Fundargerð - 13. júní 2008

77. / 13. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis þann 13.6.2008.
Mætt

Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Sigurður Ragnarsson. Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir, Benedikt Jóhannsson og Kristín Ágústsdóttir.
Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

1    Bókuð útgefin starfsleyfi    421
2    Málefni einstakra fyrirtækja – Impregilo S.p.A., áminningar, dagsektir     423
3    Önnur mál    425
    
1    Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a)    Skjálfti ehf., kt. 460508-2150.  Tímabundið starfsleyfi fyrir samkomuhald og veitingasölu í Valaskjálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir vegna afmælishátíðar Hattar 24. maí 2008. Ábyrgðarmaður:  Dagmar Jóhannesdóttir, kt. 180571-5159.  Leyfi útgefið 22.5.2008
b)    Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa svefnskála, mötuneyti og klúbbaðstöðu fyrirtækisins á Adit 3, Tungu, og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Hargit Singh, kt. 070762-4049.  Leyfi útgefið 28.5.2008 og gildir til loka október 2008.
c)    Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa steypustöð fyrirtækisins á Adit 3, Tungu, og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Hargit Singh, kt. 070762-4049.  Leyfi útgefið 28.5.2008 og gildir til loka október 2008.
d)    Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa verkstæðisbyggingu fyrirtækisins á Adit 3, Tungu, og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Hargit Singh, kt. 070762-4049.  Leyfi útgefið 28.5.2008 og gildir til loka október 2008.
e)    Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa skrifstofubyggingu, sjúkraskýli, geymslubragga o.fl. á vinnusvæði fyrirtækisins á Adit 3, Tungu, og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður:  Hargit Singh, kt. 070762-4049.  Leyfi útgefið 28.5.2008 og gildir til loka október 2008.
f)    Fljótsdalshérað kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi fyrir tónleika í Bragga við Sláturhúsið á Egilsstöðum.  Um er að ræða tónleika 31.5.2008 frá kl. 20.00-23.00. Salerni í Sláturhúsinu verða aðgengileg tónleikagestum. Starfsleyfið útgefið 29.5 og gildir eingöngu 31.5.2008.
g)    Ístak hf., kt. 540671-0959.  Starfsleyfi fyrir steypuframleiðslu með færanlegri steypustöð sem staðsett er suðaustan við Desjarárstíflu hjá Fremri-Kárahnjúk, 701 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 29.5.2008.
h)    Ístak hf., kt. 540671-0959.  Starfsleyfi fyrir viðgerðaverkstæði sem staðsett er suðaustan við Desjarárstíflu hjá Fremri-Kárahnjúk, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild fyrir verkstæði til viðgerða og viðhalds vinnuvéla tengdum verkefnum fyrirtækisins á Kárahnjúkasvæði.  Leyfi útgefið 29.5.2008.
i)    Ístak hf., kt. 540671-0959.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir, þ.e. tvo 14 manna svefnskála með þjónusturými. Skálarnir eru staðsettir á  Main Camp, gegnt starfsmannabúðum LV á Laugarási, 701 Egilsstaðir.  Leyfið gildir aðeins fyrir sumarnotkun, þ.e. maí til september.  Leyfi útgefið 29.5.2008.
j)    Ístak hf., kt. 540671-0959.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir, þ.e. svefnskála fyrir 22 íbúa, skálinn  er samtengdur starfsmannabúðum Landsvirkjunar á Laugarási, 701 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 29.5.2008.
k)    Skjálfti ehf., kt. 460508-2150.  Starfsleyfi fyrir veitingastarfsemi og samkomuhús í Valaskálf, Skógarlöndum 3, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir fullbúnum veitingastað fyrir allt að 71 gest í sæti og veislusal fyrir allt að 250 manns og samkomuhúsi með tveim sölum, þ.e. veislusal með sviði og litinn sal á efri hæð.  Ábyrgðarmaður:    Dagmar Jóhannesdóttir, kt. 180571-5159.  Leyfi útgefið 2.6.2008
l)    Stjarnan ehf. kt. 110966-5049.  Starfsleyfi fyrir veitingastarfsemi, Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir skyndibitastað, Subway, með kaldar og heitar samlokur, fyrir allt að 24 gesti.  Ábyrgðarmaður Skúli Gunnar Sigfússon, kt. 110966-5049. Leyfi útgefið 5.6.2008.
m)    Grái Hundurinn ehf.  kt. 540605-1490, Hjalli, Hallormsstað, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/breyting fyrir Sundlaugina á Hallormsstað.  Um er að ræða sundlaugina og leyfi til lítilsháttar sölu á innpökkuðu sælgæti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sundlaugar og söluskála. Leyfið útgefið  14.6 og gildir til 31.8.2008.
710 Seyðisfjörður
n)    Mæja ehf. kt. 640603-2910.  Starfsleyfi fyrir fiskvinnslu, Hafnargötu 43.  Um er að ræða hrognavinnslu, lítil.  Leyfið er útgefið 03.06.2008.
o)    Farfuglaheimilið Hafaldan ehf., kt. 610508-0810.  Ábyrgðarmaður: Þóra Guðmundsdóttir, kt. 200553-7599.  Starfsleyfi fyrir:
i.    Sölu á gistingu án veitinga fyrir allt að 28 gesti í sjö herbergjum að Ránargötu 9, 710 Seyðisfirði.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála
ii.    Sölu á gistingu án veitinga fyrir allt að 28 gesti í átta herbergjum og rekstri nuddstofu að Suðurgötu 8, 710 Seyðisfirði. Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gistiskála og fyrir snyrtistofur og svipaða starfsemi.
Bæði leyfin útgefin 8.6.2008.
735  Fjarðabyggð – Eskifjörður
p)    Ferðaþjónustan Mjóeyri,  kt. 680502-2930, Strandgötu 120, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi/nýtt fyrir Almenningssalerni í Randulffssjóhúsi, Strandgötu, 735 Eskifirði.  Um er að ræða almenningssalerni.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir almenningssalerni frá árinu 2006. Leyfið útgefið 28.5.2008.
q)    Lögreglustjórinn á Eskifirði, kt.  560276-0447, Strandgata 52, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir fangageymslu á lögreglustöðinni á Eskifirði. Um er að ræða fangageymslu með þremur fangaklefum ásamt salerni og sturtuaðstöðu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir fangageymslur. Leyfið útgefið 3.6.2008.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
r)    Lögreglustjórinn á Eskifirði, kt.  560276-0447, Strandgata 52, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir fangageymslu á lögreglustöðinni í Neskaupstað  Um er að ræða fangageymslu með tveimur fangaklefum ásamt salerni og sturtuaðstöðu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir fangageymslur. Leyfið útgefið 3.6.2008.
780-781 Hornafjörður
s)    Ásbjörn Þórarinsson, kt. 160145-3079.  Starfsleyfi fyrir Rakarastofu Ásbjörns, Hafnarbraut 43. 780 Hornafirði.  Um er að ræða hársnyrtistofu með tvo hársnyrtistóla og sölu á hársnyrtivörum.  Starfsleyfi útgefið 29.5.2008.
t)    Lögreglustjórinn á Eskifirði, kt.  560276-0447, Strandgata 52, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir fangageymslu á lögreglustöðinni á Höfn.  Um er að ræða fangageymslu með þremur fangaklefum ásamt salerni og sturtuaðstöðu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir fangageymslur. Leyfið útgefið 3.6.2008.
u)    Hótel Jökull ehf., kt. 500402-3340.  Starfsleyfi vegna sölu á gistingum og veitingum í Nesjaskóla, 781, Hornafirði,  Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 85 gesti í 45 herbergjum, miðað við gistiheimili og sölu á veitingum úr fullbúnu veitingaeldhúsi og matsal fyrir allt að 90 gesti ísæti. Ábyrgðarmaður: Guðjón Pétur Jónsson, Kt. 040653-3419.  Leyfi útgefið 27.6.2008.

2    Málefni einstakra fyrirtækja – Impregilo S.p.A., áminningar, dagsektir

Þann 6.6. sl. ritaði frkvstj. HAUST fyrirtækinu Impregilo bréf sem innihélt formlegar áminningar til fyrirtækisins skv. ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.  Áminningarbréfið í heild sinni lagt fram á fundinum og er í nokkrum liðum, sbr. eftirfarandi:
1.    Áminning vegna endurtekinnar olíumengunar og skorts á viðbrögðum við olíumengun.
2.    Áminning vegna brota á reglum um meðferð spilliefna.
3.    Áminning og krafa um úrbætur innan tveggja vikna vegna fokefnis og úrgangs á víðavangi og á vinnusvæðum fyrirtækisins.  
4.    Krafa um lagfæringu á girðingum kringum skólpmenguð svæði við Adit 1, Adit 2 og Main Camp.  Tilkynnt að dagsektir verði íhugaðar ef ekki verður gert við girðingar innan gefins frests.  
5.    Tilmæli um bætt vinnulag og fræðslu til starfsmanna.  
Í bréfinu var fyrirtækinu veittur lögboðinn andmælaréttur.

Heilbrigðisnefnd lýsir fullum stuðningi við áminningar og aðrar aðgerðir starfsmanna til að knýja á um bætt vinnulag, varnir gegn mengun af völdum olíu og annarrar efnavöru sem og meðfer úrgangs á athafnasvæðum Impregilo S.p.A. og umhverfis þau.  Heilbrigðisnefnd gerir ennfremur sömu kröfur til vinnulags annarra fyrirtækja á virkjanasvæðum.

Skólpmengun í umhverfi er ógn við öryggi dýra og manna, sem og ógn við afkomu bænda, ef sauðfé sýkist eða ber með sér sýkingar.  Því er það litið mjög alvarlegum augum að fyrirtækið Impregilo skuli ekki sinna endurteknum tilmælum og kröfum um að skólpmenguð svæði séu girt af með dýrheldum girðingum og þeim viðhaldið áður en fé er hleypt á fjöll á vorin.  

Þrátt fyrir áminningu dags. 6.6.2008 og frest til 10.6.2008 til að girða af þrjú skólpmenguð svæði hefur svæðið neðan við neðan við Culligan skólphreinsistöð við Main Camp ekki verið lagfærð.  Með skoðun þann 11.6. var staðfest að girðingin hefur ekki verið lagfært og ennfremur að skólp hefur rutt sér leið út fyrir fyrri girðingu þannig að afgirta svæðið þarf að stækka.  

Með símtali um kl 8:15 í morgun 13.6.. fékkst staðfest að í gær var byrjað að laga girðinguna.  Óskað var eftir upplýsingum um leið og viðgerð lýkur.  

Minnt skal á að krafa er um að girðingunum verið við haldið í 3 ár frá því að starfsemi lýkur á við komandi svæði.

Borghildur kemur inn á fundinn.

Heilbrigðisnefnd ákveður hér með að leggja dagsektir á fyrirtækið Impregilo til að knýja á um að fyrirtækið ljúki sem allrafyrst við að girða af skólpmengað svæði neðan við Main Camp.  Dagsektir nemi kr. 50.000 per dag þar til verkinu er lokið.  Sektir verði fyrst lagðar á mánudaginn 16.6.2008 og síðan daglega þar til tilkynning um lok verksins berst til skrifstofu HAUST, t.d með tölvupósti.  

Hafi borist tilkynning símleiðis eða í tölvupósti frá fyrirtækinu fyrir mánudagsmorgunn um að viðgerð sé lokið kemur vitanlega ekki til þess að dagsektir verði innheimtar.  Heilbrigðisfulltrúa er þá falið að ganga úr skugga um að verkið hafi verið unnið á viðunandi máta, þannig að girðingin sé fjárheld.  Hafi verið ekki verið unnið ásættanlega verði dagsektir innheimtar og þá fyrst á þriðjudaginn.

Innheimta dagsektanna verði á hendi Intrum og skulu greiðast innan 3ja daga frá útsendingu reiknings.  Þegar tilkynning um lok verksins berst til HAUST mun heilbrigðisfulltrúi fara á vettvang og staðfesta með skoðun að verkið hafi verið unnið á fullnægjandi máta.  Dagsektir verða ekki innheimtar frá þeim degi sem tilkynning berst, nema í ljós komi að girðingin sé ekki fjárheld, þá verði innheimtu dagsekta haldið áfram þar til að fullu er úr bætt.


Úrgangur, spilliefni og fokefni
Heilbrigðisnefnd ítrekar kröfu um að fyrirtækið Impregilo fari að íslenskum lögum og reglugerðum um meðferð, geymslu og flutning úrgangs, m.a. að meðferð úrgangs skuli verið með þeim hætti að óþrifnaður og óþægindi stafi ekki af og sé þannig að ekki valdi skaða, mengun eða lýtum á umhverfi.  

Skv. áminningarbréfi HAUST frá 6.6. var veittur tveggja vikna frestur til að að taka til á vinnusvæðum fyrirtækisins, einnig við Air Vents og að hreinsa upp næsta nágrenni vinnusvæðanna.  Ennfremur segir:  Þetta skal gert í samráði við vinnuflokka Landsvirkjunar sem hafa á fyrri sumrum hreinsað upp á hálendinu kringum virkjanasvæðin.  

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum HAUST að ganga stíft eftir að fyrirtækið fari að þessum fyrirmælum og felur heilbrigðisfulltrúum ennfremur að stöðva eða takmarka starfsemi í samræmi við 3ja tl. 26 gr. hollustuháttalaga nr. 7/1998 telji þeir það nauðsynlegt til að stöðva eða koma í veg fyrir mengun.

Starfsmenn gefi því forgang að sinna eftilriti á virkjanasvæðinu enda er litið svo á að góður frágangur á hálendinu sé mjög mikilvægur.

3    Önnur mál
VOH og HHr gera grein fyrir fundi HAUST með forstjóra UST og fkvstj SSA vegna framsalsmála. Fundurinn var haldinn 11.6.2008. Á fundinum var eftirfarandi niðurstaða bókuð:
Fostjóri UST mun senda HAUST bréf þess eðlis að gildandi samningar verði endurskoðaðir.  Mál verði sett í feril varðandi hugsanlegt framsal eftirlits með fiskeldi og með oíubirgðastöðvunum með það að markmiði að svara fljótlega eftir 1.1.2009.

Fundi slitið kl. 9:55

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur  og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Borghildur Sverrisdóttir           
Sigurður Ragnarsson                
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search