Fundargerð 17. september 2010

 

93. / 29.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn á Egilsstöðum 17. september 2010

Fundurinn hefst kl. 12:00 á léttum hádegisverði í Fjóshorninu á Egilsstöðum

Mætt:
Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Benedikt Jóhannsson og Kristín Ágústsdóttir.  Borghildur Sverrisdóttir boðaði forföll með stuttum fyrirvara.

Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Borgþór Freysteinsson, Hákon Hansson og Júlía Siglaugsdóttir

Gestur í skoðunarferð:  Ólafur Hr. Sigurðsson

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 529
  2. Tóbakssöluleyfi 535
  3. Málefni einstakra fyrirtækja. 528
    3.1      Bara snilld ehf.  Lyngás 5-7, Egilsstaðir 535
    3.2      Síreksstaðir Vopnafirði. 535
    3.3      Svartiskógur, Jökulsárhlíð. 535
    3.4      Skólavegur 49 Fáskrúðsfirði 536
  4. Erindi og bréf 535
    4.1      Landsvirkjun Power 536
    4.2      Umhverfisstofnun. 537
  5. Mengunarmál í sumar 537
    5.1      Neysluvatn Eskifirði 537
    5.2      Neysluvatn Djúpivogur 537
    5.3      Grútarmengun í Vopnafirði 537
  6. Framsalsmál 536
    6.1      Verkaskipting Matvælastofnunar (MAST) og HAUST. 538
    6.2      Verkaskipting Umhverfisstofnunar (UST) og HAUST- endurskoðun gildandi framsalssamninga  538
  7. Fjárhagsáætlun 2011. 539
  8. Mál til umræðu – stefnumörkun í starfi HAUST. 539
    8.1      Um tímabundin starfsleyfi 541
    8.2      Hreindýramál 542
    8.3      Um gististaði, flokkun þeirra og nafngiftir 542

Formaður setti fund, þann 29. og seinasta fund þessarar nefndar.  Nefndin mun  skila af sér á aðalfundi HAUST 6.10.2010.

1        Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur

a)     FLUG-KEF ohf., kt. 550210-0370 Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir flugstöð, á Vopnafjarðarflugvelli. Um er ræða breytt nafn og kennitölu, þar sem nýtt félag hefur tekið við rekstri vallarins. Leyfi breytt 17.05.2010

b)    Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Tímabundið starfsleyfi, endurnýjun, vegna sundlaugar og vatnsveitu í Selárdal, Vopnafirði.  Leyfið gefið út 20.6.2010 til tveggja ára með kröfum um verklag og úrbætur frá því sem var.  Ljósaland ehf., kt. 700991-1569.  Starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstöðu Háholti 3, 690 Vopnafjörður.  Um er að ræða geymslu og viðgerðaaðstöðu eigin véla verktakafyrirtækisins. Leyfi útgefið 27.6.2010.

c)     Steiney ehf., kt. 570409-0500.  Starfsleyfi fyrir verkstæðisaðstöðu Háholti 1, 690 Vopnafjörður.  Um er að ræða geymslu og viðgerðaaðstöðu eigin véla verktakafyrirtækisins. Leyfi útgefið 27.6.2010.

d)    Steiney ehf., kt. 570409-0500.  Starfsleyfi fyrir steypustöð á Búðaröxl, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 27.6.2010.

e)     Öryggismiðstöð Austurlands ehf., kt. 700605-0510.  Nýtt starfsleyfi fyrirsöfnun og flutning á sérstökum úrgangi og seyru og viðgerðaaðstöðu fyrir eigin tæki og vélar að Hafnarbyggð 1, Vopnafirði.  Leyfi útgefið 27.6.2010.

f)     Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi fyrir litla malbikunarstöð á Búðaröxl, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 2.7.2010.

g)    Halldór Georgsson, kt. 030448-7669.  Breyting á starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu, sölu á gistingu í tveim sumarhúsum og gistiheimili með sjö tveggja manna herbergjum og fyrir heita potta að Síreksstöðum, 690 Vopnafjörður.  Leyfi útgefið 7.7.2010.

h)    Sóknarnefnd Vopnafjarðar, kt. 710269-5999. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Vopnafjarðarkirkju-og safnaðarheimili að Kolbeinsgötu 9, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða safnaðarheimili með einföldu móttökueldhúsi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2007.  Leyfið útgefið 20.7.2010.

i)      Minjasafnið Bustarfelli, kt. 621004-3010. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar ferðþjónustu og annarri starfsemi að Bustarfelli. Starfsleyfi útgefið 12.8.2010

j)      Veiðifélag Selár, kt. 560299-2579. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar veiðiheimilinu Hvammsgerði við Selá. Starfsleyfi útgefið 16.8.2010

700-701 Fljótsdalshérað
k)    FLUG-KEF ohf., kt. 550210-0370 Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir flugstöð, á Egilsstaðaflugvelli. Um er ræða breytt nafn og kennitölu, þar sem nýtt félag hefur tekið við rekstri vallarins. Leyfi breytt 17.05.2010

l)      Höttur rekstrarfélag kt. 630200930. Starfsleyfi/breyting fyrir Siggapylsur pylsuskúr v/Vilhjálmsvöll. Um er að ræða sölu á innpökkuðu sælgæti, gosdrykkjum og pylsum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir pylsuvagna. Leyfið útgefið 18.5.2010

m)   Kvenfélag Hróarstungu, kt. 451199-2859. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tungubúð-samkomuhús, Tungubúð, Hróarstungu. Um er að ræða samkomuhús og vatnsveitu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2006 og fyrir veitingastaði og veitingasölu frá árinu 2007. Leyfið útgefið 26.5.2010.

n)    Fljótsdalshérað, kt 481004-3220. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Arnhólsstaði-samkomuhús,  701 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir samkomuhús og vatnsveitu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2006 Leyfið útgefið 27.5.2010.

o)    Suncana Slamnig, kt. 080959-5919.  Breyting á starfsleyfi fyrir tónlistarsumarbúðir á Eiðum, þ.e. í gamla Barnaskólanum.  Leyfið gildir fyrir sumarbúðir með áherslu á tónlist fyrir allt að 20 börn á aldrinum 10-15 ára, eina viku í senn í júní, júlí og ágúst ár hvert.  Mötuneyti er fyrir börn og starfsmenn sumarbúðanna.  Breytt leyfi útgefið 28.5.2010.

p)    Kollur ehf., kt. 651188-1219. Endurnýjað starfsleyfi vegna sölu á veitingum í Shellskálanum að Fagradalsbraut 13. Leyfi útgefið 28.5.2010

q)    Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220.  Endurnýjað og breytt starfsleyfi fyrir malarnámi við Þuríðarstaði í Eyvindarárdal.  Leyfi útgefið 2.6.2010

r)     Gistiheimilið Eyvindará ehf., kt. 450307-1570. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu að Eyvindará 2 og sölu á gistingu að Versölum, 700 Egilsstaðir. Leyfi til veitingasölu takmarkast við sölu til gesta gistiheimilisins. Leyfi útgefið 4.6.2010

s)     Bílamálun Egilsstöðum ehf., kt. 430698-2739. Endurnýjað starfsleyfi fyrir bifreiðasprautun að Fagradalsbraut 21-23 á Egilsstöðum. Leyfi endurnýjað 4.6.2010

t)      Steindór Jónsson ehf., kt. 601299-3139. Starfsleyfi fyrir sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasölum fyrir allt að 200 gesti, að Kaupvangi 17, á Egilsstöðum. Leyfi útgefið 4.6.2010

u)    Steindór Jónsson ehf., kt. 601299-3139.  Starfsleyfi fyrir Tjald-og hjólhýsasvæði fyrir samtals 1000 manns að Kaupvangi 17. Um er að ræða tjald-og hjólhýsasvæði með aðstöðu til losunar ferðasalerna, sjoppu, Barrahús (móttaka gesta), leiksvæði og leiktæki  auk þess gamla þjónustuhúsið sem verður aðeins notað á álagstímum.  Leyfi útgefið 8.6.2010

v)    Holt og heiðar ehf., kt. 630709-0160. Starfsleyfi fyrir matvælavinnslu á neðri hæð í húsnæði skógræktar ríkisins á Hallormsstað. Um er að ræða leyfi til framleiðslu á ýmsum tegundum matvæla úr jurtum og ávöxtum. Leyfi útgefið 8.6. 2010

w)   Skátafélagið Héraðsbúar, kt.  640288-4189.  Tímabundið starfsleyfi vegna kaffisölu í Egilsstaðaskóla, þann 17. júní 2010. Ábyrgðarmaður:  Þórdís Kristinsdóttir, kt. 050773-5669.  Leyfi útgefið 9.6.2010.

x)    Fljótsdalshérað, kt 481004-3220, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Iðavelli-samkomuhús,  701 Egilsstaðir. Um er að ræða samkomuhús. Takmarkanir eru á leyfi þar sem ekki er um móttökueldhús að ræða. Ef um veitingar er að ræða skal leirtau þvegið í eldhúsi með starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd eða nota einnota áhöld .  Farið skal eftir starfsreglum fyrir samkomuhús frá árinu 2006. Leyfið útgefið 9.6.2010.

y)    VAPP ehf., kt. 460206-1890.  Starfsleyfi fyrir gistiskála að Lyngási 5-7 efri hæð, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða leyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 20 manns í sex herbergjum án handlauga.  Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu. Ábyrgðarmaður: Guttormur Pálsson, kt. 071069-4199.  Leyfi útgefið 11.6.2010.

z)     Plastiðjan Ylur ehf., kt. 660809-1390. Starfsleyfi fyrir steypustöð.  Starfsleyfi Malarvinnslunnar ehf. frá 18.11.2008 vegna steypustöðvar að Miðási 13 flutt yfir á nýjan rekstaraðila í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.  11.6.2010.

aa)  Kollur ehf., kt. 651188-1219. Fagradalsbraut 13, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum í Shellskálanum í Hallormsstað. Krafa er um að einnota borðbúnaður verði notaður við framreiðslu veitinga til gesta. Leyfi útgefið 16.6.2010

bb) Mælivellir ehf., kt. 640409-0370.  Starfsleyfi fyrir geymslu og viðgerðaraðstöðu eigin véla að Miðási 4, suðurhluti húss.  Leyfi útgefið 22.6.2010.

cc)  Gréta Sigurjónsdóttir kr. 161265-5729. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Bókakaffi Hlöðum, Hlöðum, 700 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 28.6.2010

dd) Grái Hundurinn ehf. kt. 540605-1490, Hjalla, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi/endurnýjun til fjögurra ára  eingöngu júni, júlí, ágúst ár hvert fyrir sundlaugina á Hallormsstað. Um er að ræða sundlaugina að Hallormsstað og sölu á innpökkuðu sælgæti og gosi í afgreiðslu laugarinnar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sundlaugar og baðstaði sem og fyrir söluskála A . Leyfið útgefið 29.6.2010 og gildi í fjögur ár. 

ee)  Skotfélag Austurlands, kt. 500395-2739.  Nýtt starfsleyfi fyrir Skotæfingasvæði á Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal við Egilsstaði.  Um er að ræða leyfi fyrir skotíþróttavelli með tvær riffilbrautir, skeet-velli, trap-velli og aðstöðuhúsi. Ábyrgðarmaður er Þorsteinn Ragnarsson, kt. 280575-6079.  Leyfi útgefið 1.7.2010.

ff)   Grái Hundurinn ehf., kt. 540605-1490. breyting á starfsleyfi útgefnu 28.12. 2009 vegna sölu á gistingu og veitingum í Hallormsstað í breyttu leyfi er heimilt að selja veitingar úr fullbúnu eldhúsi til allt að 160 gesta í stað 90 áður. Starfsleyfi endurskoðað 7.7.2010 

gg) Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands kt. 660269-4369. Tímabundið starfsleyfi vegna tjaldsvæðis fyrir allt að 500 gesti og sölu á innpökkuðum veitingum í Selskógi dagana 9.-11. júlí 2010. Ábyrgðarmaður er Elín Rán Björnsdóttir. Leyfi útgefið 8.6.2010

hh) Harmonikkufélag

ii)    Héraðsbúa, kt. 540291-2179. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og lítilsháttar veitingasölu á sumarhátíð Harmonikkufélagsins að Brúarási, 30. júlí 2010. Ábyrgðarmaður:  Sveinn Vilhjálmsson, kt. 150238-4209.  Leyfi útgefið 15.7.2010.

jj)    Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytisafgreiðslu í Möðrudal.  Ábyrgðarmaður: Vilhjálmur Vernharðsson, kt. 020576-4059.  Leyfi útgefið 18.7.2010.

kk) Vaðall ehf. kt. 620606-0810. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu auk tjaldstæðis og vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Leyfi útgefið 20.7.2010.

ll)    Flugleiðahótel ehf. kt. 611297-6949. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Hótel Eddu á Egilsstöðum að Tjarnarbraut 25. Leyfi útgefið 21.7.2010

mm)       Flugleiðahótel ehf. kt. 611297-6949. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum og gistingu í Hótel Eddu á Eiðum. Leyfi útgefið 21.7.2010.

nn) Edda Kr. Björnsdóttir, kt. 290451-2219.  Nýtt starfsleyfi fyrir litla matvælavinnslu að Miðhúsum, 700 Egilsstaðir.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir lítilli matvælavinnslu, þar sem aðallega er unnið með jurtir, t.d. þurrkun á plöntum til framleiðslu á kryddi og tei, framleiðslu á ferskum frosnum og þurrkuðum sveppum, framleiðslu á sultum og sýrópi o.fl. þ.h.  Leyfi útgefið 21.7.2010.

oo) Forskot, ferðaþjónustufélag, kt. 600794-3109.  Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Ormsteiti á Fljótsdalshéraði 13.- 22. ágúst 2010.  Ábyrgðarmaður: Guðríður Guðmundsdóttir, kt. 150160-2439.  Leyfi útgefið 3.8.2010.

pp) Fjalladýrð ehf., kt. 460701-3330. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu í Möðrudal.  Leyfi útgefið 4.8.2010.

qq) Stefán Sveinsson, kt. 170362-3819. Starfsleyfi/endurnýjun vegna sölu á gistingu á einkaheimili að Útnyrðingsstöðum. Um er að ræða sölu á gistingu í sex herbergjum fyrir samtals 15 manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir sölu á gistingu gegn gjaldi á einkaheimili. Leyfið útgefið 10.8.2010.

rr)   Skógrækt ríkisins Hallormsstað, kt. 590269-4339. Tímabundið starfsleyfi fyrir áramótabrennur á Atlavíkurkletti Hallormsstað árin 2010-2014.  Ábyrgðarmaður:  Þór Þorfinnsson, kt. 280559-5049. Leyfi útgefið 17.8.2010.

ss)   Helgi H. Bragason kt. 220872-4169, Setbergi 701 Fljótsdalshérað. Starfsleyfi fyrir pökkun og meðhöndlun á rótarávöxtum, auk vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni að Setbergi í Fellum. Leyfi útgefið 26.8.2010.

tt)    Olíuverslun Íslands hf., kt.500269-3249. Starfsleyfi vegna sölu á matvælum og sælgæti í Olís, Lagarfelli 2, Fellabæ, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi útgefið 31.8.2010

701 Fljótsdalshreppur
uu) Landsvirkjun, kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir fyrir allt að 14 starfsmenn að Teigshúsum við Fljótsdalsstöð. Starfsleyfi til fjögurra ára útgefið 4.5. 2010.

vv) Fljótsdalsgrund ehf., kt. 470909-1450.  Breyting á starfsleyfi fyrir rekstur tjaldsvæðis, sölu á gistingu og lítilsháttar veitingasölu við Végarð í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir tjald- og hjólhýsasvæði fyrir allt að 100 gesti, sölu á gistingu í tíu fullbúnum gistiherbergjum fyrir allt að 34 gesti samtals, svefnpokagistingu fyrir allt að 10 manns í aðstöðuhúsi og morgunverðaraðstöðu í Végarði.  Ábyrgðarmaður er Jósef V. Þorvaldsson, kt. 100856-4689.  Leyfi útgefið: 27.5.2010.

ww)        Vatnajökulsþjóðgarður, kt. 441007-0940.  Nýtt starfsleyfi fyrir Snæfellsstofu við Skriðuklaustur í Fljótsdalshreppi.  Um er að ræða leyfi vegna samkomuhúss, snyrtinga fyrir almenning og veitingasölu með innpakkað sælgæti og samlokur frá viðurkenndum framleiðendum, miðað við starfsleyfisskilyrði fyrir söluskála B.  Ábyrgðarmaður: Agnes Brá Birgisdóttir, kt. 220575-3149.  Leyfi útgefið 26.6.2010.

xx) Vélaleiga J.H.S. ehf., kt, 570504-2230. Tímabundið starfsleyfi til að rífa undirstöður tengivirkis Landsnets á Bessastöðum í Fljótsdal og til að flytja þaðan úrgang til förgunar eða endurnýtingar. Ábyrgðarmaður:  Jóhann Helgi Sigurðsson, kt. 181160-4979.  Leyfið gildir frá 15.7. til 15.8.2010.

yy) Landsvirkjun, kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu við inntaksmannvirki við Ufsarlón Starfsleyfi útgefið 6.8.2010.

zz)  Landsnet hf., kt. 580804-2410. Tímabundið starfsleyfi til að leggja steypuúrgang, þ.e. óvirkan úrgang í gryfju á Hamborgarmel í Fljótsdalshreppi.  Ábyrgðarmaður:  Skarphéðinn Rosenkjær, framkvæmdaaðili:  Jóhann Helgi Sigurðsson.  Leyfi útgefið 13.8.2010.

710 Seyðisfjörður
aaa)         Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559.  Starfsleyfi fyrir móttöku- og flokkunarstöð fyrir endurvinnanlegan úrgang og spilliefni að Fjarðargötu 8, 710 Seyðisfjörður.  Leyfi útgefið 12.6.2010.      

bbb)       Sigurbergur Sigurðsson, kt. 170844-7699. Starfsleyfi fyrir geymslu og viðgerðaraðstöðu eigin véla og tækja að Langatanga 7, norðurhluta skemmunnar.  Leyfi útgefið 14.6.2010. 

ccc)         Stálstjörnur ehf., kt. 450700-4790.  Breyting á starfsleyfi.  Leyfi gefið út fyrir alhliða verkstæðisaðstöðu, annars vegar vél- og járnsmíði, véla- og skipaviðgerðir í Fjarðargötu 1 og hins vegar viðgerðaverkstæði bíla og véla í Ránargötu 2.  Lóðir fyrirtækjanna liggja saman og starfsemin er samofin. Leyfi útgefið 19.6.2010. 

ddd)       Stjörnublástur ehf., kt. 620197-2549.  Nýtt starfsleyfi fyrir sandblástur, meðferð og húðun málma að Hafnargötu 29.  Leyfi útgefið 19.6.2010.,  

eee)         LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi, kt. 600201-2120. Tímabundið starfsleyfi vegna útisamkomu í miðbæ Seyðisfjarðar, þ.e. við Herðubreið og Seyðisfjarðarskóla þann 17.7.2010. Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619.  Leyfi útgefið 20.6.2010.

fff) Rafvirkinn Seyðisfirði ehf., kt. 550408-0740.  Nýtt starfsleyfi fyrir sölu á gistingu í allt að fimm sumarhúsum í Lönguhlíð í Seyðisfirði og vatnsveitu sem þjónar sumarhúsunum.  Ábyrgðarmaður: Sigurbjörn Kristjánsson, kt. 060751-2699.  Leyfi útgefið 1.7.2010. 

ggg)       Lilja Kristinsdóttir, kt. 270750-3389, f.h. Handvegsmarkaðar á Seyðisfirði.  Tímabundið starfsleyfi til að framleiða í eldhúsi Herðubreiðar sultur, saft, bakkelsi o.þ.h. og leyfi til sölu á framleiðsluvörunum í Handverksmarkaði að Austurvegur 23, 710 Seyðisfjörður.  Ábyrgðarmaður er Ragnheiður Gunnarsdóttir.  Gildistími leyfis er: 3. júní til 30. september 2010. 

hhh)       G. B. Bjartsýn ehf.,  kt. 690304-2950.  Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á veitingum og drykkjum dagana 16.-18.7. 2010 í aðstöðu við Herðubreið. Ábyrgðarmaður er Birna S. Pálsdótti,r kt. 121071-5339. Leyfi útgefið 15.7.2010. 

iii)   Húsahótel ehf., kt. 210703-2510.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu tilbúinna veitinga í Angró og í tjaldi staðsettu við Angró á Seyðisfirði dagana 23.-25. júlí 2010 í tengslum við Smiðjuhátíð.  Ábyrgðarmaður: Klas Poulsen , kt. 011175-2449.  Leyfið útgefið 16.7.2010. 

jjj)   Óla Björg Magnúsdóttir, kt. 050251-4549. Starfsleyfi/nýtt Gisting Botnahlíð 13, 710 Seyðisfirði.  Um er að ræða sölu á gistingu á einkaheimili fyrir samtals fjóra einstaklinga. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistingu gegn gjaldi á einkaheimili frá árinu 2006. Leyfið útgefið 22.7.2010.

kkk)       Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi/breyting vegna Tjald-og hjólhýsasvæðis að Ránargötu 1. Um er að ræða þjónustuhús með salernisaðstöðu fyrir allt að 1000 manns, aðstaða er fyrir fatlaða auk þess er aðstaða til losunar á ferðasalernum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir tjald-smáhýsa-og hjólhýsasvæði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 10.08.2010 

lll)   Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 650269-1019. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tónlistarskóla Seyðisfjarðar, Austurvegi 22, 710 Seyðisfirði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir leikskóla og skóla frá árinu 2006. Leyfið útgefið 3.9.2010. 

720 Borgarfjörður
mmm)   Magnaðir ehf., kt. 481106-0280. Tímabundið starfsleyfi vegna tónleikahalds í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystri þann 24. júlí 2010. Ábyrgðarmaður: Magni Ásgeirsson kt. 011278-5319.  Leyfi útgefið 27.4. 2010. 

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
nnn)       Falcon-Traffic ehf., kt. 710506-1240. Starfsleyfi fyrir matvöruverslun án vinnslu að Austurvegi 21, 730 Reyðarfirði. Leyfi útgefið 4.5.2010.

ooo)       Þorsteinn Árnason, kt. 110887-3109. Tímabundið starfsleyfi vegna skemmtanahalds og veitingasölu í Félagslundi á Reyðarfirði 14.-15. maí 2010. Leyfi útgefið 11.5.2010

ppp)       Cafe Kósý ehf., kt. 621003-2670. Tímabundið starfsleyfi vegna skemmtanahalds og veitingasölu í Félagslundi á Reyðarfirði 12.-13. júní 2010. Leyfi útgefið 8.6.2010

qqq)       Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir Tjald-og hjólhýsasvæði  við Andapoll Reyðarfirði. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir allt að 600 manns. Ath. að ekki er gefið út starfsleyfi á leiktæki þar sem þau uppfylla enga staðla og skulu fjarlægð í árslok.  Farið skal eftir starfsreglum fyrir hjólhýsa- ,smáhýsa- og tjaldsvæði frá árinu 2006. Leyfið útgefið 22.7.2010.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
rrr)  Kría veitingasala ehf., kt. 710502-2850. Endurnýjað starfsleyfi fyrir veitingasölu í Shellskálanum að Strandgötu 13, 735 Eskifirði. Leyfi endurnýjað 24.6.2010.

sss) Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Starfsleyfi/endurnýjun fyrir tjald-og hjólhýsasvæði  við Bleiksá, Eskifirði. Um er að ræða tjaldsvæði fyrir allt að 200 manns auk leiksvæðis. Farið skal eftir starfsreglum fyrir hjólhýsa-, smáhýsa- og tjaldsvæði frá árinu 2006 og starfsreglum fyrir leiksvæði barna með eða án gæslu frá árinu 2006. Leyfið útgefið 20.7.2010.

ttt)   Benjamín Steinarsson, kt. 190473-3419. Starfsleyfi/tímabundið dagana 10.-14. sept. 2010,fyrir húðflúr og götun, í húsnæði Björgunarsveitarinnar að Strandgötu 11, 735 Eskifirði. Farið skal eftir starfsreglum fyrir líkamsgötun, þar með talið húðflúr frá árinu 2007 og fyrir hreinsun, sótthreinsun og dauðhreinsun áhalda frá árinu 2002. Leyfið útgefið 10.9.2010.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
uuu)       Nesbær ehf., kt. 430102-3620. Endurnýjað starfsleyfi fyrir veitingasölu í kaffihúsinu Nesbæ að Egilsbraut 7 í Neskaupstað. Leyfi endurnýjað 24.5.2010.

vvv)       Gestur Janus Ragnarsson, kt. 310736-2019. Endurnýjað starfsleyfi fyrir verslunina K-Bónus sem er matvöruverslun án vinnslu að Miðgarði 4 í Neskaupstað. Leyfi endurnýjað 15.6.2010.

www)    Haukur Ingvar Sigurbergsson, kt.  040581-5619.  Tímabundið starfsleyfi vegna veitingareksturs á Eistnaflugi í Neskaupstað 06.07.2010 - 11.07.2010.  Leyfið nær til framleiðslu á samlokum með skinku og osti í eldhúsi grunnskólans í Neskaupstað og til sölu á forsteiktum hamborgunum, samlokum, innpökkuðu sælgæti o.þ.h. frá viðurkenndum framleiðendum í söluskúr og íbúðagámi á tjaldsvæði Norðfjarðar:  Leyfi útgefið 3.7.2010.

xxx)       Millifótakonfekt ehf., kt 671109-1040.  Tímabundið starfsleyfi vegna reksturs tjaldsvæðis á Bökkum á Eistnaflugi 8.-10. júlí 2010. Ábyrgðarmaður: Stefán Magnússon, kt. 290476-3729.  Leyfi útgefið 3.7.2010.

yyy)       Blús, Rokk/djassklúbbur á Nesi, kt. 620498-3949.  Tímabundið starfsleyfi vegna heildarumsjónar á Neistaflugi 29.7.-1.8.2010.  Ábyrgðarmaður: Þorvaldur Einarsson, kt. 280480-5259.  Framkvæmdastjóri: Guðjón Birgir Jóhansson, kt. 190184-2739. Starfsleyfið felur í sér leyfi fyrirútisamkomum í miðbæ Neskaupstaðar, tjaldsvæði á Bökkum, samkomu í íþróttahúsi Norðfjarðar, tjaldsölu innpakkaðra matvæla,  og reykspólun á hafnarsvæði í Norðfirði. Leyfi útgefið 26.7.2010.

zzz)         Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.Starfsleyfi/endurnýjun fyrir félagsmiðstöðina Atóm, Egilsbraut 4, 740 Neskaupstað. Um er að ræða aðstöðu fyrir börn og unglinga. Farið skal eftir starfsreglum fyrir félagsheimili frá árinu 2000. Leyfið útgefið 10.8.2010.

750 Fáskrúðsfjörður
aaaa)      Gestur Valgeir Gestsson, kt. 111046-3879.  Starfleyfi  fyrir sölu á gistingu á einkaheimili að Stekkholti 20, Fáskrúðsfjörður. Um er að ræða leyfi til sölu á gistingu í þremur tveggja manna herbergjum með morgunverði á heimili rekstaraðila. Útgefið 25.5.2010.

bbbb)    Sigrún Ragnarsdóttir, kt. 011255-3459.  Endurnýjun á starfsleyfi til að starfrækja Litalind, hársnyrtistofu, kt. 581201-3110 að Skólavegi 88 a. Um er að ræða leyfi fyrir hársnyrtistofu með einum hársnyrtistól og sölu á hársnyrtivörum. Leyfi útgefið  9.6.2010.

cccc)      Minjavernd hf., kt 700485-013. Tímabundið starfsleyfi til að rífa  Franska spítalann í Hafnarnesi Fáskrúðsfirði  og til flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður:  Þorsteinn Bergsson, kt. 191056-2219. Krafa er um að allt verði fjarlægt af og úr jörðu, jafnt lagnir, tankar sem undirstöður. Gengið verði frá yfirborði lands í samræmi við kröfur landeiganda og viðkomandi sveitarfélags.    Gildistími starfsleyfis: 10.9.2010 til 31.12.2010.

755 Stöðvarfjörður
Stöðvardalur ehf
., Stöð, 755 Stöðvarfjörður, kt. 700107-2560.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 200 tonnum af kræklingi árlega fyrir landi jarðarinnar Stöðvar í Stöðvarfirði.  Útgáfudagur leyfis: 24.4.2010

760 Breiðdalsvík
dddd)    Seafood Supplay Iceland ehf.,  kt. 441007-2130.  Starfsleyfi fyrir fiskvinnslu á Breiðdalsvík. Starfsstöð: Sólvöllum 23, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða leyfi fyrir rekstri fiskvinnslu  í frystihúsinu á Breiðdalsvík.  Útgáfudagur leyfis: 4.1.2010.

eeee)      Óðins Ferðir Íslands ehf., kt. 520510-0520.  Starfsleyfi fyrir  sölu á gistingu í sumarhúsi Höskuldsstöðum, 760 Breiðdalsvík, fyrir allt að 9 gesti, þar af fyrir 6 gesti í svefnpokaplássi á dýnum á svefnlofti. Vel búið eldhús er fyrir gesti. Forsvarsmaður: Maria Christine Pálsdóttir, kt. 280564-8189. Útgáfudagur 25.6.2010.

ffff)        Vinamót ehf., kt. 680503-3620.  Starfsleyfi til  sölu matvæla  í starfsstöð við Ásveg 18, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða litla þægindavöruverslun með sölu á matvælum og annarri nauðsynjavöru í söluskála N 1 á Breiðdalsvík. Starfsleyfi gefið út 20.4.2010.

765 Djúpivogur
gggg)    Þorskeldi ehf., kt. 451103-3420, Hömrum 12, 765 Djúpivogur fær starfsleyfi fyrir kvíaeldi í Berufirði. Um er að ræða leyfi fyrir kvíaeldi á þorski, áframeldi, á allt að 199 tonnum árlega.  Staðsetning: 64°45´ N - 14°23´30" Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskeldi í sjó og auglýsingu Umhverfisráðuneytis yfir mengandi starfsemi þar sem ekki er krafist ítarlegri starfsleyfisgerðar frá 4.8.2000. Útgáfudagur leyfis er 20.5.2010.

hhhh)    Seglskip ehf., kt. 500107-0490, Kambi 1, 765 Djúpivogur.  Starfsleyfi fyrir  sölu á gistingu í tveimur sumarhúsum. Starfsstöð: Stekkjarhjáleiga I og II, Hamarsfirði, 765 Djúpivogur. Um er að ræða starfsleyfi fyrir  sölu á gistingu í tveimur sumarhúsum, fyrir allt að 8 gesti í hvoru húsi. Forsvarsmaður Jón Karlsson, kt. 011159-2579 Útgáfudagur leyfis 21.6.2010.

iiii) Djúpavogshreppur, kt. 630269-4749.  Breyting á starfsleyfi til að starfrækja leikskólann Bjarkatún, Hammersminni 15 B, 765 Djúpivogur.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir leikskóla og mötuneyti með fullbúnu eldhúsi. Leyfi útgefið 15.7.2010.

780-781 Hornafjörður
jjjj) FLUG-KEF ohf., kt. 550210-0370. Starfsleyfi fyrir flugstöð, á Hornafjarðarflugvelli. Um er ræða breytt nafn og kennitölu, þar sem nýtt félag hefur tekið við rekstri vallarins. Leyfi breytt 17.5.2010

kkkk)    Finndís Harðardóttir, kt. 160961-3849.  Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Dilksnesi, 781 Hornafirði.  Um er að ræða leyfi til sölu á gistingu fyrir allt að sjö manns í tveimur herbergjum.  Leyfi útgefið 28.5.2010.

llll) Nýpugarðar ehf., 510805-0380.  Nýtt starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Nýpugörðum, 781 Höfn í Hornafirði. Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu á gistingu fyrir allt að 10 gesti í 5 tveggja manna herbergjum á neðri hæð í íbúðarhúsi rekstaraðila. Leyfi útgefið 28.5.2010.

mmmm)   Steinvör Almý Haraldsdóttir, kt. 230869-3599. Nýtt starfsleyfi fyrir hjólhýsa,- smáhýsa og tjaldsvæði að Lambleiksstöðum,  781 Hornafirði. Um er að ræða starfsleyfi fyrir tjaldsvæði fyrir allt að 200 manns þjónustuhús fyrir tjaldsvæði ásamt 3 smáhýsum til gistingar, öll með salernum. Leyfið útgefið 22.6.2010.

nnnn)    Hallgrímur Jónsson, kt. 150650-4379.  Breyting á starfsleyfi fyrir pokaþvottastöð, Álaugarvegi 19a, 780 Höfn.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir þvott á mjölpokum, þ.e. stórsekkjum undan fiskimjöli.  Leyfi útgefið 22.6.2010.

oooo)    Guðveig Bjarnadóttir, 270826-2619. Um er að ræða starfsleyfi fyrir litla vatnsveitu að Bölta, Skaftafelli, Öræfum.  Leyfið útgefið 22.6.2010

pppp)    Humarhátíð ehf., kt. 660499-2029. Starfsleyfi fyrir Humarhátíð á Hornafirði 2.-4.7.2010. Um er að ræða yfirumsjón og almenna ábyrgð á Humarhátíð á Höfn 2010, uppsetningu á og umsjón með farandsalernum í nánd við hátíðarsvæðið,  veitingasölu í nánd hátíðarsvæðið, einnig uppsetningu á og umsjón með sorpólátum og ábyrgð og umsjóna með varðeldi á laugardagskvöldi.  Leyfið útgefið 29.6.2010.

qqqq)    Friðþór Harðarson, kt. 150264-5299. Tímabundið starfsleyfi fyrir veitingatjald þar sem grillaður verðu humar á Humarhátíð Hornafirði 2010. Leyfið gildir frá 2.-4.7. 2010.

rrrr)        Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Endurnýjun starfsleyfis fyrir eldsneytissölu að Hafnarbraut 45, 780 Höfn í Hornafirð.  Leyfi útgefið 1.7.2010.

ssss)        Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249.  Endurnýjun starfsleyfis fyrir söluskála og lítilsháttar sölu snyrti- og efnavöru að Hafnarbraut 45, 780 Höfn í Hornafirð.  Leyfi útgefið 1.7.2010.

tttt) Haukur Karlsson, kt. 160967-3239.  Breytt starfsleyfi fyrir meindýravarnir og garðaúðun.  Leyfi útgefið 15.7.2010.

uuuu)    Guðbjörg Magnúsdóttir, kt. 050748-3329.  Um er að ræða starfsleyfi fyrir sölu gistingar á einkaheimili að Litla-Hofi, 785 Öræfum. Leyfið útgefið 18.8.2010.

2        Tóbakssöluleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur
a)     Bílar og vélar ehf., kt. 430490-1099.  Tóbakssöluleyfi í verslun fyrirtækisins, Ollasjoppu, að Kolbeinsgötu 35, á Vopnafirði. Ábyrgðarmaður er Ólafur Ármannsson, kt. 161157-67889.  Leyfi útgefið 7.6.2010

b)    Kauptún ehf,. kt. 571201-3050.  Tóbakssöluleyfi í verslun fyrirtækisins að Hafnarbyggð 4 á Vopnafirði. Ábyrgðarmaður er Árni Róbertsson, kt. 061158-5109.  Leyfi útgefið 17.5.2010

700-701 Fljótsdalshérað
c)     Kollur ehf., kt. 651188-1219.  Tóbakssöluleyfi í verslun fyrirtækisins að Fagradalsbraut 13, á Egilsstöðum. Ábyrgðarmaður er Ísak J. Ólafsson, kt. 180250-2479.  Leyfi útgefið 17.5.2010

d)    Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249.  Tóbakssöluleyfi í verslun fyrirtækisins að Lagarfelli 2 í Fellabæ.  Ábyrgðarmaður er Þórhallur Þorsteinsson, kt. 161060-4029.  Leyfi útgefið 18.5.2010

e)     Vaðall ehf,. kt. 620606-0810. Tóbakssöluleyfi í veitingastað fyrirtækisins að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal.  Ábyrgðarmaður er Aðalsteinn Jónsson kt. 120552-4079.  Leyfi útgefið 20.7.2010

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
f)     Gestur Janus Ragnarsson, kt.310736-2019.  Tóbakssöluleyfi í versluninni K-Bónus að Miðgarði 4 í Neskaupstað. Ábyrgðarmaður er Gestur Janus Ragnarsson, kt. 310736-2019.  Leyfi útgefið 15.6.2010.

3        Málefni einstakra fyrirtækja

3.1       Bara snilld ehf.  Lyngás 5-7, Egilsstaðir 
Frestur til að setja niður olíuskilju við þvotta- og bónstöð fyrirtækisins rann út fyrir nokkru.

Nýverið var staðfesta að skiljan er komin á staðinn og verður tengd á allranæstu dögum.  Því er ekki ástæða til aðgerða af hálfu heilbrigðisnefndar.

3.2       Síreksstaðir Vopnafirði. 
Í gistiaðstöðunni eru reknir tveir heitir pottar til afnota fyrir gesti.  Skv. leiðbeiningum söluaðila heitu pottanna er til sótthreinsunar notað efni sem heitir Softswim.  Í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum segir: ”Til sótthreinsunar baðvatns sal nota natríumhypoklóðið eða aðra viðurkennda klórgjafa. Þó er heilbrigðisnefnd heimilt að samþykkja önnur efni en klór að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar."

Vegna þessa var sent erindi til Umhverfisstofnunar UST 29.7.2010 en svar hefur ekki borist.

Rekstaraðilum er ekki heimlit að opna pottana aftur í vor fyrir gesti með sama hreinsiefni, nema leyfi heilbrigðisnefndar hafi fengist fyrir notkun þess.  Ath. að heilmilt er að nota klór skv. reglugerð um hollustuhætti og á sund- og baðstöðum

3.3       Svartiskógur, Jökulsárhlíð 
Í eftirliti með matvælafyrirtækjum finnast af og til kælivörumerkt matvæli í frystigeymslum.  Fyrir kemur að matvælin eru jafnvel komin fram yfir síðasta söludag skv. dagstimplunum framleiðenda.  Starfsmenn HAUST gera athugasemdir við þetta, enda á að geyma matvæli í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda, þ.e. kælivöru skal geyma í kæli við 0-4°C og frystivöru skal geyma í frysti við a.m.k. -18°C.  Ennfremur er óheimilt að selja matvöru sem komin er fram yfir síðasta söludag eða best fyrir dagsetningu.

Rekstraraðilar í Hótel Svartaskógi rituðu bréf og andmæltu aths. sem heilbrigðisfulltrúi gerði í samræmi við ofangreint.  Rök rekstaraðila voru að ekki væri hægt að fá ákveðnar tegundir af kjötvöru sem frystivöru og einnig að þar sem kælingu matvæla væri ábótavant í flutningi teldu þau öruggara að kaupa kælivöru í verslunum og frysta í eigin ranni.

Af hálfu starfsmanna hefur verið sannreynt að kjötvinnslur telja ákveðnar tegundir af kjöti, s.s. ákveðnar áleggstegundir, missa gæði við að frjósa og vilja því ekki selja slíka vöru sem frystivöru.  Það er mat heilbrigðisfulltrúa að í slíkum tilfellum sé alls ekki hægt að líða að matvælafyrirtæki kaupi vöruna sem kælivöru,  frysti hana og þýði síðan upp.  Gera verður kröfur um að flutningsfyrirtæki fari að ákvæðum starfsleyfa og tryggi kælikeðju, hvort heldur er fyrir kæli- eða frystivöru.  Ekki er hægt að líða að rekstaraðilar matvælafyrirtækja geymi og meðhöndli matvöru á skjön við leiðbeiningar framleiðenda, hvort heldur er varðandi geymsluskilyrði eða geymsluþol.

Í umræðu kom fram að frosin og útrunnin kælivara hefur fundist á allnokkrum stöðum í matvælafyrirtækjum, jafnvel í skólum og leikskólum.

Umræður urðu um ástæður krafna skv. matvælareglugerðum og röktu heilbrigðisfulltrúar orsakir gæðataps sem verður við endurteknar frystingar sem og þegar matvara er fryst hægt og við ónógan kulda.

Það er mat heilbrigðisnefndar að öllum matvælafyrirtækjum beri að fara að settum reglum um öryggi matvæla.

3.4       Skólavegur 49 Fáskrúðsfirði 
Breyting á starfsleyfi og skilgreiningu á nýtingu húsnæðis

Rekstaraðili á Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði hefur sótt um og fengið breytingu á skipulagi, þannig að húsnæðið að Skólavegi 49 er nú skilgreint sem íbúðabyggð (einkaheimili) en ekki atvinnuhúsnæði.  Í bókun Fjarðabyggðar segir: "Farið er fram á að hótelinu verði breytt í einbýlishús, þar sem starfrækt verður gistiheimili. Breyting er í samræmi við deiliskipulag svæðisins og ekki er nauðsynlegt að grenndarkynna breytinguna. Nefndin samþykkir erindið."

Sami aðili hefur einnig sótt um til HAUST að breyta starfsleyfi frá því að starfrækja hótel í húsnæðinu yfir í gistingu á einkaheimili, með gistingu fyrir allt að 16 gesti, ásamt morgunverði og/eða kvöldverði fyrir gesti. Staðurinn uppfyllir kröfur sem HAUST gerir til slíkrar starfsemi og ekki er fyrirstaða á að veita leyfi skv. því.

Hins vegar er í umsókninni er einnig beiðni um leyfi til að vera með vínveitingar fyrir gesti í gistingu og tækifærisleyfi fyrir ball 4 til 6 sinnum á ári.  Ath. að heilbrigðisnefnd er umsagnaraðili en ekki leyfisveitandi vegna áfengissölu.

Að mati starfsmanna er ekki hægt að mæla með vínveitingaleyfi eða tækifærisleyfi á einkaheimilum, enda eru þau þá ekki skilgreind sem veitingastaðir; einkaheimili er jú heimili en ekki veitingastaður.

Heilbrigðisnefnd er sammála því mati starfsmanna sem fram kemur að ofan.

4        Erindi og bréf

4.1       Landsvirkjun Power 
Með bréfi dags. 26.8.2010 óskar fyrirtækið Landsvirkjun Power eftir leyfi Heilbrigðisnefndar til að nota bikþeytu til bindingar jarðvegs við Hálslón.

Á árinu 2009 var samþykkt leyfi til að nota nokkur efni í tilraunaskyni.  Eftirfarandi efni voru þá notuð: Flobond 6,2 tonn, þaramjöl 4,7 tonn og bikþeyta 20,5 tonn.  Bikþeytan reyndist best af þessum efnum.

Árið 2010 var samþykkt leyfi fyrir allt að 200 tonnum af bikþeytu, en aðeins um 70 tonn voru notuð. Tilraunir voru einnig gerðar með að trjákvoðu, en hún reyndist ekki vel.  Á sumrinu hækkaði fljótt í Hálslóni auk þess sem sumarið var nokkuð vætusamt.

Nú er óskað leyfis til að nota innan við 100 tonn á árinu 2011 og á næstu árum milli 50 og 200 tonn árlega eftir því hvernig vatnsstaðan í Hálslóni er í byrjun sumars.  Þegar vatnsstaðan er lág og hækkar hægt í lóninu eftir að snjóa leysir getur þurft að jarðvegsbinda stærri svæði.

HHr gerir grein fyrir málinu og sýnir myndir frá eftirlitsferðum í sumar.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir allt að 100 tonnum af bikþeytu á árinu 2011 og að hámarki 200 tonn árlega eftir það.  Miðað er við að ýruefnið Indulin W-5 verði notað, en ef skipt er um efni eða efnasamsetningu skal leita leyfis á ný.  Eindregið er hvatt til að efnið verði því aðeins notað að nauðsyn krefji og í eins litlu magni og hægt er til að hindra áfok.  Einnig er óskað eftir að skýrslur um notað magn, staði notkunar og mat á árangri verði sendar HAUST.

4.2       Umhverfisstofnun 
Með bréfi dags. 16.8. kynnir Umhverfisstofnun tillögu að starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál sf.  Umsagnarfrestur er til 14.10.2010.

Starfsleyfið felur í sér leyfi fyrir meiri framleiðslu en áður, allt að 360 þús tonn af áli, enda hefur fyrirtækið fengið meiri orku frá Landsvirkjun en fyrst var vert ráð fyrir.  Heimil mörk vegna losunar á brennisteini í andrúmsloft breytast vegna þess að tillit er tekið til að brennisteinn losnar í fleiri en einni lofttegund og vegna óskar fyrirtækisins um aukinn sveigjanleika ef nota þyrfti skaut með hærra brennisteinsinnihaldi.

Af hálfu HAUST eru ekki  aths. við ofangreindar efnislegar breytingar í starfsleyfinu en skerpa þarf á orðalagi og nokkrum atriðum til að skýra verkaskiptingu UST og HAUST innan álverslóðarinnar, enda má ekki vera tvöfalt eftirlit með neinum þætti né heldur mega starfsþættir falla niður milli aðila.

HHr gerir grein fyrir málinu og segir frá kynningarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 8.9. sl.á Reyðarfirði.

Heilbrigðisnefnd felur frkvstj. að ganga frá umsögn um starfsleyfistillöguna í samráði við formann og varaformann.

5        Mengunarmál í sumar

5.1       Neysluvatn Eskifirði 
Lögð fram greinargerð sem starfsmenn HAUST og Fjarðabyggðar hafa unnið um málið.  HHr. gerir grein fyrir lærdómi sem dreginn hefur verið af málinu og til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að tryggja bætta verkferla.

Greinargerð sem send var heilbrigðisnefndarmönnum þann 21.8. sl. rædd lítillega.  Frá UST og MAST hafa ekki borist viðbrögð við greinargerð HAUST og Fjarðabyggðar 

5.2       Neysluvatn Djúpivogur 
Í kjölfar skriðufalla sem skemmdu vatnsból sveitarfélagsins fylgdi neysluvatnsskortur.  Vegna þess var yfirborðsvatn sett inn á vatnsveituna.  Rannsóknir sýndu að  þrátt fyrir geislun uppfyllti neysluvatnið ekki kröfur neysluvatnsreglugerðar.  Í kjölfarið hefur verið útbúin sandsía við vatnstökusvæðið og geislabúnaður lagfærður.

Reynslan af þessu máli ásamt með sýnatöku af yfirborðsvatni staðfestir svo ekki verður um villst að yfirborðsvatn er ekki hæft til neyslu án hreinsunar.

5.3       Grútarmengun í Vopnafirði 
Orsök grútarmengunar í Vopnafirði í júlí og ágúst er rakin til nokkurra þátta, en m.a. virðist hreinsikerfi fyrir fráveitu fyrirtækisins HB Granda hafa verði oflestað. Fyrirtækið hefur gripið til ýmiskonar aðgerða til að laga ástandið.  Greinargerð um þær aðgerðir og orsakir mengunarinnar og fleira er væntanlegt í viku 38 (eftir 20.9.)

Umræðu frestað þar til greinargerð berst frá fyrirtækinu.

Umræða varð um mengun frá fleiri fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi, m.a. hugsanlega mengun frá SVN í Norðfirði, lensun skipa inni á fjörðum o.fl.

6        Framsalsmál

6.1       Verkaskipting Matvælastofnunar (MAST) og HAUST 
MAST túlkar breytta matvælalöggjöf þannig að MAST beri að vinna starfsleyfi og hafa eftirlit með allnokkrum af þeim fyrirtækjum sem HES hefur sinnt.  HES gerðu aths. við þessa túlkun og í kjölfarið var lagarammanum breytt þannig að unnt er að framselja starfsleyfis- og eftirlitsverkefni milli aðila.

Nú liggja fyrir drög að samningi milli HAUST og MAST um framsal eftirlits í kjölfar breytinga á matvælalöggjöfinni.  Að mati MAST ættu allmörg fyrirtæki að flytjast alfarið til MAST skv. túlkun laganna, en jafnframt er vilji til að framselja til HAUST alla umsýslu með þeim flestum, þ.e. allt frá starfsleyfisvinnslu yfir í eftirlit og beitingu þvingunarúrræða.  Þessi fyrirtæki verða því í raun áfram hjá HAUST eins og verið hefur.

Matvælaeftirlit með MS á Egilsstöðum flyst þó alfarið yfir til MAST. HAUST hefur hingað til unnið starfsleyfi fyrir mengunarvarir og matvælaframleiðslu MS en MAST hefur einnig sent eftirlitsaðila þangað, þar sem sóst hefur verði eftir útflutningsleyfi fyrir afurðir.  Það er mat MAST að réttara sé að MAST fari með starfsleyfisvinnslu og eftirlit vegna matvælavinnslunnar, en HAUST fer eftir sem áður með eftirlit vegna mengunarvarna.

Heilbrigðisnefnd telur þessa niðurstöðu ásættanlega fyrir HAUST og leggur til að gengið verði frá samningum á þessa lund hið fyrsta.

6.2       Verkaskipting Umhverfisstofnunar (UST) og HAUST- endurskoðun gildandi framsalssamninga 
Með bréfi tilkynnti UST í desember 2008 að samningar milli UST og HAUST um að HAUST fari með eftirlit með sorpförgun og spilliefnamóttökum sem og með fiskimjölsverkmiðjum skyldu endurskoðaðir á árinu 2009.  Þeirri vinnu lauk ekki á árinu.  Í desember 2009 sagði UST síðan bréflega upp gildandi samningum við HAUST um framsal eftirlitsverkefna.  Jafnframt segir í því bréfi að stofnunin áformi að gera nýja samninga við þær heilbrigðisnefndir sem þess óski.

Með bréfi dags. 11.1.2010 staðfesti  frkvstj. að HAUST óskar eftir framsali verkefna.

Vinna við endurskoðun samninga hefur aðallega falist í gerð rammasamnings, enda vill UST geta notað sama ramma um framsal verkefna til allra HES.  Miðað við þá samninga sem HAUST hefur haft við UST er sá rammasamningur sem unnið hefur verið að mjög ítarlegur (íþyngjandi) auk þess sem gjaldtökuheilmild skv. gjaldskrá HAUST er felld niður og færð til UST.  HAUST myndi þá innheimta eftirlitsgjöld af UST, sem aftur rukkar fyrirtækin um upphæð sem nemur gjaldi HAUST og upphæð sem UST telur sig þurfa að fá sem endurgjald fyrir vinnu sem hún sinni, þ.e. lestri á skýrslum frá HAUST o.þ.h.  Af hálfu UST hefur ekki verið vilji til að framselja þvingunarúrræði ásamt með eftirlitsverkefnum.

Með bréfi sem Umhverfisráðuneyti sendi UST þann 17.7.sl. tilkynnir ráðuneytið áform um að styrkja lagagrundvöll vegna framsals þvingunarúrræða ásamt eftirliti frá UST til HES.  Í bréfinu er ennfremur tekið fram að það sé skoðun ráðuneytisins að “færa eigi eftirlitsverkefni frá Umhverfisstofnun til heilbrigðisnefnda þegar slíkt hefur í för með sér aukna hagkvæmni í eftirliti”, að því gefnu að heilbrigðisnefnd sækist eftir verkefnum og að fagleg geta sé til staðar til að sinna verkefnunum.

Í kjölfar þess að bréf ráðuneytis bars ritaði HAUST enn bréf til UST dags. 23.7.2010 og ítrekaði ósk um framsal verkefna en einnig þvingunarúrræða.

UST hefur innan nefndar um gerð rammasamnings tilkynnt að af hálfu stofnunarinnar séu ekki vilji til að framselja þvingunarúrræði.

Staðan í dag er þessi:

  • Samningum um eftirlitsverkefni hefur verið sagt upp.  Verði þeir ekki endurskoðaðir falla þeir úr gildi 1.1.2011.
  • Ekki er búið að ganga frá rammasamningi, og þau drög sem fyrir liggja eru óaðlaðandi fyrir HAUST.
  • Ef ekki næst samningur um að áfram verði farið með eftirlitsverkefni skv. gildandi samningum verður HAUST af tekjum að upphæð kr. 1,2 millj.

Heilbrigðisnefnd átelur vinnubrögð UST harðlega, ekki síst hvað varðar tregðu og seinagang við endurskoðun gildandi samninga en einnig vegna tregðu til að fara að yfirlýstum vilja ráðamanna þjóðarinnar og Umhverfisráðuneytis í þá veruna að eftirlit og þvingunarúrræði skuli færa til heilbrigðisnefnda þar sem vilji og fagþekking eru til staðar.

Með samningum frá árunum 1994 og 1998 hefur HAUST farið með eftirlit f.h. stofnunarinnar með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgunarstöðum.  Aldrei hefur stofnunin séð ástæðu til að gera aths. við verklag og skýrslur HAUST.  Miklu frekar telur HAUST hafa sýnt og sannað að því er vel treystandi fyrir eftirlitsverkefnum og einnig beitingu þvingunarúrræða ef slíkt gerist nauðsynlegt.

Heilbrigðisnefnd óskar hér með eindregið eftir að gildandi samningar verði endurnýjaðir hið fyrsta og þannig að þeir taki gildi 1.1.2011, jafnvel þótt það þurfi að vera á grunni draga að rammasamningi sem fyrir liggur í nefnd þar um.

Þetta er gert í trausti þess að þótt síðar verði sjái UST sér hag í að framselja fleiri eftirlitsverkefni sem og þvingunarúrræði þar sem það er/verður heimilt skv. lögum.

7        Fjárhagsáætlun 2011

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.  Gert er ráð fyrir minni veltu sem því nemur að tímabundnum verkefnum við stóriðjuframkvæmir er lokið og ekki er gert ráð fyrir kostnaði og tekjum af svokölluðum „stórum“ neysluvatnssýnum, því allmörg sveitarfélög hafa gefið í skyn að þau hyggist sækja um undanþágu frá því að þurfa að taka slík sýni.

Niðurstöðutölur í drögunum eru þessar:  Rekstartekjur: 41 millj.  Rekstrargjöld:  41 millj.

Skv. efnahagsreikningi 2009 eru voru eignir samtals 8,1 millj. við árslok, þar af voru bifreiðar metnar á kr. 2,1 millj.  Vonir eru bundnar við að ársreikningur fyrir 2010 verði jákvæður.

Bifreiðar í eigu HAUST eru tvær, Toyota Hilux, árgerð 2005 og báðir eknir um 130 þús. km.  Brýnt er að endurnýja a.m.k. aðra bifreiðina á árinu 2011 ef nokkur kostur er að fjármagna það.

Heilbrigðisnefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar áætluninni til afgreiðslu aðalfundar þann 6.10. nk.  Nefndin er sammála því að a.m.k .ein bifreið verði endurnýjuð á næsta ári.

Kl. 14:00 var Vigdísi Sveinbjörnsdóttur, rekstaraðila Fjóshornsins, þakkað fyrir frábærar veitingar og góða aðstöðu.  Fundarmenn fluttu sig um set yfir í rútu sem ekið var áleiðis í skoðunarferð til Kárahnjúkastíflu. Ólafur Hr. Sigurðsson bættist í hópinn.

Fundi var fram haldið í rútunni.

8        Mál til umræðu – stefnumörkun í starfi HAUST

8.1       Um tímabundin starfsleyfi 
Allmörg starfsleyfi hafa verið gefin út í sumar vegna tímabundinnar starfsemi í tengslum við bæjarhátíðir o.þ.h.

Einnig hefur HAUST haft afskipi af aðilum sem vilja koma með starfsemi svo sem tattoo og hársnyrtistofur inn á svæðið í nokkra daga, hafa jafnvel auglýst starfsemina án þess að spyrjast fyrir um leyfi hjá HAUST eða viðkomandi sveitarfélögum.

Tímabundin starfsemi verður að uppfylla sömu skilyrði og aðrir hvað varðar húsnæði og öryggi viðskiptavina og umsóknir um leyfi þurfa að berast tímanlega til að unnt sé að vinna þær.

Heilbrigðisnefnd telur mikilvægt að jafnræðis sé gætt sem og öryggis neytenda og hvetur starfsmenn til að taka hart á leyfislausri starfsemi, hvort sem er í skamman tíma eða langan.  Hvatt til að snemma verði haft samráð við forsvarsmenn úti- og bæjarhátíða til að unnt sé að ná til og fræða þá sem hugsanlega þurfa leyfi vegna sölubása af einhverju tagi.  Einnig er mikilvægt að hafa samstarf við skipulög sveitarfélaganna vegna útihátíða.

8.2       Hreindýramál 
Austurland hefur sérstöðu á landsvísu hvað það varðar að hreindýr eru veidd í fjórðungnum en ekki annars staðar.  Um 1200 hreindýr eru veidd árlega.  Aðeins eru tveir staðir á Austurlandi, þar sem leyfilegt er að vinna hreindýrakjöt og fá stimpil dýralæknis sem staðfestir heilbrigði dýrsins.  Aðeins er heimilt að selja hreindýrakjöt af dýrum sem hafa hlotið slíkan stimpil.  Matvælastofnun veitir leyfi fyrir matvælastarfsemi í slíkum vinnslum, enda flokkast þær sem sláturhús. Heilbrigðiseftirlit veitir leyfi fyrir neysluvatnsveitum fyrir starfsemin auk fráveitu o.þ.h.  m.t.t. mengunarvarna.

Allmargir leiðsögumenn hreindýraveiða og bændur á Austurlandi bjóða veiðimönnum uppá aðstöðu til að flá og verka bráð sína, en kjöt frá slíkum dýrum er ekki heimilt að selja, heldur aðeins að nota til eigin þarfa.  Í sumum tilfellum er um allmikla starfsemi að ræða. Vinnslur af þessu tagi hafa ekki starfsleyfi.

Það er mat heilbrigðisfulltrúa að taka þurfi upp samræður milli MAST, UST og HAUST um leyfisveitingar fyrir aðstöðu þar sem kjöt er unnið, bæði hvað varðar hollustu og öryggi matvælanna og einnig hvað varðar neysluvatn og mengunarvarnir.

Reglur um stimplun heimtökukjöts gætu t.d. auðveldað eftirlit með því að einungis heilbrigðisskoðað kjöt sé á boðstólnum í matvælafyrirtækjum.

Heilbrigðisnefnd tekur undir að brýnt sé að ná betur utan um verkun og vinnslu hreindýrakjöts í þeim tilgangi að tryggja megi að aðeins heilbrigðisskoðað kjöt gangi kaupum og sölu.  Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum, HHr og HIH að rita UST og MAST bréf og óska eftir fundi um málið.

 

8.3       Um gististaði, flokkun þeirra og nafngiftir 
Heilbrigðiseftirlit gefur út starfsleyfi til gististaða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002.  Í reglugerðinni er eftirfarandi skilgreining en tegundir gististaða ekki frekar skilgreindar.  “Gististaður er hvert það hús eða húshluti þar sem dvalið er lengur eða skemur gegn greiðslu og telst ekki íbúð eða íbúðarherbergi.”  Á grunni reglugerðarinnar eru gefin út samræmd starfsleyfisskilyrði.

Í Lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og í Reglugerð nr. 585/2007 um veitinga og gististaði eru skilgreiningar á tegundum gisti- og veitingastaða, sem HES ber að nota við umsagnir um útgáfu rekstarleyfa til sýslumanna.

Nokkuð er um að gististaðir séu auglýstir undir flokkum öðrum en þeim sem starfsleyfi og rekstarleyfi sýslumanna eru gefin út fyrir.

Bent var á að á vegum samtaka veitinga- og ferðaþjónustu er unnið að flokkun gististaða.

Formlegum fundi var slitið um kl. 14:30 með þakkarorðum framkvæmdastjóra og formanns fyrir ljúft og gott samstarf við nefndarmenn og starfsmenn HAUST á kjörtímabili nefndarinnar.

Við Bessastaðabrekku komu  í rútuna Georg Pálsson og Árni Jóhann Óðinsson, starfsmenn Fljótsdalsstöðvar.  Undir frábærri leiðsögn þeirra var ekið að og inn í Kárahnjúkastíflu og mannvirkið skoðað að innan og utan. Heilbrigðiseftirlit Austurlands kann þeim bestu þakkir fyrir veglegar móttökur.

Skoðunarferðinni lauk á Egilsstöðum rétt um kl. 19:00

 

 

Heilbrigðisnefnd og starfsmenn í lokuskúta Kárahnjúkastíflu  Efri röð:  Hákon Hansson, Benedikt Jóhannsson, Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Sigurlaug Gissurardóttir, Ólafur Hr. Sigurðsson  Neðri röð:  Kristín Ágústsdóttir, Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Júlía Siglaugsdóttir, Borgþór Freysteinsson
Heilbrigðisnefnd og starfsmenn í lokuskúta Kárahnjúkastíflu Efri röð: Hákon Hansson, Benedikt Jóhannsson, Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Andrés Skúlason, Sigurlaug Gissurardóttir, Ólafur Hr. Sigurðsson Neðri röð: Kristín Ágústsdóttir, Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson, Júlía Siglaugsdóttir, Borgþór Freysteinsson

 

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson      
Sigurlaug Gissurardóttir
Borghildur Sverrisdóttir
Árni Kristinsson
Kristín Ágústsdóttir
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson                    
Hákon Hansson
Júlia Siglaugsdóttir                  
Borgþór Freysteinsson

pdf Fundargerðin á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search