Fundargerð 3. apríl 2001

20. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
þann 3. apríl 2001 kl. 10:00
  1. Kynning á Hollustuvernd ríkisins.
  2. Sértæk mál milli HVR og HAUST
  3. Fylgiskjal 2 með reglugerð nr. 785/1999
  4. Bókuð útgefin starfsleyfi
  5. Erindi og bréf
  6. Tillögur að starfsreglum fyrir skotvelli lagðar fram.
  7. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Guðrún Óladóttir, Þorkell Kolbeins, Benedikt Jóhannsson, Egill Jónasson (varamaður fyrir Ástríði) og Anna María Sveinsdóttir (varamaður fyrir Ólaf).
Jónas Bjarki, Ólafur Sigurðsson og Ástríður Baldursdóttir boðuðu forföll. Soffía komst ekki vegna ófærðar og því miður reyndist tæknilega ekki unnt að tengjast símsambandi.
Starfsmenn: Árni J. Óðinsson, Tómas Ísleifsson, Hákon Hansson og Helga Hreinsdóttir.

1. Kynning á Hollustuvernd ríkisins.
Vegna ófærðar féll flug niður frá Reykjavík og þess vegna féll dagskrárliður númer 1 niður.
Heilbrigðisnefnd er sammála um að stefna skuli að sameiginlegum fundi með fulltrúum HVR sem fyrst.

2. Sértæk mál milli HVR og HAUST. Framsal eftirlits með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun. Verkaskipting, upplýsingastreymi og verklag rætt. Helga gerir grein fyrir forsögu málsins og gefur dæmi um samskipti við HVR. Hákon rekur önnur dæmi um samskipti við HVR. Málin rædd og ítrekað mikilvægi þess að samskiptin verði rædd beint við yfirmenn HVR. Helga fjallar um framkvæmd innra eftirlits í matvælafyrirtækjum og samræmingarhlutverk HVR. Helgu falið að vinna áfram að þessu máli með framkvæmdastjórum annarra heilbrigðissvæða og HVR. Heilbrigðisnefnd styður heilbrigðisfulltrúa í að standa á skráningum varðandi innra eftirlit í matvælafyrirtækjum.

3. Fylgiskjal 2 með reglugerð nr. 785/1999. Listi um atvinnurekstur sem heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi. Heilbrigðisfulltrúar óska eftir að listinn verði yfirfarinn m.t.t. túlkunar og skilgreininga. Farið yfir listann og heilbrigðisnefnd kynntar nýjar tegundir starfsleyfisskyldrar starfsemi.

4. Bókuð útgefin starfsleyfi.
a) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680769-6249. Bráðabirgðastarfsleyfi til þriggja mánaða fyrir eftirtaldar deildir/stofnanir. Starfsleyfin voru gefin út 3.3.2001:
Hraðbúð ESSO, Egilsstöðum
KHB Borgarfirði
Samkaup Egilsstöðum
Sparkaup Eskifirði
Sparkaup Reyðarfirði
Sparkaup Neskaupstað
Sparkaup Fáskrúðsfirði
Sparkaup Seyðisfirði
Söluskáli KHB, Egilsstöðum

b) Skinney-Þinganes, kt. 480169-2989. Um er að ræða lagmetisvinnslu að Krosseyjarvegi 11, 780 Hornafjörður. Starfsleyfið er gefið út til fjögura ára þann 7. mars 2001.

c) Skinney-Þinganes, kt. 480169-2989. Um er að ræða saltfiskvinnslu Álaugarvegi 6, 780 Hornafjörður. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára þann 7. mars 2001.

d) Skinney-Þinganes, kt. 480169-2989. Um er að ræða síldarsöltun og vinnslu sjávarfangs í neytendapakkningar fryst og ófryst. Krossey, 780 Hornafjörður. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára þann 7. mars 2001.

e) Þórhallur Borgarsson kt. 310365-5729. Starfsleyfi f.h. Skotfélag Austurlands, kt. 500395-2739. Um er að ræða uppsetningu og rekstur skotsvæðis með leirdúfusvæði og riffilbraut ásamt félagsaðstöðu, Þrándarstöðum, 700 Austur-Hérað. Starfsleyfið er gefið út 7. mars 2001 og gildir til 31. júlí 2001.

f) Helgi Ómar Bragason kt. 300754-4739. Starfsleyfi fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum, kt. 610676-0579, Tjarnarbraut 25, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi og heimavist. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára þann 12. mars 2001.

g) Ásbjörn Guðjónsson, kt.280149-3819. Starfsleyfi fyrir Bifreiðaverkstæði Ásbjörns Guðjónssonar, kt.280149-3819, Útkaupstaðarbraut 2, 735 Fjarðabyggð. Um er að ræða bifreiðaverkstæði. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára þann 13. mars 2001.

h) Norður-Hérað, kt. 520198-2029. Starfsleyfi fyrir Sundlaug Skjöldólfsstöðum kt. 520198-2029. Um er að ræða sundlaug, heitan pott, búnings- og sturtuklefa. Starfsleyfið er gefið út til fjögurra ára þann 13.mars 2001.

i) Helga M. Steinsson, kt. 220952-4879. Starfsleyfi fyrir Verkmenntaskóla Austurlands, kt. 520286-1369. Um er að ræða fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi, bók-, iðn- og verknám. Starfsleyfið er gefið út 16. mars 2001 og gildir í fjögur ár.

j) Kaupfélag Vopnfirðinga, kt. 680169-1959. Starfsleyfi fyrir vöruskemmu KVV í Hafnarbyggð, 690 Vopnafirði. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningastöðvar og flutningabíla. Starfsleyfið er gefið út 17.2.2001 og gildir til áramóta.

k) Kaupfélag Vopnfirðinga, kt. 680169-1959. Starfsleyfi fyrir söluskála KVV við Kolbeinsgötu, 690 Vopnafirði. Um er að ræða lítinn söluskála með óvarin matvæli. Starfsleyfi útgefið 17.3.2001.

l) Stefán Óskarsson. Starfsleyfi fyrir Verslunina Sjómann að Kirkjustíg 1a, 735 Fjarðabyggð. Um er að ræða lítinn söluturn án óvarinna matvæla og umboð fyrir Flugleiðir. Kennitala fyrirtækis: 090836-5519. Starfsleyfi útgefið 23.3.2001

m) Þorgeir Sæberg. Starfsleyfi fyrir Heildverslunina Stjörnu ehf, Óseyri 1, 730 Fjarðabyggð. Um er að ræða heildverslun með matvæli o.fl. Kennitala fyrirtækis: 410269-2929. Starfsleyfi útgefið 6.3.2001.

n) Grétar Brynjólfsson, kt. 260330-4469. Starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Skipalæk, kt. 260330-4469, Skipalæk, 701 Fellabær. Um er að ræða setlaug (heitan pott) og sturtur og búningklefa í tengslum við hana. Leyfið er gefið út 26.03.2001 til fjögurra ára.

o) Björn Þór Jónsson, kt. 221043-2009 og Bryndís Steinþórs., kt. 280451-4019. Starfsleyfi fyrir Þvottabjörn, kt. 431089-1069, Hlunnavogur 3, 730 Fjarðabyggð. Um er að ræða þvottahús og fatahreinsun. Leyfið er gefið út 26.03.2001 til fjögurra ára.

p) Hilmar B. Gunnarsson kt. 250261-2929. Starfsleyfi fyrir Vagninn bifreiðaverkstæði, kt. 561100-2840, Lagarbraut 4, 701 Fellabær. Um er að ræða bifreiðaverkstæði. Leyfið er gefið út 26.03.2001 til fjögurra ára.


q) Álfasteinn ehf., kt. 511281-0329. Iðngarðar, 720 Borgarfjörður. Um er að ræða steinsmíði og verslun. Starfsleyfið er gefið út 26.03.2001 til fjögurra ára.

r) Norður-Hérað, kt. 670169-4569. Starfsleyfi fyrir félagsheimilið Tungubúð. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna með fullbúnu eldhúsi. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili. Kennitala fyrirtækis: 660269-4799. Starfsleyfi útgefið 25.3.2001.

s) Friðjón Þórarinsson. Starfsleyfi fyrir Flúðir kartöflupökkun á Norður-Héraði. Um er að ræða heimild til að pakka rótarávöxtum í neytendapakkningar. Starfsleyfi útgefið 26.3.2001.

t) Grétar Brynjólfsson, kt. 260330-4469. Starfsleyfi fyrir eftirfarandi fyrirtæki, öll útgefin 26.3.2001.
i) Ferðaþjónustan Skipalæk. Fellahreppi. Bændagisting, útleiga á smáhýsum og rekstur tjald- og hjólhýsasvæðis.
ii) Heitur pottur á tjaldsvæðinu við Skipalæk, Fellahreppi.
iii) Ferðaþjónustan Fellaskóla, Fellahreppi. Gistiskáli með eldunaraðstöðu og leyfi fyrir rmorgunverði.

u) Margrét K. Sigbjörnsdóttir, kt.201162-4409. Starfsleyfi fyrir Keramik Kastalinn, Miðási 1, 700 Egilsstaðir. Kt. 220573-4279. Um er að ræða framleiðslu á keramikmunum og verslun með þá. Starfsleyfið gefið út til fjögurra ára þann 29.03.2001.

v) Tryggvi Gunnarsson f.h. Vopnafjarðarsóknar. Starfsleyfi fyrir kirkju og safnaðarheimli á Vopnafirði. Miðað er við starfsreglur fyrir félagsheimili án samfelldrar starfsemi. Kennitala fyrirtækis: 710269-5999. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

w) Jón Ingi Kristjánsson f.h. AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands. Leyfi vegna reksturs einkasalar að Egilsbraut 11, 740 Fjarðabyggð. Um er að ræða lítinn fundarsal, eldhús aðeins miðað við uppþvott. Miðað ef við starfsreglur fyrir félagsheimili án samfelldrar starfsemi. Kennitala fyrirtækis: 560101-3090. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

x) Sigurður Rafn Bjarnason. Starfsleyfi fyrir Nesapótek, Egilsbraut 7, 740 Fjarðabyggð. Kennitala fyrirtækis: 480269-3579. Starfsleyfi útgefið 31.3.2001.

y) Ásvaldur Sigurðsson. Starfsleyfi fyrir verslunina Nesbakka ehf., Bakkavegi 5, 740 Fjarðabyggð. Um er að ræða litla matvöruverslun án vinnslu. Kennitala fyrirtækis: 450272-0199. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.


z) Þráinn Jónsson. Starfsleyfi fyrir Flugkaffi á Egilsstaðaflugvelli. Kennitala fyrirtækis 051030-3389. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

aa) Arthúr Pétursson. Starfsleyfi vegna bændagistingar og útleigu á smáhýsum. Nafn fyrirtækis: Ferðaþjónustan Syðri-Vík í Vopnafirði. Kennitala fyrirtækis: 250235-3509. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

bb) Sjöfn Aðalsteinsdóttir. Starfsleyfi fyrir verslunina Sjafnarkjör, Hafnartanga 4, 685 Bakkafjörður. Um er að ræða litla matvöruverslun án vinnslu. Kennitala fyrirtækis: 660201-3430. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

cc) Árni Sverrir Róbertsson. Starfsleyfi fyrir verslunina Kauptún, Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða litla matvöruverslun án vinnslu. Kennitala fyrirtækis 010659-4779. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

dd) Kirkjumiðstöð Austurlands. Starfsleyfi vegna sumarbúða og námskeiðahalds í húsnæði Kirkjumiðstöðvar Austurlands í Eiðaþinghá, 701 Austur-Hérað. Kennitala fyrirtækis: 441185-0659. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

ee) Örn Þorleifsson. Starfsleyfi vegna bændagistingar. Nafn fyrirtækis: Húsey, á Norður-Héraði. Kennitala fyrirtækis: 211183-2709. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

ff) Þórunn Björk Einarsdóttir. Starfsleyfi fyrir hársnyrtistofuna Hertu, Búðareyri 15, 730 Fjarðabyggð. Miðað er við starfsreglur fyrir hársnyrtistofur. Kennitala fyrirtækis: 130359-2219. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

gg) Eimskip á Austurlandi kt. 510169-1829. Starfsleyfi fyrir Eimskip á Seyðisfirði, að Fjarðargötu 8. Um er að ræða flutningamiðstöð. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

hh) Óðinn Eymundsson f.h. Óssins ehf. Starfsleyfi fyrir veitingastaðinn Ósinn, Hafnarbraut 38. 780 Höfn. Um er að ræða skyndibitastað fyrir allt að 40 gesti í sæti. Kennitala fyrirtækis: 681290-1339. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

ii) Óðinn Eymundsson f.h. Óssins ehf. Starfsleyfi fyrir Hótel Höfn, Víkurbraut 20 , 780 Höfn. Um er að ræða fullbúið hótel fyrir allt að 68 gesti með veitingastað fyrir allt að 140 gesti í sæti. Kennitala fyrirtækis: 681290-1339. Starfsleyfi útgefið 30.3.2001.

jj) Sæunn Borgþórsdóttir. Starfsleyfi fyrir Draumey ehf. sólbaðstofu, Víkurbraut 2, 780 Höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir sólbaðstofur. Kennitala fyrirtækis: 601100-2580. Starfsleyfi útgefið 2.4.2001.

kk) Sigríður S. Halldórsdóttir f.h. Reyðar ehf. Starfsleyfi vegna hótels að Búðareyri 6, 730 Fjarðabyggð. Um er að ræða fullbúið hótel með 20 herbergjum með veitingastað fyrir allt að 60 gesti í sæti. Kennitala fyrirtækis: 671272-2779. Starfsleyfi útgefið 2.4.2001.

ll) Breiðdalshreppur, kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Íþróttahús Breiðdalshrepps. Starfsleyfi útgefið 14.3.2001.


5. Erindi og bréf
a) Jónas A. Þ. Jónsson, dags. 21.3.2001. Beiðni um að starfsleyfi fyrirtækisins Strandalax ehf., sem gefið var út af heilbrigðisráðuneyti vegna allt að 200 tonna ársframleiðslu af fiski til óskilgreinds tíma árið 1989, verði fært yfir á nafn Austlax ehf.
Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið en með því skilyrði að innan fjögurra vikna verði sótt um nýtt starfsleyfi. Við vinnslu þess verði tekið mið af þeim lögum, reglugerðum og starfsreglum sem nú eru í gildi.

b) Ingólfur Sveinsson og Agnar Sveinsson, dags. 23.3.2001. Beiðni um að starfsleyfi fyrir Búðalax, sem líklega hefur verið gefið út árið 1988 verði fært á nöfn þeirra. Í mótteknum gögnum fylgir ekki afrit af fyrra starfsleyfi né heldur upplýsingar um umfang starfseminnar. Öll starfsemi hefur legið niðri “nokkur síðustu árin”.
Heilbrigðisnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu og felur heilbrigðisfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við hlutaðeigandi aðila.

c) Umhverfisráðuneyti. Afrit af bréfi þar sem fram kemur að beiðni HAUST um leyfi til að veiða farfugla á Hornafjarðarsvæðinu í samvinnu við yfirdýralækni hefur verið vísað til Ráðgjafarnefndar um villt dýr.
Lagt fram til kynningar. Í framhaldi af þessu máli var rætt um sýkingar á Hornafjarðarsvæðinu, ástand og úrbætur í neysluvatnsmálum og heilbrigðisfulltrúum falið að vinna áfram í málinu.


6. Tillögur að starfsreglum fyrir skotvelli lagðar fram.
Starfsreglurnar samþykktar.

7. Önnur mál
a) Af fundi Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða með umhverfisráðherra…
Fundargerð lögð fram til kynningar lítillega rædd og Guðrún og Helga svöruðu fyrirspurnum. .

b) Eftirlit í apótekum. Helga gerir grein fyrir aðkomu heilbrigðiseftirlitsins að eftirliti í apótekum og væntanlegu samstarfi við Lyfjastofnun.

c) Úrgangur frá sjúkrastofnunum. Rætt um förgun og förgunarleiðir á úrgangi frá sjúkrastofnunum.

Fundi slitið kl. 14:25.

Fundargerðin var rituð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur, send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti. Hún verður undirrituð á næsta snertifundi.

Guðrún Óladóttir
Þorkell Kolbeins
Anna María Sveinsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Egill Jónasson
Árni J. Óðinsson
Tómas Ísleifsson

Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search