Fundargerð 2. október 2008

79. / 15.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis kl. 9:00 fimmtudaginn 2.10.2008. Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson og Auður Anna Ingólfsdóttir sem varamaður fyrir Benedikt Jóhannsson
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:
  1. Bókuð útgefin starfsleyfi    438
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi    440
  3. Fjárhagsáætlun og gjaldskrá    440
  4. Málefni einstakra fyrirtækja    440
  5. Önnur mál    441
    5.1    Aðalfundur:    441
    5.2    Starfsmannahald    441
    5.3    Breyting á ársskýrslu 2007    441
    
1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Vopnafjarðarhreppur,  kt. 710269-5569, Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður.  Tímabundið starfsleyfi /endurnýjun vegna Sundlaugarinnar í Selárdal.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir sund og baðstaði frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 22.9.2008 og gildir til 15.6.2009.
b)    Sláturfélag Vopnfirðinga hf., kt. 590989-2159.  Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað að Kolbeinsgötu 11, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 23.9.2008.
700-701 Fljótsdalshérað
c)    Kells ehf., 650604-2960, Sólvellir 4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í tveim húsum að Hafursá, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða gistingu í tveim húsum í öðru fyrir samtals fimm manns og í hinu fyrir samtals sex manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiskála frá árinu 2006. Leyfið útgefið 1.9.2008.
d)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir.  Starfsleyfi endurnýjun vegna félagsmiðstöðvarinnar Ný-ung, Tjarnarlöndum 11, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 15.9.2008
e)    Fljótsdalshérað, kt.  481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun vegna ‚ Íþróttamiðstöðvar Egilsstaða, Tjarnarbraut 26, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða íþróttamiðstöð þar sem er íþróttasalur með áhorfendastúku, líkamsræktarstöð á efri hæð hússins, þreksal á neðri hæð og sundlaug í flokki A ásamt tveim heitum pottum og rennibrautarlaug. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006 og fyrir sund-og vaðstaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 23.9.2008.
f)    Tréiðjan Einir ehf., kt. 520494-2009.  Starfsleyfi fyrir trésmíðaverkstæði, Aspargrund 1, Fellum.  Um er að ræða trésmíðaverkstæði með aðstöðu til lökkunar.  Leyfið er útgefið 22.09.2008.
701 Fljótsdalshreppur
g)    Félagsheimilið Végarður, kt. 690269-6009.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og lítilsháttar veitingasölu í Végarði þann 20.9.2008.  Leyfi útgefið 12.9.2008.
h)    Fljótsdalshreppur,  kt. 550169-5339.  Starfsleyfi fyrir félagsheimili með fullbúnu eldhúsi, þar sem einnig er rekin upplýsingamiðstöð, og tjald- og hjólhýsasvæði í Végarði, Fljótsdalshreppi.  Leyfi útgefið 14.9.2008.
i)    Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, kt. 420269-1299.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Fljótsdalsstöð vegna Hraunaveitu.  Endurskoðað starfsleyfi felur í sér að Hraunaveita er felld inní starfsleyfið.  Leyfið er útgefið 22.09.2008.
710 Seyðisfjörður
j)    Skálinn sf., kt. 640682-0279.  Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Öldugötu 13 e.h. fyrir samtals fjóra gesti í tveim herbergjum.  Um er að ræða íbúð með sér inngangi og með baðaðstöðu og eldhúsi.  Leyfi útgefið 15.9.2008.
k)    Skálinn sf., kt. 640682-0279.  Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu, heimagisting, að Botnahlíð 16 neðri hæð fyrir að hámarki sjö gesti. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu í tengslum við gistinguna.  Leyfi útgefið 15.9.2008.
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
l)    Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf., kt.  500189-1509, Strandgötu 37, 600 Akureyrir. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Starfsmannabúða, Melur 1, Búðarmel 47, 730 Reyðarfirði.  Um er að ræða starfsmannabúðir fyrir allt að 20 manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir starfsmannabúðir frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 24.9.2008.
m)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2066, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Leikskólann Lyngholt, Heiðarvegi 5, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða leikskóla með fullbúið eldhús og leikskólalóð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla, leiksvæði barna með eða án gæslu og reglum fyrir veitingahús og veitingasölu, allar reglur eru frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 24.9.2008
735  Fjarðabyggð – Eskifjörður
n)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2066, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður. Starfaleyfi/endurnýjun fyrir Leikskólann Dalborg, Dalbraut 6, 735 Eskifirði. Um er að ræða leikskóla, leikskólalóð og fullbúið eldhús. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla, leiksvæði barna með eða án gæslu og reglum fyrir veitingahús og veitingasölu, allar reglur eru frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 15.9.2008.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
o)    Fjarðabyggð, kt.  470698-2099, Hafnargata 4, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi til að starfrækja tjaldsvæði ásamt leiksvæði að Drangagili Neskaupstað. Um er að ræða aðstöðu fyrir allt að 200 manns (miðað við salernisfjölda á svæðinu). Leiksvæði þar sem eru rólur, vegasalt og rennibraut. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæð frá árinu 2006 og starfsreglum fyrir leiksvæði barna með eða án gæslu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 9.9.2008.
p)    Þórarinn Smári, kt.  220243-3629, Urðarteigur 15, 740 Neskaupsstað. Starfsleyfi fyrir Smáraprent, Urðarteigur 15, 740 Neskaupsstað. Um er að ræða litla prentsmiðju þar sem fram fer offset-og silkiprent auk skiltagerðar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir almenn prentiðnaðarfyrirtækja, samþykkt árið 2008. Leyfið útgefið 9.9.2008.
q)    Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., kt.  571197-6189, Hafnarbraut 10, 740 Neskaupsstað. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Rafgeisla rafmagnsverkstæði, Hafnarbraut 10, 740 Neskaupsstað. Farið skal eftir auglýsingu UST yfir mengandi starfsemi þar sem ekki er krafist ítarlegri starfsleyfisgerða frá árinu 2000. Leyfið útgefið 24.9.2008

2    Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
700 Egilsstaðir
a)    N 1 hf.  Kt. 540206-2010, Dalvegi 10-14, 210 Kópavogi. Tóbakssöluleyfi í N 1 verslun (varahlutaverslun), Lyngási 13, 700 Egilsstaðir. Leyfið útgefið 17.9.2008 til fjögurra ára.

3    Fjárhagsáætlun og gjaldskrá
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið unnin áfram frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.  
Einnig lögð fram tillaga er um eftirfarandi hækkanir á gjaldskrá:
  • Tímagjald verið kr. 8.000, var 6.800
  • Gjald vegna rannsóknar pr. sýni skv. eftirlitsáætlun verði11.500, var kr. 10.000
  • Starfsleyfagjöld verði:
    o     Ný starfsemi:  kr. 12.000, var áður 7.900 , (ath. að leyfi eru nú gefin út til 12 ára í stað 4ra áður) og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks ásamt auglýsingakostnaði ef við á.
    o    Endurnýjun og/eða breyting á starfsleyfi verði kr. 8.000, var áður 5.700 og auglýsingakostnaður ef við á
  • Önnur starfsleyfi og leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun, t.d. tóbakssöluleyfi verði kr. 12.000, var áður 7.900 og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs,  ásamt auglýsingakostnaði ef við á.
  • Endurnýjun annarra leyfa, sbr. hér að ofan kr. 8.000, var áður 5.700.
  • Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi: 1/2 leyfisgjald kr. 6.000, var áður 3.920 og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks eða gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs, ásamt auglýsingakostnaði ef við á. 
  • Gjald fyrir aðra þjónustu svo sem samantektir í eftirlitsskýrslum og bréfum á ensku (ekki þýtt af löggiltum þýðanda og einungis til hægðarauka fyrir erlenda rekstraraðila) óski rekstraraðili eftir slíku: 1/2 tímagjald.
Auður vakti athygli á að stilla verði hækkunum í hóf – en er sátt við hækkun á starfsleyfisgjaldi, enda til samræmis við lengingu á gildistíma starfsleyfa og verið að færa kostnað nær raunkostnaði en verið hefur.

Allnokkrar umræður urðu um fjárhagsæáætlun og tillögur að hækkunum á gjaldskrá.  M.a. kom fram að forðast beri að gera óraunhæfa fjárhagsáætlun, því rekstarhalli sem þarf að fjármagna með lántöku er mjög dýr.  Niðurstöður umræðunnar voru að kostnaði er alltaf yfir á skattgreiðendur, “hvernig sem við snúum þessu”.  

Með ofangreindum gjaldskrárhækkunum er vonast til að unnt verði að halda rekstrinum árið 2009 réttu megin við núllið, en ljóst að ekkert má út af bera, hvorki í rekstri ársins í ár né á næsta ári, ef þetta á að geta gengið.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar tillögur, enda er ekki um að ræða hækkun umfram það sem UST og sambærileg starfsemi mun innheimta á komandi ári.
Tillögurnar eru samþykktar sem drög og vísað til staðfestingar aðalfundar.


4    Málefni einstakra fyrirtækja
Sundlaugin í Selárdal.  Tímabundið leyfið var gefið út 22.9.2008 og gildir til 15.6.2009.  Leyfið er gefið út tímabundið m.a. í því skyni að kanna hvort laugin getur virkað sem gegnumstreymislaug að vetrarlagi, þegar mest vatn rennur um laugina og minnst notkun er á henni.  HHr gerir grein fyrir málinu.
Heilbrigðisnefnd er samþykk aðgerðum starfsmanna enda rétt að draga úr klórnotkun í lauginni ef gegnumstreymi er nóg til að baðvatnið standist gæðakröfur sem gera ber.   

5    Önnur mál
5.1    Aðalfundur:
Ákveðið að halda aðalfund HAUST 2008 miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15:00 í Kaffihúsinu Sumarlínu á Fáskrúðsfirði.

5.2    Starfsmannahald
Umræða án bókunar.

5.3    Breyting á ársskýrslu 2007
Ársskýrsla 2007 var lögð fram í drögum á fundi heilbrigðisnefndar í febrúar 2007.  Bókað var „ Umræða varð um skýrsluna og hún síðan samþykkt“  Í kafla 6.2 er í skýrslunni fjallað um fjárhag og gjaldskrármál og bókað að örlítill rekstarafgangur hafi orðið á árinu 2007.  Nú liggur fyrir að þetta er ekki rétt,  þannig að frkvstj. telur rétt að leiðrétta þennan kafla með vísan til ársreiknings og senda leiðrétta ársskýrslu ásamt ársreikningnum til sveitarfélaga með fundarboði fyrir aðalfund 2008.  Samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:45

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Borghildur Sverrisdóttir           
Árni Kristinsson                
Kristín Ágústsdóttir                
Auður Anna Ingólfsdóttir   
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir    

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search