Fundargerð 25. mars 2009

82. / 18. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 25.3.2009 kl. 9:00. Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Benedikt Jóhannsson og Guðmundur Ólafsson sem varamaður fyrir Árni Kristinsson.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:
1    Bókuð útgefin starfsleyfi     455
2    Tóbaksöluleyfi    461
3    Samþykktir um gæludýr     461
3.1    Verklagsreglur fyrir gæludýraeftirlitsmenn     461
3.2    Gæludýrsamþykktir til svfél.     461
3.3    Úrskurður stjórnsýslukæru .    462
4    Mengunarvarnir – olía í fráveitu    462
5    Starfsleyfisskilyrði    462
6    Fjármál HAUST     463
6.1    Lagt fram bráðabirgðauppgjör rekstrar ársins 2008    463
6.2    Bréf frá Intrum     463
7    Nýr starfsmaður    463
8    Önnur mál    463
8.1    Tillaga að næstu fundum nefndarinnar:     463
8.2    Fyrirspurn frá AS:     463
8.3    Af vettvangi SHÍ     463
    
Leifur Þorkelsson hefur hafið störf hjá HAUST að nýju.  Heilbrigðisnefnd býður hann velkominn til starfa.

1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Kolbrún Gísladóttir, fh. Þorrablótsnefndar Vopnafjarðar, kt. 710269-5569.. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Miklagarði,  þann 24.1.2009. Matur kemur frá Norðlenska/Kjarnafæði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 15.1.2009.
700-701 Fljótsdalshérað
b)    Freydís Dana Sigurðardóttir fh. Þorrablótsnefndar Skriðdals, kt. 481004-3220. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Arnhólsstöðum,  þann 14.2.2009.  Matur kemur frá Norðlenska/Kjarnafæði og Fiskverkun Kalla Sveins.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 15.1.2009.
c)    Sigvaldi H. Ragnarsson fh. Þorrablótsnefndar Hlíðar-og Jökuldælinga, kt. 290668-3529. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts i íþróttasal Brúarásskóla, þann 6.2.2009. Matur kemur frá Norðlenska og Fiskverkun Kalla Sveins.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 16.1.2009.
d)    Helga Guðmundsdóttir fh. Þorrablótsnefndar Eiða-og Hjaltastaðarþinghár, kt. 090253-2479. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Hjaltalundi,  þann 14.2.2009. Matur kemur frá Norðlenska og Fiskverkun Kalla Sveins.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 20.1.2009.
e)    Fagurhóll ehf. kt.  520303-3320.  Breyting á starfsleyfi vegna sölu á gistingu að Randabergi, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu í fjórum tveggja manna herbergjum með aðgengi að tveim salernum með sturtu og auk þess þrem aðskildum húsum með sameiginlegu salernishúsi. Farið skal eftir starfsreglum um gististaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 20.1.2009
f)    Suncana Slamnig, kt. 080959-5919. Nýtt starfsleyfi vegna tónlistarsumarbúða í Barnaskólanum á Eiðum í júní og júlí árið 2009. Um er að ræða sumarbúðir fyrir ca 15 krakka á aldrinum 10-15 ára eina viku í senn í júní og júlí. Farið skal eftir starfsreglum fyrir heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga 2004, veitingastaði og veitingasölu 2006 og leikskóla og skóla 2006. Leyfið útgefið 28.1.2009 og gildir í sumar.
g)    Kirkjumiðstöð Austurlands, kt. 441185-0659.  Endurnýjun starfsleyfis vegna sumarbúða í Kirkjumiðstöð Austurlands v/Eiðavatn.  Um er að ræða leyfi fyrir sumarbúðir fyrir allt að 40 börn, mötuneyti og námskeiðahald.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga frá 2004. Starfsleyfisskilyrðum fyrir leiksvæði barna með eða án gæslu 2006 og fyrir veitingastaði og veitingasölu 2006.  Leyfið útgefið 29.1.2009.
h)    Bara Snilld ehf., kt. 520906-2070.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir eftirfarandi starfsemi að Lyngás 5-7, 700 Egilsstaðir:  Handvirka bón- og bílaþvottastöð, bifreiðaverkstæði með áherslu á dekkjaviðgerðir og pústþjónustu og í aðstöðunni er einnig lítil skiltagerð. Leyfið er gefið út 1.2.2009 og gildir til 30.6.2009.
i)    Lonneke H-W van Gastel, kt.  131271-2129. Starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfun í húsnæði HSA, Lagarási 17-19, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða aðstöðu til sjúkraþjálfunar, fjögur meðferðaherbergi, stuttbylgjuaðstöðu, herbergi til þjálfunar barna, tvo tækja/meðferðarsali, salerni og tvær sturtur. Starfsmenn verða 2-4. Starfsemi hefst 1.5.2009. Leyfið útgefið 6.2.2009.
j)    Samkaup hf, kt. 571298-3769. Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Samkaup úrval, Egilsstöðum, Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða matvöruverslun með vinnslu í tengslum við brauðbakstur, salatbar, kjötborð og grillun á kjúklingum auk sölu á snyrti-og efnavöru.  Farið skal eftir viðeigandi starfsreglu um matvælafyrirtæki frá árinu 2003, bakstur í verslun, meðhöndlun og matreiðslu á kjúklingum, verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Leyfið útgefið 16.2.2009.
k)    Rúnar Ingi Hjartarson kt. 180769-3079, fh. Þorrablótsnefndar Tungu. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Tungubúð þann 21.2.2009. Matur kemur frá Kjarnafæði og Fiskverkun Kalla Sveins.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 16.2.2009.
l)    Sóknarnefnd Egilsstaðakirkju, kt.  690777-0299.  Endurnýjun starfsleyfis vegna Egilsstaðakirkju og safnaðarheimilis að Hörgsási 1 og 4, 700 Egilsstöðum. Um er að ræða kirkju og safnaðarheimili í einbýlishúsi við sömu götu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2007. Leyfið útgefið 17.2.2009.
m)    Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Leikskólann Tjarnarland, Tjarnarlandi 10, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leikskóla (þrjár deildir) og mötuneyti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006 og starfsreglur fyrir veitingastaði og veitingasölu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 20.2.2009.
n)    Café Nielsen ehf., kt.  500205-0400.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir veitingahúsið Café Nielsen, Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða kaffihús með sæti fyrir 50 gesti innandyra og 50 gesti á palli innan lóðar.  Miðað er við viðmiðunarreglur fyrir veitingastaði frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 13.3.2009.
o)    Bólholt ehf., kt. 711089-1609.  Starfsleyfi fyrir eftirfarandi skólphreinsivirki á Fljótsdalshéraði:
i.    Skólphreinsivirki í Smárahvammi í Fellabæ.  Nýtt starfsleyfi.  Stöðin þjónar íbúðabyggð og iðnaðarstarfsemi í norðurhluta Fellabæjar
ii.    Skólphreinsivirki á Eyvindará II.  Nýtt starfsleyfi.  Stöðin þjónar mannvirkjum á Eyvindará, þ.e.íbúðabyggð, hóteli og sumarhúsum.
iii.    Skólphreinsivirki í Hallormsstað.  Endurskoðað starfsleyfi.  Stöðin þjónar þéttbýlinu í Hallormsstað.
iv.    Skólphreinsivirki við Melshorn (Votahvamm) á Egilsstöðum.  Endurskoðað starfsleyfi.  Stöðin þjónar Tjarnarbraut, menntaskóla Blokkum og suður hluta Túna, Safnastofnun, Valaskjálf og Votahvammi.
v.    Skólphreinsivirki við Mánatröð á Egilsstöðum.  Endurskoðað leyfi. Stöðin þjónar íbúahverfunum Ranavaði, Árskógum, norðurhluta Túna og Bláskógum.
vi.    Skólphreinsivirki í Einbúablá á Egilsstöðum.  Endurskoðað starfsleyfi.  Stöðin þjónar fráveitu frá íbúabyggð í Einbúablá, Selbrekku og hluta af fráveitu frá iðnaðarhverfinu á Ásum. 
Leyfin eru öll útgefin 21.3.2009.
701 Fljótsdalshreppur
p)    Jóhann F. Þórhallsson, fh. Þorrablótsnefndar Fljótsdalshrepps, kt. 150462-5769. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Félagsheimilinu Végarði þann 30.1.2009.  Sveinn Jóhannsson matreiðslumaður sér um veitingarnar.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 14.1.2009.
q)    Sóknarnefnd Valþjófsstaðarsóknar, kt. 670269-1169. Starfsleyfi fyrir Valþjófsstaðakirkju og salerni.  Um er að ræða kirkju með salernisaðstöðu.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús eftir því sem við á frá árinu 2007.  Leyfið útgefið 15.1.2009.
710 Seyðisfjörður
r)    Adolf Guðmundsson, kt. 190554-7599, fh. Þorrablótsnefndar Seyðfirðinga, kt. 680394-2109.  Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts i íþróttahúsi Seyðisfjarðar, þann 6.2.2009.  Matur kemur frá Bautanum á Akureyri og Fiskverkun Kalla Sveins.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 15.1.2009.
s)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt.  410169-4369.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Vínbúðina Seyðisfirði.  Um er að ræða starfsleyfi vegna sölu á áfengi.  Farið skal eftir lögum um matvæli eftir því sem við á. Leyfið útgefið 16.1.2009.
t)    Samkaup hf, kt. 571298-3769. Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Samkaup strax, Vesturvegi 1, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða matvöruverslun með lítilsháttar vinnslu í tengslum við brauðbakstur og salatbar auk sölu á snyrti-og efnavöru.  Farið skal eftir viðeigandi starfsreglum um matvælafyrirtæki frá árinu 2003, bakstur í verslun, verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur.  Leyfið útgefið 17.2.2009.
u)    Stefanía Stefánsdóttir, kt.  140763-4549.  Nýtt starfsleyfi vegna grásleppuvinnslu (hrognavinnslu) að Ránargötu 15, 710 Seyðisfirði.  Um er að ræða hrognavinnslu, einn bátur leggur uppi 50 daga pr. ár.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfssemi skv. auglýsingu nr. 582/2000 og starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur frá 2006. Leyfið útgefið 17.2.2009
720 Borgarfjörður
v)    Samkaup hf, kt. 571298-3769.  Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Krambúð Borgarfirði eystri, Bakkaeyri, 720 Borgarfjörður.  Um er að ræða matvöruverslun með lítilsháttar vinnslu í tengslum við brauðbakstur, auk sölu á snyrti-og efnavöru. Farið skal eftir starfsreglum um matvælafyrirtæki frá árinu 2003, reglum um bakstur í verslun, verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur.  Leyfið útgefið 22.2.2009.
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
w)    Sjávarklettur ehf.  kt. 441007-0350.  Starfsleyfi vegna eigendaskipta. Starfsleyfi sem áður var skráð á Klettur-verktakar ehf., kt. 410802-2280 fært yfir á Sjávarklett ehf. skv. ósk rekstaraðila..  Einnig framlenging á gildandi starfsleyfi vegna reksturs starfsmannabústaða fyrir allt að 16 starfsmenn í 10 herbergjum, auk eldunaraðstöðu og setustofu að Hafnargötu 3, 730, Reyðarfirði.  Leyfið framlengt til 31.12.2010.  Útgefið 30.11.2008.
x)    Gámaþjónusta Austurlands–Sjónarás ehf., kt. 670502-3680.  Breyting á starfsleyfi fyrir flutning, geymslu og flokkun á úrgangi.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir flutning úrgangs í þar til gerðum ílátum og/eða bifreiðum, bæði framleiðsluúrgang og heimilisúrgang, flutning á litlu magni (1-2 tonn á hámarki) af spilliefnum milli álverslóðar og starfsstöðvar fyrirtækisins að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði í bifreið sem ekki er sérútbúin sem og geymslu og flokkun á grófum úrgangi svo sem timbri og málmum að Hrauni 7 og 9.  Leyfi útgefið 29.1.2009.
y)    Gámaþjónusta Austurlands–Sjónarás ehf., kt. 670502-3680. Starfsleyfi fyrir geymslu og flokkun á forflokkuðum tegundum úrgangs að Hafnargötu 6, 730 Reyðarfjörður.  Einnig geymslu á litlu magni af spilliefnum í þar til gerðum spilliefnagámi með lekabyttu í gólfi.  Ætíð er um að ræða skammtímageymslu úrgangsflokka og frágang á þeim til flutnings og endurvinnslu, endurnýtingar eða förgunar.  Leyfi útgefið 29.1.2009.
z)    HF Eimskipafélag Íslands, kt.  660288-1049.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir HF Eimskipafélag Íslands, Hafnargötu 5, 730 Reyðafirði.  Um er að ræða flutningafyrirtæki og vöruafgreiðslu.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir flutningastöðvar frá árinu 2003. Leyfið útgefið 3.2.2009.
aa)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa hús að Öldugötu 1 á Reyðarfirði og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Ábyrgðarmaður: Þórhallur Jónasson, kt. 090647-2299.  Leyfi útgefið 5.2.2009.
bb)    Sigurður Jensson, kt. 290966-5589.  Tímabundið starfsleyfi fyrir markaðssölu á matvælum o.fl. í Fjarðaportinu, nytjamarkaður og umboðssala í Fjarðabyggð, Óseyri 1, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða tímabundið starfsleyfi fyrir markaðssölu skv. fyrirmynd frá Kolaportinu og Góða hirðinum í Reykjavík.  Leyfið nær til ábyrgðar á sölu á matvælum og öðrum starfsleyfisskyldum varningi og rekstri á einföldu kaffihúsi.  Leyfið útgefið 27.2.2009 og gildir til loka ágúst 2009.    
cc)     Alcoa Fjarðaál sf. kt. 520303-4210.  Starfsleyfi fyrir geymsluskemmu að Ægisgötu 6, (skemma BM Vallá).  Um er að ræða aðstöðu til geymslu á þurru raflausnarefni (Na3AlF6) sem fellur til við framleiðslu í skautsmiðju í álveri Alcoa-Fjarðaáls.  Heimilt er að geyma allt að 1.500 tonn af efninu í stórsekkjum.  Leyfið er gefið út til tveggja ára þann 24.3.2009.
735  Fjarðabyggð – Eskifjörður
dd)    Páll Snorrason, kt. 130376-4799, fh. Þorrablótsnefndar Eskifjarðar, kt. 530195-2959. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts á Eskifirði, haldið í Félagsheimilinu Valhöll þann 24.1.2009. Veitingar koma frá Kjarnafæði.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl.  Leyfið útgefið 14.1.2009.
ee)    Lydia ehf. kt. 410708-1590.  Endurnýjun starfsleyfis vegna Lydia, hársnyrtistofa-og gjafavöruverslun, Strandgötu 46c, 735 Eskifjörður.  Um er að ræða hársnyrtistofu með sex hársnyrtistólum og tveim háþvottavöskumr auk sölu á snyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 15.1.2009
ff)    Samkaup hf, kt. 571298-3769. Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Samkaup strax, Strandgötu 50, 735 Eskifjörður. Um er að ræða matvöruverslun með lítilsháttar vinnslu í tengslum við brauðbakstur og salatbar auk sölu á snyrti-og efnavöru.  Farið skal eftir viðeigandi starfsreglum um matvælafyrirtæki frá árinu 2003, bakstur í verslun, verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur.  Leyfið útgefið 19.2.2009.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
gg)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Endurnýjun starfsleyfis vegna Nesskóla, grunnskóla í Neskaupstað.  Um er að ræða grunnskóla, tónlistarskóla, móttökueldhús, leiksvæði og leiktæki á lóð skólans.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006 og veitingahús og veitingasölu eftir því sem við á frá árinu 2006.  Leyfið útgefið 3.2.2009
hh)    Samkaup hf, kt. 571298-3769, Hafnargötu 62, 230 Keflavík. Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Samkaup úrval, Neskaupstað, Hafnarbraut 13, 740 Neskaupstað. Um er að ræða matvöruverslun með vinnslu í tengslum við brauðbakstur, salatbar, kjötborð og grillun á kjúklingum auk sölu á snyrti-og efnavöru. Farið skal eftir viðeigandi starfsreglum um matvælafyrirtæki frá árinu 2003, bakstur í verslun, meðhöndlun og matreiðslu á kjúklingum, verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur.  Leyfið útgefið 18.2.2009.
ii)    Áshildur Sigurðardóttir, kt. 150652-2439, Valsmýri 3, 740 Neskaupstaður.  Starfsleyfi til að framleiða “sveitabakkelsi” (kleinur, parta) í heimahúsi og sölu á því í Fjarðaportinu.  Leyfi útgefið 27.2.2009.
jj)    Frú LúLú ehf., kt. 700902-2260.  Starfsleyfi fyrir veitingastarfsemi í Frú LúLú, Egilsbraut 19, 740 Neskaupstaður.  Um er að ræða leyfi fyrir fullbúnum veitingastað með allt að 50 manns í sæti í veitingasal.  Ábyrgðarmaður: Hákon Guðröðarson, kt. 161187-8569.  Leyfi útgefið 4.3.2009
kk)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Tímabundin starfsleyfi vegna niðurrifs eftirfarandi mannvirkja:
i.    íbúðarhús að Standgötu 29 á Eskifirði og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.
ii.    íbúðarhúsið Framnes (landnr. 158196) og íbúðarhús, geymslu, fjós og  haughús að Hólmum (landnr. 158198), hvort tveggja í Reyðarfirði.  Heimildin nær til niðurrifs og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Einnig er samþykkt af hálfu heilbrigðisnefndar að slökkvilið Fjarðabyggðar nýti húsið að Hólmum til æfinga með því að brenna það áður en niðurrif og frágangur fer fram. Ábyrgðarmarður er Jóhann Eðvald Benediktsson, kt. 470698-2099.  Leyfin útgefin 4.3.2009.
ll)    Björgunarsveitin Gerpir, kt. 550579-0499. Tímabundið starfsleyfi vegna  flugeldasýninga í Oddskarði á laugardagskvöldi fyrir páska. Leyfi útgefið 13.3.2009.
750 Fjarðabyggð-Fáskrúðsfjörður
mm)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir: Vínbúðin Fáskrúðsfirði, Skólavegi 59, 750 Fáskrúðsfjörður. Útgáfudagur leyfis:21. janúar  2009.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á áfengi.  Gildir til: 20. janúar  2021.
nn)    Samkaup hf., kt. 571298-3769.  Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Samkaup strax Fáskrúðsfirði, Skólavegi 59, 750 Fáskrúðsfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir matvöruverslun með brauðbakstri (bake-off) og salatbar, auk sölu á snyrti- og efnavöru.  Útgáfudagur starfsleyfis er 18. febrúar 2009, gildir til 18. febrúar 2021.
oo)    Dagmar Jóhannesdóttir, kt. 180571-5159 f.h. Skjálfta ehf, kt. 460508-2150  fær tímabundið starfsleyfi vegna  framreiðslu á matvælum (veisluþjónustu) í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði á milli kl. 19:00 og 04:00, leyfið gildir tímabundið, dagana 14. til 15.  mars 2009 og 21. til 22. mars 2009 vegna árshátíðar Alcoa-Fjarðaáls. Leyfði gildir uppgefna daga.
765 Djúpivogur
pp)    Samkaup hf., kt. 571298-3769.  Starfsleyfi vegna eigendaskipta fyrir Samkaup strax Djúpavogi,  Búlandi 1, 765 Djúpivogur.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir matvöruverslun með brauðbakstri (bake-off) og salatbar, auk sölu á snyrti- og efnavöru.  Útgáfudagur starfsleyfis er 18. febrúar 2009.
780-781 Hornafjörður
qq)    Raf–Horn ehf, kt. 641003-2980.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir rafmagnsverksstæði að Kirkjubraut 23, 780 Hornafirði.  Leyfið útgefið 14.01.2009
rr)    Anna Antonsdóttir, kt. 260271-3429, fh. Þorrablótsnefndar Hornafjarðar, kt 690110-2460.  Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts á Hornafirði, haldið í Íþróttahúsi Heppuskóla.  Veitingar koma frá Hótel Höfn.  Fara skal eftir starfsreglum fyrir hlaðborð o.fl. Leyfið útgefið 15.1.2009.
ss)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Vínbúðina á Höfn Hornafirði.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á áfengi. Farið skal eftir reglum um meðferð matvæla eftir því sem við á.  Leyfið útgefið 16.1.2009.
tt)    Jóna Margrét Jónsdóttir, kt, 240981-5999.  . Starfsleyfi fyrir hársnyrtistofu að Vesturbraut 7, 780 Hornafirði. Farið skal eftir starfleyfisskylirðum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006.  Leyfið er útgefið 21.1.2009.
uu)    Efnalaug Dóru, kt, 490997-2459.  Endurnýjun stafsleyfis fyrir Efnalaug Dóru að Hafnarbraut 34, 780 Hornafirði . Farið skal eftir starfleyfisreglum HAUST fyrir efnalaugar frá 1998.  Leyfið er útgefið þann 28.1.2009.
vv)    Jökulsárlón ehf., kt. 430699-2299.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir söluskála með léttum veitingum, kaffiveitingum og sælgætissölu, viðhalds- og þjónustuaðstöðu fyrir báta og tæki til siglinga á Lóninu sem og einkavatnsveitu sem þjónar starfseminni, allt við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.  Ábyrgðarmaður er Einar Björn Einarsson, kt. 221165-3739.  Leyfið útgefið 1.2.2009.
ww)    Matís ohf., kt. 670906-0190.  Starfsleyfi fyrir Matarsmiðja Matís að Álaleiru 1, 780 Höfn.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir  aðstöðu til tilraunaframleiðslu á ýmsum tegundum matvæla og aðstöðu sem smáframleiðendur matvæla geta leigt tímabundið til framleiðslu og frágangs á sinni vöru.  Ábyrgðarmaður: Guðmundur Gunnarsson, kt. 270274-3669. Leyfi útgefið 5.2.2009.    
xx)    Sigurður Guðjónsson, kt. 250648-4219.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir meindýraeyðingu og eftirlit.  Leyfið útgefið 11.2.2009.
yy)    Ránarslóð ehf., kt. 620405-0270.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Gistiheimilið Hvamm, Ránarslóð 2, 780 Hornafirði.  Leyfið útgefið 11. 2.2009.  
zz)    Ránarslóð ehf., kt. 620405-0270.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Gistiheimilið Hvamm að Hvannabraut 3-5, 780 Hornafirði.  Leyfið útgefið 11.2.2009.
aaa)    Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir félagsheimilið Mánagarð í Nesjum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimil frá árinu 2000. Um er að ræða leyfi fyrir félagsheimili þar sem fram fara leiksýningar, fundir, samkomur, veislur og dansleikir. Ekki er um að ræða heimild til veitingasölu.  Leyfið útgefið 10.3.2009.
bbb)    Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir íþróttahús í Mánagarði.  Um er að ræða leyfi fyrir íþróttasal og búningsaðstöðu.  Leyfið er útgefið 10.3.2009.
ccc)    Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurnýjun á stafsleyfi fyrir íþróttahús Heppuskóla.  Um er að ræða leyfi fyrir íþróttasal með búningsaðstöðu og áhorendasvæði.  Leyfið er útgefið 10.3.2009.
ddd)    Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Endurnýjun á stafsleyfi fyrir félagsmiðstöðina Þrykkjuna, Hafnarbraut 40. Um er að ræða leyfi fyrir félagsmiðstöð fyrir börn og ungmenni. Ekki er um að ræða heimild til veitingasölu.  Leyfið útgefið 10.3.2009.
eee)    Hafnarsókn, kt. 590169-7309.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Hafnarkirkju og safnaðarheimili með móttökueldhúsi.  Ekki er um að ræða heimild til veitingasölu í aðstöðunni.  Leyfið er útgefið 10.3.2009.
fff)    Miðskersbúið ehf., kt. 671206-1420. Starfsleyfi . fyrir endurvinnslu fiskúrgangs á Miðskeri.  Um er að ræða leyfi til að nýta hakkaðan fiskúrgangi frá fiskvinnslufyrirtækjum á Höfn sem áburð í landbúnaði.  Leyfið er gefið út til tveggja ára í tilraunaskyni.  Ábyrgðarmaður er Sævar Kristinn Jónsson, kt. 080642-261.  Leyfið útgefið 21.3.2009.

2    Tóbaksöluleyfi
700 Fljótsdalshérað
a)    Samkaup hf., kt. 571298-3769.  Tóbaksöluleyfi í Samkaup úrval, Egilsstöðum, Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Leyfið útgefið 12.2.2009
b)    N1 hf., kt. 540206-2010, Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur. Tóbakssöluleyfi í N1 hf., Kaupvangi 4, 700 Egilsstaðir. Leyfið útgefið 20.2.2009.
710 Seyðisfjörður
c)    Samkaup hf., kt. 571298-3769.  Tóbaksöluleyfi í Samkaup strax, Vesturvegi 1, 710 Seyðisfjörður. Leyfið útgefið 13.2.2009
720 Borgarfjörður
d)    Samkaup hf., kt. 571298-3769. Tóbaksöluleyfi í Krambúð Borgarfirði eystri, Bakkaeyri, 720 Borgarfjörður. Leyfið útgefið 16.2.2009
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
e)    Samkaup hf., kt. 571298-3769.  Tóbaksöluleyfi í Samkaup Úrval, Hafnarbraut 13, 740 Neskaupstað. Leyfið útgefið 13.2.2009
735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
f)    Samkaup hf. kt. 571298-3769.  Tóbaksöluleyfi í Samkaup strax, Strandgötu 50, 735 Eskifjörður. Leyfið útgefið 16.2.2009
750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
g)   Samkaup hf, kt. 571298-3769.  Tóbakssöluleyfi í  Samkaup strax, Skólavegi 59, 750 Fáskrúðsfjörður.  Ábyrgðarmaður:  Sturla G. Eðvarðsson, kt.  161064-4329
765 Djúpivogur
h)    Samkaup hf, kt. 571298-3769.  Tóbakssöluleyfi í Samkaup strax, Búlandi 1, 765 Djúpivogur Ábyrgðarmaður:  Sturla G. Eðvarðsson, kt.  161064-4329

3    Samþykktir um gæludýr
3.1    Verklagsreglur fyrir gæludýraeftirlitsmenn
Lögð voru fram tillögur að verklagsreglum fyrir gæludýraeftirlitsmenn á Austurlandi og samskipti við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.  Tillögurnar lítillega ræddar og tilurð þeirra skýrð.
 Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lagðar tillögur að verklagsreglum.

3.2    Gæludýrsamþykktir til svfél.
Þann 5.2.2009 sendi HAUST svfél á Austurlandi drög að samþykktum um hunda- og kattahald.  Bréf fylgdi þar sem óskað var eftir að drögunum yrði vísað til viðeigandi nefnda innan sveitarfélagsins og með tilmælum um að samþykktirnar verði teknar upp eða a.m.k. íhugað að gera það.  3 sveitarfélög hafa svo HAUST sé kunnugt um unnið með þessi drög, en ekkert svfél. hefur formlega gengið frá málinu eftir því sem við best vitum.  Æskilegast væri að öll svfél á Austurlandi gætu sameinast um svona samþykktir, þá gæti HAUST auglýst þetta fyrir allt svæðið samstætt sem hefur í för með sér sparnað fyrir aðila.  
Drög að gæludýrasamþykktunum lögð fram og rædd lítillega.
Heilbrigðisnefnd hvetur svfél til að samþykkja umrædd drög þannig unnt sé að samþykkja þau samræmt fyrir allt Austurlandið.   

3.3    Úrskurður stjórnsýslukæru.
Kynntur var úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir í máli Hauks Þórs Smárasonar gegn HAUST.  Málið rætt lítillega án bókunar.

4    Mengunarvarnir – olía í fráveitu
Þar sem unnið er með olíu (bensínstöðvar, verkstæði o.þ.h.) er skylt að setja niður olíuskiljur til að hindra að olía berist í fráveitu og/eða umhverfi.  Skv. leiðbeiningum UST á að velja olíuskiljur þannig að innan við 15 ppm flæði frá þeim.  Nánast öll fyrirtæki sem þessi krafa nær til eru komin með olíuskiljur og það er trú heilbrigðisfulltrúa að skiljurnar séu þjónustaðar nokkuð vel.  Samt eru of mörg dæmi þess að olía berist í fráveitur.  Kostnaður af hreinsun í brunnum og fráveitukerfum getur orðið verulegur.
Eftirfarnandi grein er í 1. viðauka reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp:
C. Iðnaðarskólp.
Iðnaðarskólp sem veitt er í safnræsi og til skólphreinsistöðva fyrir þéttbýli skal forhreinsað. Markmiðið skal vera að:
•    vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
•    tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
•    tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
•    tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar þessarar,
•    tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.

Á grunni ofangreindrar reglugerðar var lögð fram tillaga um að í öllum starfsleyfum sem HAUST gefur út og/eða endurskoðar verði sett inn ákvæði um að með sýnatöku á fráveituvatni frá olíuskilju skuli rekstaraðilar olíuskilja sýna fram á að frárennslisvatn innihaldi minna en 15 ppm af olíu.
Heilbrigðisnefnd samþykkir ofangreinda tillögu.  

5    Starfsleyfisskilyrði
Starfsleyfisskilyrði HAUST fyrir bensínstöðvar hafa verið lítt breytt frá árinu 1997.  Ekki eru til samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir þessa starfsemi frá samstarfshópi UST og HES. Starfsmenn HAUST hafa borið starfsleyfisskilyrðin saman við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og saman við starfsleyfisskilyrði sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur uppfært.  
Lögð var fram tillaga um að starfsleyfisskilyrði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra vegna mengunarvarna á bensínstöðvum verði samþykkt og látin gilda fyrir bensínstöðvar á Austurlandi hér eftir.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að fram lögð starfsleyfisskilyrði verði látin gilda á Austurlandi.

6    Fjármál HAUST
6.1    Lagt fram bráðabirgðauppgjör rekstrar ársins 2008
Gögnin fylgja sem viðhengi.  Niðurstöðutölur frá rekstri eru:
 Rekstrartekjur:
 40,893 þús.
 (áætlun var    39,287 þús.)
 Rekstargjöld: 
 43,250 þús.
 (áætlun var    39,642 þús.)
 Tap á árinu:    2,051 þús.    
(áætlun var         355 þús.)

Fram kom fyrirspurn um mismun á áætlun og rauntöku vegna sérfræðikostnaðar.  HHr svaraði, munurinn liggur í kostnaði við heildarúttektir (rannsóknir) á neysluvatnsveitum, sem ekki var gert ráð fyrir að á fjárhagsáætlun.

6.2    Bréf frá Intrum
Kynnt var bréf dags. 4.2.2009 um breytingu á lagaumhverfi innheimtu vanskilakrafna.  Nokkrar umræður urðu um verklag innheimtu gjalda sem HAUST innheimtir beint.  
Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsmenn endurskoði innheimtuferli. 

7    Nýr starfsmaður
Ráðningarsamningur milli HAUST og Leifs Þorkelssonar lagður fram til staðfestingar og óskað eftir að Heilbrigðisnefnd samþykki að Leifur fái prókúru á bankareikninga HAUST og einnig netaðgang að reikningum HAUST, enda er hann ráðinn sem staðgengill frkvstj.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ráðningarsamninginn og samþykkir að Leifur fái prókúru á reikninga HAUST.

8    Önnur mál
8.1    Tillaga að næstu fundum nefndarinnar:
Samþykkt að miða að eftirfarandi fundaplani:
  • Snertifundur 13.5. miðvikudag.  Fara þá eitthvað í skoðunarferð og snæða saman kvöldverð.
  • 24.6. miðvikudagur, símfundur
  • sumarfrí í júlí og ágúst.  
  • símfundur miðvikudaginn 2.9.
8.2    Fyrirspurn frá AS:
AS spurði um þvottaplön og skyldur fyrirtækja varðandi viðskilnað á lóðum.  HHr. Svaraði fyrirspurninni. 
 
8.3    Af vettvangi SHÍ
VOH kynnti að hann mun sækja ársfund Umhverfisstofnunar föstudaginn 27.3. og þann dag mun stjórn SHÍ einnig funda.  

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 9:55

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Borghildur Sverrisdóttir           
Guðmundur Ólafsson  
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir 
Leifur Þorkelsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search