Fundargerð - 9. apríl 2008

75 / 11. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 9.4.2008 kl. 9:00

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Andrés Skúlason, Kristín Ágústdóttir, Sigurður Ragnarsson, Borghildur Sverrisdóttir og Benedikt Jóhannsson. Björn Emil Traustason forfallaðist með stuttum fyrirvara.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:
1    Bókuð útgefin starfsleyfi    407
2    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi    410
3    Um kostnað vegna aðgerða í einstökum sveitarfélögum.    410
4    Verklagsreglur vegna álíminga á númerslausa bíla,    411
5    Endurskoðun samþykktar um umgengni og þrifnað utan húss    411
6    Starfsreglur, starfsleyfisskilyrði, leiðbeinandi reglur.    411
7    Erindi frá Landgræðslu ríkisins    412
8    Næstu fundir – starfið framundan    413
9    Önnur mál    413
9.1    Námskeið um leiksvæði barna.    413
9.2    Samþykkt um búfjárhald    413
9.3    Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi    413
9.4    Umgengni og vortiltektir    413
9.5    Umsókn um starf hjá UST    414
    
Valdimar bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn, síðan var gengið til dagskrár.

1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Vopn–Fiskur ehf., kt. 510202-3760.  Starfsleyfi fyrir fiskeldi í sjó.  Um er að ræða áframeldi á þorski í allt að 20 botnlægum eldisgildrum og hámarks ársframleiðslu 180 tonn.  Leyfði tekur einnig til  starfsstöðvar að Hafnargötu 2a.  Starfsleyfið er útgefið 6.3.2008.
b)    Bílar og Vélar ehf., kt. 430490-1099.  Starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði  að Hafnarbyggð 14.  Um er að ræða almennar bifreiðaviðgerðir, járnsmíða- og vélaverkstæði.  Starfsleyfið er útgefið 7.3.2008.
700-701 Fljótsdalshérað
c)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Tímabundið starfsleyfi fyrir árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins í Brúarási þann 12.4.2008.  Ábyrgðarmaður Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, kt. 100977-3469.  Leyfi útgefið 8.2.2008.
d)    Baldur Grétarsson,  kt. 250461-7479, Kirkjubæ, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi f.h. þorrablótsnefndar vegna Þorrablóts haldið í Tungubúð þann 23.feb. 2008. Leyfið útgefið 11.2.2008.
e)    Bergur Hallgrímsson, kt. 080266-5299.  Tímabundið starfsleyfi vegna uppskeruhátíðar hestamannafélagsins Freyfaxa á Eiðum.  Um er að ræða leyfi vegna sölu á veislumáltíð, drykkja og samkomuhalds.  Leyfi útgefið 19.2.2008.
f)    N1, kt. 540206-2010.  Starfsleyfi fyrir verslun, Lyngási 13.  Um er að ræða verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni.  Starfsleyfið er útgefið 5.3.2008.
g)    Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249.  Starfsleyfi fyrir þjónustustöð með eldsneyti, Lagarfelli 2, Fellum, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða sölu á eldsneyti og efnavöru.  Leyfið er útgefið 6.3.2008.
h)    Hafþór Valur Guðjónsson, kt. 010684-3749.  Tímabundið starfsleyfi vegna dansleiks í fjölnotasal íþróttahúss Fellabæjar, Smiðjuseli 2, þann 24. mars 2008.  Um er að ræða starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu á drykkjum í einnota ílátum og innpökkuðu sælgæti. Leyfi útgefið 18.3.2008.
i)    Sláturhúsið- Menningarsetur ehf., kt.  620208-0270.  Starfsleyfi breyting/endurnýjun vegna samkomuhúss Sláturhúsið-Menningarsetur Kaupvangi 7, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða aðstöðu til tónleikahalds, leik- og listasýninga, aðstöðu fyrir ungmenni frá 16-25 ára og sölu á kaffi, gosdrykkjum og innpökkuðu sælgæti úr sjálfsölum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2007 og leiðbeinandi reglum um söluskála A frá árinu 2003. Leyfið útgefið 18.3.2008
701 Fljótsdalshreppur
j)    Hraunaveita ehf., kt. 650108-1080.  Starfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi á virkjanasvæði Hraunaveitna, allt leyfi sem voru áður á hendi Arnarfells ehf.

 

i.    Starfsmannabúðir og mötuneyti á Ufsarveitu.  Um er að ræða svefnskála fyrir allt að 156 íbúa, mötuneyti fyrir íbúana, einnig vatnsveitu og fráveitu fyrir starfsmannabúðirnar og starfsmannabúðir LV á sama stað.
ii.    Starfsmannabúðir og mötuneyti á Kelduárveitu.  Um er að ræða svefnskála fyrir allt að 160 íbúa, ásamt mötuneyti, vatnsveitu og fráveitu fyrir starfsmannabúðirnar
iii.    Verkstæði á P-6.  Um er að ræða verkstæði sem þjónar tækjum og vélum sem notaðar eru við framkvæmdir á virkjanasvæðinu.
iv.    Verkstæði á P-5.  Um er að ræða verkstæði sem þjónar tækjum og vélum sem notaðar eru við framkvæmdir á virkjanasvæðinu.
v.    Vörugeymsla á P-1, sem þjónar framkvæmdasvæðinu á Hraunum.
vi.    Verkstæði á P-1.  Um er að ræða verkstæði sem þjónar tækjum og vélum sem notaðar eru við framkvæmdir á virkjanasvæðinu.
vii.    Matstofa á P-1.  Um er að ræða matstofu, móttökueldhús, sem þjónar starfsmönnum verkstæðis.
viii.   Steypustöð á P-1.  Færanleg steypustöð með allt að 110 m3/klst afkastagetu.
ix.    Rafmagnsverkstæði á P-1.
x.    Eldsneytisafgreiðsla á P-1. Um er að ræða gám með tvískiptum olíutanki og dælubúnaði.

710 Seyðisfjörður
k)    Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir Skíðaskála í Stafdal.  Um er að ræða almenningssalerni og sölu á veitingum s.s.kaffi, kakó,vöfflum,innpökkuðu sælgæti og drykkjum. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir söluskála B og starfsreglum fyrir almenningssalerni. Leyfið útgefið 11.2.2008.
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
l)    Suðurverk hf., kt. 520885-0219.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 110 manns og mötuneyti fyrir íbúa búðanna á Sómastöðum í Reyðarfirði.  Miðað við starfsleyfisskilyrði fyrir starfsmannabúðir frá 2006 og viðmiðunarreglur fyrir veitingahús og veitingasölu frá 2006 eftir því sem við á.  Leyfi útgefið 5.2.2008.
m)    Alcoa-Fjarðaál sf., kt. 520303-4210.  Starfsleyfi fyrir rannsóknastofu álvers Alcoa-Fjarðaáls, Facilty 630 á efri hæð byggingar nr. 341, að Hrauni 1, 730 Reyðarfjörður.  Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi frá 2000.  Leyfi útgefið 9.2.2008
n)    Cafe Kósý, kt. 621003-2670.  Endurnýjun starfsleyfis vegna veitingastarfsemi nánar tiltekið; skemmtistaðar, bars og veisluþjónustu á neðri hæð Búðargötu 6, 730 Reyðarfirði.  Miðað er við samræmdar viðmiðunarreglur fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006.  Leyfi útgefið 3.3.2008.
o)     Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249.  Starfsleyfi fyrir þjónustustöð með eldsneyti, Búðareyri 33.  Um er að ræða sölu á eldsneyti og efnavöru.  Leyfið er útgefið 06.03.2008.
p)    Launafl. ehf., kt. 490606-1730.  Starfsleyfi fyrir vélaverkstæði og verslun með efnavöru Austurvegi 20a.  Starfsleyfið er útgefið 12.03.2008.
q)    Fjarðaveitingar ehf., kt. 560108-1330.  Starfsleyfi vegna reksturs matvælafyrirtækis að Hafnargötu 1.  Um er að ræða leyfi fyrir matvælavinnslu, framreiðslu á heitum og köldum máltíðum, samlokugerð og flutningi á matvælum. Starfsleyfi útgefið 2.4.2008
r)    Fjarðaveitingar ehf., kt. 560108-1330.  Starfsleyfi vegna reksturs hótels, Fjarðahótels, að Búðareyri 6.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir fullbúinn veitingastað með sætum fyrir allt að 40 gesti í veitingasal og sölu á gistingu í 20 fullbúnum tveggja manna.  hótelherbergjum.  Starfleyfi útgefið  4.4.2008.
s)    Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210.  Starfsleyfi fyrir vörugeymslu  að Hrauni 5, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir vörugeymslu sem þjónar starfsemi álvers við Reyðarfjörð.  Starfsleyfi útfegið 6.4.2008.
735  Fjarðabyggð – Eskifjörður
t)    Félag eldri borgara Eskifirði, kt. 670396-2239.  Endurnýjun starfsleyfis vegna félagsaðstöðu í Melbæ við Fossgötu, 735 Eskifjörður. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir eldri borgara.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir samkomuhús frá árinu 2007. Leyfið útgefið 27.2.2008
u)    Hamar ehf., kt. 431298-2799.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað, lítill (<16 manns) að Leirukrók 3.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir starfsmannabústaði frá 2006. Leyfið er útgefið 3.4.2008.  
v)    Hamar ehf. ,kt. 431298-2799.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað, miðlungs (17-50 manns) að Strandgötu 86 (Kaupfélagshúsið – 4 starfsmannaíbúðir) og 86b (Grýla).  Farið skal eftir starfsreglum fyrir starfsmannabústaði 2006.  Leyfið er útgefið 3.4.2008.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
w)    Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað, kt. 550579-0499.  Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu í Oddskarði þann 22. mars 2008, kl. 23:00 í tilefni af Týrólakvöldi hjá Skíðamiðstöð Austurlands í Oddskarði.  Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Skúli Hjaltason, kt. 261053-5279   
x)    Réttingaverkstæði Sveins ehf., kt. 620304-3520.  Starfsleyfi fyrir starfsstöð fyrirtækisins Eyrargötu 11.  Um er að ræða bifreiðaréttingar, bifreiðasprautun og hjólbarðaþjónustu.  Starfsleyfið er útgefið 18.03.2008.
780-781 Hornafjörður
y)    Jaspis ehf., kt. 700104-2060.  Starfsleyfi fyrir verslun Jaspis og hársnyrtistofu, Litlubrú 1, 780 Höfn.  Um er að ræða verlun með snyrtivötu og hársnyrtistofu með  með 3 hársnyrtistóla.   Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006.  Leyfið útgefið þann 13.2.2008.
z)    Kaupfélag Austur-Skaftafellsýslu.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir flutningadeild KASK Álaugarey.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningastöðvar og flutningabíla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Leyfið útgefið þann 26. 2.2008.  
aa)    Mikael ehf., kt. 620997-3079.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í sveitarfélagi Hornafjarðar að Hafnarbraut 38 (vinnusvæði).  Leyfið er í gildi á meðan á starfsemi stendur en þó að hámarki í 4 ár.  Leyfið er útgefið 18.3.2008.
bb)    Renato Grünenfelder f.h. Fosshótel ehf., kt. 530396-2239. Starfsleyfi fyrir Fosshótel Skaftafell, Freysnesi, 785 Öræfi .  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í 63 fullbúnum tveggja manna hótelherbergjum og veitingasölu úr fullbúnu veitingaeldhúsi og veitingasali fyrir allt að 100 manns í sæti.  Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og sölu á gistingu, hvort tveggja frá 2006.  Leyfi útgefið 7.4.2008.
cc)    Hótel Skaftafell ehf., kt. 650589-1149.  Starfsleyfi fyrir veitingastarfsemi og rekstur tjaldsvæðis í og við söluskála Skeljungs í Freysnesi, 785 Öræfum. Um er að ræða leyfi fyrir

  • Sölu á sælgæti og matvælum auk lítilsháttar af matvælum, efna- og snyrtivöru. Miðað við starfsreglur fyrir söluskála C frá 2003 og starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með merkingarskyldar efnavörur, þ.m.t. snyrtivörur frá 2006.
  •  Sölu á veitingum úr fullbúnu veitingaeldhúsi og með matsal fyrir allt að 50 gesti.  Farið eftir viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði eða veitingasölu frá 2006
  •  Rekstur tjaldstæðis neðan vegar þar sem salernisaðstaða er samnýtt með bensínafgreiðslu.  Farið eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði frá 2006 eftir því sem við á.

    Leyfi útgefið 7.4.2008.

2    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
710 Seyðisfjörður
a)  G.B. Bjartsýn ehf. kt. 690304-2950.  Tóbakssöluleyfi í Söluskála Skeljungs, Hafnargötu 2, 710 Seyðisfjörður. Ábyrgðarmaður:  Birna Pálsdóttir, kt. 121071-5339.  Leyfi útgefið 6.4.2008.

3    Um kostnað vegna aðgerða í einstökum sveitarfélögum.
Í nokkrum tilfellum er orðalagi í reglugerðum þannig háttað að heilbrigðisnefnd er falið að framkvæma verk sem geta haft í för með sér allmikinn kostnað.  Sem dæmi má nefna eftirfarandi:   

  • Hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 vegna upphreinsunar þar sem um heilsuspillandi aðstæður í húsi, á lóð eða í farartæki er að ræða.
  •  Reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr.737/2003 vegna hreinsunar einkalóða á vegna mengunar og óhollustu.
  • Flokkun vatna skv. reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999 m.s.br. .
  • Helga gerir nánari grein fyrir málinu og nefnir dæmi.

Vegna framkvæmda í einstökum sveitarfélögum sem geta haft kostnað í för með sér fyrir HAUST og/eða önnur sveitarfélög ítrekar heilbrigðisnefnd eftirfarandi skilning og að áfram verði eftir honum unnið nema fram komi óskir um annað frá aðildarsveitarfélögum, t.d. á aðalfundi byggðasamlagsins:  
Þar sem Heilbrigðisnefnd Austurlands þjónar fleiri sveitarfélögum hefur sá skilningur verði uppi að nefndin og starfsmenn hennar skuli ekki grípa til aðgerða innan eins sveitarfélags, sem geti haft í för með sér kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum.  Undantekningar eru mengunarslys, matarsýkingar eða önnur ámóta bráðatilfelli.  Verk sem eru í verkahring HAUST, svo sem að fjarlægja bílflök, aðstoða sveitarfélög við flokkun vatnasvæða eða þess háttar skuli gerð í samráði við viðkomandi sveitarfélag og á þess kostað. 


4    Verklagsreglur vegna álíminga á númerslausa bíla, bílflök o.þ.h. tengt hreinsunarátökum í sveitarfélögum.
Á fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 27.4.2005 var eftirfarandi bókað:

 Bókun um að fela megi starfsmönnum sveitarfélaga umboð til að líma á bila og bílflök.

Í vorhreinsunum á vegum sveitarfélaga, aðallega í þéttbýliskjörnum, er oft óskað
liðsinnis HAUST, ef þarf að láta fjarlægja bíla og/eða bílflök af opnum svæðum eða götum. Um aðkomu HAUST gilda samþykktir sveitarfélaga auk reglugerða um meðhöndlun úrgangs. Helga kynnti málið og málsmeðferð. 
Heilbrigðisnefnd samþykkir að frkvstj. HAUST geti afhent nafngreindum starfsmanni eða starfsmönnum sveitarfélaga ákveðinn fjölda límmiða ásamt verklagsreglum og að viðkomandi fái þannig umboð heilbrigðisnefndar til að líma viðvörunarmiða á bíla, bílflök, kerrur o.þ.h. í samræmi við samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 263/2004 og 21. gr. hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, en þar segir: "Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum".

Ofangreint er rifjað upp þar sem óskað hefur verið eftir endurskoðun verklagsreglna varðandi álímingar. Á bílflök, númerslausa bíla o.þ.h.  Drög að slíkum verklagsreglum lögð fyrir fundinn ásamt tillögum að nýjum álímingarmiða og endurnýjun þess sem notaður hefur verið.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar verklagsreglur vegna álímingar á númerslausa bíla, bílflök o.þ.h. og einnig að láta prenta tvær tegundir miða til að líma á slíka hluti skv. fram lagðri tillögu.  Verklagsreglurnar verði sendar sveitarfélögum á Austurlandi til kynningar.
 
5    Endurskoðun samþykktar um umgengni og þrifnað utan húss
Við vinnu tengda endurskoðun á verklagsreglna um álímingar á númerslausa bíla o.þ.h. unum hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að endurskoða samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði HAUST frá mars 2004.  Þetta þarf m.a. að gera vegna sameiningar sveitarfélaga og ennfremur þar sem æskilegt er að öll sveitarfélög á Austurlandi gerist aðilar að slíkri samþykkt, nú þegar reynsla er komin á hana.  Á fundinum voru lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt.  Aðalbreytingin er í gr. 9, þar sem rétt nöfn sveitarfélaga á Austurlandi eru talin upp, en annað eru lítilsháttar orðabreytingar auk þess sem frestur til að fjalrægja hluti er lengdur ú 7 dögum í 10.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð drög að nýrri samþykkt um umgengi og þrifnað utanúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlands og að þau verði send til allra sveitarfélaga á Austurlandi með ósk um að þau fjalli um drögin á sveitar/bæjarstjórnarfundum og geri samþyktina að sinni.  Þegar staðfesting berst frá sveitarfélögunum mun HAUST auglýsa samþykktina í Stjórnartíðindum.  

6    Starfsreglur, starfsleyfisskilyrði, leiðbeinandi reglur.
Áður hefur í heilbrigðisnefnd verið ályktað að starfsleyfisskilyrði og/eða starfsreglur sem unnin eru í samstarfshópum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga skuli einnig gilda á Austurlandi.  Aðrar reglur eða starfsleyfisskilyrði sem HAUST tekur upp frá heilbrigðiseftirlitssvæðum eða vinnur sjálft skuli lagðar fyrir heilbrigðisnefnd og staðfestar á fundi, þannig að þær fái styrka stoð fyrir lögum.
Nýverið voru starfsleyfisskilyrði og reglur á heimasíðu Umhverfisstofnunar yfirfarin og þá einnig það sem HAUST hefur tekið upp frá öðrum svæðum eða frumunnið.  Einnig er gert ráð fyrir að Matvælastofnun yfirtaki vinnu Umhverfisstofnunar í vinnuhópi um matvæli, þar sem unnið er að samræmdum reglum á matvælasviði.  Því er nauðsynlegt að yfirfara listann um starfsleyfisskilyrði og starfsreglur og staðfesta með bókun nýjar starfsreglur ef einhverjar eru sem og að Matvælastofnun hafi sömu stöðu gegnvart matvælaeftirliti og Umhverfisstofnun hefur enn gagnvart Hollustuhátta og mengunarvarnaeftirliti.  
Formaður, varaformaður og frksvtj. hafa ásamt starfsmönnum farið yfir reglurnar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsreglur, starfsleyfisskilyrði og leiðbeinandi reglur sem unnar hafa verið eða verða í samstarfi HES og UST og hér eftir í samstafi HES og MAST gildi á svæði Heilbrigðisnefndar Austurlands svipað og verði hefur.  Ef teknar eru upp slíkar reglur eða skilyrði frá öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum eða samdar eru nýjar slíkar reglur eða skilyrði án aðkomu UST eða MAST skal bera þær undir heilbrigðisnefnd til staðfestingar.  
Heilbrigðisnefnd staðfestir eftirfarandi starfsreglur og starfsleyfisskilyrði sem unnin hafa verið af HAUST og/eða yfirtekin frá öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum og samþykkir að þau skuli gilda á starfssvæði nefndarinnar.
Á hollustuháttasviði
    Skólar fullorðinsfræðsla HAUST 0402 og 0504
Á sviði matvælaeftirlits
    Matsöluvagnar 0310
    Móttökueldhús með uppþvottaaðstöðu 0511
    Móttökueldhús án uppþvottaaðstöðu 0511
Á sviði mengunarvarna
    Alifuglabú HAUST 2002
    Bensínstöðvar HAUST 2002.
    Brottflutningur færanlegra mannvirkja 071001 HAUST
    Dráttarbrautir HAUST 2002    
    Efnalaugar HAUST 1998
    Gámavellir og flokkunarstöðvar HAUST 2006
    Fóðurblöndunarstöðvar HAUST 1999
    Framköllun HAUST 2000
    Heilbrigðisstofnanir meðf. úrgangs HAUST 96 endurritað 04
    Jarðgerð seyra og meðferð lífræns úrgangs AK HAUST 2003
    Jarðgerð í múgum Suðurland HAUST 2005
    Lifrarbræðslur HAUST 2002
    Malbikunarstöðvar HAUST 2004
    Mjólkurbú- safar smjörlíki o.þ.h. frá Ak 2005 HAUST 2007
    Móttaka og vinnsla brotamálma HAUST2006
    Niðurrif húsa HAUST 2007
    Prentiðnaður HAUST 1998
    Reykhús og reykofnar HAUST 2000
    Sandblástur HAUST 1998
    Skotvellir HAUST 2000
    Steypustöðvar, steinmölun, steinsmíð HAUST 2001
    Sérstakur úrgangur og seyra HAUST 1999
    Söfnun og tæting málma HAUST 2006
    Tannlæknastofur HAUST 2002
    Trésmíðaverkstæði HAUST 1998
    Þvottahús 1998 HAUST

7    Erindi frá Landgræðslu ríkisins
Með erindi dags. 19.3. er óskað heimildar til að nota jarðvegsbindiefni til að hefta fok úr Hálslóni.  Efni þessa erindis var kynnt og tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 30.4.2007.  Þá var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart aðgerðum til að hindra sandfok af svæðinu en beðið eftir niðurstöðum úr tilkaun sem unnið var að á Gunnarsholti áður en endanlegt samþykki yrði gefið.   
HHr kynni rmálið
Heilbrigðisnefnd heimilar notkun efnisins Flobond A 30 á bökkum Hálslóns í júní og júlí 2008 í samræmi við erindi Landgræðslunnar og meðf. skýrslu Landsvirkjunar um aðgerðaáætlun í rofvörnum við Hálslón 2008.  Heilbrigðisnefnd óskar eftir að fá að fylgjast með árangri og frekari vinnu við rofvarnir á næstu árum.

8    Næstu fundir – starfið framundan
Næsti fundur verði snertifundur á Hornafjarðarsvæðinu og tengdur skoðunarferð í fyrirtæki og/eða stofnanir á svæðinu.  Stefnt er að því að fundurinn verði í 21. viku, þ.e. 20-23 maí.   HHr vinni nánar að skipulagi fundarins með Birni E. Traustasyni og heimamönnum.

9    Önnur mál
9.1    Námskeið um leiksvæði barna.  
Júlía Siglaugsdóttir sótti námskeið sem haldið var á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í apríl.  Mikil umræða er um aðalskoðanir, sem krafa er um að frk séu af faggiltum aðilum.  Af gefnu tilefni og í kjölfar námskeiðsins þykir ástæða til að ítreka við sveitarfélögin að eftirlit á leiksvæðum barna, hvort sem er í leikskólum, grunnskólum eða á opnum leiksvæðum á að vera með eftirfarandi hætti:

 

i.    Daglegt eftirlit leikskólakennara / starfsmanna með öryggi umhverfis
ii.    Rekstararskoðun með viðhaldsframkvæmdum, framkvæmd ca 3ja hvern mánuð t.d. af starfsmönnum áhaldahúsa, dæmi um handbækur vegna rekstarskoðana hafa verið sendar til sveitarfélaga
iii.    Árlegt eftirlit heilbrigðisfulltrúa
iv.    Árleg aðalskoðun framkvæmd af löggiltum fagaðila

Liðir i og ii eru alfarið á ábyrgð sveitarfélaganna og aðrar skoðanir gera lítið til að auka öryggi barna ef þeim er ábótavant.  Því eru sveitarfélög eindregið hvött til að sinna þessum þáttum vel.
Ennfremur er ástæða til að minna á ábyrgð skipulags- og byggingarnefnda við skipulag og úttektir á leikskólum.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að bréflega verði vakin athygli sveitarfélaga á ofangreindum skyldum.

9.2    Samþykkt um búfjárhald
    Lögð fram drög að Samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum     búfjárhverfum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlands.  Samþykktin hefur verið unnin af heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og drögin hafa m.a. verið höfð til hliðsjónar við skipulagsvinnu vegna hesthúsasvæða í Fjarðabyggð.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að drögin verði sent til sveitarfélaga á Austurlandi með tillögu um að sveitarfélögin geri samþykktina að sinni.

9.3    Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi
VOH gerði grein fyrir vinnu stjórnar undnafarið.  Unnið er að undirbúningi vorfundar, sem verður haldinn 22.4.nk.  Funinn munu sitja fulltrúar frá ráherrum umhverfismála og landbúnaðar- og sjávarútvegs.  VOH hefur einnig óformlega rætt við nýja forstjóra bæði MAST og UST um málefni samtakanna.

9.4    Umgengni og vortiltektir
SR lagði til að HAUST hefði aðkomu að vortiltektum sveitarfélaga á Austurlandi, t.d. með auglýsingu, þar sem íbúar eru hvattir til þátttöku.  Starfsmönnum falið að vinna að málinu.

9.5    Umsókn um starf hjá UST
Hjá Umhverfisstofnun er auglýst starf sérfræðings, sem m.a. skal sinna eftirliti með verksmiðjum.  HHr falið að sækja um þann hluta starfsins sem inna þarf af hendi á Austurlandi, enda sækist HAUST enn eftir framsali eftirlitsverkefna frá UST.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl 10:00
Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur  og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson            
Borghildur Sverrisdóttir           
Sigurður Ragnarsson                
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir               

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search