Auglýsing um mótteknar starfsleyfisumsóknir

Eftirfarandi umsóknir eru mótteknar af Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Hér er eingöngu um að ræða umsóknir fyrir starfsemi sem talin er upp í X. viðauka reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Málsmeðferð þeirra verður í samræmi við gr. 6 í reglugerðinni. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega á vefsíðu Heilbrigðiseftirlitsins þegar hún liggur fyrir og gefst þá tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.

Nafn fyrirtækis Staðsetning starfsstöðvar Starfsemi Umsókn móttekin
Isavia ohf. Vopnafjarðarflugvöllur Rekstur flugvallar án eldsneytisafgreiðslu 8. janúar 2019
Ögmund ehf Hafnarbraut 72 á Höfn Viðgerðaverkstæði fyrir bíla og járnsmíði 10. janúar 2019

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search