Fundargerð 20. janúar 2010

88./ 24. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 20. janúar 2010 kl. 9:00

Mætt

Valdimar O. Hermannsson, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir, Sigurlaug Gissurardóttir, Árni Kristinsson og Benedikt Jóhannsson, Borghildur Sverrisdóttir boðaði forföll.

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Varaformennska í heilbrigðisnefnd  506
  2. Bráðabirgðauppgjör ársins 2009  506
  3. Erindi frá Landsvirkjun Power, dags. 6.11.2009  507
  4. Málefni einstakra fyrirtækja - Möðrudalur. 507
  5. Bókuð útgefin starfsleyfi 507
  6. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 512
  7. Innra eftirlit í matvælafyrirtækjum og framkvæmd eftirlits. 512
  8. Framsal eftirlits frá UST  513
  9. Nýju matvælalögin  513
  10. Önnur mál 513
    10.1 Næstu fundir heilbrigðisnefndar 513
    10.2 Samskipti við UST  513
    10.3 Skrifstofa HAUST á Egilsstöðum   513

 

1 Varaformennska í heilbrigðisnefnd

Þar sem Björn Emil Traustason hefur samfara búferlaflutningum látið af varaformennsku í heilbrigðisnefnd þarf að tilnefna annan varaformann.

Tillaga frkvstj. er að Andrés eða Árni taki kyndilinn það sem eftir lifir af þessum skipunartíma nefndarinnar, þeir hafa lengstan starfsaldur í nefndinni.  Árni tekur verkefnið að sér að tillögu Andrésar.

Sigurlaug mætir til fundar.

2 Bráðabirgðauppgjör ársins 2009

Eftirlitsáætlun ársins 2009 gekk upp.  Nokkuð mikið var um eftirlitsferðir á seinustu vikum ársins og tíma hefur tekið að vinna skýrslur í kjölfar þeirra.

Bráðabirgðauppgjör liggur fyrir frá bókhaldara.  Reksturinn var jákvæður um 4,5 millj.  En þetta eru nettótölur rekstrar, afskrftir eru ekki komnar inn, þannig að talan mun lækka nokkuð.

Fyrirtækjalistar hafa ekki verði sendir út til sveitarfélaganna til leiðbeininga fyrir árið 2010.  Unnið var að lagfæringum og starfsleyfum en listarnir verða sendir út í byrjun febrúar.

3 Erindi frá Landsvirkjun Power, dags. 6.11.2009

Með erindi dags. 6.11.2009 er óskað eftir leyfi fyrir notkun á efninu BÞ 55 Redicote til bindingar jarðvegs á bökkum Hálslóns. Í tölvupósti dags. 10.11. kemur fram að magn það sem áformað er að nota sumarið 2010 sé 100-150 tonn. 

Með erindinu fylgdu ýmsar upplýsingar um efnið og öryggisblöð.  Einnig hefur Björn Jóhann, eftirlitsmaður með fokbindingunni fundað með fulltrúum HAUST og veitt greinargóðar upplýsingar um tilganginn með notkun efnisins og horfum á þróun mála á næstu árum.

Milli funda hefur málið verið unnið í samráði við formann og ÁK, fulltrúa norðursvæðis í heilbrigðisnefndinni. Erindinu var svarað þannig:

Heilbrigðiseftirlit Austurlands samþykkir hér með að notuð verði allt að 150 tonn af bikþeytunni BÞ 55 Redicote á bökkum Hálslóns sumarið 2010.  Eftirfarandi kröfur/skilyrði eru sett fyrir leyfinu:

  • Að skýrsla um mat á árangri á notkun efnanna hingað til verði send HAUST sem fyrst sem og greinargerð um árangurinn á næsta sumri þegar hún liggur fyrir.
  • Að heilbrigðisfulltrúi verði upplýstur um áformaðan tímaramma framkvæmd, þannig að hann fari í tvær formlegar eftirlitsferðir á staðinn þegar líður á sumarið til að fylgjast með framkvæmd og árangri verksins, sem og sundrun/örlögum efnanna á staðnum.  Eftirlitsferðir verði á kostnað leyfishafa.
  • Að ef nota á jarðvegsbindiefni á ný á árinu 2011 verði sótt um leyfi fyrir því sértaklega.
  • Að enn verði leitað að umhverfisvænni efnum, þ.e. efnum sem brotna niður í náttúrunni, en safnast ekki fyrir og HAUST gerð grein fyrir þeim möguleikum sem finnast og eru valkostir við bikþeytuna.

Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreinda afgreiðslu málsins.

Kristín mætir á fundinn

4  Málefni einstakra fyrirtækja - Möðrudalur.

Frkvstj. gerir grein fyrir málinu. Á fundi þann 19.1.sl. lögðu rekstaraðilar fram tímasetta áætlun um lok viðfangsefna sem út af stóðu í seinustu eftirlitsferð.

Heilbrigðisnefnd samþykkir málsmeðferð og felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir.

5 Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a)    Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt.  610199-2839. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Sundabúð, hjúkrunarheimili og mötuneyti, Laxdalstúni, 690 Vopnafjörður.  Um er að ræða hjúkrunarrými fyrir tólf einstaklinga og mötuneyti fyrir vistmenn og starfsfólk. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og veitingasölu frá árinu 2006 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 16.11.2009.

b)    Heilbrigðisstofnun Austurlands, kt.  610199-2839. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Heilsugæslu, Laxdalstúni, 690 Vopnafjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 10.11.2009.

c)    Glerharður, kt.  500602-3410, Miðgarði 13, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Tannlæknastofu, Laxdalstúni, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða tannlæknastofu með einum tannlæknastól. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tannlæknastofur vegna umhverfisverndar frá árinu 2008 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 25.11.2009

d)    Halldór Georgsson, kt. 030448-7669. Tímabundið starfsleyfi vegna lítilsháttar vinnslu og reykingar á nautatungum í eldhúsi veiðihússins Árhvamms og í reykkofa að Síreksstöðum, 690 Vopnafjörður.  Útgáfudagur leyfis: 2. desember 2009 og gildistími til febrúarloka 2010.

e)    Sandra Konráðsdóttir, fh. Þorrablótsnefndar Vopnafjarðar, kt.   710269-5569, Lónabraut 27, 690 Vopnafjörður. Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót í Félagsheimilinu Miklagarði, 690 Vopnafirði þann 23.1.2010. Veislumatur keyptur frá Kjarnafæði Akureyri. Leyfið útgefið 5.1.2010.

f)      Bílar og vélar ehf., kt. 430490-1099.  Starfsleyfi fyrir vörugeymslu og matvælaflutningum að Hafnarbyggð, 1690 Vopnafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir lítilli vörugeymslu í aðstöðunni og móttöku á matvælum sem og flutningi um stuttar vegalengdir.  Ekki er heimilt að geyma viðkvæm matvæli eða lítt varin í aðstöðunni. Leyfi útgefið 8.1.2010.

700-701 Fljótsdalshérað

g)    Heilbrigðisstofnun Austurland, kt.  610199-2839. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir sjúkrahúsið Egilsstöðum.  Um er að ræða hjúkrunarrými fyrir 18 einstaklinga og 8 sjúkrarúm, heilsugæslu auk mötuneytis fyrir vistmenn og starfsfólk. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og veitingasölu frá árinu 2006 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 16.11.2009.

h)    Soroptimistaklúbbur Austurlands, kt. 570703-3070. Tímabundið starfsleyfi til ársloka 2009 vegna matvælaframleiðslu og pökkunar í húsnæði Krirkjumiðstöðvar Austurlands við Eiðavatn. Leyfi útgefið 23.11.2009.

i)      Eymundur Magnússon kt. 040955-3219, Vallanesi 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir einkavatnsveitu sem þjónar íbúðarhúsnæði, matvælavinnslu og annarri starfssemi í Vallanesi. Leyfi útgefið 24.11.2009 og gildir til 15.07.2010

j)      Tannlæknastofa á Egilsstöðum,  kt. 540191-2399, Miðgarði 13, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Tannlæknastofu, Um er að ræða tannlæknastofu með þrem  tannlæknastólum, tannréttingaaðstöðu með tveim starfsstöðvum og tannsmíðastofur. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tannlæknastofur vegna umhverfisverndar frá árinu 2008 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 25.11.2009

k)    Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir, kt.  300779-4339, Mánatröð 16, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi nýtt fyrir Hársnyrtistofuna Klipparinn, Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða hársnytistofu með tveim hársnyrtistólum auk lítilsháttar sölu á hársnyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006. Leyfið útgefið 1.12.2009 

l)      Vaskur ehf., kt. 440594-2209, Miðási 7, 700 Egilsstaðir. Endurnýjað starfsleyfi fyrir þvottahús og efnalaug auk sölu á hreinlætisvörumMiðási 7, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 1.12.2009

m)   Barri hf., kt. 461290-1249.  Starfsleyfi vegna sölu matvæla á jólamarkaði Barra Valgerðarstöðuim 4, laugardaginn 12.12.2009.  Ábyrgðarmaður Skúli Björnsson, kt. 070456-0019. Farið skal eftir reglum um markaðs- og götuverslun með matvæli frá 2004 m.s.br.  Leyfið er útgefið þann 1.12.2009.

n)    Anna Dóra Helgadóttir, kt.  200970-3659, Álfatröð 7b, 700 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Egilsstaða, þorrablót haldið þann 22.1.2010, í íþróttamiðstöð Egilsstaða. Veitingar koma frá Bautanum Akureyri. Leyfið útgefið 3.12.2009.  

o)    Bara Snilld ehf., kt. 520906-2070.  Starfsleyfi fyrir handvirka bón- og bílaþvottastöð, bifreiðaverkstæði með áherslu á dekkjaviðgerðir og pústþjónustu að Lyngási 5-7, 700 Egilsstaðir.  Starfleyfi þetta er gefið út til skamms tíma með kröfu um að innan gildistíma þess verði gengið frá hreinsikerfi á fráveitu aðstöðunnar með sandfangi og olíuskilju.  Leyfi útgefið 19.12.2009 og gildir til 1.4.2010. 

p)    Héraðsprent ehf., kt. 711297-3679.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir prentsmiðju að Miðvangi 1, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 21.12.2009 

q)    Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., kt. 470605-1110, Einhleypingi 1, 701 Fellabær.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ. Leyfið er útgefið 23.12.2009.

r)     Grái Hundurinn ehf., kt. 540605-1490.  Endurnýjun og breyting á starfsleyfi vegna sölu á gistingu og veitingum í Hallormsstað skv. eftirfarandi:

Sölu á gistingu fyrir allt að

  • 42 gesti í fullbúnum  tveggja manna hótelherbergjum í hótelálmu
  • 28 gesti í fullbúnum hótelherbergjum Í Hallormsstaðaskóla
  • 28 gesti í húsnæði Hússtjórnarskólans
  • 12 gesti í fjórum smáhýsum á lóð Hússtjórnarskólans
  • 10 gesti í sex herbergjum á neðri hæð íbúðarhússins Hjalla

Sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi á efri hæð hótelálmu og veitingasal með sæti fyrir allt að 90 gesti.

Ábyrgðarmaður: Þurý Bára Birgisdóttir, kt. 240170-5909.  Leyfi útgefið 28.12.2009.

s)    Myllan Stál og Vélar ehf., kt. 701109-1390. Breyting á kennitölu og endurnýjun starfsleyfis fyrir vélaverkstæði og vél- og blikksmiðju að Miðási 12, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 29.12.2009.

t)      Þurý Bára Birgisdóttir fh. Þorrablótsnefndar Valla og Skóga, kt.  610105-1490, Hjalla, 701 Egilsstaðir Tímabundið starfsleyfi fyrir Þorrablót 5-6 febrúar, 2010 í Félgasheimilinu Iðavöllum. Veitingar koma frá Hótel Hallormsstað sem hefur gilt starfsleyfi Heilbrigðisnefndar. Leyfið útgefið 5.1.2010

u)    Þór Ragnarsson fh.Þorrablótsnefndar Fellamanna, kt.  181057-7269, Lagarfelli 3, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/tímabundirð fyrir Þorrablót 30.1.2010 í fjölnota húsinu Smiðjuseli, 700 Egilsstöðum. Veitingar koma frá Norðlenska. Leyfið útgefið 6.1.2010

v)    Bílaverkstæði Austurlands ehf., kt. 600509-0980.  Starfsleyfi fyrir Bílaverkstæði Austurlands ehf. að Miðási 2, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir verkstæði með allar almennar bifreiðaviðgerðir.  Leyfi útgefið 8. janúar 2010. 

w)   Ferðaþjónustan Skipalæk, kt. 680606-1610. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir ferðaþjónustu að Skipalæk, um er að ræða sölu á gistingu fyrir 

  • allt að 16 gesti í fimm sumarhúsum
  • 7 gesti í 4 herb.  í Lækjarósi  
  • 12 gesti í 6 herb. Í Grennd þar sem einnig er morgunverðaraðstaða 
  • 6 gesti í 4 herb. í Ullartanga  
  • 6 gesti í 3 herb á efri hæð í búðarhúss á Skipalæk 

Einnig nær starfsleyfið til reksturs tjaldsvæðs og fyrir heitan pott.  Leyfið útgefið 7.1.2010.  

x)    Skeljungur hf., kt. 590269-1749.  Breyting á starfsleyfi fyrir sjáfsafgreiðslubensínstöð, Orkan, Miðvangi 13, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 12.1.2010.

y)    Þ.S. Verktakar ehf., kt. 410200-3250.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir viðgerðaraðstöðu eigin véla að Miðási 8-10, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 13.1.2010.

701 Fljótsdalshreppur

z)    Landsvirkjun, kt. 420269-1299.  Tímabundið Starfsleyfi til að rífa viðgerðaverkstæði við P6 á Hraunaveitusvæði og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður:  Kristinn Eiríksson, kt. 120556-2749.  Leyfið er gefið út 14.11. og gildir til 30.6.2010.

aa) Landsvirkjun, kt. 420269-1299.  Starfsleyfi vegna reksturs í starfsmannabúðum Ístaks hf. við Kelduárbúðir fært yfir á Landsvirkjun með heimild til að hýsa þar fólk meðan búðirnar eru tengdar neysluvatni og fráveitur.  Einnig tímabundið Starfsleyfi til að rífa og/eða flytja brott sömu starfsmannabúðir og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður:  Kristinn Eiríksson, kt. 120556-2749.  Leyfið er gefið út 14.11. og gildir til 30.6.2010.

bb) Landsvirkjun, kt. 420269-1299.  Starfsleyfi vegna reksturs í starfsmannabúðum Ístaks hf. við Ufsarveitu fært yfir á Landsvirkjun með heimild til að hýsa þar fólk og fæða meðan búðirnar eru tengdar neysluvatni og fráveitur.  Einnig tímabundið Starfsleyfi til að rífa og/eða flytja brott sömu starfsmannabúðir og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður:  Kristinn Eiríksson, kt. 120556-2749.  Leyfið er gefið út 14.11. og gildir til 30.6.2010.

cc) Fljótsdalshreppur, kt. 550169-5339. Starfsleyfi fyrir félagsheimili í Végarði í Fljótsdal. Um er að ræða starfsleyfi fyrir félagsheimili með fullbúnu veitingaeldhúsi, en óreglulegri starfsemi.  Leyfi útgefið 21.12.2009.  

dd) Fljótsdalsgrund ehf., kt. 470909-1450. Starfsleyfi fyrir Gistiheimilð Fljótsdalsgrund við Végarð. Um er að ræða starfsleyfseyfi fyrir tjald- og hjólhýsasvæði fyrir allt að 100 gesti, sölu á gistingu í fullbúnum gistiherbergjum fyrir allt að 34 gesti.  Ábyrgðarmaður er Jósef V. Þorvaldsson.  Leyfið nær einnig til þjónustumiðstöðvar með morgunverðaraðstöðu með fyrirvara um lok innréttinga og úttekt.  Leyfi útgefið 21.12.2009.

710 Seyðisfjörður

ee) Heilbrigðisstofnun Austurland, kt.  610199-2839. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir sjúkrahúsið Seyðisfirði.  Um er að ræða hjúkrunarrými fyrir 19 einstaklinga og 3 sjúkrarúm, heilsugæslu auk mötuneytis fyrir vistmenn og starfsfólk. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og veitingasölu frá árinu 2006 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 16.11.2009.

ff)    Tannlæknastofa á Egilsstöðum,  kt. 540191-2399, Miðgarði 13, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun vegna Tannlæknastofu,Suðurgötu 8, 710 Seyðisfjörður Um er að ræða tannlæknastofu með tveim tannlæknastólum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tannlæknastofur vegna umhverfisverndar frá árinu 2008 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 25.11.2009

gg) Seyðisfjarðakaupstaður, kt. 560269-4559, Hafnargata 44, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir áramótabrennu árin 2009-2012 við Helluhyl, Seyðisfirði. Um er að ræða áramótabrennu, kveikt verður í henni kl. 20.30 á gamlárskvöld. Farið skal eftir starfsreglum fyrir brennur og um hlutverk ábyrgðarmanns. Leyfið útgefið 10.12.2009.

hh) Jóhanna Gísladóttir, kt.150256-3809, fh. Þorrablótsefnd Seyðisfjarðar

Botnahlíð 8, 710 Seyðisfirði. Starfsleyfi/tímabundið  fyrir Þorrablót í Íþróttahúsinu Seyðisfirð þann 23.1. Áætlaður fjöldi gesta er 400 manns. Leyfið útgefi 5.1.2010

ii)     Skeljungur hf., kt. 590269-1749.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir bensínstöð Skeljungs við Hafnargötu 2, 710 Seyðisfjörður.  Leyfi útgefið 12.1.2010.

720 Borgarfjörður

jj)     Heilbrigðisstofnun Austurland, kt.  610199-2839, Lyngási 22, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Heilsugæslusel, Heiðargerði, 720 Borgarfjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 16.11.2009.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

kk) Þvottabjörn ehf., kt. 691102-2540, Heiðarvegi 10, 730 Reyðarfjörður. Endurnýjað starfsleyfi fyrir þvottahús og efnalaugBúðareyri 25, 730 Reyðarfirði. Leyfi útgefið 10.11.2009.

ll)     Launafl ehf.. kt. 490606-1730.  Starfsleyfi fyrirtækisins fyrir rafmagnsverkstæði að Austurvegi 21 framlengt til 30.6.2010, þann 14.12.2009.

mm)       Fjarðanet hf., kt. 480269-4549, Endurnýjað starfsleyfi fyrir þvott og litun á fiskeldispokumNesbraut 7, 73,0 Reyðarfiði. Leyfi útgefið 16.12.2009.

nn) Þórunn Björk Einarsdóttir kt.  130359-2219, Mánagata 8, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hársnyrtistofuna Herta, Búðareyfi 15, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða hársnyrtistofur með þrem hársnyrtistólum og sölu á hársnytivörum. Farið skal eftri starfreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006. Leyfið útgefið 5.1.2010

oo) Rúnar Jóhannsson fh. Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar, kt. 480102-3550, Hæðargerði 5c, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/tímabundið fyrir Þorrablót í Iþróttahúsinu Reyðarfirði, 22.1.2010. Veitingar koma frá Bautanum Akureyrir sem hefur gilt starfsleyfi heilbrigðisnefndar. Leyfið útgefið 6.1.2010.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

pp) Hulduhlíð, kt. 660691-2199, Bleiksárhlíð 56, 735 Eskifjörður. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Hulduhlíð, dvalar-og hjúkrunarheimili með fullbúnu mötuneyti. Um er að ræða hjúkrunarrými fyrir átján einstaklinga, dvalarheimili fyrir sjö einstaklinga og mötuneyti fyrir vistmenn og starfsfólk. Farið skal eftrir starfsreglum fyrir dvalarheimili frá árinu 2006 og fyrir veitingaeldhús og veitingasölu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 1.11.2009 

qq) Heilbrigðisstofnun Austurland, kt.  610199-2839. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Heilsugæslu, Strandgötu 22, 735 Eskifjörður. Farið skal eftir starfsreglum fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 16.11.2009.

rr)   Vélaverkstæði Eskifjarðar ehf., kt. 550180-0659. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vélaverkstæðiStrandgötu 32, 735 Eskifjörður. Leyfi útgefið 4.12.2009 

ss) Skrúðsverk ehf., kt. 440602-2150.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa íbúðarhús að Kirkjustíg 1a, 735 Eskifirði, sem og leyfi til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar og endurvinnslu. Ábyrgðarmaður: Páll Óskarsson, kt. 220252-2729.  Sérstakar kröfur eru gerðar í starfsleyfi þar sem húsið inniheldur asbest. Leyfi gefið út 10.12.2009 og gildir til 1.2.2010.

tt)    Fjarðaþrif ehf., kt. 410605-1630. Starfsleyfi vegna reksturs bílaþvottastöðvarStrandgötu 12a, 735 Eskifjörður. Tímabundið leyfi með kröfu um úrbætur á fráveitu. Leyfi útgefið 15.10.2009 og gildir til 1.6.2010.

uu) Hamar ehf., kt. 431298-2799.  Breyting á starfsleyfi fyrir starfsmannabústað að             Strandgötu 86b, 735 Eskifjörður.  Um er að ræða leyfi fyrir starfsmannabústað að fyrir allt að 23 einstaklinga.  Leyfi útgefið 20.12.2009.

vv) Hamar ehf., kt. 431298-2799.  Endurnýjun og útvíkkun fyrra starfsleyfis.  Leyfið gildir fyrir eftirfarandi.  Að Leirukróki 3: vélaverkstæði, verslun með varasama efnavöru og starfsmannabústað.  Að Leirukróki 2:  Aðstaða til þvotta og lökkunar á tækjum, blikksmiðja og lítið trésmíðaverkstæði. Leyfi útgefið 20.12.2009.

ww)        Skeljungur hf., kt. 590269-1749.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir bensínstöð Skeljungs við Strandgötu 13, 735 Eskifjörður.  Leyfi útgefið 12.1.2010.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

xx) Heilbrigðisstofnun Austurland, kt.  610199-2839. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir sjúkrahúsið Neskaupstað.  Um er að ræða hjúkrunarrými fyrir 12 einstaklinga og 27 sjúkrarúm, heilsugæslu auk mötuneytis fyrir vistmenn og starfsfólk. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og veitingasölu frá árinu 2006 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006. Leyfið útgefið 16.11.2009.

yy) Bílaverkstæði Önundar ehf.,kt. 630605-0160, Skuggahlíð, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæðiVindheimanausti 7c í Neskaupstað. Starfsleyfi endurnýjað 23.11.2009 

zz) Súlkus ehf. kt.  490805-0280, Hafnarbraut 1, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi fyrir Tannlæknastofu Pálma, Hafnarbraut 1, 740 Neskaupstað. Um er að ræða tannlæknastofu með tveim aðgerðarstólum og aðstöðu fyrir tannsmiði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tannlæknastofur vegna umhverfisverndar frá árinu 2008 og fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir frá árinu 2006.  Leyfi útgefið 8.12.2009. 

aaa)       Skeljungur hf., kt. 590269-1749.  Breyting á starfsleyfi fyrir sjáfsafgreiðslubensínstöð, Orkan, Strandgötu 15, 740 Neskaupstaður.  Leyfi útgefið 12.1.2010.

780-781 Hornafjörður

bbb)       Markaðstorg Hornafjarðar, kt. 700404-5790. Litlubrú 2, 780 Hornafirði.  Starfsleyfi fyrir sölu matvæla á Jólamarkaði í Nýheimum og Miðbæ þann 5.12.2009. Farið skal eftir reglum um markaðs- og götuverslun með matvæli frá 2004 m.s.br.  Leyfið er útgefið þann 1.12.2009.

ccc)       Lífsval ehf. Kt. 531202-3090. Skipagata 9, 600 Akureyri.  Starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu sem þjónar mjókurbúi að Flatey á Mýrum, 781 Hornafjörður. Leyfi útgefið 21.12. 2009.

ddd)       Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 640485-0439. Álaugarvegi. 780 Hornafirði.  Starfsleyfi fyrir áramótabrennu um áramót og gildir leyfið til 2012, samtals 4 brennur. Leyfið útgefið 22.12. 2009.

eee)       Sveitarfélagið Hornafjaörður, kt. 590169-4369. Starfsleyfi fyrir Hafnarskóli, grunnskóli með móttökueldhúsi.  Leyfið er gefið út þann 6.01.2010 og glidir til 12 ára.

fff)   Valdemar Einarsson, kt. 010762-5299 fh, Þorrablótsnefnar Hornafjarðar Hafnarbraut 15,780 Hornafirði. Starfsleyfi/tímabundið fyrir Þorrablót í Íþróttahúsi Heppuskóla þann 23.01.2010. Veitingar koma frá Ósnum ehf, sem hefur starsleyfi Heilbrigðisnefndar.  Áætlaður fjöldi gesta er 400 manns.  Leyfið útgefið 13.1.2010.

ggg)       Sveitarfélag Hornafjörður, kt. 590169-4369. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Hofgarð, 785 Öræfum. Um er að ræða starfsleyfi fyrir Grunnskóla og leikskóla, mötuneyti starfrækt á starfstíma skólanna. Einnig fyrir félagsheimili þar sem fram fara skemmtanir og sölu á gistingu yfir sumartímann. Leyfið er gefið út þann 13.1.2010.

6        Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

a)    Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249.  Leyfi til að selja tóbak í smásölu í verslun fyrirtækisins að Búðareyri 33, 730 Reyðarfirði.  Ábyrgðarmaður:  Aðalheiður Sigurðardóttir, kt. 151069-5849.  Leyfi útgefið 24.11.2009

780-781 Hornafjörður

b)    Hafnarbúðin sf.  Leyfi til að selja tóbak í smásölu í Hafnarbúðinni Ránarslóð 2, 780 Hornafirðii.  Ábyrgðarmaður:  Ingibjörg Ólafsdóttir, kt. 091256-5689.  Leyfi útgefið 7.12.2009.

7 Innra eftirlit í matvælafyrirtækjum og framkvæmd eftirlits.

Innra eftirlit í matvælafyrirtækjum og framkvæmd eftirlits. Málefnið tekið á dagskrá skv.eftirfarandi bókun af 86. heilbrigðisnefndar:  

Samþykkt tillaga starfsmanna um að heilbrigðisnefnd fjalli sérstaklega um framkvæmd eftirlits í matvælafyrirtækjum hvað varðar innra eftirlit sbr. ákvæði matvælareglugerðar nr. 522/1994.  Mótaðar verði vinnureglur um málsmeðferð og beitingu þvingunarúrræða þar sem innra eftirlit er ekki viðhaft eða ekki í samræmi við umfang starfseminnar. 

Tillaga starfsmanna HAUST af vinnufundi í nóv. er eftirfarandi:

Áherslupunktar eru skv. „fyrstu fimm“ skrefunum:

1 Fræðsla starfsmanna með heilsufarsskýrslu

2 Skráning á hitastigi

3 Þrifalýsing/þrifaskráningn með meindýravörnum

4 Viðbrögð við frávikum

5 Vörumóttaka

Tillaga um verklag:

  • Ef engin gögn eru um innra eftirlit:  Gefa 2ja vikna frest til úrbóta, fara í eftirfylgniferð á kostnað rekstraraðila og gera tillögu um að bóka áminingu hjá heilbrigðisnefnd. Andmælaréttur gefinn og farið að réttri stjórnsýslu í hvívetna.
  • Ef eitt eða tvennt af eftirfarnadi vantar: 1. Fræðsla starfsmanna, 2. hitastigsskráning, 3. þrifalýsing/skráning, þá verði veittur 2ja vikna frestur og farin eftirfylgniferð á kostnað rekstaraðila eða ef vægari leið er talin forsvaranleg, þá gefinn kostur á að senda HAUST gögn til sanninda um að þetta hafi verið lagfært.
  • Ef liður 2 endurtekur sig hjá sama fyrirtæki, þá verði gerð tillaga um að bóka áminningu og gefinn frestur til úrbóta sbr. fyrsti punkturinn hér að ofan.
  • Gera alvarlegar aths. í eftilritsskýrslu ef 4 og/eða 5 vantar
  • Hversu ítarleg gögn þurfa að vera fer alltaf eftir eðli og umfangi starfseminnar, alltaf verður að meta áhættuna.

Hvetja þarf fyrirtæki eindregið til að láta starfsmenn kvitta fyrir þrifum með upphafsstöfum frekar en X-um.  Annað gildir hugsanlega um hitastigseftirlit, en ef hiti mælist utan viðmiðunarmarka skuli endilega skrá tölur.

Heilbrigðisnefnd samþykkir verklagstillöguna og mælist til að matvælafyrirtækjum veði kynnt ofangreind bókun.

8  Framsal eftirlits frá UST

Með bréfi dags. 22.12.2009 og með vísan í bréf dags. 16.12.2008 er sagt upp samningum milli UST og HAUST um framsal eftirlits með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgun og spilliefnamóttöku.  Uppsögnin tekur gildi 1.1.2011.  Ennfremur segir í bréfinu:

Umhverfisstofnun áformar að gera nýja samninga um framsal eftirlits við þær heilbrigðisnefndir sem þess óska.  Af þeim sökum er óskað eftir skriflegu svari frá heilbrigðisnefndum um hvort þær óski eftir að fá eftirlit framselt frá Umhverfisstofnun og að það berist eigi síðar en 1. febrúar 2010.  Umhverfisstofnun mun í framhaldi gera samninga við heilbrigðisnefndir um framsal eftirlits og áformar að ljúka þeirri vinnu eigi síðar en 1. júní 2010 og að nýir samningar taki gildi frá og með 1. janúar 2011.

Frkvstj. hefur svarað erindinu að höfðu samráði við heilbrigðisnefnd.  I svarinu er ítrekuð ósk HAUST um framsal eftirlits með allri þeirri starfsemi sem UST vinnur starfsleyfi fyrir á Austurlandi sem og samningur um að HAUST fari með þvíngunarúrræði f.h. UST í  þeim málaflokkum þar sem slíkt er heimilað skv. lögum.

9 Nýju matvælalögin

Breyting á matvælalöggjöfinni hefur verið samþykkt á Alþingi.

Með samþykkt laga nr. 143 frá 28. desember 2009 er hafin innleiðing nýrrar löggjafar ESB um matvæli og fóður hér á landi. Einstakir hlutar laganna taka gildi á mismunandi tímum, allt frá 1. mars 2010 til 1. nóv. 2011.  Breytingin felur m.a. í sér að MAST yfirtekur eftirlit með allri kjötvinnslu og mjólkurstöðvum.

Í lögunum segir þó að „Opinberum eftirlitsaðilum er heimilt að fela hver öðrum að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði þessara aðila samkvæmt lögum þessum.“

Eftirfarandi tillaga samþykkt.

Heilbrigðisnefnd Austurlands óskar eftir að MAST feli HAUST að fara með eftirlitsverkefni þau sem með lagabreytingunni fara úr forsjá HAUST yfir til MAST, sem og eftirlit með fiskvinnslufyrirætkjum sem HAUST hefur hvort eð er umhverfiseftirlit með.

HAUST hefur á að skipa reyndu starfsfólki, þ.á.m. dýralækni , mjólkurfræðingi og sjávarútvegsfræðingi, sem hafa fulla faglega kunnáttu og metnað til að fara með allt matvælaeftirlit á Austurlandi.

10  Önnur mál

10.1  Næstu fundir heilbrigðisnefndar

Eftirfarnadi tillaga um tímasetnignar næstu funda samþykkt:

3. mars   símfundur

28. apríl   snertifundur miðsvæðis

9. júní   símfundur og svo sumarfrí

Í byrjun september verði snertifundur með skoðunarferð

10.2    Samskipti við UST

Sagt frá áformum um mánaðarlega símfundi yfirmanna  UST og frkvstj. HES   Þetta er að mati HES jákvæð þróun og viðleitni UST til að nálgast HES.  Ath. að þessir símfundir koma ekki í staðin fyrir samráðsfundi SHÍ og UST. sem einnig er góð reynsla af, skv. upplýsingum frá Valdimar Hermannssyni.

10.3    Skrifstofa HAUST á Egilsstöðum

Valdimar og Árni hafa heimsótt starfsmenn í skrifstofu HAUST sem nú er við Tjarnarbraut 39a á Egilsstöðum.  Rýmið er mun minna en áður, enda ódýrara að sama skapi, en aðstaðan mjög þokkaleg.

Fundi slitið kl. 10:05

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Árni Kristinsson
Andrés Skúlason
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search