Fundargerð 24. júní 2009

84. / 20. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 24.6.2009 kl. 9:00 Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Björn Emil Traustason, Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson og Benedikt Jóhannsson
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:
  1. Bókuð útgefin starfsleyfi     470
  2. Tóbaksöluleyfi     474
  3. Húsnæðismál og fjárhagsleg staða     474
    3.1    Húsnæði     474
    3.2    Fjárhagsleg staða í lok maí 2009     474
    3.2.1    Drög að ársreikningi     474
    3.2.2    Staða rekstrar í lok maí     474
  4. Málefni einstakra fyrirtækja o.þ.h.     475
    4.1    Starfsleyfisumsókn hafnað     475
    4.2    Gámavöllur á Egilsstöðum    475
    4.3    Erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 4.6.2009.     475
    4.4    Urðun á færibandagúmmíi í Tjarnarlandi     476
    4.5    Bólholt hf.  Umsókn um hreinsivirki fyrir fráveitu á álverslóð.     476
    4.6    JB Verk     476
  5. Önnur mál     476
    5.1    Gæludýraeftirlit     476
    5.2    Sorpmál á Djúpavogi    476
    5.3    Frágangur á framkvæmdasvæðum     477
    5.4    Næsti fundur     477

    
1    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Þórhildur Sigurðardóttir, kt.  010169-3809.  Endurnýjun starfsleyfis vegna Hársnyrtistofu Þórhildar, Steinholti 7, 690 Vopnafirði. Um er að ræða leyfi fyrir hársnyrtistól og lítilsháttar sölu á snyrtivörum.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur og skylda starfssemi frá árinu 2006. Leyfið útgefið 4.6.2006.
b)    Sláturfélag Vopnfirðinga hf.,  kt. 590989-2159, breyting á starfsleyfi til að starfrækja gististað auk starfsmannabústaðar í húsnæði Sláturfélags Vopnfirðinga Kolbeinsgötu 11, 690 Vopnafjörður, þ.e. að selja gistingu með aðgengi að heimiliseldhúsi til hópa á þeim tíma sem aðstaðan er ekki notuð sem starfsmannabústaður.  Leyfi útgefið 23.6.2009.
                   
700-701 Fljótsdalshérað
c)    Íslenska Kristskirkjan, Eyjólfsstöðum á Héraði, kt. 431097-2739.  Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu að Eyjólfsstöðum 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi endurnýjað 25.5.2009
d)    Sigfús Ingi Víkingsson kt. 121174-3839, Skógargerði, 701 Egilsstaðir. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Skógargerði og sölu á gistingu í tveim sumarhúsum, að Skógargerði, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða tvö sumarhús sem hvort um sig hýsir 4-5 manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiskála frá árinu 2006. Leyfin útgefið 25 og 26.5. 2009.
e)    Hafdís Erla Bogadóttir, kt.  240365-5109, Skógarseli 13b, 700 Egilsstaðir. Breyting á starfsleyfi vegna reksturs Ekkjufell-veitingastofa í Golfskálanum Ekkjufelli, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða veitingastað með fullbúnu eldhúsi og matsal fyrir allt að 70 manns í sæti. Almenningssalerni eru á neðri hæð hússins og verða samnýtt með gestum golfvallar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingastaði frá árinu 2006 og starfsreglum fyrir almenningasalerni. Leyfið útgefið 26.5.2009.
f)    Fljótsdalshérað, kt.  481004-3220.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir Fellaskóla, tónlistarskóla og móttökueldhús, Einhleypingi, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða grunnskóla fyrir u.þ.b. 110 nem., tónlistarskóla og móttökueldhús. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla, fyrir leiksvæði með eða án gæslu og fyrir móttökueldhús. Leyfið útgefið 27.5.2009.
g)    Bólholt ehf., kt. 711089-1609.  Endurnýjun starfleyfis fyrir flutning spilliefna með dælubifreiðum, söfnun og flutning á sérstökum úrgangi og seyru og viðgerðaaðstöðu fyrir eigin tæki og vélar að Lagarbraut 4 í Fellum.  Ábyrgðarmaður er Óskar Vignir Bjarnason, kt. 111058-2299.  Leyfi útgefið 6.6.2009
h)    Grái hundurinn ehf., kt. 540605-1490, Hjalla, 701 Egilsstaðir. Breyting á starfsleyfi fyrir rekstur sundlaugar að Hallormsstað yfir sumarmánuðina. Um er að ræða litla sundlaug ásamt búningsaðstöðu auk lítilsháttar sölu á innpökkuðu sælgæti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sund-og baðstaði frá árinu 2006, starfsreglum fyrir söluskála A (eingöngu innpakkað sælgæti) og kröfum sem koma fram í fylgibréfi með starfsleyfi. Leyfið útgefið 16.6.2009 og gildir til 31. ágúst 2009.
i)    Grái Hundurinn ehf., kt. 540605-1490.  Starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum, Hótel Hallormsstaður, Hallormsstað, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í Hallormsstaðaskóla í allt að 14 tveggja manna hótelherbergjum og veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 90 gesti í sæti og sölu á gistingu í hótelálmu, Hallormi, fyrir sölu á gistingu í allt að 21 tveggja manna hótelherbergjum.  Ábyrgðarmaður: Þurý Bára Birgisdóttir, kt. 240170-5909..  Leyfi útgefið 22.6.2009
j)    Friðjón Þórarinsson kt. 120858-7699, Flúðum, 701 Egilsstaðir.  Starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu og sölu á gistingu að Flúðum í Hróarstungu.  Um er að ræða sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti í tveimur sumarhúsum auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni.  Leyfi útgefið 22.6.2009.

710 Seyðisfjörður
k)    Emil Tómasson ehf., kt. 590299-3679.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir söfnun og flutning úrgangs, annars en spilliefna.  Ábyrðarmaður Emil Tómasson, kt. 100859-4599, Botnahlíð 31, 710 Seyðisfjörður.  Starfsleyfi útgefið 14.5.2009.
l)    Kolbeinn Agnarsson, kt.  190751-3519, Miðtúni 8, 710 Seyðisfirði. Starfleyfi fyrir sölu á gistingu að Austurvegi 17 innri endi efri hæð (Pöntun). Um er að ræða sölu á gistingu í íbúð með þrem herbergjum samtals fyrir allt að 8 manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 28.5.2009
m)    Skálanessetur ehf., kt.  560606-2490.  Breytt og endurnýjað starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu og ferðaþjónustu að Skálanesi við sunnanverðan Seyðisfjörð.  Um er að ræða leyfi vegna sölu á gistingu fyrir allt að 16 manns í 4 herbergjum, sölu á morgunverði til næturgesta og heitum máltíðum fyrir allt að 16 manna hópa næturgesta, einnig rekstur á heitum potti og saunaklefa.  Ábyrgðarmaður er Ólafur Pétursson. Leyfi útgefið 15.5.2009. 

720 Borgarfjörður
n)    Já sæll ehf., kt. 580509-1690.  Starfsleyfi fyrir veitingarekstur og samkomustað í Fjarðarborg, 720 Borgarfjörður, þó aðeins yfir sumartímann.  Um er að ræða fullbúinn veitingastað með sæti fyrir allt að 100 gesti í samkomusal, sem einnig er veitingasalur.  Einnig er heimilt að bera fram veitingar á útipalli,.   Ábyrgðarmaður er Skúli Sveinsson, kt. 220162-5329.  Leyfi útgefið 1.6.2009.
o)    Fiskverkun Kalla Sveins ehf., kt. 510602-2340 Starfsleyfi fyrir veitingarekstur í Álfacafé, Iðngörðum 720 Borgarfjörður. Um er að ræða veitingastofu með veitingasal fyrir allt að 24 gesti.  Tímabundin heimild til eins árs er veitt að taka á móti allt að 40 manna hópum sem panta fyrirfram. Leyfið gildir einnig fyrir sölu á tilbúnum fiskréttum framleiddum í viðurkenndri fiskvinnslu og pökkuðum í neytendaumbúðir. Ábyrgðarmaður er Karl Sveinsson, kt. 090456-5479. Leyfi útgefið 3.6.2009.

715 Fjarðabyggð - Mjóifjörður
p)    Tó hf., kt.410908-1820.  Nýtt starfsleyfi fyrir fiskeldi. Um er að ræða leyfi fyrir eldi á þorski og laxi í 4 eldiskvíum. Kvíarnar eru staðsettar innan hafnargarðs, neðan Brekku í Mjóafirði. Heimilt er að framleiða allt að 175 tonn af þorski og 25 tonn af laxi árlega. Leyfi útgefið 19.5.2009.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
q)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369, Pósthólf 10120, Reykjavík. Starfsleyfi endurnýjun fyrir Vínbúð, Molanum, Hafnargata 2,  Reyðarfirði. Endurnýjun starfsleyfis fyrir sölu á áfengi í versluninni. Farið skal eftir lögum um matvæli eftir því sem við á. Leyfið útgefið 11.6.2009.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
r)    Rafmagnsverkstæði Andrésar ehf., kt. 601202-2470, Fífubarið 10, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir fjórar Hótelíbúðir, samtals fyrir allt að 16 manns að Strandgötu 26 e.h. 735 Eskifirði. Farið  skal eftir starfsreglum fyrir gististaði frá árinu 2006 m.s.br. Leyfið útgefið 6.6.2009
s)    Mjóeyri ehf., kt. 680502-2930, Strandgötu 120, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi fyrir veitingasölu til hópa á vegum rekstraraðila í Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Leyfi útgefið 18.6.2009.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
t)    Trölli ehf. kt. 500398-2219, Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu við safnahúsið í Neskaupstað. Um er að ræða leyfi til sölu á drykkjum í einnota umbúðum.  Leyfið gildir frá kl 21:00 7. júní til 02:00 8. júní. Leyfi útgefið 4. júní
u)    Þórður Júlíusson kt. 160950-4479, Skorrastað 4, 740 Neskaupstað.  Starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu og sölu á gistingu að Skorrastað. Um er að ræða sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti í gistiskála auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni.  Leyfi útgefið 9.6.2009
v)    Trölli ehf., kt. 500398-2219.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir sölu á veitingum og gistingu í Hótel Capitano, Hafnarbraut 50 og breytingu á leyfi vegna sölu á gistingu að Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað.  Um er að ræða fullbúinn veitingastað fyrir allt að 50 manns og sölu á gistingu fyrir allt að 16 gesti í 10 herbergjum að Hafnarbraut 50.  Þá er veitt leyfi til ársloka 2011 til sölu á gistingu fyrir allt að 17 gesti í 9 herbergjum að Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað. Leyfi útgefið 15.6.2009.

750  Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
w)    Brekkan, Fjarðarbraut 44, 755 Stöðvarfjörður kt. 540305-0560.  Starfsleyfi fyrir veitingastofu með fullbúnum veitingastað og þægindavöruverslun. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús. Leyfi gefið út 19.5.2009.

760 Breiðdalsvík
x)    Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf.,  kt. 590405-1320, Selnesi 28-30, 760 Breiðdalsvík. Starfsleyfi fyrir lítið bifreiðaverkstæði. Farið skal eftir Starfsleyfisskilyrðum fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur. Leyfi gefið út 15.6.2009.
y)    Sumarhús Ytri-Kleif, 760 Breiðdalsvík, rekstaraðili Ingunn Gunnlaugsdóttir, Innri-Kleif, 760 Breiðdalsvík, kt. 061036-7419.  Um er að ræða gistingu í sumarhúsi fyrir allt að 6 gesti. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir gistiskála. Leyfi gefið út 15.6.2009.
z)    Hótel Bláfell ehf., kt. 610109-0200, Sólvöllum 14, 760 Breiðdalsvík. Starfsleyfi fyrir gistihús með 23 fullbúnum gistiherbergjum, og veitingahús með fullbúnu eldhúsi fyrir 100 manns.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og gististaði.  Leyfi gefið út 24.3.2009.

765 Djúpivogur
aa)    Við voginn, kt. 710189-2349, Vogalandi 2, 765 Djúpivogur. Starfsleyfi fyrir Þægindavöruverslun með sölu á matvælum og annarri nauðsynjavöru og söluskála með fullbúnum veitingastað, ísvél og sælgætisverslun.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og verslun með ís úr vél. Leyfi gefið út 10.5.2009.
bb)    Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799.  Starfsleyfi fyrir  Safnstöð Djúpavogs, Víkurland 6, 765 Djúpivogur. Um er að ræða leyfi fyrir flokkunar- og pressustöð fyrir úrgang frá heimilum og fyrirtækjum.  Leyfi útgefið 23.6.2009.

780-781 Hornafjörður
cc)    Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639.  Starfsleyfi fyrir endurvinnslu á hökkuðum fiskúrgangi frá fiskvinnslufyrirtækjum á Höfn til áburðar í Kartöflugörðum Hafnar á svæðið milli garða nr. B20 og B23.  Ábyrgðarmaður: Haukur Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs sveitarfélagsins.  Leyfið er gefið út þann 29.5.2009 til tveggja ára í tilraunaskyni.  
dd)    Ásmundur Gíslason, kt. 260563-5649.  Endurnýjun starfsleyfis vegna sölu á gistingu og veitingareksturs að Árnanesi 5, 781 Hornafirði. Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 8 gesti á heimili rekstaraðila, sölu á gistingu fyrir allt að 12 gesti í þrem gistihúsum og sölu á veitingum úr fullbúnu veitingaeldhúsi og með veitingasal fyrir allt að 50 gesti. Leyfi útgefið 30.5.2009.
ee)    Ásmundur Gíslason, kt. 260563-5649.  Endurnýjun starfsleyfis vegna sölu á gistingu að Hraunhóli 7, 781 Hornafirði. Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 12 gesti í 5 herbergjum.  Leyfi útgefið 30.5.2009.
ff)    Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940.  Um er að ræða umritun starfsleyfis sem áður var skráð á Umhverfisstofnun, kt. 701002-2880, vegna eftirfarandi starfsemi í Þjóðgarðinum í Skaftafelli. Rekstri tjald- og hjólhýsasvæðis, rekstri starfsmannabústaða við Þjónustumiðstöðina og í Sandaseli fyrir allt að 30 manns samtals.  Leyfi fyrir rekstri geymslugryfju fyrir seyru og leyfi fyrir litlum brennum um verslunarmannahelgar og Jónsmessu.  Leyfið var áður útgefið 13.8.2008 og umritað 6.6.2009.
gg)    Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940.  Starfsleyfi fyrir lítinn veitingastað í Skaftafellsstofu.  Leyfi útgefið 6.6.2009.
hh)    Skinney-Þinganes hf., kt. 480169-2989.  Starfsleyfi fyrir fiskvinnslu í Krossey, 780 Höfn.  Starfsleyfi leiðrétt og endurútgefið 8.6.2009
ii)    Áfengis og tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369, Pósthólf 10120, Reykjavík.  Starfsleyfi fyrir Vínbúð, Miðbæ, Litlabrú1, 780 Höfn. Starfsleyfi/breyting vegna sölu á áfengi í versluninni.  Farið skal eftir lögum um matvæli eftir því sem við á. Leyfið útgefið 11.6.2009
jj)    Gauti Árnason, kt. 060873-3649.  Nýtt starfsleyfi fyrir rekstur veitingastaðar, Café Tuliníus að Hafnarbraut 2, 780 Höfn.  Um er að ræða veitingasölu úr móttökueldhúsi í veitingasal sem tekur allt að 25 gesti í sæti.  Leyfið er gefið út 10.6.2009 og gildir til 30.9.2009.
kk)    Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir vatnsveitu sem þjónar þjónustumiðstöð, veitingasölu, tjaldsvæði og starfsmannahúsi í Vatnajökulsþjóðgarði, Skaftafelli, 785 Öræfi.  Leyfi útgefið 20.6.2009.
ll)    Jöklaveröld ehf. áður Mar ehf, kt. 680703-2560.  Starfsleyfi fyrir heimagistingu að Hoffelli og einkavatnsveitu framlengd um eitt ár, til 11.11.2009.  Ástæða er uppbygging á staðnum og verður endanlegt leyfi unnið þegar fyrirliggur hvernig málum verður háttað. Leyfi útgefið 22.6.2009.
mm)    Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940.  Leiðrétting og breyting á starfsleyfi sem áður var gefið út 6.6.2009 vegna starfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftafelli.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir

   i.    rekstri tjald- og hjólhýsasvæðis fyrir allt að 1510 manns
  ii.    rekstri starfsmannabústaða við Þjónustumiðstöðina í Sandaseli og Sandakoti
 iii.    rekstri geymslugryfju fyrir seyru við varnargarða Skeiðarár
 iv.    litlum brennum um verslunarmannahelgar og á Jónsmessu
Leyfið útgefið 20.6.2009.

2    Tóbaksöluleyfi
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
a)    Ölver ehf., kt.  571108-0700.  Leyfi til smásölu tóbaks í veitingastaðnum Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstaður.  Ábyrgðarmaður:  Heiða Berglind Svavarsdóttir, kt. 160878-3639.  Leyfi útgefið 8.6.2009.

3    Húsnæðismál og fjárhagsleg staða
3.1    Húsnæði
Húsaleigu vegna skrifstofuhalds á Reyðarfirði og á Egilsstöðum hefur verið sagt upp og eru samningar lausir þann 31.12.2009.  Lögð fram gögn sem sýna húsnæðiskostnað við núverandi skrifstofur á Reyðarfirði og Egilstöðum sem og kostnað við húsnæði sem er í boði á báðum stöðunum.
Tillaga starfsmanna um að taka tilboði um áframhaldandi leigu á Búðareyri 7 og einnig að taka tilboði um leigu að Tjarnarbraut 39 á Egilsstöðum samþykkt.  

3.2    Fjárhagsleg staða í lok maí 2009
Lögð fram samantekt sem sýnir bráðabirgðauppgjör ársins 2008, fjárhagsáætlun 2009 og stöðuna í lok maí 2009.  Einng drög að ársreikiningi fyrir árið 2008 frá KPMG endurskoðun.

3.2.1    Drög að ársreikningi
Farið yfir drög að ársreikningi.  Um er að ræða nánast sömu tölur hvað varðar rekstur og tekjuliði sem kynntar voru á fundi nefndarinnar þann 25. mars sl. en nú hefur afskriftum og fjármunatekjum verið bætt við.  Lokasniðurstðan er neikvæður rekstur að upphæð kr. 2.75 milj.
Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð drög að árreikningi 2008.

3.2.2    Staða rekstrar í lok maí
Reksturinn er í eðlilegum farvegi, en þó ljóst að ekkert  má slaka á varðandi sparnað.  
Tveir liðir fara mest fram úr áætlun, annars vegar tækjakaup (áætlun 50 þús og útl. kostnaður þegar 80 þús.  Skýring: keyptar tvær myndavélar í stað véla sem biluðu) og hins vegar ferðakostnaður (áætlun 200 þús er uppurinn.  Innif. Í þessum kostnaði eru 2 ferðir formanns  til Rvíkur á vegum SHÍ.  Kostnaður við flugferðir hefur aukist mjög mikið og afsláttur sem HAUST hafði hjá Flugfélaginu hefur verið lækkaður úr 25 í 15%).  
Samþykkt var tillaga starfsmanna um að ekki verði keyptar fleiri Rvíkurferðir nema vegna haustfundar HES, UST og MAST og ýtrasta aðhalds gætt hér eftir sem hingað til.

4    Málefni einstakra fyrirtækja o.þ.h.

4.1    Starfsleyfisumsókn hafnað
Umsókn um starfsleyfi fyrir húðflúr og snyrtistofu í heimahúsi var hafnað, enda ekki uppfyllt skilyrði sem gera skal skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 m.s.br., m.a. um aðskilnað íbúðar eða annars rekstur o.fl.

4.2    Gámavöllur á Egilsstöðum
Frestir til lagfæringa eru útrunnir.  Óskað var eftir tímasettum áætlunum um hvenær lokið yrði við að lagfæra girðingar um gámavöllinn.  Unnið er að áætlanagerð og stefnt að lokum girðingarvinnu innan 3ja vikna.  Sorpsamlag Héraðs er nú með starfsleyfi fyrir rekstri gámavallarins, en Íslenska gámfélagið hefur tekið við rekstrinum og sótt um starfsleyfi. Tillaga frkvstj. er að starfsleyfi verði ekki gefið út á nýjan rekstaraðila fyrr en lágmarksviðgerðum verður lokið af hálfu núverandi rekstarðila. Ekki komu fram aths. við þessi áform.
Kristín víkur af fundi um kl 9:40.

4.3    Erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 4.6.2009.
Óskað er leyfis til að mega nota jarðvegsbindiefni til að hefta sandfok úr Hálslóni skv. eftirfarandi töflu:   

 Efni magn
 skömmtun stærð svæða
  kg kg/ha ha
 Flobond 6.000 100 60
 Þaramjöl 4.000 100 30
 Emulsíon 2.000 500-1.500 12
 Soiltac 400 1.000 0,4


HHr gerði grein fyrir málinu og sagði einnig frá fundi sem hún átti með Birni Jóhanni, sem er eftirlitsmaður með verkinu á vegum Landsvirkjunar.  Um er að ræða  tilraunir til að binda foksand á bökkum Hálslóns sem ella gæti skemmt viðkvæm gróðurlendi á hálendinu með áfoki.
Frkvstj. mælir með að umbeðið leyfi verði veitt.  
Heilbrigðisnefnd samþykkir notkun efnanna með kröfum um eftirfarandi:

  • Að skýrsla um mat á árangri á notkun efnanna í sumar verði send HAUST að loknu sumri.
  • Að heilbrigðisfulltrúi fari í formlegar eftirlitsferðir á staðinn þegar líður á sumarið til að fyljgast með framkvæmd og árangri verksin, sem og sundrun/örlögum efnanna á staðnuum.  Eftirlitsferðir verði á kostnað leyfishafa.
  • Að ef nota á jarðvegsbindiefni á ný á næsta ári verði sótt um leyfi fyrir því sértaklega.

4.4    Urðun á færibandagúmmíi í Tjarnarlandi
Af hálfu Umhverfisstofnunar var gerð aths. við urðun færibandagúmmís á sorpurðunarstaðnum í Tjarnarlandi.  Um er að ræða gúmmí úr færiböndum sem Impregilo notaði við gangnagerð á Kárahnjúkum.  Ónýt færibönd höfðu áður verið urðuð á staðnum með samþykki HAUST, en heil og óskemmd bönd höfðu verið vafin upp og flutt til hafnarsvæðis á Reyðarfirði til útflutnings.  Ust stöðvaði tímabundið urðun á heila færibandagúmmíinu til að ganga úr skugga um hvort heimilt væri að urða það.  Niðurstaðan var að ekki eru forsendur til að banna urðun þess.

4.5    Bólholt hf.  Umsókn um hreinsivirki fyrir fráveitu á álverslóð.
Fyrirtækið Bólholt hf. Hefur sótt um starfsleyfi fyrir skólphreinsivirki innan lóðar álvers Alcoa á Reyðarfirði.  Um er að ræða hreinsivirki fyrir allt að 640 pe og hreinsigetu miðað við 1000 saurkólí og 1000 enterókokka í 100 ml og COD innan við 125.  Hreinsivirkið myndi leysa af hólmi skólphreinsistöð Alcoa sem nú er í Ýsuhvammi.  
HHr. gerir grein fyrir málinu, en það snýr m.a. að lögfræðilegum skilgreiningum á hafnarsvæðum og hugtakinu skólp.
Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að útbúa drög að starfsleyfi og auglýsa þau í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

4.6    JB Verk
Fyrirtækið hyggst nota seyru til uppgræðslu á ógrónu landi.  Starfsleyfi hefur verið útbúið og í auglýsingarferli.   Litið er á vinnu af þessu tagi sem lið í því að draga úr magni úrgangs til urðunar, auk þess sem krafa er um að sérstaklega verði dregið úr magni lífræns úrgangs.  Hins vegar verður að gæta vel að smithættum og hugsnlegri mengun vatns. 

5    Önnur mál
5.1    Gæludýraeftirlit
Á Héraði kom upp eitt mál þar sem hundur beit mann.  HHr gerir grein fyrir málinu og afskiptum HAUST af því.

5.2    Sorpmál á Djúpavogi
AS segir frá framkvæmdum í sorpmálum á Djúpavogi.  Á Djúpavogi hófst flokkun af krafti frá og með 1. júní sl. í samstarfi við Sagaplast.  Kynningarefni var gefið út, haldinn íbúafundur o.fl.  Síðan var opnuð svokölluð Safnstöð Djúpavogs þar sem tekið er á móti flokkuðum efnum frá heimilum, fyrirtækjum og stofnunum og þar er starfsmaður alla virka daga, við móttöku og pökkun.  Átak um söfnun á rúlluplasti er einnig í gangi.  Flokkunin í heild sinni hefur því farið vel af stað.  Markmiðið er að draga allt að 80% úr urðun á næstu árum.  Á haustdögum er stefnt að moltugerð og þá mun efnum til urðunar fækka enn frekar.
Fundarmenn gerðu góðan róm að þessari kynningu, enda brýnt að draga eftir föngum úr magni úrgans og þar með kostnaði  við urðun.

5.3    Frágangur á framkvæmdasvæðum
Spurt var um framvindu verka og frágang á virkjanasvæði gerði HHr grein fyrir stöðunni og eftirlitsferðum þangað uppeftir á undanförnum vikum.  Umræða varð förgun úrgangs, vinnubúða og hluta af framkvæmdasvæðinu á hálendinu almennt, bæði það sem er í geymslu á Reyðarfirði og enn á hálendinu.  Fram kom að af hálfu Fjarðabyggðar hefur verið framlengt stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðirnar á Haga.

5.4    Næsti fundur
Samþykkt að funda næst símleiðis þann 2.9.2009.  Einnig að stefnt að aðalfundi í lok október og símfundi í byrjun desember

Fundi slitið 10:20

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Björn Emil Traustason
Borghildur Sverrisdóttir           
Árni Kristinsson     
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason               
Helga Hreinsdóttir        
Leifur Þorkelsson                

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search