjöld af fyrirtækjum: 13,7 millj.

 

Sýnatökugjöld af fyrirtækjum: 1,0 millj.

 

Íbúaframlög: 6,3 millj.

 

Sértekjur af sorpförgunarstöðum og fiskimjölsverksmiðjum: 1,7 millj.

 

Sértekjur 0,7 millj.

 

Samt: 23,4 millj.

f) Lögð fram gögn sem sýna kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga á Austurlandi.
Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun. Tekjuhliðin er samþykkt, þó með fyrirvara um breytingar á fyrirtækjalistum einstakra sveitarfélaga, eftir að listarnir hafa verið yfirfarnir í heimabyggð.


2. Ný gjaldskrá
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá. Helstu upphæðir eru:

 

Tímagjald kr. 5.600

 

Sýnatökugjald kr. 7.000

 

Gjald fyrir ný starfsleyfi kr. 6.000 auk eftirlitsgjalds

 

Gjald fyrir ný starfsleyfi kr. 6.000 auk eftirlitsgjalds

 

Gjald fyrir endurnýjun starfsleyfa kr. 5.000

 

Önnur leyfisgjöld kr. 6.000

Heilbrigðisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýrri gjaldskrá og mælir með við aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins að þau samþykki gjaldskrána hvert fyrir sig. Hollustuháttaráð mun einnig fá gjaldskrána til umsagnar áður en hún öðlast gildi með birtingu í Stjórnartíðindum.


3. Stofnsamningur byggðasamlags
Farið yfir samninginn og breytingartillögur sem hafa verið í vinnslu. Rætt um stöðu fulltrúa atvinnurekenda inn í heilbrigðisnefnd og voru fundarmenn sammála um að hann ætti að vera inni sem fullgildur aðili í nefndinni enda greiða atvinnurekendur stærsta hlutann af heilbrigðiseftirlitinu. Helgu og Guðrúnu falið að ganga frá breytingunum og senda út með aðalfundargögnum.


4. Málefni frá heilbrigðisfulltrúum
Lögð fram gögn og myndir í tengslum við mál sem afgreidd voru á seinasta fundi undir liðnum málefni frá heilbrigðisfulltrúum.
a) Fiskimjölsverksmiðjur – mengunarslys á sumarvertíð. Helga og Árni lögðu fram gögn og myndir.
b) El Grillo – samningur og vinna. Árni gerði grein fyrir málinu.
c) Kambanesskriður – slök umgengni verktaka. Hákon kynnti og lagði fram myndir.
d) Húsaskoðun, Hákon kynnti málið og lagði fram myndir. Heilbrigðisnefnd styður afgreiðlu Hákons.
e) Hreinsun úrgangs, m.a. olíutunnur á hálendi Austurlands. Árni kynnti málið. Þórhallur Þorsteinsson mun sjá um að fjarlægja úrganginn. Fram kom að rætt hafði verið við forsvarsmann björgunarsveitarinnar á Héraði og málið unnið í sátt við hann.


5. Bókuð útgefin starfsleyfi

700 Austur-Hérað
a) Vordís Svala Jónsdóttir, kt. 260375-5219. Starfsleyfi fyrir hársnyrtistofuna CARO, Einbúablá 29, 700 Egilsstöðum. Miðað er við starfsreglur fyrir hársnyrtistofur. Kennitala fyrirtækis: 260375-5219. Starfsleyfi útgefið 7.10.2001.

715 Mjóafjarðarhreppur
b) Hafskel ehf., kt. 590500-3480, Brekku, 715 Mjóifjörður. Um er að ræða kræklingaeldi á tveimur eldiskerum í Mjóafirði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir fiskeldi. Starfsleyfið er gefið út 3. október 2001.

781 Hornafjörður
c) Kolbrún Jónsdóttir, kt. 090627-5829. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Pylsubarinn, Víkurbraut 2, 780 Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir pylsu- og matsöluvagna. Kennitala fyrirtækis: 090267-5829. Starfsleyfi útgefið 28.9.2001.

d) Sláturfélagið Búbót svf., kt. 570901-3460. Starfsleyfi vegna sláturhúss að Heppuvegi 6, 780 Höfn. Um er að ræða leyfi vegna slátrunar sauðfjár, svína og stórgripa. Starfsleyfi útgefið 8.10.2001.

e) Ögmundur Jón Guðnason, kt. 280566-8109. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Ögmund ehf., Hafnarbraut 72, 780 Höfn. Um er að ræða lítið bifreiðaverkstæði og miðaða við starfsreglur fyrir bifreiðaverkstæði. Kennitala fyrirtækis: 531288-1149. Starfsleyfi útgefið 29.9.2001.

f) Gunnar Ásgeirsson, kt. 030643-4029. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Verbúðir ehf., Gistiheimilið Ásgarður, Ránarslóð 3, 780 Höfn. Um er að ræða gistiheimili fyrir allt að 60 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir gistiheimili. Kennitala fyrirtækis: 681074-0159. Starfsleyfi útgefið 15.10.2001.

g) Jón Kristinn Jónsson, kt. 120253-2399, Árbæ, Mýrum, 781 Hornafjörður. Starfsleyfi fyrir Vatnsveitu Mýrahrepps. Um er að ræða litla vatnsveitu, sem þjónar m.a. matvælafyrirtækjum. Undanþáguákvæði er um að á starfsleyfistímanum skuli skilgreina verndarsvæði vatnsveitunnar og koma á innra eftirliti í samræmi við ákvæði matvælareglugerðar. Kennitala fyrirtækis: 670301-3380. Starfsleyfið útgefið þann 15.10.2001 til þriggja ára.


6. Eftirlit og flokkun kirkna í fyrirtækjaskrá - frestað á síðasta fundi
Kynntar niðurstöður eftirlits með kirkjum á norður- og miðsvæði og hvernig kirkjur falla að nýjum flokkunarreglum hvað varðar eftirlitstíðni og gjaldtöku.

7. Neysluvatnsreglugerð nr. 536/2001 – frestað á síðasta fundi
Starfsmenn gera grein fyrir nýrri neysluvatnsreglugerð og þýðingu hennar fyrir HAUST og sveitarfélögin.
Skv. núverandi túlkun Hollustuverndar á gjaldskránni munu a.m.k. 104 nýjar vatnsveitur bætast við fyrirtækjalistann. Í hverri vatnsveitu mun þurfa að taka a.m.k. eitt gerlasýni (kr. 7000), en ekki hefur verið tekin afstaða til hvort og þá hve mörg efna- og eðlisfræðileg sýni þurfi að taka. Tilboð í kostnað við slík sýni munu velta á tugum þús., (allt að 100.000 kr. eru nefndar sem tilboð frá erlendum rannsóknastofum). Við starfandi vatnsveitur mun að öllum líkindum þurfa að taka efna- og eðlisfræðileg sýni. Eftirlit með nýju vatnsveitunum eingöngu nemur um 332 klst eða 1/4 stöðugildi.
Litlu vatnsveiturnar verði ekki teknar með í fjárhagsáætlun að svo stöddu. Verði það skýr túlkun Hollustuverndar að taka beri þessi fyrirtæki á eftirlitsskrá og vinna fyrir þau starfsleyfi, verði ráðinn í það sérstakur starfsmaður og hans vinna fjármögnuð af gjöldum vegna starfsleyfavinnslu (eitt starfsleyfisgjald og eitt eftirlitsgjald miðað við ca. 3,2 klst per vatnsveitu). Sýnakostnaður verði greiddur af starfsleyfishafa. Ennfremur að inni í eftirlitsgjöldum fyrir stærri og starfandi vatnsveitur verði ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna efna- og eðlisfræðilegra sýna, en sveitarfélögin rukkuð sérstaklega um greiðslur vegna þeirra, ef HAUST verður gert að taka slík sýni.

8. Önnur mál
a) Erindi frá Norður-Héraði, dags. 8.10.2001. Ósk um heimild til að urða málma. Heilbrigðisnefnd samþykkir að heimila sveitarstjórn Norður-Héraðs að urða brotajárnið í samráði við heilbrigðisfulltrúa og í samræmi við vinnulag Heilbrigðiseftirlitsins.

Fundi slitið kl. 17:00

Fundargerðin færð í tölvu af Soffíu Lárusdóttur og lesin upp. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Guðrún Óladóttir
Þorkell Kolbeins
Soffía Lárusdóttir
Benedikt Jóhannsson
Ástríður Baldursdóttir
Ólafur Sigurðsson
Árni J. Óðinsson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search