Fundargerð 14. janúar 2009

81. /17. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn 14. janúar 2009

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson og Benedikt Jóhannsson
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 449
  2. Mönnun og húsnæði 453
    2.1    Umsóknir um auglýsta stöðu heilbrigðisfulltrúa kynntar. 453
    2.2    Húsnæðismál. 453
  3. Starfsáætlanir HAUST fyrir 2009 454
  4. Önnur mál 454
    4.1    Úrskurður stjórnsýslukæru 454
    4.2    Endurskoðun samninga um framsal eftirlits frá UST 454
    4.3    Afleysing og prókúra 454


1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Félag eldri borgara, kt. 510696-2479.  Sundabúð I, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfi/nýtt vegna félagsaðstöðu eldri borgar í Sundabúð I,690 Vopnafjörður. Um er að ræða aðstöðu þar sem eldri borgarar koma saman, föndra,spila og smíða. Ekki er um að ræða sölu á veitingum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 27.11.2008.
b)    HB-Grandi hf., kt. 541185-0389, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir síldar-, loðnu- og hrognavinnslu, Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.  Starfsleyfið er útgefið 02.12.2008.
c)    HB-Grandi hf., kt. 541185-0389, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir bolfiskvinnslu, Hafnarbyggð 7, 690 Vopnafirði.  Starfsleyfið er útgefið 02.12.2008.
d)    RARIK, kt. 520269-2669, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík.  Starfsleyfi fyrir fimm 1120 kW dísilknúnum varaaflstöðvum með meðfylgjandi háspennubúnaði og spennum, á Vopnafirði.  Leyfið er útgefið 03.12.2008.
e)    Elías Másson, kt. 130955-5929, Hrísum 690 Vopnafjörður.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir loðdýrabú, minkarækt, Hrísum Vopnafirði.  Leyfið er útgefið 10.12.2008.
f)    Loðdýrabúið Skálanesi ehf., kt. 550601-3030, Akri, 690 Vopnafjörður.  Endurnýjun starfsleyfi fyrir loðdýrabúi minkarækt, Skálanesi Vopnafirði.  Leyfið er útgefið 10.12.2008.
g)    Félagsbúið Engihlíð, kt. 550190-1419, Akri, 690 Vopnafjörður.  Starfsleyfi fyrir loðdýrabúi, minkarækt, Engihlíð, Vopnafirði.  Leyfið er útgefið 10.12.2008.
700-701 Fljótsdalshérað
h)    Fiskhöllin Egilsstöðum ehf., kt. 560507-1940. Starfsleyfi fyrir matvælavinnslu, Fiskhöllina, v/ Valgerðarstaði í Fellum, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir matvælavinnslu, þ.e. snyrtingu, fullvinnslu og reykingu á fiski og fiskmeti til sölu í stóreldhús og mötuneyti.  Ábyrgðarmaður: Steinar Guðmundsson.  Starfleyfið útgefið 30.11.2008 og gildir til eins árs.    
i)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Starfsleyfi fyrir Hlymsdali, Félagsþjónusta Fljótsdalshéraði að Miðvangi 6, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða starfsleyfi fyrir móttökueldhús og veitingasal með tilfallandi útleigu á sal og dagvistaraðstöðu fyrir aldraða. Leyfi útgefið 1.12.2008
j)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Félagsheimilið Iðavellir, 701 Fljótsdalshérað. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna (ekki samfelld starfsemi). Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000.  Leyfið er gefið út til eins árs. Leyfið útgefið 9.12.2008.
k)    Hjördís Hilmarsdóttir, kt. 190451-4029, Gunnlaugsstaðir, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Valla og Skóga kt. 610105-1490, fyrir þorrablót haldið að Iðavöllum 7-8-.feb. 2009. Um er að ræða þorrablót, áætlaður fjöldi 100 manns. Farið skal eftir viðmiðunarreglum fyrir hlaðborð frá árinu 2006. Leyfið útgefið 11.12.2008. Gildir 7-8. feb. 2009.
l)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Arnhólsstaði, félagsheimili, 701 Fljótsdalshérað. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna (ekki samfelld starfsemi). Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000.  Leyfið er gefið út til eins árs. Leyfið útgefið 16.12.2008.
m)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hjaltalund, félagsheimili, 701 Fljótsdalshérað. Um er að ræða félagsaðstöðu fyrir fullorðna (ekki samfelld starfsemi). Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000.  Leyfið er gefið út til eins árs. Leyfið útgefið 16.12.2008.
n)    Hryðjuverk ehf. kt. 480605-1360, Furuvöllum 8, 700 Egilsstaðir.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir sprengi- og efnisvinnslu jarðefna, Selhöfða Fellum.  Starfsleyfið er útgefið 28.11.2008.
o)    Birkitré sf., kt. 500284-0139, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir trésmíðaverkstæði með lökkun, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.  Starfsleyfið er útgefið 28.11.2008.
p)    Guðmundur Jóh. Guðmundsson, kt. 020766-3609, Hjaltastað, 701 Egilsstaðir.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir vatnsveitu sem þjónar m.a. mjólkurbúi.  Leyfið er útgefið 02.12.2008.
q)    Orkusalan ehf. kt. 560306-1130, Bíldshöfða, 110 Reykjavík.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir Lagarfossvirkjun, vatnsaflsvirkjun með framleiðslugetu  27MV.  Leyfið er útgefið 08.12.2008.
r)    Orkusalan ehf. kt. 560306-1130, Bíldshöfða, 110 Reykjavík.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir Grímsárvirkjun, vatnsaflsvirkjun með framleiðslugetu  2.8MV.  Leyfið er útgefið 08.12.2008.
s)    Sólveig Þórarinsdóttir, kt. 151136-3629, Fljótsbakki, 701 Egilsstaðir.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir vatnsveitu sem þjónar m.a. mjólkurbúi.  Leyfið er útgefið 10.12.2008 og er gildistími þess 2 ár með kröfu um endurbætur við vatnsból.
t)    Guðlaugur Sæbjörnsson, kt. 130660-5179.  Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Fellamanna vegna Þorrablóts í Fjölnotahúsinu í Fellabæ, Smiðjuseli 2, þann 31. janúar 2009.  Leyfi útgefið 30.12.2008.


710 Seyðisfjörður

u)    Brimberg ehf. kt. 611292-2369, hafnargata 47, 710 Seyðisfjörður.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir fiskvinnslu Hafnargötu 47.  Leyfið er útgefið 27.11.2008.
v)    Ó.S. Bílaþjónusta ehf. kt. 430500-2950, Langatanga 9, 710 Seyðisfjörður.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir bifreiðaviðgerðarverkstæði, Langatanga 9.  Leyfið er útgefið 08.12.2008.
w)    Ferðaþjónusta Austurlands ehf. kt. 480596-2939, Öldugata 16, 710 Seyðisfjörður.  Endurútgáfa starfsleyfis fyrir bifreiðaviðgerðarverkstæði, Öldugötu 16.  Leyfið er útgefið 08.12.2008.
720 Borgarfjörður
x)    Guðlaug Stefanía Dvalinsdóttir, kt. 040969-3149, Gilsárvöllum I, 720 Borgarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Hársnyrtistofunnar okkar staðsett í húsnæði Fiskverkunar Kalla Sveins. Um er að ræða hársnyrtistofu með einum hársnyrtistól. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006. Leyfið útgefið 25.11.2008.
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
y)    Klettur-verktakar ehf., kt. 410802-2280.  Framlenging á gildandi starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabústaðar fyrir allt að 16 starfsmenn í 10 herbergjum, auk eldunaraðstöðu og setustofu að Hafnargötu 3, 730, Reyðarfirði. Leyfið framlengt til 31.12.2010.  Útgefið 30.11.2008.
z)    Launafl ehf., kt. 490606-1730.  Yfirtekið starfsleyfi fyrir Rafmagnsverkstæði Árna að Austurvegi 21, 730 Reyðarfjörður.  Leyfi umritað yfir á nýjan starfsleyfishafa með gildistíma til loka júní 2009, enda er stefnt að flutningi starfseminnar þá.  Leyfi útgefið 14.12.2008.
aa)    Launafl ehf., kt. 490606-1730.  Nýtt starfsleyfi fyrir járn- og stálsmiðju sem og fyrir almennt bifreiðaverkstæði að Hrauni 3, 730 Reyðarfjörður.  Starfsleyfi útgefið 14.12.2008.
bb)    Fjarðabyggð,  kt.  470698-2099, Hafnargata 2, 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Félagsmiðstöðina Zveskjan, Austurvegi 1, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir nemendur 7-10 bekkjar grunnskóla. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 23.12.2008
cc)    Fjarðabyggð, kt.  470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðafirði. Starfsleyfi /endurnýjun fyrir Íþróttamiðstöð  á Reyðarfirði þ.m.t., íþróttahús,líkamsræktarstöð,sundlaug, heitan pott og Fjarðabyggðahöllina.  Um er að ræða íþróttahús,sundlaug,heitan pott, líkamsræktarstöð og  íþróttavöll (yfirbyggðan gervigrasvöll). Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006 og fyrir sundlaugar og iðulaugar frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 7.1.2009.
dd)    Stefán B. Ingvarsson, fh. Þorrablótsnefndar á Reyðarfirði, kt. 480102-3550,Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts á Reyðarfirði, haldið í íþróttahúsinu þann 23.1.2009. Veitingar koma frá Bautanum Akureyrir sem er með starfsleyfi á norðurlandi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl. Leyfið útgefið 8.1.2009.
735  Fjarðabyggð – Eskifjörður
ee)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Félagsmiðstöðina Knellan, Strandgötu 47, 735 Eskifirði. Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir nemendur 7-10 bekkjar grunnskóla. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 25.11.2008
ff)    Gylfi Þór Eiðsson, kt. 100939-7899, Túngata 9, 735 Fjarðabyggð. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir litla fiskvinnslu, Hafnargötu 4, 735 Eskifirði. Leyfið útgefið 12.12.2008.
gg)    Guðni Óskarsson, kt. 280941-2399.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir tannlæknastofu Guðna Óskarssonar, Hólsvegi 3a, 735 Eskifjörður.  Starfsleyfi útgefið 23.12.2008.
hh)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Íþróttahúsið Eskifirði, Lambeyrarbraut 14, 735 Eskifirði. Um er að ræða íþróttahús lítið með baðaðstöðu og áhorfendasvæði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006 Leyfið útgefið 23.12.2008
ii)    Fjarðabyggð, kt.  470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðafirði. Starfsleyfi /endurnýjun fyrir sundlaug, líkamsræktarstöð og íþróttavöll á Eskifirði.  Um er að ræða sundlaug, líkamsræktarstöð og  íþróttavöll með sér búningsaðstöðu í sundlaug. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006 og fyrir sundlaugar og iðulaugar frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 7.1.2009.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
jj)    Sveinn Einarsson , kt. 110152-4509, Þiljuvöllum 10, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Dekurstofu Stebbu, Þiljuvöllum 10, 740 Neskaupstað. Um er að ræða sólbaðstofu með tveim ljósabekkjum auk aðstöðu fyrir nudd. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sólbaðstofur frá árinu 2006 og fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 25.11.2008.
kk)    Björgunarsveitin Gerpir, kt. 550579-0499.  Starfsleyfi fyrir áramótabrennur áranna 2008-2011.  Staðsetning brennu: Austan snjóflóðagarða í Neskaupstað, ofan byggðar.  Ábyrgðarmaður brennu: Þorvaldur Einarsson, kt. 280880-5259.  Leyfi útgefið 22.12.2008.
ll)    Fjarðabyggð, kt.  470698-2099, Hafnargata 2, 730 Reyðafirði. Starfsleyfi /endurnýjun fyrir Íþróttavöll, gervigrasvöll í Neskaupstað. Um er að ræða íþróttavöll og búningsaðstöðu í íþróttamiðstöð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006. Leyfið útgefið 7.1.2009.
750 Fjarðabyggð-Fáskrúðsfjörður
mm)    Einar Sigmundsson, kt. 140363-7669.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús að Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði.  Starfsleyfið er gefið út 4.12.2008.
nn)    Einar Gunnarsson, Hlíðargötu 6, 750 Fáskrúðsfjörður kt. 241049-2489 fær starfsleyfi til að starfrækja  Trésmíðaverkstæði við Búðaveg, Fáskrúðsfirði. Um er að ræða rekstur á litlu trésmíðaverkstæði án lökkunar. Starfsleyfi gefið út 29.12.2008.
oo)    Valbjörn Pálsson, Skólavegi 82 a, 750 Fáskrúðsfjörður kt. 040953-2569 fær starfsleyfi til að starfrækja  Trésmíðaverkstæði  að Skólavegi 82 a, Fáskrúðsfirði.  Um er að ræða rekstur á litlu trésmíðaverkstæði án lökkunar. Starfsleyfi gefið út 29.12.2008.
pp)    Þorsteinn Bjarnason, Skólavegi 92 a, 750 Fáskrúðsfjörður kt. 040648-7399 fær starfsleyfi til að starfrækja  Trésmíðaverkstæði við Grímseyri , Fáskrúðsfirði.  Um er að ræða rekstur á litlu trésmíðaverkstæði án lökkunar. Starfsleyfi gefið út 29.12.2008.
755 Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
qq)    Hjónaballsnefnd Stöðvarfirði fær tímabundið starfsleyfi vegna Hjónaballs 2008, um er að ræða framreiðslu veitinga í Íþróttahúsinu á Stöðvarfirði, ábyrgðarmaður Jónas Ólafsson kt. 010862-2649.   Leyfið gildir 27. desember 2008
rr)    Ungmannafélagið Súlan kt. 00381-0199 fær tímabundið starfsleyfi vegna áramótabrennu á Stöðvarfirði. Um er að ræða tímabundið  leyfi fyrir meðalstórri áramótabrennu, leyfið gildir frá 15. desember til 6. janúar yfir hver áramót.  Gildistími til 15.12.2011 Ábyrgðarmaður 2008 er Jóhann Pétur Jóhannsson, kt. . 240168-3679.

760 Breiðdalsvík
ss)    Kristján Beekman, kt. 160448-4079.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús að Brekkuborg, Breiðdalshreppi.  Starfsleyfið er gefið út 4.12.2008.
tt)    Gunnlaugur Ingólfsson, kt. 031173-4859.   Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús að Innri-Kleif,  Breiðdalshreppi.  Starfsleyfið er gefið út 4.12.2008.
765 Djúpivogur
uu)    Óskar Gunnlaugsson, kt. 270538-4529.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús að Berufirði, Djúpavogshreppi.  Starfsleyfið er gefið út 4.12.2008.
vv)    Björgvin Gunnarsson , kt. 181171-4139.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna mjólkurbús að Núpi, Djúpavogshreppi.  Starfsleyfið er gefið út 4.12.2008.
ww)    Ólafur Eggertsson , kt. 081143-2189.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli vatnveitu vegna ferðaþjónustu að Berunesi 1, Djúpavogshreppi.  Starfsleyfið er gefið út 4.12.2008.
780-781 Hornafjörður
xx)    Ferðafélag Austur – Skaftfellinga, kt. 490295-2169.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir fjallaskála, Múlaskála í Lóni ásamt vatnsveitu, snyrtiaðstöðu og fráveitu frá skálunum.  Leyfið útgefið 29.12.2008.
yy)    Guðrún Guðmundsdóttir, kt. 160162-2609, og Magnús Guðjónsson, kt.130863-7449.  Starfsleyfi vegna aðbúnaðar, aðkomu og öryggis gesta og viðskiptavina sem og vegna mengunarvarna í litlum húsdýragarði að Hólmi II Mýrum á Hornafirði.  Leyfið er gefið út 5.1.2009 og gildir til 11.3.2010.

2    Mönnun og húsnæði
2.1    Umsóknir um auglýsta stöðu heilbrigðisfulltrúa kynntar.

Sex aðilar sóttu um stöðuna.  
Í samræmi við ákvörðun á síðasta fundi nefndarinnar funduðu formaður, varaformaður og frkvstj. að loknum umsóknarfresti og fjölluðu um umsóknirnar.
Framkvæmdastjórnin var sammála um að ræða fyrst við Leif Þorkelsson.  Leifur hefur full réttindi, reynslu af að starfa sem heilbrigðisfulltrúi og er auk þess bæði kunnur staðháttum á starfssvæðinu og vinnulagi hjá HAUST.  Leifur hefur ákveðið að þiggja stöðuna.
Heilbrigðisnefnd er samþykk ofangreindu og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Leif á sama grunni og tíðkast hefur.  Nefndin býður Leif velkominn til starfa hjá HAUST á ný.

2.2    Húsnæðismál.
Í samræmi við ákvörðun á seinasta fundi hefur leigusamningum um húsnæði HAUST á Reyðarfirði og Egilsstöðum verið sagt upp, þannig að hvort tveggja losnar um næstu áramót.

3    Starfsáætlanir HAUST fyrir 2009
Skv. venju hafa verið unnar starfs- og sýnatökuáætlanir fyrir árið 2009.  Eftirlitsáætlun og sýnatökuáætlanir vegna matvæla og baðvatnssýna voru sendar með fundarboði til kynningar.

Rætt var um starfsáætlanir og áform um enn meiri samnýtingu ferða í eftirlitsvinnu sem verður t.d. möguleg þegar búið er að gera grunnúttektir og vinna starfsleyfi fyrir litlar neysluvatnsveitur.

Rætt var um skipulagsskyldu lítilla neysluvatnsveitna og að æskilegt sé að skipulagsyfirvöld sveitarfélaganna fái upplýsingar um staðsetningu þeirra.

4    Önnur mál
4.1    Úrskurður stjórnsýslukæru
Úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir hefur úrskurðað í máli hundeigenda gegn HAUST vegna atviks á Seyðisfirði í sumar.  Með úrskurðinum er felld úr gildi sú ákvörðun HAUST að hundur skuli fjarlægður frá Seyðisfirði.  
Það er mat heilbrigðisnefndar að endurskoða þurfi samþykktir sveitarfélaga m.a. m.t.t. þess hve lengi hundar geta verið gestkomandi í sveitarfélögum, þar sem þeir eru ekki skráðir til heimilis.
Frkvstj. stefnir að því að senda sveitarfélögum tillögur að endurskoðuðum gæludýrasamþykktum sem fyrst.  Einnig hafa verið unnar verklagsreglur fyrir gæludýraeftirlitsmenn á vegum sveitarfélganna.


4.2    Endurskoðun samninga um framsal eftirlits frá UST
Með bréfi dags. 16.12.2008 hefur Umhverfisstofnun tilkynnt áform um að endurskoða samninga milli UST og heilbrigðisnefnda um yfirtöku eftirlits.  Stofnunin áformar að ljúka endurskoðun samninganna fyrir 1.9.2009 og að nýir samningar gildi frá og með 1.1.2010.  Heilbrigðisnefndum er boðið að koma á framfæri aths. við áformin fyrir 15.2.2009.

Með bréfinu til Heilbrigðisnefndar Austurlands er átt við endurskoðun tveggja framsalssamninga sem hafa verið í gildi þ.e.

  • Samningi frá apríl 1998 um að HAUST fari með eftirlit með sorpförgun og spilliefnamóttökum á Austurlandi
  • Samningi frá maí 1995 um að HAUST fari með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi.

Heilbrigðisnefnd fagnar því að umræddir samningar um framsal eftirlits verði loks endurskoðaðir og væntir þess að haft verði samráð við forsvarsmenn HAUST í þeirri vinnu.

4.3    Afleysing og prókúra
Frkvstj. fer í 2ja vikna sumarfrí í febrúar.  Júlía verður í fullu starfi á meðan.  Heilbrigðisnefnd samþykkir að Júlía fái prókúru á reikninga HAUST meðan á afleysingu stendur, jafnframt verði prókúra sem Árni Óðinsson hefur haft felld niður, enda er hann ekki lengur starfandi hjá HAUST.

Fundi slitið kl. 9:45

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Borghildur Sverrisdóttir           
Árni Kristinsson                
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search