Fundargerð 10. mars 2010

89. / 25. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis miðvikudaginn 10. mars 2010 kl. 9:00

Mætt:

Valdimar O. Hermannsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Kristín Ágústsdóttir, Árni Kristinsson og. Auður Anna Ingólfsdóttir sem varamaður Benedikts Jóhannssonar sem boðaði forföll.  Borghildur Sverrisdóttir forfallaðist.

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Ársskýrsla HAUST 2009   515
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi  515
  3. Innri mál HAUST  517
  4. Framsal verkefna frá UST til HAUST og annarra HES  517
  5. Breyting á matvælalögum og tilfærsla verkefna frá HES til MAST  517
  6. Önnur mál 518
    6.1    Næsti fundur nefndarinnar 518
    6.2   Rætt um starfsleyfamál aðila í ferðaþjónustu  518
    6.3   Stjórn SHÍ áformar fundir með SLRáðherra  518
    6.4   Vorfundur HES, UST, MAST. 518

 

1 Ársskýrsla HAUST 2009

Drög að ársskýrslu send nefndarmönnum fyrir fundinn.  Ársskýrslan rædd og fyrirspurnum svarað.

Heilbrigðisnefnd samþykkir fram lögð drög að ársskýrslu 2009 og felur starfsmönnum að ganga frá henni og senda til sveitarfélaganna og samræmingarstofnana.
 

2 Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a)    Ásdís Jóhannsdóttir, kt. 081252-5809.  Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót í húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum þann 6.febrúar 2010. Leyfi útgefið 29.1.2010. 

b)    Matís ohf., kt. 670906-0190. Starfsleyfi fyrir framleiðslu á ýmsum tegundum matvæla í rannsóknar og þróunarskyni í Matvælamiðstöð Austurlands að Kaupvangi 39, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 3.2.2010

c)    Steindór Þórðarson, kt. 170665-5979 Stekkjarholti 8, 730 Reyðarfirði fh. Alcoa-Fjarðaráls kt. 520303-4210. Tímabundið starfsleyfi vegna árshátiðar þann 27.2 og 6.3.2010 í Íþróttamiðstöð Egilsstaða. Ábyrðarmaður veiting er Guðmundur Karl Tryggvason,  Bautinn Akureyri. Áætlaður fjöldi í heild verður ca. 700 manns (350 í hvort skiptið). Leyfið útgefið 9.2.2010.

d)    Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, kt.  601180-0309, Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/flutningur á sambýli að Bláagerði 9-11, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sambýli með sólahrings vakt. Íbúðar eru fjórir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sambýli. Leyfið útgefið 16.2.2010.

e)    Suncana Slamnig kt.  080959-5919, Garði, Eiðum, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tónlistarsumarbúðir að Eiðum (gamli Barnaskólinn). Um er að ræða sumarbúðir fyrir börn á aldrinu 10-15 ára, sem starfræktar eru í júní, júlí og ágúst ár hvert. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir heimili og stofnanir fyrir börn og unglinga frá árinu 2004, viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði og veitingasölu frá árinu 2006 og starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006. Leyfið útgefið 23.2.2010 og gildir í fjögur ár.

f)      Landsvirkjun, kt. 420269-1299.  Nýtt starfsleyfi vegna hreinlætisaðstöðu vestan við Kárahnjúkastíflu, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir almenningssalerni til að þjóna ferðalöngum á Kárahnjúkasvæði ásamt starfleyfi fyrir neysluvatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Leyfi útgefið 5.3.2010.

701 Fljótsdalshreppur

g)    Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir, kt. 260364-3839.  Tímabundið starfsleyfi  fyrir Þorrablót í félagsheimilinu Végarði þann  30. 1. 2010.  Ábyrgðarmaður veitinga er: Bergljót Jörgensdóttir.  Leyfi útgefi 20.1.2010.

710 Seyðisfjörður

h)    Slysavarnardeildin Rán, kt. 690399-2619, Hafnargata 17, 710 Seyðisfjörður. Stafsleyfi/endurnýjun vegna félagsaðstöðu í Sæbóli, Hafnargötu 17, Seyðisfirði. Um er að ræða félagsaðstöðu og útleigu á sal. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili. Leyfið útgefið 11.2.2010

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

i)      Bólholt ehf.,kt. 711089-1609.  Starfsleyfi fyrir skólphreinsivirki að Mjóeyri 3. 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir skólphreinsivirki sem þjónar álveri Alcoa-Fjarðaáls sf. og iðnaðarsvæðinu á Hrauni í Reyðarfirði  Útgáfudagur leyfis: 9.2.2010.

j)      Tærgesen ehf., 411209-0830. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistingu í Tærgesen, Búðargötu 4, 730 Reyðarfirði. Leyfi útgefið 10.2.2010.

k)    Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf., kt. 531295-2189.  Tímabundið starfsleyfi fyrir sandblástur og meðhöndlun kryolíts að Hrauni 10, 730 Reyðarfirði, Leyfið gildir eingöngu fyrir sandblástursrými skv. teikningu sem fylgdi umsókn.  Leyfið er gefi út til skamms tíma þar sem húsið er ekki fullbúið en áform um að vinna starfsleyfi fyrir fjölbreyttari starfsemi í því seinna í sumar. Leyfi útgefið 1.3.2010 og gildir til 31.7.2010.

l)      Heildverslunin Stjarna ehf., 410296-2929. Starfsleyfi fyrir heildverslun með matvöru,hreinlætisvöru og fleira Óseyri 1, 730 Reyðarfirði. Leyfi útgefið 26.2.2010

m)   Sigurður Jensson kt. 290966-5589. Starfsleyfi fyrir markaðssölu á matvælum ofl. í Fjarðaportinu að Óseyri 1, 730 Reyðarfjörður. Leyfið útgefið 26.2.2010 og gildir til fjögurra ára.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

n)    Fjarðabyggð, kt.  470698-2099, Hafnarbyggð 2, 730 Reyðarfjörður. Starfsleyfi/flutningur fyrir félagsmiðstöðina Knellan, 735 Eskifirði. Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir unglinga. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 23.2.2010.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

o)    Lolli ehf., kt. 571090-2019. Starfsleyfi til að reka byggingarvöruverslun, þar sem einnig er seld efnavara , raftæki og lítilsháttar af matvælum í Versluninni PANEgilsbraut 6 (áður verslunin Vík).  Leyfi útgefið 6.3.2010.

780-781 Hornafjörður

p)    Helgi Ragnarsson, kt. 210681-5079.  Nýtt starfsleyfi fyrir gerjunar- og pökkunaraðstöðu fyrir osta úr ám að Akurnesi í Hornafirði. Starfsleyfið nær einnig til flutnings ærmjólkur til framleiðslustaðar, þ.e. matvinnslu MATÍS á Egilsstöðum, sem og til flutnings á hráostum til aðstöðunnar í Akurnesi. Leyfi útgefið 19.1.2010 til eins árs.

q)    Birna Sóley Sigurðardóttir, kt. 071069-4359.  Endurnýjun á stafsleyfi fyrir

Hársnyrtistofu Flikk.  Austubraut 15, 780 Hornafirði  Farið skal eftir starfsreglum

-fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006. Leyfið er gefið út til 05.02.2022

r)     Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-1639.  Starfsleyfi fyrir félagsheimilið Holt á Mýrum. Um er að ræða félagsheimili með óreglulega starfsemi, ekki er heimild til veitingasölu í aðstöðunni.  Leyfið útgefið 24.2.2010.

s)    Sigurður Bjarnason, kt.  230556-3859.  Endurnýju starfsleyfis fyrir loðdýrabú fyrir allt að 2000 minkalæður og fóðureldhús að Klettabrekku, 781 Hornafirði.  Leyfi útgefið 5.3.2010.

t)      HM þjálfun sf., kt. 520905-2940.  Endurnýjun starfsleyfis vegna aðstöðu til sjúkraþjálfunar að Víkurbraut 28, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður:  Hjálmar Jens Sigurðsson, kt. 230374-4229.  Leyfi útgefið 6.3.2010.

u)    Ferðaþjonustan Hólmi.  Framlengd starfsleyfi vegna húsdýragarðs og gistireksturs í Hólmi II til loka júní 2009.  Unnið er að breytingum á aðstöðunni og nýtt starfsleyfi er í vinnslu.  Eldri starfsleyfi framlengd þar til nýtt leyfi tekur gildi.

 

3   Innri mál HAUST

Tölvubúnaður á skrifstofu HAUST þarfnast endurnýjunar.  Nóg er að kaupa tvær tölvur með góðu vinnsluminni, en lítið geymsluminni þarf, þar sem gögn eru öll geymd hjá Skyggni.  Ekki er venja að ræða kaup á slíkum búnaði í nefndinni, en rétt þykir að kynna þetta hér og nú enda eru aðhaldsaðgerðir í fjármálum miklar.

Starfsmönnum falið að klára málið.

Húsaleiga.  Fkvstj. hefur haft samband við bæjarstjóra Hornafjarðar um að endurskoða samning um húsaleigu. Málið kynnt og frkvstj. falið að ganga til samninga við Hornfirðinga um breyttan húsaleigusamning.

4  Framsal verkefna frá UST til HAUST og annarra HES

Þann 3.3. sl. lagði Kristján Þór Júlíusson fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi og Umhverfisráðherra var beðinn að svara:

  1. Stendur til að færa verkefni frá Umhverfisstofnun til Heilbrigðiseftirlits Austurlands eins og heimilt er samkvæmt reglugerð nr. 786/1999, um mengunarvarnaeftirlit, og lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003?
  2. Ef svo er, hvenær má ætla að af því verði?
  3. Ef ekki, hver er ástæða þess og hyggst ráðherra þá beita sér fyrir slíkri tilfærslu verkefna?

Svar ráðherra var á þá leið að unnið væri að stefnumörkun í málinu, að þegar hefði verið rætt við Umhverfisstofnun og framkvæmdastjóra HES, en enn ætti eftir að hafa samráð við fulltrúa atvinnulífsins.  Stefnt væri að því að ljúka málinu í júní, en að hafa þurfi að leiðarljósi hagkvæmni og einnig að eftirlitið væri samræmt.

Frkvstj. greindi frá umræðu um gjaldskrár og gjaldtöku við endurskoðun framsalssamninga.  Nokkrar umræður urðu um málið.

Heilbrigðisnefnd er sammála því að fjárhagslegur ávinningur af framsali eftirlitsverkefna verði að skila sér í lægri eftirlitsgjöldum til fyrirtækja á viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði.

5        Breyting á matvælalögum og tilfærsla verkefna frá HES til MAST

Breytt matvælalög tóku að mestu gildi þann 1.3. sl., a.m.k. sá hluti sem snertir framkvæmd matvælaeftirlits HES.  Verkefni munu að óbreyttu færast frá HES til MAST, þ.e. eftirlit með matvælahluta mjólkurstöðva og kjötvinnsla annarra en þeirra sem eru í bakrými verslana.  HAUST hefur ritað MAST erindi og óskað eftir framsali þessara eftirlitsverkefna og fleiri, enda er heimild til framsals í lögunum.  MAST hefur svarað neitandi enda hefur ráðherra ekki sett reglugerð um framsal eftirlits. Eftirlit í viðkomandi fyrirtækjum flyst því að óbreyttu til MAST.  Óskað hefur verið eftir að ráðherra flýti reglugerðarsetningunni eftir föngum, því ef vilji er til framsals verkefna væri slæmt að eftirlit hefði farið frá HES til MAST og ætti síðan aftur að fara til HES.

Heilbrigðisnefnd hvetur eindregið tll þess að SLR setji sem allra fyrst reglugerð um framsal eftirlitsverkefna milli MAST og HES í þeim tilgangi að gætt sé hagræðis gagnvart eftirlitsþegum.

6        Önnur mál

6.1       Næsti fundur nefndarinnar

Næsti fundur hefur verið áformaður snertifundur þann 28. apríl, miðsvæðis á Austurlandi.

6.2       Rætt um starfsleyfamál aðila í ferðaþjónustu

Mikilvægt er að allir sitji við sama borð.  Umræða varð um leyfismál veiðihúsa og leigu á húsnæði til starfsmannafélaga.

6.3       Stjórn SHÍ áformar fundi með ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar

VOH sagði frá áformum stjórnar SHÍ um fund með ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, þar sem m.a. verður rætt um framsal verkefna skv. breyttum matvælalögum.

AS hvatti til að á fundinum verði einnig rætt um að flýta vinnu við endurskoðun dýraverndarmála.  HHr sagði einnig æskilegt að á vegum umhverfisráðuneytis verði hraðað endurskoðun á hollustuháttareglugerð m.a. varðandi dýravernd og þolendur brota af hálfu dýra/dýraeigenda.

6.4       Vorfundur HES, UST, MAST.

HHr greindi frá því að hefðbundinn vorfundur framkvæmdastjóra HES og yfirmanna UST og MAST ásamt fulltrúum frá UHR og SLR verður haldinn á Hallormsstað 5. og 6. maí nk. .

Fundi slitið kl. 9:45

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Borghildur Sverrisdóttir
Árni Kristinsson
Kristín Ágústsdóttir
Auður Anna Ingólfsdóttir
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson

 Fundargerð á pdf  

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search