Fundargerð 11. maí 2001

21. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn í hótel Bláfelli á Breiðdalsvík
föstudaginn 11. maí 2001 kl. 11:00

 

Nefndarmenn: Guðrún Óladóttir, Soffía Lárusdóttir, Ástríður Baldursdóttir, Benedikt Jóhannsson, Jónas Bjarki Jóhannsson, Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Anna María Sveinsdóttir. Þorkell Kolbeins boðaði forföll.
Starfsmenn: Árni J. Óðinsson, Tómas Ísleifsson, Hákon Hansson og Helga Hreinsdóttir.
Gestir frá Hollustuvernd ríkisins: Davíð Egilsson, forstjóri, Franklín Georgsson, forstöðumaður rannsóknastofu, Helgi Jensson, forstöðumaður mengunarsviðs, Sigurbjörg Gísladóttir, forstöðumaður eiturefna og hollustuverndarsviðs, Þórey Guðmundsdóttir, forstöðumaður skrifstofu.

GÓ setur fund og býður gesti fundarins velkomna og bað fundarmenn að kynna sig hvern fyrir öðrum. Síðan var gengið til dagskrár og Davíð Egilssyni falin fundarstjórn fyrsta dagskrárliðar.

1. Kynning á Hollustuvernd ríkisins.

Soffía og Óli koma til fundar kl 11:10

a) Hollustuvernd ríkisins (HVR), kynning og umræður:
Kynning á starfsemi stofnunarinnar DE
Hlutverk, helstu lög, staða stofnunarinnar í stjórnsýslunni, breyting við inngöngu í EES, tenging við HES (
HeilbrigðisEftirlit Sveitarfélaga)

b) Kynning á sviðum HVR, þ.e. skrifstofu (ÞG), eiturefna og hollustuverndarsviði (SG), matvælasviði (HJ), mengunarvarnasviði (HJ) og rannsóknastofu (FG). Kynningarglærum dreift til fundarmanna.
Fjallað um verksvið, samvinnu við HES, komandi reglur og gerðir, hvernig unnt er að bæta og auka samvinnuna.
UMRÆÐUR

 

c) Helstu ögranir varðandi umhverfis- og matvælamál (DE)
Lagaumhverfið, tæknilegar lausnir, stjórnsýsluleg úrræði
UMRÆÐUR

Árni Óðinson, Sigurbjörg Gísladóttir og Franklín Georgsson viku af fundi.

Formaður heilbrigðisnefndar, Guðrún Óladóttir, tekur nú aftur við stjórn fundarins.


 

2. Sértæk mál milli HVR og HAUST
a) Sameiginleg framkvæmdamál. Framsal eftirlits með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun. Verkaskipting, upplýsingastreymi og verklag rætt.
Davíð útskýrði breytingar á verklagi við afgreiðslu erinda sem berast til HVR, ákveðnar breytingar hafa verið gerðar og verið er að vinna að frekari breytingum með það að markmiði að erindum verði svarað fljótt og vel. Óskaði hann jafnframt eftir að bréf væru stíluð á stofnunina sjálfa (forstjóra) eða deildir innan hennar (forstöðumenn) en ekki á einstaka sérfræðinga. Ábending kom fram að það gæti flýtt afgreiðslu og gert hana skilvirkari ef erindið berst jafnframt í tölvupósti til forstöðumanns/deildarstjóra. HAUST og HVR stefna að því að setja skýringartexta með samningum um yfirtöku eftirlits með sorpförgun og fiskimjölsverksmiðjum, hvað varðar þvingunarúrræði og form skila. Miðað er við að þeirri vinnu ljúki á haustdögum.

 

b) Samræmingarhlutverk HVR, dæmi tekið af matvælaeftirliti. Umræður og skoðunarskipti urðu um málið. Vinnuhópur á vegum HES og HVR er að vinna að samræmingu á innra eftirliti hjá matvælafyrirtækjum. Áætlað verkinu ljúki í lok ársins og með því verða væntanlega komnar á samræmdar reglur sem HES geta unnið eftir.


3. Erindi og bréf
a) Áframhaldandi umræða frá seinasta fundi um erindi Ingólfs Sveinssonar og Agnars Sveinssonar, dags. 23.3.2001, en þá var eftirfarandi bókað:
Á síðasta fundi nefndarinnar var eftirfarandi bókað um málið: “Beiðni um að starfsleyfi fyrir Búðalax, sem líklega hefur verið gefið út árið 1988 verði fært á nöfn þeirra. Í mótteknum gögnum fylgir ekki afrit af fyrra starfsleyfi né heldur upplýsingar um umfang starfseminnar. Öll starfsemi hefur legið niðri “nokkur síðustu árin”.
Hákon upplýsti að umbeðin gögn hafi ekki verið lögð fram og því ekki hægt að afgreiða málið.

b) Bréf frá sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps, dags. 4.4.´01
Bréfið fjallar um mikilvægi þess að heilbrigðiseftirlit sé með sambærilegum hætti innan svæðis, sem og á landinu öllu.
Heilbrigðisnefnd tekur undir mikilvægi þess að samræmi sé í framkvæmd eftirlits hvar sem er í landinu og hvetur Hollustuvernd til að sinna vel sínu samræmingarhlutverki. Jafnframt kom fram að heilbrigðisfulltrúar á Austurlandi koma saman tvisvar sinnum á ári til að samræma vinnubrögð sín, þannig að eftirlitið sé með samræmdum hætti að svo miklu leyti sem hægt er að koma því við.

c) Erindi frá starfsmönnum á norður- og miðsvæði
Ósk um hvort hugsanlega megi færa aðalskrifstofu embættisins nær heimilum starfsmanna, sem báðir eru búsettir á Héraði.
Lögð fram gögn í málinu, skoðunarskipti urðu um málið og hefur heilbrigðisnefnd skilning á málinu en afgreiðslu er frestað til næsta fundar.


4. Framkvæmd eftirlits í kirkjum
Helga hefur sent út á tölvupóstlista fyrirspurn um hvernig háttað sé starfsleyfum og eftirliti með kirkjum á öðrum eftirlitssvæðum. Hér hefur verið eftirlit í allar kirkjur fjórða hvert ár, kirkjur með safnaðarheimili eru óðum að sækja um starfsleyfi, en ekki hefur enn verið krafist starfsleyfisumsókna af öðrum kirkjum.

Svör hafa borist skv. eftirfarandi:
Rvík: Reglubundið eftirlit í allar kirkjur fjórða hvert ár.
Undantekning ein “sveitakirkja sem hefur orðið útundan”.
Safnaðarheimili með starfsleyfi
K/Hfn:Eingöngu eftirlit í kirkjum ef safnaðarheimili.
Kjós: Ekki virkt eftirlit með “strípuðum” kirkjum. Kirkjur með
safnaðarheimili hafa eftirlit og eru með starfsleyfi. Allar kirkjur eru samt á skrá og borga lágmarksgjald.

Eftirfarandi tillaga samþykkt:
Litlar sveitakirkjur, þar sem messað er t.d. innan við 6 á sinnum ári verði ekki undir eftirliti og ekki gjaldteknar. Þær séu skráðar sem “engin starfsemi” og ekki unnin fyrir þær starfsleyfi. Hugsanlega ætti að búa til nýjan flokk, sem mætti kalla bænahús.
Kirkjur þar sem messað er reglulega, salernisaðstaða o.fl. þarfnast eftirlits séu skoðaðar fjórða hvert
ár og flokkaðar sem kirkjur (gjald kr. 4.313). Þessar kirkjur séu starfsleyfisskyldar.
Kirkjur með safnaðarheimilum, þar sem eru móttökueldhús og ekki samfelld starfsemi, séu flokkaðar sem kirkjur með safnaðarheimili/móttökueldhús og heimsóttar annað hvert ár (gjald kr. 11.125). Þessi starfsemi er starfsleyfisskyld.
Samþykkt að í sumar verði farið í allar kirkjur á svæðinu og þær flokkaðar með tilliti til ofangreinds. Á árinu 2002 verði skráning og gjaldtaka í samræmi við niðurstöður úttektar í sumar.


5. Bókuð útgefin starfsleyfi
Umræður um form bókana
Ákveðið að bóka útgefin starfsleyfi undir nafn sveitarfélags og þeim raðað í póstnúmeraröð.

685 Skeggjastaðahreppur
d) Skeggjastaðahreppur, kt. 590269-2719. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi í Skeggjastaðahreppi. Starfsleyfi útgefið 17.4.2001.

690 Vopnafjarðarhreppur
e) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi í Vopnafjarðarhreppi. Starfsleyfi útgefið 17.4.2001.

700-701 Austur-Hérað
f) Hússtjórnarskólinn Hallormsstað, kt. 640169-0959, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða hússtjórnarskóla með heimavist fyrir allt að 24 nemendur. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára 2. maí 2001. Tekið skal fram að vegna vanhæfis hefur framkvæmdastjóri ekki afskipti af eftirliti eða starfsleyfisvinnslu fyrir þetta fyrirtæki.

 

701 Fellahreppur
g) Kristján Guðþórsson, kt. 040657-4289. Starfsleyfi vegna Tréiðjan Einir ehf. kt. 520494-2009, Aspargrund 1, 701 Fellabær. Um er að ræða trésmíðaverkstæði með lökkun. Starfsleyfið er gefið út 25. apríl 2001 og gildir í fjögur ár.

701 Norður-Hérað
h) Vildarverk ehf., kt. 690498-2789, Kári Ólason. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi á Norður-Héraði. Starfsleyfi útgefið 17.4.2001.


 

710 Seyðisfjörður
i) Emil Tómasson ehf., kt. 590299-3679. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi á Seyðisfirði og flutningur að urðunarsvæði á Héraði. Starfsleyfi útgefið 17.4.2001.

 

j) Vilmundur Þorgrímsson, kt. 180353-4539. Starfsleyfi vegna fjallaskála að Skálanesi í Seyðisfirði. Miðað er við starfsreglur fyrir fjallaskála 2. Starfsleyfi útgefið 24.4.2001.

 

720 Borgarfjarðarhreppur
k) Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi á Borgarfirði. Starfsleyfi útgefið 23.4.2001.

 

730-740 Fjarðabyggð
l) Gáma- og tækjaleigan, kt. 520897-2839. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi á starfssvæði Sorpsamlags Mið-Austurlands. Starfsleyfi útgefið 17.4.2001.

 

m) Kristinn J. Ragnarsson, kt.191150-2799. Starfsleyfi fyrir Bílaverkstæði Kristins J. Ragnarssonar, kt. 621297-5119, Strandgötu 14b, 735 Fjarðabyggð. Um er að ræða bifreiðaviðgerðir, smur- og hjólbarðaþjónustu. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára þann 23.4.2001.

 

n) Kristbjörg Kristinsdóttir. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir K K ehf., Hafnargötu 1, 730 Fjarðabyggð. Miðað er við starfsreglur fyrir matvælavinnslur. Kennitala fyrirtækis: 510800-2730. Starfsleyfi útgefið 29.4.2001.

 

o) Pálmi Þór Stefánsson. Starfsleyfi fyrir Tannlæknastofu Pálma, Hafnarbraut 1, 740 Fjarðabyggð. Um er að ræða almenna tannlæknaþjónustu og miðað við starfsreglur fyrir tannlæknastofur. Kennitala fyrirtækis: 501159-5049. Starfsleyfi útgefið 29.4.2001.

p) Guðmundur Sveinsson, kt. 240545-3659. Starfsleyfi vegna Byggt og Flutt, kt. 710197-3269, Vindheimanausti 7a, 740 Fjarðabyggð. Um er að ræða byggingarvöruverslun og vöruflutninga og –geymslu. Miðað er við starfsreglur HAUST fyrir flutningastöðvar og flutningabíla. Leyfið er háð því að virkt innra eftirlit sé viðhaft í fyrirtækinu. Starfsleyfið er gefið út til fjögrra ára 29. apríl 2001.

 

q) Guðmundur Sveinsson, kt. 240545-3659. Starfsleyfi vegna Byggt og Flutt, kt. 710197-3269, Dalbraut 1, 735 Fjarðabyggð. Um er að ræða byggingarvöruverslun. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára 29. apríl 2001.

 

r) Atli B. Egilsson, kt. 160860-7749. Starfsleyfi vegna Sporður hf., kt. 610269-6219, Strandgötu 97, 735 Fjarðabyggð. Um er að ræða harðfiskþurrkun og pakkningu harðfisks í neytendaumbúðir. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára 8. maí 2001.


 

780 Hornafjörður
s) Brennuflosi, kt. 480696-2609, Ólafur Sigurðsson. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi í Öræfasveit. Starfsleyfi útgefið 23.4.2001.

 

t) Funi sf, kt. 541289-1199, Marteinn Gíslason. Starfsleyfi vegna söfnunar og flutnings á sorpi á svæðinu frá Núpi á Berufjarðarströnd og að Öræfasveit. Heimilisfang fyrirtækis: Ártún, 781 Hornafjörður. Starfsleyfi útgefið 23.4.2001.

6. Verkefnavinna heilbrigðisfulltrúa - gjaldtaka.
Nokkuð er um að heilbrigðisfulltrúar séu beðnir um að taka sýni, sérstaklega vatnssýni fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en einnig fráveitusýni fyrir sveitarfélög o.fl. þ.h. Starfsmenn telja æskilegt að geta orðið við þessum beiðnum, en ljóst er að tími og fjármagn takmarka slíka greiðasemi.
Eftirfarandi bókun samþykkt: Starfsmönnum er heimilt að sinna slíkum verkefnum ef tími leyfir með eftirfarandi skilyrðum: Verkbeiðandi greiði ætíð rannsóknakostnað, en HAUST fái afnot af niðurstöðum ásamt verkbeiðanda. Ef ekki er unnt að taka sýnin í reglubundnu eftirliti greiði verkbeiðandi akstur í samræmi við meðalakstur fyrir eftirlitsferð og tíma þann sem verkið tekur skv. gjaldskrá HAUST hverju sinni.

Hákon Hansson vék af fundinum.


 

7. Málefni einstakra fyrirtækja
Umfjöllun um bókanir um málefni einstakra fyrirtækja í fundargerðir.
Tillaga framkvæmdastjóra um málsmeðferð:
1. Þegar veitt er áminning sem skráð er í trúnaðarmálabók HAUST (fyrsta skref þvingunarúrræða) verði í bréf settur texti í þá veruna að ef úrbætur verði ekki gerðar innan ákveðins tíma muni formlega veitt önnur áminning með fresti til úrbóta og að slíkar áminningar séu færðar til bókar í fundargerðum heilbrigðisnefndar, sem séu opinber gögn.
2. Komi til þess að taka þurfi skref tvö að veita áminningu og frest til úrbóta (annað skref) verði það bókað undir sérstökum lið í fundargerð, sem héti þvingunarúrræði eða málefni einstakra fyrirtækja eða eitthvað þess háttar. Þar verði bókað að fyrirtækinu skuli veitt önnur áminning með tilteknum fresti (t.d. XX dagar eða YY vikur) og að heilbrigðisfulltrúa sé falið að taka skref þrjú

ef úrbótum sé ekki lokið á tilskildum fresti.
Þar með er opin bókun fyrir því að starfsmönnum beri að fara í þriðja skrefð, þ.e. lokun, stöðvun eða takmörkun starfsemi.
Tillagan samþykkt.


8. Drög að reikningum ársins 2000 lögð fram og ársþriðjungssuppgjör 2001 Reikningarnir kynntir en frekari umfjöllun fer fram á næsta fundi.
Eitt sveitarfélag hefur ekki greitt framlag til HAUST sl. 9 mánuði skv. yfirliti frá banka 31.3.01. Skuld sveitarfélagsins við HAUST er nú um kr. 300 þús.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að skrifa bréf til viðkomandi sveitarfélags.


9. Ákvörðun á tímasetningu aðalfundar 2001
Ákveðið að aðalfundur 2001 verði haldinn í fyrstu viku nóvember á Reyðarfirði eða Egilsstöðum.


10. Önnur mál
a) Egill tók upp umræðu um fráveitumál sveitarfélaga og spurði hvert íbúar sveitarfélaga gætu snúið sér ef þeir hafa athugasemdir við aðgerðir sveitarfélags í þeim málum.
Heilbrigðisfulltrúum falið að vinna umrætt mál áfram.

b) Helga ræddi launakjör heilbrigðisnefndar.
Umræður urðu um málið og ákveðið að taka kjörin til endurskoðunar. Helgu falið að vinna málið í samráði við Þorkel og Soffíu og leggja tillögu fyrir nefndina fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl. 16:00

Fundargerðin færð í tölvu af Soffíu Lárusdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Guðrún Óladóttir
Egill Jónasson
Soffía Lárusdóttir
Benedikt Jóhannsson
Ástríður Baldursdóttir
Jónas Bjarki Jóhannsson
Ólafur Sigurðsson
Anna María Sveinsdóttir
Árni J. Óðinsson
Tómas Ísleifsson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search