Fundargerð 26. apríl 2010

90. / 26.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn í Breiðdal 26. apríl 2010 kl.13:00

Fundarmenn hittust kl. 12:00 á hádegi og snæddu saman hádegisverð í Café Margreti á Heimaleiti.  Eftir það var haldið í Veiðihúsið Eyjar og aðstaðan þar skoðuð í fylgd staðarhaldara, Sigurd Olivers, og síðan fundað.  Að loknum fundi var ekið til Breiðdalsvíkur og Breiðdalssetur skoðað í fylgd Maríu Pálsdóttur fostöðumanns.

Heilbrigðisnefnd þakkar heimamönnum frábærar veitingar og móttökuna.

Mætt:

Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson og Kristín Ágústsdóttir,

Borghildur Sverrisdóttir boðaði förföll.

 Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Hákon Hansson, Júlía Siglaugsdóttir og Borgþór Freysteinsson

 

Dagskrá:

  1. Gosmál  519
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi 520
  3. Málefni einstakra fyrirtækja  521
    3.1        Sundlaugin í Selárdal 521
  4. Innri mál HAUST  521
    4.1        Ársfjórðungsuppgjör –  521
    4.2        Staða eftirlits og horfur fram á sumar 521
    4.3        Kosningar og næstu fundir 521
  5. Önnur mál 521
    5.1
             Ferðamiðlun 521
    5.2
             Framsal eftirlitsverkefna frá MAST til HES. 522
    5.3
             SHÍ 522
    5.4
            Vorfundur HES, UST, MAST og ráðuneytanna 522

 Valdimar formaður setti fundinn um kl. 13:15

1        Gosmál

Starfsmenn greina frá hlutverki HAUST í málum sem kunna að koma upp vegna gossins, en það snýr aðallega að mengun (neyslu)vatns og vegna svifryks.  Starfsmenn hafa fengið fyrirspurnir frá almenningi um ýmislegt sem snýr að þessum málum og reyna þá að greiða úr.

Sýslumenn og/eða lögreglustjórar hafa verið í sambandi við starfsmenn HAUST.  UST hefur í tvígang fundað með framkvæmdastjórum HES. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur miðlað úr sínum reynslubanka.

Starfsmenn HAUST fylgjast vel með heimasíðum MAST og UST sem og leiðbeiningum sem þessar stofnanir birta sem og Almannavarna.

AS spyr um áhrif á hreindýr og dýralíf á hálenidnu.  Flúor safnast ekki fyrir í rennandi vatni.  Grös og ber eru ekki varasöm nema ef ryk sest á þau, en það þvæst af með vatni.  Flúor er mjög hvarfgjarnt efni og binst vel við kalk í lífverum, en er ekki lengi óbundið í náttúrunni.

2        Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

  1. Egilsstaðahúsið ehf., kt. 700198-2869. Tímabundið starfsleyfi vegna veitingasölu í Sláturhúsinu, menningarsetri  á Egilsstöðum í tilefni af opnunarhátíð 700.is hreindýraland þann 20.3.2010.  Leyfi útgefið 17.3.2010.
  2. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Starfsleyfi fyrir geymslu á moltu í landi Mýness, 701 Egilsstaðir. Leyfi útgefi 20.3.2010 og gildir til 3ja ára.
  3. Fljótsdalshérað, kt.  481004-3220.  Starfsleyfi/endurnýjun fyrir félagsmiðstöðina Afrek, Smiðjuseli 2, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsmiðstöð. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 23.3.2010
  4. Menntaskólinn á Egilsstöðum, kt. 610676-0579. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir skólastarfssemi og heimavist að Tjarnarbraut 25, 700 Egilsstaðir. Farið skal eftir starfsreglum fyrir skóla, þ.e. bóknám og fullorðinsfræðslu frá árinu 2005. Leyfið útgefið 23.3.2010
  5. Fljótsdalshérað, kt.  481004-3220. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vilhjálmsvöll og Hettuna, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða íþróttavöll, búningsaðstöðu og almenningssalerni. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar frá árinu 2006 og fyrir almenningssalerni frá árinu 2006. Leyfið útgefið 24.3.2010
  6. Ásól ehf. kt.  580387-1289. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Gistihús Olgu, Tjarnarbraut 3, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistingu í samtals sex herbergjum, fimm herbergi með sameiginlegar snyrtingar og eitt herbergi með fullbúið baðherbergi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiskála. Leyfið útgefið 24.3.2010
  7. Fljótsdalshérað, kt.  481004-3220. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum, Selási 20, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða tónlistarskóla. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006. Leyfið útgefið 24.3.2010
  8. Anna Kristín Magnúsdóttir, kt. 170849-4349, Eiðum, 701 Egilsstaðir og Magnús Áskelsson, 240678-3499, Tunguvegi 12, 260 Reykjanesbæ. Starfsleyfi fyrir sumarbúðir í Gamla Barnaskólanum á Eiðum fyrir 12-15 einstaklinga eina viku í senn í júní, júlí eða ágúst. Farið skal eftir starfsreglum fyrir heimili fyrir börn og unglinga frá árinu 2004, fyrir veitingastaði og veitingasölu frá árinu 2006 og fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006. Leyfið gefið út 12.4.2010 og gildir í fjögur ár. 
  9. Þórunn Guðgeirsdóttir, kt. 240265-4279.  Starfsleyfi/flutningur á Fótaaðgerðarstofu Fótatak, Dynskógum 3, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða fótaaðgerðarstofu með einum aðgerðarstól. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur frá árinu 2006 og fyrir hreinsun, sótthreinsun og dauðgreinsun áhalda frá árinu 2002. Leyfið útgefið 14.4.2010 
  10. Skátafélagið Héraðsbúar, kt.  640288-4189, Sólvellir 6, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða tímabundið starfsleyfi fyrir tjaldsvæði og matartjald á skátamóti í Selskógi, 700 Egilsstaðir, helgina 2-4-júlí 2010. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tjaldsvæði og útisamskomur auk krafna í starfsleyfi varðandi matreiðslu. Leyfið útgefið 21.4.2010
  11. Egilsstaðabúið ehf., kt.621299-3959. Starfsleyfi fyrir framleiðslu mjólkurafurða og veitingasölu, í Fjóshorninu Egilsstöðum 1, 700 Egilsstaðir.  Ábyrgðarmaður er Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir. Leyfi útgefið 21.4.2010.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

  1. Lostæti-Austurlyst ehf., kt. 681209-1580.  Breyting á starfsleyfi.  Um er að ræða leyfi fyrir mötuneyti með fullbúnu veitingaeldhúsi og veitingaþjónustu í stjórnsýslubyggingu álvers Alcoa-Fjarðaáls sf. að Hrauni í Reyðarfirði. Ábyrgðarmaður: Valmundur Árnason, kt. 171156-4409.  Leyfi útgefið 19.3.2010.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

  1. Kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði, kt. 671202-3250. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Kirkju-og menningarmiðstöðina Eskifirði, Dalbraut 2, 735 Eskifirði. Um er að ræða safnaðarheimili með einföldu móttökueldhúsi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2007. Leyfið útgefið 29.3.2010.

780-781 Hornafjörður

  1. Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, kt. 090555-5459.  Endurnýjun á starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu og sölu gistingar í Farfuglaheimilinu Vagnsstöðum, Suðursveit, 781 Hornafirði.  Heimild til sölu á gistingu er fyrir allt að 28 gesti í íbúðarhúsi og 24 gesti í fjórum smáhýsum.  Ábyrgðarmaður er Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, kt. 090555-5459. Leyfi útgefið 16.3.2010.
  2. Tuliníus ehf., kt. 511198-2329. Endurnýnun á starfsleyfi fyrir veitingarekstur í Nýheimum og að Hafnarbraut 2. Um er að ræða 2 aðskilin leyfi.
    1. i.         Í Nýheimum er um að ræða sölu á veitingum í fullbúnu veitingaeldhúsi og veitingasal fyrir allt að 50 manns.
    2. ii.         Að Hafnarbraut 2 er um að ræða veitingarsölu úr móttökueldhúsi og með veitingasal fyrir gesti allt að 25 manns.Ábyrgðarmaður er Gauti Árnason kt. 060873-3649.  Leyfin eru útgefin 7.4.2010.

3        Málefni einstakra fyrirtækja

3.1       Sundlaugin í Selárdal

Starfsmenn gera grein fyrir forsögu máls, sérstöðu þess og núvarndi stöðu.

Starfsmönnum falið að vinna málið áfram.  Í vinnunni verði öryggi gesta látið hafa forgang sem og menntun og þjálfun starfsmanna   Ítrekuð er krafa til svfél. um að greinargerð um áform varðandi rekstur laugarinnar verði send til HAUST.

4        Innri mál HAUST

4.1       Ársfjórðungsuppgjör

HHr lagði fram gögn sem sýna að fjárhagurinn er innan viðmiðunarmarka.  Tölvukaup eru þó umfram fjarhagsáætlun sem og tölvuþjónusta, enda varð ekki hjá því komist að endurnýja tvær borðtölvur.

Aksturskostnaður er einnig í hærri kantinum og skýrist að einhverju leyti af háu bensínverði, en einnig af því að helmingur bifreiðaskatta hefur þegar verið greiddur.

Enn þarf að gæta ítrasta aðhalds í peningamálum.

Ábending kom fram um að leita tilboða í tryggingar bifreiðanna og í endurskoðun ársreikninga.  Minnt var á að bílar embættisins eru orðnir eldri en hingað til hefur verið álitið ásættanlegt og að kanna þarf með endurnýjun bíla ef fjárhagsstaðan batnar.

4.2       Staða eftirlits og horfur fram á sumar

Eftirlitið er í eðlilegum farvegi, nema helst hjá framkvæmdastjóra, sem hefur verið í veikindaleyfi og sumarleyfi.  Ekki er þó ástæða til annars en ætla að allt gangi upp.

4.3       Kosningar og næstu fundir

Heilbrigðisnefnd situr fram yfir sveitarstjórnakosningar og fram að næsta aðalfundi SSA.

Ef þörf er á verði verði kallaður saman símfundur í vor eða sumar, en annars stefnt að snertifundi og skoðunarferð á virkjanasvæði í lok ágúst eða byrjun september.

5        Önnur mál

5.1 Ferðamiðlun

SG spyr um “ferðamiðlanir”  -  Hún telur að þarna sé rekstur í samkeppni við  ferðaþjónustuaðila og spyr um leyfisveitingar slíkra aðila.

Þessi starfsemi er að mati HAUST starfsleyfisskyld. Starfsmenn munu kanna málið hjá UST og sýslumannsembættum/lögreglugstjóri.

Ábending til starfsmanna um að leita upplýsinga hjá stórum hótelum og upplýsingamiðstöðvum um hvort þau hafi lista yfir aðila sem hægt er að vísa á ef fullbókað er á hótelin og kanna þá hvort þessir aðilar hafi starfsleyfi.

5.2 Framsal eftirlitsverkefna frá MAST til HES.

Svo virðist sem ákvæði breyttra matvælalaga um heimild til framsals eftirlits þar sem það er hagkvæmt muni skila árangri.  MAST hefur fundað með flestum heilbrigðiseftirlitssvæðum og í undirbúningi er rammasamningur um framsal starfsleyfisvinnslu, eftirlits og beitingar þvingunarúrræða frá MAST til HES í öllum litlu fyrirtækjunum sem skv. túlkun MAST áttu að færast frá HES og til stofnunarinnar.  Stórar kjötvinnslur og mjólkurbú munu verða hjá MAST, þ.m.t. t.d. mjólkurstöð MS á Egilsstöðum.

Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju sinni með þessa þróun mála og hvetur Umhverfisstofnun til að flýta sinni framsalsvinnu á sama máta.

5.3 SHÍ

Símafundir hafa verið á milli stjórnarmanna og þeir  tekið þátt í samstarfsvinnu við UST og MAST. Formaður f.h. stjórnar SHÍ, ásamt fulltr. Suðurlands og Reykjavíkur, funduðu í Sjávarútvegs - og landbúnarráðuneyti um breytta matvælalöggjöf og framsalsmál. Stöðufundur var hjá stjórn SHÍ, 16. apríl en unnið er m.a. að undirbúningi gerð upplýsingaheimasíðu fyrir SHÍ.

5.4 Vorfundur HES, UST, MAST og ráðuneytanna

Hefðbundinn vorfundur framkvæmdastjóra HES, yfirmanna hjá UST og MAST og fulltrúa frá báðum ráðuneytunum verður haldinn 5. og 6. maí nk. í Hallormsstað.  Um er að ræða hefðbundinn fund, þar sem áhersla er lögð á stefnumörkun og samræmingu starfs þessara aðila.

Fundi var slitið kl. 15:15

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.


Valdimar O. Hermannsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Árni Kristinsson
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Andrés Skúlason
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Hákon Hansson
Júlía Siglaugsdóttir
Borgþór Freysteinsson

 Fundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search