Fundargerð 28. júní 2010

91 / 27.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn í símleiðis  28. júní 2010 kl. 9:00

Mætt

Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Borghildur Sverrisdóttir og Benedikt Jóhannsson.
Kristín Ágústsdóttir var fjarverandi. Gestur fundarins var Þorsteinn Steinsson
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

1. Hundamál

Eina málið á dagskrá var umfjöllun um málefni hunds af gerðinni franskur mastiff, en tilkynning um óhapp af hans völdum barst frá lögreglustjóranum á Seyðisfirði.

Frkvst. gerði grein fyrir forsögu málsins og gögnum þess.  Samantekt á ferli máls hafði einnig verði send til fundarmanna fyrir fundinn.

Í kjölfar ítarlegra umræðna var eftirfarandi bókað:  

Heilbrigðisnefnd telur málið mjög alvarlegt og fyrir liggur að íbúar Vopnafjarðar eru margir hræddir við dýrið.

Gunnhildur og Rúnar eru hér með áminnt um að þau bera fulla ábyrgð á hundinum Brúnó og öllum skaða sem dýrið veldur.

Heilbrigðisnefnd hvetur forráðamenn til þess að láta aflífa hundinn til að tryggja að ekki komi til frekari óhappa.  Á meðan málið er íhugað gerir Heilbrigðisnefnd kröfu um að dýrið verði með múl þegar það er utan dyra.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.  Fundi var slitið kl. 9:30

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Árni Kristinsson
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason
Borghildur Sverrisdóttir
Helga Hreinsdóttir

 Fundargerðin á pdf  

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search